Heimskringla - 08.11.1933, Blaðsíða 6

Heimskringla - 08.11.1933, Blaðsíða 6
6. SCbA. HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 8. NÓV. 1933 Jane Eyre eftir CHARLOTTE BRONTE Kristján Sigurðsson, þýddi “Eg var lokuð inni með afturgöngu fram í myrkur.” * Eg sá að Mr. Lloyd hleypti brúnum með kýmnis svip þó. “Afturgöngu! Já, já, þú ert þá ungbarn, eftir alt saman. Þú ert hrædd við drauga?” “Eg er hrædd við Mr. Reed, þegar hann gengur aftur: hann dó og stóð uppi í þeirri stofu. Hvorki Beta né hinar stúlkurnar fara þangað þegar dimt er, nema þær megi til, og það var grimdarlegt að loka mig þar inni ljóslausa — svo hræðilegt, að eg hugsa að eg gleymi því aldrei.” “Hégómi! Og það er af þessu, að þér h'ð- nr svo illa? Ertu hrædd nú, um hábjartan dag?” “Nei, en nóttin kemur aftur bráðum og svo — svo er annað, sem — sem gerir að eg á svo bágt.” “Hvað annað? Geturðu sagt mér eitthvað frá því?” Hvað mig langaði til að svara þeirri spurn greinilega! Og hvað það var erfitt, að semja nokkurt svar! Börn kennir til en þau. kunna ekki að gera sér né öðrum grein fyrir tilkenn- ingum sínum, sízt með orðum. En eg hrædd- ist að missa af fyrsta og líklega eina tæki- færi til að létta á hörmum mínum með því að segja til þeirra að einhverju leyti; eg þagði dá- litla stund, mér var svo’ mikið niðri fyrir, svo reyndi,eg að stynja upp svari, sem var satt, þó ekki væri stórmannlegt. . “Eitt er það, að eg á hvorki foreldra á lífi né bræður né systur.” “Góða frænku áttu að og-hennar börn.” Nú þagnaði eg við, svaraði svo klaufalega: “En John Reed barði mig og frænka mín lokaði mig inn í rauðu stofunni.” Mr. Lloyd tók upp baukinn og sagði: “Finst þér ekki fallegt á Gateshead Hall? Þykir þér ekki vænt um að eiga heima á svo fallegum stað?” “Það er ekki mitt heimili, herra, og Abbot segir að eg eigi minna tilkall en vinnufólkið til að dvelja hér.” “Uss, þú vilt þó víst ekki kömast héðan, varla ertu svo mikill óviti.” “Vænt þætti mér að komast héðan, ef eg hefði nokkurn annan stað að fara í, en frá Gateshead Hall kemst eg aldrei fyr en eg er uppkomin.” . “Hver veit, hvað verða kann. Áttu nokk- uð frændfólk fyrir utan Mrs. Reed?” “Ekki það eg veit til.” “Ekkert í föður ætt?” “Eg veit ekki; eg spurði frænku mína að því einu sinni, hún sagði að verið gæti, að einhverjir lítilmótlegir fátækingar, með nafn- inu Eyre, væru mér skyldir, en hún væri þeim ókunnug.” “Ef þú ættir svoleiðis skyldmenni, mund- irðu vilja fara til þeirra?” ^g hugsaði fyrir mér. Fullorðnu fólki þykir fátæktin ekki geðsleg, börnum því síður; þau vita lítið um iðjusama, starfsama, virðu- lega fátækt; þau hugsa, þegar þau heyra fá- tækt nefnda, til rifinna flíka, ónógs viður- væris, kulda, klæðleysis, dónalegs viðmóts og ljótra lasta, fátækt og minkun fanst mér eitt og hið sama, og því svaraði eg svo: “Nei, eg vil ekki vera komin upp á fátækt fólk.” “Og ekki þó það væri gott við þig?” Eg hristi höfuðið: eg gat ekki skilið, , hvernig fátækt fólk hefði ráð á að vera öðr- um gott; og svo að venjast á að tala því líkt, taka upp þess viðmót, njóta engrar mentunar og að hugsa til að verða lík fátæku konunum sem eg sá með börn á brjósti eða þvo þvott utan dyra í þorpinu hjá Gateshead Hall: nei, eg var ekki svo mikil hetja að láta stéttar hægindi fyrir frelsi. “Eru skyldmenni þín öreigar? Eða vinn- andi fólk?” “Ekki get eg sagt um það, frænka Reed Segir, að ef eg eigi nokkra ættingja, þá séu þeir væntanlega á vergangi: eg vil ekki fara um og betla.” “Heldurð’ú vildir ganga á skóla?” Enn þurftí eg að hugsa mig um. Eg vissi varla hvað skóli var, stundum heyrði eg Betu lýsa skóla svo, að þar væru ungar hefðarmeyj- ar settar í gapastokk og látnar bera stór spjöld á baki og þar væri heimtað af þeim að vera dæmalaust fínar í framferði og vandlátar; John Reed hataði skólann og talaði illa um for- manninn, en hann hefir sinn smekk fyrir sig, sem á ekkert skylt við minn; Beta hafði sínar frásagnir frá ungmeyjum á heimili þar sem hún var vinnukona áður en hún kom að Gates- head Hall, og ef sannar voru, þá voru þær voðalegar, en þar í mót kom, að hún kunni að segja nákVæmlega frá íþróttum þessara sömu ungmeyja, sem mér þóttu eftirsóknar verðar. Hún lét mikið af dýrðlegum málverkum er þær hefðu gert af blómum og fallegum stöðum, af lögum sem þær kynnu að syngja, nótnaverkum sem þær kynnu að spila, bögla skjóðum, sem þær kynnu að ríða, frönskum bókum sem þær kynnu að þýða, svo að mér rann kapp í kinn þegar eg hlýddi á þær frásögur. Þar að auki, við skólaveru mundi skifta algerlega um, eg mundi fá að ferðast langar leiðir, fara alveg frá Gateshead og lifa nýju lífi. Niðurstöðuna af íhugunum mínum heyrði í þessu svari mínu: “Víst mundi eg vilja fara í skóla.” “Það er nú svo, hver veit hvað verða kann/’ sagði Mr. Lloyd ,stóð upp og sagði svo sem við sjálfan sig: “Barninu hentar að breyta um loft og verustað, taugarnar ÚV lagi.” Nú kom Beta og í sama bili heyrðist til hjóla upp stíginn að hallar dyrum. “Er þetta húsmóðir þín, fóstra?” spurði Mr. Lloyd. “Eg vildi fá að tala við hana ácSur en eg fer.” Beta bauð honum til dagverðar stofu og fór með honum út. Hvað Mrs. Reed og lyf- salanum fór á milli, heyrði eg ekki en eg get þess til, eftir því sem kom fram, að hann leyfði sér að stingax upp á að eg yrði send á skóla og að sú tillaga þurfti víst ekki lengi að bíða sanlþykkis, því að Abbot sagði við Betu eitt kveldið, þsgr sátu við sauma í bamastofunni, og héldu að eg væri sofnuð: “Að Missis væri, það þyrði hún að segja, fegin að losna við svo leiðinlegt og þverlega innrætt bam, sem alla tíð sýndist vera á njósn um hvern og einn og brugga ein- hver brögð í laumi.” Eg hugsa að Abbot hafi haldið mig vera eftirmynd Guy Fawkes, þó eg vaárí smá. í sama sinn fékk eg að vita af tali þeirra, það sem eg vissi ekki fyr, að faðir minn hefði verið fátækur prestur, móðir mín gifst honum móti vilja sinna ættingja, sem fanst hún taka niður fyrir sig, að Reed afi minn var svo gramur óhlýðni hennar, að hann gerði hana arflausa, að faðir minn tók taugaveiki á hús- vitjunarferð meðal fátækra sjúklinga í verk- smiðju hverfi og dó úr þeirri sótt, sömuleiðis að móðir mín tók sóttina af honum og andað- ist mánuði síðar, eftir eins árs sambúð. Þegar Beta heyrði þessa sögu, varpaði hún öndinni og sagði: “Aumingja Miss Jane er brjóstum- kennanleg eigi að síður, Abbot.” “Já,” svaraði Abbot, “ef hún væri skemti- legt og fallegt barn, þá mætti vorkenna henni einstæðingsskapinn, én hverjum getur þótt vænt um aðra eins pöddu?” Beta samþykti þessu: “Ekki stórmikið, víst, það væri annað mál ef eins stæði á fyrir Miss Georgiana, eins fallegt barn og hún er.” Þá hlýnaði yfir Abbot: “Já, blessunin sú. Blessað litla indælið hrokkinhærða, með síðu lokkana og bláu aug- un og hvað hún er fallega litkuð, rétt eins og hún væri máluð! — Beta, eg held eg hefði lyst á Welsh rabbit í kvöldkattinn.” “Sama hér, komdu, við*skulum fara ofan.” Þær fóru. 4. Kapítuli. * Af þeim ástæðum sem greint var frá fékk eg svo mikla von um að breyting væri í nánd að mér fór að battia — eg þráði umskifti og beið þeirra þegjandi. En dagar liðu og vikur svo að ekkert gerðist að; eg komst til fullrar heilsu aftur, en ekki var ymprað á því efni, sem' mér var ríkast í hug. Mrs. Reed virti mig stundum fyrir sér með hörðum svip, en talaði sjaldan til mín, frá því eg var veik gerði hún enn meiri mun á mér og sínum börnum, lét mig sofa eina í svolitlum klefa, borða eina og vera í barnastofu þegar hin börnin voru í stáss- stofunni. En ekki gaf hún neinn ávæning um I að senda mig á skóla, samt þóttist eg viss um að hún mundi ekki standast það að hafa mig lengi undir sama þaki, því að tillit hennar sýndi að hún hafði á mér sterka óbeit og djúp- setta. Eliza og Georgiana töluðu við mig eins lítið og þær gátu, auðsjáanlega af því að þeim hafði verið sagt svo, Johft rak út úr sér tung- una, hvenær sem hann sá mig og einu sinni reyndi hann að lumbra á mér, en eg tók strax á móti honum með sama ofsa og fyr, þegar eg í örvænting varð hamslaus út af hrotta- -skap hans, svo jionum sýndist ráðlegra að láta. mig vera, og hljóp burtu með blótsyrðum og köllum að eg hefði nefbrotið sig. Það er satt að eg rétti þeim framstandandi parti á andliti hans eins hart högg og hnúar mínir máttu við, og þegar eg sá að hann gugnaði við það ellegar fyrir mínum reiðisvip, þá fékk eg sterkustu löngun til að láta hann kenna á yfirburðum mínum, en hann flýði til mömmu sinnar. Eg heyrði til hans byrja að væla um að “þessi viðbjóðslega Jane Eyre” hefði flogið á hann álíka og villiköttur, en þá var tekið fram í hjá honum, heldur hörkulega: “Minstu ekki á hana við mig, John; eg sagði þér að koma ekki nálægt henni; hún er ekki þess virði, að það sé tekið eftir henni. Eg kýs ekki að þú né systur þínar umgangist hana.” Eg stóð uppi á loftsgati og heyrði á; þegar hér var komið hallaði eg mér fram á handriðið og segi alt í einu alveg óforhugsað: “Þau eru ekki hæf til að umgangast mig.” Mrs. Reed var kona í gildara lági, en þegar hún nam þess^/furðulegu og fífldjörfu yfirlýs- ing, þá rann hún kviklega upp stigann, þyrlaði mér eins og hvirfilbylur inn í barnastofu, keyrði mig ofan í rúm og manaði mig, með rækilegri áherzlu, til að hreyfa mig þaðan eða segja eitt orð það sem eftir var þess dags. Eg held varla að mér hafi verið sjálfrátt, því eg svaraði: “Hvað heldur þú að Reed frændi segði við þig, ef hann væri á lífi?” Varla sjálfrátt segi eg, því að tunga mán talaði orðin að vísu en viljinn sagði ekki til að þau skyldu talast; út. af mér talaði eitthvað sem eg réði ekki við. “Hvað?” sagði Mrs. Reed-í hálfum hljóð- um; hún var gráeygð, með stillilegt og fremur kuldalegt augna tillit, en nú brá fyrir í þeim ótta eða eins og henni yrði bylt; hún slepti á mér handleggnum og starði á mig álíka og hún vissi varla hvort eg væri barn eða djöfull. Nú var eg komin í klípuna. “Reed frændi er í himnaríki og sér til þín, alt sem þú gerir og hugsar, og pabbi og mamma líka: þau vita að þú lokar mig inni all- an daginn og að þú vilt mig feiga.” Mrs. Reed náði fljótt aftur skapi sínu; hún hristi mig rækilega, gaf mér sitt undir hvort og hvarf svo á burt orðalaust. Beta bætti það upp með klukkustundar áminningar ræðu, og færðf fram mörg rök og sterk að því a<5 eg væri vont barn og gjörspilt umfram öll önnur sem alizt hefðu upp undir húsþaki. Það lá við eg tryði henni, því að eg fann sannarlega vondar hugsanir ólga í brósti mínu. Nú leið jólafastan hjá og hátáðamar fram yfir þrettánda. Jól og nýár voru hátíðleg hald- in á Gateshead með venjulegri risnu, gjafir voru gefn^r, veizlur haldnar og kveldboð. Frá allri þeirri gleði var eg vitanlega útilokuð; minn skamtup af skemtuninni var sá að vera viðstödd daglega þegar Eliza og Georgina voru færðar í og horfa á þær tritla niður í stáss stofu, klæddar í þunna kjóla úr híalíni með hárauðum lindum og hárið vandlega liðað í lokka; þar á eftir að hlusta á píano eða hörpu slátt berast upp neðan úr stofum, frammistöðumann og þjón er þeir roguðust • með veitingar, glasaglamur, og nið af sam- ræðum, er gengið var um salsdyrnar. Þegar eg þreyttist á þessu, hvarf eg frá handriðinu til barnastofu, er þá var hljóð og mannlaus; þar var eg sorgbitin að vísu en ekki voluð. Ef satt skal segja langaði mig alls ekki til veizlu- sala, því að þegar margir gestir voru saman komnir,,létu nær allir sem þeir vissu ekki að eg væri til, ,og ef Beta hefði verið góð við mig og - kompánleg, þá hefði mér þótt hátíð" að ve”a með henni á kveldin, hjá því að vera í sal full- um af herrum og hátíðar búnu kvenfólki, und- ir ströngu eftirliti Mrs. Reeds. En siður Betu var, að undir einS og hún hafði búið ungu stúlkurnar uppá, þá hvarf hún til liinna líf- legu neðribygða, eldahúss og ráðskonu rúms, og tók vanalega kertið með sér, þá sat eg með brúðuna mína í fanginu, unz éldurinn dvínaði og leit um öxl stöku sinnum til að vita hvort nokkuð verra en eg sjálf væri á sveimi í hinni skuggalegu stofu; þegar glæðurnar fölnuðu afklæddist eg, leysti hnúta og þreifaði eftir þvengjum og leitaði í bólið mitt undan kulda og myrkri. Eg tók brúðuna alla tíð með mér í bólið, manneskjurnar verða að elska eitthvað og með því að eg fann ekki annað betra að“ festa elsku við, þá tókst mér að finna yndi í því að elska og hlúa að máðu mannlíkani úr leir, töturlegu álíkast svolítilli fuglahræðu. Eg á bágt með að skilja það nú með hve bjána- legri einlægni eg elskaði þetta leikfang, hugs- andi öðru hvoru að það væri lifandi og fyndi til- Eg gat ekki sofnað nema það væri vafið inn í náttkjólinn minn, og þegar það lá þar óhult og varmt, leið mér nokkurveginn vel, eg hélt þá að því liði vel og kendi sælu. Lengi voru stundirnar að líða, meðan eg beið þess hlustandi að gestirnir færu eða að Beta kæmi upp, stundum skrapp hún upp til að sækja skæri eða fingurbjörg eða ef til vill færa mér eitthvað matar kyns — bollu eða ostköku — hún sat á rúmstokknum hjá mér, meðan eg borðaði og þegar eg var búin, breiddi hún vandlega ofan á mig og tvisvar kysti hún mig og sagði: “Góða nótt, Miss Jane!” Þegar Beta var svona blíð, fanst mér hún sú bezta, fallegasta og vænsta manneskja í víðri veröld; °S eg óskaði þess innilega ,að hún væri altaf svo á&túðleg og blíð, að hún hrinti mér aldrei né jagaði mig né setti mér fyrir ónærgætnis- lega, eins og hún gerði of oft. Eg hugsa að Beta hafi verið vel gefin, ferðug til allra verka og merkilega vel lagið að segja sögur, hún var lagleg líka ef eg man rétt, grönn, dökkhærð, dökkeygð, vel litkuð og nettfríð; en bráðlynd var hún og mislynd og hafði fremur óskýra hugmynd um rétt og rangt; en hvað sem að henni mátti finna, þá þótti mér vænst um hana af öllum í Gateshead Hall. Nú var það um dagmál þann fimtánda janúar, að Beta var farin ofan til máltíðar, en frænkur mínar voru ekki enn kvaddar á fund mömmu sinnar; Eliza var að setja á sig hettu og hlýja útiveru kápu, hún ætlaði út að gefa hænsnum sínum, en til þess verks var hún fús og ekki síður til hins að selja eggin ráðs- konunni og geyma andvirðið. Hún var lagin til kaupskapar og hafði sterka náttúru til að safna skildingum; eggin seldi hún og hænsnin og rætur jurta o gsáð og gróðurkvisti garð- yrkju stjóra búsins, sem prúttaði vel og lengi, en keypti þó á endanum alt af henni, eftir skipun húsmóðurinnar; Eliza hefði víst selt hárið af höfðinu á sér, ef hún hefði ábatast vel á því. Slrildingana faldi hún á afviknum stöðum, vafði í tuskur eða pappírs ræmur; innistúlkan rakst á eitthvað af þessu falda fé, og þá þótti Elizu vsíara að trúa móður sinni fyrir því, gegn okur rentu — fimtíu af hundr- aði; þá leigu heimtaði hún fjórum sinnum á ári og skrifaði tölur í litla bók um alt það brask, með áhyggjusamlegri vandvirkni. Georgiana sat í háum stól fyrir spegli; greiddi sér og fléttaði í hár sitt lérefts blóm og fölnaðar fjaðrir, sem hún hafði fundið í drag- hólfi uppi á háa lofti. Eg var að búa um rúmið mitt, og hafði stranga skipun frá Bet.u að vera búin að því áður en hún kæmi aftur (því að Beta var farin að hafa mig til vika og aðstoðar við sitt starf); þegar eg var búin að brjóta saman náttklæðin og breiða yfir rúmið, fór eg út að gluggakistu bekk að taka saman myndabækur og brúðustofu búnað er lá þar á víð og dreif, þá kallaði Georgiana snöggt, að eg skyldi láta hennar leikföng vera (því að hún átti smásmíðið: stóla, spegla, diska og bolla) ; eg hvarf þar frá og tók nú til að blása á frostrósirnar á glugganum, svo eg gæti séð út á grundirnar, sem nú lágu í kólgu dróma Þá sá eg að grindur opnuðust og vagn kom inn og rann upp að hallar dyrum, maður steig úr vagninum og hringdi dyrabjöllu, hvarf svo inn. Mér mátti á sama standa um gesti, því að aldrei kom neinn, sem eg var kunnug, svo að eg lét sem eg hefði ekki séð neinn koma, heldur fór að athuga lítinn fugl með rauða bringu, sem hoppaði á kvistum 'kirsuberja trés er fest var við útiveggínn nálægt glugganum. Leifarnar af morgunverði mínum, brauði og mjólk, voru á borði rétt hjá, svo eg hugsaði mér að gefa litla, hungraða bringurauð nokkra mola og fór að bisa við að koma upp glugg- anum . Þá kom Beta þjótandi upp á loft og inn í barnastofu og segir: “Miss Jane, farðu úr ermasvuntunni: hvað ertu að gera þarna? Ertu búin að þvo þér í framan og um hendurnar, síðan þú komst á fætur? “Eg kipti aftur í gluggarin, áður en eg svaraði, því eg vildi koma brauðinu til bringu- rauðs; eg náði upp glugganum, dreifðu mol- unum á sylluna og sumum á tréð og svaraði svo: “Nei, Beta, eg var að enda víð að dtista.” “Mikil óþægð er að tarna óg kæruleysi! og hvað ertu að gera núna? Þú ert rjóð í framan, eins og þú vitir einhverja skömm á þig, til hvers varstu að opna gluggann?” Eg þurfti ekki að svara, því Beta virt- ist ligga mikið á, hún kipti mér að þvotta- skápnum, vaskaði mér í framan með sápu og vatni, sú athöfn var ströng, en stutt, sem betur fór, stráuk svo yfir grófu handklæði, hamaðist með stífum bursta á hárinu á mér, fletti af mér svuntunni, leiddi mig fram að stiga og bauð mér að skunda ofan, því að eg ætti að koma til þeirrar stofu þar sem- morgun matur var etinn. Eg vildi spyrja hver vildi finna mig, og hvort Mrs. Reed væri þar ,en Beta hvarf'inn í barnastofu og lokaði á eftir sér, svo eg tifaði seint og hægt ofan stigá. Til Mrs. Reed hafði eg ekki kölluð verið í þrjá mánuði, og með því að mén hafði verið haldið í barnastofunni þann tíma, frá árbits, veizlu og stáss stofum, þá kveið eg fyrir að troða þau ægilegu svið. Eg stóð nú í hinu víða fordyri, sem var mannlaust, fyrir dyrum herbergisins, skjálfandi og full kvíða. Hvílík vesældar bleyða var eg orðin af ranglátum refsingum! Eg hræddist að hverfa aftur til barnas.tofu og eg hræddist að halda áfram til málstofu; einar tíu mínútur stóð eg kyr, vafin í kvíða; þá gall við bjallan í árbita stoíu og skar úr: eg mátti til að fara iþangað. Eg tók báðum höndurn á hurðarlokunni, sem var stirð, og reyndi að snúa læsingunni. “Hver skyldi vilja finna mig?” hugsaði eg. "Hvern ætii eg sjái fyrir utan Reed frænku — karlmann eða kvenmann?” Læsingin hljóp til, dyrnar opnuðust, eg steig inn fyrir, hneágði mig djúpt og leit upp — á svarta stoð! — svo kom mér fyrir bein, mjó svartklædd fígúra, sem stóð á ábreiðu á miðju gólfi, andlitið á henni líkt og meitluð gríma álíka og gálkn upp af súlu. Mrs. Reed sat á sínum vanalega stað við hlóða eldinn, hún benti mér að koma nær og sagði við hann ókunnuga halH: “Þetta er telpan, sem eg átti við, þegar eg leitaði til þín.” * Haliur: merkir stein eða grjót.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.