Heimskringla - 15.11.1933, Page 4

Heimskringla - 15.11.1933, Page 4
4. SÍÐA. HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 15. NÓV. 1933 (Stofnuð 1886) Kemur út á hverjum miðvikudegi. Elgendur: THE VIKING PRESS LTD. 853 Off 855 Sargent Avenue, Winnipeg Talsími: 86 537 VerS blaðsins er $3.00 árgangurinn borgisit fynrlram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. Ráðsmaður TH. PETURSSON 853 Sargent Ave., Winnipeg Manager THE VIKING PRESS LTD. 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFÁN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA 853 Sargent Ave., Winnipeg. “Heimskringla” is published by and printed by The Viking Press Ltd. 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. Telephone: 86 537 i _________________................. .......... WINNIPEG, 15. NÓV. 1933 HVAÐ ER TRÚARBRAGÐA KENSLA? Einkennlegt mál hefir nýlega verið lagt fyrir dómstólana í Norður Dakota. Kært er, sem brot, gegn því fyrirmæli grund- vallarlaganna, er bannar að um hönd sé höfð nokkur trúarbragða kensla í alþýðu- skólunum, að Nunnum sé veitt kennara- staða og leyft að kenna við skólana. Mál- ið kemur fyrir héraðsréttardómara hr. Guðmund Grímsson er beðinn er að skera úr þrætu þessari og vísa á hinn rétta skilning laganna í þessu efni. Er hér um meira vandamál að ræða en í fljótu bragði má virðast. Ákveðin kensluskrá er fyrir- skipuð við skólana, og er gengið út frá því sem vísu að henni sé fylgt, því að öðrum kosti væri kennarinn brotlegur við lögin og kæmi alls eigi til greina úr hvaða stétt mannfélagsins hann væri. Trúarbragðakenslan, sem hér virðist vera um að ræða, verður því fólgin aðallega í því hvort búning eða klæðaburð kennar- ans (nunnunnar) — kuflinn, krossinn og talnabandið — megi skoða sem tæki eða tákn, sem kennarinn notar og áhrif getur haft á hugsunarhátt barnanna. Spurn- ingin er því aðallega um áhrif þessara ytri tákna á hugarfar og skoðanir barnanna í skólanum; eða sálfræðileg. Hugsanlegt er, og alls eigi ósennilegt, að þessi tákn geti haft margvísleg áhrif á hugsanir og skoðanir bamanna, er hafa þau sífelt fyrir augum og hljóta að setja þau í samband við trúarbragðalegar hug- myndir. Að minsta kosti hlýtur hin kaþólska kirkja að líta svo á sem búning- ur þessi hafa einhverja andlega þýðingu til að bera, og því einhverja kenningu í sér fólgna, eða hún myndi ekki fyrirskipa hann. Áreiðanlega myndi hún ekki sam- þykkja að hann væri lagður niður. I hin- um kanonisku lögum kirkjunnar eru ströng fyrirmæli um það, hvaða búning klausturnemi skuli upptaka að námskeið- inu enduðu. Mætti því svo virðast sem kirkjan sjálf, með þeim fyrirmælum leysi úr spurningunni og kveði upp dóminn. Vakning tilfinninganæmis hjá barninu, með táknum eða fyrirmyndum, fyrir á- kveðnum stefnum eða stofnunum, má engu síður skoðast kensla en hin sem eigi notar annað en bækur eða munnlega uppfræðingu. Búningurinn er helga á persónuna og aðgreina hana frá heimin- um, jafnframt því sem hann á að minna á myndugleika og hinn æðri uppruna kirkjunnar hlýtur að vekja einhverskonar tilfinningar hjá barninu og að sjálfsögðu þær er að trúarlífinu lúta. Hugur barns- ins er viðkvæmur og opinn á vissu aldurs skeiði, fyrir utanaðkomandi áhrifum og er það marg endurtekin reynsla. Allir kann- ast við orð kaþólsku kirkjunnar: “Fáið mér barnið þangað til það er tólf ára, svo má hver taka við því sem vill.’’ En svo þarf eigi ávalt börnin til, margt eldra fólk er móttækilegra fyrir kenningu tákna og fyrirmynda en rökbundinna fræða. — “Hvaða rök fylgja engli þeim?” spurði Hallur á Síðu og svo spyrja fleiri. í máli þessu virðist vera um það að ræða, hvaða skilnipg og hve víðtækan skilning beri að leggja í orðið “kensla”, hvort eingöngu sé átt við það sem börn eru látin læra eða sé átt við alt það, sem áhrif hefir eða getur haft á hugsanir þeirra, skoðanir eða tilfinningalíf. Engin fyrirmæli munu vera í ríkislögunum er höft leggja á trúarskoðanir kennaranna og hafa allir sama rétt til embættisins hverra trúarskoðana sem eru. Frá því sjónarmiði er ekkert því til fyrirstöðu að nunnur megi vera barnaskólakennarar. Hitt kemur aðeins til greina að þær bein- línis eða óbeinlínis beiti ekki áhrifum sín- um í þá átt að hugur barnanna svegist að einum eða öðrum kirkjulærdómi, eða að stétt þeirra og siðareglur verði þess valdandi. VÍNBANNIÐ ÚR SÖGUNNI Tuttugustu og fyrstu stjórnarskrárbreyt- ingarlög Bandaríkjanna hafa verið sam- þykt í meira en þrem fjórðu fylkjanna. Er átjánda stjónarskrábreytingin —- eða bannlögin — með því úr sögunni. Árið 1918 voru þrjátíu og sex fylki með vín- bannslögunum. Nú hafa þrjátíu og níu fylki greitt atkvæði á móti þeim. Tilbún- ingur og sala áfengis hefst því á gamla vísu undir eins og stjómin hefir samið reglur fyrir því. Þrjú lönd sem vínbann höfðu aðhylst, hafa á þessu ári horfið frá því. Lönd þessi eru Finnland, ísland og Bandaríkin. Það verður því ekki annað sagt, en að ' vínbann hafi reynst skammgóður vermir. Hvað veldur því, að það hefir ekki hepnast betur en raun er á? Ástæðan er auðsæ, þó menn hafi ekki viljað skilja hana. Hún er eftirlitsleysi laganna. Því hefir að jafnaði verð haldið fram, bæði í Bandaríkjunum og öðrum bannlöndum, að vínbannslög væru orsök til lagabrota, eða hefðu orðið þjóðfélaginu kennari í því efni. Sannleikurinn er sá, að vínbann hefir aðeins leitt í ljós, hvað löggæzlu- eftirlit hefir verið lítið í þeim löndum, sem það hafa reynt. Það að bannlög voru brotin þar, eins og raun sýnir, er ljóst dæmi af því, hvað vanir og leiknir menn voru orðnir í því að fara í kring um lög landsins. Enda mun enginn ó- vitlaus maður halda fram, að lögbrot hafi ekki verið framin fyr en vínbann var reynt, eða að þau hafi ekki nein verið í öðrum löndum en bannlöndum. ísland ætlum vér að ekki hafi verið neitt sér- stakt glæpamannaland á bannárunum. Aðra ástæðu fyrir því, að vínbannið hefir mishepnast, má eflaust telja þá, að almenningur hafi ekki verið við því búinn og bindindishugsjónin ekki verið eins gróð ursett í huga hans og æskilegt var. Bann- ið hefir ef til vill komið ofsnemma til sögu. Þrátt fyrir það þó bindindishug- sjónin virtist hafa rutt sér talsvert til rúms í hugum manna og bindindismenn skoðuðu tíma til þess komin að vinna að áfengisbanni, hefir reynzlan orðið önnur. og meðan svo er ástatt, að hægt er að telja mönnum trú um að áfengissala, sé þjóðfélaginu og almenningi gæfuvegur, en vínbann leiði út á villigötur, hafa bind- indismenn ærið starf að vinna í þarf- ir hófsemi og góðra siða. Þörfin á bind- indisstarfsemi hefir aldrei verið Ijósari en eftir þessar ófarir vínbannsins. Vegna eftirlitsleysis bannlaganna, verð- ur tæplega sagt, að vínbann hafi enn verið reynt til hlítar. Og önnur eins ó- fyrirleitni hefir aldrei verið höfð í frammi af einstaklingum gagnvart neinum lögum, sem áfengislögunum. Með fulltingi almennings getur nú á- fengisliðið byrjað að víggirða sig og festa sig í sessi til þess að geta komið fram áhrifum sínum í pjoðfélaginu, sem þessa stundina virðast skoðuð því til svo mik- ils góðs, þó reynsla þúsunda ára beri þar um annað vitni. Eitt dæmi af því hvernig áfengissölunni hefir verið trygð framtíð, er það að stjórnir hafa víða tekið við umsjón og rekstri hennar og hafa nokkrar tekjur af því. Svo er það í öllum fylkjum Canada. Með því er áfengissalan gerð hluti af lifi brauði stjórnanna. Og það er að taka bitann frá munni þeirra, að hefta eða þó ekki sé nema hæga ofurlítið á drykkju- skap. Það er ekki annað hægt að segja en að þar hafi Bakkus vel um hnútinn búið. En ólíklegt er ekki að íbúana iðrist þess einhvern tíma, að hafa lagt steina í byggingu þess vígis hans. M E T Framh. Strærsta dýr jarðar, er hvalurinn. Hann er að líkindum stærsta skepnan, sem nokkru sinni hefir verið til. Þó rísa skrið- dýrín fyrrum væru sum lengri en hann, voru þau að öllu saman lögðu skrokk minni en hvalur. Lengd þeirra var fólg- inn í halanum. Einstöku ormar hafa einnig verið yfir 90 fet á lengd, en lengri en það, hafa hvalir ekki orðið. Samt sem áður eru þeir ekki berandi saman við hvali að skrokkstærð. Minstu kvikindi eru aftur á móti sóttkveikju-gerlar. Eru ýmsir þeirra svo litlir, að ekki verða greindir í sterkustu sjónaukum. Að þeir séu samt sem áður til vita menn af verk- um þeirra. Hæsti maður, sem vísindin héldu til skamms tíma að uppi hefði verið, var “írska tröllið” svo nefnda, O’Brien. Er beinagrindin af honum á safni í London (Hunterian Medical Museum). Hann var 7 fet og 7 þumlunga á hæð. En í Elgin í Illinois-ríki er nú 15 ára drengur, Robert Wadlow að nafni, sem er 7 fet 8^ þuml- ung á hæð og er enn að vaxa. Af 8 feta og alt að 9 feta háuin mönnum fasa sögur en engar af þeim hafa reynst vísindalega sannar. Bera vísindamenn einnig brigður á, að risa mannkyn hafi nokkru sinni uppi verið. Skoða þeir sumar sögurnar um það stafa af því, að erfitt hafi verið til skamms tíma að ákveða stærðina af beinaleifum manna. Beinagrind er til af minsta fullvöxnum manni er æltað er að uppi hafi verið, í Hunterian Medical Museum. Sýnir hún að stærð mannsins sem hún er af, hefir verið tæpir 20 þumlungar. Hefir hann því verið sem næst helmingi minni en “General Tom Thumb”, sem P. T. Barn- um hafði um mörg ár til sýnis og einum 12 þumlungum lægri en Mrs. Tom Thumb sem var miklu minni en maður hennar. Hann hefir jafnvel verið 9 þumlungum lægri en Mathew Buckinger, hinn nafn- kunni dvergur er uppi var fyrir tveim öldum og minstur allra manna hefir verið tal’inn. Minsta spendýr sem menn þekkja, er í Evrópu. Það líkist mús, og er ekki nema tæpir tveir þumlungar á lengd með hala. Það hefst við í hrísrunnum og sefi eða háu grasi og etur skorkvikindi. Minsti fiskur er svo nefndur Pandaka-fiskur, við Philippine eyjar. Hann er þrjá-áttunda úr þumlungi á lengd, en er eigi að síður fullkomið hryggdýr. Jurtir og blóm eru af ýmsum stærðum, alt frá þeim er ekki sjást með beru auga og til Royal Water liljunnar; eru blöð hennar 5 fet á breidd og svo traust, að haldið geta uppi ungabami. Það er hita- beltis jurt, en hefir verið ræktuð í húsum í blómagörðum á Englandi og víðar í köldum löndum. í vísindariti nokkru í Bandaríkjunum birtist á síðastliðnu ári mynd af þyngsta manni í heimi. Á hann heima í Cali- forníu; þyngdin var 787 pund. Englending- ur, Daniel Lambert að nafni, var fram til þessa tíma talinn þyngstur manna. Hann dó 1809 og vóg 739 pund. Feitasta kona í heimi, ætla menn að hafi verið sú, er sýndi sig um skeið í skemtigarði í New York og víðar, og gekk undir nafninu “Little Alpine”. Vóg hún 700 pund. Næst henni kom Mrs. Katherine Smith í New York er dó árið 1930. Hún var matreið- slukona, og vóg 560 pund. Fjölskylda ein er kend er við Waite nokkurh er sögð sú þyngsta er sögur fara af. Heyra henni til 5 manns; og vigtar öll fjölskyldan til samans 2700 pund. En stærsta fjölskylda sem kunnugt er um, hefir verið talin Scheinberg-fjölskylda nokkur í Þýzkalandi. Eru börnin 87 af einum föður komin. Skýrslur eru þó rengdar um þetta og eins um stærð rúss- neskrar fjölskyldu Andrew Jukoff að nafni; eru börn hennar talin 54. Um þriðju stórfjölskylduna eru þó til áreiðanlegar skýrslur Er hún nefnd dr. Mary Austin fjölskyldan og var í Bandaríkjunum. Voru börnin 44. Dr. Mary Austin var læknir í borgarastríðinu í Bandaríkjunum. En stórkostlegri og furðulegri en alt annað eru þó niðurstöður þær, er vísindin hafa komist að í ýmsum greinum, t. d. um stærðir í himingeimnum og örsmæð efnisins. Hinn hringmyndaði skari stjarna og sólna í himingeimnum, sem sól vor er einn hluti af, er svo víðáttu mikill, að vegalengdin um hann þveran verður að- eins í ljósárum talinn. Og ljósið er um 100,000 ár að fara þá leið. Þar sem hraði ljóss er nú 186,000 mílur á sek- undu, eða fer um sex triljón mflur á ári, geta þeir sem betri reikningsmenn eru en við, ekki einungis sagt oss vegalengdina í mílum, heldur jafnframt hvað langan tíma gangandi maður þyrfti til þess að komast brautina á enda, þó gamall yrði hann þá orðinn. Hvort fleiri hópar sólna eru til í himin- geimnum vita menn ekki. En það eitt er víst, að rúm er nægilegt fyrir þá. Fjar- lægustu stjörnuþokur, sem stjörnufræð- ingar hafa uppgötvað, eru um 300,000,000 Ijósár í burtu frá jörðu. Ljósið sem frá þeim er nú að berast til jarðar, hefir því lagt af stað heiman frá sér áður en maðurinn var til á þessari jörð, og áður en hér var nokkurt líf, nema ef vera kynni fyrstu lífagnir, er í slími eða á hafsbotni hafast við. Hinir minstu hlutir, er vísind- in hafa uppgötvað eru eigi síður undraverðir og ofar okkar skiln- ingi en víðátta himingeimsins. Það eru ekki aðeins gerlar og efnis eindir sem í beztu smá- sjám verða séðir, sem fundist hafa. í beztu smásjám sjá menn hluti, sem svo eru litlir, að 150,000 af þeim, lagðir hver hjá öðrum, eru ekki lengri en einn þumlungur. Þau vita af öreindum innan atoma og elek- tróna, sem eru mörgum sinn- um smærri en hinar sýnilegu. Eru vísindin nokkum vegin viss um, að slíkar eindir geti verið alt að því tíu miljón sinnum smærri en sýnilegar eindir. Víddir í himingeimnum eru mældar eftir máli sem nefnist parsec. Er eitt parsec um þrjú Ijósár eða tuttugu triljónir mílna. Það er meira alinmálið. Og í miljónum parsecs er oft mælt. Þegar stjörnufræðingar mæla út legu og afstöðu stjarna nota þeir teningsmláið. Tekur þá eitt tenings parsec yfir rúm er að stærð er átta þúsund biljón biljón biljón biljón ten- ingsmílur. Styðsta lengdarmálið, sem vísindin alment nota, er Ang- strom- málið, og svo nefnt eftir hinum frfega sænska eðlisfræð- ingi, er fann það upp. Eru öldu- lengdir eða tíðni geisla, svo sem x-geisla með því mældar. Er það einn tíu-biljónasti úr metra. Ef breidd naglar á mannsfingri væri með því mæld, yrði hún rétt um hundrað mil- jón einingar. Þegar um hraða hluta er að ræða, er hann eflaust hvergi þvílíkur, sem í öreindum efnis- ins innan atómanna. T. d. að taka atom af vatnsefni. Um ferðarhraði elektrónanna inn- an þess er sagður sex miljón bil- jón á sekúndu. Það er mörgum þúsund sinnum meiri hraði, en hraði ljóss eða rafmagns. Er þó hraði rafmagns talinn 288,- 000 mílur á sekúndu. Við þenn-i an hraða elektrónanna jafnast því ekkert, nema ef vera skyldi mannshugurinn, en hann kem- ur hér ekki til greina. Ferð- hraði annara hluta til saman- burðar verður lítill. Hreyfi- myndavél tekur 100,000 myndir á sekúndu. Stjörnuþokur hafa fundist er fjarlægast sólu með 15,0(10 mílna hraða á sekúndu. Stærstu flugskip eru sögð að hafa náð 400 mílna hraða eða meira hafi þau “dýpt” sér á fullri ferð. Hröðustu járn- brautarlestir eru sagðar Chelt- enham-lestin á Englandi er fer 72 mílur á kl.st., og lest ein ný á Þýzkalandi er ferðast 90 míl- ur á kl.st. Af hlaupdýrum er viss tegund hunda (greyhound) og pardus- dýrið fljótust. Fara þau 60 mílur á kl.st. Hestur hleypur rúmar 40 mílur, karlmaður 23.3 mílur, og kvenmaður 19.3 mílur á kl.st. Maðurinn er sagður miklu úthaldsbetri að hlaupa en þessi fráu dýr. Framh. 1 fullan aldarfjórðung hafa Dodd'n nýrna pillur verið hin viðurkenndu meðul við bakverk, gigt og blöðru sjúkdómum, og hinum mörgu kvilla. er stafa frá veikluðum nýrum. — Þær eru til sölu í öllum lyfjabúð- um á 50c askjan eða 6 öskjur fyrir : $2.50. Panta má þær beint frft I Dodds Medicine Company, Ltd.. Tor onto, Ont., og senda andvirðið þang- að. SIGURÐUR JÓNSSON VÍDAL Frh. frá 1 bls. bandalag meðal safnaða Nýja íslands og eftir það árlega hald- inn almennur fulltrúa fundur að vorinu, til þess að ræða hin sameiginlegu mál safnaðanna. Eru til fundarbækur frá þess- um tma er ná yfir níu ára í skeið, eða meðan að bandalag þetta stóð. Allir stóðu söfnuðir j þessir innan Hins ev. Lút. kirkjufélags og höfðu samþykt. safnaðarlög þess. Með^komu séra Magnúsar vaknaði kirkjulíf að nýju innan nýlendunnar. Hann var lær- dóms og gáfumaður góður og skyldurækinn, alþýðlegur í við- móti og raungóður og tók inni- legan þátt í kjörum nýlendu- j manna. Hann var hraustmenni ! mikið, sem hann átti ættir til | og ósérhlífinn. Kom þetta jhvortveggja sér vel á ferðalög- um um nýlenduna er heita l mátti veglaus á þeim árum jafnt sumar sem vetur. Voru flestar ferðif farnar fótgangandi, ef ekki varð bátum komið við eftir jvatninu, en nýlendan var löng j yfirferðar sunnan frá Merkja- l'æk og norður að Fljóti. Er það margra manna mál að fáir eða engir myndu hafa stigið i spor séra Magnúsar á þeim tím- um. Hann var víðsýnn í skoð- 'unum, unni framförum og þekk- j ingu, og þráði að vekja menn til hugsunar á því er koma mætti þeim að notum í hinni vægðar- , lausu baráttu frumbýlingsár- : anna. Öðlaðist hann brátt vin- sældir og virðingu almennings, ! og hefir svo verið sagt að aldrei hafi nokkur prestur í Nýja ls- landi náð hinum sömu vinsæld- um sem hann. I. BYRGIÐ Taktu ungan andans mann útsýn þó að syrgi. — Láttu ala ístru’ á hann inn í sauðabyrgi. Þá mun hann á þessum stað þrátt um skjólið gala. Fyrir aura eftir það inn í byrgið smala. II. UTAN BYRGIS Taktu ungan andans mann út að köldum steini. Þó á kjúkum kreisti hann kuldinn inn að beini. Bentu honum útsýn á. Eins og fjalla hindin hann með konungs krýnda þrá klifrar hæsta tindinn. — J. S. frá Kaldbak Með honum og Sigurði varð strax góð vinátta er hélst, með- an báðir lifðu, voru þeir sam- j sýslingar og þektu hvor til ann- ars áður en vestur kom. Mun Sigurður bráðlega hafa gengið í Breiðuvíkur söfnuð, því 1890 er hann kosinn skrifari safnað- arins og fulltrúi á kirkjuþing, er það sumar var haldið hjá Bræðrasöfnuði, við íslendinga- fljót. Tekur hann drjúgan þátt í störfum þingsins, greiðir at- kvæði á móti, játningarfestu þingsins ber fram tvær grund- vallarlaga breytingar er hvorug náði þó fram að ganga. Var önnur þess efnis að þingtími væri færður aftur til marzmán- aðar, var Ný-Islendingum það áhugamál þá sökum vegaskorts og voranna í nýlendunni. Skýrði hann svo sjálfur frá síð- ar, að fullmikið fanst honum gæta einræðis á þinginu en al- manna viljans öllu miður. Varð það til þess, með öðru fleiru, er gerðist það ár, að hann fjar- lægðist kírkjufélagið, og varð við því búinn að fylgja séra Magnúsi út úr þeim félagsskap, er að því kom, tæpu ári síðar. Þá virtíst líka heldur draga í sundur með séra Magnúsi og stefnu K. félagsíns þar á þing- inu. Hafði hann vakið grun á. sér með það að hann myndi ekki skipa öllum hinum viðteknu trúar lærdómum sama sess, en

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.