Heimskringla - 15.11.1933, Side 6

Heimskringla - 15.11.1933, Side 6
6. SÍÐA. KE1W5KRINC1.A WINNIPEG, 15. NÓV. 1933- Hann, þetta var þá karlmaður, leit hægt og seint við mér gráum forvitnis augum und- an loðnum brúnum og segir djúpum rómi: “Hún er smá, hvað er hún gömul?” “Tíu ára.” “Svo gómul?” segir hann, eins og hann tryði því varla, síðan virti hann mig fyrir sér góða stund, ávarpar mig svo: “Hvað heitirðu, telpa mín?” “Jane Eyre ,herra,” svaraði eg og leit upp. Mér sýndist maðurinn stór, en að vísu var eg lítil; andiitið þrifað og strokið, og allur mað- urinn með óþýðum nosturs brag. “Jæja, Jane Eyre, og ertu gott barn?” Þesau gat eg ómögulega svarað, minn litli heimur var á annari skoðun, eg þagði. Mrs. Reed svaraði fyrir mig, hún hristi höfuðið og segir: “Því minna sem talað er um það efni, því betra, kannske, Mr. Brocklehurst.” ' “Það hykir mér bágt að heyia! Hún og eg verðum &ð taka tal saman.” Þar með settist hann og segir: “Komdu hingað!” Eg fetaði yfir ábreiðuna, hann lét mig standa rétt fyrir framan sig. En að sjá hann í framan, nú er andlit okkar voru á jafnri hæð! En hvað hann var nefstór! En munnurinn! En sá gríðarlegi tanngarður! “Ekkert er hörmulegra að sjá né heyra, heldur en óþægt barn,” svo byrjaði hann, “einkum og sér í la_gi^ óþekkt stúlkubarn. Veiztu hvert vondir faræ þegar þeir deyja?” “Þeir fara tll helvítis,” svaraði eg strax, samkvæmt réttri trú, eins og mér hafði kent verið. “Og hvað er helvíti? Geturðu sagt mér það?” “Gjóta full af eldi.” “Og heldurðu að þú vildir detta í þá gjótu og brenna þar um allan aldur?” “Nei, heira.” “Og hvað áttu að gera til að forðast þau afdrif?” Eg hugsaði mig um; svarið mitt, þegar það kom, var ekki af réttum toga spunnið: “Eg á að halda góðri heilsu og deyja ekki.” “Hvernig geturðu haldið góðri heilsu? Börn þó yngri séu en þú, deyja daglega. Eg jarðaði fimm ára gamalt bam fyrir fám dög- um — gott, lítið barn, sál þess er nú á himn- uin. Það er hætt við, að sama verði ekki sagt um þig, ef þú værir kölluð héðan.” Eg gat ekki hjálpað trúleysi hans, heldur leit niður á tvo afarstóra fætur á gólfdúknum, og varpaði öndinni, og óskaði að eg væri komin langt í burtu. “Eg vona að þetta andvarp komi frá hjartanu, og að þú iðrist eftir að hafa valdið skapraun þeirri konu ,sem verið hefir þér svo góð.” “Verið mér svo góð!” hugsaði eg með sjálfri mér, “svona segja allir, ef svo er, þá er það alt annað en skemtlegt, ef einhver er manni góð.” “Ferðu með bænirnar þínar kvelds og morgna?” “Já, herra.” “Lestu í biblíunni?” “Stundum.” “Með ánægju? Langar þig til þess?” “Mér þykir gaman að Opinberunar bók- inni, Daniels bók og fyrst bók Mósesar og Samúels bók og kafla af Konunganna bók og Maccabeanna bók og Jobs bók og Jónasar spá- manns bók.” “Og sálmana? Eg ætla að vona að þér líki þeir?” “Nei, herra.” “Nei? Nú blöskrar mér! Eg á lítinn dreng, yngri en þú ert, og hann kann sex sálma utan bókar, og ef þú spyrð hann hvort hann vilji heldur, borða piparköku eða læra vers úr Sálmunum, þá segir hann: ‘Ó, sálma vers! Englar syngja sálma,’ segir hann;'“Eg ætla að vera svolítill engill hér á jörðinni”! svo fær hann tvær hunangs kökur, sem umbun fyrír barnslega guðhræðslu.” “Sálmar eru ekki skemtilegir,” segi eg. “Þar sézt að þú hefir vont innræti; og þú átt að biðja guð að breyta því, að gefa þér nýtt hjarta og hreint, að taka frá þér steinhjartað og gefa þér hjarta af holdi og blóði í staðinn.” Eg hafði spurningu á vörunum, hvernig sú athöfn ætti fram að fara, þá gaf Mrs. Reed sig í talið, sagði mér að setjast og tók til máls: “Mr Brocklehurst, eg þykist hafa gefið þér í skyn, þegar eg skrifaði þér fyrir þrem vikum síðan, að þetta stúlkubam hefir ekki það innræti og lundafar, sem mér þykir æski- legt, ef þú tekur hana í Lowood skóla, þá vildi eg fegin, að skjólastjóm og kennarar væru beðnir að hafa strangt eftirlit með henni, og umfram alt að vera á verði gegn hennar versta ágalla, sem er undirferli. Eg tek þetta fram svo þú heyrir, Jane, svo þú reynir ekki til að villa Mr. Brocklehurst sjónir.” Vel mátti eg hræðast og hatast við Mrs. Reed, því hennar eðlisfar var að skaprauna mér sárlega: aldrei leið mér vel í hennar við- urvist; hveraig sem eg reyndi til að hlýða henni, hvemig sem eg reyndi að vera henni til geðs, þá var viðleitni mín brotin á bak aftur og goldin með dómum álíka og nú var lýst. Ákæra hennar, fiutt í viðurvist ókunnugs manns, skar mig í hjartað; eg sá óijóst, að hún var að skapa mér örvænting í hinni nýju vist, sem hún ætlaði mér í, eg fann til þess, þó ekki gæti eg komið orðum að því að hún var að sá óvild og harðleikni á mína nýju lífsbraut, eg sá sjálfa mig verða að umskifting fyrir sjónum Mr. Brocklehurst, svikulum, brögðóttum krakka, og hvað gat eg gert til að afstýra því meini? “Alls ekkert,” hugsaði eg, barðist við að halda grátinum niðri og sópa af mér tárum, magnlaus vitni um það angur sem mér bjó í brjósti. “Óhreinlyndi er sannarlega hörmulegur löstur á barai,” sagði Mr. Brocklehurst; “það á skylt við lýgi, og allir lygarar fá samastað í þeim pytti sem logar af eldi og brennisteini, eigi að síður, hún skal verða vöktuð, Mrs. Reed; eg skal færa það í tal við Miss Temple og kennara skólans.” “Eg vildi helzt, að hún væri alin upp til þess, sem á fyrir henni að liggja,” sagði sú sem var mér svo góð, “að verða til gagns og að vera lítillát; allar stundir sem hún á frí, dvelur hún, með þínu leyfi, á Lowood.” “Þínar ráðstafanir, frú mín, eru næsta skynsamlegar,” svaraði Mr. Brocklehurst. “Auðmýkt er kristileg dygð og henta sérstak- lega þeim sem læra í Lowood, þess vegna hefi eg lagt svo fyrir, að þá fögru dygð skuli sér- staklega innræta þeim. Eg hefi íhugað sér- stakleg ráð til að uppræta hjá þeim hið ver- aldlega hugarfar drambs og hégóma girndar, og það er skamt síðan eg fekk ánægjulega sönnun fyrir, að þau ráð duga vel. Næst- elzta dóttir mín fór þangað til eftirlits með mömmu sinni, og þegar hún kom aftur, þá segir hún: ‘Ó’ elsku pabbi, hvað stúlk- urnar í Lowood eru stiltar og íburðar- lausar; hárið kembt aftur um eyrun, í síð- um erma svuntum með litlum poka vösum utan á kjólunum — þær eru ekki óáþekkar fátækra manna börnum,’ sagði hún, ‘þær blíndu á búninginn okkar mömmu, eins og þær hefðu aldrei séð silkikjóla fyr á allri æfi sinni.’ ” “Þessi stjórasemi líkar mér fullvel,” sagði Mrs. Reed; “þó eg hefði leitað um alt landið, þá hefði eg tæplega fundið skóla, sem hentaði betur öðru eins barni og Jane Eyre. Fastlyndi, minn góði Brocklehurst; eg fylgi því, að vera sjálfum mér samkvæm í öllum hlutum.” “Fastlyndi, frú mín, er æðst allra kristi- legra dygða; og í Lowood eru taumarnir aldrei slakir; óbreytt mataræði, íburðarlaus fatnað- ur, tildurlaus viðurgerningur, og ávanar til iðjusemi og harðfengi, svona er tilhagað ken- slu og daglegu lífi í þeim skóla.” “Það er vel. Eg má þá reiða mig á, að þetta barn verði tekið til dvalar og kenslu í Lowood og tamið þar við það sem hæfir henn- ar standi og framtíðar horfum?” “Frú mín, það er óhætt; hún skal sett verða í þann vaxtar reit útvaldra jurta — og eg treysti því, að hún sé þakklát fyrir þá ó- metanlegu gæfu, að vera til þess útvalin.” “Eg sendi hana þá, Mr. Brocklehurst, eins fljótt og.því verður við komið; eg er fegin að losna við ábyrgð, sem of mikil fyrirhöfn fylgir.” “Sjálfsagt, frú mín, sjálfsagt, og nú býð eg þér góðar stundir. Eg ætla að hverfa aftur til Brockiehurst Hall eftir viku eða hálfan mánuð: minn góði vin, erkidjákninn vill ekki sleppa mér fyr. Eg skal senda Miss Temple boð, að hún megi eiga von á nýrri námsmey, svo að ekki verði nein fyrirstaða. Vertu sæl!” “Farðu vel, Mr. Brocklehurst! Eg bið að heilsa Mrs. og Miss Brocklehurst, Augustu og Theodore og Master Boughton Brocklehurst.” “Eg skal skila því, frú mín. Litla stúlka, hérna er bók sem heitir: ‘Barna Leiðavísir”, lestu hana með bænargerð, einkum þann part- inn ,sem segir frá bráðum dauða Mörtu litlu, sem var óþekk stúlka hneigð til undirferlis og ósannsögli.” Hérmeð stakk hann að mér dálitlum pésa og fór leiðar sinnar. Mrs. Reed sat við sauma og eg horfði á hana. Hún var þá rúmlega hálffertug, þrek- lega vaxin, herðabreið og útlimagild, ekki há, gildleg en ekki feit, ennið var lágt, niður and- litið mikið, einkum kjálkar og haka; hún var ljóshærð en ekki vel litkuð, augun hörð, og miskunnarlaus; hún var svo hraust til heilsu, að hún vissi ekki einu sinni hvað kvilli var. Rösk var hún og stjórnsöm og hafði í öllum höndum við vinnufólk 0g leiguliða; aðeins börn hennar létu sér í léttu rúmi liggja öðru hvoru, það sem hún vildi vera láta og hæddust að hennar valdboðum; hún var vel til fara og fas hennar og framganga hæfði skrautlegum klæðum. Eg sat á lágum stól skamt frá henni og virti hana nákvæmlega fyrir mér. Eg hafði pésann í hendinni, um voveiflegan dauða Lyg- arans, sem átti að hljóða upp á mig. Alt sem fram hafði farið hafði bitið svo á mig, sært mig og reitt mig til reiði, að eg réði varla við þá hrygð og gremju sem svall í brjósti mér. Mrs. Reed leit upp frá saumunum, rendi til mín augum og hvíldi sína lipru fingur frá saumunum. “Farðu nú út, og til baraastofu,” bauð hún. Henni mun hafa þótt svipur minn eitt- hvað óviðkunnanlegur, því að hún talaði í mjög höstuglegum tón, en þó stillilega. Eg stóð upp, og gekk til dyra; eg hvarf aftur, gekk út að glugga, um stofuna þvera og síðan að henni, þar sem hún sat. Eg mátti til að tala; eg hafði verið bæld niður og fótum troðin eins og maðkur og mátti til að rísa við: en hvern- ig? Hvaða orku hafði eg til að gjalda líku líkt, önnur eins manneskja og í móti var? Eg tók á öllum mínum skapsmunum og hleypti þeim á hana með þessum beryrðum: “Eg er ekki undirförul; ef svo væri, þá mundi eg láta eins og mér þætti vænt um þig, en það segi eg satt, að mér þykir ekki vænt um þig; mér er ekki eins illa við nokkra manneskju í víðri veröld eins og þig nema John Reed; og þessa bók um lygarann máttu fá Georgíönu dóttur þinni, hún er ósannsögul en eg ekki.” Mrs. Reed hvíldi henduraar á saumunum og horfði kuldalega á mig. “Hvað hefirðu meira að segja?” segir hún svo, því líkara sem hún ávarpaði fullorðna manneskju en ekki barn. Augna tillit hennar og raust espaði alt mitt geð. Eg skalf og nötraði, altekin af óviðráðanlegum æsingi, og segi: “Eg er fegin að þú ert mér óskyld, eg skal aldrei kalla þig frænku héðan af, eins lengi og eg lifi. Eg skal aldrei koma að sjá þig, þegar eg er orðin stór, og ef einhver spyr mig, hvernig mér líki við þig og hveraig hafi farið um mig hjá þér, þá skal eg segja, að mig hrylli við að hugsa til þín og að þú hafir verið reglulega hörð og vond við mig.” “Hvernig dirfist þú að segja þetta, Jane Eyre?” “Hvernig dirfist eg, Mrs. Reed? Af því það er satt. Þú heldur að eg finni ekki til og eg geti vel lifað svo að engum þyki vænt um mig, né sé góður við mig: en eg get ekki lifað svo, og þú ert miskunnarlaus. Eg skal aldrei gleyma því, að þú rakst mig inn í rauðu stof- una, hrintir mér þangað inn með hörðum á- tökum, og lokaðir mig inni, þó eg veinaði, yfirkomin af hugarangri: “Vægð! Vægðu mér, frænka mín!” Og þá hegningu lagðirðu á mig af því að þinn slæmi drengur barði mig sak- lausa. Eg skal segja þessa sögu, hverjum sem spyr mig, rétt eins og hún gekk til. Fólk heldur að þú sért væn kona, en þú ert vond, harðbrjóstuð. Þú ert undirförul!” Áður en þessu svari mínu var lokið, tók sál mín að vaxa og fagna frelsi og sigri, svo að slíks hefi eg aldrei síðan kent í svo ríkum mæli. Það var sem ósýnileg bönd hefðu slitn- að og eg væri laus af þungum viðjum. Það var heldur ekki að ástæðulausu: Mrs. Reed virtist skelkuð, saumarnir voru komnir ofan á gólf, hún hélt höndum á loft og riðaði til og frá, hún kipraðist í framan eins og henni lægi við að beygja af. “Hvaða glöp eru á þig komin, hvað geng- ur að þér? Af hverju nötrarðu til svona? Viltu fá vatns sopa að drekka?” “Nei, Mrs. Reed.” “Er nokkuð annað, sem þér mundi líka, Jane? Eg segi rétt eins og er, að eg vildi fegin vera í vináttu við þig.” “Þú ekki. Þú sagðir Mr. Brocklehurst, að eg væri llla innrætt og undirförul, og eg skal segja öllum í Lowood frá því hvernig þú ert og hvað þú hefir gert.” “Jane, þú kant ekki skil á þessum hlut- um: Það verður að venja börn af ósiðum og skaplöstum.” “Undirferli er ekki minn skaplöstur!” hljóðaði eg hárri röddu. “En þú hefir stríða skapsmuni Jane, það máttu kannast við; og farðu nú aftur til barna- stofu, góða mín, og legstu fyrir svolitla stund.” “Eg er ekki góða þín og eg get ekki legið fyrir: sendu mig til skólans, Mrs. Reed, því eg hefi andstygð á að dvelja hér.” “Ekki skal það vanta ,að hún fái skól- ann,” sagð Mrs. Reed í hálfum hljóðum, tók saumana og skundaði út af stofunni. Eg hélt velli eftir þá hörðustu orustu, sem eg hafði átt á allri æfi minni og þann fyrsta sigur sem mér hafði tekist að vinna. Eg stóð um stund á ábreiðunni þar sem Mr. Brockle- hurst hafði staðið, og naut einveru þeirra sem orustur vinna. Fyrst brosti eg með sjálfri mér og var hróðug, en sá hroki hjaðnaði eins fljótt og æðaslátturinn stiltist. Ef barn reiðist og heldur sínu við fullorðna og gefur heiftug- um geðsmunum slakan taum, feins og eg gerðír þá fylgja því eftirköst, iðrunar stingur og deyfð eftir á. Hugur minn, meðan eg lét dæluna ganga yfir Mrs. Reed, var líkur ási lyngi vöxn- um, sem stendur í björtu báli, uppljómaður, meðan lyngið er að brenna, en eftir á, þegar bálið er slokknað, þá er hinn sami ás svartur og sviðinn; þessu líkur var hugur minn eftir hálfrar stundar þögn og íhugun, þá þóttist eg skilja hve vitfirringslega eg hefði breytt og kenndi glöggt hve dapurt hatrið er og eyðilegr og ömurleg aðstaða mín var. Eg hafði svalað hefndar hug í fyrsta sinn á æfinni, sú svölun var eins og vín, vörm og á- feng, en verkanirnar, svíðandi og barkandi, líkar því sem eg hefði dreypt á eitri. Fús var i eg þá að fara og biðja Mrs. Reed fyrirgefning- ar; en eg vissi ósjálfrátt og af reynslu, að það var vísasti vegur til að verða afturreka frá henni með tvöfaldri smán og koma mínum stóru og viðkvæmu geðsmunum í æsing á ný- Fegin vildi eg beita og æfa einhvem betri hæfileika en þann að tala með frekju, fegin þroska hjá mér innræti fallegra heldur en þungbúna gremju. Mér varð fyrir, að taka bók, frásögur úr Arabíu, sem eg var sólgin í, en nú skildist mér ekkert af því sem eg las; eg lauk upp glerhurðinni út að hlaðvarpa, enginn angi hreyfðist á kjarrinu, enginn and- vari, ekkert sólskiií, allar grundir slegnar hrími. Eg smokkaði kjólpilsinu upp yfir höfuð og handleggi og trítiaði út í af vikið skógar- rjóður, en þótti þar ekkert gaman, greniköngl- ar voru að detta af þögulum trjám, laufblöð byngjuð af undangengnum stormi í hrúgur, með frostskorpu ofan á, alt stirðnaðar haust- leifar. Eg hallaði mér fram á haga girðing, þar voru engar skepnur, aðeins bleikt gras og nagað; úr þungbúnu lofti sleit snjóflyksur á strjálingi, svo götur gránuðu. Eg stóð á þess- um klaka, volað barn og spurði sjálfa mig í sífellu: “Hvað á eg að gera? — Hvað á eg að gera?” Þá heyrði eg kallað skærri raustu: “Miss Jane! hvar ertu? Komdu að borða!” Eg vissi vel, að það var Beta sem kallaði, en lét ekki á mér bera. Þegar hún kom í augsýn, kallaði hún upp yfir sig: “Mikil óþægð getur verið í barninu. Því kemurðu ekki, þegar kallað er á þig?” Það var mikil ánægja að því að hafa Betu nærri sér, hjá því að vera ein með því volæði, sem á mig stríddi, jafnvel þó hún væri, að venju sinni, önug. En eg var ekki í skapi til að láta dynti barnapíunnar á mig fá, eftir að eg hafði borið hærra hlut í viðureign við Mrs. Reed; eg tók utan um hana og sagði: “Láttu ekki svona, Beta, vertu ekki að jaga mig.” Beta leit niður á mig, og segir: “Þú ert undarlegt barn, Jane, einförul og sérsinna lítil pína; og ætlar nú í skóla, eða hvað?” Eg kinkaði kolli. “Og sérðu ekki eftir að skilja við aum- ingja Betu þína?” “Hvað ætli að Betu þyki vænt um mig? Hún, sem altaf er að ávíta mig.” “Af því þú ert svo skrítin, fælin og ófröm, smásmíðið þitt. Þú átt að vera upplitsbrattari og djarfari en þú ert.” “Til hvers? Til þess að fá harðari hrakn- ing?” “Vitleysa! Það er nú víst samt, að það er setið á þér. Hún móðir mín sagði svo seinast þegar hún kom, að ekki vildi hún eiga bam í þínuin sporum. Komdu nú inn, eg hefi góðar fréttir að segja þér.” “Varla trúi eg því, Beta.” “Hvaða dyntur er nú í þér, barn? Mikil ógnar vesöld skín út af auguunm í þér. Jæja, Missis og ungu meyjarnar og Master John ætla í heimboð eftir hádegið og við tvær skul- um hafa te saman. Matseljan ætlar að búa til köku handa okkur, og svo skaltu hjálpa roér til að líta yfir skúffurnar þínar, eg á að taka saman pjönkur þínar og láta ofan í ferða skrínu. Missis ætlar þér að fara héðan eftir einn eða tvo daga og þú átt að taka til gullin þín, þau sem þú vilt hafa með þér.” “Beta, þú mátt ekki jaga mig, það sem við eigum eftir að vera saman.” “Jæja, eg skal lofa því: en mundu þá eftir að vera væn stúlka og vertu ekki hrædd við mig. Þú mátt ekki hrökkva við, þó eg tali snöggt til þín, það egnír mann svo.” “Eg held eg verði aldrei smeyk við þig framar, Beta, af því eg er orðin þér svo vön, og svo fæ eg bráðum annað fólk að hræðast við.” “Ef þú ert hrædd við það, verður því illa við þig.” “Eins og þér við mig, Beta?” “Mér er ekki illa við þig, Miss; eg held meir upp á þig en alt hitt.” “ Það sér ekki á þér, mikið.” “Naumast er, það stendur ekki á. Hvað kemur til, að barnið er svona framt og á- ræðið?”

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.