Heimskringla


Heimskringla - 15.11.1933, Qupperneq 8

Heimskringla - 15.11.1933, Qupperneq 8
8. SÍÐA. HEIMSKRINGLA WINNIPEXJ, 15. NÓV. 1933 FJÆR OG NÆR. Messa í Sambandskirkjunni á sunnudaginn kemur, á venju- legum tíma. ..Séra Eyjólfur J. Melan prédikar. Sunnudags- skóli kl. 11. f. h. * * * Messuboð í Wynyard Messað verður í kirkju Quill Lake safnaðar á sunnudaginn kemur 19. þ. m. Séra Rögnv. Pétursson prédikar. Samtals- fundur á eftir messu. * * * Séra Guðm. Árnason messar á Lundar sunnudaginn 19. þ. m. — kl. 2 e. h. * * * Messur í Sambandskirkjum Nýja íslands: Riverton, 26 nóv. kl. 2. e. h. * * * Spilsamkepni Kvenfélag Sambandsafnaðar efnir til spilasamkepni í sam- komusal kirkjunnar annað hvert mándagskveld í allan vetur. Fyrsta samkepni fór fram mánudagin var þ. 30. okt. kl. 8.30 e. h. Verðlaun í pen- ingum gefin hvert kvöld og einnig há verðlaun þeim sem hæðstu mörk fær til jóla. Spilað verður “Contract-Progressive Bridge.” Kaffi ókeypis á eftir í hvert sinn. — Kom^ð stundvís- lega. Aðgangur 25c. . Næsta samkepnin, 20. nóv. Nefndin. * * * Dr. S. E. Björnsson flytur er- indi í Sambandskirkjunni í Ár- borg sunnudaginn 19. nóv. kl. 2. e. h. * * * Prófessor A. E. Zimmern frá Oxford háskóla heldur fyrir- lestur um fjármál og stjórnmál í háskóla Manitoba fjóra fyrstu dagana í næstkomandi viku. Fyrirlestrarnir eru fluttir kl. 8.30 að kvöldinu. Prófessor Zimmern er á vegum menta- málaráðs Canada. Þriðjdaginn, 7. nóv. voru þau Perry Delores Whitesell og Caroline Elisa Fredrickson, bæði til heimilis í Winnipeg, gefin saman í hjónaband af séra Rún- ólfi Marteinssyni, að 493 Lipton St. Heimili þeirra verður í Win- nipeg. * * * Winnipeg Symphony Orchestra —heldur fyrsta hljómleik sinn sunnudaginn 26. þ. m. í Winni- peg Auditorium. Er flokkur þessi orðin velþektur hér í bæ fyrir ágæta hæfileika á sviði tón listarinnar. Stendur Winnipeg Symponhy Orchestra í fremstu röð meðal hljómleika flokka í þessari álfu. Eru meðlimir þess valinkunnir spilarar, margir þeirra hafa starfað með fræg- um hljómleika flokkum hér í álfu. John Waterhouse og Phil Letvak, þektir fiðlu-spilarar er verið hafa hjá Minneapolis Symphony Orchestra um langt skeið taka mikin þátt í hljóm- leikum Winnipeg Sympliony Or- chestra. Aðgöngumiðar að hljómleik- unum eru afar ódýrir, og er hægt að kaupa aðgang að öll- um samkomunum í einu, með afslætti sem um munar. Mr. Bernard Naylor er for- stjóri Winnipeg Symphony Or- chestra, verða samkomur auk á- minstrar á eftirfylgjandi dögum: des. 17., jan. 14., febr. 4 og febr. 25. í Winnipeg Auditorium . * * * Jóns Bjarnasonar skóli hefir át'ormað að halda “Silver Tea” í samkomusal Fyrstu lút. kirkju fiintudagskvöldið, 30. nóv. Ná- kvæmar sagt frá þessu síðar. * * * Föstudaginn ,10. nóv. voru þau John Valdimar Halldórson frá Winnipeg og Júlíana Val- gerður Vogen frá Selkirk, Man., gefin saman í hjónaband af séra Rúnólfi Martinessyni, að 493 Lipton St. Heimili þeirra verður í Winnipeg. * * * WEVEL CAFE 692 SARGENT AVE. PHONE 37 464 Þar hittast Islendingar, utan sem innanbæjar, við máltíðirog hið nafntogaða Þjóðrækniskaffi. Soffia Schliem Thura Jónasson k 594 Alverstone St., Phone 38 345 UNCLAIMED CLOTHES AII New—Not Worn Men’s Suits & Overcoats 479 PORTAGE AVE. I. H. TURNER, Prop. Telephone 34 585 “WEST OF THE MALL—BEST OF THEM ALL” Gunnar Erlendsson Teacher of Plano J. J. SWANSON & Co. Ltd. REALTORS Rentai, Insurance and Flnanclal Agents Sími 94 221 600 PARIS BLDO. — Wlnnipeg KAUPIR GAMLA GULL- MUNI FYRIR PENINGA ÚT f HÖND CARL THORLAKSON Úrsmiður 699 Sargent Ave., Winnipeg | íslenzka gull- og silfur- smiða stofan John J. Arklie, R.O., sérfræð- ingur við sjónmælingu og gler- augna forskriftir verður á: Eriksdale Hotel, Fimtudaginn 23. nóv. Lundar Hotel, Föstudaginn 24. nóv. ♦ * * Dánarfregn Þann 31. október síðast lið- in andaðist að Lundan, Man., að heimili sonar síns, Guðjóns, Jón Þorkelsson, 77 ára að aldri. Hafði hann átt við langvarandi heilsuleysi að stríða, en var framúrskarandi þrekmaður og vel látinn af öllum. Hann var jarðsunginn þann 7. þ. m. af séra Guðm. Árnasyni að við- stöddum fjölda vina og ná- granna. Æfiminning birtist síð- ar. * * * Dánarfregn Þann 3. þ. m. andaðist að Lundar, Man., Kristíana Sig- urðsson, kona Daníels Sigurðs- sonar, 88 ára gömul. Kristíana var fædd árið 1845 á Hólm- látri á Skógaströnd í Snæfells- nessýslu, dóttir Jörundar Guð- brandssonar, bónda þar og konu hans Herdísar Guðbrandsdóttur. Þau Daníel og Kristíana flutt- ust til Canada árið 1894 og sefctust að í Grunnavatnsbygð- inni, ekkj langt frá Otto póst- húsi. Þar bjuggu þau nær- felt tuttugu ár, en brugðu þá búi, og hafa síðan dvalið hjá börnum sínum á Lundar og í grendinni. Þau hjón áttu níu böm á lífi og alls munu af- komendur þeirra vera hátt á sjö unda tug. Tveir bræður Kristí- önu eru enn á lífi, Guðbrandur, til heimilis á Lundar og Kristján á íslandi. Kristíana sál. var einkar vin- sæl og vel látin kona; enda var hún hin mesta ágætiskona í öll- um greinum. Var heimili þeirra hjóna fyrirmyndarheimili að gestrisni og velvild við alla. Fyrir fjórum árum var haldið 60 ára brúðkaupsafmæli þeirra R. H. WEBB núverandi borgarstjóri í Win- nipeg, sækir um endurkosningu næstkomandi 24 nóvember. á Lundar. Var þar margt manna og var þess atburðar minst í íslenzku blöðunum. Kristíana var jarðsungin þ. 8. þ. m. af séra Guðm. Ámassyni. Fjöldi skyldmenna og vina fylgdu henni til grafar. * * * Von á góðri skemtun Áöðrum stað í blaðinu er auglýst samkoma. Þess er þar getið að Arinbjörn Bardal, stór- templar segi ferðasögu sína um ísland og önnur lönd og sýnir myndir; einnig að hann skemti með nýjum hljómplötum. Arinbjörn var á hástúkuþingi í Hollandi, fór til íslands og víðar síðastliðið sumar; hefir hann frá mörgu að segja og má búast við góðri skemtun. Myndirnar eru víðsvegar að af landinu, úr öllum landsfjórð- unum og flestum sýslum. Ná- lega allir íslendingar eru þann- ig skapi farnir að þeim þykir vænt um að sjá myndir af æskustöðvum sínum; má því búast við að þessi samkoma verði fjölsótt. Hvort sem þang- að koma Sunnlendingar eða Norðlendingar, Austfirðingar eða Vestfirðingar; hvort sem þar verða Borgfirðingar, Hún- vetningar, Skaftfellingar eða | Árnesingar eða eitthvað annað þá mega þeir eiga von á að ' ferðast í anda heim til átthaga I sinna og bernskustöðva. Munið eftir þessu og sækið samkomuna 22. þ. m. * * * Prófessor Richard Beck, flyt- ur erindi á þriðjudagskvöldið kemur hjá The Men’s Club, í Fyrstu lýtersku, 21. þ. m. Efni fyrirlestursins: Norse Philoso- phy of Life. Fundurinn byrjar með kveldverði kl. 6.30 e. h. * * * G. T. Spil og Dans á hverjum þriðjudegi og föstu- degi í I. O. G. T. húsinu, Sar- gent Ave. Byrjar stundvíslega kl. 8.30 að kvöldinu. $23.00 í verðlaunum. — Gowler’s Or- chestra. HITT OG ÞETTA Smyglarar í Finnlandi í maímánuði í vor náði finskt strandvarnaskip smyglaraskipi, er heitir “Angela”. Sigldi það undir Panamafána og hafði inn- anborðs 62,000 lítra af spiritus, sem það ætlaði að koma í land. Við rannsóknir út af máli þessu kom { ljós að þarna höfðu yfirvöldin náð í hina stærstu smyglara, sem enn hafa orðið uppvísir. Voru þeir fjórir sam- an í féiagi og var aðalmaðurinn Nepman að nafni, og gengur hann undir nafninu “spirttkeis- ari”. Þessir menn höfðu félag við smyglara í Eistlandi og stofnuðu sérstakt útgerðarfélag til þess að smygla áfengi til Finnlands og Svíþjóðar. Höfðu þeir fjögur skip í förum. * * * Brennuvargar f Englandi Fyrir nokkru síðan komst upp um brennuvargafélag í Englandi — félag, sem tók það að sér fyrir of fjár, að kveikja í hús- um þeirra manna, sem voru fjárhagslega illa stæðir, en gátu komið undir sig fótunum aftur með því að fá greiddar háar brunatryggingar. Vakti þetta mál hina mestu athygli og um- FERÐASAGA MESSUR OG FUNDIR f klrkju Sambandssafnaflar Arinbjöm Bardal segir ferðasögu sína um Island og önnur lönd s Evrópu, miðvikudaginn 22. þ. m. kl. 8. e. h. í Goodtemplarahúsinu Hann sýnir nýjar myndir frá ýmsum héruðuin Islands; Hefir einnig nýjar hljómplötur með úrvalslögum. Messur: — á hverjum sunnudegt kl. 7. e. h. Safnaðarnefndln: Fundir 2. og 4. fimtudagskveld I hverjum Aðgangur að þessari skemtim aðeins 25 cents mánuðl. Agóðinn fer til líknarstarfs tal. Aðalmaður brennu varg- anna, Leopold Harris, var dæmdur í 14 ára fangelsi. Nú hefir hann boðist til þess að gefa lögreglunni upplýsing- ar um fleiri og stærri brennu- vargafélög, ef hún vilji stytta fangelsistíma sinn um fimm ár. — Félag mitt var vel skipu- lagt, segir Harris, og nú eru margir háttsettir menn, bæði innan lögreglunnar og vátrygg- ingarfélaganna með lífið í lúk- unum út af því hvernig eg get flett ofan af þeim. Félag mitt varði stórfé í mútur. En það er ekki eina félagið, sem hefir grætt of fjár á íkveikjum. Það eru til önnur og miklu stærri félög og ef ljóstað væri upp um þau myndu margir merkir menn komast í klípu. Keppinautar mínir reka í- kveikju starfsemi sína á vís- indalegan hátt. Við notuðum ■eingöngu celluloid við íkveikj- urnar, en þeir nota eitthvert duft, sem hefir þann eiginleika að í því kviknar af sjálfu sér, þegar loft hefir leikið um það í nokkrar klukkustundir.—Þessu dufti koma þeir fyrir í húsun- úm, sem eiga að brenna, og það er alveg óhugsandi að hægt sé að komast fyrir eldsupptök- in. — Brennuvargarnir geta verið komnir langar leiðir burtu þegar eldurinn brýst út og þann ig “sannað”, það, að þeir hafi ekki getað kveikt í. * * * Hvar er Skandinavia? Söngvaforlag Jac. Boesens í Kaupmannahöfn skrifaði í sum- ar til Harms söngvaforlags í New York og spurðist fyrir um það hvort það gæti fengið einka útgáfurétt fyrir Skandinaviu á amerísku sönglagi, sem hafði orðið mjög vinsælt í “Helsingör- revyen” í sumar. Forlagið hefir nú fengið svar. En hverju hald- ið þið að Harms hafi svarað. Jú, hann kvaðst ekki geta sagt neitt um þetta að svo stöddu. vegna þess að hann vissi ekki hvar Skandinavia væri. Hann hefði að vísu heyrt nafnið ein- hvern tíma, en gæti alls ekki komið því fyrir sig hvar þetta land væri. * * * Virðing fyrir yfirvöldunum! í Eistlandi var nýlega gefin út reglugerð, sem bannar mönn- um stranglega að fara óvirðu- legum orðum um stjórnskipun- ina, þingið, rkisstjórann og stjórnina. Brotum gegn þessu má refsa með þriggja daga fangelsi, eða 3000 króna sekt. ENDURMINNINGAR. Frh. frá 7. bls. ar ökrum, yfir mjólkurdöllum og grútugum vélum, ætla sér að klæðast hvítir og stífaðir, eins og í brauðgerðarstofum, eða á skrifstofum og á uppskurðar- stofum. Bændumir voru að vísu frjálslegir, eins og komnir úr ofurlitlu konungsríki, þar sem útsjón og framkvæmdar- semi teflir við sól og regn. Margir af þeim voru hálf ergi- legir, var þó auðséð að þeim tilheyrði það ekki, þeir voru það aðeins í borginni. Eg vildi vita hvað gengi að þeim, og komst að því að þeim þótti óráðvand- lega áhaldið, og óþarflega margir stolsa yfir krásunum. Þeir voru hissa hvað brauðið cg kjötið og smjörið og eggin, alt var dýrt. Þeir ætluðu ekki að stanza lengi og það tók ekki mikið frá þeim en þeir urðu fyrir vonbrigðum og skyldu ekki hversvegna fólkið, neytendurnir þurftu að gefa svona mikið fyrir þessar vörur, tveimur þriðju pötrum meira en þeir sáu fyrir vörur þessar, héldu þó að þeir' hefði mest fyrir haft. Það var eins og þeim dytti fyrst í hug að reita háríð af Sir Wilfred Laurier, en þá mundu þeir að hann var sköllóttur, svo hafði þeim öll- um verið vel við hann, en hann hlaut að vera miklu eftirlits- lausari ráðsmaður en þeir höfðu hugsað. Einhverjir stórþjófar voru á leiðinni. Því voru þeir ekki fundnir og þeim refsað að maklegleikum? — Þeir voru komnir til þess inn í borgina að fá hjálp út á landinu, en unga fólkið í borginni var alt brjálað. Það var eins og hundi væri boð- in heil kaka, að bjóða því heim ti lsín, fyrir sama kaup og það fengi í borginni. Þá urðu þeir snöggvast allir montni af kon- unum sínum, struku á sér lífið og sögðust þó geta borið vitni um það að þær kynnu að mat- reiða,. og þvo úr lepp. Eg var staddur í búð hjá Árna Frið- r ikssyni lengst niðri á Ross Ave. Þar inni var íslenzkur bóndi utan frá Manitobavatni. Eg liafði aldrei séð hann fyr og þekti engin deili á honum, en sann sá víst á mér að eg var ennþá emigranti, en það var í þá tíð niðrunar orð í Canada. Hitt fólkið var svo miklu full- komnara sem lengi var búið að gista landið. Ekki hreyfði bónd- inn samt þeim ónotupi við mig, en sneri sér að mér og spurði hvert eg hefði ekki stálpaðann Hjálptirnefndin. Fundir fyrsta mánudagskveld 1 hverjum mánuðl. Kvenfélaglð: Fundir annan þriðju- dag hvers mánaðar, kl. 8 að kveldinu. Söngflokkurlnn. Æfingar á hverju fimtudagskveldi. Sunnudagaskólinn: — A hverjun sunnudegi, kl. 11 f. h. dreng eða stúlku, sem eg gæti léð sér til snúnittga og smærri vika að" minsta kosti til hausts- ins, þangað til skólar byrjuðu. Bóndi þessi var hetjulegur og þó var hann svo lamaöur að nærri lá vð að hann tárfeldi . j vfir þeirri útreið sem hafði gengið yfir höfuð honum á ótal heimilum í borginni, þar sem hann liafði skimað eftir hjálp út á sitt heimili. Sagði hann að sveitabændum væru bornar all- ar vammir og skammir á hrýn. Þeir létu unglingana sofa í lús- ugum íúmum og gæfu þeim hráann mat að eta með meiru og fleiru. Þá fyltist hann rétt- látri reiði og sagði að sinni konu væri það nýr vitnisburður og ekki fagur. Framh. BRENNIÐ KOLUM EÐA KÓK TIL ÞESS AÐ FÁ GÓÐAN HITA Per DOMINION (Lignite) Ton Lump .$ 6.25 Cobble . 6.25 MURR A Y (Drumheller) Std. Lump .$10.50 Stove . 10.25 FOOTHILLS Lump $12.75 Stove .-. 12.25 MICHEL KOPPERS COKE Stove $13.50 Nut . 13.50 McCurdy Supply Co., Ltd. 49 NOTRE DAME Ave. E. Símar: 94 309—94 300 BifreiðarFerðir Afsláttar fargjöld til allra staða. Ferðist með hinum nýju hituðu ‘Sedan’ bílum. Farþegjar allir vátrygðir. Æfðir bílstjórar. Sýnishorn farjíjalda: Wpg til Regina.... $ 7.00 Wpg til Calgary .... 14.00 Wpg til Saskatoon .. 9.50 Wpg til Toronto ... 18.75 Wpk til New York .. 23.50 Spyrjið eftir fargjöldum til allra staða THE Drivers, Syndicate 439 MAIN St. Sími 93 255 Winnipeg Extra Miles With Little Extra Cost Because They Last Longer Seiberling Air Cooled Tires Not to Forget the Seiberling “Special Service,, Tire Seiberling Sales & Service 575 Portage Avenue Phone 35 398

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.