Heimskringla - 27.12.1933, Blaðsíða 2

Heimskringla - 27.12.1933, Blaðsíða 2
I 8ÍÐA. HEIMSKRINCLA WINNIPEG, 27. DES. 1932 W eimskringla (StotnuB 18S6) Kemur út á hverjum miðvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. »53 og «55 Sargetit Avenue, Winnipeg Talsími: 86 537__-___ VerS blaðsins er $3.00 árgangurinn borgist fyrlrfram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. IRáOsmaður TH. PETURSSON 853 Sargent Ave., Winnipeg Manager THE VIKING PRESS LTD. 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFAN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: - EDITOR HEIMSKRINGLA 853 Sargent Ave., Winnipeg. “Heimskringla” is publislied by and printed by The Viking Press Ltd. 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. Telephone: 86 537 j _________________—----- W'INNIPEG, 27. DES. 1932 HORFURNAR “Hagur Canada fer batnandi án þess að farið sé eftir viðreisnarlöggjöf Roose- velts,” segir M. Grattan O’Leary. “Viðreisn Canada er eins ör, ef ekki örari, en í nokkru öðru landi”, bætir hann við. í lok hvers árs reyna menn ávalt að gera sér einhverja grein fyrir störfum liðins árs og horfunum á árinu, sem fer í hönd. Hafa nú þegar nokkrar greinar birst um það efni í tímaritum og blöðum þessa lands. Væri Hkr kært að flytja lesendum sínum eitthvað af þeim hug- myndum, sem þar koma fram. Með það í huga birtir hún að þessu sinni grein þá, er orðin hér að ofan eru tekin úr og er skrifuð af M. Grattan O’Leary, einum af ritstjórum blaðsins Ottawa Journal. Birt- ast greinar hans oft bæði í canadiskum og bandarískum ritum, og þykir ávalt nokkuð til þeirra koma vegna þeirrar þekkingar er höfundurinn býr yfir á mál- um þessa lands og skrif hans bera ávalt vott um. Grein sú er hér birtist, er tekin úr blaðinu Chicago Herald and Examiner og er í lauslegri þýðingu sem fylgir : Á undanförnum þrem árum, hafa stjórnir ýmsra landa gripið til þeirra ráða að taka að meira og minna leyti eftirlit og rekstur iðnaðar og viðskifta I sínar hendur. í Canada má heita að sneitt hafi verið hjá því með öllu. Lýðræðis hug- myndinni hefir þar verði fylgt á gamla og reynda vísu í athafnalífi þjóðarinnar. En þó að slíkt sé nú talið othodoxiskt, en alræði og ríkisrekstur í smáu og stóru talinn rationalismi, eða nýjar leiðir, er enn vandséð hvað reynist bezt. Það er ef til vill ekkert ónáttúrlegt, þó ýmsir litu svo á, sem viðreisnin hafi verið meiri og örari hjá öðrum þjóðum, en oss. Við vitum hvaða áhrif fjarlægðin hefir á útsýnið. En að svo sé í raun og veru bera skýrslur ekki vott um. Þær bera með sér, að breyfingin til batnandi tíma hér, er eins mikil, ef ekki meiri en í nokkru öðru landi. Atvinna eykst Hámarki sínu náði atvinnuleysið hér síðast liðinn vetur. Um 900,000 manns var atvinnulaust. Samkvæmt skýrslum sam- bandsstjórnar hafa frá 1. apríl á þessu ári yfir 300,000 manns eða einn þriðji allra atvinnulausra, hlotið atvinnu í iðn- aðarstofnunum landsins. Þegar tekin er með í reikninginn tala þeirra, er atvinnu hafa einhverja fengið við störf þau, er sambandstjómin, fylkisstjómirnar og sveitir og bæir hafa ráðist í, virðist ekki fjarri að áætla, að tala atvinnulausra hafi lækkað sem svarar um helming á árinu. ViSskifti eflast 15% í Canada Viðskifti Canada eru í dag 15% meiri en fyrir einu ári. Hjá engri annari þjóð hafa þau aukist á sama tíma meira en 10%. Þetta nær til viðskifta í heild sinni. Til þess að gefa fá sýnishom af því, hvernig þetta áhrærir sérstakar iðn- greinar í Canada, skal bent á hvað skýrslur herma um það. En samkvæmt þeim, var iðnaður og verzlun í Canada, svo mikið meiri jriir októberamánuð í ár en í október 1932, sem hér segir: f iðnaði: Pappírsgerð 19%, bfla og vagnasmíði 148%, raforku 16$%, nauta- kjöti 23%, stálgerð 67%, byggingaefni allskonar 69%. f verzlun: Útfluttar vömr alls 37%, hveiti 22%, bflar 22%, byggingaviði 216%, nikkel 581%; innfluttar vömr alls 13%, bónnill 63%. Á ótal margt fleira mætti benda, sem það ber með sér, að lifna sé yfir athafna lífinu þó í smærri stíl sé. Verðhækkun er annað, sem einnig ber hins sama vott, því hún stafar af auk- inni eftirspurn og kaupgetu. En hennar hefir einnig orðið hér vart, sem annar staðar. Þannig hefir t. d. heildsöluverð hækkað 5%rverð kopars 18%, nautshúða 56%, viðar til pappírsgerðar 8%, hveitis 26%, fasteigna 24%, hluta í gullnámum 90% o. s. frv. Vöruflutningar með járnbrautarlestum sýna ennfremur, að þeir hafa í flestum eða öllum greinum aukist á árinu, nema hvað komvöru áhrærir. Flutningar með skipum innanlands hafa einnig aukist. Um Sault Ste Marie skipa- leiðina voru í semptember í ár fluttar 8,453,000 smálestir (tonn) af vörum, en á sama tíma í fyrra 3,807,000 smálestir. Um Welland og St. Lawrence skipaleiðina, hefir vöru flutningur einnig talsvert auk- ist. Mest af þessari vöru var járn og iðn- aðarvara. Viðartekjan er þó sú grein iðnaðar er langmest hefir aukist. Er enginn vafi á því, að það má Ottawasamningunum þakka. í september mánuði í haust seldi Canada 112,000,000 (borð) fet af plönk- um og borðviði, en sama mánuð 1932 ekki nema 35,000,000 fet. Atvinna hefir aukist á árinu við viðartekju" 126%. í fyrsta sinni á síðast liðnum þrem árum, eru nú viðarsölufélög í eystri sjáv- ar fylkjum Canada, í Quebec, Ontario og British Columbia, að gera menn í stórum hópum út til viðartekju. Og samkvæmt því er forsætisráðherra, R. B. Bennett fór- ust nýelega orð, var meira selt af viði í september mánuði í haust í British Col- umbia, en nokkru sinni áður á einum mánuði í sögu fylkisins. Alt virðist þetta bera vott um, að hagur Canada se að breytast til batnaðar á flestum sviðum athafnalífsins, í atvinnu- málum, iðnaði, námuvinnu, viðskiftum, verðlagi framleiðslu og aukinni kaupgetu almennings. Og afleiðingin er sú, að bæði stjórnir og almenningur er vonbetri um framtíðina og sigur sinn í baráttunni við kreppuna. Það sem eftirtektaverðast mun þykja við þennan vott um breytingu, er það, að hann skuli eiga sér stað, án þess að stjórnin hafi í nokkru skert athafnafrelsi einstaklingsins í iðnaði, verzlun eða hverju öðru sem er. Það virðist frá upp- hafi hafa verið mark hennar og mið, að verða þar ekki neitt til truflunar að öðru leyti en því, er snerti að bæta úr atvinnu- leysinu. Fjárhag landsins hefir hún reynt að vernda og gildi peninganna og með því traust og tiltrú landsins. Með þessu, að því viðbættu að gera viðskiftasamninga við Bretaveldi og hverja þjóð sem mögulegt var, hugði stjórnin að bugur yrði unninn á erfiðleik- unum með tímanum, en viðskiftin yrðu sjálf að öðru leyti, að glíma við að koma báti sínum á réttan kjöl. Þessari stefnu fylgdi stjórnin bókstaf- lega. Ein afleiðing hennar var sú, að við- skiftahalli, er árið 1930 nam $150,000,000, hefirsnúist upp í viðskiftaágóða við önnur lönd er nemur $100,000,000 á ári. (Tekju- hallinn við Bandaríkin var árið 1930 $300, 000,000, sem stafaði af því, að þau voru ó- fáanleg til að kaupa þá vöru, er hér var mest þörf á að selja, þ. e. bændavöru.) Þessari heillavænlegu útkomu varð náð bæði með viturlegri tolla-álagningu á út- lendri vöru, og auknum útflutipngi á inn- lendri vöru. Ríkjasamningar Með samningunum sem gerðir voru í Ottawa við Bretland og öll lönd innan Brezkarikisins, jókst sala á canadiskum vörum í þessum lðndum, svo geisi miklu nemur. Sala á viði, námaframleiðslu og búnaðar afurða, hefir sérstaklega stórum aukist, síðan þeir samningar voru gerðir. Með viðskiftasamningi sem gerður var við Frakkland og gildandi varð með júní s. 1. sumar, hefir útflutningur vöru héðan til Frakklands aukist um 91%. Við Þýzkaland var og gerður viðskifta- samningur, er álíka hagkvæmur hefir reynst. Sannleikurinn er sá, að útflutn- ingur canadiskrar vöru hefir aukist á þessu ári í þrjátíu löndum. Bein afleiðing af þessum verzlunar- samningum, er auðvitað sú, að fram- leiðsla hefir í flestum greinum aukist, sem elft hefir atvinnu og aukið kaup- getu manna. Einn stærsti skellurinn er þetta land varð fyrir, var sá; er England hvarf frá gullinnlausn. Fyrsta afleiðingin af því varð sú, að gengi canadiska dollarsins féll 15% í New York. En þar voru bæði lán landsstjórnarinnar nokkur og öll lán fylkja landsins. Að standa skil á þeim lánum, var sú byrði á Canada, er ei verð- ur lýst, með peningunum þannig föflnum í verði. Til þess að reisa einhverja rönd við þessu, lagði sambandsstjórnin bann við útflutningi gulls úr landinu, en færðist í fang að kaupa sjálf alt það gull, sem bauðst. Með því gulli voru skuldir land stjórnarinnar og fylkjanna greiddar í New York um leið og þær féllu í gjalddaga Er ekkert vafamál að þetta hefir meira en nokkuð annað vakið það traust á Can ada út um allan heim, er það nú nýtur. Og afleiðingin af þessu var sú, að Can ada gat fyrir þrem mánuðum síðan feng ið lán út á verðbréf sín í Englandi m' betri kjörum, en hægt hefir verið á síðast liðnum aldarfjórðungi. Og um lánveit- inguna á þessum kjörum sóttu fleiri, en fengu. Stjórninni í Canada hefir stundum verið brugðið um það, að hún væri einráð gerða sinna. Fyrir kann að hafa komið, að hún hafi ekki beðið þings með öll mál sín. En þá hefir líka þörfin rekið eftir. Að hún hafi yfirleitt á þessum árum stilt í hóf öðrum stjórnum fremur, verður ekki neit að. HAFA DÝRIN SIÐFERÐISVITUND? Þegar, Mr. Bennett kom heim af al- þjóðafundinum í London, var hann um kringdur á allar hliðar og þess krefist að hann tæki upp hér viðreisnar tilraunir Roosevelt, eða einhverja eftirmynd af þeim. Svar hans var, að í landi sem Canada, er á erlend viðskifti yrði svo mik ið að treysta, yrði ekki sú stefna heppi leg, er hækkaði óeðlilega verð framleiðsl- unnar; auk þess tryði hann lítið ofmikil afskifti ríkis af athafnalífi þjóð- félagsins og sér virtist eðlilegra í lýð- frjálsu landi, að það lagaði sig eftir öðrum lögmálum en geðþótta stjórna. Og að fella gengi dollarsins nú, væri tap, eftir að hann væri fallinn syðra. Með batnandi viðskiftum síðustu mán- aða, hefir krafan um að taka upp stefnu Roosevelts mjög dvínað. Almenningur er nú ekki eins viss um það og áður, hvort sem hann hefir rétt fyrir sér eða ekki, hvernig hún muni reynast. Hugboð flestra er nú ef til vill það, að skyldi hún hepn- ast, hafi Canada eigi að síður nokkurn hag af því. Með gengislækkun dollarsins syðra, hafa Bandaríkjamenn síðast liðinn mánuð í ótrúlega stórum stíl lagt peninga sína í eignir í Canada. Þeir hafa keypt upp nám- ur og iðn stofnanir og peningar hafa streymt fyrir það í miljónum til Canada Fyrverandi fjárínálaráðherra Canada Sir Henry Drayton mintist þess nýlega, að fyrir verðhækkunina á framleiðslu í Bandaríkjunum, hefði Canada betra tæki- færi en þau á útlendum markaði fyrir sínar vörur. Þetta, ásamt hinu, að viðreisnar lög- gjöf Roosevelts er aðeins bráðabirgða löggjöf, sem óvíst er fyr en eftir næsta þing, að hvað miklu leyti verður tekin upp óbreytt, hefir snúið huga þessarar þjóðar meira að sínum eigin viðfangsefn- um sem stendur. SMÁVEGIS Nýr helgisiður Sagt er að kirkjuráðið í Þýzkalandi, sem eingöngu er skipað Nazistum, hafi sent út fyrirskipun um það, að guðs- þjónustur skuli hefja og þeim slíta með Nazista kveðjunni “Heil Hitler”, og skuli presturinn fyrst bera fram kveðjuna og söfnuðurinn síðan taka undir. * * * VandrataS meðal hófiS í Soviet-Rússlandi hefir fyrir skömmu 8 dómurum verið refsað fyrir að hafa felt of stranga dóma, en öðrum 31 að tölu hefir verið refsað fyrir að hafa kveð- ið upp of væga dóma. * * * 13 happatala Þýzka filmstjarnan Liselotte Schaack var fyrir skömmu í Monte Carlo. Hepnin var með henni í spilamenskunni. Eitt kvöld hélt hún altaf með tölunni 13 og vann það kvöldið 150,000 franka * * * TraustiS á stjórnunum Spánskt orðtæk segir: Guð blessi stjórnina því næsta stjómin kynni að verða verri. Það er flestum ljóst, að siðir vorir og athafnir (breytni) vor stjórnast að mestu leyti, af þeim hugmyndum, sem vér ger- um oss, um hvað sé rétt eða rangt. Vér gefum þessum hug- sjónum vorum ýms nöfn, eftir því að hverju þær stefna; eitt slíkra nafna er siðferðishug- sjónin, sem lýtur að því hvað vér hugsum oss sem siðferðis- lega breytni. Dýrafræðingar vorra tíma halda því fram, að dýrin séu ekki með öllu sneidd þessari hugsjón; þeir halda og fram þeirri kenningu að vér ættum að leggja meiri stund á, en alment gerist, að kynna oss skapgerð, og það sem kalla mætti, siðferðis vitund húsdýra vorra, og annara dýra, er vér sjáum daglega, þó ótamin séu. Slík umhugsun og rannsókn á háttum og eðli dýranna, mundi vekja meiri samúð í huga vor- um til þeirra, og á margan hátt koma í veg fyrir illa og ómann- úðlega meðferð á húsdýrum vorum. Vér getum ekki neitað því, að oss virðist að dýrin hugsi, en um hvað þau hugsa, er oss oftast óráðin gáta. Stundum beita dýrin þó hugs- un sinni svo ákveðið að ein- hverri þörf eða einhverri þrá, að vér getum skilið þau, næstum eins vel og þau létu þær hugs- anir snar í ljósi meö orðum. — Stundum hvílir svo djúp og al- vöru þrungin ró yfir hugsana starfi dýranna, að slíkt ó- sjálfrátt vekur aðdáun vora, eða meðaumkun, eftir því, sem hin ytri svipbrygði dýrsins verka á tilfinningar vorar til gleði eða sorgar. Sú spurning kemur eigi sjaldan upp í huga vorum t. d., hvað mun hundurinn vera að hugsa um, þegar hann liggur fram á lappir sínar fyrir fram- an arineldinn, og horfir á log- ann? Hvað mun kýrin vera að hugsa um, þar sem hún liggur, jótrandi í kyrð og ró, í hagan- um? Hvað mun hesturinn vera að hugsa um, þegar hann stend- ur bundinn við hestasteininn, og bíður húsbónda síns eða begar hann horfir úr haganum á umferðina um veginn, og sér hestana vera að strytast við að draga þung æki, og oft barða áfram til þess að taka enn nær sér, og leggja meira fram af vöðvaorku sinni, ef þá nokkuð er eftir? Það er nokkurnveg- inn víst, að dýrin hugsa um það er þau sjá, og verða fyrir; og endurspeglast slíkar hugsan- ir hið ytra, í ánægju og gleði, eða hrygð og þjáningu. Athugunar greind húsdýranna er mjög mismunandi, og mun óhætt að fullyrða að athugunar hæfileiki hundsins sé mestur, þrátt fyrir það að ýms önnur húsdýr hafa og talsverða athugunar gáfu. Munu dýrin hugsa um hvað sé rétt eða rangt? Munu þau hafa nokkra siðferðis meðvitund? Þessum spurningum er að mestu leyti ósvarað, enda eru hugmyndir manna um hvað sé siðferðislega rétt, eða ekki, stöðugt að breyt- ast, og er það eðlileg afleiðing af nýjum viðfangsefnum, og nýjum lífsviðhorfum. — Eftir miklar rannsóknir og athuganir á þessu máli hafa flestir þeir fræðimenn er við slíkar rann- sóknir hafa fengist, komist að jeirri niðurstöðu að maðurinn sé ekki hið eina siðferðilega fyrirbrigði í dýraríkinu, þeir halda því fram, að flest dýr sýni einhvern vott siðferðilegrar kendar, þrátt fyrir það þó sú kend, hjá sumum tegðundum sé á afar lágu stigi. Siðferði er að miklu leyti þær hömlur, sem einstaklingurinn verður að leggja á tilhnegingar sínar og þrár, sem hann oft á móti vilja sínum, neyðist til, bæði ein- staklingslega og félagslega að haga sér eftir, til þess að lenda Áður en hinir frumstæðu for- feður vorir komust á það stig, að mynda samfélag sín á milli, eða að minsta kosti einhverja tegund af fjölskyldu samheldni þurftu þeir ltt siðferðis að gæta, fremur en önnur dýr; og alls ekki eins mikils eins og nútfðar tamdir húshundar verða að temja sér. Brátt urðu hinir frumstæðu menn þess varir eftir að þeir þroskuðust það frá dýrinu, að þeir fóru að búa saman, eða í föstu nágrenni hver við aðra, og mynda með sér félagslega samheldni, til sóknar og vam- ar, að slík sambúð var ekki möguleg, nema þeir kæmu sér saman um að hegða sér sam- kvæmt vissum reglum, að þvi er snerti breytni þeirra hver við annan; svo sem að stela ekki hver annars konu, eða nokkru því er öðrum tilheyrði. Þessar reglur urðu með tíð og tíma margbrotnari, eftir því sem hin vtri skilyrði og menningarleg þróun kröfðust, og mennirnir hafa verið, og eru stöðugt að breyta þessúm reglum, til þess að samræma þær breyttum kringumstæðum og lífs viðhorf- um, og þeim hugmyndum sem þeir gera sér um hvað sé rétt eða rangt. Það er þroskun hinnar siðferðilegu hugsjónar. Hinn nafnkunni franski nátt- úrufræðingur Henri Fabre, hefir skrifað mikið um það, sem hann kallar: “siðferðiskend dýranna,” gerir hann glögga grein fyrir hinum mörgu og ólíku siðferðis kendum þeirra dýra er hann hefir rannsakað. Hann bendir á það sem hann kallar algerða siðferðilega vöntun, og tekur kóngulóna, og þá sérstaklega kvendýrið, sem dæmi. Það er ó" að vísu nokkuð óbilgjarn dóm- ur á kóngulóna. Kvendýrið er bæði bóndinn og húsfreyjan á sínu heimili, en hún vinnur líka fyrir öllu hysk- inu; hún verpir eggjunum, og ungar þeim út, hún spinnur og vefur vefinn, hún veiðir flugur og önnur smádýr er festa sig í vefnum, hún ver hreiðrið sitt, á oft í illdeilum og orustum við ýms skorkvikindi er ónáða heim ili hennar; í stuttu máli sagt, bún sér fyrir heimilinu að öllu leyti. Ilún er fremur matlystug cs: étur alt sem hún þolir af bráð sinni, en þegar hún hefir fengið næju sína, lofar hún hinu litla og athafnalausa karl- dýri (föður unganna) að éta það sem eftir er, ef það er þá nokkuð, en séu engar leifar eftir að húsmóðurin er mett, þá fær karldýrið (húsbóndinn) að svelta fyrir henni. En þó er enn verra ef lítið er á borðum, og húsmóðirin fær ekki nóg í sig, þá vanalega tekur hún karldýrið drepur það og étur, án nokkrar vægðar. Þetta er ömurlegt hjú- skaparlíf, en vesalings karldýr- ið verður að hanga með þessum kvendýrs vargi, því hann getur ekki spunnið vef, og ekki veitt sér til matar, og sem einstæð- ingur gæti hann ekki dregið fram lífið. Þrátt fyrir þessa grimd er kvendýrið aðdáanlega góð móðir, ætíð reiðubúin að leggja alt í sölurnar fyrir af- kvæmi sitt. Undir engum kring- umstæðum mun kónguló fara til hjálpar annari kónguló, þó væri af hinni sömu tegund, en ef hún finnur meidda eða að öðru leyti ósjálfbjarga kónguló, er hið bezta sem búast má við af henni, að hún láti hana af- skiftalausa, en slík miskun- semi, stafar einungis af því að hún er þá ekki hungruð. Maurarnir (sem eru þó all grimmir að upplagi) sýna aftur á móti, hinn siðferðilega eigin- legleika hins góða samverja; þeir leggja sig í hættu til að hjálpa öðrum maurum, frá sama maurabúi, sem í hættu eru staddir, eða hafa meiðst. Maurarnir búa í marghólfuð- um smá haugum (maura þúf- ur) sem í sjálfu sér eru heilar borgir út af fyrir sig, og til þess ekki í andstöðu eða ósætti við það umhverfi sem hann lifir í. að mögulegt sé fyrir svo mik-

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.