Heimskringla - 21.02.1934, Side 6
6. SÍÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 21. FEB. 1934.
Jane Eyre
eftir ,
CHARLOTTE BRONTE
Kristján Sigurðsson, þýddi
Það var hlegið, í djúpum, lágum kyrkings
hljóðum, rétt við skráar gatið í herbergi mínu.
Höfðalagið sneri til dyra, svo að mér þótti sem
þessi draugalegi hlátur ómaði við rúmstokk-
inn, eða réttara sagt við sjálft höfðalagið. Eg
reis upp, þreifaði til, en fann ekkert, og í því
heyrði eg það sama óeðlilega smiltur eða
gagg niðri í koki. “Hver er þar?’’ kallaði eg.
Þá heyrðist angri blandað snörl. Sam-
stundis heyrði fótatak eftir ganginum og upp
stigann til þriðja lofts. í þann stiga hafði hurð
verið nýlega sett, eg heyrði að henni var lokið
upp og látin aftur, síðan var alt hljótt.
“Var þetta Grace Poole? Og er hún hald-
in af djöfli?” hugsaði eg. Nú gat eg ekki
verið ein lengur, eg mátti til að flýja til Mrs.
Fairfax. Eg steypti yfir mig plaggi, setti á
mig sjal, hleypti lokunni frá og opnaði dyrnal-
með skjálfandi hendi. Logandi kerti stóð á
gólfmottunni í göngunum, rétt úti fyrir dyrun-
um; það furðaði mig mikið og hitt ekki síður,
að alt var dimt af kafi, eg leitaðist um og sá
reyk leggja út úr dyrum, sem stóðu í hálfa
gátt, það var herbergi Mr. Rochester. Þá hætti
eg að hugsa um Mrs. Fairfax og Grace Poole
og um undarlega fyrirburði, heldur þaut eg
inn um dyrnar. Rekkju tjöldin stóðu í báli, en
í þeim eldi og eimi miðjum, lá Mr. Rochester
í fasta svefni.
“Vaknaðu! Vaknaðu!” hrópaði eg. Eg tók
í hann og hristi, en hann sneri sér við og um-
laði: hann var kafnaður í reyk. Nú varð að
hafa hraðan á, rúmfötin voru farin að sviðna.
Eg þaut að þvotta skápnum, en þar stóð fat og
kanna, hvorttveggja í stærsta lagi og fult af
vatni. Þessu skelti eg á eldinn, þaut síðan
inn til mín, gríp vatns ílátin þar, helti yfir rúm-
fötin og manninn og með guðs hjálp tókst mér
að drepa niður brunanum.
Við þennan aðgang vaknaði Mr. Rochester
loksins, eg heyrði til hans í myrkrinu, tauta
yfir því, að vakna í rennblautu rúminu.
“Er komið flóð?” hrópaði hann.
“Nei, herra, en það kviknaði í. Farðu á
fætur, það er búið að slökkva í þér. Eg skal
sækja kerti.”
“í nafni alls þess huldufólks sem hefst við
í kristninni, er þetta Jane Eyre?” mælti hann
snúðugt. “Hverju hefir þú beitt mig, vættur,
völva? Hvað er hér fleira en þú? Ert þú í
samsæri, að drekkja mér?”
“í herrans nafni, farðu á fætur. Einhver
hefir sett ráð til að búa þér grand, því fyr sem
þú kannar það til fulls, því betra. Nú skal eg
sækja ljós.”
“Svona! Nú er eg kominn fram úr, og
sættu ábyrgðinni, ef þú bregður upp Ijósi. Eg
verð að tína á mig þurrar spjarir, ef nokkrar
eru til, eftir þetta flóð. Bíddu við í tvær mínút-
ur, jú — hér finn eg sloppinn minn. Flýttu
þér nú!”
Eg flýtti mér að sækja kertið, sem logaði
út á ganginum; hann tók það af mér, hélt því
á loft og leit á vegsummerki, rúmið svart og
sviðið, rúmfötin vot og gólfteppið rétt á floti.
“Hvað er þetta? Hver hefir gert þetta?”
Eg sagði honum stuttlega alla sögu, hvað
eg hefði orðið vör við, hláturinn í ganginum,
fótatakið upp stigann til þriðja lofts, eim og
reykjarþef í hans herbergi, hvernig þar var
umhorfs, og að eg hefði drifið yfir hann alt það
vatn, sem eg náði til.
Hann hlýddi til, mjög alvörugefinn, en
virtist áhyggjufullur á svipinn, fremur en
hissa; hann þagði, um sinni, við sögn minni.
“Á eg að kalla á Mrs. Fairfax?” spurði eg.
“Mrs. Fairfax? Nei, til hvers rækallans á
að kalla á hana? Hvað getur hún gert til?
Það er bezt að hún sofi í næði.”
‘‘Þá ætla eg að kalla á Leu og vekja
John og konu hans.”
“Alls ekki. Vertu bara kyr. Ef þér finst
svalt, þá vefðu treyjunni minni utan um þig og
seztu þarna á bríkastólinn, svona — eg skal
færa þig í. Legðu nú fæturna á þennan stól,
svo þú standir ekki á votu. Eg ætla að skreppa
burt svolitla stund, með ljósið. Vertu kyr
þangað til eg kem aftur. Eg á erindi upp.
Sittu kyr á meðan og kallaðu ekki á neinn.”
“Hann fór burt með ljósið; eg heyrði fóta-
tak hans eftir göngunum og upp stigann. Eftir
það sat eg í myrkrinu og beið langa lengi. Mér
var kalt og þreytt var eg og gat ekki skilið,
til hvers eg ætti að bíða, úr því eg mátti ekki
vekja heimilisfólkið. Loksins sá skímu af
ljósi. “Eg ætla að vona, að þetta sé hann, en
ekki annað verra,” hugsaði eg.
Hann var fölur í framan og næsta þung-
búinn, þegar hann kom. “Eg veit hvernig á
þessu stendur, það er sem eg hélt.”
“Hvemig, herra?”
Hann svaraði ekki, heldur krosslagBi
handleggina og horfði ofan í gólf. Eftir æði
langa stund segir hann svo, með annarlegum
róm:
“Eg man ekki hvort þú sagðist hafa séð
nokkuð, þegar þú opnaðir dyrnar að þínu
herbergi.”
‘‘Nei, herra, ekkert nema ljósa stjakan á-
gólfinu.”
“Þú heyrðir samt undarlegan hlátur, og
hefir orðið vör við einhver því lík hljóð áður?”
“Já, herra; það er hér kvenmaður, sem
saumar hún heitir Grace Poole, hún hlær til
svona. Hún er undarleg manneskja.”
“Einmitt. Grace Poole — rétt til getið,
hjá þér. Hún er undarleg, eins og þú sagðir.
Jæja, eg skal taka þetta til íhugunar. Sama
samt, eg er feginn, að þú ein, fyrir utan mig,
veizt alla atburði, sem gerzt hafa hér í nótt.
Þú ert ekki skraf flón. Eg skal gera grein
fyrir öllu þessu (hér benti hann á sængina)
og farðu nú til þíns herbergis. Legu bekkur-
inn í bóka stofu er fullgóður fyrir mig, það sem
eftir er nætur. Klukkan er orðin fjögur, eftir
tvær stundir kemur þjónustu fólkið á fætur.”
“Jæja, góða nótt, herra,” mælti eg og
sneri burt.
“Hvað! Ætlarðu frá mér strax og það til
svona?”
“Þú sagðir eg mætti fara, herra.”
“En ekki án þess að kveðja, ekki án
viðurkenningar og þakkar orða. Þú hefir
bjargað mér — hrifsað mig úr greipum hrylli-
legs og hörmulegs bana! Og svo gengur þú
burt frá mér eins og við værum ókunnug!
Taktu í hendina á mér, minna má ekki vera.
Hann rétti fram hendina, eg rétti honum
mína; hann tók í hana og síðan utan um hana,
með sínum báðum.
‘‘Þú hefir bjargað lífi mínu. Mér þykir
vænt um, að þú átt svo mikið hjá mér. Engu
öðru, sem líf hefir, hefði eg getað þolað að
vera lánardrottinn minn, að annari eins skuld.
Annað er, þegar þú átt hlut í; af þínum vel-
gerningum kenni eg ekki neins þunga, Jane.”
Hann þagnaði, horfði á mig; orð skulfu
honum á vörum — en eitthvað hindraði
málið.
“Eg býð þér góða nótt, upp á nýtt, herra.
Hér kemur ekki skuld til greina, velgerningur
né skuldbinding.”
“Eg vissi,” segir hann, “að eg mundi hafa
gott af þér að einhverju leyti, einhverntíma.
Eg sá það á svip þínum, þegar eg sá þig í
fyrsta sinn, það broshýra augnaráð vermdi
mig (hér hikaði hann) frá því augnaráði lagði
mér hita í hjartastað. Fólk talar um samúð,
eg hefi heyrt nefnda verndar anda, það er
sannleiks korn til í ótrúlegustu æfintýrum.
Minn góði verndari, góða nótt!”
í raust hans var óvenjuleg orka, í augum
hans óvenjulegt fjör.
“Eg er fegin, að svo vildi til, að eg var
vakandi,” sagði eg, og sneri enn burtu.
“Hvað! Þú ætlar að fara?”
“Mér er kalt, herra.”
‘‘Kalt? Já — og stendur í polli! Farðu þá,
Jane, farðu.” En hann hélt samt í hendina á
mér og eg gat ekki losað hana. Mér datt ráð
í hug.
“Mér heyrist Mrs. Fairfax vera að koma,
herra,” sagði eg.
“Jæja, farðu frá mér.” Hann slepti hend-
inni á mér, og eg þaut burt.
Mér varð samt ekki svefnsamt. Eg velkt-
ist, það sem eftir var nætur, á sollnum sævi,
þar sem kæti löður kemdi af digrum vandræða
bylgjum. Stundum þóttist eg eygja land,
handan við ólguna, blómlegt og blítt (éins og
Beu'lah hóla) ; öðru hvoru vakti vonln hressandi
svala, er bar hug minn sigri hrósandi að tak-
mörkunum. En ekki náði eg þangað, jafnvel
í hugskoti mínu, vindur blés af landi og hrakti
mig stöðugt á brott, vit stóð gegn æði, greind
hepti girnd. Mér var svo mikið niðri fyrir, að
eg gat ekki notið hvíldar, eg fór á fætur með
dögun.
XVI. Kapítuli.
Eg gerði bæði að hlakka til og kvíða fyrir,
að hitta Mr. Rochester, eftir þessa andvöku
nótt, mig langaði til að heyra rödd hans en
óttaðist að horfa í augu hans. Það var ekki
vani hans, að koma í skólastofu en við bar
það, og þennan morgun átti eg von á honum á
hverri stundu.
En morguninn leið svo, að hann kom ekki,
en mikinn fyrirgang var að heyra til þjónustu
fólksins, í herbergi Mr. Rochester, og tal um
atburðinn, og þegar eg gekk hjá, á leiðinni
ofan til hádegis verðar, sá eg að alt var í röð
og reglu, nema að rúmtjöldin voru horfin. Lea
stóð í glugga kistunni og fægði gler, en á stól
við rúmstokkinn sat kvenmaður og festi hringa
á nýja refla; það var engin önnur en Grace
Poole.
Hún var stilt og fálát að sjá, eins og vant
var, í mórauðum fötum, með köflótta svuntu,
hvítan klút og kappa á höfði. Hún sótti fast
verkið og virtist ekki um annað hugsa. Engin
merki bar hún þess, á sínu harðlega yfirbragði
og andliti, sem var líkt og gerisfc á fólki í
hennar stöðu, að hún hafði reynt að drýgja
mannsmorð, og að sá sem hún ætlaði að
myrða, hefði elt hana að bæli hennar og (að
eg hélt) borið á hana glæpinn. Eg var sem
steini lostin og stóð og horfði á hana. Hún
leit upp, en ekki virtist henni verða bylt, gerði
hvorki að blikna né blána né sýna á sér sam-
vizkubit eða ótta viö að upp um hana mundi
koma. “Góðan daginn, jómfrú,” sagði hún,
stillilega og stuttlega, eins og henni var lagið,
hélt svo verki áfram.
“Eg skal reyna í henni þolrifin,” hugsaði
eg. “svona harðvítug stilling er alls ekki nátt-
úrleg.”
“Góðan daginn, Grace,” sagði eg. Hefir
nokkuð komið fyrir hérna? Eg þóttist heyra
alt fólkið skrafa hér, fyrir stundu.”
‘‘Ekki annað en húsbóndinn var að lesa í
rúminu í gærkveldi, sofnaði frá ljósinu, svo að
það kviknaði í rúmfötunum; en það vildi svo
vel til að hann vaknaði, áður en eldurinn
magnaðist og tókst að slökkva með vatninu í
þvotta skálinni.”
“Undarlegt,’ ’sagði eg. Þar næst setti eg
á hana augun, og segi: “Vakti hann engan?
Heyrði enginn til hans?”
Nú leit hún upp á mig og. nú sá á henni
samvizku. Hún virtist athuga mig með varúð,
þar til hún svaraði:
“Þjónustu fólkið sefur annars staðar, og
langt í burtu, eins og þú veizt, það er ekki við
að búast, að það hafi vaknað; þitt herbergi
og Mrs. Fairfax eru næst húsbóndans. Mrs.
Fairfax segist ekki hafa orðið vör við neitt,
sumt fólk sefur fast, þegar það eldist.” Hér
þagnaði hún, bætti svo við, í tón sem vottaði
að meira bjó undir, “en þú ert ung, jómfru,
og sefur líklega ekki fast, kannske þú hafir
orðið vör við eitthvað?”
“Já,” sagði eg í hálfum hljóðum, svo að
enginn heyrði nema við tvær, “og fyrst hélt
eg að Pilot væri á ferðirini. En Pilot kann
ekki að hlægja, en hlátur heyrði eg, og hann
undarlegan.”
Hún þræddi nálina, rendi þræðinum yfir
vaxmola, mælti svo, líkt og ekkert byggi undir:
“Það er varla líklegt, jómfrú, að húsbónd-
inn hafi hlegið í öðrum eins háska, eða það
finst mér; þig hefir víst verið að dreyma.”
“Mig var ekki að dreyma,” svaraði eg
snúðugt, því að mér var stríðni í hennar kulda-
legu ósvífni. Hún rendi aftur á mig athugulu,
kannandi auga.
“Hefirðu sagt húsftóndanum frá, hvað þér
heyrðist?”
“Eg hefi ekki náð tali af honum í morg-
un.”
“Þér hefir ekki dottið í hug, að opna dyrn-
ar og líta út á gang?”
Hún virtist vera að spyrja mig spjörunum
úr. Mér datt í hug að ef hún kæmist að því,
að eg vissi af eða grunaði sekt hennar, þá
mundi hún venda sínum vondu hrekkjum að
mér, og hugsaði með mér, að eg skyldi hafa
varan við.
“Þvert á móti,” svaraði eg, “eg tvílæsti
dyrunum.”
‘‘Það er þá ekki vani þinn, að tvílæsa þeim,
áður en þú háttar?”
“Þetta er fjandi en ekki manneskja,” datt
mér í hug, “hún vill fá að vita mínar venjur,
svo að hún geti komið sínum illræðum við.”
Gremja varð hyggindum sterkari hjá mér, eg
svaraði stygglega: “Það hefi eg ekki gert
hingað til, hélt ekki eg þyrfti þess við. Eg
átti ekki von á háska né hrekkjum í Thorn-
field Hall. En hér eftir skal eg ekki vanrækja
að ganga vel frá dyrunum, áður en eg legst
fyrir,” og eg kvað fast að þessum orðum.
“Það er hyggilegast,” ansaði hún, “þetta
pláss er rólegt og eg veit ekki til, að fantar
hafi reynt til að brjótast inn í höllina, frá því
hún var bygð, þó alþekt sé, að i borðbúnaöar
klefanum er mörg hundruð punda virði aí
borðbúnaði. Og þjónustufólkið er fátt, því að
húsbóndinn dvelur hér sjaldan, og þarf litla
þjónustu, þegar hann kemur, af því að hann er
konulaus. En eg álít, að bezt sé, að hafa
varan við, og það er varlegast, að læsa altaf
að sér ef eitthvað skyldi vera á sveimi. Margir
kasta allri sinni áhyggju upp á Forsjónina,
Miss, en eg segi, að Forsjónin vilji aldrei án
ráða vera og verkfæra, þó oft láti Hún blessun
fylgja þeim, þegar þau eru notuð gætilega.”
Þessi ræðustúfur var fluttur með hátíð-
legri siðsemi, líkt og kverkarar gera. Eg
hlýddi til, hissa á svo mikilli stillingu' og
öruggri hræsni og stóð orðlaus, þar til kokkur-
inn kom, að kalla á hana til miðdegis matar.
“Ætlarðu að koma ofan?” sagði kokkur-
inn.
“Nei, láttu ölsopann minn í bakka og spón
af pudding ,svo skal eg fara með hann upp.”
“Viltu ekki ketmat?”
“Dálítinn ibta, og munnsmekk af osti og
ekki meira.”
“Og sago?”
“Ekki strax, eg kem niður seinna; eg skal
búa hann til sjálf.”
Nú kom matarkallið að mér, að Mrs. Fair-
fax biði eftir mér, svo eg sneri burt.
Eg gat ekki haldið huganum við frásögn
Mrs. Fairfax um brunann, meðan á máltíðinni
stóð, svo fast hugsaði eg um Grace Poole,
hvernig hún væri gerð og hver hennar staða
væri í Thomfield, og einkum kvað til kæmf,
að hún hefði ekki verið seld í hendur lögregl-
unni eða að minsta kosti rekin úr vistinni. —
Mér skildist á húsbóndanum, að hann áliti
hana seka um glæpinn; hver var ástæðan til,
að hún var ekki kærð, og vegna hvers hafði
hann krafist þess að eg þegði? Skrítið var:
einbeittur, stórlátur og harðger húsbóndi virtist
vera, með einhverju móti, á valdi vinnuhjús í
lakara lagi, og það svo ramlega, að þegar hún
veitir honum bana tilræði þá þorir hann ekki
að bera þaö á hana opinberlega, því síður
hegna henni.
Ef Grace hefði verið ung og lagleg, þá
hefði eg freistast til að halda, að viðkvæmari
tilfinningar, heldur en hyggindi eða hræðsla,
hefðu ráðið gerðum Mr. Rochesters gagnvart
henni, en það gat ekki komið til greina, eins
ófríð og hún var og þar á ofan miðaldra. ‘‘Eigi
að síður,” hugsaði eg með mér, “ung hefir
hún verið einhverntíma, á sama reki og hús-
bóndinn. Mrs. Fairfax sagði mér, að hún hefðí
dvalið þar í mörg ár. Eg skil ekki, að hún hafí
nokkurn tíma verið lagleg, en ekki veit eg
nema hún sé skarpvitur og fastlynd, Mr.
Rochester hefir mætur á því sem er ein-
beitt og öðru sundurleitt, Grace er að minsta
kosti öðrum ólík. Hvað er því til fyrirstöðu,
að Mr. Rochester hafi orðið eitthvað á við hana
(eins bráðlátur og geðmikill og hann er) svo
að hún hafi fengið vald yfir honum, og hafi nú
í leyni svo sterk tök á honum, vegna ógætní
hans, að hann geti ekki hrist þau af sér, né
þori?” En er hér var komið getgátum'mínum.
brá útliti Mrs. Poole svo skýrlega fyrir mín
hugskóts augu — breið og flatvaxin, harðleg
og þyrkingsleg á svjp, jafnvel óþýð — að eg
hratt þessari getgátu minni. “Nei, það er ó
mögulegt. Eigi aðsíður,” hvíslaði hin hljóða
raust, sem talar í leyni hjartna vorra, “ekki
ert þú lagleg, heldur, og þó má vera, að Mr.
Rochester lítist á þig, svo hefir þér fundist,
að minsta kosti, og í nótt leið: manstu mál-
róm hans!”
Eg mundi alt vel, tal, tillit og rómur stóð
mér mjög skírt fyrir hugskots sjónum. Eg
var nú stödd í skólastofunni, Adela var að
teikna og eg hálfbogin yfir henni, að segja
henni til. Hún leit upp og segir:
“Hvað er að, mademoiselle, þú ert skjálf-
hent og rjóð í framan?”
“Mér er heitt, Adela, af að beygja mig.”
Hún hélt áfram að teikna, eg að hugsa.
“Eg hrakti, sem bráðast á búrt hugsun-
ina um Grace Poole mér bauð við henni. Eg
bar þann kvenmann saman við mig og þótti
ójafnt komið á með okkur. Beta Leaven hafði
sagt, að eg væri fyrirmannleg stúlka, og hún
sagði satt, eg hafði heldri manna fas og fram-
ferði. Og nú leit eg út mikið betur, heldur
en þegar Beta hitti mig, eg var bragglegri,
holugri, líflegri og fjörlegri, sem kom til af
þvi, að mér líkaði betur og bjóst við betra.
“Nú er komið undir kveld,” hugsaði eg
með mér, “eg hefi ekki heyrt til Mr. Rochest-
er, hvorki raust hans né fótatak, í allan dag,
en eg fæ víst að sjá hann fyrir kveldið. f
morgun kveið eg fyrir, að hitta hann, nú lang-
ar mig til þess.”
í rökkrinu, þegar Adela var farin til leika
við Sophíu, langaði mig mjög mikið til þess.
Eg hlustaði eftir bjöllunni hringja, og lagði
eyrun við, hvort Leah kæmi ekki upp, með
skilaboð til mín, og stúndum þóttist eg heyra
fótatak Mr. Rochester og sneri til dyra, bjóst
við að hann lyki upp og kæmi inn. Dyrnar
opnuðust ekki, ekkert kom inn til mín, nema
myrkrið inn um gluggann. Enda þótt, það
var ekki orðið framorðið, hann gerði oft bo5
eftir mér um sjö eða átta leytið, og nú var
klukkan ekki nema sex. Vissulega gat það
ekki brugðist, að hann sendi eftir mér í kveld,
þegar eg þurfti svo margt að tala við hann!
Eg þurfti að spyrja hann að því, hreint og
beint, hvort hann hefði það fyrir satt, að
Grace Poole hefði valdið hinu hryllilega til-
ræði, og ef svo, þá að ganga á hann, hvers-
vegna hann héldi þeirri mannvonzku leyndri.
Eg lét mér í léttu rúmi liggja, hvort honum
líkaði sú forvitni mín betur eða ver. Eg var
orðin því vön, að spekja hann og espa á víxl og
hafði yndi af því. Fátt var mér ljúfara en það,
og kunni, ósjálfrátt, að stilla svo til, að fara
aldrei of langt ,eg ’ fór aldrei skör lengra en
það, að ýta við honúm, koma honum til; þegar
kom að hinni yztu brún og skríða virtist til
skarar ,þótti mér mikið gaman, að reyna hve
fim eg var. Eg gleymdi aldrei minni stétt og
stöðu, feldi aldrei niður að gæta í alla staði
háttprýði og veglætis, hélt samt örugg minni
meiningu, ef okkur greindi á; þetta líkaði báð-
um vel, honum og mér.
Nú heyrðist fótatak; Leah kom með boð,
að kvöldverður biði mín í stofu Mrs. Fairfax,
mér þótti betra en ekki, að fara ofan, þóttist
þá vera nær Mr. Rochester.
“Þér er víst orðið mál á tesopa,” sagði
Mrs. Fairfax, “þú borðaðir svo lítið um hádeg-
ið. Eg er hrædd um, að það sé eitthvað að þér,
þú ert rjóð í framan, eins og af hita sótt.”
“Ó, eg er við beztu heilsu. Mér hefir
aldrei liðið betur en nú.”