Heimskringla


Heimskringla - 09.05.1934, Qupperneq 6

Heimskringla - 09.05.1934, Qupperneq 6
6. SIÐA HEIMSK.RINCLA WINNIPEG, 9. MAÍ 1934 Jane Eyre eftir CHARLOTTE BRONTE Kristján Sigurðsson, þýddi “Það er komið. Eg verð að tilkynna það í kveld.” “Það er þá ráðið, herra, að giftingin fari fram?’’ “Ein-mitt. Svo er það. Þér líkt, eins og vant er, að hitta naglann á hausinn.” “Bráðlega, herra?” “Mjög bráðlega, mín — Miss Eyre, vildi eg segja, og þú manst eftir Jane, í fyrsta sinn sem eg eða kvittur fekk þig til að trúa, að eg ætlaði að stinga mínum gamla lausamanns svíra í þá heilögu snöru, innganga þá heilögu hjúskapar stétt, taka Miss Ingram vígðum fangbrögðum, í stuttu máli (til þess þarf alt annað en stutta handleggi, en það kemur nú ekki málinu við, of miklð má af öBu gera nema þeirri dæilegu dís) eins og eg var að tala um, heyrðu mig Jane! Þú ert ekki að snúa þér undan til að gá að fleiri fiðrildum, vænti eg? Eg vil minna þig á, að þú varðst fyrst til þess að segja mér, með þeirri gætni, sem eg met svo mikils hjá þér — þeirri forsjá, hyggindum, lítillæti, sem hæfa svo vel þinni vandasömu og öðrum háðu stöðu — að ef eg giftist Miss Ingram, þá yrðuð þið Adela báðar að brokka burt, strax í stað. Eg sleppi þeirri minkun, sem stefnt var til innrætis unnustu minnar, með þessari tillögu; víslega, þegar þú ert kom- in langt í burt, Jane, skal eg reyna að gleyma því, athuga aðeins vizku þess ráðs, sem er svo mikil, að eg hefi hagað mínum athöfnum þar eftir. Adela verður að fara í skóla, og þú, Miss Eyre, verður að fá nýja stöðu.” “Já, herra, eg skal lýsa eftir henni strax í stað og þangað til býst eg við —”, eg ætlaði að segja að eg mætti víst dvelja hér, þangað til eg hefði útvegað mér annað athvart, að færa mig í, en eg hætti við, treysti mér ekki meir en svo, að koma lengra máli út úr mér. “Eftir svo sem mánaðar tíma býst eg við að setjast á brúðar bekk”, mælti Mr. Rochest- er, “og þangað til skal eg líta eftir atvinnu handa þér og athvarfi.” “Eg er fegin, herra, mér leiðist þó að auka ónæði.” “Ó, óþarfi að afsaka! Mér finst, að þegar sú, sem á traust sitt undir öðrum, gerir sína skyldu eins vel og þú hefir stundað þína, þá á hún það að húsbónda sínum að hann liðsinni henni, án þess að taka nærri sér. Og satt að segja, hefi eg frétt af stað allareiðu, hjá tengdamóður minni tilvonandi, og þann ætla eg henta allvel: að taka upp á sig að menta fimm dætur Mrs. Dionysius O’Gall í Bitternut Lodge, á Kunnöktum á Irlandi. Þér mu'n falla þjóðin vel í geð, fólkið er sagt svo alúð- legt þar.” “Það er langt þangað, herra.” “Gerir lítið til, eins skynsöm stúlka og þú ert, mun varla setja fyrir sig ferðina né fjar- lægðina.” “Ekki ferðina, en fjarlægðina, og svo skilur fjörður að—” “Skilur hvað að, Jane?” “Mig og England og Thornfield — og —” “Nú?” “Þig, herra.” Þetta kom ósjálfrátt farm úr mér, og jafn- lítið réði eg við, að tárin mín brutust út. En eg grét í hljóði og snökti ekki. Kulda lagði mér til hjarta við að hugsa til Mrs. O’Gall, Bitternut Lodge (Gall á Beizkabitastöðum) á Kunnöktum á frlandi, kaldara þó við að hugsa til þeirrar löðrandi seltu, sem hrynja muiidi milli mín og húsbónda míns, sem eg nú var á gangi með, kaldast af öllú þó, er eg mintist enn víðari sævar-auðs, stéttar, vana — er á milli bar, mín og þess er eðli mitt knúði mig til að elska og eg gat ekki annað en elskað. “Langt er þangað,” mælti eg. “Satt er það. Og þegar þú ert komin á Hnotskóg á Beizkabóli á frlandi, þá sjáumst við ekki framar, það er áreiðanlegt. Þangað kem eg aldrei. Við höfum verið góðir vinir, Jane, er ekki svo?” “Já, herra.” “Og þegar kemur að því, að vinir skilja, þá vilja þeir helzt njóta seinustu samveru stundanna sem næst hver öðrum. Komdu, við skulum talast við í næði, um ferðina og skilnaðinn, meðan stjörnurnar ganga til sinna blikandi lífsbrauta uppi á himinloftinu. Hér er hið forna kastaníú tré og sætin gömlu um- hverfis, hér skulum við sitja í næði, í kveld, þó okkur verði aldrei auðið að tylla okkur þar framar.” Hann leiddi mig til sætis og settist sjálfur. “Það er langt til írlands, Jane, og mér þykir alt annað en gott, að senda litla vininn minn á svo torsótta leið; en ef eg get ekki betur gert, hvaða úrræði skal taka? Ertu mér nokkuð lík, Jane?” . A. ... .................................... Nú gat eg ekki hætt á neitt svar, hjarta mitt var meir en fult. “Af því að eg kenni stundum undarlega til þín, einkanlega ef þú ert nærri mér, eins og nú; það er því líkast, sem strengur liggi undan rifjunum vinstra megin í mér, ramlega hnýttúr við annan álíka í þfnum litla kropp. Og ef írlands haf og tvö hundruð mílna breið spilda lands, kemst á milli okkar, þá óttast eg að strengur sá hrökkvi sundur og þá er ekki trútt um að eg kvíði fyrir, að mér taki að blæða innvortis. En þú — líklega myndir þá gleyma mér?” “Það mundi eg aldrei gera, herra, þú veizt—” ómögulegt að halda áfram. “Jane, heyrirðu til næturgala í skóginum? Hlustaðu á!” Eg tók að snökta, er eg hlýddi til, því að eg gat ekki ráðið við lengur, það sem eg bældi niður. Eg var yfirkomin og titraði frá hvirfli til ilja af sárum harmi. Þegar eg kom upp orðúm óskaði eg mér, að eg hefði aldrei fæðst eða aldrei komið til Thornfield. “Af því þú harmar að fara?” Minn innri maður, espaður af sorg og æstur af elsku, heimtaði nú ráðin, vildi rísa upp, lifa — og segja sína vild: “Eg harma það, að fara frá Thornfield, mér þykir vænt um Thornfield, af því að eg hefi lifað hér kostugu lifi og indælu — öðru hvoru að minsta kosti. Eg hefi ekki verið troðin undir né höfð útundan né gerð að steini. Eg hefi ekki verið grafin lifandi í kös með þeim er hafa geð lítil, né lokuð úti frá því sem er bjart og fjörmikið og háleitt. Eg hefi staðið augliti til auglitis og átt orðastað við það sem veldur mér lotningú og fagnaði —: sérkennilegan, öflugan, velþroskaðan huga. Eg hefi kynst þér, Mr. Rochester, og hrelling rekur að mér og hugsýki við þá tilhugsun, að vera slitin frá þér um aldur og æfi. Eg sé, að eg þarf að fara burt, og það er líkt því að horfast í augu við neyð dauðans.” “Hvar sérðu þá þörf?” spurði hann alt í einu. “Hvar? Þú, herra, hefir sýnt mér hana.” “í hverri mynd?” “í mynd og líkingú Miss Ingram — ætt- stórrar og fríðrar stúlku — konuefnis þíns.” “Hvaða konuefni? Eg á ekkert konuefni.” “En konu viltu.” “Eg vil — eg vil — eg vil!” Hann beit saman tönnunum. “Þá verð eg áð fara, þú hefir sagt svo sjálfur.” “Nei, þú verður að vera kyr. Það sver eg og það heit skal eg halda.” “Eg segi þér, að eg má til að fara!” svar- aði eg, ekki ákafaiaust. “Heldurðu að eg geti verið hér með því móti, að verða þér einskis virði? Heldurðu að eg sé sjálfvirk — vél kenndarlaus? og geti þolað að ,sjá minn brauðbita tekinn frá múnninum á mér og mín- um dropa af lífsins vatni skvett út? Heldurðu, þó eg sé fátæk, óþekt, ófríð og smá, að eg sé sálarlaus og harðbrjósta? Þú dæmir rangt! — “Eg hefi eins stóra sál og þú — og hjarta fulikomlega á við þig! Og ef guð hefði gefið mér nokkurn fríðleik og mikinn auð, þá skyldi eg hafa gert þér torsótt að skilja við mig, ekki síður en mér fellur þungt að fara frá þér. Nú tala eg ekki við þig fyrir miðilsmunn vana, gamalgróinna siða eða jafnvel dauðlegs holds; — andi minn talar'til þíns anda, rétt eins og báðir hafi farið um gröfina að fótskör drott- ins, hvorugúr öðrum meiri, heldur jafnir—eins og við erum!” “Eins og við erum”, tók Mr. Rochester upp — “svona” mælti hann, tók mig í fangið og kysti mig á munninn: “svona, Jane!” “Já, svona, herra”, svaraði eg, “og samt ekki svona, því að þú ert kvæntur maður eða svo gott sem, þeirri sem er miklu minni háttar en þú, þeirri sem þér er alls ekki geðfeld, og eg trúi ekki að þér þyki vænt um, því að eg hefi séð þig spotta hana. Slíkan hjúskap myndi eg fyrirlíta, þess vegna er eg þér betri — sleptu mér. Lof mér að fara!” “Hvert þá, Jane? Til írlands?” “Já, til írlands. Eg hefi sagt það sem eg bjó yfir og get nú farið hvert á land sem er.” “Jane, vertu róleg, láttu ekki svona, eins og fugl, sem plokkar af sér sínar eigin fjaðrir, í örvæntingu.” “Eg er alls ekki fugl og ekki ánetjuð i neinum möskvum; eg er frjáls manneskja með óbundnum vilja og honum skal eg beita til að fara frá þér.” Eg sleit mig svo af honum og stóð upp- rétt frammi fyrir honum. “Og þín vild skal ráða mínum forlögum,” mælti hann: “Eg býð þér hjarta og hönd og hlut í öllum eignum mínum.” “Og þín vild skal ráða mínúm forlögum,” mælti hann: “Eg býð þér hjarta og hönd og hlut í öllum eignum mínum.” “Þú leikur skrípaleik, sem eg geri ekki nema hlægja að.” “Eg bið þig að verða mér samferða, víkja aldrei frá minni hlið, það sem eftir er æfinnar, vera sem eg sjálfur og bezti félagi minn og förunautur á þessari jröð.” “Þann hefir þú valið þér og bezt að þú unir því kjöri.” “Jane, vertu kyr svolitla stund — þú ert of æst. Eg skal líka vefa kyr.” Andvari kom þjótandi eftir lárviðar göng- unum, barði limið á trénu, sveif á burt og hvarf. Þá tók næturgali til að kliða og þá tók eg að gráta. Mr. Rochester hreyfði sig ekki í sæti sínu, horfði á mig blíðlega og segir loks: | “Komdú og seztu hjá mér Jane, við skul- um tala okkur saman og skilja hvort annað.” “Eg sezt aldrei hjá þér framar, eg er slitin burt og get ekki komið aftur.” “En eg kveð þig til mín sem konu mína. Það ert þú, sem eg ætla að eiga, og enga aðra.” Eg þagði við. Eg hélt hann væri að hæð- ast að mér. “Komdu Jane — komdu hingað.” “Konuefnið þitt stendur á milli okkar.” Hann stóð upp og tók utan um mig. “Konuefnið mitt er hér, því að jafningi minn er hér og líki mitt og ímynd. Jane, viltu giftast mér?” Enn þagði eg við og sleit mig af honum, því að eg trúði ekki enn. “Trúirðu mér ekki Jane?” “Alls ekki.” “Treystirðu mér ekki?” “Engan veginn.” “Heldúrðu að eg sé að fara með hégóma eða lýgi?” mælti hann með hrygð og gremju. “Þú skalt sannfærast, litla vantrúar gerpið. Hvað þykir mér vænt um Miss Ingram? Alls ekkert og það veiztu. Hvað þykir henni vænt um mig? Alls ekkert og það hefi eg sannað. Eg lét kvitt koma fyrir hana, að eigur mínar væru stórum minni en fólk héldi, eftir það gerðust þær mæðgur fálátar til mín. Miss Ingram get eg ekki átt né vil eiga. Þig vil eg eiga, þú undarlega vera, þó varla sértu jarðnesk, því mér þykir eins vænt um þig eins og sjálfan mig. Þig, þó fátæk sért, óþekt, lítil og ófríð, bið eg að taka mig fyrir eiginmann.” “Hvað, mig!” varð mér að orði. Eg fór að trúa, að honum væri alvara, af fasi hans og ekki sízt af því, hvað snarpur hann var í orðum; “mig, sem á engan vin í víðri veröld nema þig, ef þú ert vinur minn, ekki skilding nema það sem þú hefir gefið mér?” “Þig Jane, þín er eg að biðja. Viltu eiga mig? Segðú já, fljótt.” “Mr. Rochester, lof mér að sjá framan í þig, snúðu að tunglinu.” “Til hvers?” “Af því eg vil fá að sjá framan í þig, snúðu þér við.” “Þú munt finna, að það er álíka torlesið og hrokkið, útpárað bókarblað; svona, lestu, bara flýttu þér, eg þjáist.” Á andliti hans sá geðshræring, hann var rjóður sem blóð í framan og augun glóðu und- arlega.” “Ó, Jane, þú kvelur mig með þessu rann- sóknar auga, þó trútt sé og veglynt, þú kvelur mig.” “Hvernig má það vera? Ef þú ert einlæg- ur og bónorð þitt í fullri alvörú, þá hefi eg ekki annan hug til þín en þakklæti og holl- ustu — ekki veldur sá hugur kvölum.” “Þakklæti!” segir hann reiðilega og bætir við, ekki ofsalaust: “Jane, taktu mér strax, Segðu: Edward, eg vil giftast þér.” “Er þér alvara? Elskar þú mig? Segirðu það satt? Óskar þú af öllu hjarta, að eg verði konan þín?” “Svo er og ef þér dugar ekki minna en svardagi þá sver eg að svo er.” “Þá vil eg giftast þér, herra.” “Kalla þú mig því nafni sem eg heiti, konukornið mitt.” “Elzku bezti Edward!” “Kom þú til mín, komdu nú til mín að fullu og öllu,” mælti hann í eyra mér, sínum gildasta rómi, en vangarnir lágu saman, “ráð þú minni sælu, eg skal sjá um þína.” Eftir litla stúnd mælti hann: “Fyrirgefi mér guð, menn láti mig hlut- lausan; eg hefi hana og skal halda henni.” “Enginn er til íhlutunar, eg á ekkert frændfólk til að skerast í mitt mál.’’ “Þáð er bezt af öllu,” sagði hann. Ef mér hiefði ekki þótt svo vænt um hann, þá hefði mér þótt fagnaðar svipur hans tryllingslegur. En nú sat eg hjá honum, laus við gkilnaðar kvíðann, kölluð til himinsælu samvistanna við hann, og húgsaði ekki um neitt nema þá bless- un, sem mér var boðið til að njóta sem mig lysti. Hann spurði aftur og aftur: “Fer vel um þig, Jane? Líður þér vel, Jane?” Og við hverri spurningu svaraði eg: “Já.” Og eftir það mælti hann fyrir munni sér: “Það mun jafn- ast — -það mun jafnast. Hefi eg ekki fundið hana munaðarlausa, kalda, huggunarlausa? Ætla eg mér ekki að verja hana, hlúa að henni og hughreysta hana? Er ekki ást í hjarta mínu og staðfesta í ásetningum mínum? Það munu verða mínar málsbætur fyrir dómstóli drottins. Eg veit að skapari minn lætur það haldast, sem eg geri. Veraldarinnar dóma hefi eg að engu. Mannanna áliti býð eg byrg- inn.” En hvað var að kveldinu? Eg sá varla framan í húsbónda minn, þó ekki væri langt á milli okkar. Og hvað gekk að kastaníu trénu? Það barðist um með brestum og braki, en vindurinn hvein í lárviðar göngunum, og alt í einu kom leiftur úr skýi, sem eg var að horfa á, síðan brestur og tíðir smellir, mjög hvellir, en mér brá svo við, að eg faldi andlitið við vanga Mr. Rochesters. Nú kom demba, við skunduðum úpp úr garðinum, en vorum orðin gegndrepa, áður en við náðum inn. Hann tók af mér rennvott sjal í forsalnum, (þar log- aði ljós) og var að hrista vætuna úr hári mínu, þegar Mrs. Fairfax bar að. Hún kom úr sínu herbergi, en við tókum hvorugt eftir henni. “Flýttu þér að fara úr votu,” mælti hann, “og eg ætla að bjóða þér góða nótt áður en þú ferð — góða nótt, elskan mín!” Hann kysti mig marga kossa. En þegar eg vatt mér úr fanginu á honum, þá stóð ekkjan fyrir framan mig, föl í framan, alvarleg og alveg hissa. Eg gerði ekki nema brosa við henni og hljóp upp. “Nógur er tíminn til yfir- beyrslu og útlistunar á morgu'n!” Eigi að síður, þegar eg kom inn til mín, þótti mér verra en ekki, að hún skyldi misskilja það sem hún sá, af því að hún var ókunnug því, sem á undan var farið. En gleðin tók yfir allar aðrar tilfinn- ingar og þó hátt léti í veðrinu með stormi, þrumum og eldingu mog dynjandi rigningu, þá fann eg lítt eða ekki til hræðslu né lotningar. Mr. Rochester kom að dyrunum hjá mér þrí- vegis, meðan á þeim ósköpum gekk, að vita hvort mér væri rótt og hvort ekkert gengi að mér, og það nægði til hughreystingar og til orkú við hvað sem var. Morguninn eftir, áður en eg var komin fram úr, kom Adela hlaupandi til mín, að segja mér að eldingu hefði lostið í hið mikla, forna kastaníu tré í aldingprðinum, og klofið væri það eftir endilöngu. XXIV. Kapítuli Meðan eg klæddist, hugleiddi eg það sem farm hafði farið og undraðist, það var svo draumi líkt. Mér fanst eg varla vita vissu mína, fyr en eg fyndi Mr. Rochester aftur og heyrði hann endurnýja heit sín og ástamál. Meðan eg kembdi hár mitt, horfði eg í spegil og sá, að eg var ekki ófrið, vonar svipur var komin á andlitið og líf í litarháttinn, og augu mín virtust svo, sem litið hefðu upp- sprettu nautna og fengið glampa af hennar bragandi bárum. Eg hafði oft verið treg til að líta á húsbónda minn, vegna þess eg óttaðist, að hann hefði lítið yndi- af að sjá hvernig eg liti út; en nú vissi eg, að mér var óhætt að snúa andlitinu að honum, ekki mundi kær- leikur hans kólna af því, að líta framan í mig. Eg tók hreinan, þunnan sumar búning upp úr dragkistu, og fór í, aldrei áður fóru mér föt eins vel, því að aldrei hafði eg föt borið við svo sælan sefa. Þegar eg kom ofan í forsalinn, sá eg að hlýr og heiður júnídagur hafði farið á eftir óveðrinu um nóttina, eg fann þægan andvara, ilmsterkan, leggja inn um glerdyrin. Náttúran hlaut að hlægja við mér, svo sæl var eg. — Flökkukona kom gangandi' upp akbraut, og lítill piltur með henni, bæði töturlega útlítandi, eg hljóp út til þeirra og gaf þeim nokkra dali, alt sem eg átti í buddunni; í mínum fagnaði skyldu þau taka þátt, hvort sem góð voru eða vond. Hrafnarnir görguðu og ljúfari fuglar kvökuðú, en hvergi kváðu við svo glaðlegir hjörnum hljómar sem í mínu fagnandi hjarta. En nú varð mér litið upp í einn gluggann og brá við, að sjá Mrs. Fairfax standa þar, hún horfði á mig döpur á svip og segir alvarlega: “Miss Eyre, viltu koma til morgunmáltíðar?” Hún var fálát undir borðum, stilt og óhýr, en ,eg gat ekki þá sagt henni eins og var. Eg varð að bíða þess, að herra minn kvæði úpp úr, og hún líka. Eg reýndi til að koma í mig mat og að því búnu hljóp eg upp á loft og mætti Adelu úti fyrir skólastofu. “Hvert ertu að fara? Það er komið að skólatíma.” “Mr. Rochester sagði mér að fara til leikstofu.” “Hvar er hann?” Hún benti á skólastofúna, sem hún hafði komið út úr, eg gekk inn og þar stóð hann. “Komdu og bjóddu mér góðan dag,” mælti hann. Eg gekk til hans, feginsamlega, og fekk nú ekki kuldalegt tiltal, né kveðju með handa- bandi, heldur koss með faðmlagi. Það virtist eðlilegt, það var lostugt og lífgandi að njóta elsku hans og ástar atlota. “Jane, þú ert blómleg og broshýr og fríð, reglulega falleg, þennan morguninn. Er þetta mín fölva, litla álfamær? Er þetta mustarðs kornið mitt? Þessi stúlka með sól- hýran svip og spékoppa og rósa varir, jarpt hár, mjúkt og slétt sem silki og dökkbrún augu, glampandi og glóandi?” (Græn voru augun í mér, lesandi minn, en þú verður að forláta, honum sýndust þaú nýlituð býzt eg við). “Jane Eyre er það, herra.” “Sem bráðum verður Jane Rochester; eftir fjórar vikur, Janet, ekki einum degi síðar IHeyrirðu það?”

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.