Heimskringla - 30.05.1934, Side 4

Heimskringla - 30.05.1934, Side 4
4. SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 30. MAÍ, 1934 ^dmskringla (StofnuO 1888) Kemrir út á hverjum miOvikudegi. Elgendur: THE VXKING PRESS LTD. 153 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg Talsimi: 86 537_______ Ver8 blaSsins er $3.00 árgangnrinn borglst fyrlrfram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. RáOsmaður TH. PETURSSON 853 Sargent Ave., Winnipeg Uanager THE VIKING PRESS LTD. 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEPÁN EINARSSON Vtanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA V53 Sargent Ave., Winnipeg. “Heimskringla” is published by and printed by The Viking Press Ltd. 153-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. Telepbone: 86 537 WINNIPEG, 30. MAÍ, 1934 SVONA GENGUR ÞAÐ Einu sinni var keisari. Og hann var voldugur eins og allir keisarar eru. Hö.l hans var hin glæsilegasta í öllum heimi. Hún var öll af fínu postulíni, sem var svo dýrt og brothætt, að gæta varð mestu varkárni, hvað lítið sem við það var komið. Aldingarður keisarans var skrýdd- ur fegurstu blómum. Og hann var svo stór að garðyrkjumaðurinn sjálfur vissi ekki hvar hann endaði. En væri göng- unni haldið áfram um hann, kom í hinn fegursta skóg með hávöxnum trjám og djúpum tjörnum. Skógurinn náði alla leið ofan að bláu hafinu. Og þar var svo aðdjúpt, að skip gátu siglt inn undi greinarnar, en í þeim átti heima nætur- gali, sem söng svo ununarlega fagurt, að enda fiskimennirnir fátæku, sem höfðu þó svo miklu öðru að sinna, létu staðar numið að hlusta þegar þeir voru út sjónum um nætur að draga upp net siv Og eins gerðu þeir er bjuggu í húsum á sjávarbakkanum. “Ó, hvað þetta er fall- egt!” sögðu þeir allir, er næturgalinn lét til sín heyra. Frá öllum heimsins löndum komu ferðamenn til keisara-borgarinnar os dáðust að höllinni og lystigarðinum. En þegar þeir heyrðu til næutrgalans, þá luku allir upp einum munni og sögðu: “Hann er þó beztur af því öllu!” Þegar ferðamennirnir komu heim, skrifuðu þeir bækur um borgina, höllina og lystigarðinn ,en hrifnastir af öllu voru þeir þó af næturgalanum. Þeir sem skáld mæltir voru, ortu sín fegurstu kvæði um hann. Keisaranum bárust nokkrar af þessum bókum í hendur. “Hvað er þetta?” sagði keisarinn. “1 öilum bókunum segir að næturgalinn sé það bezta. Og eg þekki hann alls ekki. Er slíkur fugl í ríki mínu, og það meira að segja í garði mínum? Það hefi eg alderi heyrt.” Hann kallaði á einn af hirðgæðingum sínum. En hann kvaðst aldrei heyrt hafa um næturgalan getið innan hirðarinnar. “En”, sagði keisarinn, “eg vil að hann komi hér í kvöld og syngi fyrir mig. Þarna veit allur heimur, hvað eg á, en eg veit það ekki sjálfur. Ef þið finnið hann ekki verðið þið allir barðir á mag- ann!” Hirðgæðingarnir hlupu nú aftur og farm um höllina og spúrðu hver annan, því þá fýstl ekki að verða fyrir hegning- unni. En allir voru jafn ófróðir. Loksins hittu þeir litla fátæka stúlku í matreiðsluhúsinu. “Mikil ósköp!” sagði hún, “næturgalann, jú, hann þekki eg vel; sá getur nú sungið; mér hefir verið leyft að fara á hverju kvöldi með dálítið af matleifum frá borðinu til vesalingsins hennar móður minnar, sem er veik; hún býr niðri við sjóinn. Þegar eg svo er á heimleið og verð þreytt og hvíli mig í skóginum, þá heyri eg næturgalann syngja; mér vöknar um augun af því, það er eins og hún móðir mín væri að kyssa mig.” Nú hljóp hirðgæðingurinn, eftir að hafa lofað stúlkunni fasta stöðu við matreiðslu — og helmingur hirðarinnar af stað með stúlkunni, að leita næturgalans. Þegar kippkorn var komið áleiðis, baul- aði kýr í skóginum. “Ó, sögðu hirðarherrarnir, “þarna höfum við hann; það er merkilega mikil orka f svona litlu dýri; mér bregst það ekki að eg hefi heyrt til hans áður.” “Nei”, svaraði litla stúlkan, “þetta eru kýrnar að baula; við erum ekkl nærri enn komin á staðinn.” Nú tóku froskar að hvakka í tjarnar- polli. “Indælt!” sagði hallarprestúrinn, “nú heyri eg til hans, það klingir eins og litlar kirkjuklukkur.” “Nei,’’ svaraði stúlkan aftur, þetta eru froskar, en bráðum heyrum við til hans. Og litlu seinna tók næturgalinn að syngja. Var hann nú beðinn að koma og syngja fyrir keisarannn. Gerði hann það með mestu ánægju. Og keisaranum gekk svo söngur hans til hjartans að hann tár- feldi . Og hefðarkvendin, sem vanalega er erfiðast að gera til hæfis, sögðu þettá það ejskulegasta hljóðadijl, sem ,þær þektu og létu vatn í munninn á sér, til þess að vera klakróma, ef einhver yrti á þær. Þær héldu líka að þær væru nætur- galar. En einn góðan veðurdag fær keisarinn böggul með pósti. Hann var merktur: “Næturgali”. “Nú”, segir keisarinn, “ein bókin enn um minn fræga söngfugl”. En svo var þó ekki, heldur var það völundar- smíðisgripur í öskjum. Það var smíðaður næturgali, sem átti að líkjast hinúm lif- andi, en hann var alsettur demöntum, rúbínum og safírum. Óðara og gerfifugl þessi var dreginn upp, söng hann og stél- ið sem glitraði af gullí og silfri gekk upp og niður. Hann var gjöf frá öðrum keis- ara og fylgdi sú orðsending gjöfinni, að hann væri fátæklegur hjá hinum fræga næturgala. En það sáu þó allir, áð þetta var í spotti sagt og hinn grái lifandi næturgali var óásjálegur hjá gerfi-fúglinum. Og þar að kom að hann var útlægur ger úr höllu keisarans. Með gerfifuglinn var svo farið og hann var látinn syngja fyrir alþýðuna. Henni varð að orði: “Þetta er dáfallegt að heyra og það líkist; en eitthvað vantar samt, sem við ekki vitum hvað er.” Dag nokkum veiktist keisarinn og ligg- ur lengi þungt haldinn. Kallar hann þá í óráði: “Sönglist, sönglist!” Var þá gerfi- fuglinn settur á silkikoddan hjá keisaran- um, en hann gat þá ekki fyrir hann sung- ið. Hann var allur orðinn slitinn og tappar höfðu eyðst og bilað í honum, og þó nýir tappar væru settir í hann, gekk sönglistin ekki rétt. í þessú varð engin lækning, og hirðin sá dauðann standa við rúm keisarans. Keisarinn benti öllum að fara út úr herberginu og taka gerfifuglinn með sér. Þegar allir voru farnir kom lifandi næt- urgalinn og söng á grein fyrir utan glugga keisarans. Við töframátt söngs- ins, hörfaði dauðinn frá rúminu og út úr herberginu. En eftir því hrestist keisar- inn. Og um morguninn þegar hirðin kom inn í herbergi keisarans og bjóst við að hann væri dáinn, stóð hann hress og al- klæddur fyrir farman rúmið sitt. Margir munu kannast við þessa sögu, þó hér sé ekki nema þráðúr hennar sagð- ur. Hún er ein af sögum H. C. Andersen og er mikið lengri og skemtilegar sögð, en hér er gert. En á hana er hér minst af því einu, að athyglin beindist að henni þessa stundina sjálfrátt eða ósjálfrátt. Eins og þeir munu hafa orðið varir, sem ekki eru komnir svo hátt í vestrænni menningu, að hættir séu að lesa íslenzku blöðin, heldur Sigurður söngvari Skag- field kveðjusamkomu annað kvöld í Sam- bandskirkju í Winnipeg. í hvert skifti sem menn hafa átt þess von að heyra Sigurð syngja, hefir það fært þeim fögn- uð. Mun og svo vera nú, þó í þetta skifti sé söknuði blandið, þar sem söngvarinn er að kveðja og engin líkindi eru til að við hér vestra eigum kost á að hlýða á hann framar. Það ætti því ekki illa við, að við Vestur- íslendingar gerum oss nú grein fyrir hin- um listrænu áhrifum sem Sigurður hefir með söng sínum haft á þjóðlíf vort hér vestra þann tíma sem hann hefir hér dvalið. Og það vonum vér að einhver geri, er á því hefir tækifæri og góða þekkingu. Oss virðast þau áhrif miklu auðsæri, en jafnaðarlega hefir verið orði haft. Vér ætlúm það engar ýkjur, að segja, að engin sem hér hefir komið og sýnt list sína, hafi eins náð tilfinning- um og hjarta Vestur-íslendinga eins or Sigurður hefir gert með söng sínum. Vér höfum að minsta kosti aldrei heyrt íslenzkan almenning hér — hvar sem þú mætir honum — tala með eins innilegr hrifningu um nokkuð eins og þegar hann minnist á söng Sigurðar. Geislarnir frá söng hans eru það eina í list hér sem eg hefi orðið var við að klofið hafi þann ís, sem jafnaðarlega þekur hjarta íslendings- ins. Enda er að öllu öðrú ónefndu, söng- rödd Sigurðar ein sú blæfegursta, er vér höfum nokkru sinni heyrt. Vér höfum hlustað og verið að veita söng beztu söngvara íslenzkra og útlendra eftirtekt, þeirra sem frægir eru taldir, en skoðun vor er sú, að óþvingaðra og léttara og blóðríkari sé ekki söngur neins þeirra og eðlilegri á eins mörgum sviðum og söngur Sigurðar. Vér hefðum gaman af að heyra hvað verulega söngfróðir menn hefðú um þetta atriði að segja. Ekki má lesarinn skilja þetta sem svo, að hér sé verið að gera neinn samanburð um það hver sé mestur. Oss dettur ekk- ert slíkt í hug. Þetta er aðeins tjáning tilfinninga vorra um þetta eina atriði, að vér höfum ekki heyrt aðra söngrödd feg- urri og á sama tíma eðlilegri og óþving- aðri en Sigurðar. Og vér værum ekkert hissa á, að fyrir það hafi eitthvað svipað sannast hér á um söng Sigurðar og söng næturgalans, sem getur um í sögunni hér á undan, er af allri dýrðinni bar í keisara- garði í aúgum almennings. Hitt er annað mál þó forlögum sínum flýi enginn undan og hirðgæðihgar setji nú sem fyrri á silkikoddan við eyra sér gerfi næturgalann, en reki þann er á greininni söng burtu úr ríki sínu. Þrem mönnum mættum vér á götunni í gær. Talið barst að brottför Sigurðar Skagfields. Þeir höfðu ekkert kynst söngvaranum persónulega. Hann var þeim að því leyti til sem hver annar óvið- komandi maður. En þeir höfðu allir heyrt hann nokkru sinnúm syngja. Við brottför hans kváðust þeir allir sakna Sigurðar sem vinar, og sögðust aldrei til slíks hafa áður fundið, er um ókunnugan mann er að ræða. Þarna er því um áhrifin af söng Sig- urðar eingöngu að ræða. Oss hefði ekk- ert furðað á að þeir hefðu saknað vinar í stað, ef þeir hefðu kynst Sigurði, þ hann er hinn skemtilegasti í allri viðkynn- ingu. En þarna var engú slíku að heilsa. Og vér erum vissir um að þeir eru ekki einir um þessa tilfinningu. Hugheilustu árnaðaróskir fylgi þér Sig- urður við burtförina frá óþektum vinum þínum, sem þektum. Hin heitasta ósk og von sem þeir ber: í brjósti, er sú, að þeir megi enn ein- hverntíma áður en dauðinn stígur sporið að hvílu þeirra, hlýða á söngvarann, sem hug þeirra og sinni hefir svo oft áður létt og fögnuð fært. SITT AF HVERJU Fyrir sex öldum kom ferðalangurinn Marco Polo með fregnir til Evrópu af eyja klasa í hafinu norðaustur af Kína, bygðum af fjögur þúsund manns alls. — Hann kallaði eyjarnar “Zipangu”, en það heyrðist honum Kínverjar segja, er þeir nefndú “land sólaruppkomunnar”. En með nafnið var samt sem áður ekki rétt farið. Síðar afbakaðist það þó ennþá meir. Frakkar og ítalir nefndu það “Japon” og Bretar síðast “Japan”. Og það er nafnið, sem eyjamar hafa síðan borið í norður-álfunni. Japanir hafa ekki á móti þessu nafni haft í erlendum við- skiftum, en heima fyrir kalla þeir landið Nippon. Á þingi Japana, er sagt, að ný- lega hafi verið samþykt, að leggja nafni “Japan” algerlega niður, en taka upp nafnið Nippon. Samkvæmt því er ekkert Japan lengur til. Það nafn á að hverfa, eins og t. d. nöfnin St. Petursborg, Kristj- ania og Berlin í Ontario í Canada og fjöldi annara staða nafna hafa gert. * * « Frétt frá Þjóðbandalaginu í Genf greinir frá því, að viðreisn iðnaðarins hafi verið á fyrsta fjórðungi þessa árs meiri í Can- ada heldur en í nokkru öðru landi. Borið saman við fyrsta ársfjórðung síð- ast liðins árs, hefir iðnaðar framförin orðið sem hér segir: í Canada 40%, Bandaríkjufaum 30, Þýzkalandi og Pól- landi 25, Svíþjóð 18, Japan 11, Noregi 9, Frakkland 3 o. s. frv. Atvinnuleysi hefir rénað í öllum lönd- um, nema Frakklandi. Framleiðsla og viðskifti hafa talsvert aukist. Á fyrstu þrem mánuðum ársins jókst t. d. kolaframleiðsla í heiminum um 20%, gasoline 12%, járni 51, stál 54, sínk 37% — borið saman við þrjá fyrstu mán- uði ársins 1932. Viðreisnin í Canada er mest þökkuð Ottawa-samningunum, er mjög hafa elft viðarverzlun Canada, sölu svínakjöts, á- vaxta o. fl. 1 strandafylkjunum í Austur-Canada er sagt, að viðreisnin hafi verið örust í Can- ada. BRÉF TIL HKR. Saskatoon Sask., 26. maí, 1934 Hr. ritstj. Hkr.: í þessum mánuði veitti Sask- atchewan háskólin tveimur Is- lendingum meistarastig seon fylgir: Hallur Njáll Bergsteinsson, B.S. A., Alameda, Sask., M.Sc., í efnafræði, og Ólafur Johnson, B.Sc., Árnes, Man., M. Sc. í eðlisfræði. Báðir þessir nemendur eru út- skrifaðir af Manitoba háskólan- um, sá fyrri í búfræði (Agri- culture) og sá síðari í náttúru- vísindum (Science). ^ Eg legg hér með afskrift af “Resolution” viðvíkjandi frá- falli S. J. Sigfússonar. Vinsamlegast, Thorbergur Thorvaldson At a joint conference of the Associate Committee on Grain Research and the Associate Committee on Field Crop Tests of the National Research Coun- cil of Canada, held at Winnipeg on April 6th, 1934, the follow- ing resolution with reference to the late Mr. S. J. Sigfusson was adopted by a unanimous standing vote: In his capacity as cerealist at the Brandon Experimental Farm, Mr. Sigfusson made a very important contribution in the development of new vari- eties of wheat for Western Can- ada. He was among the earli- est workers in the field of breeding rust-resistant varieties. He chose his parental material with great care and by dint of keen observation and accurate testing was sucessful in the prodúction of some of the new strains that are now in our co- operative test and giving excell- ent results. The work of a plant breeder is beset with too many difficulties to attribute any measure of his success to the fortunes of chance. Such good results as Mr. Sigfusson obtained could only be possible throúgh many years of careful and painstaking work. In addition to tihe actual breeding of new varieties, Mr. Sigfusson was a careful observ- er of the standard sorts. He was quick therefore to notice the advantages and disadvanta- ges of any new varieties that might be introduced and was able to 'predict their success in actual farming practice with great accuracy. This Committee wishes there- fore to express extreme regret at the untimely death of Mr. Sigfusson. We know that his work will live after him, but we had hoped to have him with us to continue this work and to see it bear fruit in adding to the permanence of Western agricultúre. FRÁ ÍSLANDI Menn óttast um dr. Nielsen og félaga hans þrjá á Vatnajökli Rrik. 9. maí í gærmorgun bárúst útvarp- inu þær fregnir, að þrír af þeim fimm mönnum, er lögðu á jök- ulnn með Dr. Niels Nielssen og Jóahnnesi Áskelssyni þann 24. aprfl hefðu komið til bygða í gækveldi. Af Dr. Nielsen, Jó- hannesi og hinúm tveim bygða- mönnunum sögðu þeir það sein- ast að frétta, að þeir skyldu við þá við tjaldstaðinn á jöklinum skamt frá Pálsfjalii 28. apríl, og fóru þá Dr. Nielsen og félagar hans áleiðis austur að gíg, en þeir sem nú eru komnir til bygða lögðu á sama tíma af stað til tjaldstaðarins fyrir neð- an jökulinn, til þess að sækja skíði og matvæli og flytja þau til tjaldsins á jöklinum. Ferðasaga þessara manna er í aðaldráttum þessi: Þann 24. apríl var lagt upp frá Kálfafelli, og voru í förinni ásamt Dr. Nielsen og Jóhannesi, 7 menn úr Fljótshverfi. Tveir þeirra fóru aðeíns að jöklinum, en sneru þar strax við með hestana. Hinir 5 fóru á jökul- ínn með þeim Nielsen. Að kvöldi þess 25. var tjaldað skamt uppi á jöklinum og næsta dag snemma um morguninn, haldið áfram fam undir kl. 12, en þá var komið dimmviðri og þoka. Héldu þeir kyrru fyrir þar til kl. 8, en tóku sig þá upp aftur og ferðuðust í tvo tíma. Sáu þeir þá til Pálsfjalls, og var tjaldið reist þar sem þeir voru þá staddir. Þetta er tjaldstaður sá á jöklinum, sem áður er getið þar sem þeir, þessir þrír menn, sem nú eru til bygða komnir, skildu við Dr. Nielsen og þá, er ætluðu með honum inn að gíg. í tjaldi þessu héldu þeir allir kyrru fyrir þann 27. vegna veð- urs. Þann 28. lögðu Dr. Niel- sen, Jóhannes og tveir Fljóts- hverfingar: Kjartan Stefánsson frá Kálfafelli og Jón Pálsson frá Seljalandi, af stað austur að gíg. Höfðu þeir með sér vistir, sem þeir æijluðú að endast myndu þeim í 6 daga. Þeir fóru með allan sleðann, og fluttu á honum tjaldið og vist- irnar og annan farangur. I tjaldinu skildu þeir eftir fata- poka og olíu. Skíði höfðu þeir engin. Þau höfðu verið skilin eftir í tjaldinu neðan við jökul- inn. Þar höfðu einnig verið skil- in eftir matvæli. Þeir þrír fé- lagar: Helgi Pálsson, Rauða- bergi, Gúðlaugur Ólafsson, Blómsturvöllum, og Sigmundur Helgason, Núpum, sneru aftur á móti við til þess að sækia skíðin og vistirnar og flytja í tjaldið á jökulinn. Höfðu þeir með sér annan sleða og þær vistir, sem álitið var að þeir myndu þurfa til ferðarinnar. Ferðin gekk mjög vel, o? voru þeir komnir til tjaldstaö- arins fyrir neðan jökulinn eftir 12 klukkustunda ferð, en þar lágu þeir a’Pan sunnudaginn 29. apríl, vegna veðurs, og fram að hádegi þann 30 .apíl. Þá lögðu þeir af stað nnp á jökulinn aív- ur, með skíðin og vistimar, er þeir höfðu farið að sækja. En ferðin upp á jökulinn gekk ekki eins greiðlega og ferðin ofan af honum. Urðu þeir að tjalda tvívegis á leiðinni og halda kjrrru fyrir langan tíma á hvor- um stað, vegna hrlðar og mym- veðurs. Þeir komu lolts að tjaldstaðnum uppi á jöklinum snemma á laugardagsmorgun- inn og höfðu þá verið á leiðinni frá því á mánudag um hádegi eða sem næst 110 kl.st. Þegar þeir komu að tjald- staðnum var tjaldið að heita mátti á kafi í snjó. Ekki höfðu þeir Dr. Nielsen og félagar hans, svo að séð yrði, komið þangað frá því að þeir fóru þaðan þann 24. apríl, eða réttri viku áður. í þessu tjaldi héldu svo þeir Helgi, Guðlaúgur og Sigmundur kyrru íyrir, þar til næsta dag, eða síð- astliðinn sunnudag, að þeir lögðu af stað til bygða, og voru þá Dr. Nielsen og félagar hans ern ókomnlr. í tjaldinu skildu þeir eftir tvenn skíði, tvenna snjóskó, og þær vistir, er þeir töldu sig ekki þurfa á leiðinni tii bygða. Áætlar Guglaugur, að vistaforði sá, er þeir skildu eftir í tjaldinu á jöklinum ætti að nægja Nielsen og félögum hans 4—5 daga. Ekki komúst þeir Helgi, Guð- laugur og Sigmundur lengra á- leiðis á sunnudaginn en á móts við Hágöngur, vegna veðurs, en í gærmorgun lögðu þeir enn af stað og komu til bygða í gær- kveldi síðla eins og áður er sagt. Ekki sagði Guðlaugur að þeim fyndist nein ástæða til að óttast mjög um Nielsen og þá sem með honúm eru, að svo komnu. Hafi þeir komið til tjaldsins á jöklinum t. d. í gær eftir 9—10 daga útivist, geta þeir haldist við í nokkra daga enn á þeim vistum, sem þar eru fyrir. Á morgun gerði hann ráð fyrir að lagt yrði upp frá Kálfa- felli til þess að grenslast eftir

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.