Heimskringla - 13.06.1934, Side 4

Heimskringla - 13.06.1934, Side 4
4. SlÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 13. JÚNÍ, 1934 Híimskringla (StofnuO 1889) Kemur út á hverjum miSvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. 853 oo 855 Sargent Avenue, Winnipeg Talsími: 86 537_____________ VerB blaðslns er $3.00 árgangurinn borglst fyrirfram. Allar borganlr sendlst: THE VIKING PRESS LTD. RáOsmaður TH. PETURSSON 853 Sargent Ave., Winnipeg ííanager THE VIKING PRESS LTD. 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFÁN EINARSSON Vtanáskritt til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA 853 Sargent Ave., Winnipeg. "Heimskringla” is published by and printed by The Viking Press Ltd. 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. Telephone: 86 537 WINNIPEG, 13. JÚNÍ, 1934 EIMREIÐIN Eimreiðin, fyrsta hefti þessa árs (jan.- marz 1934), er nýkomið vestur. Með hefti þessu hefst fertugasti ár- gangur ritsins. Þótt ekki sé það mestur aldur íslenzks tímarits, er hann samt sem áður nokkur vitnisburður um nytsemi þess. Um það er hefti þetta flytur má með fylsta sanni segja að það sé vel þess virði að lesa það, sumt til athugunar og fróð- leiks, annað til skemtunar. Þar er ekk- ert sem ekki hefir nokkuð til síns ágætis. “Á tímamótum” er ein lengsta grein heftisins og er höfundur hennar Guðm. prófessor Hannesson. Er greinin skörp og vægðarlaus ádeila á þjóðmálin, kosn- ingabraskið og skrípaleikinn allan í stjórnarrekstrinum. Um niðurstöður höf- undar verðu'r ekki sagt að sinni, því niður- lag greinarinnar birtist ekki fyr en í næsta hefti. En allgott sýnishorn af vopnaburði höfundar og vígfimi í grein þessari ætlum vér eftirfarandi póst vera: “Þá hefir og annað borist mönnum til eyrna: öll loforðin. Flokkamir koma svo sem ekki tómhentir í ræðustólinn (þ. e. í kosningum í Reykjavík er höf. tekur hér sem dæmi.) Allir hafa þeir með sér nægtahorn Pandóru og hella allsnægtum yfir ríka og fátæka. Hver um sig hefir athugað vandlega, hvers kjósendur mundu helzt óska sér og öllu slíku er lofað hátt og dýrt. Hver flokkur hefir margar milj- ónir, ekki í vasanum, heldur í munninum, svo allir fá eitthvað. Það á að kaupa heilan skipaflota, efla iðnað, leggja vatns- veitu, virkja Sogið, byggja yfir alla, sem skortir húsnæði, leggja götur, prýða bæinn byggja sundhöll o. fl. Og svo eiga allir að fá hátt kaup.. En ofan á alt þetta bætist sú gleðifrétt að séð verði fyrir góðum fjárhag svo skattar verði ekki lengur mældir á ófrið- armælikvarða. Og það er eins og flokkamir ætli að gefa kjósendum þetta úr sínum vasa. Gald- urinn er ekki annar en sá, að kjósa þann rétta “lista”. — “Þá mun alt þetta veitast yður.” Eigi að síður kynni einhverjum vantrú- uðum, að detta í hug, að hér fylgdi bögg- ull skammrifi, að Reykvíkingum væri ætlað að borga allar þessar framfarir og allar miljónirnar, sem til þeirra ganga. Þá verða öll loforðin í fám orðum þessi: Eg skal eyða, — þið skuluð borga! Hann kynni og að spyrja hvort Reykvík- ingar hafi, á þessum tímum efni til þess að snara út miljónum til nýrra fyrirtækja, misjafnlega álitlegra, hvort lýgnu mönn- unum sé betúr trúandi til að fara með féð og framkvæmdirnar en bórgurunum sjálf- um. En kjósendur húgsa fæstir um það, hvar eigi að taka peningana. Flestir halda að það lendi aldrei á sér, heldur “auð- valdinu”, sem því miður er hvergi til nema á pappímum. Þó margt megi heyra í útvarpinu og öllum kosningaræðúnum, þá gefa þær þó engan veginn fullkomna hugmynd um kosningarnar. Þær eru aðeins einn þátturinn í löngum skrípa- leik.” Eins skorintort og þetta höfum vér sjaldan séð vegið að stjómmálaflokkunum og yfirleitt að athöfnum manna í stjórn- málum. Tvær greinar eru í þessu hefti eftir rit- stjórann Svein Sigurðsson. Er önnúr um hið mikla ritsmíði H. G. Wells: The Shape of Things to Come,” og verður á íslenzku: “Útlit þess, sem í vændum er”, hjá þýð- anda, sem er óviðfeldið orðalag. En svo ' skiftir það ekki öllu og hið stutta og á- gæta yfirlit yfir þetta mikla ritverk, bætir það upp. Macrokosmos er hin greinin eftir þennan höfund; er hún um nýrri skoðanir á ásigkomulagi hnattanna í voru sólkerfi og fleiru viðkomandi stjörnu- fræði. Vel skrifaðar greinar og bera vott um einlægni, höfundar í því að efla víð- sýni eins og oss virðist mega um margt segja er hann öðrúm fremur skrifar. “Ókrýndur konungur eða hetjan frá Aulestad”, er skemtilega skrifuð grein, eftir Svein Ólafsson, um þessi auknefni skáldjöfursins, Björnstjerne Björnsson. — Auk þess eru í ritinu sögur og ritdómar, sem alt er mjög læsilegt. Stutt en fróðlegt yfirlit um hag og horf-. ur á íslandi árið 1933, er í ritinú eftir Halldór Jónason. Með því að fleiri ís- lendinga hér mun fýsa að sjá það yfirlit, en þá er Eimreiðina kaupa, birtum vér það í þessu blaði. Annars ættu Vestur-lslendingar að kaupa Eimreiðina og hin betri tímarit íslands. Kostir þeirra fram yfir annara þjóða rit, eru þeir, að þar er því mikils- verðasta af fróðleik um það sem gengur og gerist út um heim þjappað saman í eins fá orð og hægt er, án þess að nokkuð verulegt fari forgörðum af efninú. Fyrir þá sem lítinn tíma hafa til lesturs, eins og oft gengur í ungu þjóðlífi, er þetta mikiil kostur. TELEVISION Ekki munum vér eftir að hafa orðið varir við neitt íslenzkt orð yfir hugmynd- ina, sem í orðinu felst, sem yfir þessari grein stendur. Mikil þörf fer þó að verða á slíku orði, því það er að verða algengt hér um slóðir, að sýna myndir, er úr fjarlægð eru sendar með skeytum. Hér hefir stundum verið neyðst til að nota orðin myndskeyti eða símasýningu yfir hugmyndina, en betra orð þarf að smíða en þau. Þetta undur vísindanna, “television”, er nú meira en hugarburður. Það er einn af hinum mörgu og .furðulegu draumum vísindanna, sem ræzt hafa. Á sýningunni í Brandon í Manitoba á þessu sumri, gefst sýningargestunum kostur á að kynnast þessu í veruleika. Á léreftinu fyrir framan gestina, gefst þeim kostur á að sjá og heyra til manna sem þeir þekkja persónulega, er ræður, söng og leiki hafa um hönd á öðrum stað í garðinum eða bænum. Á sýningu í borginni Toronto (The. Royal Winter Fair) 23. nóvember 1933, fór svipað fram og fórust blaðinu Tor- onto Star orð um það á þessa leið: “Á sýningu þessari vakti ef til vill ekkert meiri úndrun og eftirtekt, en skeytasýningar tilraunin (television-radio experiment) er þar var gerð og sem hepn- aðist svo ágætlega. Þúsundir manna heyrðu og sáu söng- konuna Miss Marguerite Nuttall, eins og hiin væri þarna lifandi komin, á söng- skemtun er hún hélt í Royal York Hotel um það þrjár mílur í burtu. Með opinn munn og yfir’komnir af undrun störðu gestirnir á söngkonuna á söngsamkom- únni og virtust margir í vafa um hvar þeir væru. Þeir gátu ekki. í hasti gert sér grein fyrir hvort þeir væru úti í sýn- ingargarði eða heima í Royal York Hotel. ^Að stundu liðinni er svo kallað í hljóð- berann, að nú skemti Romanelli þeim með fiðluspili. Og í sömu svipan er spjaldi snúið við á stórum flutningsvagni frammi í sýningargarðinum og þessi kunni fiðluleikari er þar kominn og leik- ur fyrir gestina, eins og hann væri hjá þeim. Daginn eftir heyrðum vér menn þræta um það, að söngvaramir hefðu verið á Royal York Hotel á sama tíma og þeir sýndu sig í garðinúm.” Television er að verða svona algeng, að hún er um hönd höfð á mörgum sýn- ingum og verður meðal annars kynt gest-. unum á Brandon sýningunni 2. til 6. júlí. STJÓRNMÁLAMOLAR (Frh. frá síðasta blaði) X. Svo víðtæk er kreppan að hún nær að minsta kosti til allra menningarþjóða heimsins. Hálf- og alviltar þjóðir er sagt að ekki þekki til hennar og skilji meira að segja ekki í henni, þó reynt sé að skýra hana fyrir þeim. Alment er svo litið á, að þetta sé það sem vi.ð megi bú- ast, vegna menningarskorts þeirra. En ástæðan er þó alt önnur. Menningin hefir ekki svæft siðferðislegt líf ’ þeirra með lögum eins og gert hefir verið í menningarlöndunum svonefndu. Ferða- langur nokkur sagði frá því í vetur, að hann hefði ekki getað komið Eskimóun- úm í skiling um það, að menn syltu í alls- nægtum. Um menningarþjóðirnar verður ekki sagt, að þær viti ekki ganginn í því! En jafnvel þó kreppan sé víðtæk, er ekki þar með sagt, að hver þjóð um sig geti ekkert gert til að draga úr henni, þó þær geti ekki orðið allar samtaka um það. En gallinn er sá, að svo margar þjóðir líta þannig á, að lækning krepp- unnar þurfi og verði endilega að koma utan að frá. í fylkiskosningunum, sem nú eru fyrir höndum í Saskatchewan, er sagt, að flokksforingi liberala tali ekki um annað en utanríkisverzlun. Eins og utanríkisviðskiftum er komið, ekki aðeins í bráð, heldur einnig framvegis, gefur slíkt ekki miklar vonir um viðreisn. Eftir stríðið voru þjóðirnar eggjaðar til að framleða sem allra mest sjálfar, svo að þær þyrftu sem minst af öðrum að kaupa, og koma fjárhag sínum með því í lag aftur. Þessari hvatningu var dyggilega fylgt. Framleiðslan var aukin hjá hverri þjóð í nálega öllum greinúm. Og það er ástæðan fyrir því, að viðskifti þjóða milli eru nú ekki nema brot af því, sem áður var og verða ekki, því framleiðslan eykst, en mínkar ekki, "þar sem tæknin er ávalt að gera hana auðveldari. Við þetta verða þjóðirnar að horfast í augu. Framhjá því er gagnslaust að ganga. En af því leiðir, að ef gera á ^ér nokkra von um viðreisn verður að haga framleiðsl- unni og athöfnunum eftir þörfinni fyrir þær fyrst og fremst heima fyrir. Að byggja atvinnuvegi landsins á utanríkis- verzlun, sem ekki fæst nema með stríði og að hneppa einhverja aðra þjóð í þrældóm til að okra á, er að halda við siðleysis- og hernaðarstefnunni gömlu. Ef stóriðnaður þjóðanna hefði aldrei verið reistur á þessu, þyrfti nú ekki að rekg, þá alla út á klakann, sem að honum hafa unnið, og sem aðalböl heimsins stafar nú af. at- vinnuleysið. Auðvitað skilúr Mr. Gardiner þetta og veit, að það er aðeins kosninga búhnikkur, en ekki bændabúhnikkur, að halda öðu fram. En það er þá að skömm- inni til verri blekking, en ef hann væri sér þess ekki meðvitandi. Það sem hugsandegt er, að orðið gæti itl viðreisnar þessu landi, og öðrum ef til vill einnig, er að tekin sé upp iðnaður og athafnastefna, er fyrst og fremst hvílir á þörf þjóðfélagsins. Auðvitað verður því samfara svo mikil breyting á athafna- lífinu, að byltingu mætti kalla. En við því verður ekki gert. I annan stað ætti að afnema alla spákaupmensku í sölu eigna eða hlútabréfa og engu félagi ætti að leyfast, að selja hlutabréf nema sem næmi sannvirði eignarinnar. Með því festist verð eigna og flygi ekki upp eða niður aðeins til þess að braskarar næðu þeim fyrir ekkert. í þriðja lagi, að renta væri lækkuð á peningum til muna. Auð vitað hnekti þetta viðskiftum í þessum greinum. En þau viðskift eru slik, að í þeim er ekki eftir sjón og þau eiga í raun réttri, eins og þau eru rekin, mikinn þátt í öfugstreymi þjóðlíf3ins. Með nauðsynlegum viðskiftum aúti svo að vera eftirlit af hálfu sambandsstjónar, eins og ráð er gert fyrir með söluráðinu, sem Bennett^stjómin er að stofna. Enn- fermur fakmörkun á valdi banka og lán- félaga. Með þessu væri braski öllu mikið til útrýmt og það er í raun og veru alt sem gera þarf. Það skal kannast við, að stjómarskrár- breytingar þyrfti með til þess að fram- kvæma sumt af þessu. En stjórnarskrár eru skoðaðar manna verk nú orðið en ekki helgar ritningar og hljóta enda hvort sem væri að breytast'. Og þá kemur til kasta þjóðarinnar og framkvæmdasemi eigi síður en stjórnarinnar. En hvert spor sem stigið er í þessa átt, væri betra en ekki, jafnvel þó leiðin væri ekki öll í einu spori stigin. XI. En breytingar á stjórnartilhögun þó ekki sé í stórum stíl, er ekki ávalt sem bezt tekið. Um það leyti sem verið var að slá botninn í frumvarpið um stofnun söluráðs á þinginu í Ottawa í síðast liðinni viku, andmælti leiðtogi liberala, Mr. King, frumvarpinu harðlega og meðal annars af því, að á því væri, sósíalista bragur, sem vott bæri um að conservatív- ar væru að verða sósíalistar. Mr. Woods- worth og verkamannablaðað í þess- um bæ og C. C. F. flokksmenn margir, hafa þráfaldlega stagast á því, að Ben- nettstjómin sé að taka upp eitt og annað úr stefnuskrá sósíalista og þeirra, og það á að sýna og sanna, að þjóðfélagið sé að snúast til fylgis við þá stefnu og eldri. flokkarnir geti ekki gegn þeim straumi staðist. Svona mosavaxnir eru nú þeir í kreddum, sem frjálslyndasta kalla sig. Samband C. C. F. flokksins við sögulegan sósíalisma er ekki meiri en eldri flökkanna svo séð verði. Marxisminn er of gamall fyrir C. C. F. til að viðurkenna hann kommúnisminn of frekur eins og hann er á Rússlandi, og á kenningu Henry George um ein- skattinn, er ekki svo mikið sem minst. Við sögulegan sósíalisma virðist ekki einn flokkur öðrúm tengdari. Með nýjum og breytt- um tímum koma upp ný verk- efni innan stjórnmálaflokka, sem á öðrum starfsviðúm þjóð- félagsins. Prédikanir eins flokks um það að honum sé lánað alt, en öðrum flokkum og mönnum sára lítið, gátu komið til mála aftur í grárri forneskju, meðan fákænskan var svo mikil, að hrekkja-lómar gátu látið almúg- tn tilbiðja sig og tigna með því að telja honum trú um að þeir væru alvísir og algóðir og ekki menskir menn heldur goðakyns. Slíkir dagar eru löngú hjá liðn- ir og aðferðum stjómmálamajina eru menn orðnir of kunnugir til I fullan aldarfjórðung hafa Dodd’* nýma pillur verið hin viðurkenndu meðul við bakverk, gigt og blöðru ajúkdómum, og hinum mörgu kvilla. er stafa frá veikluðum nýrum. — Þær eru til sölu í öllum lyfjabúð- um á 50c askjan eða 6 öskjur fyrir $2.50. Panta má þær beint frá Dodds Medicine Company, Ltd., Tor- onto, Ont., og senda andvirðið þang- að. Walter Le Brou átti endur fyrir löngu. Enginn veit nú hvar þessi lóð er, en hvað gerir það til? Margar þessu líkar leigur þess, að trúa nokkru slíku um! og kvaðir hafa nýlega komið í þá nú. ' lljós við málaferli í Skotlandi og Mr. Bennett eða flokkur hans I hefir Það orðið fil Þess að sumir er ekki fermur sósíalistaflokkur.menn hafa sezt upp, nuggað nú en hann hefir ávalt verið. í>ó , stírurnar úr nnSnnnm °S sPnrt að hann sé athafna- og fram- sÍálfa siS hyort >eir virkilega faraflokkur og fylgist með tím-|lifðn á tuttligustu öldinni en anum og sýni það í verki með,ekhi Þeirri tólftu. löggjöfinni sem hann kemurj Stundum geta leigú kvaðir fram með á þingi, ætti það ekki komið ónotalega við eignir að vaxa öðrum flokkum í aúg-! manna eins og fylgjandi dæmi um, sem frjálsari og framfara sýna. meiri telja sig, jafnvel þó þess : Sumstaðar í Kent er það leigu hefi ekki orðið vart nema “í kvöð að þegar landspildur eru munninum”, eins og af öðrum j seldar eða ganga að erfðum á er sagt annar staðar á þessari héraðshöfðinginn heimting á síðu. Frh. UM LEIGUR Á BRETLANDI I “bezta grip” leigjanda. Bezti gripur getur verið hvaða kvikfé I sem er, hestur, naut, svín eða _______ 1 annað. Nú kom það nýlega fyrir Bretland hlð miHa er á Jmsa \ a® elnn Þ*8811™ nú*arða vegu einstætt land. Þar hata'*el<lnr “K.k0In W herramaður- um margar aldir haldist í hend-!mn, °s he.lmtaðl *t.8ta *"'> “'jT ur miklar verklegar og stjórn- málalegar framfarir við bama-l legt aftu'rhald í mörgum grein-! um. Þarf ekki annað til að | sanna þetta en að minna á enska peninga, mál og vigtir, sem eru þrenskonar, ein fyrir búðarmanninn, önnur fyrir gull- smiðin og hin þriðja fyrir lyfsal- ann, og alt þetta átakanlega úr- elt. En hvergi er íhaldsemin eins brosleg sem í sumum leigugjöld- um frá löngu liðnum öldum, sem engum dettur í hug að fella úrl anda, en í þessu tilfelli var bezti girpúrinn $5,000 veðhlaupahest- ur. Varð stapp út úr þessu eins og nærri má geta en úrslitin 1 urðu þau að seljandinn varð að i gefa herranum einn tíunda landsverðsins, sem ekki var í alt nema $900 til þess að fá að | kaupa aftur sinn eigin hest. — Ekki er getið um hvað hann varð að borga fyrir hestinn en lítið mun hafa verið eftir af landverðinu. í öðru tilfelli var bezti gripur gildi, hvað fáfengileg sem þau j manns ungur uxi um $20° virði kunna að vera. Eftirfylgjandi eru nokkur dæmi um brezk leigugjöld tekin úr Maclean’s Magazine 15. nóv. 1931. Skömm væri að segja að Bretakonungur okraði á lénum við vildarmenn sína, en sérstak- lega virðast skotar hafa kom- og fekk hann fyrir náð að kaupa hann fyrir $150. Slíkum fjárránum er Englend- ingurinn svo vanur að fyrir honum eru þau eins óhjákvæmi- leg eins og veðraskifti. Jafnvel skotar, sem við og við verða vassalar enskra aðalsmanna, taka við þeim möglunarlítið, þó auðvitað gráni hárið undan ist að góðum kaupum, eins oglögm eins. Á síðari árum hefir þeirra^ er von og vísa. Einn | £ Englandi sem annar staðar skozkur herramaður géldur ekki I efnalega skörin skriðið allmjög annað eftir landareign sína en i Upp f bekkinn. Æfagamlar vatn handa konunginum til að aðalsættir hafa orðið að selja þvo sér um hendurnar (og kastala sína og aðrar eignir til líklega þvo andlitið líka) þegar ag geta eitthvað í munn og hann kemúr í nágrenni þessa maga íátið en kaúpendurnir manns. Annar borgar fulla fötu verið sápukonungar og önnur af snjó á hverju ári, og ætti það J vélamenningar stórmenni. Hafa sannarlega að vera góður snjór eins og Jónas Hallgrímsson seg- ir frá að finnist á Rússlandi. þá stundum aðalsmennirnir gerst leiguliðar þeirra og orðið að gjalda þeim kvaðir og önnur Þriðji skotinn gerir konunginum útlát. Má þó ætla að það hafi það til hátíðabrigðis að rétta komið ^ð taugamar. honum hvíta rós í hvert sinn sem hann kemur inn fjrrir hans dyr. Ekki er konungur einn um hituna hvað afkáralegum leigu- málum vikvíkur. Borgarráðið í London betalar á ári hverju, og hefir gert í 700 ár, tvær hand- axir, aðra með boginni egg, og tvær spítur til að reyna á axim- Eitthvað það allra skrítnasta af þefesum gjöldum til aðals- manna er það sem Buccleuch greifi innheimtir af undirmönn- um sínum á hverju hausti og kallað er Wroth silfur. Kemur mönnum ekki saman um hvern- ig á þessu gjaldi standi, segja sumir að greifinn sé afkomandi hinna afarfornu Drúid presta og ar, fyrir landskika nokkurn í sé þetta nokkurskonar kirkju- Shropshire. Áður, fyrir meira en 700 árum var leigan tveir hníf- ar. Átti annar þeirra að vera afbragðs hnífur en hinn svo deigur að hann bognaði allur upp ef honum var stungið í gjald. Aðrir segja að þetta séu manngjöld eftir bróður greifans. sem alþýðumenn hafi líflátið eiithverntíma í fjrrndinni, og heiti það réttu nafni reiði (wrath) silfur. En hvernig sem grænan ost! Sex skeifur og á gjaldinu stendur er það inn- sextíu og einn hestskónagla heimt á Marteinsmessu, vopna- borgar líka sama bæjarráðiði hlésdaginn, 11. nóvember á skilvíslega á hverju ári fyrir hverju hausti og er aðferðin leigu á smiðjulóð sem einhver sem fylgir:

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.