Heimskringla - 13.06.1934, Page 6

Heimskringla - 13.06.1934, Page 6
HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 13. JÚNÍ, 1934 Jane Eyre eftir CHARLOTTE BRONTE Kristján Sigurðsson, þýddi “Nú er nóg komið! Wood, láttu aftur handbókina og farðu úr hempunni, Green með- hjálpari, farðu þína leið, það verður ekkert af giftingu í dag.’’ Maðurinn gerði sem honum var boðið. “Eg ætlaði mér að eiga tvær kon- ur í senn, þó ljótt þyki, en forlögin haf’a eðe forsjónin, séð krók við mínu bragði. Eg er víst ekki næsta mikið betri en djöfull, á þessari stundu, og presturinn þarna er væntanlega til * með að tjá* mér, að eg eigi vísa vist í óslökkv- andi eldi og með ormi sem aldrei deyr. Mín ráöagerð er að engu orðin. Þessi lögmað fer rétt með; eg hefi átt konu áður, og sú kona er á lífi! Þú segist aldrei hafa orðið var við Mrs. Rochester, Wood, en eg þori að segja, að þú hefir oft lagt hlustirnar við skrafi um vitfirring, haldinn þar í leyni, undir lás og gæzlu, og ágizkanir um að sú væri laungetin systir húsbóndans eða gömul frilla hans. E" segi þér nú, að sú er konan mín, er eg giftist fyrir fimtán árum, — Bertha Mason hét hún. systir þessa röskva manns þarna, sem skelfur á beinunum, hvítur í framan, svo sem til að sýna hve hraustur karlmanns hugur getur verið. — Vertu kátur, Dick, og óhræddur við mig: þig vil eg ekki berja fremur en kvenfólk. Bertha Mason er brjáluð og er af brjáluðum komin, bjálfum og vitfirringum í þrjá liðu móðir hennar, Creolan, var bæði vitskert og drykkfeld; það fekk eg að vita, eftir að eg kvæntist dótturinni, þangað til var ættarinnar endemum haldið leyndum fyrir mér. Bertha hermdi hvorttveggja eftir foreldri sínu, eins og skyHóurækið barn. Eg eignaðist indælan maka — hreinhuga, spakan, hóglátan; eins og þið getiö nærri, var eg sæll af þeim ráðahag! Ó, eg hefi svo sem reynt himnaríkis sælu í hjónabandi! Briggs, Wood og Mason, eg býð ykkur öllum heim til að sjá sjúklinginn hennar Grace Poole, konuna mína! Þið skuluð sjá sjálfir, hvaða maka eg var teygður til að eiga og dæma um, hvort eg hefði rétt til að rjúfa þann ráðahag og leita samúðar við annað, sem er að minsta kosti mannlegt. Þessi stúlka”, hér leit hann á mig, “þekkti ekki meira en þú, Wood, til þessa ljóta leyndar- máls; hún hélt, að alt væri löglegt og siðum samkvæmt, hana óraði ekki fyrir því, að það stóð til að ginna hana til láta vígslu við svik- inn vesaling, er þegar var bundinn vondum, vondum og skepnulegum maka. Komið öll saman með mér!” Hann leiddi mig út úr kirkjunni, og að hallar dyrum. Þar stóð vagninn ferðbúinn og beið okkar. “Farðu með vagninn á sinn stað og láttu hestana inn, JoJjn,” sagði Mr. Rochester, stilli- lega, “þeirra er ekki þörf í dag.” Þegar inn kom, kom Mrs. Fairfax og flest alt heimilisfólkið á mtói okkur í forsalnum, til að óska okkur heilla. “Snúið þið við!’’ mælti húsbóndinn, “hver vill ykkar heilla óskir? Þær koma fimtán árum of seint!” Við fórum upp stigann til þriðja lofts og inn í stofuna þar sem refla rekkjan var og postula taflan með kristsmyndinni upp af. “Þennan stað ættir þú að kannast við, Mason, hér varstu bitinn og stunginn af hénni.” Hann svipti tjöldunum frá veggnum og lauk upp dyrunum sem þá komu í ljós. Þá komum við í glu'ggalaust herbergi, þar brann eldur með háum grindum fyrir, lampi hékk ofan úr loftinu; fyrir eldinum bograði Grace Poole, yfir soðpotti ,að því er virtist. Við vegg gegnt dyrum stikaði einhver skepna fram og aftur, en ekki sá glöggt, hvort það var skepna eða mennsk manneskja, sýndist vera á fjórum fótum og glepsaði og urraði, en í fötum var þessi ófreskja og höfuð hennar og andlit var hulið þykkum flóka af úlfgráu hári. “Góðan daginn, Mrs. Poole!” sagði Mr. Rochester. “Hvernig líður þeirri veiku í dag?” “Eftir hætti,” svaraði Grace Poole og setti pottinn varlega frá sér á hlóðarstein, “glepsin en ekki bandóð.” Hin fötum klædda skepna reis upp á afturfæturna og rak upp hátt öskur. “Hún hefir orðið þín vör, herra, þér er betra að fara.” Sú vitskerta gall við hátt, svifti hárinu frá andlitinu og giápti á okkur; vel kannaðist eg við það blárauða og þrútna andlit. Mrs. Poole gekk á milli þeirra. “Farðu frá,’’ sagði Mr. Rochester og skaut henni burtu, “hún hefir engan hníf núna og eg er viðbúinn.” “Það er aldrei hægt að vita, hvað hún hefir náð í; dauðlegri manneskju er ómögu- lega að sjá við slægð hennar.” “Það er víst betra að fara frá henni,” sagði Mr. Mason í hálfum hljóðum. “Farðu norður og niður,” svaraði mágur hans. “Varið þið ykkur,” mælti Grace. Mr. Ro- chester skaut mér aftur fyrir sig. Sú brjálaða ‘ hljóp á hann, greip um hálsinn á honum og læsti tönnunum í kinnina á honum. Hún var stór vexti og þrekleg og furðulega sterk í átökum, svo við sjálft lá, að hún myndi kyrkja hann. Svo fór, að hann náði að svifta henni af sér, hélt um handlegginn á henni, en Grace Poole hafði bönd til að smeygja yfir um hana og svo bundu þau hana við sess. óhljóðin í henni tóku yfir og skelfileg umbrot.. “Þetta er konan mín,” mælti Mr. Ro- chester og sneri sér að okkur, með köldu og beizku brosi, “þessu lík eru þau einu hjúskap- ar faðmlög, sem eg má vonast til að hugga mig við á einveru stundum. Og þetta er það sem eg óskaði að eignast (hann lagði hendina á herðarnar á mér), þessi unga stúlka, sem stendur svo stillt og alvarleg fyrir opnu helvíti og horfir á hvernig djöfullinn lætur. Wood og Briggs, lítið á mismuninn. Berið saman þessi skæru augu, þokkalega fas, kven- lega lögulag, við rauðu glyrnurnar og andlits grímuna á þessu ferlíki, dæmið mig svo, þr guðspjalla klerkur og laga juristi og gleymið ekki, að sá dómur sem þið dæmið, skal á ykk- ur lagður verða! Farið þið nú, eg verð að loka gersemi mína inni.” Við fórum út, en hann varð eftir af okkur litla stund. Lögmaðurinn gekk með mér ofan stiga og sagði: “Þú madama, ert alveg saklaus af öll- um ávirðingum. Frænda þínum mun þykja vænt að heyra það, ef svo skyldi fara, að Mr. Mason hittir hann á lífi, þegar hann kemur aftur til Madeira.” “Frænda mínum! Hvað veiztu til hans? Þekkir þú hann?” “Mr. Mason er honum kunnugur. Þeir vinna fyrir sama félag; Mr. Eyre hefir verið fulltrúi þess í Funchal um nokkur ár. Þegar föðurbróðir þinn fekk bréfið frá þér, með fréttinni um tilvonandi giftingu þína og Mr. Rochesters, þá var Mr. Mason staddur hjá honum, sér til heilsubótar í því heilnæma lofti. Þú barst í tal og þinn tilvonandi ráðahagur, og Mr. Mason varð næstum yfirkominn af furðu og óró. Föðurbróðir þinn er, því miður, langt leiddur af veikindum, og gat ekki skundað til Englands, að losa þig úr þeirri gildru, sem þér var búin, svo að Mr. Mason gerði það fyrir bæna stað hans, að vinda sem bráðastan bug að því, að afstýra þessu falsi. Hann fekk mig með sér, og mér þykir vænt um, að eg kom í tíma, og svo þykir þér, vitanlega. Ef ekki væri það ,að engar líkur eru til að við mundum n Mr. Eyre á lífi, þá vildi eg ráða þér til r fara á hans fund, en eins og nú stendur, þykir mér ráðlegra, að þú dveljir á Englandi, þangað til þú fréttir af Mr. Eyre, til hvers umskiftir fyri honum. Er nokkuð annað sem sinna þarf hér?” spurði hann Mr. Mason. “Nei, nei, við skulum flýta okkur burt,” svaraði sá karlmaður og með það fóru þeir Ieiðar sinnar. Sóknarpresturinn beið til þess að skifta fáum orðum til huggunar eða ávít- unar, við sitt stórláta sóknarbarn, og þegar þeirri skyldu var lokið, fetaði hann út. Eg gekk til herbergis míns og lokaði að mér og tók til — ekki að gráta né harma — heldur að tína af mér brúðarspjarirnar og fara í gamla kjólinn, sem eg hélt kveldið áður, er eg fór úr honum að eg mundi aldrei líta við framar. Svo settiSt eg, fann til þreytu og magnleysis, lagði handleggina fram á borð og höfuðið fram á þá. Og nú tók eg til að hugsa. Hingað til hafði eg aðeins hlustað á, séð, tölt þangað sem eg var toguð eða lokkuð, horft á einn atburð fylgja öðrum á snúðugri rás, eina sýningu blasa við þegar annari var lokið: en nú fór eg að hugsa. Morgunstundinni höfðu ekki fylgt stór ill- indi eða frekja, nema meðan staðið var við hjá vitfirringnum; það sem skeði í kirkjunni, fór ekkj fram með miklum ágangi, engin reiði- köst, háværar skammir, brigzl eða heiptyrði, engin tár, engin andvörp heyrðust þar, heldur aðeins nokkur orðaskifti; meinbugur stillilega fram fluttur, spurningar fram settar stutt og snúðugt, svör veitt, sönnun látin fylgja, hið sanna játað hreinskilnislega, hið lifandi sönn- unarvitni sýnt, þeir farnir sem spjöllum ollu og þar með búið. Eg var í mínu herbergi, eins og vant var — eg sjálf, óbreytt að því er virtist; ekkert hafði mig lostið, lamað né meitt. Eigi að síð- ur, hvar var nú Jane Eyre, sú sem hér dvaldi í gær? — hvar var hennar líf? — hvers hafði hún að vænta? Jane Eyre hafði verið stúlka full fjörs og fírugra vona komin að brúðarsæng, en var nú köld orðin og einmana, lífsblómi hennar bliknaður, vonir hennar að engu orðnar. Jóla héla hafði fallið um miðsumar, vetrar nótta stormur þyrlað mjöll yfir skrúðugan vorgróður, ísingu lagt á þroskuð epli, skaflar kæft rósir sem feldu af blöð sín, gaddur gengið yfir engjar og kornakra; skógar götur í rósum reifaðar í gær, voru nú í kafi undir veglaus- um snjó: fyrir tólf stundum veifuðu skógar laufguðum greinu'm og ilmandi, nú voru þeir orðnir að eyðilegri villimörk, líkir greniskógum Noregs á snjóþungum vetri. Vonir mínar voru allar dauðar — slegnar furðulegum felli- dómi, á einni nóttu, líkt og frumburðir á Egyptalandi forðum. Eg virti fyrir mér kær- ustu óskir mínár; nú lágu þær stirðar, kaldar, liðin lík sem gátu aldrei. lifnað við. Eg virti fyrir mér ást mína til húsbónda míns, sem hann átti og hafði í mér skapað: hún skalf í hjarta mínu líkt og þjáður barnungi í kaldri vöggu, aðfram kominn af kröm og kvíða; ekki gat hún leitað í faðm Mr. Rochesters né sogið yl úr barmi hans. Ó, hún mátti aldrei leita til hans framar, því að trúnaðurinn var týnd- ur, traustið glatað! Mr. Rochester var annar en sá sem eg hafði haldið hann; ódygð vildi eg ekki kenna honum né segja að hann hefði svikið mig, en flekklaus sannur var ekki, leng- ur samfara , hugsuninni um hann og frá honum hlaut eg að fara, það sá eg glöggt. Hvenær, hvernig, hvert vissi eg ekki, en eg efaðist ekki um, að hann myndi sj'álfur flýta burtför minni frá Thomfield. Mér fanst sem hann gæti ekki borið sanna elsku til mín, held- ur aðeins breytilegan losta hug, og er hann mátti þeim ekki við koma, væri hann orjðinn mér afhuga. Eg myndi hræðast að verða nú á vegi hans, honum yrði víst illa við að sjá mig. Ó, hversu blind eg hafði verið! hversu reikult og þróttlaust mitt framferði! Eg hélt alla tíð fyrir augun, dimma sýnd- ist þyrlast í kringum mig og í iðrandi sorta komu og fóru hugsanirnar. Eg slepti sjálfri mér, slakaði algerlega taumhald á mér sjálfri, gerði enga tilraun til að beita kröftum mínum; mér fór líkt því, sem eg hefði lagst í þurran farveg stórra straumvatna, heyrði flóðið hlaupa dunandi úr fjarlægum fjöllum og fyndi flauminn koma brunandi að mér, en eg hefði engan vilja til að standa upp, enga orku til að flýja. Eg lá magnlaus og þráði að deyja. Ein hugsun kvikaði með einhverju lífi í mér — eg mundi til guðs. Þaðan spratt orðlaus bæn. Þessum orðum skaut upp öðru hvoru, í mínum myrkvaða huga, svo sem segjast ættu í hálfum hljóðum, þó ekki næði eg að koma þeim upp— “Vertu ekki fjarstaddur mér, því að vand- ræði er í nánd: enginn er til liðsinnis.” Vandræði var í nánd og með því að eg lyfti engri bæn til himins um að afstýra því — eg lagði ekki saman lófana, beygði ekki knén, hreyfði ekki varirnar — þá kom flóðið yfir mig. Mér fanst lífið einskis vert, ást mín týnd, vonir glataðar, trúnaðar traust sært bana sári, alt þetta volæði skall á mig, ferlegt og furðulega magnmikið. Þeirri beizku stund kann eg ekki að lýsa, sannlega: “vötn runnu inn í sál mína; eg sökk í djúpt fen; eg fann engan botn; eg fór á kaf í djúpan hyl; flóðin runnu yfir mig.” XXVII. Kapítuli Þegar eg loksins leit upp, sá eg af geislun- um á veggnum, að sól var komin lágt á loft, og enn spurði eg: “Hvað á eg að gera?” En.andsvarið sem sál mín veitti — “Fara strax burtu” — var svo glöggt og greinilegt, svo hræðilegt, að eg gat ekki þolað að heyra þau orð. Eg skaut þessu við: “það er vægasti þáttur mæðu minnar, að eg er ekki brúður Edwards Rochesters, að eg hefi vaknað upp af dýrðlegum draumum og fundið að þeir voru allir innantómir og fánýtir, það hryllilega mót- læti gæti eg borið og ráðið við, hitt get eg ekki gert: að skilja við hann strax til fulls og alls”. En innra í mér kvað samt við raust, sem fullyrti að þetta gæti eg gert og sagði fyrir, að svo myndi eg gera. Eg barðist við þá ákvörð- un mína: eg þráði að vera ítsöðulaus, til að forðast hina ógurlegu þjáninga braut, sem eg sá mér vísa; og Samvizka gerðist frek til ein- ræðis, tók fyrir kverkar Losta, smánaði hann og sagði, að hann hefði ekki gert meira hingað til, en dýfa sínum fína fæti í forina, og hét honum því, að með þessum járnarmi. skyldi hún sökkva honum niður í ómæld dýpi and- legra kvala. Þá hrópaði eg: “Verði eg þá burtu slitin! Sé mér til þess hjálp veitt!” “Nei, sjálf skaltu þig burtu slíta, og enga hjálp til þess hafa; sjálf skaltu stinga út þitt hægra auga, sjálf skaltu sníða af þína hægri hönd; hjarta þitt skal vera fórnardýrið og þú sjálf sá prestur sem stingur það í gegn.” Eg stóð upp skyndilega, slegin ótta af þeirri aleyðu, sem svo harðbrjósta dómari hélt sig í, — við það hljóð sem svo hræðileg raust ofraði. Mig svimaði af æsingi. og innantómi, hafði ekki bragðað mat síðan daginn áður, því að enga lyst hafði eg haft á morgunverði. Og nú varð mér ljóst og hnykti við, að þó hér hefði eg dvalið mestallan daginn, hafði ekki verið gert boð til að vita hvemig mér liði eða til að bjóða mér að koma niður — jafnvel Adela hafði ekki klappað á dyrnar hjá mér, né Mrs. Fairfax. “Voluðum hverfa vinirnir”, kom mér til hugar, lauk upp og gekk út. Eg rasaði og lá við falli, þá studdi mig útréttur handleggur, eg leit upp og sá Mr. Rochester sitja á stól fyrir u'tan þröskuldinn. “Þú komst þá út á endapum”, mælti hann. I “Eg hefi beðið lengi eftir þér og hlustað, en I hefi ekki heyrt til þín svo mikið sem stunu, ef j lengur hefði haldist sú þögn, þá hefði eg I brotist inn til þín. Svo þú forðast mig? Þú lokar þig inni og syrgir einsömul? Heldur hefði eg kosið að þú hefðir komið og álasað | mér með frekju. Þú ert skapmikil og eg bjóst I við reiðilátum af þér. Eg átti von á heitu tára I flóði, en eg ætlaðist til að þeim væri úthelt I við minn barm, en ekki í klút eða á gólfið. | En hvað er, þú hefir alls ekki grátið! Eg sé j hvíta kinn og dapurt auga en engin merki tára. Eg býst við að hjarta þitt hafi grátið blóðugum tárum? “Nú, Jane! Ekki eitt brigzlyrði? Engin beizkja til að særa tilfinningu eða stinga í ofsa. Þú situr róleg þar sem eg set þig og horfir á mig þreytuleg og aðgerðalaus. “Jane, eg ætlaði ekki að særa þig til svona. Ef maður sem átti aðeins eitt gimbrar lamb sem honum þótti eins vænt um og dóttur sína, sem át af hans brauði, drakk af hans skálum og hvíldist í fangi hans, slátraði því í misgripum, þá iðraðist sá ekki meir sinnar blóðugu yfirsjónar, heldur en eg nú harma mína ávirðing. Muntu nokkumtíma fyrirgefa mér?” Lesari, eg fyrirgaf honum á samri stund. í augu hans var djúpa eftirsjá að líta, sanna vorkunn í raust hans, karlmennlegan kjark í framkomu hans, og þar á ofan svo óbreytta elsku í hegðun og útliti, að eg fyrirgaf honum alt, en ekki með orðum né útvortis táknum, heldur í innsta afkima hjarta míns. “Þú veizt að eg er fantur, Jane?” spurði hann eftir stundarkorn, döprum rómi — hann furðaði sig, vænti eg, á þögn og fjörleysi mínu, sem kom af magnleysi fremur en viljaleysi. “Já, herra.” “Segðu þá svo, með berum orðum og skerpu — vertu ekki að hlífast við mig.” “Eg á ekki hægt með það. Eg er þreytt og veik. Mig vantar vatn að drekka.” Hann stundi við, tók mig í fangið og bar mig ofan stiga, eg vissi varla hvert, því ? þoka var fyrir augunum á mér. Eftir litla stund fann eg leggja á mig lífgandi yl frá eldi, því að þó sumar væri, var mér orðið ís- kalt í mínu herbergi. Hann lét mig dreypa á víni, svo á mat og þá tók eg að hressast. Hann hafði sett mig í stól sinn, við eld í bókastofu, og hann var hjá mér. “Ef eg mætti nú skilja við, án sárra kvala, þá væri mér það fyrir beztu,” hugsaði eg, “þá þyrfti eg ekki að ganga í þá ofraun, að rjúfa strengi hjarta míns með því að slíta þá frá Mr. Rochester. Ekki er annar kostur til en fara frá honum. Eg vil ekki fara frá honum, eg get ekki frá honum farið.” “Hvemig líður þér nú, Jane?” “Miklu betur, herra; eg verð bráðum jafn- góð.” “Dreyptu aftur á víninu, Jane.” Eg gerði sem hann sagði, hann tók við staupinu af mér, setti það á borðið, stóð frammi fyrir mér og horfði á mig gaumgæfi- lega. Alt í einu kvað hann við, *af orðlausri vorkun, og sneri sér undan, gekk snúðugt stof- una á enda og kom aftur, beygði sig ofan að mér, svo sem til að kyssa mig, en eg minntist þess, að ástar atlot voru nú bönnuð. Eg sneri mér undan og ýtti andliti hans frá.” “Hvað er nú!” segir hann snúðugt. “Ó, eg veit, þú vilt ekki kyssa manninn hennar Berthu Mason? Þú álítur mig eiga fult í fangi og faðmlög mín annarar eign?” “Að minsta kosti er þar hvorki rúm né réttindi fyrir mig.” “Af hverju, Jane? Eg gkal hlífa þér við að tala mikið; eg skal svara fyrir þig — af því að eg er giftur annari, viltu segja. Eg get rétt til?” “Já.” “Ef þú hugsar svo, þá máttu hafa undar- lega skoðun á mér; þú hlýtur að álíta mig brögðótt varmenni, auðvirðilegan, vesalan flagara, sem léti eins og hann bæri til þín ósérplægna elsku í því skyni, að lokka þig í gildru og svifta þig ærunni og þeirri virðingu, sem þú hefir á sjálfri þér. Hverju svarar þú til þess? Eg sé að þú getur engu svarað. í fyrsta lagi ertu máttfarin ennþá, átt nóg með að draga andann; í öðru lagi geturðu ekki komið þér að þvf, að ákæra mig og smána mig í orðum og enn eitt: stíflur táranna eru að opnast og þau mundu' brjótast út, ef þú segðir mikið; og þig langar ekki til að áklaga, ávíta, stofpa til rifrildis — þú ert að hugsa um hvað þú eigir að gera — þér finst gagnslaust að tala. Eg þekki þig og er á verði.” “Herra, mig langar ekki til að hefjast handa gegn þér,” sagði eg, og svo óstyrk var röddin mín, að mér þótti ráðlegra að segja fátt.

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.