Heimskringla - 11.07.1934, Síða 4

Heimskringla - 11.07.1934, Síða 4
4. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPBG, 11. JÚLÍ, 1934 Hfetmskrtnjjla (Stofnuð 1886) Kemur út á hverjum miðvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg Talsímis 86 537 Verð blaðsins er $3.00 árgangurinn borgist fyriríram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. 311 viðskifta bréf blaðinu aðlútandi sendist: Manager THE VIKING PRESS LTD. 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFÁN EINARSSON Vtanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA 853 Sargent Ave., Winnipeg “Heimskringla” ís published and printed by THE VIKING PRESS LTD. 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg Man. Telephone: 86 537 WINNIPBG, 11. JÚLÍ, 1934 UM LÁÐ OG LÖG Canada Þjóðhátíðardagur Canada var hátíðleg- ur haldinn 1. júlí um land alt, eins og lög . gera ráð fyrir. Síðan veldissambandið var myndað eru nú 67 ár. í sögu þjóða er það skammur tími, en þó ber ofurlítið skýrslu sýnishorn, sem birt er á fyrstu síðu blaðsins, þess nokkurn vott, að á iðnaðarvísu og þjóðþrifa, hefir hér nokk- uð verið aðhafst á þessum árum. Auðvitað er canadikst þjóðlíf eldra en þetta. Aldur þess er vanalega talin frá því er landið hlaut nafn sitt en það var fyrir 400 árum. Er sögulega frá því greint á þessa leið: Nafn Canada er til orðið fyrir tungu- málamisskilning. Þegar Jacques Cartier sigldi inn St. Lawrence-fljótið á annari ferð sinni árið 1535, siteig hann á land í Indíánaþorpi, sem nefnt var Stadacona; þar er nú borg- in Quebec. í tjaldi Donnacana, höfðingja þessa Iroquis-Indíánahéraðs, spurði Cartier hvað landið héti. Indíána-höfðinginn hélt að hann værí að spyrja hvað héraðið héti og svaraði “kannata”; merking orðsins er þorp, eðf nokkur hús (a collection of houses). Cartier hélt að nafnið ætti við landið í heild sinni, og í bókum hans varð úr þessu orði Canada, og það nafn hefir landið borið. Nákvmælega talið eru því 14. sept. 1935, 400 ár liðin síðan landið hlaut þetta nafn. Þrátt fyrir erfiðleikana sem Cartier og Donnacana áttu með að sklja hvor annan, urðu þeir mjög góðir vinir og árið 1536 fór Donnacana með Cartier til Frakk- lands. Þjóðhátíðardagur Canada er nefndur “Dominion Day” sem kunnugt er. Þetta orð “Dominion” var valið til þess að tákna Canadaveldi er það var stofnað og er þýð- ing orðsins enda engin önnur en veldi. En orðið var ekki notað í þessari merk- ingu áður og þótti fágæft í fyrstu, þó nú sé notað af öðrum sjálfstjómarnýlendum Breta. En orðið er sagt að valdið hafi verið úr kafla í biblíunni um Sakarías, 9—10 versi: “Veldi hans mun ná frá hafi til hafs og frá Fljótinu til endimarka jarð- arinnar.” (Á enskunni er þetta orðað þannig: “and his domain shall be from sea to sea and from the river to the ends of the earth”). Þessi lýsing á heldur ekki illa við þetta land, er frá Atlanzhafi til Kyrrahafs nær og frá St. Lawrence fljóti til norðurheimskautsins, sem vissulega eru “endimörk jarðar” í þá áttina. Þó þjóðhátíðardagur Canada sé ekki eldri en þetta, eða væri nú aðeins haldinn í 67 sinni, má ekki ætla, að hann nái ekki til sögu lands og þjóðar áður en veldissambandið var stofnað. Þjóðlíf var hér til löngu áður en sá sögulegi viðburð- ur gerðist. Og veldissambandið hvílir á því. En á þeim degi, 1. júlí, 1867 takast íbúarnir í hendur um það, að vinna í ein- ingu og fríði að sameiginlegum hag sín- um og velferð kjörlands síns og niðja sinna, þó sinn af hverju þjóðarbergi kunni að vera brotnir og um Canada megi í því efni með nokkrum sanni segja, ^eins og Babel forðum, að drottinn hafi hér rug' saman öllum tungum heims. * * * Óskírlífismálið í Alberta í síðasta blaði var frá aðalaitriðum þessa máls skýrt, og því einnig, að Ives dómari mundi ekki fallast á úrskurð kvið- dómsnefndar. En af kviðdómsnefnd var forsætisráðherra J. E. Brownlee fundinn sekur um að hafa táldrekið Miss Vivian MacMillan og sektaður um $15,000; áttu $10,000 af því að greiðast henni, en $5,000 föður hennar. Sekt þessa hefir Ives dómari nú neitað að staðfesta og kastar máiinu út úr rétti. Leiðir af því, að málskostnaður fellur á stúlkuna, auk þess sem hún fær engar skaðabætur. í málinu virðist því liggja þannig, að Ives dómari viðurkenni að forsætsráð- herra hafi táldregið stúlkuna, en sekt geti ekki nein verið því samfara. Þykir þessi málsúrskurður dómarans svo sérstakur, að undrun sætir. í augum leikmanna er hann svo einkennilegur að hann krefst fullkominnar skýringar. Þess finnast ekki nokkur síðari tíma dæmi, að dómari hafi hafnað úrskurði kviðdómsnefndar í brezku réttarfari. Og um álit dómstóla á því að táldraga stúlkur vaða menn í villu og svima eftir þennan úrskurð Ives dómara. Gerningurinn er viðurkendur að hafa átt sé stað, en samkvæmt þessum dómi á hann að líðast bótalaust. Fregnirnar af máli þessu, er það va^ fyrir rétti, voru alment skoðaðar of hneykslisverðar til þess, að því sé eftir sex daga réttanhald kastað út, sem of lítils- verðu til þess, að gera sér rellur út af. Öðru máli gat verið að gegna, ef það hefði verið gert áður en réttarhaldið fór fram. Ives dómari kveður líkamlega heilsu stúlkunnar ekki hafa sakað, en báðir aðil- ar hafa álitslega liðið skipbrot af mál- inu. Það á ekkert að saka? Mál þetta þarf ferkari skýringar til þess að komist verði að fullnægjandi niður- stöðu í því, í augum leikmanna, enda mun nú víst, að því verði áfríað. Féleg er nefnir sig Civil Liberties Pro- tective Assocation og stofnað hefir verið í Canada til þess að vernda frelsi og rétt- indi einstaklingsins, eins og nafnið ber með sér, er sagt að sé að gangast fyrir fjársöfnun til þess að halda málinu f fram. Deild af þessu félagi er í Alberta- fylki og það er hún, sem af stað fer. Ekk' var þó starfi hennar langt komið, er sá þröskuldur var á veg hennar lagður, ar deildin hefði ekki leyfi til að byrja þessa fjársöfnun, án þess að það mál hefði verið tekið upp á fundi alaðráðs félagsins. Og úr deildinni sögðu sig tveir háskólakenn- arar í Alberta-fylki, er fjársöfnunarstarfið var hafið og kváðust ekki við þetta mál fýsa að vera bendlaða. En deildin í Alberta-fylki, virðist ekki ætla að láta þessar torfærur verða ásetningi sínum að fótakefli, og heldur fjársöfnuninni áfram. kveður sig hafa rétt til þess, er skjótra framkvæmda er þörf, eins og eigi sér stað í þesgu máli. Aðal-ástæða félagsins fyrir að hefjast handa í þessu máli, er sú, eftir því sem það sjálft segir, að vita vissu sína um það, hvort dómarar geti neitað úrskurði kviðdómsnefndar í einum og sama rétt- inum, sem kviðdóm skipar í máli. Ef svo er yfirleitt, fer kviðdómur að verða lítil- vægt atriði í löggjöfinni. FRÚ MARIE CURIE Frú Marie Curie, sú er uppgötvaði radium, og eflaust ein mesta vísindakona, sem uppi hefir verið, lézt 3. júlí í Valence á Frakklandi. Hún var pólsk að ætt. Faðir hennar, prófessor Sklodowski, var stærðfræðis- kennari í háskólanum í Warsaw á Pól- landi. Seytján ára gömul byrjaði hún að vinna sem kennari. í tómstundum sínum las hún eðlisfræði og stærðfræði. Litlu síðar hélt hún til Frakklands, félítil, en ákveðin í að stunda þessar námsgreinar til hlítar. Og eftir fimm ár tók hún doktorsstigið. Átti hún þau ár við meiri fátækt að búa, en margur mundi ímynda sér. Vistarvera hennar var þakherbergi og bar hún kolin til að hita hana með upp fimm stiga. Máltíðir sínar matreiddi hún sjálf. Árð 1895 giftist hún frakkneskum manni, Pierre Curie að nafni. Annaðist hún heimilisstörfin, ól honum börn, og starfaði með honum að vísindum í litlum viðarkumbalda, sem bæði var heimilð og vísindarannsóknarstofan. Árið 1898 uppgötvuðu þau efni, sem þau nefndu poloníum, eftir ættjörð frú Curie. Árið eftir uppgötvaðuðu þau radí- um og árið 1903 hlutu þau Nobelsverð- launin í efnafræði. Árið 1905 dó maður hennar af slysi; var vagni ekið yfir hann og lézt hann samstundis. Frú Curie hélt áfram vísindastarfinu eftir sem áður. Aðstoðaði eldri dóttir þeirra hana við það og rekur nú starfið að móður sinni látinni. Yngri dóttirin er píanóleikari og talsvert viðurkend. Nobels verðlaunin hlaut frú Curie aftur árið 1922. Háskólinn í París kom og upp Radíum stofnun árið 1912, en seigt og fast er sagt að það gengi. Frú Curie átti aldrei ögn af radíum sjálf fyr en konur í Bandaríkjunum árið 1921 gáfu henni eitt gramm af því, það kostaði $100,000. Áhugi kvenna að gang- ast fyrir þessu, var vakinn með fregninni um það, að 50,000 mannslífum hefði verið bjargað með radíum lækningum í stríð- inu mikla. Þó frú Curie væri heiðruð af stjórn- um og óteljandi félögum út um allan heim, lét hún aldrei mikið á sér bera, en kaus að vinna öllum stundum í kyrþey að starfi sínu . Verkið sem frú Curie hefir af hend: leyst, er svo stórt og heillaríkt, að þess mun minst svo lengi sem mannkyn er uppi. ÞÁTTTAKENDUR f ÞÝZKU ÓEIRÐUNUM Fjórír póli'tískir herflokkar voru miklir þátttakendur í óeirðunum síðustu á Þýzkalandi. Skal þeirra hér getið. 1. Stormliðið (Sturm Abteilung). Liði þessu smalaði Nazi-kanzlarinn, Hitler, saman, og flokkur sá efldist svo, að hann kom Hitler til valda. Honum var gefin einkennisbúningur og ábyrgstar þrjár máltíðir á dag. Nazi flokkurinn þjónaði foringja sínum vel og var honum trúr, þar til nýverið. Raunar er sagt, ar óánægja hefði verið að grafa um sig innan flokksins nokkra undanfarna mán- uði, en út á við var hennar ekki vart. 2. Schutz Staffel herinn. Þessi her- flokkur er eiginlega lífvörður Hitlers. Þeir er hann fyila ,eru úr Storm-liðinu, er hann klæddur svörtum skyrtum og ragður herskár. 3. Stál hjálmarnir (Stahl-helm). Þeir eru í einkennisbúningi og eru hinir einr eiginlegu keisara sinnar. Þeir sameinuð- ust að nefninu til Nazi flokknum er Hitler tók fyrst við völdum. í þessum flokki er mikið af gömlum hermönnum. 4. Ríkisherinn (Richwehr). Þetta er þjóðherinn. í honum eru um 100,000 manns, og var Þýzkalandi leyft í Versala- samningunum að hafa hann. Af þessu sézt, að her þjóðverja, er æð: marglttur og engin furða, þó þeirrar ein- ingar gæti ekki innan hans, sem hers annara þjóða. Enda er nú í Ijós komið að hann er að verða stjórn Hitlers hættu- legur, og sá hluti hans ekki sízt, er hon- um ruddi brautina til valda. ENN UM “HEIMINN” “Himininn hætti um spámenn Að hlutast á jörð — Kirkjan vor telgdi sér trjámenn Að titta þau skörð.” St. G. S't. Svo margt ber á góma í blöðum og tímaritum, að fátt kemur á óvart, hve fáranlegt sem það kann að vera. Mörg eru þau endemi er þyrla upp hugsanaryki cg trylla menn og konur. Sjálfráð, ein- beitt skynsemi er því miður ekki algeng- asti ráðgjafi og leiðtogi í þeim vandræð- um er að oss steðja. Allskonar hindur- vitni ganga ljósum logum bygð úr bygð, borg úr borg, land úr landi. Og það sem verra er, þessi nútíma hjátrú, í mörgum tilfellum, hefir á sér yfirskin kærleikans og svíkist að fólki með grímu sannleiks og vísinda, en þekkir hvorugt. Hjátrúin tekur sér mörg og dásamleg gerfi frá bollalestri, kristilegum vísind- um að trúnni á tilveru Djöfulsins í Hel- víti. Að dómi margra er Andskotinn aðal frumkvöðull og stjórnandi allra vorra hörmunga. Og mörgum finst, að Djöfsa vegna svo mikið — mikið betur í viður- eigninni við 'Jehova, að nú þurfi aiveg sérstakra ráðstafana við ef veröldin eigi ekki aö fá öll sín ráð og boð og bann beina leið frá Helvíti. En það furðuleg- asta er þó það, að þessar umkvartanir um vald þess illa og velgengni anti-krists, ásamt hræðslunni um að Guð allsherjar sé alveg að missa tök á heiminum, e: lang — lang mest áberandi hjá þeim ei fimbulfamba mest um kærleika og al- mætti Drottins. Slíkt er nú heldur engin smáræðis traustsyfirlýsing á guði þeim er þeir tilbiðja, því ef trúa mætti orðum þeirra vildi hann ekkert fremur en binda skjótan enda á vald Helvítis og afmá hvern púka af jörðu og í undirheimum. Ef þetta fólk tryði í raun og veru svona einlæglega, og þeir láta í veðri vaka, á almætti og kærleika guðs síns og vilja bans að bæta úr hverri þraut, því þá alt þetta óp og væl og vantraust á sigur hans. En þá kemur alt í einu upp úr kafinu að Jehova almáttug- ur þarfnast hjálpar, almættið: sjálft. Þessir postular Guðs- ríkis, eða ef svo mætti að orði kveða, þessir útvöldu “storm troopers” hans í þess- ari langdregnu og ógurlegu styrjöld gegn Fjandanum, virð- ast alvarlega hræddir um að skolli sé að snúa á Drottinn og máta hann. Það virðist ekki þurfa mikinn skilning til að sjá í gegn um kenningar, er inni- halda jafn barnalegar mótsagn- ir. Eg efa að nokkur vantrúar- maður hafi samið taiagnaðrí vantrausts yfirlýsingu á tilveru og almætti Guðs en þessir sjálf- stíluðu einkavinir hans. Ein af þessum nútíma glám- sýnum er, að það megi á fám árum með kristinni trú innræta mönnum svo mikinn kærleik, að ójöfnuður og sér í lagi styrj- aldir hverfi úr heiminum. í seinasta stríði sveik kirkjan um nær gjörvallan heim frelsara sinn og otaði mönnum til mann- drápa og hermdarverka. Munu formenn þessara nýju kenninga reynast hóti betri? Sannfæring mín er að svo muni ekki reyn- ast. Friður og jöfnuður ef slíkt má nokkurntíma ske, munu koma úr annari átt. Kirkju- menn um víða veröld sitja sem fastast í sama fari og áður. Þeir sviku friðarhöfðingjann, en höfðu ekki þá blygðun til að bera er kom Júdasi til að hengja sig. Allskonar kreddur og kreddu- deildir þróast hér í Ameríku. Flest eru þetta brot úr eldri kirkjudeildum. Sumir flokkarn- ir þykjast hafa fundið ný, en aðrir endurfundið gömul sann- indi.. Aðeins eitt sammerkir þá alla —- nefnilega vissan um að hver og einn hafi fundið æðstu sannindi lífsins og tilverunnar. En það er galli á gjöf Njarðar^ það sem einn telur lífsins veg dæma hinir fals og tál. Sumir prédika um djöfulinn og það skaðræði er af honum stafi, aðrir fullyrða að hann sé ekki til og sjá ekkert annað en “Uni- versal Mind”, anda, sem að mér skilst, sé jafnt í góðu og illu. Eg hefi. heyrt lýsingar á ríki djöfsa svo nákvæmar að ætla mætti að þeir er frá sögðu væru honum svo að segja handgegn- ir, aðra líka tala um að alt væri ást, guð, fullkomnun og fyrir- gefning. Og eftir að hafa hug- leitt allar þessar ósamstæður, og rent grun í að þetta væri hvort sem er aðeins atvinna sumra manna, þá lái eg ekki manninum er vildi engar af þessum nýjungum þýðast því eins og hann komst að orði — “The Hell of my fathers is good enough for me.” íslendingar hafa sem betur fer, lítið til málanna lagt. Flestir þeirra virðast lítinn gaum hafa gefið anti kristi “með beljandi hausinn” og alveg láðst að athuga að: “Hann þroskast með hverjum degi”. Eins hafa flest- ir látið sér nægja, ef þeir hafa skift sér af trúmálum, að taka fremur daufan þátt í öðru hvoru kirkjufélaginu og rífast um kirkjupólitík á mjög svo jarð- neskan máta. En á “frelsun”, “sáluhjálp” og launsátur og á- rásir Andskotans hafa sára-fáh nokkuð minst á svo mér sé kunnugt um. Fleiri munu þeir er hafa hugsað um hvort Jap- anar gætu ekki gert árás á landið heldur en að Fjandi gamli færi að leggja það undir sig. Vestur-ísl. hafa hjálpað sér sjálfir og svo hver öðrum og engin yfirnáttúrleg kraftaverk hafa gerst í nýlendum þeirra, svo orð fari af a. m. k. Sú trú er þeir hafa haft hefir dugað þeim og eg sé alls enga ástæðu að fara sérstaklega að hervæða þá gegn Anti-kristi núna. — Barnalegt þvaður um, að “lofa” almáttugum Guði að “ráða nið- urstöðum”, hefir ekki látið á sér bera því þeir hafa hingað til haft skynsemi til að sjá að; “almætti” mundi ekki hlýða boði né banni né þurfa mikilla ráðlegginga með. Eg lærði sem drengur að Guð hjálpaði þeim er hjálpa sér sjálfir sem er nokkurnvegin það sania sem að segja að hann taki ekki eins mikinn beinan þátt í kjörum vorum og sumir nútíma postular vilja vera láta. Um þessa kenningu kvað skáld- ið okkar K. N.: “Það hafa sumir þenna hjákát- lega sið, að hjálpa þeim sem ekki þurfa neinnar hjálpar við.” i Enda sýnir og sannar rejmsl- an að mennirnir verða að ráða sínum eigin siðum, hvað svo sem er rétt eða rangt um eigin- leika Drottins og stjórn hans á heiminum og kirkja hans er ekki líkleg að láta mikið til sín taka utan dauða ríkisins hinu- megin grafar enda er sáluhjálp hennar verksvið en ekki jarð- nesk pólitík. Af Anti-kristi og legiónum Helvítis hafa jafn- vel kirkjurnar flestar mjög ó- ljósar fregnir í seinni tíð svo hættan þaðan er nú e. t. v. ekki alveg eins alvarleg og sumir álíta vera. i Það er satt að við lifum á alvörutímum. Því meiri ástæða til að nota vitið og stillinguna og hjálpa sér þannig sjálfir. Og það er fals og tál að skella skuldinni á yfimáttúrleg yöld, ! vandræðin eru af mannavöldum, úrlausn verður einnig að koma frá okkur sjálfum. í tvö þus- und ár hafa menn hrópað til himins um hjálp, í tvö þúsund ár hafa þjónar Guðs og átrún- aðarmenn hans beðið um hjálp frá himni, árangurinn af því er öllum ljós. Þessi tvö þúsund ár hafa. hendur og heili unnið starfið, ræktað akra og engi, klætt og fætt börn jarðar, bygt, sáð og uppskorið, hugvit hefir fætt nútíma menninguna, og vitsmunir hafa hingað til verið það eina er nokkru hefir til vegar komið og verið besti post- | uli kærleikans, besti læknirinn og besta hjúkrunarkona allra andlega og líkamlegra meina. Meiri skilngur er vegurinn til framtíðar landsns. Að blanda trúmálum inn í það er bara bein helber vitleysa. íslendingar hafa eins og eg gat um áður furðu lítið yfir- 1 gefið kirkjufélög sín fyrir þessar 'nýju trúr. Bæði Únítarar og lúterskir hafa haldið sönsum ; og hingað til lítið blandað sam- an því andlega og veraldlega. ' Hvorugir virðast hafa falið Guði Iá hendur að ráða fyrir sér í atvinnumálum né pólitík, ein- 1 hvernvegin vist haldið að skyn- semin ein væri besti leiðsögu- | maðurinn, í veraldlegu málun- um. En nú eru óvanalegir tím- ! ar, eins og druknandi maður þrífur í hálmstrá þá má vel j vera að fólk hendi vitinu út um gluggan og setji í hásætið hind- j urvitni, og hjátrúna. Þegar illa gengur og margt amar að þá j gleymist svo oft aö annað en sorgr og þjáningar sé hlutskifti J vort. Og auðvitað er það mannlegur veikleiki að kenna j Bennett eða Fjandanum um það sem nú er að, það er svo auð- veld leið. En bláköld yfirvegun fellir ekki slíka dóma. Það er líka fljótgripið ráð að ákalla King og Guð í neyð vorri til að kippa öllu í lag, aðeins sá hæng- ur er á því ráði að — það gæti brugðist. R. H. Ragnar Kona nokkur keyrði bíl aust- an af Þingvöllum. Þegar hún kom niður í Mosfellssveitina, sá hún hvar símamenn voru að klifra upp símastaur, sem stóð við veginn. — En þeir asnar! segir hún þá við fólkiö, sem í bílnum var. Þeir halda víst, að eg hafi aldrei stýrt bíl fyrrí en nú. — Dvöl. KAUPIÐ HEIMSKRINGLU LESIÐ HEIMSKRINGLU BORGIÐ HEIMSKRINGLU

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.