Heimskringla - 11.07.1934, Síða 6
6. SÍÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPBG, 11. JÚLÍ, 1934
Jane Eyre
eftir
CHARLOTTE BRONTE
Kristján Sigurösson, þýddi
Mig þraut þol við þessar hugar kvalir, svo
að eg reis á hnén og litaðist um. Myrkur var
komið og stjörnur á loft, nóttin kyr og of
hýrleg og bjartleit til að hafa óttann að föru-
neyti. Vér vitum að guð er alstaðar, en að
vísu finnum vér það bezt, þegar hans dýrðlegu
verk blasa við oss; heiðloft himnanna knýja
heimar hans hljóðar hringbrautir og þar sjá-
um vér skírast, að honum eru engin takmörk
sett, að honum verður aldrei aflfátt, að hann
er alstaðar nálægur. Eg var risin á hnén til
að biðja fyrir Mr. Rcchester. Eg leit vetrar-
brautina gegnum tárin. Mig minti 'til þess,
að hún var gerfi óteljandi sólna, er voru á að
líta eins og lítil ljósrák, og þá kendi eg krafta
guðs og mikla máttar. Vísan þóttist eg þá
eiga dug hans til að bjarga því sem hann
hafði skapað, mér óx traust til þess að jörðin
mundi ekki farast né nokkur sál sem hún
hefði vandlega geymda. Bænir mínar snerust
til lofs og þakka: Uppspretta lífsins var einnig
sálnanna Frelsari. Mr. Rochester var ekki
við neinu hætt, hann var guðs og drottinn
gætti hans. Við það lagðist eg aftur fyrir og
gleymdi hörmum mínum í fangi svefnsins.
Daginn eftir flugu fuglar af hreiðrum,
býflugur sveimuðu í brum sólar að safna lyng-
móa hunangí áður en dögg þryti, morgunsárs-
ins löngu skuggaj- urðu skammir, sól skein
um loft og láð, en mín vitjaði skortur, bleikur
og ber, eg settist upp og litaðist um.
Hve veðrið var heitt og blítt og fagurt þenn-
an dag! Hvílík auðn með glóandi gulls lit
var þessi víða heiði! Alt var reifað í sólar
Ijóma. Eg vildi eg gæti dvalið á henni og
lifað við sólskin. Eg sá eðlu hlaupa á steini
og býflugur að verki á sætum bláberjum.
Fegin vildi eg, þá stundina verða að eðlu eða
býflugu, svo að eg mætti fá hæfilega næringu
og varanlegan samastað á þessum slóðum. En
eg var mensk manneskja með menskrar mann-
eskju þörfum og mátti ekki tefja þar sem ekki
var neitt til að fullnægja þeim. Eg stóð upp
og leit á bæli mitt, vonlaus með öllu og óskaði
þess, að skapari minn hefði látið sér líka að
heimta sál mína af mér, meðan eg svaf, og að
þessi kroppur, leystur með andláti frá frekaF
átökum við forlögin, ætti ekki annað eftir en
visna í ró, og blandast í friði við moldina á
þessum eyðimó. En líf var mér enn í sjálfs
vald sett, með kröfum þess og kvölum og ráða-
gerðum. Baggann varð að rogast með, þola
kvölina, gera ráðin og standa við þau. Eg hélt
af stað.
Frá Whitcross fór eg undan sól, sem þá
var komin hátt á loft, og þegar eg var búin
að ganga lenga lengi svo að eg þóttist mega
með góðri samvizku láta undan þreytunni, sem
sótti á mig, þá settist eg fyrir og lét vanmegn-
ið ráða, sem læsti sig um limi mína og huga.
Eg leit upp og litaðist um við að heyra klukkna
hringing.
Þá sá eg inn á meðal múlanna, sem eg
hafði lengi séð í fjarska húsa þorp og kirkju-
turn í fögrum dal með ökrum og bithögum og
skógarreinum á víxl, en á liðaðist eftir dal-
botninum í mörgum bugðum. Eg heyrði hjóla-
skrölt á brautinni, hvarf þangað aftur og sá
hlaðinn vagn mjakast upp brekku og þaðan
ekki langt á burt gat að líta kúasmala með
tvær kýr. Mannabygð og manna störf voru í
nánd; eg hlaut að keppast áfram, berjast við
að lifa og beygja bakið til vinnu líkt og hinir.
Eg náði til þorpsins stundu fyrir nón, við
endann á götunni í gegnum það var dálítil
búðarhola með bakstri í glugga. Mig sár-
langaði í kökumar, hugsaði að við þá nær-
ingu rtiundi eg hressast og fá nýjan kraft, því
þess fanst mér eg þurfa með, til þess að geta
umgengist fólk, og einkum fanst mér minkun
að því, ef það skyldi líða yfir mig á almanna-
færi. Hafði eg ekkert á mér til að skifta fyrir
einn kökusnúð? Lítinn silkiklút hafði eg um
hálsinn og glófa á höndunum. Eg kunni ekki
að gera mér í hug, hvemig fólk færi að, ef
það var alslaust og illa haklið af skorti, vissi
ekki hvórt þessir munir yrðu teknir, en hugs-
aði mér að reyna.
Kona var í búðinni þegar eg kom inn, og
er hún sá allvel búinn kvenmann koma, hefð-
arlega að hún hélt, gekk hún fram og gerði
sig mjúka. Hverja þjónustu hún mætti veita
mér? Þá greip mig blygðun, tungan hafnaði
því að frambera þá bón, sem eg hafði hugsað
mér. Eg hafði ekki kjark til að bjóða henni
borna fingra vetlinga eða krumpaðan klút:
mér fanst það svo alveg fráleitt, alt í einu. —
Eg bað, í þess stað, um leyfi til að tylla mér
litla stund, mér væri ómótt. Þegar henni
bmgðust viðskiftin, varð hún kuldaleg oct
benti mér á stól. Mig langaði mikið til að
gráta, en fanst staður og stund svo illa til
fallin, að eg bældi niður grátinn. Eftir skamma
stund innti eg hana eftir, ef nokkur fengis*
við að búa til fatnað eða gera við í þorpi þessu
“Já, tvær eða jafnvel þrjár og er full-
mikið.”
Eg hugsaði mig um. Nú rak nauður i
eftir; eg var svo stödd, að eg átti ekkert at-
hvarf, engan vin, ekki einskilding. Eg hlaut
eitthvað ráð að taka. Hvað? Eg mælti ti.1 að
leita fyrir mér. Hvar? Eg spurði konuna:
“Veiztu af nokkrum stað hér í nánd, þa1
sem stúlka gæti fengið vist?”
“Nei, ekki veit eg af neinu svoleiðis?”
“Hver er helzta atvinnan hér um slóðir?
Hvað er það sem flestir gera?”
“Sumir ynnu sveitavinnu, heilmargir
hefðu atvinnu í nálasmiðju Mr. Olivers og
steypuverkinu.”
“Hvort nokkurt kvenfólk ynni hjá Mr.
Oliver?”
“Nei, tómir karlmenn.”
“Og hvað gerir kvenfólkið?”
“Ekki, veit eg það,” var svarið. "Sumav
gera þetta, aðrar gera hitt. Þeir fátæku verða
að bjarga sér eins og bezt þeir geta.”
Hún sýndist vera leið á þessum spurning-
um, enda átti eg ekki mikið með að ónáða
hana. Einn eða tveir nágrannar komu inn
það var auðséð, að stóllinn var þeim ætlaður,
eg kvaddi og fór.
Eg horfði upp á öll húsin í þessu einr
stræti, ekki gat eg gert mér erindi í hug eða
ástæðu til að ganga inn í neitt þeirra. E^
reikaði alt um kring hverfið og stundum út úr
því, mikið þjáð af næringar skorti, í klukku-
stund eða meir; loksns rölti eg útúr götu ogsett
ist undir gerði. Eftir litla stúnd var eg samt
staðin upp og komin á ról til að leita að ein-
hverju. Eg kom að laglegu litlu húsi með
blómgarði forkunnar vel hirtum og fallegum;
þar var dyrabjalla vel fægð og henni hring"
eg, með hálfum huga. Ungur kvenmaður
kom til dyra, góðlegur og hreinlega til fara.
Eg spurði lágri röddu og hikandi, sem var sam-
boðin vonlausum huga og vanburða líkama,
hvort hér vantaði ekki vinnukonu.”
“Nei,” sagði stúlkan, “við höldum ekk'
vinnukonu.
“Getur þú sagt mér hvar eg mundi geta
fengið atvinnu, af einhverju tagi?” segi eg.
“Eg er ókunnug hérna og þarf að fá eitthvað
að gera, — hvað svo sem það væri.”
En það var ekki í hennar verkahring, að
hugsa fyrir mig eða leita að stöðu handa
mér, þar að auki mun henni hafa þótt eg tor-
tryggileg. Hún hristi höfuðið “því miður gæti
hún ekki gefið mér neinar upplýsingar” og
aftur lukust þær dyr, mjúklega og kurteislega,
en lokuð var eg utan þeirra dyra. Ef hún
hefði haldið hurðinni á gátt svolítið lengur,
þá hefði eg beðið um brauðbita, því að eg var
langt leidd. Til þorpsins leiddist mér að hverfa
aftur, mér fanst þaðan leggja nízku og ágirnd;
til forsælu í skógi langaði mig, en var s
veikburða og vesöl og hungruð, að eg vafraði
ósjálfrátt þangað sem mannabygð var og von
einhverrar næringar. Ekki er einvera girnileg
né hvíld, meðan sá grimmi gammur, hungrið,
læsir nefi og klóm í kvið manns. Eg hvarflaði
að húsum og frá þeim aftur, æ ofan í æ; altaf
hrökk eg frá af því að eg mintist þess, að
eg ætti eng^ heimtingu á að biðja né rétt ti.l
að vænta hluttekingar í kjörum mínum og ein-
stæðingsskap. Svona leið á daginn, að eg
reikaði til og frá eins og óskila rakki,. Þá varð
mér litið á kirkjuturninn og flýtti mér þangað,
nálægt kirkjugarðinum stóð lítið, velvandað
hús í gerði, það þóttist eg vita að væri prests-
húsið; mig rankaði þá við, að þegar fólk
kemur þangað, sem það er ókunnugt, að leita
atvinnu, þá sækir það stundum ráð eða at-
beina til prestsins. Prestanna ætlunarverk er
að hjálpa — með ráðtfm að minsta kosti —
þeim sem gimast að hjálpa sjálfum sér. Mér
fanst eg hafa einhvern rétt til að leita að-
stoðar á þessum stað. Svo eg tók kjark í
mig og herti mig, og klappaði á eldhúsdyrn- '
ar. Gömul kona gegndi og eg spurði hvort
þetta væri prestsetrið.”
“Já.”
“Er presturinn heima?”
“Nei.”
“Kemur hann bráðum heim?”
“Nei, hann fór burt úr sókninni.”
“Langt?”
“Ekki mjög langt, svo sem þrjár mílur.
Hann fekk boð, að faðir hans væri dáinn.
Hann er í Marsh End (Mýrabotni) og verður
líklega burtu í hálfan mánuð.”
“Prestskonan heima?”
“Hér er engin maddama nema eg og eg er
bústýra”, svaraði hún ,og satt að segja, lesari
sæll, hana gat eg ekki beðið — eg fekk mig
ekki til að betla, enn sem komið var, og
skreiddist burt.
Nú tók eg hálsklútinn af mér og hugsaði
til bakara búðarinnar, þangað hélt eg, alveg
ósjálfrátt. Ó, hvað mig langaði í brauðbita!
Eg gekk inn í búðina, og þó að þar væru fleiri
fyrir, heldur en sú sem fyrir réði, þá bar eg
strax upp erindið — “hvort hún vildi gefa mér
brauðsneið fyrir þennan klút?”
Hún leit á mig og var auðsjáanlega tor-
Hyggin; “Nei, hún seldi alflrei neitt svoleiðis.”
Eg bað þá um hálfan hlef, en hún neitaði.
“Hvernig átti hún að vita, með hverju móti cg
væri að klútnum komin?”
“Vildi hún taka hanskana mína?”
“Nei! hvað ætti hún að gera við þá?”
Sumum þykir gaman að rifja upp erfið-
leika sinnar fyrri daga, en mér er svo farið, a"
eg get varla hugsað til þessara vandræða daga;
nko!ltu, danarfo mbcsvoff víariakerýeoa?ant
sneypa, og líkamlegar kvalir voru svo megnav
að mér er ennþá kvöl að því, að minnast
þeirra. Eg lasta ekki neina af þeim sem eg
leitaði til. Vanalegir betlarar eru oft illa séðir
og grunaðir, vel klæddur betlari altaf. Að vísu
betlaði eg um atvinnu, en hverjum bar skylda
til að sjá mér fyrir vinnu?”
Undir rökkrið bar mig að kotbýli, hús-
ráðandi sat við opnar dyr og snæddi kveldverð
sinn, brauð og ost. Eg stóð við og sagði:
“Viltu gefa mér brauðbita, eg er fjarska
svöng?” Eg sá að hann varð hissa, en hann
skar þykka sneið af hleif sínum og rétti mér
orðalaust. Hann hélt víst, að eg væri etoki
betlari, heldur vel búin frauka sem væri for-
vitni á að smakka á rúgbrauði hans. Eg fó-
í hvarf við bæinn, settist niður og át brauðið.
Eg leitaöi næturstaðar í skógi, en fekk
litia sem enga hvíld; jörðin var rök og svöl,
eg varð vör við mannaferð hvað eftir annað
og færði mig til, svo að eg var hvorki róleg né
óhult. Undir morguninn fór að rigna og því
hélt allan næstá dag. Allan þann dag var eg
á rölti og betlaði um vinnu, en var alstaðar
vísað frá; einu sinni fekk eg að smakka mat;
lítil stúlka kom út úr koti með li'tla leirskál.
í henni var þykkur grautur, kaldur, sem hún
ætlaði að láta í trog hjá svíni. “Viltu gefa
mér þetta?” spurði eg. Barnið glápti á mig
og kallaði hátt:
“Mamma! það er komin ókunnugur kven-
maður, sem biður um áð gefa sér grautinn”.
Þá var svarað inni fyrir:
“Jæja telpa mín, þú mátt gefa henni
grautinn, ef hún er beltari, grísinn hefir nóg
samt.”
Stúlkan helti úr skálinni í lúkur mínar og
eg gleypti í mig grautar þyknið.
Eftir þetta ráfaði eg reiðgötu víst í
klutokustund; enn rigndi og eg var gagndrepa
fyrir löngu, máttfarin, skjálfandi af kulda,
hungruð og svo einmana, að eg get þeirri ör-
vænting varla lýst. Mér þótti líklegast, að eg
yrði úti þá nótt, og var að spyrja sjálfa mig aft-
ur og aftur: Hví skyldi eg ekki vera ásátt með
að deyja? Af hverju á eg að berjaSt við að
halda einskisverðu lífi? Af því að eg veit eða
trúi því, að Mr. Rochester sé á lífi og svo af
því, að það er gagnstætt eðli þess sem lifir, að
deyja úr skorti eða’ kulda mótstöðulaust. Ó.
forsjón! gef mér karfta svolítið lengur! —
Hjálpaðu mér, leiddu mig!
Þorpið var komið í hvarf fyrir löngu. Eg
var komin út að heiði, því að ekki sá til bygð-
ar, aðeins stöku gerði, og alstaðar slétt nema
í eina átt, þar bar dökka hæð við skuggalegt
loft. Eg hugsaði með mér: “þar vil eg heldur
leggjast til hinstu hvíldar, en á alfara vegi, og
betra þykir mér að hræfuglar slíti hold mitt,
en að því verði troðið í líkkistu erviðishúss
lima og holað niður í öreiga gröf.” Því stefndi
eg á hæðina og er þangað kom, fór eg að
svipast um eftir laut til að leggjast fyrir í,
mig langaði að minsta kosti í fylgsni þar
sem eg gæti falist, þó ekki væri óhult.
En er eg ráfaði þannig um blautan mosa
og rennvott lyng, sá eg ljósi bregða fyrir alt í
einu. Mér datt í hug villuljós eða hrævar-
eldur og átti von á, að ljósið hyrfi strax, en
það .hvorki óx né dvínaði, svo að eg stefndi á
það; eg datt hvað eftir annað, og í fyrsta
, sinnið stóð eg seint upp, hugsaði með mér,
lf hve hægt væir að láta þar fyrirberast, ef
frost væri og kólgan færði yfir mann doða
dauðans, en vætan var svo áleitin, að eg stóð
áfæturoghélt áfram. Mýrar slakki varð fyrir
mér, þar sökk eg í bleytuna öðru hvoru og
stundum skalf alt og titraði í kringum mig.
Þegar mýrina þraut, sá í hvíta ræmu, það var
gata með hvítum sandi, skömmu seinna varð
fyrir mér gerði af heggviði, eg þreifaði með
fram því, unz eg kom að hliði, því lauk eg upp
og skjögraði upp götu að húsi. Þá var ljósið
horfið, svo eg færði mig meðfram húsinu, þar
til ljósið blasti við mér úr glugga, sem náði i
niður að jörð; íviðja huldi hann að neðan- |
verðu og opið milli hans og gluggakistu, er i
færði sundur laufin og þá gerði eg bæði a '
heyra og sjá alt inni fyrrr. Gólfið var tá- i
hreint qg Stráð hvítum sandi, há og mikil kista
með draghólfum stóð við vegg, með mörgum
pjáaur diskum, sem blflíuðu í rauðu skini arin- [
glóðar, klukka stóð þar upp við vegg, nokkrir ;
stólar og ómálað borð og þar stóð stjaki með
kertaljósi, sem eg hafði runnið á. Við borðið !
sat gömul kona, stórskorin, hreinleg og mjög |
vel hirt, og var að prjóna.
Sitt hvoru megin hlóða, í þessari rósa
rauðu, vörmu eldastofu, sátu stúlkur tvær
auðsjáanlega mentaðar og fyrirmannlegar,
önnur á lágri skör, hin í stólruggu; önnur
hafði kött í keltu sinni, hjá hinni lá stór hund1-
ur og lagði trýnið á hnéð á henni; báðar voru
k!æddar svörtum sorgarbúningi, svo að þeirra
hvíta hörund sýndist enn skærara en ella. Þær
höfðu lítið borð milli sín og stóra bók á, sem
þær flettu við og við en lásu þess í milli í
smæi*ri bókum, sem þær héldu á. Eg heyrði
hvert orð sem sagt var.
“Heyrðu nú, Diana,” sagði önnur stúlkan,
“eg er komin að því, þegar hann segir draum
s'nn: “þá gekk fram einn döktour á að líta
sem nóttin.’ Þetta er góð lýsing á óskírum,
máttugum erkiengli, finst þér ekki?. ‘Eg veg
hugsanir í skálum þótta míns og athafnir á
vætt minnar gremi’. Finst þér ekki þetta vel
s-agt?” Þær tóku þetta upp aftur og aftur á
framandi tungumáli, svo að eg kannaðist vel
I við það síðarmeir, þegar eg fór að læra þýzka
tungu sjálf.
\
“Tala nokkrar manneskjur til svona?”
; spurði sú aldraða upp úr prjónunum.
Þær svöruðu og nefndu gömlu toonuna
nafninu Hannah, að þetta tungumál væri talað
, í miklu stærra landi heldur en England væri.
“Ekki get eg ímyndað mér, hvemig það
fólk fer að skilja hvert annað,” svaraði hún
oe nú hófst viðtal þeirra á milli, en af því
skildi eg, að faðir meyjanna var nýdáinn, að
bæv höfðu iþá verið fjarverandi, en að bróðir
bra!vva. St. John að nafni, hefði verði nær-
staddur, en væri nú heman genginn; talinu
lauk með því að fyrirbúa honum kveldverð og
; þeim öllum.
E<? skreiddist nú til dyranna og barði,
! Hanuah gamla kom fram, hleypti frá lokum
og spurði:
“Hvert er erindið?” Hún hafði kertaljós í
| hendi og virti mig vandlega fyrir sér.
“Get eg fengið að tala við stúlkurnar?”
j spurði eg.
“Þér er bezt að segja mér erindið. Hvaðan
ertu?”
“Eg er framandi hér.”
“Hvaða erindi áttu hér, á þessum tím'5
dægurs?”
“Eg þarf skýli í útihúsi, eða einhversstað-
ar, að sofa í og bita að borða.”
Eg sá tortrygni á Hönnu gömlu, sem eg
ó'ttaðist mest. Hún þagði við, segir svo: “Eg
skal gefa þér brauðbita, en við getur ekki lof-
að umrenning að vera. Það segir sig sjálft.”
“Lof mér að liafa tal af ungu stúlkun-
um?”
“Nei, það verður ekki af því. Til hvers ætti
það að vera? Þú ættir ekki að vera á ferli
svona seint. Það lítur alt annað en vel út.”
“En hvert á eg að fara, ef þú vísar mér
burt? Hvernig á eg að fara að?”
“Eg þori að segja, að þú veizt hvert þú
átt að fara og hvemig þú átt að fara að.
Passaðu þig bara að villast ekki á glapstigu.
Það er alt og sumt. Hérna er einskildingur;
farðu svo —’’
“Eg get ekki borðað einskilding og eg er
ekki fær um að ganga lengra. Lokaðu ekki —
Ó, í guðs bænum lokaðu ekki!”
“Eg má til, vætan sækir á—”
“Segðu stúlkunum frá. Lof mér sjá þær.”
“Nei, alls etoki. Þú ert ekki. eins og þú
ættir að vera, annars hagaðir þú þér ekki til
svona. Farðu.”
“En eg lifi ekki af, ef þú út'hýsir mér.”
“Það er líkast til, eða hitt þó heldur, með
þig og þína líka. Ef nokkrir af þínum félags-
skap hanga hér í kring, í því skyni að brjótast
''un, bá máttu skila til þeirra, að við séum etoki
einar hérna, við höfum karlmann og hunda
’Og byssu.” Hér með lokaði sú harðfenga og
heiðarlega vinnukona dyrunum og skaut slá
| fyrír.
Mér fanst eg ekki geta fært mig úr stað,
| svo að fram komin var eg, bæði á líkama og
sál. Eg hneig niður á dyra þrepið og grét. Ó,
þessi síðasta lífsstund, með hryllilegu móti fór
hún að! Ó, sú einvera og útilokun frá manna-
, bygð! Ekki bilaði mig aðeins von, heldur
bvarf mér líka hreysti, um stundar sakir. Þegar
lítið leið frá, fór eg að herða hugann og segi
j upphátt við sjálfa mig:
“Eg trúi á drottinn. Eg vil reyna að
bíða pess sem hann vill vera láta, með þögn og
þolinmæði.”
Þá var ansað rétt hjá mér: “Allir hljóta
að deyja, en ekki dæmast allir til að deyja um
aldur fram við langar kvalir; en það mundi
verða þitt hlutskifti, ef þú færist af skorti.”
Með það vatt karlmaður sér að djTunum og
barði.
“Er þetta þú, Mr. St. John?” kallaði
Hannah inni fyrir. Maðurinn játaði því.
“Er þér ekki ósköp kalt? Þú hlýtur að
vera hrakinn, í þessu veðri. Komdu fljótt inn,
systur þínar eru farnar að undrast um þig og
eg held það séu einhverjar hræður hér á
sveimi. Það kom hér kvenmaður að betla —
og fór þá aldrei! Lagðist hér fyrir! Svei, svei,
hypjaðu þig! Snáfaðu burtu, segi eg!”
Maðurinn þaggaði niður í þeirri gömlu,
' sagðist hafa heyrt til okkar og þurfa að gæta
betur að hvernig á stæði. — “Ungi kvenmaður,
stattu á fætur og gakk á undan mér inn í
hýbýlin,” mælti hann til mín.