Heimskringla - 15.08.1934, Síða 4
4. SlÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPBG, 15. ÁGÚST, 1934
Ulctmskrínnla
(StofnuO 1S86)
Kemur út á hverjum miðvikudegi.
Eigendur:
THE VIKING PRESS LTD.
853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg
Talsímis 86 537
Verð blaðsins er $3.00 árgangurinn borgist
fyrirfram. Allar borganir sendist:
THE VIKING PRESS LTD.
511 víðskifta bréf blaðinu aðlútandi sendist:
Manager THE VIKING PRESS LTD.
853 Sargent Ave., Winnipeg
Ritstfári STEFÁN EINARSSON
Vtanáskrift til ritstjórans:
EDITOR HEIMSKRINGLA
853 Sargent Ave., Winnipeg
“Heimskringla” is published
and printed by
THE VIKING PRESS LTD.
853-855 Sargent Avenue, Winnipeg Man.
Telephone: 86 537
WINNIPEG, 15. ÁGÚST, 1934
FÁEIN ORÐ TIL KAUPENDA
Enn vill Heimskringla minna áskrifend-
ur, þá er henni skulda, á ásrikftargjöld
sín. Þó henni sé það ekki kært, og hún
fari nærri um hag manna, verður stund-
um fleira að gera en gott þykir. Fjár-
hagurinn er annað veifið að minsta kosti
svo erfiður að lán verður að taka á lán
ofan, en hjá slíku væri oftar hægt að
komast, ef aðeins áskriftagjöld hennar
kæmu inn jafnara, en raun er á. Það eru
því vinsamleg tilmæli blaðsins, að þeir
sem þess eiga nokkurn kost, bregðist
vel við beiðni þess um skjót skil. Það er
ekki aðeins að það greiði fram úr yfir-
standand erfiðleikum, heldur sparaði það
blaðinu fé, að þurfa ekki að kosta til
að senda mann út um bygðir og ból í
innheimtu erindum. Og í fullri von um að
áskrifendur líti sanngjörnum augum á
þetta, munum vér með hverjum pósti,
eftir útkomu þessa tölublaðs, búast við að
sjá þess nokkurn vott í verki.
Umboðsmenn bláðsins munu og greiða
fyrir þeim áskrifendum er þess æskja.
Aðal atriðið er, að blaðið þarf nú sérstak-
lega á “Fróðamjöli” að halda til lukning-
ar skuldum sínum og væntir því skjótrar
aðstoðar vina sinna eftir efnum hvers og
ástæðum.
STEVENS OG VIÐSKIFTAREKSTURINN
Fyrir nokkru hélt Hon. H. H. Stevens,
verzlunarmálaráðherra Benn,ett-stjórnar-
innar ræðu í Ottawa á fundi flokksmanna
sinna um hvers hann hafði orðið vísari
um iðn- og viðskiftarekstur landsins. En
eins og kunnugt er, hefir rannsókn stað-
ið yfir um þetta um hríð, sem hann hefir
veitt forstöðu. Þrátt fyrir það þó ekki væri
til þess ætlast, að ræðan yrði prentuð,
voru nokkur númer af henni vélrituð og
send nokkrum mönnum, er trúað var
fyrir að hún yrði ekki birt í blöðum. En
hér fór öðru vísi en ætlað var. Ýms blöð
komust yfir ræðuna og sum þeirra, sér-
staklega nokkur andstæðinga blöð stjóm-
arinnar og hatursmenn Hon. H. H. Stev-
ens, birtu hana. Áður höfðu ýms félögin,
sem nefnd eru í ræðunni, komist að því,
að ræðan hafði borist æði mörgum og
hótuðu málsókn á hendur stjóminni.
Lýsti þá stjómin yfir, að hún væri ekki
vörd að útbreiðslu ræðunnar og heimti
inn þau númer af henni sem út voru
send. Út af þessu hefir Hon. H. H.
Stevens verið blátt áfram ofsóttur og
blaðið Free Pess í Winnipeg, heldur því
fram meðal annars í þremur ritstjórnar-
greinum sem það hefir skrifað um þetta
mál, að Mr. Stevens sé óhæfur til að skipa
opinbera stöðu og talar djarft um, að
hann verði að reka frá formannsstarfi
því er hann skipar í konunglegu rann-
sóknarnefndinni, sem viðskiftarekstur
landsins er nú að athuga. Aðal ástæðan
sem blaðið færir fram, er sú að ræðuna
hafi verið með öllu ótilhlýðilegt að birta,
áður en rannsókninni er lokið. Slíkt sé
ósanngjarnt gagnvart félögunum, sem til
greina koma við rannsóknina. Satt að
segja virðist þessi gauragangur allur gegn
Mr. Stevens eingöngu af pólitízku flokks-
hatri spunninn. í þessari ræðu hans er fátt
eða ekkert, sem ekki hefir áður verið
eftir honum haft í sambandi við rann-
sóknina. Og Mr. Stevens kveðst reiðu-
búin að verja staðhæfingar sínar í ræð-
unni um viðskiftin fyrir rétti og býður
félögunum þann kostinn, úr því þau finni
sig ranglæti beitt. Önnur ummæli and-
stæðinga sinna telur hann markleysu,
eins og t. d. það, að hann hafi ætlað sér
með ræðu þessari að vinna stjónarfor,-
menskuna úr höndum Mr. Bennetts, eða
að hún hafi verið brædd og slegin til þess
eins að vera kosningaplata. Vegna þess
styrs, sem um Mr. Stevens stendur nú út
af ræðunni, virðist liggja beinast fyrir, að
birta hana hér og gefa lesendum kost á
að yfirvega hana og dæma sjálfum um
efni hennar. Hún flytur auk þess, sem
henni er til foráttu fundið af andstæð-
ingum Mr. Stevens ýmsan fróðleik, sem
þess er verður að hver borgari landsins
viti. En vegna þess hve löng ræðan er,
verður ekki hægt að birta hana alla í einu
blaði, jafnvel þó ekki sé fylgt nema yfir-
liti því, er í blaðinu Free Press birtist, en
sem telja má þó að geti um alt, er nokkru
varðar í ræðunni. Er það sem hér fylg-
ir:
Inntak úr ræðu Hon. H. H. Stevens
“Á þeim árum sem eg hefi verið þing-
maður, hefi eg leitast við að kynna mér
hag landsins all-ítarlega. Með öllu er að
velferð þjóðfélagsins í heild sinni lítur,
hefi eg reynt að fylgjast. Það sem athygli
mín hefir þó sérstaklega beinst að, eru
kjör alþýðu. Er mér það eins ljóst og
nokkuð getur verið, að í einni fjölmenn-
ustu stétt landsins, er nú við lítt viðráð-
anlega erfiðleika að stríða. Nokkrir
eiga meira að segja við neyð að búa. Það
er bændastéttin sem eg á við. Satt er
það að fleiri eiga um sárt að binda, en
eg er á því, að verðfall á framleiðslu bónd-
ans hafi numið meiru, en tap nokkurs
annars iðnaðar. Þannig slær það mig að
minsta kosti. Um 50 af hundraði allra
landsmanna stunda búnað eða starfa við
búnaðaframleiðslu á einn eða annan hátt.
Það virðist því með réttu mega segja, að
helzti stólpi þjóðlífsins sé búnaðurinn.
Eg skal samt taka það fram, að eg er
jafn minnugur á það sem aðrir gera vel
fyrir þjóðfélagið, þó mér komi búnaður-
inn fyrir sjónir sem fremsta iðnaðargrein
landsins.
Af þessu hefir sú skoðun fest rætur í
huga mínum að þeir sem að einhverju
leyti bera ábygð á hag þjóðfélagsins og
velferð, ættu að finna það sjálfsagða
skyldu sína, að reyna að ryðja torfærun-
um sem eru á leið búnaðarins úr vegi.
Mín skoðun er gú að á því ríði meira en
nokkru öðru.”
Erfiðleikarnir skýrðir
t hverju eru erfiðleikarnir fólgnir? í
tvennu, segir Mr. Stevens, Sumpart stafa
þeir af ástandinu í heiminum eða sem
segja mætti út á við, en þar skoðar hann
að Canada fái ekki mikið að gert. Að
öðru leyti stafa erfiðleikamr af misfell-
um í þjóðfélaginu sjálfu, eða inn á við. í
því sambandi minnist Mr. Stevens á korn-
framleiðslu landsins. Telur hann svo
mikið útflutt af hveiti, að borið saman
við neyzluna heima fyrir verði slíkt ávalt
erfitt viðfangs. Hann segir:
“Við höfum gert alt sem hugsanlega er
hægt að gera, en við getum ekki ráðið
verðinu á hveiti.
En hvað er með aðrar búnaðar afurðir?
Hér um bil 98 af hundraði af öllu nauta-
kjöti sem hér er framleitt, er neytt í
Canada. Á því virðist mér að við ættum
að geta ráðið verði. Af svínakjöts fram-
leiðslunni hér, er um 90 af hundraði neytt
í landinu. Smjör er lítið sem ekkert sent
út úr landinu. Neyzla þess á ári í Canada
nemur 320,000,000 pundum; aðeins
4,000,000 pund eru send út úr landinu. Af
osti sem gerður er í landinu, er 40—50 af
hundraði neytt hér. Af eggjum er nálega
ekkert sent út úr landinu.
Þegar þess er gætt, að hér er um marg-
ar helztu búnaðar-afurðir að ræða og að
tiltölulega lítið af þeim er sent til annara
landa, verður það ljóst, að Canada getur
sjálft ráðið verði á þeim. Og mín skoðun
er sú, að það eigi og verði að gera
það. Haustið 1933 hélt eg ræðu um
gripasölu í Winnipeg, af engri annari á-
stæðu en þeirri, að eg gat ekki orða
bundist, er mér varð kunnugt um verðið,
sem bóndinn þá var að fá fyrir afurðir
sínar. Svínakjöt var þá að vísu smátt og
smátt að hækka í verði, vegna þess að
nokkuð var þá hægt að selja af því, sam-
kvæmt Ottawa-samningunum, til Bret-
lands. En með nautakjötið var annað.
Fyrir þriggja vetra gömul geldneyti úr
vestur fylkjunum, sívölum á skrokkinn og
gljáandi af góðu eldi, var bóndanum greitt
á búgarðinum hálft annað cent fyrir pund-
ið. Eg kallaði þetta þá svívirðilegt, og
mun láta það orð gott heita yfir það enn.
Orsökin?
Þetta gat enginn horft á aðgerðarlaus.
Eg fór í alvöru að skygnast eftir ástæðum
fyrir því. Og eg varð sannfærður um, að
hún væri sú, að eitt félag eða tvö í mesta
lagi, réðu lögum og lofum í þessum við-
skiftarekstri. Og nú eftir rannsóknina,
er eg sannfærðari um þetta en nokkru
sinni fyr. Eg ætla aðeins að benda á
eitt dæmi til að sýna ykkur hvers vegna
eg er það. Á síðast liðnum fjórum árum,
hefir verið eins og við allir vitum ein sú
mesta kreppa, er sögur fara af. Viðskifta-
stofnanir einstaklinga hafa riðað á glöt-
unar barmi. Og bændum hefir verið
greitt svo lágt verð fyrir vörur sínar, að
stór-hneyksli hefir verið að. En á þessum
fjórum hallæris árum, hafa Canada Pack-
ers félagið grætt meira en nokkru sinni
fyr. í sjóðum þess hefir svo hækkað, að
óvanalegt er í almennum viðskiftum. Það
er sannleikurinn um það. Eg endurtek
það, að á sama tíma og bóndanum er
greitt lægra en menn muna fyrir afurðir
sínar og meðan kreppan stendur sem
hæst, eru félögin sem tögl og hagldir hafa
á þessum viðskiftum, að raka saman
meiri gróða, en saga þeirra getur um að
þau hafi nokkru sinni gert.
Vinnulaun í iðnaðarstofnunum
Annað sem eg vildi minnast á, er það,
að í júlí og ágústmánuði í fyrra var me*r
tjáð, að ástandið í sumum iðnaðarstofn-
unum landsins væri svo herfilegt, að eg
gat ekki trúað því. Við nálasmíði, skó-
gerð, og húsgagnasmíði, var mér sagt, að
vinnulaun og kjör verkamanna væru svo
bágborin, að eg gat ekki fengið mig til
að trúa ,að það ætti sér stað í Canada.
Mig fýsti ekki til að trúa því og einsetti
mér að rannsaka það sjálfur. Og hvers
varð eg vísari? Þess eins að það var alt
óhrekjanlegur sannleikur, sorglegur sann-
leikur.
Til þess að minna ykkur á að hér e:
ekki um smáiðnað að ræða, eða aðeins
fáa verkamenn, vil eg benda á þetta: það
eru því sem næst 60,000 manns, sem
vinnur að nálasmíði í tveimur fylkjum
Canada, aðallega Ontario og Quebec. Af
þessum 60,000, er mér óhætt að fullyrða,
að 40,000 höfðu lægri vinnulaun og lé-
legri aðbúð, en eg bjóst við að menn í
þessu land sættu sig við. Vinnulaunin
voru $3, $4, $5, $6, $7, og $9 á viku. í
borgum Mið-Evrópu nú eða á Lancashire-
vekstæðunum 1840 til 1850, hefði eg get-
að hugsað mér að annað eins gerðist og
það er eg sá þama, en alls ekki í Canada.
Rannsóknin hefir fyllilega leitt í ljós, að
það sem eg hélt fram í ræðu minni í
Toronto, er sannleikur. (Ræða þessi varð
til þess að farið var að rannsaka við-
skiftareksturinn). Þeir eru til, er halda
að þessu ætti að vera haldið leyndu og að
sem minst ætti að vera um það sagt. Eg
get ekki verið þeim mönnum sammála.
Eg skoða það alveg eins hættulegt þjóð-
líkamanum að halda þessu meini leyndu
og það er fyrir mann með smittandi sjúk-
dóm, að leyna því. Hér er um mein að
ræða, er velferð þjóðfélagsins háir og eg
hika ekki við að halda því fram, að það
sé verkefni stjórnmálamanna, að reyna
að lækna það eða ráða bætur á því. Sé
þessu enginn gaumur gefinn, grefur
meinið vissulega um sig og verður fyr
eða síðar hagfræðisskipulagi þjóðfélags-
ins að falli.
Það segir sig sjálft, að ef tvær fjöl-
mennustu stéttir þjóðfélagsins, bændur og
verkamenn, fá ekki notið svo mikils arðs
af vinnu sinni, að þeir geti veitt sér helztu
lífsnauðsynjar sínar, getur heldur ekki um
heilbrigt viðskiftalíf hér verið að ræða. í
því eru mein þjóðfélagsins fólgin.
Hvað veldur þeim? Við rannsóknina
sem staðið hefir yfir viðvíkjandi við-
skiftarekstri landsins, hefir mér orðið það
mjög ljóst, að viðskiftin hvíla nú ekki á
þeim siðfræðilega grundvelli, er þau gerðu
fyr meir.
Og í sambandi við það minnist eg þess,
að á árunum 1922 til 1930 varð sú breyt-
ing á sviði viðskiftanna, að þá mynduð-
ust um 120 samsteypufélög. Var tala
viðskiftastofnanna í hverju þeirra misjöfn,
en alls voru þær um 550, er samsteypufé-
lögin mynduðu. Til hvers sameinuðust
þau? Aðeins eitt vakti fyrir þeim. Það var
að ná töglum og högldum á innkaups og
söluverði. Myndun þessara samstepu fé-
laga var bein afleiðing af breytingu á
lögunum. um viðskiftarekstur, er liberal
stjórnin gerði um þessar mundir. Ef
kaupmenn komu saman og lögðu ráð á
hvernig þeir gætu grætt á því, að ná
taumhaldi á verði einhverrar vöru, var
það álitinn glæpur. En samkvæmt breyt-
ingunni sem liberal stjórnin gerði, gátu
þau sameinast svo og svo mörg f eitt fé-
lag og ráðið öllu um vöruverð. Og þá
risu upp samsteypufélög undir leiðsögn
þeirra Wood, Gundy og Dominion Secur-
ity og annara félaga. Það er viðskifta-
fyrirkomulagið sem við höfum átt við að
búa um tíma, og hvað þjóðin
eða landið hefir grætt á því, er
nú komið í ljós.”
Um samsteypu félaganna
Um hana farast Mr. Stevens
orð á þessa leið: “Þið hafið ef-
laust allir tekið eftir grein í
blöðunum nýlega um Steel
Wares félagið. Sú saga leit i
glæsilega út í augum almenn-
ings, en hún var eins og við var
að búast ekki nema hálfsögð.
Eins og hún var skrifuð var
ekki annað hægt að lesa Ut ur f fullan aldarfjórðung hafa Dodd’s
henni, en að samsteypa félaga, n>’rna píhur verið hin viðurkenndu
. ... . ,r. meðul vlð bakverk, glgt og blöðru sjuk-
væri eftirsóknarverð l alla staði. jdómum, og hlnum mörgu kvilla er stafa
Félag þetta hafði SOgað í sigifrá veikluðum nýrum. — pær eru til
,» , TT , , 1 sölu i öllum lyfjabúðum á 50c askjan
MoCIary s, Happy Thought og , eða 6 öskjur fyrlr $2 50. Panta má, þær
eitt eða tvö önnur félög, sem j beint frá Dodds Medicine Company Ltd.,
enginn þekti að öðru en að væru ™to’ °nt ’ 08 senda andvlrðið Þang’
hin heiðvirðustu. Þegar því var i -----
lokið, fór Steel Wares að selja | nú er félagið svo að segja gjald-
hluti. Við það þótti ekkert þrota. Það sem hefir skeð er
athugavert, því félagið var nú^þag, ag heUbrigð, örugg og á-
orðið að því bákni, að menn reiðanleg viðskiftastofnun hefir
bjuggust ekki við að auralindir J verið eyðilögð og í stað hennar
þess mundu nokkum tíma hefir risið upp stofnun með svo
þorna. Og um skuldir félaganna rniklar skuldir á herðum sér, að
sem sameinuðust því vissu fáir.: hún fær ekki undir þeim risið.
Sala hlutanna gekk því vel. En , péð sem hlutasalan gaf í aðra
sá ljóður var þó á ráði, að mikið f hönd var dregin út úr félaginu.
eg man ekki sem stendur hvað , i>ag var þvf sízt betur statt fyrir
mikið, af fénu sem kom inn, var Jhana. Eg held að ekki fari
tekið úr félaginu af stjómend- ^ fjarri ag féð sem út úr félaginu
um þess. Afleiðingin af því nú j var tekið hafi numið $15,000,-
er sú, að almenningur sem hlut- 000. Af eign sinni náði Burns
ina keypti, er milli vonar og|ekki aftur helmingnum eða
ótta um fé sitt, vegna þess hvað ^ meiru en .sem svaraði 5 miljón-
hagur félagsins er erfiður. Að, um dala.
hann sjái þann skilding sinn
nokkru sinni aftur, er ekki lík-
legt, því jafnvel þó félagið verði
reist við, verður það ekki gert
nema með því, að draga strik
yfir þá inneign hans í félaginu.
Þá þekkið þið National Bis-
cuit félagð, sem meðal annara
viðskiftastofnana hefir tekið
McCormick’s fél. í hringinn. Við
munum allir eftir McCormick’s
ES man eftir því fyrir 30 árum,
er. eg rak verzlun sjálfur. Það
var ein fjölskylda, er átti það
og stjómaði því og öllum var
ánægja að eiga viðskifti sín við
það. Hvernig er nú komið fyr-
ir þessari stofnun? Nú er hún
einn hluti stórs samsteypu fé-
lags, er farið hefir að, sem
fleiri af þeim og rambar nú á
barmi gjaldþrots.
Pat Burns félagið
Á mörg fleiri dæmi þessu lík
mætti benda. En eg ætla samt
ekki að minnast nema á eitt eða
tvö félög önnur er mér er kunn-
ugt um af rannsókninni. Og
er þá fyrst sagan af Pat Burns
félaginu. Pat Bums er einn af
ágætustu borgurum þessa lands.
Hann fýsti ekki að færa út
kvíar félags síns með meiri fjár-
austri í það. Hugur hans var
fjarri því. En Dominion Secur-
ities sendi ármenn sína út af
örkinni. Þeir létu hann aldrei í
friði og lintu ekki látum um að
tala um hve fýsilegt væri að
efla höfuðstól félagsins og
byggja það upp að nýju vold-
ugra en nokkru sinni fyr. Loks
segir Pat Burns við þá: Ef
ykkur er þetta svona mikið á-
hugamál, skal eg selja ykkur
félagið. Sjálfur verð eg ekki
með ykkur í því. Eg er hvort
sem er orðinn gamall, og tími
kominn til fyrir mig að setjast
í helgan stein. Verð stofunar-
innar var af hlutlausum metið
og nam 9—10 miljónum doll-
ara. Hvað var svo gert að
sölunni lokinni? Aðrir voru
fengnir til að meta eignina. Og
þá nam hún 17 miljónum doll-
ara. Mr. Bums keypti til baka
af þeim gripabúgarðinn, eign í
tíalgary o. s. frv.
í milli tíðinni auglýsir Domin-
ion Securities félagið hluti til
sölu í þessu félagi, undir sínu
nafni, en með nafn Pats Bums
blasandi við á hverri síðu. Þeg-
ar almenningur sá þetta, sagði
hann við sjálfan sig: Hér er
tækifærið að ávaxta peninga
sína. Við þekkjum allir Pat
Bums. Ágætari stoflnun ten
þessi er ekki til. Og hann lagði
fé sitt fús út fyrir hlutina. En
Framh.
MINNI ÞJÓÐHÁTÍÐARINNAR f
MILWAUKEE 1874
Herra forseti,
Heiðruðu samkomukonur
og menn:
Mér hefir verið falið að minn-
ast stuttlega fyrstu þjóðhátíðar
okkar íslendinga hér í álfu, sem
haldin var í borginni Milwaukee
í Wisconsin ríkinu, 2. ágúst
1875. Ekki var eg valinn í
þetta hlutverk fyrir hæfileika
sakir eða ræðumensku heldur af
þeirri tilviljum að eg er einn af
þeim fáu sem enn erú á fótum,
sem staddir voru á þessum
fyrsta hátíðisdegi þjóðar vorrar
hér í álfu þá bam að aldri og
þessvegna eru minningar mínar
frá þessu hátíðarhaldi ekki eins
glöggar og eg hefði kosið. Samt
ætla eg að leitast við að rifja
upp nokkur atriði hátíðarinnar.
En fyrst ætla eg að fara
nokkrum orðum um borgina
sem varð fyrir þeim heiðri að
verða um tíma heimkynni fyrstu
íslenzku vesturfaranna og svo
að njóta þessarar fyrstu hátíðar
vor íslendinga vestan hafs.
Nafnið Milwaukee er úr Ind-
íána máli og þýðir “gott land”
enda er svæðið sem borgin
stendur á fagurt og frjósamt; á
láglendari svæðum borgarstæð-
isins vom í fyrri daga sjálf-
sánir akrar af villikomi.
Borgin stendur á vesturströnd
Michigan vatnsins við breiða
vík. Bakkamir rísa hátt frá
vatninu og hæðir og hálsar
prýða borgarstæðið og um-
hverfið.
Milwaukee áin rennur um
borgina og í hana tvær ár Kis-
sikinnick og Menominee, nöfn
er Indíánar höfðu gefið þeim
upprunalega — þessar ár renna
einnig um borgina og erú allar
skipgengar fyrir stærstu vatna-
skip. Margar fagrar byggingar
prýða borgina — eru þær yfir-
leitt bygðar úr ljósu byggingar-
efni og tígulsitein — með mjúk-
um litum, svo einkennilega
bjart er yfir borginni, og hefir
hún því hlotið viðurnefnið “The
Cream City”, “rjómalita borg-
in”.
Margir fagrir lystigarðir eru í
borginni — taka þeir yfir nærri
1000 ekrur alls. í einum þeirra
Juneau Park, sem er á hæð,
stendur standmynd úr eir af
Leifi hepna Eiríkssyni, sem
norðmenn létu gera — einnig
er þar standmynd af Laurent
Solomon Júneau, sem var fyrsti
landnámsmaður á þessu svæðiT