Heimskringla - 22.08.1934, Side 1

Heimskringla - 22.08.1934, Side 1
XLVIII. ÁKGANGUR. WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN,22. ÁGÚST, 1934 NÚMER 47. 25 ÁRA GIFTINGARAFMÆLI TIL SÉRA GUÐMUNDAR OG SÉRA GUÐMUNDAR OG FRÚ FRÚ SIGRÍÐAR ÁRNASON Á SIGRIÐAR ÁRNASON AÐ | SILFURBRÚÐKAUPSDEGI LUNDAR 12. ÁGÚST 1934 ÞEIRRA Á LUNDAR 12. ÁGÚST 1934 Um hádegi streymdi múgur og margmenni að Sambands- kirkjunni á Lundar til að fagna með þeim hjónum séra Guð- mundi og frú Sigríði Ámason á 25 ára giftingarafmæli þeirra. Einnig voru liðin 25 ár frá þvf að séra Guðmundur byrjaði preístsþjónustu meðal Vestur- Islendinga. . Það hafði rignt mikið um nóttina og morgun- inn, en samt kom margt fólk frá Winnipeg, Árborg, Riverton, Mikley og norður með Manitoba vatni. Á fjórða hundrað manns sóttu samsætið er sýnir glöggt hvílíkum vinsældum þessi hjón eiga að fagna. Begthór Emil Johnson frá Winnipeg stýrði samsætinu. Hófst sátíðahaldið í kirkjunni með því að allir sungu “Hve gott og fagurt o. s. frv.” Ræð- ur fluttu Ágúst Eyjólfsson, for- seti Sambandssafnaðar á Lund- ar, Ágúst Magnússon, A. S. Bardal, A. J. Skagfeld, S. Bald- winson, Dr. M. B. Halldórsson, Mrs. Dr. S. E. Björnsson, Mrs. Th. Borgfjörð, Mrs. B. Björns- son, Dr. S. E. Björnsson og Thorsteinn Borgfjörð. Einnig var lesið ávarp frá séra Philip M. Péturssyni er gat ekki verið viðstaddur, einnig mörg heilla óska skeyti frá fjarlægum vin- um. Thorsteinn Borgfjörð afhenti þeim hjónum silfurborðbúnað og peningagjöf frá þeim er þátt tóku f samsætinu. Mrs. Dr. S. E. Björnsson afhenti kertastjaka og disk úr silfri frá Sambands Kvenfélögunum. Mrs. Th. Borg- fjörð mælti fyrir minni silfur- brúðurinnar og afhenti henni blómvönd frá Sambands Kven- Á hverjum tímamótum f sögu mannanna hafa þeir reynt að líta inn í liðna tíð og gera sér grein fyrir ýmsum atvikum sem fyrir hafa komið á leiðinni gegn um árin. Margs er þá að minnast og oft má djúpt grafa til þess að rétt samhengi fáist í lífssöguna. Hver og einn á bæði innri og ytri sögu sem þó renna saman f eitt eins og tvær kvíslar sem mynda eina elfi. Barnið er á ferð um nýtt hér- að og rekur hver myndin aðra eins og hreyfimyndir á leikhúsi. Þær festa sig í minninu aðeins um stundarsakir en hverfa jafn- óðum eins og þoka fyrir sól. Heildarmynd verður þó til, en ó- Ijós af því barnið hefir ekki nema á ófullkominn\ hátt lært að gera sér grein fyrir því, sem fyrir augun ber. En þegar árin færast yfir, koma þessar mynd- ir fram aftur og aftur og smá- skírast í huganum. Æskustöðv- arnar fornu verða þá eins og málverkasalur yndislega skreytt ur öllum litum náttúrunnar; þar sem maður er sjálfur að byrja að þekkja örnefnin og geta gert sér grein fyrir hlutunum. Þessi mynd sem fyrst er óljós, smáskírist í huganum. Hún smástækkar og verður að lokum ein stór heildarmynd óháð tíma og rúmi eins og liugurinn sjálf- ur. Þannig er hugur barnsins að- eins smámynd af þeirri hugs- ana auðlegð sem reyndur og greindur maður á yfir að ráða. Hugurinn er óháður tíma og rúmi. Hann sér í gegnum um margra alda æfintýri kynslóð- anna. Hann sér hina sífeldu bar- TIL SÉRA GUÐMUNDAR OG FRÚ SIGRfÐAR ÁRNASON á silfurbrúðkaupsdegi þeirra á Lundar 12. ágúst 1934. Þarna fyrir handan höfiri hljóma raddir vorsins barna Æskuvonir ýndislegar urðu til í dalnum þarna Þar sem fugar kvaka á kvisti kvöld og morgna alla daga Hreiðursöngva, vögguvísur vona sinna um tún og haga Yfir hafið höllum geilsum hellir sól um langar nætur. Draumalandið dásamlega daggartárum höfgum grætur Straumalandsins mörgu myndir, mál í bergi og fjallaskálum Voru drýgstar vizku lindir, Völuspá og Hávamálum. Eins og draumar allir straumar út í hafið síðast falla Þar sem báran brotnar inn í bláan himin daga alla. Gangan þyngist þrautir vaxa þegar degi fer að halla Langt er enn að landamærum, leiðin stefnir upp til fjalla. Upp til fjalla ávalt stefndi andi þinn mót hverju grandi Hrjóstur öll og eyðiheiðar urðu að fegra og betra landi, Sú var skyldan æðsta, eina, engum manni sannleiks dylja En vera sannur vitur maður, vilja sjá og reyna að skilja. Að reyna að skilja rök hins sanna, rækta hið góða í öllum þjóðum Það er allra mætra manna munaljóð á tímans slóðum. Þú hefir drukkið ljóða lindir, liti séð og dæmt með viti Aðalsmerki Egils, Snorra, orð þitt bar í máli og riti Heillasók á heiðursdegi, Hjónaskál á Bragamáli Tæmum bikar ljóss og lita. Lifi sál í orðsins stáli. S. E. Björnsson TIL SÉRA G. ÁRNASONAR OG KONU HANS 12. ágúst 1934. Já, nítján hundruð og níu! — og nærri þyí var það gleymt, hvað lífið er fljótt í förum! og fátt, sem í hug er geymt Eg rengi ekki tímatalið, eg trúi er klukkan slær. — Og fréttina fluttu blöðin. — Mér finst sem það væri í gær. En orsök má öllu finna; Það afsökun tel eg mér að brúðhjónin enn þá eru með æskuna í huga sér. Því æskan er alderi bundin við aldur né kjör né stétt: hún fylgir þeim alla æfi, sem eygja hvern sólskins blett. Og brúðguminn breytist ekki: hann birtist hér enn í dag með heilann hlaðinn af viti og hreinskilið orðalag. Og brúðurin sú hin sama: í sorgum og gleði jafnt með góðvild til alls og allra, en einurð í málum samt. félaginu í Winnipeg. Rúbína Kristjánsson, 8 ára, færði Mrs. Árnason blómin. Einnig var blómavasi úr silfri gefin þeim hjónum og peningagjöf með, frá vinum á Oak Point. Skrautrit- að ávarpt frá Sambandssöfnuði á Lundar, kvennfélaginu “Ein- ing” og vinum, og samið af séra Albert E. Kristjánssyni, var les- ið af Mrs. B. Björnsson. Var ávarpið skrautritað af mikilli list og myndir dregnar í kring. Var ávarpið teiknað af Helgu Ámason, dóttur séra Guð mundar og Sigríðar. Er hún frábærum málarahæfileikum gædd, og ef henni gefst tæki- færi að nota þá mun hún eiga glæsilega framtíð fyrir höndum. Kvæði voru flutt aí Vigfúsi J. Guttormsson og Dr. S. E. Björnsson. Einnig var lesið kvæði eftir Dr. Sig. Júl. Jó- hannesson er gat ekki verið við- staddur. Á milli ræðanna og kvæð- anna söng vel æfður söngflokk- ur íslenzk lög, undir stjóm Vigfúsar J. Guttormssonar. Endaði samsætið í kirkjunni með ræðu séra Guðmundar fyr- ir hönd þeirra hjóna til þeirra er höfðu tekið þátt í þessu sam- sæti. Fórust honum vel orð sem hans er vandi. Var þá öllum boðið til snæðings í sam- komuhúsi bæjarins. Voru þar hlaðin borð af kræsingum, enda gerðu veislugestir þeim góð skil. Mun mörgum þessi dagur verða minnistæður, og sérstak- lega fyrir þá alúð og samvinnu- hug er bygðarbúar í kringum Lundar yfirleitt sýndu að heiðra þessi vinsælu hjón, sem hafa í gegnum árin og erfiðleikana eignast þann vermireit í hjört- um þeirra er þau hafa starfað á meðal, er mun seínt kólna. ViSstaddur . áttu þeirra við öfl dauðrar og lifandi náttúru, sigra og ósigra, líf og dauða. Æfintýrin eru svo margþætt að tungan fær ekki lýst þeim með orðum né mál- arinn dregið þau með litum. — Verður þá að koma til sögu skygnigáfa sú sem maðurinn ræður yfir, til þess að sjá og rannsaka ekki einungis það sem fyrir augun ber, heldur einnig margt það sem er ósýnilegt, en hefir áhrif á alt sem er. Vísind- in sjá langt inn í áður ókunna heima, en ímyndunaraflið er gróðrarreitur allra vísinda. — Þannig hafa skáld og spámenn sagt fyrir um óorðna hluti frá ómuna tíð. Þeir hafa ræktað auðlegð hugsananna og gefið þjóðunum arðinn til afnota. — Náttúra íslands hefir á liðnum öldum verið einskonar útvarps- stöð fyrir þjóðarsálina.Hún hefir altaf verið að skapa hugsjónir viljaþrek og staðfestu í lífi þjóð- arinnar. Eftir alt, þá er það framar öllu öðru óblíð veðrátta og önnur umbrot náttúruafl- anna, sem auka manninum þrótt., andlega og lfkamlega. Þá skapast ógleymanleg verðmæti hjá þjóðinni eins og Völuspá og Hávamál, líkt og þegar ný fjöll myndast í eldsumbrotum jarð- arinnar. Þá skapast hugsjóna- menn, sem tala annarlegum tungum eins og andinn býður þeim að tala. Einn þessara manna ér séra Guðmundur Árnason. Hann hefir lesið rún ir hugar síns við bjarmann frá loganum úr Heklu. Hann hefir ekki lokað sál sinni fyrir storm- unum, heldur notað þá til að feykja burt ryki og svefnmóki lognmollunnar. Bíbýli hins nýja tíma vill hann láta vera raflýst og liituð við afl jarðarinnar hrein og fersk í andrúmslofti ilmríkú úr sölum háfjallanna. Já, nítján, fimtíu og níu við næst syngjum brúðkaupslag og biðjum af lífið brosi eins bjart og það gerði í dag. Sig. Júl. Jóhannesson TIL SÉRA GUÐMUNDAR OG FRÚ ÁRNASON á 25 giftingarafmæli þeirra, 12. ágúst 1934. Svo það er nú trúi eg, sá tólfti í dag og talsverður hátíðis dagur, og þessvegna heimtað eg hefði til brag sem hrífandi væri, og fagur. Það sagði mér einhver, er sannorður hét og sagan hans festist í minni, að Guðmundur séra, að guðsráði lét þá gifta sig kærustu sinni. Þá brosti við himininn bjartur og skýr, og brautin sem þið vilduð ganga, og gæfan þeim fylgir, sem best sig út býr í baráttu mannlífsins stranga. Þið áttuð þann fjársjóð og framsóknar þrá, og frjálsan og göfugan anda, sem mögulegt gerir þeim manndómi að ná sem mölurinn fær ekki að granda. Þið kusuð þann veg þar sem víðsýnið er, þó verði upp brekkur að klifa, því hugur og vilji í hæðirnar ber, þá hetju sem þráir, að lifa. Hve eflir og hvetur manns anda og þrá in andlegi framsóknar slagur, og himininn ofan við háfjöllin blá svo heiður og töfrandi fagur. I þrengslum og andlegri afturhalds neyð er ólíft að sofa og dreyma, og kristilegt verk er að lýsa þeim leið, sem langar í frjálsari heima. Og heiður sé ykkur, sem hafið nú strítt, með hreysti um fjórðapart aldar, og þessvegna er andinn og umhverfið hlýtt og ástríku þakkirnar valdar. Það blessast ið andlega umbóta strit, ef eining í taumana heldur og hvarvetna drotnandi hreinskilni og vit, og heilagur kærleikans eldur. Þeim fagnar in ókunni eilífðar sær, sem áfram til þroskunar keppir, og framtíðin sannar hver sigurinn fær, og sætið í öndvegi hreppir. Vigfús J. Guttormsson Þó að æfisaga séra Guðmund-, kom hingað efnalaus en fullur ar sé lærdómsrík þá verður hún ekki sögð í þetta sinn. Aðeins vil eg minna á það að hann af þrá eftir því að auðga anda sinn af verðmætum þeim sem mest gildi hafa fyrir líf hvers eins. Honum tókst það gegn- um ótal erfiðleika á þann hátt að þjóð hans hér finnur æ betur með ári hverju sem líður þá kennimanns hæfileika, sem honum voru gefnir í vöggugjöf. Hann hefir verið lánsmaður á fleira en eina lund og hefir konan hans, sem nú er búin að aðstoða hann í öllu hans starfi i 25 ár, stuðlað manna best að því 1-Iún hefir óefað átt drjúg- an þátt í allri hinni góðu starf- semi eiginmannsins og verður slíkt aldrei fullþakkað. Eg vil þá leyfa mér að óska þessum heiðurshjónum allrar blessunar á ókomnum árum og færa þeim mitt alúðar þakklæti fyrir ágæta persónulega við- kynningu ásamt þeirra heilla- ríka starfi í þarfir þeirra mála sem okkur öllum eru kær. — Lengi lifi frú Sigríður Árnason og lengi lifi séra Guðmundur til þess að predika frjálsa trú á íslenzkri tungu. S. E. Björnsson ♦ * * f SILFURBRÚÐKAUPI um þá von og vissu að einn og allir lendi í sömu friðar höfn. Ágúst Magnússon HITLER GOÐ ÞJÓÐVERJA ENNÞÁ Berlín, 20. ág. — Atkvæða- greiðslu um ,forsetakosningu, eða um það hvort Hitler skildi verða eftirmaður Hindenburgs sæla, því ekkert annað forseta- efni var í vali, fór fram s. 1. sunnudag í Þýzkalandi. Úrslit atkvæðagreiðslunnar var sú að “ja’’ sögðu 38,362,760, eða með Hitler, en á móti hon- um, eða “nei” sögðu 4,294,654. Atkvæðin með Hitler eru að vísu ögn færri, en s. 1. nóvemb- er, en slíkt gerir heldur lítið til eða frá með þessum yfirfljótan- lega meiri hluta. Hitler þakkaði fylgið og kvaðst vona að þeir sem móti sér hefðu verið, greiddu jafnt hinum veg lýðjafnaðarstefnunn- ar (!) í Þýzkalandi, sem hann berðist fyrir. SÉRA GUÐM. ÁRNASONAR OG KONU HANS ^ Herra forseti, Heiðruðu brúðhjón, og tilheyrendur: Það er okkur öllum sannar- lega holt að gefa tilfinningum vorum lausan taum, og fagna með fagnendum hvenær sem kringumstæður leyfa við ætt- um því að reyna að gleyma kuggamyndum lífsins um stund og setjast sólarmegin sem þátt- takendur í þessu endurminninga og fagnaðar samsæti silfurbrúð- hjónanna, sem gæfan hefir leitt sér við hlið síðast liðin 25 ár, þeim sjálfum til sannrar auðnu og blessunar, og samferða fólk- inu til ánægju og ábata. Með- hugtaki fyrrum skáldmæringa, get eg sagt að gæfan valdi sér þar vini, sem gagnlegt var að fylgja ,og sem hún er ekki líkleg til að yfirgefa um langan aldur, — sem er einnig okkar einlæg ósk. Studd af þeirri máttugu heilla-dís hafa þau tekið mikinn og góðan þátt í okkar félags- málum, og ekki látið trúarskoð- anir standa í vegi, þótt stund- um kunni að vera erfitt fyrir frjálshugsandi menn að eiga samleið með þeim sem reyna að þræða löngu lagðan veg. En sem betur fer hefir sá skiln- ingur þroskast að sérhver hafi rétt á sinni sannfæringu, á- greinings mál í trúarefnum eru ekki eins oft á dagskrá og adrei með þeim biturleik og óbilgirnij eins og áður var algengt, eg leyfi mér að minnast á þetta! atriði í sambandi við þetta gleði mót, því eg hygg að séra Guð- j mundur Árnason eigi góðan þátt | í þeim friðarmálum, og í þeirri, málamiðlun að forðast allar deilur um þau efni sem skilning- j ur manns fær ekki brotið til mergjar, að menn láti sér skilj-' ast að við sem bræður og syst-j ur stefnandi að sama takmarki. ættum ekki með olnbogaskotum að hrinda hver öðrum, heldur að viðurkenna og játa að jafn- vel hinir lærðustu og bezt ment- uðu menn, skilja aðeins lítinn hluta af lögum og dásemdum tilverunnar, og því skildum við deila um dulrúnir þær sem jafn- vel fræðimenn fá ekki lesið. Við samtengjum þakklæti og árnaðar óskir til þessara heið- urs hjóna og til barna þeirra og vandafólks. Við biðjum hina sömu gæfu sem nú fyrir tutt- ugu of fimm árum tengdi þeirra trygðabönd að vern^la þau enn um langan aldur, og þó hér skilji vegir og einn stefni í aust- ur og annar í vestur þá geym- Blað í Frakkland heldur því fram, að óskin sem Hindenburg lét í ljós í erfðaskjali sínu um að Vilhjálmur fyrrum keisari yrði forseti eftir sig, væri föls- uð og til þess elns að slá ryki í augu þjóðarinnar. Blaðið segist hafa sannanir fyrir því, að rit- hönd Paul Joseph Goetbbels, fræðslumálaráðherra sé á þess- um orðum skjalsins. JOHN S. LABATT FRJÁLS Toronto, 17. ág. — Ölgerðar- og stóreignamaðurinn John S. Labatt í London, Ont., sem rænt var fyrir þrem dögum kom í leitirnar kl. 3.30 í dag. Það fyrsta sem blöðin vissu um það,. var að hann var kominn á gisti- hús í Toronto til bróður síns Hugh, er um lausn hans samdi við ræningjana. Féð hefir ef- laust verið greitt er krafist var, en það nam $150,000. John Labatt var taugaslappur og bálf ílla til reika, er hann kom úr vistinni frá ræningjun- um. Varð hann að taka sér tveggja daga hvíld að læknis- ráði, áður en nokkrð var að ráði við hann talað. Hann var með bundið fyrir iaugu allan tímann og hefir enga hugmynd um hvar hann var. Gizkar þó á að það hafi verið í norður-hluta Ontario- fylkis. Fyrsta daginn í kofa þeirra voru þeir óánægðir út af hve seint þeim var svarað og töl- uðu þá svo John heyrði um að drepa hann og dysja þar sem hann ekki fyndist. Daginn eftir var betra hljóð í þeim. John Labatt á konu og tvö all-ung börn. Um ræningjana veit enginn. Og blöðum gefur Mr. Labatt engar frekari upplýsingar. HVEITISALAN London, 21. ág. —- Á fundi, sem stendur yfir í London um hveitisölumálið, hefir verið sam- þykt, að leggja engar hömlur á hveitisölúna fram að 1. nóv. Samningarnir um það, hvað hver þjóð megi selja mikið, eru því um stund úr sögunni. Upp-# skerubrestur um allan heim, er aðalástæðan fyrir þessu, jafn- framt hinu, að Argentína, er sem stendur ófús að skrifa und- ir samninga um að nokkuð sé ákveðið um hvað hver þjóð skuli 1 selja mikið. Fyrsta nóvember verður aftur fúndur um málið og reglur samdar um söluna ef nauðsynlegar þykja. Frh. á 4. bls. I V- ; ,*t /•.;

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.