Heimskringla - 10.10.1934, Blaðsíða 4

Heimskringla - 10.10.1934, Blaðsíða 4
4. StÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 10. OKT. 1934 ^Jeímskrhtgla (StofnuO 18S6) Kemur út á hverfum miOvikudegi. Elgendur: THE VIKING PRESS IjTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeff Talsímis 86 537 VerS blaðsins er $3.00 árgangurinn borglst fyrirfram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. öll viSskifta bréf biaðinu aðlútandi sendist: Manager THE VIKING PRESS LTD. 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFÁN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA 853 Sargent Ave., Winnipeg “Heimskringla” is published and printed by THE VIKING PRESS LTD. 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg Man. Telephone: 86 537 WINNIPEG, 10. OKT. 1934 HVAÐ KLUKKAN SLÆR Fregnmolar frá ýmsum löndum og þjóðum Lánstraust Canada Síðast liðna viku tók stjórn Canada $250,000,000 lán til þess að greiða með það af sigurláni landsins, sem í gjalddaga féll 1. nóvember. Lánið var alt veitt inn- an lands, af þegnum landsins. Og áður en vikan var liðin, höfðu fleiri sótt um að veita það, en með þurfti. Sigurlánið var tekið árið 1919. Vextir á því voru 5 til 6%. Með þessu nýja láni græðir Canada u'm $4,000,000 í vöxt- um á ári. Síðan 1931 hefir sambands- stjórnin verið að smáborga þetta sigur- lán með nýjum lánum og nepmr hagn- aður hennar í vöxtum af því á ári nú orðið $ií;ooo,ooo. Hon. E. N. Rhodes, fjármálaráðherra sambandsstjórnar fórust orð á þá leið um þetta lán, að með þessum útgjalda spam- aði og auknum tekjum stjórnarinnar á annan hátt, aukinni verzlun yfirleitt og auknum tekjum þjóðbrautakerfisins, væri ekki óhugsanlegt, að sambandsstjómin gæti á komandi ári lækkað skatta að ein- hverju leyti. Þegar á það er litið hvemig kreppan hefir leikið ýmsar eða flestar aðrar þjóð- ir heimsins, má það undrunarvert heita, hvemig Canada hefir staðið hana af sér og haldið lánstrausti sínu óskertu. Þetta háa lán, sem þjóðin veitir landinu með íþessum góðu kjörum umsvifalaust, er ótvíræður vottur um trú hennar á land- ið og framtíð þess. Byltingin á Spáni Á Spán er vanalega litið, sem land, er tilheyri miðöldunum fremur en nútíðinni. Eigi að síður geisar þar nú bylting, sem ber vott um alt annað, en að landið fylg- ist ekki með samtíð sinni. Sósíalistar á Spáni hafa gripið til ofbeldisverka gegn stjórninni og verkföll eru yfirstandandi í stærri bæjunum. Stofnun lýðveldisins á Spáni 1931, var afleiðing frelsishreyfingarinnar er þar hófst 1898, eftir að Spánn fór halloka fyrir Bandaríkjunum. Það sem fyrir hin- um frjálssinnuðu vakti, var að hefja land- ið og skapa þar nýja menningu. Og fyrir þrem árum hepnaðist þeim, að steypa Alfonso konungi af stóli og stofnsetja lýð- veldi. Það sem sósíalistamir stefna nú að, er að halda byltingunni frá 1931 á- fram, með því að brytja upp eignir stór- eigna-manna, gera iðnaðinn að þjóðeign og losa landið algerlega undan útlendu valdi, í hvaða mynd sem er. En þar sem Spánn er kaþólskt land og framfarir hafa verið þar mjög hægfara og iðnaðurinn má enn að miklu leyti heita rekinn á gamaldagsvísu á heimilum er þar að líkindum ófrjór jarðvegur fyrir skoðanir eða stefnur sósíalista, eins og þær era í Vestur-Evrópu. Kenning Karl Marx hefir ekki fest þar neinar rætur og á þingi á sú stefna fáa málsvara. Ástæða sósíalista fyrir árásum sínum á lýðveldisstjórnina ,virðast þær, að maður að nafni Gil Robles, er tahnn að hafa þar meiri, áhrif, en æskilegt er. Hann er 35 ára og er blaðamaður. Hans er annars að litlu getið. Hann er giftur konu af einni ríkustu ætt landsins, og er ákveðinn andstæðingur þeirra er eignarétt vilja af- nema. Kaþólskur er hann og í húð og hár. Þingmannaflokkur hans er fjöl- mennur og hann fylgir stjóminni að mál- um. Stjórnin má ekki án þess fylgis vera vegna þess að hennar flokkur er fámenn- ur. En sósíalistar telja Robles f sjálfu sér andvígan stjóminni og ýms harðhnjósku- leg lög og skipanir, sem frá stjóminni koma, eru honum eignuð. Eru þar á með- al dómar, sem sósíalistar segja, að kveðn- ir hafi verið upp án yfirheyrslu eða rann- sóknar, bann fundarhalda og fleira því um líkt. En útlitið fyrir að sósíalistar vinni sig- ur, er mjög lítið. Hitt þykir líklegra, að andróður þeirra gegn stjóminni, geti orð- ið til þess, að efla svo fylgi Robles, að hann nái völdum. Og fari svo, getur síðari villan orðið hinni fyrri verri. Robles lætur sem hann gefi ekkert fyrir fas- cisma. En hann er samt sem áður mjög því fylgjandi, að samband kirkjunnar við Róm, sé sem öruggast. Hann er bæði vinur Mussohni og Alfonsó konungs. En þrátt fyrir það er ekki óttast, að kon- ungsstjómin verði endurreist. Það sem framsýnir menn hafa mestan beyg af, er að ef Roibles nái völdum, verði valdi lýð- veldisstjórnarinnar hnekt, með árásum sósíalista, og þá sé fascistastjórn nokkum veginn sjálfsögð undir forustu Robles með Mussolini að bakhjarli. “ULTRA-ULTRA TÍZKU MÓÐIR” Með þessum orðum var frú Gloríu Morgan Vanderbilt lýst í hæstarétti New York ríkis nýlega —af móður sinni. í réttinum var frú Vanderbilt, hin ríka unga og forkunnar fríða ekkja Reggie C. Vanderbilt. Þar var og 10 ára dóttir hennar Gloría, erfingi að $4,000,000. Enn- fremur var þar frú Harry Payne Whit- ney, systir Reggie og frænka Gloríu litlu. Hafa málaferli staðið yfir um hríð milli móður Gloríu og frænku hennar út af því, að báðar vilja sjá um uppeldi hennar. Um nokkur undanfarin ár hefir bamið verið hjá frænku sinni. Frú Vanderbilt sækir málið. Heldur hún fram, að dóttur sinni hafi í raun og veru verið rænt frá sér. Af framburði vitnanna vekur mesta eftirtekt það sem móðir frú Vanderbilt, frú Laura Kilpatrick Morgan heldur fram. Dóttur sína telur hún óhæfa til að sjá um uppeldi Gloríu. Orð hennar voru meðal annars þessi: “Mín skoðun er sú, að Gloría ætti ekki að vera undir hendi móður sinnar. Enda þótt hún sé dóttir mín er hún ultra- ultra tízkumóðir. Við vorum í París hálft fimta ár og á þeim tíma varð eg aldrei þess vör, að hún gæfi Gloríu hinn minsta gaum. Tímanum var öllum eytt til skemtana. Hún svaf vanalegast til klukkan eitt eða tvö eftir hádegi. En eftir að hún var klædd, var undir eins haldið á drykkju- samkomur, veizlur eða klúbbdansa og þar verið fram undir næsta morgun. Félag- arnir voru oftast fólk, sem æfinni eyðir í öfgakendri glaðværð. Oft tók hún sér ferð á hendur til Þýzkalands eða annara landa án þess að skilja eftir nokkra árit- ún til sín. Á þessum ferðalögum gat eg því ekki skrifast á við hana, nema þá sjaldan að hún sendi línu. Og í bréfum til mín, kom varla fyrir að hún mintist á barnið sitt, sem þá var í vöggu.” Annað vitni, ungfrú Emma Sullivan Keislich, hjúkrunar kona Gloríu, fullyrti að frú Vanderbilt hefði nýlega reynt að sýna Gloríu, hvernig fara ætti að því, að blanda uppáhaldsdrykk sinn, cocktail. — Ennfremur hefði hún borið að vörum hennar gosdrykki, sem lækhar hefðu bannað henni að drekka. Frú Vanderbilt sagði ekki orð í réttin- um í þetta sinn. Dóttir hennar ekki held- ur. Þegar Mrs. Vanderbilt bað Gloríu að koma til sín í réttinum, og beirddi út faðminn á móti henni, sneri Gloría baki við henni og gekk burtu. Hver veit nema að jafnvel tízkumóðir- in hafi þá stundina hugsað um mannlífið frá öðru sjónarmiði, en hún var vön? Upton Sinclair Á fundi dekókrata í Californíu-ríki ný- lega var stefnuskrá sósíalistans Upton Sinclair viðurkend af demókrötum og skoðuð í fullu samræmi við stefnuskrá þeirra. Þar sem Upton Sinclair hefir náð tilnefningu og sækir um ríkisstjórastöð- una í Californíu í kosningunum sem fara fram Þnæsta mánuði (nóv.) sem'demó- krati, varð flokkurinn að gera annað- hvort, að hafna honum, eða viðurkenna stefnu hans, sem Sinclair nefnir EPIC (End Poveryt in California). Og að bræða stefnurnar saman virðist hafa gengið greiðlega af atkvæðagreiðslunni um það að dæma. Með sameiningunni voru 113 atkvæði, en 4 móti. Einn í flokki þeirra er atkvæði greiddu með stefnuskrá Sinclairs, var Senator William G. McAdoo, mjög nafntogaður flokksmaður demókrata. Hann var t. d. fundarstjóri á fundi demókrata í Chicago 1932, þegar stefnuskrá Roosevelts var samin. Annar ' er atkvæði greiddi með stefnu Sinclairs, var George Creel. Hann hafði umsjón útbreiðslumála með höndum á stríðsárunum og hann sótti um tílnefn- ingu frá hálfu Demókrata nú á móti Sin- clair, en tapaði. Þetta er nú alt efitrtektavert frá flokks- sjónarmiði skoðað en þó er eitt sem undr- unarverðara er en þetta og það er, að eftir að þessu öllu hafði verið til vegar snúið, þá strikuðu sósíalistar yfir nafn Upton Sinclairs í félagaskrá sinni og töldu hann ekki tilheyrandi flokki sínum. FRAMTÍÐARHORFUR Enginn, sem lagt hefir hönd á plóginn, horfir til baka. Allir menn, sem hugsa með nokkurri alvöru um lífið, horfa fram í tímann og reyna að gera sér grein fyrir, hvernig sumir atburðir muni skipast, að minsta kosti í nálægri framtíð. Mennirnir em stöðugt að reyna að lyfta tjaldinu, sem skilur nútíð frá framtíð og skygnast fram á við, fram á ófama æfileið. Þetta byjar strax á unga aldri; barnið langar til að vita, hvað bíði sín á ókomnum árum og æskumanninn dreymir drauma um fram- tíðina. Og jafnvel fram á elliár fylgir þessi þrá flestum mönnum. Það eru að- eins hinir andlega sljóu og þeir sem minst hugsa, sem gera sig ánægða með að grenslast ekki eftir neinu, sem framundan er. Þér munið eflaust flest eftir kvæðinu eftir Þorstein Erlingsson, sem hann kall- ar “Myndin”, þar sem þrá mannsins eftir að komast út yfir sitt þrönga umhverfi og -sjá og finna meira er svo undur vel lýst. Sá sem í dalnum býr sér fjöllin, sem um- kringja dalinn; en hann veit að hinu- megin við þau er stærri heimur, og þann heim vill hann sjá. Og þó að gangan lengist og fótur þreytist, — Þá er það altaf fjallið, sem enn þér hugar frýr, Og altaf sama gátan, hvað hinumegin býr; því kannske er það dalur í kreppu nýrra heiða, En kannske líka ströndin og megin hafið breiða. Hinn líðandi tími er eins og dalur; fram undan er fjall; og vér þráum að vita, hvað sé hinumegin við það. Sumt fólk kann vel að nota sér þessa þrá mannanna; allskonar spámenn þrífast á hennL Þótt flest fólk leggi fremur lítið upp úr vitrunum þeim, sem eiga að birtast i krystöllum og tebollum og öðrum þess- konar tækjunl spásagna-manna og kvenna nútímans, þá samt sem áður sýn- ir aðsóknin að þeim hversu sterk löngunin er hjá mörgum til að vita eitthvað fram í tímann. Vér getum kallað þetta hjátrú eða barnaskap, sem það og er; en það er ekki að orsakalausu að slík hjátrú er til. Orsökin er þráin eftir að þekkja hið ó- komna, það er hún, sem kemur mörgum að leggja nokkum trúnað á jafnvel það allra hégómlegasta af þessu tæi. Einhver lang-algengasta spu'mingin, sem maður hejrir af vörum fólks nú á þessum erfiðleika — og þrautatímum, er sú spurning, hvort ástandið yfirleitt muni ekki fara að batna. Það eru ekki, aðeins þeir sem harðast.hafa orðið úti í krepp- unni, ekki aðeins þeir sem kvíðandi og vonlitlir horfa fram í tímann, sem spjrrja að þessu — það eru næstum undantekn- ingarlaust allir, sem að því spyrja. Menn eru orðnir þreyttir á ástandinu eins og það er, þeir óska þess að það breytist. Jafnvel þeir sem ekki viðurkenna, að nokkuð sé verulega athugavert við skipu- lag þjóðfélaganna, hvort heldur er stjóm- arfarslegt eða hagsmunalegt, em líka þreyttir orðnir og óánægðir, þeir óska eftir breytingum; af því að þeir vita, að haldi alt áfram í sama horfi og það er nú í, þá getur dregið til tíðinda, sem þeir eru hræddir við. En þrátt fyrir óánægjuna og hræðsluna vilja margir þó ekki viðurkenna að á- standið sé eins og það er. Menn em að reyna að vera bjartsýnir. Á fyrstu árum kreppunnar varð það að almennu orðtaki, sem þáverandi forseti Bandaríkjanna sagði, sem var það, að velgengnin væri á næstu grösum (prosperity around the comer). Síðan eru bráðum liðin fimm ár og mörgum finst, og það með réttu, að velgengnin hafi lítið eða ekkert færst nær. Samt eru ávalt einhverjir að segja þetta sama, að velgengnin sé á næstu grösum, hún hljóti að koma. Eg sé enga ástæðu til að efast um að þeim, j sem þetta segja, sá alvara, þeir eru sjálsagt einlægir menn og | tala af fullri sannfæringu'. En sannfæring þeirra er bygð á óskinni um að ástandið fari að breytast til batnaðar miklu fremur en á nokkrum skynsam- j legum rökum um að svo hljóti að vera; enda er í rauninni fátt til enn, sem ótvíræðlega bendir í áttina til nokkurra verulegra j bóta. Það er eflaust gott að vera vongóður og bjartsýnn. Böl- sýnið er mjög óæskilegt sálará- ( stand. En bezt og réttast er að þora að horfast í augu við veru- leikann, sjá hlutina eins og þeir eru og gera hvorugt að fegra þá né ófegra. Á þann eina hátt er unt að finna hvað er sannleik- ur. En án sannleikans verður öll viðleitni til bóta gagnslaus. Engum mun detta í hug, að mögulegt sé að tala um alt á- stand þessara tíma í einni stuttri ræðu. Það mesta, sem j unt er að gera, er að drepa á | aðeins fáein atriði, sem geti! brugðið einhverju ljósi yfir veni leikann. Sú stefna, sem nú er lang- mest ráðandi í heiminum er þröng og öfgafull þjóðernis- stefna. Þetta er öllum kunn- ugt; en mörgum er það ef til vill ekki ljóst út í hvaða fjarstæður þessi stefna er að leiða fólk í sumum löndum. Eg skal að- eins nefna eitt dæmi. Fyrir skemstu flutti annað helzta blaðið hér í bænum! fregn, sem tekin var úr hinu j merka og áreiðanlega blaði, j The Manchester Guardian. — Fregnin var um það ,að einn af prestum lútersku kirkjunnar á Þýzkalandi hefði verið tekinn fastur og sendur í fangelsi fyrir það að hann vildi ekki játa að trúarbrögð væru í eðli sínu þjóðemisleg. Núverandi stjóm á Þýzkalandi er, eins og kunn- ugt er, að gera alt, sem í henn- ar valdi stendur, til að útrýma öllu, sem er útlent eða af út- lendum uppruna. Ekkert er nýtilegt fyrir hina þýzku þjóð, nema það sem er upprunnið í landinu sjálfu, samkvæmt henn- ar skoðun. Þessvegna er það glæpur, sem er refsað með fangelsisvist, að neita því að trúarbrögð séu bundin við þjóð- emi. Jafn auðsær og ómótmæl- anlegur sannleikur og það, að trúarbrögð eru í eðli sínu al- þjóðleg og hafa þrásinnis breiðst land úr landi, án alls tillits til þjóðemis, má ekki við- urkennast, af því að það er ekki, eftir því sem stjóminni finst, í fullu samræmi við henn- ar stjómmálastefnu. Getur nokkuð hugsast öfgafyllra og sannleikanum gagnstæðara en þetta? Og þetta er aðeins eitt dæmi. í þeim löndum þar sem þessi sama stefna hefir rutt sér til rúms, er fólk þving- að á allan mögulegan hátt og svift frelsi og sjálfræði, til þess að koma því til að trúa að það sé meira og betra en alt annað fólk í heiminum. ÖU eðlileg og frjáls viðskifti eru hindruð sem1 mest má verða í því skyni að þjóðirnar verði sjálfum sér nóg- ar, framleiði sjálfar flest eða alt, sem þær þurfa sér til lífs- viðurværis og þurfi í engu að vera hver upp á aðra komin. Þessi háskalega stefna, sem hefir þróast nú um nokkurra ára skeið og er enn að eflast og breiðast út, hefir margt ílt í för með sér. Hún eykur grunsemd og tortrygni, stuðlar að óvin- áttu og hatri, heldur við þeim ofbeldis og yfirgangs anda, sem ávalt hefir gefið tilefni til ófrið- ar og staðið í vegi fyrir frið- samlegum úrslitum þeírra mála, sem eru sameiginleg mál margra þjóða. Er það þá nokk- ur furða þó að menn séu sí- hræddir við ófirð og að ein- hverjir séu ávalt að spá ófriði? Hvernig geta menn ár eftir ár horft upp á hinn sífelt vaxandi vígbúnað, sem er bein afleiðing af þessari óheillastefnu, án þess að óttast að ennþá ægilegri ó- friður en sá, sem hófst fyrir tuttugu árum sé í vændum? 1 þessu efni er vitanlega gagns- laust að spá öllu góðu, eins og það er tilgangslaust að spá öllu því versta. Það eina rétta er að gera sér sem allra gleggsta grein að unt er fyrir ástandinu, fá skilning á því. Eitt gleðilegasta táknið í öllu þessu er það, að þrátt fyrir hina þröngu þjóðernisstefnu, er samt óhjákvæmilegt að þjóðirnar taki höndum saman um margt, í eigin^hagsmuna skyni, ef ekki af öðrum betri ástæðum. Inn- ganga Rússlands í þjóðbanda- lagið er síðasta og bezta sönn- unin fyrir því. Allar aðrar þjóð- ir hafa litið horaauga til Rúss- lands ávalt síðan stjórnarlbylt- ingin varð þar 1917, sökum þess, að stjórnarfyrirkomulag, sem er ólíkt þeirra eigin stjóm- arfyrirkomulagi, hefir verið tek- ið upp þar. Nú bjóða þær flest- ar hina rússnesku þjóð vel- komna í bandalag við sig og viðurkenna að stjórnarfyrir- komulagið sé mál, sem henni einni kemur við. Enginn veit enn, hver afleiðingin af þessari itilhliðrun og tilraun til sam- vinnu við eina hina fjölmenn- ustu þjóð heimsins kann að verða. En það er öll ástæða til að vera vongóður um að af- leiðingin verði yfirleitt fremur til góðs en ills, enda þó að reynsla liðinna ára sýni, að samtökin í þjóðbandalaginu séu ekki einhlýt til þess að halda þjóðum þeim, er heyra því til, frá ófriði, ef þær vilja ekki sjálfar gera það. Horfumar um friöinn eru ekki góðar. Það sem nú virðist helst standa í vegi fyrir ófriði er getuleysi allra þjóða til þess að fara í stríð. Hinn ægilegi kostnaður, sem því fylgir er meiri en svo að jafnvel þær siterkustu fái borið hann. Og þar að auki er víst flestum orð- ið ljóst, að engin þjóð geti grætt neitt á ófriði. En þó að engin þjóð geti unnið neitt það sem jafnast á við skaðann, þá samt sem áður græða allir þeir, sem hagnað hafa af stríðum á þeim. Og þeir eru mennimir, sem mest hvetja til ófriðar, þeir nota alt sem þeir geta til þess að vekja grunsemdir og láta aðra stöðugt brýna fyrir mönn- um hversu nauðsynlegt sé að vera viðbúinn, ef til ófriðar dragi. Tilgangur þeirra er eng- inn annar en sá, að hagnast sjálfir af hræðslunni og óvild- inni. Þeir eru hættulegustu mennirnir, sem til eru, að því er friðarhorfumar snertir. Og eitt stærsta sporið, sem unt væri að stíga í áttina til varanlegs friðar, væri það, að taka allan tilbúning drápsvéla og eitur- lofts og hvers annars, sem til ófriðar heyrir, úr höndum ein- staklinga, svo að enginn maður gæti haft nokkum hagnað af þeim tilb'úningi. En það eru vitanlega ekki alþjóðarmálin ,sem vér hugsum um fyrst og fremst, þegar vér tölum um og óskum eftir að ástandið batni, heldur það sem nær oss liggur, að oss finst, en iþað eru vorir eigin hagsmunir og velgengni í daglegu lífi. Hvernig em horfurnar þar? Er nokkur von um verulega breytingu í nálægri framtíð? Það er afar erfitt að gera sér grein fyrir orsökum hins núver- andi hagsmunalega ástands í heiminum. Þeim, sem ættu að vera þeim málum kunnugastir, k'ðhiur ekki saman um allar or- sakirnar. En hverjar sem þær eru, þá er það víst, að svo hörmulegt ólag hefir komist á atvinnumálin yfirleitt að milj- ónir manna verða að ganga hungraðar, þó að meira en nóg sé til, til þess að allir gætu fengið þarfir sínar uppfyltar, ef aðeins þeir gætu borgað fyrir þær. Mörgum finst það óskilj- anlegt, hvemig mikil framleið-

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.