Heimskringla - 24.10.1934, Blaðsíða 1

Heimskringla - 24.10.1934, Blaðsíða 1
XLIX. ÁRGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 24. OKT. 1934 NUMER 4. SÉRA JAKOB JÓNSSON KOMINN VESTUR Séra Jakob Jónsson frá Norð- firði á íslandi kom til Winnipqg s. 1. mánudagsdagsmorgun. — Hann lagði af stað frá Reykja- vík 5 október. Perðin gekk í alla staði ákjósanlega. Vestur um Ihaf er séra Jakob kominn til þess að takast á hendur störf hjá Hinu samein- aða kirkjufélagi íslendinga. — Mun starf hans verða jöfnum höndum hjá Sambandssöfnuði í Winnipeg og hjá söfnuðum kirkjufélagsins í Saskatchewan fylki. Séra Jakob er sóknarprestur í Norðfirði á íslandi, en fékk eins árs iburtfararleyfi í þeim tilgangi að dvelja hér vestra þann tíma. Séra Jakob er sonur séra Jóns Finnssonar fyrrum prest á Djúpavogi og konu hans, frú Sigríðar Beck. Eru þau nú bú- sett í Rvík. En bróðir hans er Eysteinn Jónsson núverandi fjármálaráðherra íslands. Séra Jakoh er giftur frú Þóru Ein- arsdóttur, er í Reykjavík dvel- ur meðan maður hennar er vestra. Séra Jakob er tiltölulega ung- ur maður og af starfi hans, sem hinna annara ungu mentamanna heiman af íslandi, er prest- þjónustu hafa með höndum haft fyrir Sameinaða Kirkjufé- lagið, má hins bezta vænta. Vestur-íslendingar bjóða séra Jakob velkominn í hópinn vestra. I RJOÐRINU Þetta er húsið hans hér ’ann lengi bjó. Hangir rjáfur ranns; raftar heyktir (þó. Orpnir Ijórar augum brostnum stara; inn um skældar dyrnar refir fara. Skamt er út í skóg. Hér er rjóðrið hans; hann sér til það bjó. Afrek einyrkjans óðum fyrnast þó. Nú ei framar grasið mjúka grær þar gráar renglur, tíu ára stærðar, teygja kræklu-kló. Fram með ihússins hlið hafði ’ann blómarann. Iðinn var hann við að vanda reitinn þann. Engan skilding veittu iþau í vasann; en vísdómsorðin drottins í þeirn las hann. Af því yndi fann. Höndin iðjuhög hreyfði áhöld mörg. Bæði um láð og lög leitaði eftir björg. Þekk var hvíldin þreyttum hal að kveldi. Þjóðar sinnar ment hjá arineldi gjörði helgan hörg. Sveif að bylur sá sem örlögum réð. Neyðarhrópin há: hafði slys þar skeð. Þoldi ’ann blak viö byls og ísa gjáifur; barg ’ann drengjum, hlaut þó skaða sjálfur: Ihneig á banabeð. Hér er leiðið hans, háum úti í skóg. Á því enginn krans; umkringt laufum þó. Sjálfur legstað sér hann þarna valdi, á svæði því hann árin mörgu dvaldi: lifði, leið og dó. B. Þorsteinsson STITT VER STÖRF BENNETTSTJÓRNARINNAR SPRENGING í ÍVERUHÚSI ÞRÍR MENN FARAST í íveruihúsi í Fort Garry varð sprenging s. 1. laugardag. Þrír raenn fórust. Hétu þeir: John C. Collinson, K.C., lögfræðis- nautur Manitohaþingsins og eigandi hússins. Lorne H. Brockest, verkfræðingur, og Al- fred Lawrence Andrews. Sprengingin varð með þeim hætti, að verið var að yfirlíta olíulhitunarstöð, er nýlega hafði verið látinn í húsið. Kveikti einn af verkfræðingunum á eld- spítu, er ihann var að ihuga að live mikil olía væri í geymirn- um sem var niðri í kjallara. — Meira þurfti ekki með. Young Brockest 20 ára sem með föður sínum 'var í kjallar- anum er bálið gaus upp, hljóp með logann í sér um 200 yards og steypti sér í ána. Það snar- ræði hefir að líkindum ibjargað lífi hans. CANADA GEFUR PÓLLANDI 4 VÍSUNDA BRETAR VINNA I KAPP- FLUGINU TIL MELBOURNE Kappfluginu frá London á Englandi til Melbourne í Ást- ralíu lauk þannig, að skip þeirra Scott og Black varð fyrst. Eru þeir Bretar og hljót $50,000 verðlaunin sem heitið var fyrir flugið. Þessa 12,000 mílna leið flugu þeir á 71 klukkustund. Flug- hraði þeirra var að jafnaði á ferðalaginu 176 mílur. Frá Mildenhall á Englandi lögðu 20 skip af stað s. 1. laugardag. Var fyrsta daginn ósýnt um hvert vinna mundi. Einna hrað skreiðast mun skip Molisons-hjónanna hafa verið, en það komst ekki nema til Ind- lands, bilaði þar svo að ekki varð við það gert. En annan daginn fóru þeir Scott og Black a ðsíga á það og urðu fremstir. Þó skip Hollendinga, The Fly- ing Dutchman, væri skriðdrjúg- ur komst hann ekki á undan skipi Bretanna. Bandaríkja- mennirnir Turner og Pangborn voru þeir þriðju í röðinni. Þeir flugu mjög gætilega vegna þess að þeim var ljóst frá byrjun, að skip þeirra var ekki nægilega hraðskreitt til kauppflugsins. í einu loftskipanna kviknaði og brunnu mennirnir er á því voru. Var það skip frá Eng- landi. Það komst aðeins til Rome Canada hefir gefið Póllandi fjóra föngulega vísunda úr hjörðinni í Wainwright í Al- berta fylki. Verða þeir innan skamms sendir til Póllands. Póllendingar búsettir í Can- ada fóru fram á þetta við stjórn Canada. Hugmynd þeirra er að koma upp vísunda-hjörð í Póllandi. í Bialovieza í Póllandi var fyrir stríðið mikla talsverð hjörð af vísundum. Annar staðar voru þeir honfnir í Evrópu. Héldu þeir sig í skógum þessa héraðs. Þegar stríðið mikla skall á, varð nokkuð af þessu héraði vígvöllur og fækkaði dýr- unum þá nokkuð, en þó tals- vert meira eftir stríðið. Er nú svo komið, að ekki eru n§ma ,fim dýr þarna. Pólland, sem endurheimti land Iþetta af Rúss- um eftir stríðið, hefir nú gert þama þjóðgarð og verður með vísundana frá Canada farið Iþangað. Árni Helgason “VÍSIR” TÍU ÁRA GAMALL Jóhannes S. Björnson Þakkarorð Af öllu 'hjarta viljum yið þakka fyrir þá innilegu velvild og hluttekningu ótal vina, nær og fjær, er þeir létu í té við 'fráfall ástríkrar eiginkonu og móður, Sigríðar Jónasdóttur Jó- hannsson. Drottinn blessi okk- ur, þeim og öllum sem þektu hana, minningu íhennar. Ásm. P. Jóhannsson „ og fjölskylda (Agrip af sögu félagsins, samið á ensku af Agli Anderson lög- fræðingi í Chicago, í íslenzkri þýðing eftir Egil Erlendsson.) í hringiðu þeirri og ærzla- gangi er fylgir athafnalífi ann- arar hinnar mestu verzlunar- borgar í Ameríku og einnar hinnar umsvifamestu stórborg- ar veraldarinnar — vaknaði, nú fyrir nokkrum árum síðan, upp í huga nokkurra sona og dætra víkinganna fornu, þó í fjarlægð byggu við land feðra sinna og öll bein áhrif þaðan, einlæg og ákveðin löngun og metnaður til þess að varðveita og halda á lofti íslenzkum erfðum, fróðleik og hugsunarhætti eftir fremstu getu. í hjarta þessa fólks hefir jafnan búið hinn innilegasti hlý leiki til íslands — til þjóðar- innar — íslenzkra sagna og ibókmenta, jafnframt því sem það ber með samúð og kærleika einlæga virðingu fyrir kjörland- inu, erfðum þess oig þjóðar hag. í þessum huga og þessum anda, efndi nokkur hópur Is- lendinga í borginni Ghicago til félagsstofnunar, 18. október 1924 ,er þeir nefndu “Vísir”. Fullu nafni heitir félagið Vís- ir, Íslendingafélagið í Chicago. Félagið er ekki löggilt, sam- kvæmt ríkislögum í Illinois. — Stjórnarskrá þess eru lög sem félagsmenn sömdu og sam- þyktu þegar það var stofnað. Fyrstu embættismenn félags- ins voru þessir: Forseti: Jó- Ihannes S. Björnsson; skrifari: Sveinbjörn Árnason; fóhirðix: Guðmundur Barnes og vara- forseti: Páll Björnsson. Fyrir félaginu vakir aðallega tvent: í fyrsta lagi það, að vekja löngun til að kynnast ís- lenzku máli, sögu þjóðarinnar og siðum hennar; og í öðru lagi það, að auka og glæða félags- lyndi og viðkynning meðal fólks af íslenzkum ættum í borginni og grendinni. Fyrstu árin, 1924 og 1925, hélt félagið fundi sína í Macca- ibees Hall, á 1621 N. Califomia Avenue; en síðan í Chicago Norske Klub á 2350 N. Kedzie Blvd. Húsið er bygt úr eld- traustu efni, veggir úr tígul- steini og þak úr öðrum efnum sem eldur má ekki heldur á festa. Öll gólf eru úr eiki-viði gerð og veggir og loft eru fag- urlega skreytt. Á fyrsta gólfi er samkomusalur mikill og leik- pallur með öllum nauðsynleg- um útbúnaði sem þar að lýtur. Salurinn tekur fjölmenni mikið; er þar því nægilegt undanfæri fyrir dansskemtanir. Á neðra gólfi er rúmgóður borðsalur, eldhús, fatabúr og þvottaher- bergi. Félagið leigir þetta hús gegn árlegu gjaldi og heldur þar tíu fundi á starfsári hverju, frá september til júní að báðum meðtöldum. Fundir eru hajdnir fyrsta föstudag í mánuði hverjum. — Fara þeir fram með þeim hætti, að fundur er settur kl. 8. e. m.; er það starfsfundur; en að bon- um loknum taka við skemtanir. Þessar skemtanir eru með ýmsu (móti og skal þeirra nú að nokkru getið. Má þar fyrst til telja veizlu nokkra, “Goðablót”, Sem haldin er einu sinni á ári. Opnir fundir hafa verið haldnir öðru hverju og til þeirra boðnir ekki aðeins Islendingar heldur og allir aðrir af norrænum ætt- um sem til hefir náðst. Smá- leikir, bæði á ensku og ís- Frh. á 4. bls. Á fundi er félag conservatíva í West-Kildonan hélt 11. okt. var J. H. Stitt sambandsþing- maður Selkirk kjördæmis einn ræðumanna. Mintist hann all- ftarlega á störf Bennettstjórn- arinnar og kvaðst eiga eftir að sjá þá stjórn er meira verk hefði sér fyrir hendur tekið en hún. Á forsætisráðherra R. B. Ben- nett mintist ihann sem bjarg- vætt landsins. “Eg bið engrar afsökunar á því, að vera conservatívi,” sagði Mr. Stitt. “Og komi að því, að eg sæki í Selkirkkjördæmi aftur, verður það undir sama merki og eg sótti síðast, sem óháður conservatívi. Eg ætla heldur ekki að fara leið neins Tammany Hall-flokks til að ná útnefningu. Eg kaupi Ihvorki eða bið neinn mann um atkvæði. Eg legg starf mitt á þingi f þágu kjördæmisins ein- göngu til grundvallar fyrir því ihvort eg sé verður endurkosn- ingar, og störf stjórnarinnar sem eg er stoltur af að fylgja að málum. Hverju skiftir það hvað mað- urinn þykist vera? Það eru verkin og ekkert annað sem ihann verður dæmdur eftir. Þið kallið Bennett íhaldsmann, en King frjálslyndann, er ekki svo ? En hvað verður upp á teningn- um þegar farið er að dæma mennina af verkum sínum? — Það, að Bennett er sá frjáls- lyndi, en King sá íhaldssami.” Major W. W. Kennedy þingm. frá Winnipeg sagði nokkur orð á fundinum og vék máli að Ihæfileikum og starfi Mr. Stitts á þingi. Hann fór og nokkrum orðum um starf iStevens nefnd- arinnar og sagði áheyrendum sínum, að þeir gætu reitt sig á að við það starf yrði ekki 'hætt í miðju kafi. ganga Bretum á hönd. Þar segir ennfremur, að það yrðu einsdæmi í sögu Bretlands, er sjálfstætt ríki sækti af fúsum vilja um upptöku í breska heimsveldið. í formála fyrir grein þessari í “The Scotsman” er frá því sagt, að greinarhöfundur sé vel kunnugur íslandsmálum, enda segja Berlingatíðindi í Höfn, að ■margt bendi til þess, að höf- undur greinarinnar hafi sam- vinnu við áhrifamikla stjórn- málamenn. Hefir ritstjórn hins enska blaðs verið að því spurð hver sé höfundur að grein þessari. En ritstjórnin hefir gefið það svar, að hún óski ekki eftir að ljóstra því upp hver höfundur- inn sé. ENSK BLAÐAGREIN UM FRAMTfÐ ÍSLANDS Nýlega barst sendiherraskrif- stofu Dana hér fregn um það, að nýlega hafi birst grein í “The Söotsman” í Edinborg, þar sem rætt er um framtíð ís- lands. Greinin í hinu enska blaði fjallar um þann möguleika, að Island verði sjálfstjórnarnýlenda í breska heimsveldinu eftir 1943. Heldur greinarhöfundur því fram, að ísland eigi engan annan kost eftir að sambandinu sé slitið við Danmörku en að Það liggur í hlutarins eðli, að engin ástæða er til þess fyrir okkur íslendinga, að kippa okk- ur upp við iþað, þó einhver fréttaritari hins enska blaðs birti hugleiðingar um það, hvernig hann líti á framtíð ís- lands og möguleika þjóðar vorr- ar til þess að varðveita sjálf- stæði vort og standa á eigin fótum. En getsakirnar um það, að á hrifamiklar íslenzkir stjóm- málamenn standi að baki grein þessari, eða hafi átt þátt í þeim hugleiðingum sem þar birtast, er það eina, í þessu sambandi, sem menn verða að gefa veru- legan gaum. Eitt af blöðum landsstjórnar- innar hefir gert allmikinn “hvell” út af grein þessari. Er svo að sjá, sem blaðið sé mjög kunnugt því sjónarmiði, sem þar kemur fram um afstöðu vora út á við, nú og í framtið- inni. En, sem fyr segir. Ef eigi gefst frekara tilefni, er ekki ástæða til að fjölyrða um þetta mál. Af íslenzkum stjórnmála- mönnum, sem nú eru uppi, hefir enginn látið þá skoðun í ljós, að æskilegt væri fyrir ísland að ganga Bretum á hönd, eftir sambandsslit við Dani. Hér skal, að svo komnu eng- um getum að því leitt, hvort sá grunur sé réttur, að greinin í hinu enska blaði sé undan ís- lenzku'm rifjum runnin, og hvar sé þá líklegast að leita eftir því hugarfari, sem þar birtist, né hver ástæða kunni að vera fyrir því, að slíkum hugleiðing- um skýtur upp einmitt á þess- um tímum. — Mbl. Níu manns, þar af 7 íslendingar, farast í bátsbruna á Lake Winnipegosis Það hörmuega slys varð á Winnipegosisvatni síðast* liðinn fimtudag, að í vélar-bát kvikn- aði er á voru 10 manns, er allir ffórust nema einn. Að tveim undanteknum var fólkið á bátn- ium íslenzkt. Nöfn þeirra er ffórust eru þessi: Wilbert Goodman 40 ára, kona hans 37 ára og þrjú börn, Ólafur 8 ára, Valla 5 ára og Vera nærri tveggja ára. Ólafur Jónsson 75 ára, María Harrision 17 ára, Gffsli Árnason 30 ára, May Bicknell, 20 ára. Alt var Iþetta ffólk frá Winnipegosis. William Jónsson, sonur Ólafs Jónssonar bjargaðist á þann hátt að hann synti til lands. Báturinn var á leið frá Win- nipegosis norður í fiskiver. — Þegar ikomið var um 65 mílur norður frá Winnipegosis, eða norður að svonefndu Papoose Island, þurfti að bæta olíu í geymir vélarinnar. En ókyrt var og haffði eitthvað af olíu skvest á heita pípu. Stóð bát- urinn brátt nálega allur í björtu báli. Var þá hrundið út litlum björgunarbát er á vélbátnum var. Fór fólkið í hann. En Ihann var ofhlaðin fyrír það veður sem var og fyltist brátt. og Hvolfdi. Auk Williams Jóns- sonar voru May Bucknell og Gísli Ámason synd og reyndu þau öll að koma við björgun, en er til þess var ekki von, lögðu þau af stað til lands. En þangað auðnaðist ekki öðrum en William að ná. Þetta er eitt með hinum svip- legri slysum er orðið hafa á meðal Vestur-lslendinga.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.