Heimskringla - 24.10.1934, Blaðsíða 4

Heimskringla - 24.10.1934, Blaðsíða 4
4. StÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 24. OKT. 1934 Heímskringla (Stofnuð 1886) Kemur út á hverjum miðvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS I.TD. 853 oo 855 Sargent Avenue, Winnipeg Talsimis 86 537 Verð blaðsins er $3.00 árgangurinn borgist ryrirfram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. öll vlðskifta bréf biaðinu aðlútandi sendist: Manager THE VIKING PRESS LTD. 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFAN EINARSSON Utanáskri/t til ritstjórans'. EDITOR HEIMSKRINGLA 853 Sargent Ave., Winnipeg “Heimskringla” is published and printed by THE VIKING PRESS LTD. 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg Man. Telephone: 86 537 WINNIPEG, 24. OKT. 1934 “ÍSLENDINGAR” Nokkur drög aS þjóðarlýsingu eftir Guðm. Finnbogason Síðast liðinn sunnudag rakst sá er þetta ritar inn á bókasafn Þjóðræknis- deildarinnar Frón í Winnipeg og varð iþar fyrir honum bók sú, er nefnd er yfir grein þessari. Kunnugt var að vísu um útkomu bókarinnar áður af því, er minst er á hana í nýkominni Eimreið. En bók- sölum hefir hún ekki verið send vestur og því síður vikublöðunum ísl^nzku. — Gætu blöðin hér þó vakið eftirtekt og unnið að útbreiðslu góðra íslenzkra bóka, eins og öll þörf er á, ef sjáanlegt væri, að þessi væri æskt af útgefendum. Allir sem þjóðræknismálum vestra sinna, vita hvað mikinn þátt íslenzkar bækur og biöð að heiman hafa til þessa átt í við- haldi íslenzkrar tungu vestra. En jafn- vel þó á það væri ekki litið af frændunum heima, ættu þeir að geta notfært sér beinan hag sinn af bókasölu hér, ef þeir gæfu því meiri gaum, en raun hefir á orðið. , Heimskringla ætlar ekki að skrifa neinn dóm um þessa bók ,en að minna á hana þykir henni full ástæða. Efnið sem hún ræðir um, á erindi til íslendinga ihvar sem eru, og ekki sízt til þeirra, er eins sleitulausa og harða baráttu verða að heyja fyrir tilveru þjóðernis síns og V estur-íslendingar. Na-fn bókarinnar, “íslendingar” gefur undir eins til kynna í hverju efni hennar er fólgið. Höfundur kallar það “nokkur drög að þjóðarlýsingu” og eru það engar öfgar. Þó efnið sé eitt það fjölþættasta og í fljótu bragði verði ekki séð hvemig því verður komið fyrir í einni bók, þar sem það lýtur hvprki að meira né minna en því, að lýsa íslendingum eins og sagan og staðhættir hafa mótað þá og skilið við þá, hefir höfundi samt sem áður tekist að flokka það svo niður, að úr því verð- ur allsherjar lýsing á íslendingum. Fróð- um íslendingum munu mörg atriði bók- arinnar vel kunn, en þrátt fyrir það, má ætla þá færri, er svo eru fróðir, að ekki hafi eftir lestur bókarinnar öðlast meiri Iþekkingu á sjálfum sér en áður. Og það má að minsta kosti góð drög að þjóðar- lýsingu kalla. Efni bókarinnar er skift í 16 kafla, sem eru þessir: Sjónarmið. TJppruni Islend- inga, Landnámsmenn. Stjórnarskipun. Lífsskoðun og trú. Huliðsheimar. íslenzk- an. Sögurnar. Kveðskapur. Listir og í- þróttir. Landið. Dýrin, Mannlýsingar. Þjóð arlýsingar. Frá ýmsum hliðum. Að lok- um. Af þessum sjónarhólum lítur höf- undur yfir líf íslendinga frá byrjun, yfir sögu þeirra .stjórnarskipun, trú, tungu, bókmentir .listir, í stuttu máli, alt þjóð- legt starf þeirra. Og eins og lesendur bókarinnar munu sannfærast um, lítur hann ekki aðeins fránum augum á stór- viðburina; hann er einnig glöggskygn á smámunina í fari einstaklinga og ræður af þeim “hvað með manninum býr”, eigi síður en hinu, sem meir stingur í augu. Gagn og gaman væri að hugleiða ýms atriði í köflum bókar þessarar. En það er óaðgengilegt, nema að ofurlítið sýnis- horn sé gefið af þeim úr bókinni. Skal hér því, enda þótt af henda-hófi sé gert, tilfæra nokkur sýnishorn úr tveimur eða þremur köflum bókarinnar. í kaflanum um landnámsmenn er svo komist að orði: “Höfðingja ættirnar í Noregi voru auð- vitað úrval þjóðarinnar, er skapast hafði á löngum tíma. 1 þeim hafa verið þeir menn, sem bezt hafði tekist að ná undir sig stórum landeignum og halda þeim í ættinni og hins vegar nutu svo mikils álits, að þeir voru leiðtogar lýðsins í friði og ófriði. Um það leyti, er bygging ísiands hófst, virðast völd þessara ætta hafa verið orðin arfgeng. Þær hafa því annars vegar borið ægishjálm yfir alþýðu manna og hinsvegar verið svo jafnsterk- ar, að hver hafði að jafnaði í fullu tré við aðra. Slíkt arfgengt valdajafnvægi höfðingjaættanna virðist sérstaklega hafa verið komið á í Vestur-fylkjunum, því að þar bólar ekkert á ríkismyndun áður en Haraldur hárfagri kemur til sögunnar. En þar kom og annað til greina, er miklu hefir valdið um þroska höfðingjaættanna, og það voru víkingaferðirnar til Vestur- landa. Höfðingjar einir hafa að jafnaði getað gert víkingaskip úr garði og haft við hönd sér fjölmennan hóp vopnfærra manna. Á víkingaferðunum öfluðu þeir sér fjár og frama, víðari sjóndeildar- hrings,. lífsreynslu og menningar. Höfð- ingjaættirnar þarna voru því úrval, er annars vegar ihafði orðið til við sam- kepni ættanna um auð og völd innan lands, hins vegár við hernað utanlands. En af þessu úrvali valdist svo nýtt úrval, er ísland bygðist', eins og Sars segir: “Landnámsmennirnir voru höfðingjar af hinum norsku hersa og höldaættum; þeir voru ósveigjanlegasti, harðsnúnasti hluti Iþessara höfðingja ætta. . . Má því svo að orði kveða, að ættir þær, er námu land á íslandi, væru norskastar allra, vælru rjóminn ofan af rjómanum, einkennileg- ast mótaði hlutinn af allri þjóðinni.” Hér getur nú þótt mikið sagt, en þó mun það satt vera; höf. gætir hófs í því að halda ekki öðru fram í bók sinni en því, sem við sögu eða reynslu hefir að styðjast. Það hefir, jafnan þótt kenna stórlætis í fari íslendinga. Hvert þeir sækja það, bendir greinarbrotið á sem hér er tekið úr bókinni. Margur myndi nú ætla, að frá þessum metnaðargjörnu höföingjum væri ekki mikils jafnréttis að vænta. En þar ber þó stjórnarskipun ís- lendinga til forna vott um alt annað. Lýðjafnaöarstefnunni var hvergi gert hærra undir höfði en þar. Hvernig stend- ur á þessum andstæðum? Það var stór- lætið og metnaöurinn sem engan þolir yfir sér, sem olli því, að höfðingjar þess- ir voru lýðjafnaöarsinnar. — Að halda valdi sínu og frelsi óskertu mátu þeir ineira en eignir. Ef svo hefði ekki verið hefðu þeir ekki yfirgefið óðul sín í Noregi. En um þetta verða menn að lesa í bók- inni sér til verulegs gagns. í kaflanum um lífsskoðanir og trú ís- lendinga, sem gagn og gaman er að lesa, sem annað í bókinni, stendur þetta: “Það er erfitt að gera sér grein fyrir, hve mikinn þátt trúarskoðanir áttu í lífi og breytni fornmanna, og verður hér ekki mikið vikið að trú þeirra á goðin, á vættir góðar og illar, á framhald lífsins eftir dauðann, á mátt rúna og galdra o. s. frv. En dómar þeirra um eðli manna og gildi, þroska þeirra og breytni, um markmið þessa lífs og gæði þess, virðast ekki bundnir við trúna. Siðalögmál þeirra eru miðuð við manneðlið og reýnsluna, skynsemin er leiðarljósið en ekki guðleg boðorð. — — —” Og síðast í þessum sama kafla bókarinnar, og eftir allar trúar-erjurnar á íslandi, er svo komist að orði: “En merkilegast af öllu er það, að aldrei hefir, svo að menn viti, nokkur Islendingur látið lífið fyrir trú sína af völdum samlanda síns og að hér hafa aldrei risið upp ofstækisfullir og illvígir trúarflokkar, er deildu hver á annan. Það mun naumast dæmi til, að skoðanamun- ur í trúarefnum hafi nokkurn tíma hér orðið til þess að spilla félagslífi manna og samlyndi.----------Þeir (íslendingar) hafa jafnan borið virðingu fyrir — “Þeim, er fyrða gram færa fögur verk með trú sterkri.” Því mún naumast vera hægt að neita, enda hefir oft verið á það bent, að Is- lendingar hafi ávalt verið fremur trúlitlir í þeirri merkingu, sem nú er lagt í orðið trú. Þeir hafa verið seinir til að aðhyll- ast “blinda trú”, eins og svo mjög hefir veirð krafist af siðameisturum um allan heim um langt skeið. Hjá íslendingum hefir að h’kindum alt til þessa dags eimt svo mikið eftir af þeirra fornu lífsskoðun í trúarefnum, að þeir munu oftast hafa látið vitið fyrir sér ráða í þeim efnum. Einn kafli bókarinnar er um “Þjóðar- lýsingar”. Er þar bent á ummæli bæði íslendinga og annara þjóða manna um íslendlnga. Eru kaflar erlendra höfunda ^kki sízt skemtilegir, þó ekki verði um þær lýsingar sagt, að þær reynist í öllum atriðum sem hárréttastar. Þannig lýsir P. A. Sohleisner íslending- um 1849: íslendingar eru sterkbygðir af náttúrunni, flestir fallegir í vexti og vel limaðir; það er mjög sjaldgæft að hitta þar skakkvaxna menn eða -krypl- inga. . . . (Þá þykist S. og hafa tekið eftir því, að blóðið væri lítið eitt heitara í íslendingum en öðrum (37.27°C) og að ýmisleg lyf, einkum uppsölu og niður- gangsmeðul, vinni síður á þá en aðra menn). Eg vil sömuleiðis vekja athygli á einu, sem eg held að sé einkennilegt í útliti Islendinga. Það hvítmatar meir í augun á þeim en á öðrum mönnum, og eru þejr því upp á að sjá eins og þeir séu að hlusta, eða standi á glóðum. Svo sem kunnugt er, mátu norrænar konur í fomöld ekki eins mikið fegurð karla Sem hitt, að þeir væru miklir á velli, bæru sig vel og karlmannlega og væru sterkir og fimir. Sjaldgæft er að sjá fallegt andlit á Islandi, einkum karl- manns-andlit, og ber, ef til vill, enn meira á því fyrir þá sök, að íslendingar eru með öllu hirðulausir um að halda sér nokkuð til.--------” Að þessari lýsingu er svo gaman, að hana mátti til að sýna. En hér kemur bragarbót frá öðrum. Andreas Heusler lýsir íslendingum með- al annars 1896 á þessa leið: — — — Útlendingur, er sem vinur landsmanna kemur sem snöggvast í hús þeirra og hreysi, gæti naumast óskað sér eðlisfars þeirra öðru vísi en það nú er. Alúðlegri þjóð en íslendinga þekki eg ekki. Að prúðmannlegri, geðfeldri greiðvikni, gæti eg líkt ítölum einum við þá. Mentun þeirra birtist miklu átakan- legar í framkomu þeirra, orðum þeirra og gerðum hvers við annan, en í þekk- ingu þeirra. Þegar bóndi eða prestur Ihafði leitt ínig um hin dimmu moldar- göng inn í þrönga stofu með fátæklegum búnaöi, bauð mér sæti og spurði nú, svaraöi og sagði frá með háttprýði heims- mannsins, duttu mér oftar en einu sinni í hug orðin, sem mesta ljóðskáld Islands mælti eftir vin sinn: “Konungs hafði hann hjarta með kotungs efnum.” -----—- Þeim, sem ætlar að ferðast á íslandi, má gefa þetta ráð: Farðu með hvern mann, og það þótt hann sé tötrum klæddum, eins og hann væri gentleman og þér mun vel farnast. Kvartanir sumra um ógreiðvikni og fédrægni get eg ekki skýrt fyrir mér öðruvísi en að þeir hafi annað hvort sýnt landsmönnum upp- gerðar-lítillæti, eins og þeir væru. heimskir búrar, eða blátt áfram farið með þá eins og þjóna sína. Hvorugt láta íslendingar sér lynda; þeir eru hljóðfæri með viðkvæmum strengjum, og hin víð- fræga valmenska þeirra hefir sín tak- mörk. En þeim sem ekki getur skilið eftir heima hjá sér hið venjulega drasl' stéttamunarins og hneykslast á því er takmörkin verða óskýr milli “servant” og “companion” (r<iþjónn” og “félagi”) væri ráðlegra að sneiða hjá þessu heimkynni höfðingja-lýðsinnanna (Aristo-Demokrat- en) nema að hann hafi þá eingöngu fiskverzlun við ísland.” Hér skal nú staðar numið. Hvort athygli nokkurra er dregin að bókinni eða ekki með því sem nú hefir verið tekið fram, er það skoðun Heimskringlu, að þessi bók dr. Guðmundar Finnbogasonar “íslendingar” ætti að/ komast inn á ihvert íslenzkt heimili hér vestra og ^vera lesin einu sinni eða oftar á hverju ári. Heimskringla getur enga bók hugsað sér betur gerða til þess að vekja rækt ís- lendinga hér til þjóðernis síns, en þessa. Þess skal geta, að bókin er gefin út af Bókadeild Menningarsjóðs í Reykjavík. Stundum heyrist það, að fólk býðst til að “éta skyrtuna sína”, ef það segi ekki satt. Þetta henti einn prófessor í efna- fræði við háskólann í Harvard og eftir á sannaðist, að sá lærði karl hafði rangt fyrir sér. En er hann vissi það, fór hann úr skyrtunni, lét hana í lög svo sterkan, að skyrtan ranh. sundur og sameinaðist legi þeim, blandaði svo lútina öðrum legi þar til blandan varð meinlaus, þá síaði bann frá gruggið, smurði á brauðsneið og át. Sá prófessor þykir haldinorður. * * # Hinar nafnfrægu Diesel vélar eru steyptar og því þungar eins og alt sem steypt er.'verður að vera, ef duga skal. Sú breyting er nýlega upptekin að smíða þær úr nýmóðins stálblending og vega nú aðeins 20 pund fyrir hvert hestafl. VfSIR TÍU ÁRA GAMALL Frh. frá 1. bls. lenzku, hafa verið sýndir. Bæði félagsmenn og aðrir hafa skemt með söng og hljóðfæraslætti. Dans er stiginn ýmist eftir hljóðfæraslætti í salnum eða útvarpslögum. Margar stuttar ræður um íslenzk efni hafa verið fluttar; ræður og ávörp frá gestum og öðrum sem boðið hefir verið að koma í því skyni; jólaskemtun fyrir börn; út- varps hermileikir; upplestur á íslenzku og ensku í ljóðum og óbundnu máli; spil og kapp- spil. Útiskemtun eða skógar- för haldin á hverju sumri. Biti og sopi, við litlu verði, eru framreidd á hverjum fundi og flest er gert, eftir föngum, það er til þæginda og ánægju má verða fyrir félagsmenn og aðra er fundi sækja. Félagið fylgir þeirri föstu reglu, að krefjast ekki aðgangseyri frá utanfé- lagsmönnum; öllum af íslenzk- um ættum, konum sem körlum, eldri sem yngri og venslafólki þeirra, er velkomið að sækja og sitja fundi félagsins. En að- eins góðir og gildir félagsmenn eiga atkvæðisrétt og kjörgengi í stjóm félagsins. Iðgjöld eru borguð einu sinni á ári; fyrir einhleypa menn $3.00; gift hjón, að meðtöldum bömum þeirra innan 18 ára aldurs, greiða .$3.00 fyrir hópinn; en ógiftar konur $1.50. Félagið hefir gengist fyrir og léð fylgi sitt ýmsum störfum og athöfnum sem vert er að geta; skulu því nokkur þeirra talin: í maí, 1924, bauð það heim Einari skáldi og syni hans séra Ragnari Kvaran. Einar flutti erindi um “Nútíðar bókmentir á íslandi”, og séra Ragnar söng nokkur lög. Þeim var haldið samsæti á hotel La Salle. í apríl, 1926, tók félagið þátt í Alþjóðasýningu sem konur stóðu fyrir og haldin var í stór- söluhúsi húsgagnasala 'í Chi- cago. Ungfrú Soffía Halldórs- son var forseti nefndarinnar isem kosin var til að koma mál- inu í framkvæmd og frú Winnie Paul var Fjallkonan í persónu- gerfi og skrúðgöngunni miklu við það tækifæri. í febrúar 1929, flutti Ámi Helgason erindi um ísland, sem flaug út um landið á öldum Ijósvakans frá WMAQ útvarps- ins. Jóhannes S. Björnsson mælti einnig nokkur inngangs- orð áður en Árni tók til máls. Féll stórdrífa af bréfum yfir félagið sem þakklætisvottur fyrir tiltækið. 25. apríl, 1930, flutti Árni Pálsson erindi í Chicago um “Ástandið á íslandi”; kom hann hingað á vegum Þjóð- ræknisfélagsins. Honum var ihaldið samsæti í La Salle hótel- inu að skilnaði. í ágúst mánuði 1930, var sumarskemtun haldin að vanda. Var Árni Helgason þá nýkom- inn frá þúsund ára minningar- hátíð Alþingis. Sagði hann þar sitt af hverju frá ferðinni til gamla landsins. 12. júní 1931, var haldin op- inn fundur í fyrsta sinni. Pró- fessor Sveinbjörn Johnson var aðal ræðumaðurinn við það tækifæri og margir norrænir kunningjar voru þar viðstaddir. í ágúst mánuði það sama ár, flutti Gunnar Björnsson frá St. Paul, Minnesota, erindi á sum- armótinu. Um haustið 1931 fékk WMAQ stöðin all-margar íslenzkar ífonógrafplötur að láni frá Árna Helgasyni og var þeim útvarp- að frá þeirri stöð. Jóhannes S. Björnsson mælti nokkur orð til skýringar hverjum söng. Eftir þetta útvarp komu enn fleiri bréf, og engu lægra var lofið fyrir frammistöðuna. 5. febrúar 1932, hélt félagið fyrsta “Goðablót” sitt; sóttu það um 180 manns. Prófessor Richard Beck orti kvæði í til- efni af samsætinu og var það lesið þar. Aðal ræðumaður var prófessor Sveinbjöm Johnson; talaði hann um “Trúarbrögð og lög á söguöld íslands”. Konur sem umsjón hafði verið falin, gengu þar rösklega fyrir beina að íslenzkum sið og flestir rétt- anna voru af íslenzkum toga spunnir. 15. apríl 1932, var aftur hald- inn opinn fundur. Heiðurs- gesturinn og aðal ræðumaður- inn var dr. Sigurður Nordal. Umræðuefni hans var “Siðfræði víkinganna”. Bauð félagið hon- um til samsætis á Great North- ern hótelinu. 6. maí 1932, gerðist Vísir sambandsfélag Þjóðræknisfé- lagsins. Er það fyrsta félagið meðal íslendinga sem tekið hef- ir þá ákvörðun. Þótti dr. Nor- dal mjög mikils um vert að þetta spor var stigið. 8. september 1932, flutti Os- car J. W. Hansen, velþektur myndhöggvari af norskum ætt- um, ræðu á fundi félagsins. Var það brennandi hvatningaræða til Islendinga um að þeir legðu sinn skerf fram til að stuðla að því að Leifi Eiríkssyni yrði reistur veglegur minnisvarði í Vesturheimi. Var tillaga sam- þykt á fundinum í þá átt, að Vísir lofaði fyrirtækinu fylgi sínu og forseti skipaði nefnd til frekari framkvæmda í því efni. Minnisvarðinn hefir að vísu enn ekki verið reistur, en allar líkur eru til þess, að með tíð og tíma muni þó hugmyndin ná fram að ganga. 17. október 1932 bauð norski klúbburin félaginu að endur- taka skemtun fyrir það, sem ifram hafði farið á fundi klúbbs- ins í júní mánuði. Flest af því sem í skemtiskrá hafði verið var endurtekið óbreytt, að því einu undanskildu, að forseti Vísis, Jóhannes S. Bjömsson, var nú ræðumaðurinn. 4. nóvember 1932, var enn haldinn opinn fundur, hinn þriðji í röðinni. Tvent, sem vert er að minnast; fór fram á þess- um fundi. í fyrsta lagi það, að konsúlar Noregs, Svíþjóðar, Danmerkur og Finnlands héldu þar hver stutta ræðu. En hitt var það að Sir William Craigie flutti þar all-langt erindi um “Ahrif íslenzkra bókmenta á bókmentir heimsins.” 3. febrúar 1933, var Goðablót haldið í annað sinn á venjuleg- um fundarstað. Var þar enn margmenni saman komið. Pró- fessor Lawrence F. Larson frá Illinois háskólanum flutti þar erindi um “Áhrif norrænna manna á landsstjórn og stjórn- mál í Ameríku.” Jón J. Bíld- fell, forseti Þjóðræknisfélags- ins, var þar einnig staddur og mælti nokkur vel valin orð til félagsins. 13. ágúst 1933, flutti séra Kristin K. Ólafsson erindi á sumarmótinu. 2. febrúar 1934, var Goðablót haldið í þriðja sinn; sóttu það talsvert fleiri en árinu áður. — Aðal ræðumaður var dr. Pre- ston Bradley og talaði hann um “Hvernig ísland og íslendingar komu mér fyrir sjónir.” 5. ágúst 1934, hélt félagið sextíu ára minningarhátíð ís- lendinga vestan hafs (Icelandic- American Diamond Jubilee) til þess að minnast fyrsta íslend- ingadags Vestur-íslendinga. Fór hátíðin fram í Milwaukee í Wis- consin í Jackson Park, svo nefndum, ekki all-langt frá þeim slóðum er fyrsta hátíðin var haldin. Ein kona og þrír menn, sem öll mundu eftir og höfðii tekið þátt í fyrsta mótinu, voru viðstödd; það voru þau frú Cad- in, Sivert Helgason, séra Hans B. Thorgrímsen og séra Níels S. Þorláksson. Hinn síðast nefndi las kvæði er hann hafði ort í tilefni af hátíðinni. Jón J. Bíld- fell var þar á vegum Þjóð- ræknisfélagsins og mælti fyrir minni íslands. Barst félaginu mesti fjöldi árnaðaróska í sím- skeytum og bréfum.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.