Heimskringla - 07.11.1934, Blaðsíða 6

Heimskringla - 07.11.1934, Blaðsíða 6
6. SÍÐA HEIMSKRINGLA WíINNIPEG, 7. NÓV. 1934 I VIKING Eftir R. Sabatini Nú leit liún við honum og aðgætti hann vandlega; alt andlit hans var með bljúgum bænar svip. Hún var með áhyggju svip, er óð- um harðnaði og gerðist nær óhemjulegur. Hún tók höndum sínum á öxlum hans og horfði í augu hans. Síðan segir hún: “Viltu vinna eið að því, fyrir mér, Noll. að alt þetta er eins og þú hefir sagt, engu aukið við né brugðið til þess að fegra þinn málstað?” “Þarftu svardaga við, frá mér?” spurði hann og hún sá hrygð færast yfir andlit hans. “Ef svo væri, þá þætti mér ekki vænt um Iþig, Noll. En nú er svo komið, að eg þarf stuðnings við af fastyrðum þínum. Viltu ekki vera veglyndur og vorkenna mér, styrkja mig til að standa í móti hverju sem sagt kann að verða eftirleiðis?” “Guð sé mitt vitni, að eg hefi sagt þér satt í öllum atriðum,” svaraði hann, hátiðlega al- vörugefinn. Hún lét slúta höfuðið þar til það hvíldi á öxl hans, og tárfeldi, yfirkomin af því er tekið var fyrir allan harm sem hún hafði borið í hljóði, frá því að hann byrjaði að sækja eftir henni. “Þá trúi eg, að þú hafir gert rétt,” mælti hún. “Eg trúi þér til þess, að enginn heið- ursmaður hefði getað farið öðru vísi að. Eg má til að trúa þér, Noll, því að annars gseti eg engu tpeyst og enga von átt. Þú ert líkur eldi sem hefir læst sig um hina beztu þætti míns innrætis og brent þá til ösku, svo þú mættir halda þeim í hjarta þínu. Eg læt mér vel líka, meðan þú bregst ekki.” “Þér skal eg aldrei bregðast, ljúfa,” svar- aði hann í hálfum hjóðum. “Gæti eg annað gert, fyrst þú ert send til að gera mig einlæg- an?” Hún leit við honum aftur og nú brosti hún gegnum tárin. “Og þú umberð Peter?” bað hún. “Hann skal enga getu hafa til að egna mig til reiði,” svaraði hann. “Því lofa eg þér sömuleiðis við drengskap minn. Veiztu að hann barði á mér í dag?” “Barði á þér? Ekki sagðirðu mér frá því!” “Deilunni við hann skaut eg hjá og stefndi henni að þeim óþokka, sem hafði hann að skotspæni. Eg hló við högginu. Var hann ekki mér heilagur?” “Hann er vænn í sér, Noll,” sagði hún. “Hann mun elska þig eins og þú átt skilið, þegar fram líða stundir, og þú skalt reyna, að hann verðskuldar þína vináttu.” “Hana verðskuldar hann nú, vegná þess að honum þykir vænt um þig.” “Og þú ætlar altaf að hugsa svona, þenn- an stutta tíma, sem við verðum að bíða?” “Eg skal aldrei hugsa öðru vísi, mín kæra. Eg skal forðast hann á meðan, og til þess ekki verði. mein að ef hann bannar hingað komur mínar, þá skal eg jafnvel hætta þeim alveg. Þú verður fulltíða að tæpu ári liðnu, þér mun enginn banna að fara hvar sem þú vilt. Hvað er að bíða í ár, með slíkum vonum og eg hefi, að stilla óþolann?” Hún strauk honum í framan. ”Jafnan ert þú mér eftirlátur, Noll,” mælti hún blíðlega. “Eg get ekki trúað, að þú sért nokkum tíma harður við aðra, þó þeir segi svo.” “Gefðu ekki um þá,” svaraði hann henni. “Það kann að vera að mér hafi hætt til þeirra hluta, en þú hefir mig skíran gert um það, Rósa. Hvemig má sá annað vera en mildur, sem elskar þig?” Hann kysti hana og stóð upp. “Nú er mál að fara”, sagði hann. “Eg verð á gangi út með vog á morgun. Ef svo skyldi vera, að þér kæmi líkt til hugar. . .” Nú hló hún og stóð upp. “Eg skal koma þangað, elsku Noll.” “Svo mun bezt vera, eftirleiðis,” mælti hann og kvaddi brosandi með hneigingu. Hún fylgdi honum fram að stiga og horfði á eftir honum ofan; í augum hennar mátti sjá, að henni þótti hann bera sig vel, þessi vasklegi og einarði ástsveinn hennar. III. Kapítuli. Að verða fyrri til að segja Rósamundu tíðindin, reyndist viturlegt, þegar Master God- olphin kom heim. Hann gekk strax á fund systur sinnar, hann var hryggur og kvíðinn um Sir John, þóttist illu beittur af Sir Oliver; af þessu var honum mjög gramt í geði og var ófrýnn og byrstur. Hann byrjaði tal sitt svo: “Húsfreyja, Sir John liggur fyrir dauðan- um.” (Þó öldin væri harðfeng voru talsiðir hæversklegir, ávarpsorðum, svo sem ‘madam” og ‘master’ vanalega haldið, þó hér sé oftlega slept). Svar hennar kom honum á óvart, og ekki var það til þess fallið, að mýkja eða stilla skap hans. Hún mælti: “Eg veit það. Og það er mín trú, að hann hafi ekki átt minna skilið. Sá sem fer með illmæli, verður að vera við gjöldunum <búinn.” Hann hvesti á hana augun, svo reiður, að hann mátti ekki stilla orðum sínum, heldur kvað við blótsyrði og formælingar, að hún væri heilluð og tryld af þeim arga hundi Tressilian. Hún svaraði honum stillilega: “Það var mikið happ fyrir mig, að hann kom hér á undan þér, til að segja mér hið sanna um þennan atburð.” En er hér var komið, rénaði henni stilling og stórlæti, hræðslu setti að henni og kvíða, svo að hún sagði: “Ó, Peter, eg vona að Sir John rétti við. Mér varð ósköp mikið um þetta. En eg bið þig af hjarta, að vera sanngjarn. Sir Oliver sagði mér hve illa var til hans gert.” “Hann skal fá verri útreið, áður lýkur, ef guð lofar mér að lifa! Ef þú heldur, að þessi tilgerð þolist hefndarlaust. . .” Hún hljóp í fangið á honum og bað hann inilega að halda þessari deilu ekki lengra. Hún sagði honum af ást sinni til Sir Olivers, kvaðst einráðin til að giftast honum, hvað sem í móti stæði, en ekki mýktist bróðir hennar við það. En þar kom, fyrir bænarstað hennar og kærleika systkinanna, er þau höfðu jafnan borið hvort til annars, að hann hét því, áður lauk, að svo búið skyldi standa, ef Sir John héldi lífi. En ef svo færi, sem líklegt væri, að Sir John léti h'f sitt, þá kvaðst hann ekki geta haldið ærunni, nema með því að hefna Iþess mannskaða, sem orðið hefði, að miklu leyti af hans völdum. “Þann mann sé eg allan eins og hann er,” mælti hann með yfirlæti æskumanna. “Hann er slægur eins og Fjandinn sjálfur, en hann getur ekki vilt mér sýn. Hann slóst upp á Killigrew til að hefna sín á mér. Hann vill eiga þig Rósamunda, þess vegna gat hann ekki — það sagði hann mér sjálfur, afdráttar- laust — snúizt að mér, hvemig sem eg egndi hann, jafnvel berði á honum. Honum gafst tilefni til að drepa mig fyrir það, en það forðaðist hann, af því hann vissi að þá mund- uð þið aldrei ná saman. Ó, hann er slægur eins og púkar í viti. Svo hann tók það ráð, til að afmá þann ærublétt, sem hann hlaut af mér, að skella skuldinni á Killigrew og ætlaði sér að drepa hann, mér til viðvörunar. En ef Killigrew deyr. . .” Þessa dælu lét hann ganga og fylti hennar blíða brjóst angist og kvíða fyrir því, að sjá deiluna harðna milli þeirra tveggja karlmanna, sem hún unni mest. Ef þar að ræki, að annarhvor þeirra feldi hinn, þá vissi hún fyrir víst, að þann sem lifði, vildi hún aldrei framar sjá fyrir sínum aug- um. Hún huggaðist að lokum við heit Sir Oli- vers, að hlífast við bróður hennar, hvað sem fyrir kæmi. Hún treysti honum til fulls og reiddi sig á þá fágæta orku hans, að ganga öruggur í og heill úr hverjum háska, sem ósnjallari eða ósterkari mönnum var fullkomin ófæra. Og því meir sem hún hugsaði til þessa, því meir óx þótti hennar af honum, unz hún þakkaði guði fyrir elskhuga, sem bæri langt af öllum öðrum karlmönnum. En Sir John Killigrew lét ekki líf sitt, heldur sveif milli þessa heim óg annars betra, í vikutíma eða svo og fór þá að rétta við. — Undir veturnætur komst hann á fætur, var þá magur og fölur, hafði lagt svo mikið af, að hann var líkari skugga sínum en því sem hann áður var. Ein hans fyrsta ferð var til God- olphin Gourt, að telja Rósamundu af hinum fyrirhugaða ráðahag, eftir beiðni bróður henn- ar. Henni þótti sem honum væri brugðið og mótmæli hans undarlega kraftlítil. Það bar til, þó skrítilegt sé frá að segja, að þegar Sir John horfðist á við sinn viðskiln- að og hugur hans dvínaði til varaldarinnar, þá komst hann að þeirri niðurstöðu, sem hon- um hefði aldrei orðið, ef haldið hefði heilsu sinni, að hann hefði ekki meira fengið, en hann átti skilið. Honum skildist ,að háttalag sitt hafði verið miður heiðarlegt, þó ekki hefði hann vitað af því, þangað til nú og að hann hefði beitt vopnum við Sir Oliver, sem heiðurs- manni hæfðu alls ekki, og enginn gæti vaxið af að beita. Þá sá hann glögt, að honum hafði glapizt sýn af gömlum væringum við Tressilian ættina og af nýjum útistöðum útaf Smithicks löggilding; af þeim þústi hefði hann trúað, að illmælin um Sir Oliver væru sönn. Hann sá líka, að öfund átti sinn þátt í þessu. Afrek Sir Olivers á sjó höfðu gert hann auð- ugan og með auðnum var hann að ná aftur áliti og völdum sem Tressilian ættin hafði fyr- meir notið í þeim héruðum, áður en Hrólfur spilti, svo að ekki var annað sýnna en hann yxi yfir höfuð Killigrew ættinni, er átti höfuð- bólið Arwenack. Aldrei komst hann svo langt í þessu aftur- hvarfi, að hann kannaðist við, að Sir Oliver væri hæfilegt mannsefni fyrir Rósamundu Godolphin. Faðir hennar og þeirra systkin- anna hafði falið honum forsjá þeirra, á sínu dánardægri, og það umboð rækti hann trú- lega, þangað til Peter náði lögaldri. Hann unni Rósamundu hugástum, en sú elska var stórlega tempruð föðurlegri umhyggju. HonW um lagði mjög nærri, að tilbiðja hana, og þegar vel var að gætt, þegar hann hafði út- rýmt allri hlutdrægni úr huga sínum, þá var nóg eftir samt í eðli og fari Sir Olivers, sem honum féll næsta illa við, og sú tilhugsun, að hann yrði, eiginmaður Rósamundu, var honum meir en ógeðfeld. Fyrst af öllu var það, að innræti þeirrar ættar var ilt, eins og allir vissu, þó útyfir tæki Hrólfs háttlag; óhugsandi væri, að Sir Oliver hefði með öllu farið varhluta af því, enda þótt- ist Sir John margt finna, er benti til hins gagnstæða. Hann var ofstopamaður, eins og öll sú ætt, skapstór og grimmur og engin at~ vinna var betur við hans hæfi, en sú, sem bann hafði valið sér, að vera í víking. Hann var óþýður og hrokafullur, þoldi illa aðfinn- ingar og lét sér fátt um finnast þó hann kæmi hart við aðra. Var svona maður hæfilegt mannsefni fjrrir Rósamundu — þessa spurn- ingu athugaði hann með alúð og einlægni. Mátti hann fela öðrum eins manni að sjá fyrir sælu hennar? Vissulega gat hann það ekki. Af þessu bar það til, að jafnskjótt og hann var rólfær, fór hann að vitja Rósa- mundu, eins og skyldan bauð honum og jung- herra Peter bað hann. En með því að hann vissi, að hann hafði verið óbilgjarn, þá gætti hann þess að taka heldur of lítið af en of mikið. Hún veitti honum þegar andsvar: “Sir John, ef allir ættu að dæmast eftir syndum sinna forfeðra, þá mundu fáir sleppa með vægum dómi, og hvar myndir þú þá finna mann handa mér, sem þér líkaði í alla staði?” “Faðir hans. . . mælti Sir John. “Segðu mér ekki af föður hans, heldur af honum sjálfum,” mælti hún. Hann varð þungbrýnn við; þau sátu í turnskemmu hennar, við þann gluggann sem vissi að ánni. “Svo mun eg gera,” svaraði hann, nærri því stygglega, af því að hún tók fram í, hélt honum að efninu og svifti hann þar með beztu ástæðum hans. “Eigi að síður nægir það, að marga af göllum föður síns hefir hann erft, sem sjá má á háttalagi hans; að hann hefir ekki erft aðra, getur ókominn tími og annað ekki, skorið úr.” Hún gabbaði hann, svaraði þó mjög al- varlega: “Með öðrum orðum, eg á að bíða þangað til hann deyr af elli, til þess að vera alveg viss um, að hann hafi ekki þá lesti til að bera, sem gera hann óhæfan til hjónabands?” “Nei, nei,” andæfði hann. “Góðs van! hvaða öfgar fer þú með!” “Öfgarnar eru þínar, Sir John. Eg er aðeins spegill þeirra.” Hann vatt sér til í sætinu og rumdi. “Sé það þá svo,” segir hann snúðugt. “Við skulum ekki telja aðra en þá sem þegar eru komnir í Ijós. “Og þá taldi Sir John upp. “En þetta er ekki annað en dómur þinn um hann — rétt það sem þú heldur að hann sé.” “Það er almennings dómur um hann.” “En eg ætla mér ekki að eiga mann vegna þess hvað aðrir halda um hann, heldur vegna þess sem mér sjálfri sýnist um hann. Eg finn ekki neina slíka skaplesti með Sir Oliver.” “Eg er að biðja þig að eiga hann ekki, svo þú verðir ekki þeirra vör.” “En ef eg ekki giftist honum, verð eg þeirra aldrei vör, og þangað til eg kenni þeirra skapbresta, skal eg alt af elska hann og þrá að giftast honum. Á eg að eyða allri æfinni til þess?” Hún hló við og kom þangað sem hann sat. Hún lagði arminn um háls honum, líkt og á föður sínum, eins og hún hafði verið vön við í síðastliðinn tíu ár — og olli þar með því, að honum fanst hann vera gífurlega aldraður. Hinni hendinni strauk hún um ennið á honum. “Uss, en þær hrukkur!” sagði hún við hann. “Þú ert alveg frá, orðinn utan við þig og ráðalaus af kvennakænsku og þykir miður.” “Eg er ráðalaus af kvenlegri einþykni, kvenmanns þráa, að vilja ekki sjá.” “Þú kant mér ekki neitt að sýna, Sir John.” “Ekki neitt? Er alt sem eg hefi talið fyrir þér sama og ekki neitt?” “Orð og reyndir eru sitt hvað, dómar og sannar niðurstöður tvent ólíkt. Þú segir að han nsé svo og svo og svo. En þegar eg spyr þig eftir hvaða sönnunum þú dæmir hann, þá svarar þú að þú haldir að hann sé eins og þú segir. Hugsanir þínar kunna að vera einlæg? ar Sir John, en rökin eru fráleit.” Hér hló hún enn, þegar hann starði á hana með opinn munninn/ öldungis hlessa. “Gerðu nú sem ráðvandur dómari og segðu mér af einum at- verka hans — aðeins eitt, þó ekki sé meira, af því sem hann hefir aðhafst og þú veizt með vissu — er sanni, að hann sé því líkur sem þú segir hann. Nú, Sir John!” Hann leit við henni snarplega. Þar eftir brosti hann loksins. “Skelmir!” sagði hann — og löngu seinna kom sá dagur, að hann minti þessara orða. “Ef hann verður nokkurntíma færður til dóms, þá kann eg ekki betri verjanda að kjósa hon- um til handa, heldur en þig.” Hún var ekki engi að nota sér færið, kysti hann kossi og mælti: “Og ærlegri dómara en þig get eg ekki óskað honum.” Hvað átti veslings maðurinn að gera eftir það? Þaö sem hann gerði. Reynast eins og hún hafði fyrir mælt, og fara strax á fund Sir Olivers og sættast við hann. Hann kannaðist mjög svo drengilega við sök sína og Sir Oliver tók vel við og drengi- lega. En þegar Sir John kom að heitorði jómfrú Rósamundu, þá var tal hans með meiri tregðu, eftir því sem honum þótti skyldan bjóða sér hennar vegna. Hann lýsti því, að með því að hann þættist ekki geta litið svo á, að Sir Oliver væri hæfilegt mannsefni handa henni, þá skyldi Sir Oliver ekki taka neitt af þtí sem sagt hefði verið svo upp, að hann léti sér ráðahaginn vel líka. “En þar með er ekki sagt, að eg standi þar í mót. Mér er sá ráðahagur ekki að skapi, en læt það mál hlutlaust. Bróðir hennar bannar ráðahaginn þar til mærin er komin til lögaldurs. Eftir það tekur það mál hvorki til mín né hans.” “Eg vona,” mælti Sir Oliver, “að honum fari svo viturlega. En einu gildir, hvað hann leggur til þeirra mála. Þér má eg þakka, Sir John, fyrir hreinskilnina; mér er mikil á- nægja að því, að þó eg megi ekki telja þig meðal vina minna, þá á eg víst, að þú ert ekki einn af mínum óvinum.” En þótt Sir John skildist við málið, rénaði ekki heiftúð jungherrans Peter, heldur óx dag frá degi, og nú kom annað til, svo að hún þrútnaði enn meir, þó að Sir Oliver væri ókunnugt um það efni. Hann vissi að vísu að Lionel bróðir hans reið nærfelt á hverjum degi til Malpas og vel vissi hann tilefnið. Þangað vöndu ungir oflátar komur sínar, úr Truro, Penryn og Helston, og hópuðust að l kvenmanni, sem réði þar húsum, svo fim og slyng í piltahóp, að þungur orðrómur lagðist á háttalag hennar í höfuðborginni og því hafði hún sig þaðan á brott, út í sveit. Hann sagði bróður sínum satt frá henni, þó ófagurt væri, honum til viðvörunar, en hann tók svo óstint upp, að nærri lá, að bræðurnir yrðu ósáttir, í fyrsta sinn á æfinni. Eftir það mintist hann aldrei á hana framar. Hann vissi vel, að Lionel, þó daufur væri, gat verið þrályndur og torsóttur, og svo kunnugur var hann mannlegu eðli, að hann skildi vel, að ef hann skakkaði þennan leik, var vísast, að ósamþykki sprytti upp milli hans og sbróður hans, og að ekkert ynnist á um það er hann vildi vera láta. Því var það, að Oliver lét svo búið standa, þó honum þætti miður. Hann mintist ekki á Malpas né seið meyna þar með einu orði, uppfrá því. Nú leið af haustið; með vetrinum lögðust að hret og þá fækkaði samfundum þeirra Rósamundu. Til Godolphin Court vildi hann ekki koma, með því að það var henni ekki að skapi; sjálfur áleit hann bezt henta, að koma þar ekki, ella átti hann víst, að honum lenti saman við húsbóndann þar, er fyrirboð- ið hafði háns komur. Um þær mundir sáust þeir sjaldan, en ef fundum þeirra bar saman, hneigðu þeir sið hvor til annars þurlega, en skiftust ekki orðum við. • Sir Oliver var sæll ,allir fundu að hann var mjúklátari en hann átti að sér og með miklu léttara yfirbragði, en áður var hann harðleitur og þungbúinn. Hann átti visa hamingju sína og treysti henni eins og þeir ódauðlegu. Forlögin heimtuðu af honum að- eins eitt: þolinmæði; þá þjónustu veitti hann fúslega, með glöðu geði, treystandi þeim laun- um, sem honum skyldu hlotnast. Nú var komið framundir áramót og áður en annar vetur liði yrði ný húsfreyja komin til ráða á höfuðbólinu Penarrow. Það þóttist hann eiga víst, engu síður en ártíðaskiftin. En þó öruggur væri og þolinmóður og verði sælu sína með því móti, þá hvarflaði að honum beygur öðru hvoru, ósjálfráður fyrir- boði um ógæfu af hendi forlaganna. En ef hann reyndi að gera sér grein fyrir eða taka þann beyg taki, þá fann hann ekki neitt, sem vitið gæti náð til, komst því altaf að þeirri niðurstöðu, að sæla hans væri svo mikil, að hún væri við of, og þaðan stafaði hjarta höfgi, líkt og ætlaður væri til að stemma þess kæti knúðu slög. /

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.