Heimskringla - 07.11.1934, Blaðsíða 8

Heimskringla - 07.11.1934, Blaðsíða 8
8. StÐA ntlMSKRINGLA WINNIPEG, 7. NÓV. 1934 FJÆR OG NÆR Messur í Vatnabygðum Séra Jakob Jónsson ,frá Nesi í Norðfirði, prédikar á eftirfyglj- andi stöðum á sunnudaginn kemur þann 11. þ. m. Leslie, Sask. kl. 2. e. h. Wynyard, Sask., kl. 7.30 e. h. í kirkju Quill Lake safnaðar. Allir velkomnir. * * * Séra Guðmundur Árnason prédikar í Sambandskirkjunni á sunnudaginn kemur 'þann 11. þ. m. á venjulegum tíma kl. 7. að kveldinu. ¥ * * íslenzkar samkomur að tilhlutan Þjóðræknisfélags- ins en undir umsjá þjóðræknis- deildanna “Fjallkonan” og “Ið- unn” verða haldnar í Wynyard og Leslie nú í þessari viku. Á samkomunum verða staddir séra Jakob Jónsson er flytur ræðu, séra Rögnvaldur Péturs- son er flytur þar fyrirlestur um ísland og hr. Ásm. P. Jóhanns- son frá Winnipeg. ¥ ¥ ¥ Einar Einarsson frá Church- bridge, Sask., var staddur í bænum í byrjun vikunnar. ¥ ¥ ¥ 16. október giftust í Chicago ungfrú Mozelle Johnson og dr. Keith S. Grímson. Brúðurin er dóttir E. S. Johnson í Brins- made, N. D., en brúðguminn er sonur G. Grímson dómara í Rugby í Norður-Dakota. Ungu hjónin eru bæði úskrifuð af há- skóla og dr. Grímson, hefir nú læknisstörf með höndum í Presbyterian Hospital í Chicago. ¥ ¥ ¥ Steingrímur bóndi Jónsson frá Wynard var staddur í bæn- um yfir helgina. ¥ ¥ ¥ Stefán Anderson bóndi frá Leslie, Sask., var staddur í bæn- um í byrjun 'þessarar viku. Líkkistur til Sölu Undirritaður hefir til sölu handsmíðaðar líkkistur úr eik og furu. Eiru þær sterkar, og frá þeim gengið á allan hátt sem venjulegum líkkistum, fóðraðar með silki o. s. frv. Verð $65.00 til $125.00 hver. Pöntunum sint samstundis. Til sýnis að: 867 Ingersoll St. Sími 35 974 F. Hansen Vinnukona óskast á gott i heimili í bænum nú þegar að 38 Olivia stræti (í grend við General Hospital). * * * Fjöldi íslendinga frá Saskat- chewan, notaði tækifærið að koma til Winnipeg um helgina, en fargjald var um það leyti mjög niðursett hjá jámbrautun- um. * * * G. T. Spil og Dans verður haldið á föstudaginn í þessari viku og þriðjudaginn í næstu viku í I. O. G. T. húsinu, Sargent Ave. Byrjar stundvís- lega kl. 8.30 að kvöldinu. Ágætir hljóðfæraflokkar leika fyrir dansinum. — Lofthreins- unar tæki af allra nýjustu gerð eru í byggingunni. Fyrstu verðlaun $15.00 og átta verðlaun veitt þar að auki. ínngangur 25c. Allir velkomnir. ¥ ¥ ¥ Frá Saskatchewan barst sú frétt, að bóndinn Björgvin Ein- arsson hafi látist að heimili sínu í Elfros, 28. október. ¥ ¥ ¥ Á miðvikudaginn þ. 31. okt. lézt í Toronto, Ont. Mrs. Fríða (Byron) Vopni, 35 ára að aldri. | Hún og maður hennar Friðrik ! Brynjólfur Vopni lifðu áður hér í Winnipeg. Lætur hún eftir sig auk eiginmanns tvo syni Raymond og Arthur, einnig ald- raða móðir Mrs. Margréti By- ron, og 3 systur Ms. B. J. Hall- son og Mrs. B. E. Johnson í Winnipeg og Mrs. Önnu Keith í Swan River, og einn bróðir J. W. (Wally) Byron í Prince Al- bert, Sask. ¥ ¥ ¥ Þakklæti Innilegt þakklæti biðjum við Heimskringlu að flytja bæði Riverton-búum og öðmm er vel- vild og vináttu sína sýndu okkur í sorg okkar út af látí kærs eiginmanns og föður, Jónasar T. Jónassonar, er dó 15. okt. Að nefna nöfn þeirra allra yrði hér of langt. En hluttekningu þeirra og margvíslega hjálpsemi þökkum við þessum vinum inni- lega. Mrs. J. T. Jónasson, og fjölskyldan —Ste. 11 Reliance Apts., Young St., Winnipeg. ¥ ¥ ¥ Séra Guðm. Ámason var staddur í bænum í byrjun þess- arar viku. Kæru Landar Komið og skemtið yður með Jóns Sigurðssonar félaginu að kveldinu 12. nóvember kl. 8. í Goodtemplara húsinu á hominu á Sargent og McGee. Góð verðlaun gefin fyrir vinninga í “Bridge” og góður hljóðfærasláttur fyrír danzinum. Arði þessarar. samkomu verður varið til þess að gleðja bágstadda á jólunum. Inngangur 50c. ForstöSunefndin Islenzkar Samkomur í Vatnabygðum, að WYNYARD og LESLIE, SASK. Samkomur þessar em haldnar að tilhlutan Þjóð- rækinsfélags Islendinga í Vesturheimi, en undir umsjá félagsdeildanna á staðnum. Samkomuraar verða haldnar sem hér segir: WYNYARD, föstudagskveldiS kl. 8. 9. þ. m. LESLIE, laugardagskveldið kl. 8. 10. þ. m. Til skemtana verður: Fyrirlestur um íslandsferð: séra Rögnv. Pétursson RæSa: Samband ísl. austan og vestan hafsins, Séra Jakob Jónsson RæSa: Starf og stefna ÞjóSræknisfélagsins, Hr. Ásm. P. Jóhannsson Ennfremur ýmislegt fleira. Samkomurnar verða nánar auglýstar á stöðunum. Allur arður gengur til þjóðræknisdeildanna “Fjallkonan” og “Iðunn” er ráða og tiltaka inngangseyrír Stjórnarnefnd Þjóðæknisfélagsins Séra Sigurður Ólafsson frá Árborg, Man., kom til Winnipeg s. 1. mánudag úr Islandsferð. Lét hann hið bezta af dvölinni heima og ferðalaginu í heild sinni. Á leiðinni vestur kvað hann þó hafa verið slæmt í sjó milli íslands og Skotlands. ¥ ¥ ¥ BrúSkaupskvöldiS verður leikið á Lundar næst- komandi föstudag 9. nóv. Leik- urinn er sagður skemtilegur og þeir sem sækja hann, munu ekki sjá eftir því. Aðgangur 25c. ¥ ¥ ¥ Ein deild kvenfélags Sam- bandssafnaðar í Winnipeg efnir til spilakvölds (bridge party) í samkomusal kirkjunnar 25. nóv. Nánar auglýst síðar. ¥ ¥ ¥ Jóhannes Baldvinsson frá Glenboro, Man., kom snöggva ferð til bæjarins s. 1. fimtudag. ¥ ¥ ¥ Arnbjörg Sigurðsson á Gils- bakka í Geysisbygð, lézt 30. okt. Hún var 84 ára og ekkja Jó- sephs Sigurðssonar frá Melstað í Víðinesbygð. ¥ ¥ ¥ Júlíus Jensson frá Wynyard, Sask., lagði af stað til íslands s. 1. miðvikudag, ásamt konu sinni. Hafa þau hjón dvalið hér vestra í 15 ár. ff.ff.tf. Apinn var leikinn í G. T. hús- inu s. 1. mánudagskvöld af leik- flokki Árborgar. Þótti vel leik- ið og skemtun hin bezta. ¥ ¥ ¥ Áhorfenda-pallurinn (Grand- stand) í Polo Park brann til kaldra kola s. 1. sunnudag. — Skaðinn er metinn $53,000. ¥ ¥ ¥ í blaðinu “Minneota Mascot” er getið um að hjónin Bjami Jones og Stefanía er í Minneota búa, hafi átt gullbrúðkaup 26. október og að þess hafi verið minst á mjög viðeigandi hátt af vinum og kunningjum þeirra. Var samsæti haft fyrir þau í lútersku kirkjunni í Minneota, er nokkur hundruð manns tóku þátt í. Ræður fluttu séra G. Guttormsson, A. B. Gíslason dómari og Gunnar Bjömsson fjrrv. ritstjóri “Minneota Mas- cot”. Heillaóskaskeyti bárast þeim hjónum víðsvegar að, sum frá íslandi. Gullbrúðhjónin hafa búið í 55 ár í Minneota bygð- inni og eru elskuð og virt af öllum er þeim hafa kynst. ¥ ¥ ¥ Dr. Rögnv. Pétursson, séra Jakob Jónsson og Ásm. P. Jó- hannsson lögðu af stað í gær- kvöldi vestur til Wynyard og fleiri staða í Saskatchewan og búast við að verða vikutíma vestra. ¥ ¥ ¥ Munið að dr. J. S. Bonnell flytur fyrírlestur fimtudaginn 8. nóv. í Fyrstu lútersku kirkju á Victor St. Umtalsefni: Rúss- land, eins og mér kom það fyrir sjónir. Karlmanna klúbburinn gengst fyrir að fá erindi þetta flutt, sem verða mun hið fróð- legasta. Byrjar kl. 8.15 e. h. — Aðgangur seldur. ¥ ¥ ¥ Til leigu hús í góðu nágrenni, þrjú herbergi uppi og víri girt- ur bálkur — tvær stofur niðri og eldhús og enn eitt, rúmt stafgólf á hvem veg. — Gólf úr harðviði, stigi úr eik og arinumgerð sömul., með raf- magns glóð. Þakloft og veggir nýfyltir troði frá Thorkelsson. Sjáið hlýtt og vænt hús 1098 Ingersoll. Leiga meir en væg. gangur allur hinn vandaðasti. Báturinn hefir 65 til 75 hest- afla Völundarvél, og genur 8 mílur á klukkustund. Hann kostar hingað kominn 24,230 kr. Danskir menn sigldu bátn- um til íslands ,og voru þeir j hálfa þiðju viku á leiðinni. Þeir j komu að Reyðarfirði í þoku, I og strönduðu þar, og komust við illan leik til Eskifjarðar. Báturinn skemdist þó mjög lít- ið. Hann fékk bráðabirgðar- viðgerð á Eskifirði, og íslenzk- an skipstjóra, Björgvin Guð- ! myndsson, er stýrði bátnum hingað til Siglufjarðar. ff. ff. 9(. Stórviðri á fsafirði ísafirði 17. okt. Hér á ísafirði var um síðustu ! helgi stórviðri og snjókoma. Að- faranótt sunnudagsins fuku úti- hús og hjallar, og 4 trillubátar við bryggjurnar brotnuðu mik- ið og sukku sumir. Á sunriu- daginn var blindbylur svo að varla var farandi milli húsa, og snjóaði niður að sjó. Síðan hafa verið leysingar, og hefir nú tekið upp mest allan snjó. VOGARÓSIN Frh. frá 7 bls. föðmum fyrir ofan stallinn, og í næstu andrá sáu þau annan manninn klifra upp og ná í hann. Þá andvörpuðu þau bæði þungan, þar sem þau stóðu hvort andspænis öðru. Bláu augun hennar horfðu á hann, full af meðaumkun og ástúð. Svo tók hún hendur hans, og ætlaði að athuga sárin. Þá var eins og hann vaknaði. Það kom leiftur í gráu augun; hann vafði hana örmum og þrýsti henni að sér. —Nú ert þú mín! sagði hann. Þannig stóðu þau ennþá, þeg- ar Magnús gamli og Jón komu upp á brúnina. Nesbóndinn hrópaði ókvæðisorð, þegar hann sá það. Hann ætlaði að hlaupa til og skilja þau, en hörð hönd gamla mannsins þreif í öxl hans og hélt honum föstum. Hann var leiddur \spölkorn fnn á grundina og svo var honum slept. — Reyndu nú að fálma þig heim til þín, ómennið þitt! kvað við á eftir honum, og hann heyrði á röddinni, að það myndi hollast að hlýða. Svo gekk Magnús gamli aftur til þeirra tveggja, sem stóðu við bjargbrúnina og héldust í hend- ur. Hann lagði þungan hramminn á öxl Péturs og brosti til hans: — Úr því það er slíkur efni- viður í þeim, sem eiga að við- halda Voga-ættinni —, sagði hann og deplaði ótt augunum, þá búnast með guðs hjálp vel á jörðinni — bæði nú og síðar. Þorsteinn Halldórsson —Dvöl. þýddi. VETRARKOMA FRÁ ISLANDI Frá Siglufirði Siglufirði 17. okt. í gær kom hingað til Siglu- fjarðar nýr fiskibátur frá Dan- mörku, eign Sigurðar Kristj- ánssonar kaupmanns, og fleirí manna. Báturinn heitir Villi, og er 23.2 smálestir að stærð, bygður hjá skipasmíðastöðinni Lilleö í korsör. Hann er allur úr eik nema þilfar og kjölur, sérstaklega sterkbygður og frá- Nú er vetur kominn kaldur, kýngir niður snjó; illan norðri getur galdur grimri meður ró. Eikur bæði og rósa runnar rauna kveða brag; nú er horfin sól og sunna er sungu gleðilag. Yfir hverju er að kvarta? Alt er fært í lag. Gef oss drottinn birtu bjarta og blessa æ vom hag. G. Th. O. C. THORARENSEN Bróðurkveðja frá J. S. Thorarensen Við lékum ungir við Eyjafjörð og árin í hafið runnu. Eg ferðaðist langt í skrúð og skóg í skærri og heitri sunnu. En bréfin þín vom mér vitar þeir sem Vestrinu skærast brannu. Frá útlöndum kom eg aftur heim í ástríkan faðm þinn, bróðir. í minningum lifðum við marga stund frá morgni æfinnar hljóðir, er alt varð að gleði í ungum bæ og allir vegimar góðir. En nú ert þú horfinn til hinsta lands, sem hylur oss alla sýnum. Nú myrkvast augum minn æskubær, þá ei næ eg fundi þínum. Eg kveð þig blessaði bróðir minn í bænum og vonum mínum. Eg einmana stari á Eyjafjörð sem ókunnur gestur á strönd- um. Mig grípur saknaðar sorgin þung og sál mína reyrir böndum, þótt enn skíni, bróðir — blysið þitt á blikandi minningarlöndum. Eg geymi þér það, sem eftir er í ást minni, að hinsta degi, sem vordrauminn unga, sem æfilangt traust, sem aftansól hausts á vegi, sem bróðurást þá, sem bezt er reynd og brugðist mér getur eigi. Þ. Þ. Þ. Frá jarðarför O. G. Thorarin- sen lyfsala, er sagt í “íslend- ingi” 7. október og vegna þess, að hinn látni átti marga vini og kunningja hér vestra, er þess æskt af skyldmennum hans að frásögn blaðsins sé hér birt. Fer hún hér á eftir: Frá jarðarför O. C. Toraren- | lyfsala og konsúlls, fór fram á miðvikudaginn, með mikilli við- j höfn og fjölmenni viðstöddu, er votta víkfi 'hinum frantliðna | heiðursmanni virðingu sína. — Séra Sigurður Stefánsson frá Möðruvöllum flutti bæn að heimilinu, en söngflokkur frá I Geysi söng. Vinir hins fram- liðna báru kistuna á h'kvagn- inn og lék lúðrasveitin Hekla | sorgarlög á meðan — og síðan við kirkjuna. Oddfellowar gengu tfyrír líkvagninum ög stóðu vörð um kistuna í heiðurs skyni í kirkjunni, þar sem séra Friðrik Rafnar flutti líkræðuna. í kirkjuna báru hinn framliðna bæjarfulltrúar og bæjarstjóri. MESSUR og FUNDIR í kirkju Sambandssafnaðar Massur: — á hverjum sunnudegi kl. 7. e. h. Safnaðarnejndin: Fundír 1. föstu- deg hvers mánaöar. Hjálparnefndin: — Fundir fyrsÆa mánudagskveld í hverjum mánuði. Kvenfélagið: Fundir annan þriðju- dag hvers mánaðar, kl. 8 að kveldinu. Söngflokkurinn: Æfingar á hverju fimtudagskveldi. Sunnudagaskólinn: — Á hverjum sunnudegi, kl. 11. f. h. Karl O. Runólfsson lék þar á fiðlu og söngsveitin söng 3 sálma.—Oddfellowar báru hinn framliðna úr kirkjunni. Mikill fjöldi blómsveiga hafði verið sendur af vinum hins látna og kirkjan fagurlega skreytt lif- andi blómum.—-Isl. 7. okt. Kallið í Quinton ökumann- inn Þjófar eru á rölti milli heimila I Winnipeg undir því yfirskyni að þeir taki við fötum til þur- hreinsunar. Gætið varúðar Eigið ekkert á hættu með að tapa verðmætum fatnaði. Kailið i hinn einkennisbúna Quinton ökumann, ábyrgðar þjón vorn er tryggir yður allar sendingar í þurhreinsun og að þeim sé skilað afur í góðu lagi. Símið 42 361 strax Brennið kol oe si )ari íð S £ Premier Cobble (Sask. Lignite) Dominion Cobble (Sask. Lignite) Wildfire Lump (Drumheller) Westem Gem Lump (Drumheller) Foothills Lump Bighorn Lump (Saunders Creek) Michel Koppers Coke Semet-Solvay Coke .$6.50 per ton . 5.90 “ .11.35 “ .11.35 .12.75 .13.25 .14.00 .14.50 All coal stored in Weatherproof sheds and delivered by our own trucks Phones: 94 309—94 300 f f. | ívicLuray ouppiy lo< Builders’ Supplies and Coal 49 NOTRE DAME AVE. E. LtC 1*

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.