Heimskringla - 05.12.1934, Side 1

Heimskringla - 05.12.1934, Side 1
XLIX. ÁRGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 5. DES. 1934 NÚMER 10. Einn af leiðtogum Soviet-stjórnarinnar skotinn til bana í Leningrad Leningrad, 3. des. — Síðast liðinn laugardag gerðust þau tíðindi í Rússlandi, að einn af leiðtogum Soviet-stjórnarinnar, George Kirkoff, var skotinn til bana. Kirkoff var pólitízkur flokks- foringi og hægri hönd Stalins og öllum öðrum fremur í ráð- lum með honum. Á morð þetta er því litið á Rússlandi sem fjandskap gegn stjórninni. Morðið var framið í stjónar- hyggingunni í Leningrad. Hefir morðingjanum verið náð og heitir hann Leonid Nicolieff. — Var hann áður, eða fyrir ári síð- an starfsmaður á einni skrif- stofu stjórnarinnar og þvi kom- múnisti. Hann hefir meðgeng- ið glæpinn, en um hitt hvers- vegna að hann var framinn, eru menn einkis vísari ennþá. Alt sem eftir stjórninni er haft um það, er að morðinginn sé einn af “óvinum hinnar vinnandi stéttar” og sem mun vera það sama og andstæðingur stjóm- skipulagsins. Æsingar eru mjög miklar út af morðinu um alt Rússland. Hafa víða verið haldnir fundir af iðnstofnunum, skólum og klúbbum og hafa tillögur verið samþyktar á þeim er lúta að því, að uppæta óvini vinnandi stéttanna af jörðunni. Hljóðaði tillaga einnar iðnstofnuninnar (Putiloff Tactor-factory) á þessa leið: “Bræður og félagar: Óreiga stéttin (poletariat) í Leningrad á að sjá á bak foringja sínum, þeim er fyrir ættemisstapa hrinti óvinum verkalýðsins og svikurum flokksins og samtök- um Trotzky og Zinovieff. Það var undir stjóm hans sem við farmleiddum fyrstu dráttvélina og jukum þar til framleiðslan nam tugum þús- unda. Högg skal höggi mæta. Því heitum við. Vegum óvini verka- lýðsins!” Pregn frá Varsjá á Póllandi til blaðsins Daily Express í London á Englandi, hermir að 10 yfirmenn í Rauðahemum hafi verið líflátnir vegna þess að þeir hefðu myndað samtök um að myrða alla helztu leið- toga Soviet-stjórnarinnar í sama mund. Þessari fregn fylgdi og það, að lögreglan (Ogpu) hefði upp- götvað eða komist að þessum morðsamtökum og hershöfðingj amir t10 hefðu verið líflátnir innan klukku'stundar frá því að þeir voru handteknir. Sigurjón Bergvinsson 26. febr. 1848 — 19. apríl, 1934 Himnaríkin eru öll í einum bandalögum. Sigurjón Bergvinsson Þín var hugsun frjáls og fróð fús ’ið nýja að heyra. Göfugmenni og gæðablóð getur ekki meira. Fólksins gleymdu fræðin, mist, flestum betur unnir. Málrúnir og marga list meir en aorir kunnir. Öldnum þul og ungri sál, íslenzk þjóð á færra, hennar öll sem matti mál meira öllu og stærra. Hagmælt tunga, hugur skír hófst í borgir skýja — dreymdi að sérhver dagur hýr dásemd flytti nýja. Þar sem leizt mér lítið skjól leiztu heilög regin. Sást frá þínum sjónarhól sólskin hinumegin. Á þá ljómans ljósu strönd leiði þig Bragi og Saga upp í ný og íslenzk lönd alheims bandalaga. Þ. Þ. Þ. höfðu þá verið fulla þrjá mán- uði á hrakningi og útskúfaðir öllum frá. Vatnavextir í Ástralíu 40 manns týna lífi Melbourne, 3. des. — Vöxtur hljóp meiri í ár f Victoria fylki og héruðunum norður og aust- ur af Melbourne í Ástralíu s. 1. mánudag, en nokkrar sögur fara af áður. Árnar flæddu yfir alt láglendi í sumum sveitum svo bú og fénaður tapaðist. Um 8000 manns er sagt heimilislaust. — Fjörutíu manns fórst. Voru 17 af þeim á skipi, er fyrir stormi hrakti upp á sker og mölbrotn- aði. Meðfram ströndinni urðu og fleiri skaðar því rigningunni sem svo var mikil að elztu menn mundu ekki eftir öðru eins, fylgdi ofsa rok. Eignatjónið varð afskaplega mikið. Það er að mtnsta kosti metið um $5,000,0Q0, en getur þó verið miklu meira. Þegar flóðið énaði ögn í gær, fanst sauðfé nautgripir og annar bú- peningur dauður í þúsunda tali. Víða var fólk á hólmum og fluttu flugbátar því vistir og teppi til að skýla sér með. Sumt var á bátum flutt burtu, en þeir voru offáir til þess, að öllum yrði á þeim bjargað. Sjúkrahús í Gippsland flæddi nálega í kaf og var sjúklingun- um bjargað upp um þakið. Kona hélt ungbami sínu á einu heimilinu í 15 klukku- stundir upp úr vatni, er tók henni í herðar, er hvorutveggju var bjargað. Fjöldi bænda misti aleigu sína. Sumir klifruðu upp í tré og gerðu sér þar palla. En þar varð illvært fyrir eiturslöngum, því þær svömluðu í flóðinu og sóttu upp í trén. til 7.30 að kvöldinu. Þeir lof- ast til að hjala, suða og ef til vill reka upp óp og æfa róminn. Þeir eru nú rúmlega 6 mán- aða. Nöfn þeirra eru Yvonne, Annette, Marie, Cecile og Emil- ie — alt stúlkur. Læknir þeirra Dr. Dafoe og hjúkrunarkonan' munu' segja eitthvað skemtilegt úr æfisögu litlu systranna. BRACKEN Á HEIMLEIÐ FIMMBURARNIR SUÐA f ÚTVARPIÐ 20. DES. I Canada og Bandaríkjunum ætla Dionne fimmburamir frægu að gefa öllum sem á sig vilja hlýða tækifærið til þess í útvarpinu 20. desember kl. 7.15 Forsætisráðherra Manitoba, John Bracken, lagði af stað í gær sunnan frá Washington, en þar hefir hann verið undan- fama tvo eða þrjá daga að stúdéra hvernig forkólfar Ro- osevelts fara að því að bæta böl bænda syðra og hvemig háttað er þar með framfærslu- styrkinn. Það getur skeð að for- sætisráðherrann hafi eitthvað lært af þessu, en yfirleitt mun almenningur ekki gera sér von um mikinn gróða af ferð hans og ætla hann í meira lagi skozkan til þess að taka upp fjárveitingarstefnu Roosevelts. Bennett og Hepburn kemur vel saman GYÐINGAR Á HRAKNINGI Fyrir þrem mánuðum lögðu 317 Gyðingar af stað frá Pól- landi til Palestínu. Var hug- myndin að setjast þar að og byrja nýtt líf á ættjörðinni. En þegar til Palestínu kom, var Gyðingunum ekki leyfð lands- vist. Þótti yfirvöldunum þar eitthvað athugavert við vega- bréf þeirra. Urðu þeir því að hverfa þaðan. Skipið sem þá flutti þangað, og sem var frá Grikklandi, varð að taka við þeim. Til þesg að reyna að losna við þá sigldi það með þá. til ýmsra hafna meðfram Mið- jarðarhafinu. En það kom fyrir ekki. Þeim var alls staðar bönn- uð landsvist. Eftir þriggja mán- aða svalk fram og aftur, fór skipið inn í Svartahaf. Tók það höfn í Rúmeníu. Þaðan var viðtals leitað við Pólland. Eftir að hafa verið sögð sagan af hrakförunum, leyfði það Gyðing unum aftur að koma þangað. Komu þeir þangað 3. des. og Ottawa, 3. des. — Fyrir helg- ina brá forsætisráðherra Ontar- iofylkis, Mitchell Hepburn sér á fund forsætisráðherra R. B. Bennett til þess að eiga tal við hann um vegavinnu. Var því spáð í dagblöðunum, að það myndi verða sögulegur fundur er þessir menn ættu saman. Og sögulegur varð fundurinn, en á annan hátt en við var búist. Eftir þriggja klukkustunda sam- tal voru báðir fyllilega sáttir og sammála, að takast á hendur um 135 mílna langa vegalagn- ingu, frá Schreiber í Ont. til White River, með því að sam- bands- og fylkisstjómin greiddu sinn helming kostnaðarins hvor. Deilunni milli Frakka og Þjóðverja út af Saar-héraðinu lokið Róm, 3. des. — Deilunni milli FYakka og Þjóðverja út af Saar- héraðinu er lokið. Hvorutveggja aðilar skrifuðu undir samning er að þessu lýtur í Róm í dag. Samningamir eru þeir, að Frakkar lofast til að selja Þjóð- verjum námur sínar og allar séreignir Frakka þar fyrir á- kveðið verð, ef svo fari, að í- búar héraðsins greiði atkvæði með því 13. janúar, að samein- ast Þýzkalandi. Verðið sem FTakkar biðja um og Þjóðverjar em ánægðir með er 900,000,000 frankar (eða í hérlendum peningum $59,400,- 000) og 11,000,000 tonn af kol- um. til að ábyrgjast öllum íbúum héraðsins, hvort sem atkvæðis- rétt hafa eða ekki og hvert sem þjóðemi þeirra, tunga eða trú er, sömu vemda og rétt- inda. Þjóðabandalaginu þykir mikið til þessarar samningsgerðar koma og sérstaklega þó til þess atriðis í henni er fjallar um sömu einstaklings réttindi hverrar þjóðar sem maðurinn er og hvort sem hann er Gyðingur eða Grikki. Hvað sinnaskiftum þessara erkióvina, Frakka og Þjóðverja, veldur, væri fróðlegt að vita, en frá því er ekki hermt. í Vestur-Evrópu þykir mun friðvænlegar um að litast eftir Ennfremur lofast Þjóðverjar | þessa samningsgerð, en áður. af hendi leyst í þarfir lækna- starfsins. Maðurinn er dr. Allan Roy Dafoe, sá er annast hefir Dionne-fimmburana, sem nú eru rúmlega sex mánaða gamlir, og nokkum veginn sem önnur nýfædd böm, en sem voru við fæðinguna svo litlir og ófullburða, að undur má heita, að lifandi eru. Verðlaunin til lækna úr þess- um sjóði eru vanalega veitt fyr- ir einhverjar uppgötvanir og hlotnast því oftast þeim, sem í vísindastofnunum starfa. En hitt þykir þeim, sem með dr. Dafoe mæla og það em læknar í New York, ekki minna* vert, að starf þeirra sé viðurkent, sem á afskektum stöðum og þar sem allan útbúnað skortir, leysa far- sællega af hendi annað eins starf og dr. Dafoe hefir gert. skyldleika þeirra. Bæði eru út af Kirstjáni IX danakonungi, hinum kynsæla í aðra ætt kom- in. George sem var konungur Grikklands, var sonur hans en hann mUn afi Marínu prinsessu. Alexander drotning á Bretlandi var og dóttir Kristjáns níunda, en hún var amma George prins. Hertoginn og Hertogainnan eru því ekki fjarskyld. Af fegurð Marínu prinsessu er mjög látið. En henni er auk þess margt til lista lagt. Hún er listmálari og leikur af góðri þekkingu á músik á hljóðfæri. Grísku og ensku talar hún jöfn- um höndum og fleytir sér í frönsku og þýzku. Nýja CKY útvarpsstöðin að Headingly var opnuð s. 1. mánu’- dag. Hún er mesta útvarps- stöð í Canada (15000 watt). Hæð stangarinnar er 230 fet. FRÁ ÍRLANDI Frumvarp er nú fyrir þinginu Þetta sama gætu önnur fylki f |r^aní^ er snertir þegnréttindi gert, ef ekki lenti ávalt í regsi fyrir höfðingjum fylkjanna um það, að sambandsstjórnin greiði allan kostnað sjálf til hvers er vera skal. A. S. BARDAL ENDURKOSINN Einn af þeim íslendingum, sem um sveitaráðsstöðu sótti í þessum síðustu sveita- og bæja- kosningum í fylkinu, var Arin- bjöm S. Bárdal, útfararstjóri. Hann sótti í Norður-Kildonan, en þar hefir hann verið sveitar- ráðsmaður í 7 ár. Varð honum kosningin svo auðsótt í þetta sinn, að skæðasti gagnsækj- andi hans hafði ekki einn þriðj- ung atkvæða borið saman við atkvæðamagn Bardals. Engir Islendingar búa í þessu kjör- dæmi. Sigur Bardals er því eingöngu að þakka því trausti, sem hérlendir menn bera til hans öðrum eða samlöndum sínum fremur. Sómi er það þjóðflokki vorum er íslendingar koma svo fram. íbúa Frí-ríkisins. Verði það að löguin gert, og á því er enginn vafi því það er stjómar fmm- varp, segir forseti De Valera, “að enginn íbúi Frí-ríkisins verði framar brezkur þegn.” Þó fylgir §ú skýring frum- varpinu, að sé íbúinn staddur utan Frí-ríkisins, geti hann hvort sem hann vilji kallað sig brezkan þegn eða þegn Frí- ríkisins. Lagalegt gildi frum- varpsins virðist því veilt. DR. DAFOE OG NOBELS-VERÐLAUNIN New York, 4. des. — Nefnd- inni sem útbýtir Nobels-verð- laununum hefir verið bent á canadiskan mann, sem mjög al- ment er álitið að verðlauna sé verður fyrir það sem hann hefir Winnipeg fréttir Neyzlu-vatnsrekstur Winni- pegbæjar, borgar sig vel þetta árið. Hreinn ágóði af honum er sagður $281,000. Sambandsstjómin er í þann veginn að byrja á að reisa stór- hýsi á suðaustur hominu á Main og Water strætum. Á það að kosta $1,500,000. Bygg- ingin verður 6 gólfhæðir og verður notuð fyrir skrifstofur sambandsstjómarinnar. FRÁ fSLANDI Eftir Vísi Óðalsbændur frá East St. Paul komu s. 1. mánudag á fund við skattnefnd Manitoba og tjáðu henni að eignir sínar með- fram Rauðánni hefðu lækkað um 50% í verði vegna ódauns úr ánni. En á fund nefndarinn- ar komu þeir ekki til að biðja um bætur á ræstingu bæjarins, heldur til að fá skattinn lækk- aðan á eignunum! Peter Kennie, gamall her- maður, lét taka sér blóð í 67 sinni til bjargar sjúklingi á Misericordia-sjúkrahúsinu s. 1. laugardag. Sjálfstjórn Indlands Frumvarp var samþykt á þinginu á Bretlandi í gær, er lýtur að því, að veita öllu Ind- landi stjálfstjórn á sömu vísu og Canada og Ástralíu. Hugmynd- in er að sameina öll fylki lands- ins undir einni sambandsstjórn, hverrar þjóðar eða trúar sem í- búamir eru og hvort sem hátt eða lágt standa menningarlega. Þarna er um 270 miljónir íbúa að ræða. Verður síðar á þetta mál minst í þessu blaði. HERTOGINN OG HERTOGA- INNAN AF KENT SKYLD Stúlka sem Anne Rice heitir og sem vinnur hjá Uneeda liola- félaginu, 388 Jarvis Ave., var slegin niður á leiðinni heim til sín á mánudagskvöldið og rænd $450, sem hún var með og var inntekt félagsins af kolasölunni þann dag. Bæjarráðið í Winnipeg sam- þykti í gær, að láta rannsaka hvort það væri ódugnaði eldliðs bæjarins að kenna, að bygg ingu Lawrie Wagon and Car- riage félagsins á Portage Ave., varð ekki bjargað, eins og Mr. Lawrie heldur fram. Byggingin brann 19. nóvember. Margt og mikið hefir verið ritað um giftingu George prins og Marínu prinsessu er fór fram s. 1. föstudag, enda var við höfnin hin mesta. En þrátt fyrir1 brotna um úlnlið. það hefir ekki verið minst á náðist ekki. Amy McPherson, sjötug kona, var að ganga yfir Osborae stræti hjá Stradbrook í gær kl. 1.15 e .h. Kom þá bíll aðvíf- andi og skelti gömlu konunni niður á strætið. Hún var flutt á Victoria-sjúkrahúsið, fótbrot- inn og með báða handleggi Bílstjórinn Líkfundur 13. nóv. Fréttaritari útvarpsins á Rafnseyri símar að lík Gunnars Benediktssonar, sem fórst í snjóflóðinu á Sauðanesi, hafi fundist í gær. * * * Sig Skagfield 13. nóv. söngvari var meðal farþega á Brúarfossi í fyrrad. Kom hann frá Englandi, en þangað var hann ráðinn í haust (af Mr. Ru- dolf Lain) til þess að syngja í fjölleikahúsum, en að því búnu átti Sigurður að syngja sam- kvæmt öðrum samningi um 7 vikna tíma. Hafði Mr. Lain kynst Sigurði í Canada. Þegar hann kom til London kom hins- vegar í ljós, að hann gat ekki fengið leyfi til þess að syngja þar, vegna þess að hann er út- lendingur. Var Lain tilkynt þetta, en hann kvaðst hafa ætl- að, að S. S. væri canadiskur þegn. Eftir mikið þref tókst loks, fyrir milligöngu danska ræðismannsins að koma því til leiðar, að Sigurður fékk leyfi til þess að syngja í hálfan mánuð. Sýnir þetta glögt hve útlendum listamönnum er nú gert erfitt fyrir erlendis og munu Canada og Danmörk vera einu löndin, þar sem engar hömlur eru lagð- ar á íslenzka listamenn, að því er atvinnu snertir. Hér á Is- landi virðist annar andi ríkj- andi, því að hingað koma altaf annað veifið erlendir listamenn, eftirltislítið, en þótt fæstir hafi mikið upp úr komu sinni hingað í seinni tíð, ætti hér að gilda jafn strangar reglur og annar- staðar. — Auk þess, sem að framan greinir, söng Sigurður 8 íslenzk lög og 20 ensk á grammófónplötur, fyrir Imperial Broadcasting. í Ástralíu hefir stjórnin ný- lega tekið lán með 3 per eent leigu, sem eru betri kjör heldur en gerast víðast.

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.