Heimskringla - 05.12.1934, Blaðsíða 5

Heimskringla - 05.12.1934, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 5. DES. 1934 HEIMSKRINGLA 6. SÍÐA með Gullfossi 22. þ. m. Hann hefir starfað í samfleytt seytján ár sem símaritari í þarfir lands- símans. Hann er nú settur stöðvarstjóri við loftskeyta-við- tökustöðina í Gufunesi. * * * Áfengisbruggun í Afstapahrauni Hafnarfirði 13. nóv. 1 dag fór lögreglan hér í Hafnarfirði suður í Afstapa- hraun, með því að hún hafði grun um að þar færi fram hruggun, og fann þar jarðhús nálega 4X2 metrar að gólffleti. Inni fundust bruggunartæki og 2 tunnur af áfengi í gerjun, u’m 350 lítrar alls. Lögreglan ónýtti bruggunar- tækin og helti niður leginum og hraut niður jarðhúsið. Óvíst er um eigendur og er málið í rannsókn. * * * Ný Ijóðabók Það mun nokkum veginn ein- róma skoðun allra þeirra, sem þektu frú Björgu C. Þorláksson, að hún hafi verið ein hin mesta gáfukona. Hún var vísindakona að eðlisfari og hefir ritað bækur um vísindaleg efni, m. a. dokt- orsrit sitt, er hún varði við sjálf- an Parísar-háskóla. Mun hún vera eini íslendingurinn, sem doktorsnafnbót hefir hlotið við þann fræga háskóóla. Hún vann og mikið og merkilegt starf við undirbúning og útgáfu orðabók- ar þeirrar hinnar miklu, sem Sigfús bókavörður Blöndal hefir saman tekið og gefið út og hlot- ið doktorsnafnbót fyrir við Há- skóla íslands. — Þetta er öllum kunnugt. Hitt var ekki á vit- orði margra, að frú Björg heitin fengist við skáldskap. Hún hafði að vísu samið eitt leikrit og gefið út fyrir nokkurum árum, en ,ekki var þar mikill skáld- skapu'r á borð borinn, þó að rnagt væri þar skynsamlegra athugana um mannlegt líf. — En nú hefir verið gefin út ljóða- bók (Ljóðmæli) eftir frú Björgu að henni látinni. Kvæðin eru ekki merkileg frá sjónarmiði braglistarinnar og líklega fá eða engin galialaus að formi. Kost- Ur þeirra er sá, að þar birtast. margar fagrar og merkilegar hugsanir. Síðast í bókinni er kvæðaflokkur eða leikrit í ljóð- um (Jólanóttin. Gömul þjóð- sögn. Notuð sem táknræn mynd, *er sýni baráttu andstæðra eig- inda mannssálarinnar í nútíð eigi síður en fortíð). — í þess- um Ijóðaflokki eru ef til vill sum bestu ljóðin, að því er til forms- ins tekur. Og margt er þar spaklegra hugsana. — ísafold- arprentsmiðja er útgefandi bók- arinnar og hefir vandað til út- gáfunnar. SKÓGRÆKTIN Á ÍSLANDI OG FRAMTÍÐ HENNAR Fyrir rúmum 20 árum var vakinn mikill og almennur á- hugi á skógrækt. Síðan hefir sá áhugi dvínað nokkuð. Ber öiargt til. Talsvert mun hafa ááið af þeim ungu trjáplöntum, Sem fluttar höfðu verið frá út- iöndum og gróðursettar hér og har. j»á hefir skógræktarstöðin við Rauðavatn ekki verið til uppörvunar alt til þessa. Menn hafa alment ekki gert sér þess grein fyrirfram, hvílíka þolin- mæði og nákvæmni þarf við skógrækt. Og loks var forusta þessara mála í höndúm manns, sem að vísu skorti ekki áhuga sjálfan, en hafði hinsvegar ekki lag á því, að viðhalda þeim á- huga sem vakinn var um þessi mál, né heldur að koma skipu- lagi á þá sjálfboðavinnu, eink- um æskufólksins í landinu, á hverjum tíma, sem þó er nauð- synlegt atriði, eigi að vinnast svo um munar í þessu efni. Vísast hefir það vakið athygli margra, þegar prófessor Weis frá landbúnarðháskólanum dan- ska, einn hinn lærðasti vísinda- maður um gróðurfar, felldi þá dóma eftir dvöl sína hér og jarð- vegsrannsóknir sem hann fram- kvæmdi, að íslenzk gróðurmold sé frjósamari en gróðurmold Danmerkur, að litlu furutrén í græðireitnum á Þingvöllum væru þroskavænlegri en jafn- gamlar furur á Jótlandsheiðum. Þessar fregnir mættu verða til þess, að auka að nýju trú manna á framtíð íslenzks skóg- gróðurs. Framlög ríkissjóðs til skóg- ræktarmálanna hafa farið minkandi, og bendir það til þeirrar hnignunar sem átt hefir sér stað. Hér mUn ærin þörf á því að fá nýja framkvæmdastjóm fyrir skógræktarmálin. Og svo vel vill til, að ungur íslendingur hefir lokið hinu fullkomnasta námi til þess að vera fær um að takast forstöðu skógræktarmálanna á hendur. Jafnframt hefir hann þegar sýnt óvenjulegan áhuga og einlægni í störfum fyrir þessi mál. Þá er hann fær um að framkvæma jarðvegsrannsóknir, sem hljóta að vera undirstöðu- atriði þess, að betur farnist um trjárækt en einatt hingað til. Þessi ungi maðUr er Hákon Bjamason. Þá verður að koma skipulagi á þá sjálfboðavinnu, sem unt yrði að fá í lið með þessum málum. Framkvæmdastjórn skóg- ræktarmálanna á að fá í hendur einkarétt til innflutnings og sölu á trjáplöntum, bæði til þess að verðlag trjáplantna verði sem sanngjamast og ennfremur til þess, að aðeins verði keyptar líf- vænlegar trjáplöntur og loks til þess, að draga sem verða má úr þeirri hættu, sem stafar af er- lendum gróðursjúkdómum, sem hingað gætu' borist með trjá- plöntunum. Þá verður að hefjast handa um stóraukið uppeldi trjáplanta í landinu og mætti ekki langt um líða, að tiltækar yrðu 100 þús. slíkar plöntur árlega ti! gróðursetningar, en síðan yrði sú tala að fara síhækkandi, unz ekki yrðu færri en ein miljón íslenzkar trjáplöntur gróðursett- ar árlega í öllu landinu. Þegar plöntutnar væru nægi- lega margar fyrir hendi, yrðu árlegir skógræktardagar alment upp teknir og jafnvel löghelgað- ir. Loks þarf þegar í stað að auka að nokkru framlög ríkis- sjóðs til skógræktarmálanna. Manni þeim, sem undanfarið hefir haft framkvæmdastjóm skógræktarmálanna með hönd- um á að sýna nærgætni. Hann var svo óheppinn að eiga að fullnægja miklum stórhug bráð- huga manna um skjótan árang- ur skógræktar og það í fram- andi landi, og áður en fengin var hagnýt reynsla um það, hverjum _ tökum framkvæmd I þessara mála skyldi tekin. | Kofoed-Hansen hefir efalítið unnið skógræktarmáluUum eftir bezta vilja. Hann á að njóta þess hjá um- bjóðendum þjóðarinnar, og því fremur, sem hann reyndist skygnari á hina brýnu þörf þess, i að ungir menn og óþreyttir tak- j ist hér forustu á hendur. A. M. —Nýja Dagbl. FRUMSAGA MANNKYNS OG FRAMSAGA X SHEAS WINNIPEG BREWERY LIMITED I. Tiltakanlega gott var erindi það, sem V. Þ. G. flutti í útvarp- ið í kvöld (18. okt.) um nokkr- ar nýjustu frumsögurannsóknir. Þyrfti slíkt erindi að endurtak- ast. Er nvér grunur á að vand- fundinn mundi slíkur maður á sínu sviði sem V. Þ. G., jafnvel þó að leitað væri við hin stærri útvörp. Það sem mig langar til að vekja eftirtekt á í sambandi við erindi þetta, er hraðaaukn- ingin í framfarasögu mannkyns- ins; framfarirnar hafa verið meiri síðustu hundrað árin, en á hundruðum áraþúsunda frum- sögunnar. En hitt þó fullkom- lega ljóst, að hér á jörðu hefir ekki verið um sanna famfara stefnu að ræða, heldur stefnu hinna vaxandi þjáningar. Aldrei hafa í sögu mannkynsins á ein- Um manns aldri, jafnmargir ver- ið drepnir eða meiddir eða dáið úr hungri og þennan síðasta, aldrei verið eins mikið til af óánægju, kvíða og kvöl. Nauð- syn stefnubreytingar er því auð- sæ, nauðsyn þess, að horfið verði frá helstefnunni, sem svo mætti nefna og á leið sannra framfara. II. Það mun verða eins og ár- roði dags ,sem aldrei mun enda taka og verður því fegri sem lengra líður, ef sú breyting tekst. Og eg hygg að hún muni takast, af því að glögglega hef- ir verið séð fram á hvernig hún geti orðið. En til tíðinda eigum vér í vændum meðan dráttur verður á að sú breyting hefjist. Og ef menn vilja gæta að, munu þeir sjá, að rás viðburðanna hefir mjög orðið á þá leið sem eg hefi sagt að verða mundi. En takist beytingin ekki, þarf að vísu ekki að kvíða því að mannkynið eigi mjög langa sögu framundan. Þegar eg fyrir rúmum 20 árum vakti fyrst máls á nauðsyn slíkrar stefnu- breytingar, þá varð útundan hjá mér sú hliðin sem að jarðfræð- inni snýr. En mér hefir síðan orðið ljóst, að til meiri tíðinda dregur nú í jarðsögu' hnattar vors en orðið hafa um ekki all- fáar þúsundir ára undanfarið. Það mætti jafnvel segja, að jarðbylting, sé í aðsígi, þó að hægt fari ennþá, hjá því sem verða mundi síðar. Hér á landi er farin að verða mjög gerinileg sú breyting, sem er að verða á loftslaginu og ýmsar afleiðingar hennar. Snjólínan er að færast UPP og jöklarnir bráðminka, en jurtagróður eykst að því skapi. Stórfróðlegar eru einnig breyt- ingamar sem eru að verða á dýralífinu við strendur landsins. Loftslagabreytingin er eins og tilraun til að færa landið suður á við og gera það byggilegra. En svo eru' önmur tíðindi mjög ískyggileg. Á eg þar við jarð- skjálftana fyrir norðan í sum- ar, því að þar lifnuðu við jarð- sprungur, sem að mestu höfðu hvílt sig um þúsundir ára, og engin ástæða virtist til að vænta sér ills af nú. Mundi landið fljótt verða óbyggilegt ef nokkurt framhald yrði til muna í þá átt, því að miklar og stórkostlegar eru sprungumar í; öllu bergi landsins, þó að á flestum þeirra hafi lengi kyrð verið. Og eitthvað svipað þessu er mjög viða um allan hnöttinn | og er óhætt að segja það, að ef ekki tekst að breyta frá Hel- stefnunni, þá munu menn farast í jarðbyltingum miljónum sam- an, og síðustu leifar mannkyns- ins líklega verða horfnar af jörðinni áður aðrar 19 aldir væm liðnar. En takist breyt- ingin, þá þarf ekki að hræðast. Mannkyn, sem komið er á rétta leið, mun stýra eldgosum, j stöðva jarðskjálfta og laga til f jöllin eftir því, sem fegurst i þykir og hentugast. Það mun: vnina þessi stórvirki með til- styrk guðanna, er gersamlega hafa náð tökum á öflum hnatt- anna, sem þeir byggja. III. Mannkyn framtíðarinnar mun sækja fram einhuga, og öllum verða ljóst hvert stefna ber. Oss virðist sem von er, býsna löng þróunarleið lífsins frá hinum örsmáu fyrstlingum (prótist- um), forfeðrum mannkynsins fyrir 100 miljónum ára, og hing- að, sem vér nú erum; en þó er þessi óralanga leið aðeins ör- lítill kafli vegarins alls. Tak- markið er fullkomin samstilling alls lífs í alheimi til fullkom- innar stjórnar á öllum öflum tilverunnar. Hversu lengi á enn að drag- ast, að hafin verði stefnubreyt- ingin. Og hversvegna vilja menn bíða ennþá verri tíðinda, en þeirra, sem þegar eru orðin. Tuttugu ár eru liðin síðan mannkynið með styrjöldinni miklu tók spor í alveg öfuga átt, og ætla mætti að ekki þyrfti enn að verða löng bið á því, að úr verði bætt. En þó er margt til fyirrstöðu. Og versta fyrir- stðan sú, að menn eru á Hel- vegi svo ófúsir á að taka sann- leikanum, eins og rétt er, en meta meir hégóma, lýgi og villu. Helgi Pjeturss. —Mbl. rjúfa heitorð við sig. Áður hafði hin sama jungfrú unnið 1,000 dala bætur af konu nefnds auð- manns, fyrir að hún sló hana sitt undir hvort og gaf henni glóðarauga. Þessi firn eru sögð vestan af Kyrrahafsströnd. Lindbergh flugkappi er í þann veginn að setjast að á Long Island, N. Y., að því er amerísk blöð herma. — Hefir hann keypt sér hús á Sands Point, en þaðan eru að- eins sjö mílur vegar á Roosevelt Field, þar sem er einhver mesta flugstöð í Bandaríkjunum. SKRÍTLUR Kaupm.: Hvað ætlið þér að gera við öll þessi málverk? Málarinn: Selja þau. Kaupm.: Segið mér hvaða kaup þér vilduð fá. Að slíkum sölumanni hefi eg verið að leita alla æfi. Jakob og Ingu hefir verið gef- ið epli, sem þau eiga að skifta á milli sín. Jakob segir: — Eigum við að leika Adam og Evu? Þú gefur mér eplið og eg skal borða það. Þér sem notið— TIMBUR KAUPIÐ AF THE Empire Sash & Door CO., LTD. Blrgðir: Henry Ave. East Sími 95 551—95 552 Skrifntofa: Hrnry og Argyle VERÐ - GÆÐI . ÁNÆGJA ig gerð, að hægt er að nota þau til þess að ganga á vatni. Eru stígvél Walthers lík bátum í lögun, en hvernig þau eru útbúin hefir hann ekki látið í ítarlegar upplýsingar um. Hann notar tvær stengur, sem hann heldur á sinni í hvorri hendi, til þess að halda jafnvægi. Á enda hvorrar stangarinnar eru loft þétt hylki. Hinn trúi og æruverðugi skrifstofustjóri var nýlátinn og einn morguninn kom einn af skrifstofuþjónunum inn til for- stjórans og sagði: — Ja, nú er hr. Jepsen dauð- ur og eg vildi gjarnan koma í staðinn fyrir hann. Forstjórinn horfði fremur ó- vingjarnlega á unga manninn og sagði: — Jú, þér megið það mín vegna, en það er mál sem ekki heyrir undir mig, heldur kirkju- garðsvörðinn. HITT OG ÞETTA Alþekt blað í Yugoslavíu kær- ir Ungverja um, að þar í landi sé skálkum og illmennum af öllum löndum veitt, ekki einungis at- hvarf, heldur fémunir. 1 Ontario er svo mikið ræktað af rófum til sykurgerðár, að þeir bændur sem eiga rófugarða í héruðunum kringum Chatham bæ, fengu $830,000 útborgaða s. 1. viku. Félagið sem keypti, heitir Dominion Sugar Co. Ltd. í Edmonton sóttu margir um borgarstjóra embættið, sá heitir J. A. Clarke, sem fékk flest at- kvæði, fulltrúi á þingi Alberta- búa. Bernhard var að læra undir fermingu hjá prestinum og ein- hverju sinni spurði presturinn hann: — Hversvegna biðjum við daglega: Gef oss í dag vort dag- legt bauð? Er ekki nóg að biðja um það vikulega eða mán- aðarlega? Bernhard þegir dálitla stund og íhugar málið spekingslega: — Það er líklega til þess, að við getum fengið það nýbakað. -—Dvöl. Til kaupenda Heimskringlu Nú líSur óðum að áramótum, gleymið ekki að senda áskiftar- gjöld yðar inn á skrifstofuna fyrir hátíðarnar, því biaðið hefir stórum útgjöldum að svara. Fótgangandi yfir Ermarsund Emil Walther, frá Windsor, Canada, ætlar bráðlega að gera tilraun til þess að komast fót- gangandi yfi rErmarsund. Hann hefir fundið upp “stígvél” þann- Munið eftir að til sölu eru á skrifstofu Heimskringlu með af- falls verði, námsskeið við helztu verzlunarskóla bæjarins. Nem- endur utan af landi ættu að nota sér þetta tækifæri. Hafið tal af ráðsmanni blaðsins. * * * “Endurminningar” Friðriks Guðmundssonar eru til sölu hjá höfundimum við Mo- zart, í bókaverzlun ó. S. Thor- geirssonar og á skrifstofu Hkr. Fróðleg og skemtileg bók og afar ódýr. ..Kostar aðeins $1.25, * * * JÓLAKORT í all fjölbreyttu úrvali — íslenzk og ensk. Skrautprentuð með nafni og heimilisfangi fyrir $1.00 dúsínið og þar yfir. Komið og lítið á þau. Pantanir lengra að afgreiddar samdægurs og berast. O. S. Thorgeirsson 674 Sargent Ave., Winnipeg Lesið Heimskringlu Kaupið Heimskringlu Borgið Heimskringlu Kaldara var í Toronto undan- farna daga, heldur en hér í Win- nipeg. iEna nóttina þoldu þeir ekki mátið, sem skulfu af kulda, brutu upp fatnaðar búð og tóku þaðan 200 alklæðnaði og yfirhafnir, alls 3500 dala virði. í þeim velþekta bæ Leth- bridge, byrjaði gæs að verpa í haust, hefir nú verpt 18 eggjum og hélt áfram uppteknum hætti þegar seinast fréttist. Marken heitir sá, sem á þessa gæsar gersemi. BÚJARÐIR til sölu í Arborg bygðarlagi Hin nýja stjórn í Ontario hef- ir samþykt að verja 16 miljón- um til vegagerða innan fylkis- ins og leitar samþykkis og sam- vinnu Dominion stjórnar um það efni, og verðu bráðum til lykta leitt. Leikmær nokkur, Miss Cav- alier, hefir höfðað skaðabóta mál á hendur auðugum manni, Wilson að nafni, heimtar af honum 200,000 dali fyrir að AUSTUR SE 17-22-3 SE 18-23-3 SW 9-23-2 RL 50-22-2 SE 15 and NW 9-23-2 NW 23-22-3 SW 21-23^2 NW 16-22-3 NE 5-22-3 Pt. 28-22-3 NE 30-22-1 NE 35-22-1 SE 21-23-2 VESTUR NE 36-23-2 NE 27-24-1 SE 3-24-2 SE 24-24-1 NE 15-25-3 SW 36-23-2 SW 3-24-1 NW 12-25-2 NW 35-23-2 NW 13-25-2 N>/2 36-24 and SW 3-25-3 SW 34-25-1 NW 28-25-2 NW 36-24-2 SW 30-23-1 NW 13-24-1 NE 14-25-2 í sambandi við verð og greiðsluskilmála skrifið til: The Manitoba Farm Loans Association 166 Portage Ave. East, Winnipeg §

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.