Heimskringla


Heimskringla - 05.12.1934, Qupperneq 6

Heimskringla - 05.12.1934, Qupperneq 6
6. SÍÐA. HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 5. DES. 1934 I VlKING Eftir R. Sabatini Hann vissi, að svo var talað í héraðinu, að fáJæti væri upp komið milli þeirra bræðra, út af víginu í Godolphin Park; en við þvi tali þagði hann og bar ekki á móti því, þó hann heyrði. Það var haldið, að hann væri fölur og illa útlítandi vegna þess að synd bróður hans lægi svo þungt á samvizku hans. Hann ,var þektur að því að vera geðugur piltur, alveg ólíkur hinum stórbrotna Sir Oliver, og það var talið víst, að hann sætti harðri meðferð af bróður sínum, vegna þess að hann vildi ekki fyrirgefa honum glæpinn. Út af þessu var Lionel mikið vorkent og sú vorkunn látin í Ijósi við hann á margan hátt. Alt þetta átti hann á hættu að missa, ef hann tæki boði Sir Olivers. Bróðir hans fann hik á honum, misskildi hvaðan það stafaði, leiddi hann til sætis við eldinn og tók til orða: “Þú hefir séð frítt skip, sem liggur fyrir akkerum á voginum fram af Smithick, fynr því ræður sá maður, sem heitir Jasper Leigh, hrotti mikill, til alls búinn; hann heldur sig öll siðdegi í ölstofunni í Pennycumwick; eg þekki manninn frá fyrri tíð og get ráðið hann til minnar þjónustu hvenær sem eg vil; hann vílar ekkert fyrir sér, hvort heldur er að sökkva skipum Spánverja eða verzla með þræla, ef nóg er í aðra hönd. Hann klígjar aldrei við neinu, sem ábati fylgir og er til að selja bæði sál og líkama ef nóg er í boði. Skipið er til og stýrimaður; skipshöfn skal eg leggja til og vopn og annað, sem hafa þarf, og í góu- lok skal leggja til hafs. Það er vissulega skárra en að sitja hér og nara í döprum doða.” “Eg ætla . . . eg skal hugsa um það”, svaraði Lionel, en tók svo dauft undir, að Sir Oliver feldi talið. En Lionel hratt ekki frá sér að hugsa til þessa ráðs. Hann gerði bæði sárt og klæja, langaði í víking, þó ilt þætti að svo búnu, og þar kom að hann reið á hverjum degi til Pennycumwick, og tók að kynnast þessum harða örrabein, sem Sir Oliver hafði minst á. og hlýddi fyrst á sögur hans af furðulegum at- burðuin og hreystiverkum, er flestar voru furð- um líkari en sönnum tilburðum. Einn daginn, seint á vetri, fylgdi víkingur þessi Lionel til hests stóð hjá ístaði hans, eftir að hann var kominn á bak, og segir við hann: “Segja vil eg þér nokkuð af hljóði, jung- herra Tressilian. Veiztu hvað er í brýi móti bróður þínum?” “Móti bróður mínum?” “Jú, útaf manndrápinu á jólaföstunni. Þegar yfirvöldin í þessum héröðum vildu ekki sinna kæru, fóru einhverjir með bænarskrá til landsstjórans í Kornbretalandi, að hann skipaði sýslumönnum að lýsa stefnu á hendur Sir Oliver, fyrir mannsmorð. En sýslumenn hafa skelt skolleyrum við skipun landstjórans og svöruðu því, að þeir hefðu þegið sín völd af drotningunni og hefðu engum öðrum til að svara um meðferð sinna embætta, nema henn- ar hátign. Og nú trúi eg að bænarskrá sé komin til London, til sjálfrar drotningarinnar, að biðja hana að skipa sýslumönnum sínum að gegna skyldunni, ella sleppa embættunum.” Lionel varð svo um, að hann einblíndi á skipstjórann og svaraði engu. Jasper lagði langan fingur á nef sér, með slægð í augum. Hann mælti: “Eg hugsaði mér, að segja þér þetta, svo þú mættir gera Sir Oliver aðvart, að gæta sín. Hann er góður sjómaður og þeir eru ekki of margir, sem duga á sjónum.” Lionel tók upp budduna, helti úr henni í lúkur víkingsins og leit ekki í hana, en bað hann hafa þökk fyrir, reið heim síðan, mjög skelkaður. Honum þótti sem nú væri komið að kollhríðinni, og sú stund fyrir dyrum, að bróðir hans yrði til neyddur að segja hið sanna. Þegar hann kom heim varð honum enn ver við. Honum var sagt, að Sir Oliver hefið riðið til Godolphin Court, þá skaut hræðslan því að honum, að bróðir hans hefði frétt, hvar komið var málinu, og hefði þegar tekið til sinna ráða, að velta af sér sökinni; honum gat ekki komið til hugar að hann hefði farið til God- olphin Court í öðrum erindum. En það er frá Sir Oliver að segja, að hann þoldi ekki við lengur og reið til seturs unnustu sinnar, að leggja fyrir hana sönnun þá um sakleysi sitt, er hann hafði gera látið. Nú var svo langt um liðið, að Lionel stóð engin hætta af að ,hann gerði svo. En er þar kom, var honum gert boð út á hlað, að Rósamunda vildi ekki sjá hann né heyra, eigi að síður bað hann þann, er fór með skilaboðin, að fara inn aftur og skila frá honum að erindið væri svo brýnt, að mjög mikið lægi við; honum varð þá, sem sjaldan skeði, að gera sig mjúkan og fara bænarveg að manninum, til þess að fá hann til að flytja boðin. Ekki varð það að liði, því að sá kom aftur og hafði hin sömu svör af hendi húsmóður sinnar. Þá reið Sir Olivér heimleiðis í þungu skapi, fann bróður sinn fyrir, er ávarpaði hann svo, með áfergju: “Nú hvað ætlarðu nú að gera?” Sir Oliver leit við honum, brúnaþungur og segir: “Gera? Um hvað ertu að tala?” “Ertu ekki búinn að heyra fréttirnar?” Síðan sagði Lionel honum hið ljósasta af, hvað hann hafði frétt. Sir Oliver horfði á hann lengi vel, eftir að hann þagnaði, eftir það spretti hann fingrum á enni sér og mælti: “Á? Ætli hún hafi vísað mér frá af þessu? Datt henni kannske í hug, að eg myndi ætla að biðjast vægðar? Gat henni dottið það í hug? Gat það verið?” Hann færði sig að eldinum og sparn fæti við lurkunum. “Ó, sannlega er þetta hennar verk, þó ilt sé til að hugsa.” “Hvað ætlarðu nú að gera?” spurði Lion- el, skjálfandi röddu; hann mátti ekki leyna því sem harðast sótti, á huga hans. Sir Oliver leit til hans um öxl sér og svar- aði: “Gera? Sprengja þessa blöðru, hverju sem tautar. -Setja þau á stampinn og láta þau skammast sín.” Hann sagði þetta reiðilega, svo að Lionel brá, með því að hann ætlaði þá reiði og frekju stefna að sér sjálfum. Hann hneig niður á stól, óttasleginn. Nú þóttist hann sjá, að fult tilefni hefði verið til að kvíða. Þessi bróðir hans, siem lét eins og sér þætti svo vænt um hann, dugði ekki til að halda fram, því sem hann hafði upp tekið. Eigi að síður var þetta svo ólíkt Oliver, að hann var enn í vafa. “Þú . . . ætlar að segja þeim eins og er?” spurði hann, lágum rómi og nær vesaldarleg- um. Sir Oliver snerist við honum, virti hann fyrir sér og spurði nærri því höstugt: “í guðs nafni, Lal, hvað ertu nú að hugsa? Segja þeim satt frá? Vitanlega — en ekki annað en það sem mér kemur við. Þú ætlar mér þó ekki, að eg fari að segja þeim að það varst þú?” “Er nokkur annar útvegur?” Sir Oliver sagði þá frá ráðagerð sinni, og við það létti Lionel í svipinn. En það stóð ekki lengi, því að þegar hann gáði betur að, sá hann nýjan háska til að fælast við. Ef Sir Oliver sýknaði sjálfan sig, þá hlaut sökin að berast að honum, svo sagði hræðslan honum og margfaldaði þá hættu, sem lítil var eða enginn. Honum þótti þá sjálfsagt, að ef Sir Oliver sannaði að bloðferUlinn stafaði ekki frá honum, þá bærust böndin að Lionel sjálfum. Sir Oli- ver mætti þá rétt eins vel segja hið sanna. — Svona leit hann á eltur af hræðslunni og hugs- aði að allar bjargir væru bannaðar. Ef hann hefði látið bróðu'r sinn vita um ótta sinn, eða ef hann hefði getað bugað ótt- ann svo, að skynsemin næði að komast að, þá hefði honum skilist, að beygurinn knúði hann um öll líkindi fram. Oliver hefði sýnt honum fram á, að þegar eytt væri sökinni á hendur sér, þá yrði ekki kæra hafin á neinn annan. og sízt af öllu á Lionel, er aldrei hefði grun- aður verið né gæti verið grunaður. En Lionel leitaði ekki til bróður síns með þetta efni, hann skammaðist sín fyrir óttann, hafði þó ekki nóga orku til að buga hann. Skemst frá að segja var honum svo farið, að hann elskaði sjálfan sig meir en bróður sinn eða jafnvel tuttugu bræður. Morguninn eftir var rosaveð- ur, en Lionel reið samt til Pencumwick og settist í ölstofu með Jasper Leigh. Hann hafði fundið ráð, sem honum þótti sem duga myndi. Sir Oliver hafði getið þess kveldinu áður, að til Killigrew skyldi hann leita með sönnun sína, fyrst Rósamunda hafnaði honum; hann ætti eftir að sjá hana falla á kné og biðja hann fyrirgefningar á þeim vansa og ranglæti, sem hún hafði beitt hann. , Nú var það hljóðbært, að Killigrew var að heiman, var ekki væntanlegur aftur fyr en um páska, en nú var vika þangað til. Því þóttist hann hafa naumann tíma til að koma fram því ráði, sem hann hafði gert með sér. Hann bölvaði sjálfum sér fyrir að finna upp á því, hélt þó fast við það með þeirri seiglu' sem van- burða sálum er eiginleg. Nú sat hann með Jasper Leigth við ómál- að greniborð og kom sér ekki að því, að bera upp við hann erindið. Þeir drukku Sherry með koníaki, eftir uppástungu Lionels, í stað- inn fyrir heitan mjöð, og er hann hafði drukk- ið vænan bolla af þeim legi, þá fyrst gat hann fengið kjark til að bera upp sitt ljóta og leiða erindi. í eyrum hans kliðaði það sem Oliver hafði sagt um Jasper, að falur væri hann til hvers sem vera skyldi ef nóg væri í boði. Hann átti nóg fé til að kaupa Jasper Leigh, en það hafði hann eignast af örlæti bróður síns, og nú hafði hann hugsað sér að brúka þá peninga til þess að koma Oliver fyrir kattamef; hann bölvaði þeim fúla fjanda, sem skaut slíkum hugsunum í brjóst hans, hann sá sjálfan sig, hvernig hann var, fyrirleit sjálfan sig og níddi sjálfan sig þangað til hann hét því og sór með sjálfum sér, að vera hraustur og þola hvað sem yfir hann kynni að líða, heldur en að gera sig að þeim níðingi; en litill stundu síðar óaði hann við þessum ásetningi og hrylti við af- leiðingum hans. Nú hallaði skipstjórinn sér fram á borðið, talaði í hálfuin hljóðum og spurði spumingar, sem dreifði allri mótstöðu hins unga manns gegns þeirri freistingu sem hann glímdi við. “Þú munt hafa skilað til Sir Olivers, því sem eg gat um?” Jungherra Lionel kinkaði kolli, fitlaði við gimstein, sem hann bar í eyrnasneplinum og rendi augum flóttalega á hinn útjftekna, skeggjaða skipstjóra. “Svo gerði eg. En Sir Oliver er þrálynd- ur. Hann fæst ekki til að hreyfa sig.” “Er svo?” Skipstjórinn strauk sitt rauða skegg og blótaði hroðalega og hryllilega, eftir sjómanna sið í þann tíð. “Drottins undur! Ef hann fer ekki burt, þá er ekki annað líklegra, en að gálginn taki við honum.” “Já”, sagði Lionel, “ ef hann bíður.” Hann var þur í kverkum og munni, hafði hjartslátt svo mikinn, að hann hefði tekið út kvalir, ef vínið sem hann var búinn að drekka, hefði ekki dregið ur tilkenningunni. Hann svaraði með svo torkennilegum róm og skrítnum að víkingurinn skaut á hann skörpu tilliti, undan síðum brúnum. “Við skulum kom út, Leigh skipstjóri,” sagði hann. Skipstjórinn fann að nokkuð var á seyði, þessi ungi herra lét skrambi skrítilega, hann rendi í botn, skaut niður drykkjar kerinu, stóð upp og mælti: “Sem þú vilt, herra Tressilian.” Þegar út kom leysti Lionel reiðskjótann frá hestasteini og teymdi eftir götunni niður að voginum, sem Smithick stóð hjá. Þá var bjart veður og sterkur kaldi á norðan, svo að allan voginn braut út að stórum kletti í fjarð- ar mynni, sem nú stóð upp úr sjó, af því fjar- að var út. Fyrír innan þá klöpp lá skip við festar, svart fyrir ofan sjó, með rá og reiða, en seglalaust. Það var Svalan, skipið sem Leigh stýrimaður réð fyrir. Lionel fetaði götuna, þögull, þungbúinn og enn á báðum áttum. Víkingurinn þóttist finna beyg í honum, grunaði að nokkuð févænlegt kynni undir að búa og segir, til þess að koma honum á skrið: “Mér skilst að þú eigir erindi við mig. Siegðu til þess, sir, því að enginn er fúsari til að gera þér greiða en eg.” Lionel gaf honum hornauga og svaraði: “Ef satt skal segja, þá er eg í vanda staddur, skipstjóri.” “Eg hefi í margan ratað,” svaraði hann hlægjandi, “en aldrei í þann sem eg hefi ekki ratað úr. Seg þú til vandans, þá skulum við sjá, hvort eg get ekki gert það sama fyrir þig, sem eg hefi altaf gert fyrir sjálfan mig”. “Svo stendur á, að bróðir minn verður vissulega festur á gálga, eins og þú sagðir, ef hann verðu'r hér kyr. Ef mál hans kemur fyrir dóm, þá verður hann vissulega sakfeldur. Og sannlega verð eg þá í vanda staddur. Sú ættarskömm lendir á okkar húsi, að einn af henni hefir festur verið á gálga. Það er í sannleika hræðilegt.” “Svo er, svo er!” mælti sjómaðurinn, til að ýta undir talið. “Eg vil forða honum frá því”, mælti Lionel og jafnframt bölvaði hann þeim fúla fjanda, sem skaut honum þessum orðum í munn, til að fela fantabragðið. “Mig langar til að forða honum frá þessu, en samvizku minnar vegna vil eg ekki að hann sleppi við refsingu, því að eg segi þér satt, skipstjóri, að mig hryllir við ódáðaverki hans, níðingslegu launmorði.” “Á,” sagði skipstjórinn, en tók sig á, til þess að sljákka ekki í hinum, og segir: “Vit- anlega, vitanlega maðurinn!” Jungherann Lionel snerist við honum og studdi herðunum við makka hestsins. Hann hafði mannlausa fjöru að baki sér, hin rauðu klif blöstu við honum og atlíðandi halli upp að skógunum kringum Arwenack, hvergi sá mannaferö, svo staðu'rinn var ákjósanlegur til launmæla. “Eg ætla að segja þér alt eins og er, Leigh skipstjóri. Peter Godolphin var vinur minn Sir Oliver er ekki nema hálfbróðir minn. Eg vildi gefa þeim manni mikið til, sem gæti skot- ið Sir Oliver leynilega undan þeim voða, sem vofir yfir honum, með því móti samt, að Sir Oliver sleppi ekki við þá refsingu, sem hann verðskuldar.” Jafnvel meðan hann var að láta þetta út úr sér, fanst honum undarlegt, að varirnar skyldu vera svo liðugar að flytja orð, sem hjarta hans hataði og bauð við. Skipstjórinn varð harður á svipinn. Hann studdi fingri á flostreyju Lionels, nálægt því sem hans falska hjarta var, og segir: “Eg skal gera þetta. En áhættan er ekki lítil; eigi að síður, þú segist vilja borga . . .” Lionel var hvítur í framan og augun í honum glóðu. “Þú skalt taka til kaupið sjálf- ur,” svaraði hann, skjótlega. “Eg skal gera mína vísu, ekki skal standa á því,” sagði hinn. “Eg veit upp á hár, hvað þú þarft með. Hvemig lízt þér á, að eg flytji hana í ánauð til eyja hins nýja heims, þar koma sér vel vinnumenn með hans kröftum. Hann talaði í hálfum hljóðum og hikandi, því að hann var ekki viss um, hvað langt hinn kynni að vilja fara. “Hann kynni að komast þaðan”, var svar- ið, sem tók af allan vafa. “Á”, sagði skipherrann. “Hveraig myndi þá Barbaríið vera? Þá vantar alla tíð þræla og eru altaf til í að kaupa, þó þeir borgi lítið fyrir. Eg hefi aldrei heyrt getið um neinn, sem komst burt, ef hann á annað borð var settur á galeiður þeirra. Eg hefi verzlað við þá öðru hvoru, selt þeim man fyrir krydd og dúka og þess háttar.” Jungherrann blés við. “Það er hryllilegur skapadómur er ekki svo?” Víkingurinn strauk skeggið. “En hann er hvergi eins vel geymdur, og þegar öllu er á botninn hvolft, þá er það ekki eins bölvað og henging og vissulega ekki eins mikil ættar skömm. Þú mundir gera sjálfum þér og Sir Oliver greiða með því.” “Svo er, svo er,” mælti Lionel, nærri ó- hemjulegur. “Og kaupið?” Hinn tvísteig, digurleggjaður og sknefa- stuttur og hugsaði fyrir sér. “Hundrað pund?” sagði hann, til reynslu'. “Eg geng að því”, kom svarið þegar í stað, — svo fljótt, að Leigh stýrimaður þóttist ósvinnur orðið hafa og mætti til að bæta úr skák. “Það er að segja hundrað pund fyrir sjálf- an mig,” mælti hann seint og fast. “Svo er að borga skipverjum mínum fyrir þeirra hlut- deild og þögn, og það er annað hundraðið til, að minsta kosti.” Jungherran hugsaði sig um og segir svo: “Það er meira en eg hefi undir höndum að svo stöddu. En þú skalt fá hundrað og fimtíu í peningum, hitt í gullgripum. Þú skalt ekki tapa á því, það skaltu vera viss um. Og þegar þú ert búinn að ljúka því sem þér er ætlað að gera, og kemur þá til mín, skaltu fá uppbót, ekki minni en verkakaupinu nemur.” Þar með var samningum lokið. En er þeir fóru að ræða um, hveraig koma skyldi ráði í framkvæmd, þá fann Lionel, að hann átti við mann, sem vissi vel hvað gera skyldi. Lionel þurfti ekki annað fyrir að hafa, en lokka Sir Oliver á hentugan stað nærri sjónum. Þar skyldi stýrimaðurinn Leigh hafa bát og nógan mannafla og sjá um það sem á eftir færi. Þá var að ákveða staðinn; Trefusis tangi blasti við þeim, sólu skininn og Godolphin Court, grá fyrir grjóti. Honum kom strax til hugar að þar skyldi fremja verkið og segir við skipstjórann: “Annað kveld, klukkan átta, skaltu vera til taks á Trefusis tanga. Eg skal sjá um, að hann verði þar. Það verður ekkert tunglskin, en líf þitt liggur við, ef þér mistekst.” “Þú mátt treysta mér,” sagði Lelgh. “O- peningarair?” “Þegar þú hefir hann í böndum undir þiljum, skaltu koma til mín í Pienarrow”, svar- aði hinn og sýndi með því, að hann treysti víkingnum ekki meir en hann mátti til. Skipstjóri lét það svo vera. Hann sá strax, að ef þessi herra skyldi bregðast, þá gat hann altaf hleypt Sir Oliver á land aftur. Við þetta skildu þeir. Lionel steig á bak og reið leið sína en hinn gerði hólk af höndum sínum og kallaði á bát frá skútu sinni. Nú sem hann beið eftir ferjunni, færðist bros á andlit hins svaðalega víkings. Ef jung- herrann Lionel hefði séð það, þá er ekki ólík- legt ,að hann hefði spurt sjálfan sig þeirrar spurnar, hvort honum væri óhætt, að gera samning við skálk sem hélt engan samning nema að því leyti, sem honum var ábati að. Og í þessu máli sá Leigh stýrimaður ráð til að svíkja samning með ábata. Hann vissi ekki hvað samvizka var, en honum var svo farið sem öðrum föntum, að þykja gott og gaman að svíkja sér æðri eða öflugri fant. Hann sá bragð til að leika á unga herrann Lionel, snið- Ugt og skáldsögu líkast og þóttist finna mikið og gott tilefni til að glotta í kampinn, er hann velti því fyrir sér. VII. Kapítuli. Jungherrann Liomel fór snemma að heim- an daginn eftir, þóttist þurfa að ríða til Truro til að kaupa sér gripi. Hann kom heim í rökk- ur byrjun og mætti Sir Oliver í forsal hallar- innar. “Eg hefi skilaboð til þín frá Godolphin Court’, segir hann og sá bróður sinn taka við- bragð og skifta litum. “Eg hitti dreng fyrir hjá garðshliði, með þau skilaboð að jómfrú Rósamunda vilji fá að tala við þig strax.” Sir Oliver varð svo mikið um, að hann varð yfir sig feginn og nálega hamslaus.

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.