Heimskringla


Heimskringla - 16.01.1935, Qupperneq 4

Heimskringla - 16.01.1935, Qupperneq 4
4. SÍÐA. HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 16. JANÚAR, 1935 |frctniskrin{ilct (Sto/nuS 1SS6) Kemur út i hverjum miSvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. SS3 og SSS Sargent Avenue, Winnipeg Talsimis 86 537 Verð blaðsins er $3.00 árgangurinn borgist fyrirfram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. 011 vlðakifta bréf blaðinu aðlútandi sendist: Manager THE VIKING PRESS LTD. 8SS Sargent Ave' Winnipeg Ritstjóri STEFAN EINARSSON Utanáskrift til ritstj&rans: EDITOR HEIMSKRINGLA SS3 Sargent Ave., Winnipeg “Heimskringla" is published and printed by THE VIKING PRESS LTD. SS3-SSS Sargent Avenue, Winnipeg Man. Telephone: 86 637 WINNIPEG, 16. JANÚAR, 1935 RÆÐUR MR. BENNETTS í þessu tölublaði Heimskringlu birtist ein af ræðum þeim, sem forsætisráð- herra Canada hefir verið að flytja í út- varpið undanfarið. Er það fyrsta ræðan en alls voru þær sex. Ræðurnar hafa vakið mjög mikla eftir- tekt. Og vafalaust verður mikið rætt og rifist um þær á næstunni. Og það er nú þegar orðið ljóst að alla dreymir ekki jafn vært út af þeim. Alþýða þessa lands virðist hafa fundið í þeim bergmál sinna eigin hugsana. En skoðanir hennar eru og hafa ávalt verið álitnar vargar í véum í stjórnmálum af stéttum þeim, er ár sinni hafa svo komið fyrir borð, að þær sitja að rjómanum af starfi hennar í þjóðfélaginu. I ræðum sínum hefir forsætisráðherra Canada bent á þann heilaga sannleika, sem almenningi og öllum mannúðlega hugsandi mönnum hefir verið ljós um langt skeið, að það er fjármálavaldið og stóriðjuhöldar landsins, sem ráða hér lögum og lofum. Þeir hafa ekki aðeins svo um hnútana búið, að ágóðinn af iðju almennings lendi í þeirra vasa, heldur hafa þeir einnig sagt stjórnunum hvernig þær eigi að sitja og standa. Meðan sam- tök þeirra voru ekki eins öflug og einráð og þau nú eru, var afleiðingin og hættan ekki eins stórkostleg af því og hún er nú orðin. Nú segir forsætisráðheiTa ekki auðið að koma nauðsynlegum umbótum á þjóðfélagsrekstrinum fram, nemar því aðeins, að stjóm landsins sé veitt umboð til þess, að hafa umsjón og eftirlit með rekstri fjármálanna og viðskiftanna. Og vegna þess að hlunnindin eru að ýmsu leyti svo trygð fjármálavaldinu að lögum, verði hann að sækja um umboð sitt til að veita yfirgangi þess viðnám til kjósenda. Auðvitað, segir forsætisráðherra, að þessari kröfu sinni verði andmælt af auð- valdinu og leppum þess, hvort sem eru einstaklingar eða stjórnmálaflokkar, á þeim grundvelli, að með þessu sé verið að fótum-troða einstaklingsfrelsið. En for- sætisráðherra á bágt með að skilja, að þeir verði fleiri, sem sviftir verði sínum réttindum, þó stjómin hafi valdið til að líta eftir starfsrekstri þjóðarinnar, en fjármálavaldið. Og þá grýlu trúir hann ekki, að þjóðin óttist. 1 fyrstu ræðu sinni lýsir forsætisráð- herra hag þjóðarinnar og þörfinni á um- bótum. Næstu fjórar ræður hans lúta að því að skýra frá hverjar orsakir meinanna séu og hvemig þær verði upprættar og bætur á hag þjóðarinnar ráðnar. Þar er og grein gerð fyrir starfi stjóraarinnar á undanfömum árum og því sem fyrir henni vakir. Eru endurbæturnar á stjórn- arrekstrinum sem ráð er þar gert fyrir, svo margar og mikilsverðar, að önnur eins löggjöf hefir aldrei verið fyrir þjóð þessa lögð af nokkurri stjóra, hvorki fyr eða síðar. Þarf engan á því að furða, er þess er gætt, hve stjórnarfarslegar endur- bætur eru orðnar langt á eftir tímanum og stjóraarreksturinn illa til þess fallinn, að verða við sanngjömum kröfum nútíð- ariinnar. Um þetta ber nú hagur lands og þjóðar fylsta vott. í sjöttu ræðu sinni mintist forosætis- ráðherra fyrst á flokksmálin. Lýsti hann stefnu' liberal-flokksins sem kyrstöðu og aðgerðarleysisstefnu. Á þeirri stefnu hefði enginn breyting verið gerð á síðast- liðnum mannsaldri. Hún væri í því fólg- in, að láta fjármálavaldið og stóriðjuhöld- ana ráða og stjóma öllum athöfnum í þjóðfélaginu. Á þingum síðustu ára hefði leiðtogi þeirra ekkert haft til þjóðmálanna að leggja annað en aðfinslur við stjómina. Enda þótt um minnihluta flokk væri að ræða, kvaðst forsætisráðherra gera ráð fyrip að fylgismenn þess flokks gerðu kröfu til einhverrar stefnu hjá honum, annarar en þeirrar, að komast sem skjót- ast til náða í valdasessinum. Um nokkrar umbætur á stjómarfarinu, svo að það væri í meira samræmi við hugsjónir nú- tímans, væri þar ekki að ræða. Liberal- flokkurinn væri rótgrónasti afturhalds- flokkur þessa lands. Var Kingstjórnin að nokkru leyti völd að kreppunni? Spurning þessi mun mörgum þykja fjarstæða. En er hún nokkuð fjarri, en sú að reikna núverandi stjóm hana til skuldar? Og það gerir þó margur, sem ekki heldur sig viti skropp - inn. Það skal ekki seilst hér til að gera kreppuna að flokksmáli, því hún virðist hafa haldið innreið sína um allan heim og hvaða stjórn sem við völd var í hinu eða þessu landi. En stjórnimar sem við völd voru á árunum 1920-1930 bjuggu í pott- inn fyrir hana. Því verður ekki neitað. Kingstjórnina bar upp á sker hennar, alveg eins og aðrar stjómir, þó fleiri væru skilyiði hér en annar staðar að af- stýra strandinu. Til þess gerði hún ekk- ert. Það dettur auðvitað engum í hug að halda að hjá henni hefði landið að öllu leyti komist. En innan lands mátti margt gera til að draga úr henni, ef stjómina hefði ekki með öllu brostið framsýni til þess. Að sökkva landinu í 100 miljón dlolara skuld við önnur lönd árlega, eftir að botninn var dottinn úr utanlands- verluninni, eins og sýndi sig bezt á því, að árið 1929 var minna hveiti selt út úr landinu heldur en nokkurt kreppu árið lýsti ekki einungis skammsýni, heldur jafnframt ófyrirgefanlegu skeytingarleysi, að reyna enga rönd að reisa við því. Að öðru leyti bætti það ekki úr skák, er King-stjórnin, í stað að leggja hömlur á athafnir og framferði peningavaldsins og stóriðjuhöldanna, breytir lögunum um rekstur þeirra, svo að þau gætu fyrir- hafnarminna en áður sölsað arðinn af erfiði almennings, eins og Stevens t. d. hefir veriö að sýna fram á, og tekið þjóð- ina því kverkataki, að hún mun lengi bera þess menjar. Liberal blöð hér minnast oft á krepp- una. Og þau gera það með það eitt í huga, að festa það í meðvitund almenn- ings, að hún sé Bennettstjórninni að kenna. Sú stjórn, sem þyngsta ábyrgð á orsök hennar ber að svo miklu’ leyti sem nokkra eina stjóm áhrærir er King- stjórnin. Það skal betur verða sýnt fram á, með tíð og tíma. Sannleikurinn er sá, að Bennettstjómin á ekki fremur þátt í orsökum hennar hér en Rooseveltsstjóm- in í kreppunni í Bandaríkjunum. En svo aftur sé vikið að útvarpsræðum forsætisráðherra, fjalla þær eins og áður er sagt um þau mál, sem menn veita yfir- leitt mikla athygli um þessar mundir, en það er hvernig stjómarfyrirkomulagið verði sem bezt sniðið eftir þörfum nútím- ans. Og það mál mun ekki sízt vekja eftirtekt, vegna þess að það er flutt þjóð- inni af forsætisráðherra landsins. Því rúmi blaðsins er þær fylla, ætlum vér því vel varið. VÖRUGÆÐI NAUÐSYNLEG Brezkur kaupmaður, sem heimsóttti Winnipeg nýlega, kvaðst hafa keypt mikið af vörum frá Canada, en hann hafði getað keypt fimmfalt meira, ef varan hefði verið fáanleg, þ. e. a. s. vara, sem að gæðum til uppfylti þær kröfur er gerðar væru á markaðinum í Englandi. i í Canada eru miklar birgðir af ýmis- konar matvöru fyrirliggjandi sem næg sala væri fyrir í Englandi, ef gæði var- anna væri eins og æskt er þar. Síðast liðið ár seldi Canada svínakjöt til Englands svo að nam $20,000,000. En Bretland hefði keypt hér svínakjöt fyrir alt að því $100,000,000, ef gæði vörunnar hefðu verið eins og krafist var. En það gerði gæfumuninn að hún var það ekki. Ýms sláturhús sendu héðan svínakjöt, sem flokkað var númer 3, en það var ekki fyr komið til Englands, en það var út- hrópað, ekki aðeins af Bretanum, sem það er alvörumál hvernig morgunverður- inn hans er, heldur einnig öllum sem vör- una seldu og að raun komust um það, að viðskiftamaður sinn er ekki lengi að snúa sér frá honum, ef varan er ekki að gæð- um til eins og hann vill að hún sé. Vöruvöndun er hér bráðnauðsynleg. Á komandi árum eru allar líkur til að það velti á henni, hvað framleiðandinn hefir í aðra hönd. Það kemur að litlum notum hvað birgðimar eru miklar, ef þær eru óseljanlegar. Ef við hefðum nú í staðinn óseljanlegu hveitibirgðanna svo sem þrjátíu til fjöm- tíu miljón mæla af góðu’ malt byggi, væri vandræðalaust að selja það. Og þetta eitt. út af fyrir sig mundi hafa farið langt með að losa okkur við óseljanlegu hveitibirgð- irnar á árinu. Á Bretlandi er markaður fyrir margfalt meira af svínakjöti og hænsnum, en sent var þangað síðast liðið ár. Ef mark- aður sá væri notaður til fullnustu', hefði með góðum hagnaði verið hægt að losma við talsvert af hveitibirgðunum, sem það eitt gera nú, að halda niður verði á því litla sem selt er. Það gekk lengi vel illa fyrir verk- smiðju framleiðendum á Bretlandi, að framleiða vöru, spm seldist greiðlega í Canada. En nú hafa þeir lært það. Can- adamenn eiga eftir að læra að framleiða fyrir markaðinn á Bretlandi. Enn sem komið er virðist kylfa hafa ráðiS kasti með framleiðslu hér fyrir brezka markaðinn. Bíður þar þó meiri og betri sala fyrir afurðir héðan en annar staðar er nokkur kostur á. Að kynna sér hvernig varan þanf að vera, sem seljast á til Englands, er eitt af því nauðsynlegasta og arðvænlegasta sem framleiðandinn hér getur gert. Og maður er hálf hissa á að ekki skuli hafa verið gengist fyrir því að fræða menn meira um það, en gert hefir verið.—Þýtt úr Tribune. SPURNING OG SVAR Hver var það sem lofaðist til að bæta úr atvinnuleysi þessa lands á einum sólar- hring eða jafnvel einu dægri í sambands- kosningunum 1930? Það mundi ekki standa lengi á svarinu við þessari spurningu. Og henni mundi undantekningar lítið verða svarað á einn veg. Blaðið Free Press og almenningur sem það les hér, hefir jafnvel svarað henni á hverjum degi, og ef til vill oft á dag, síðast liðin fjögur ár. Samkvæmt því getur enginn annar hafa lofað þessu en R. B. Bennett, forsætisráðherra Can- ada. Og hann hefir meira segja verið hundbeittur af nefndu blaði og þeim, sem af drafi þess nærast, fyrir að hafa svikið þetta loforð sitt. En þetta svar við spurningunni er al- rangt. Það var ekki Bennett, sem loforð þetta gaf, heldur sjálfur leiðtogi liberala, Mr. King. Sannanir! sannanir! munu nú ýmsir hrópa og ekki sízt þeir, sem munnleðrið skæla mest, en aldrei bera ábyrgð orða sinna. En máli Hkr til sönnunar, skal bent á þetta: Eins og gefur að skilja, gat Mr. King ekki leitt atvinnuleysismálið hjá sér í kosningunum 1930. Að gera enga grein fyrir hvað hann ætlaði að gera því við- víkjandi, hefði verið að kveða sjálfur upp dauðadóm sinnar stjórnar. Enda gerði King ekkert slíkt. Hann kvaðst ætla að gefa atvinnuleysinu gaum og benti á, hve dauðsföll væru nú tíð orðin þar sem þjóðvegir lægju þvert yfir járnbrautir. Að gera undirgöng á verstu vegamótunum væri ákjósanlegt. Kvaðst hann því fús, að leggja fram helming fjár á við fylkin og sveitirnar og afla með því öllum at- vinnulausum atvinnu. Og í því sambandi lýsti hann þessu yfir: “Stjórn vor (þ. e. Kingstjómin) er reiðubúin í kvöld til þess að veita þennan styrk og verði það boð þegið (af fylkjun- um) skal enginn maður verða atvinriu- laus á morgun.” Á ensku eru ummæli hans þessi: , “My government stands ready to-night to extend this aid and no man need be unemployed to-morrow, if this offer is accepted.” Þessi orð eru eftir Mr. King höfð í dagblöðu'num “Free Press” og “Tribune” í þessum bæ 16. júlí 1930. Flutti hann þau í ræðu er hann hélt í Winnipeg kvöld- ið áður. Vóru þeim er þetta ritar þau minnisstæð vegna þess að hann hlýddi á ræðuna, en þótti sámt vissara að hyggja að því í nefndum blöðum til þess að rétt væri með þau farið. Þeim er þetta rengja, vísar hann á nefnd blöð, málinu til sönnunar. Mjög vafasamt er, að King hefði gert meira í atvinnuleysismálinu, þó hann hefði komist til valda, en Bennettstjóm- in hefir gert, ekki sízt þegar þess er gætt, að flest fylkin töldu sér ókleift strax upp úr árinu 1931, að leggja neitt fé fram til atvinnubóta, hefir alt féð til þeirra síðan verið veitt af sambands- stjórninni einni, þó sumpart hafi verið látið heita sem lán til fylkjanna. En hvað sem því líður, þá tóku nú fylk- in þessu boði Kings, en bæði morgun- dagurinn og allir þeir dagar sem hann var eftir það við völd liðu svo að hann gerði ekkert í atvinnu- leysismálnu. Auðvitað lofaði Bennett einnig að reyna að bæta úr atvinnu- leysinu. Hann lofaði að gera alt sem kostur væri á, eða liggja dauður ella. En hann lét sér ekki detta í hug, að það yrði gert á einum sólarhring. Það voru loforð Kings, en ekki hans. Heimskringla hefir ekki orðið þess vör, að hann ákvæði neinn tíma. Loforða-lyf Kings vom það sterkari, í atvinnubótamál- inu, að þau áttu að vinna eins snögt og búkhreinsunarlyf. Ef loforð í atvinnubótamál- inu unnu kosningarnar 1930, eins og blöð liberala halda fram, þá hefði Kingstjórnin vissulega átt að vera endurkosin. Á þetta mál er hér sérstak- lega ástæða að minnast vegna þess, að köngurváfur liberala hafa spunnið út úr því þann rógsvef um kosninga-loforða- svik Bennettstjóraarinnar, að margan góðan dreng hefir leitt út á villigötur ósannsöglinnar. Á önnur kosninga-loforða-svik er þó sjaldan bent, en þessi í atvinnubótamálinu. Til þess að gera höfundi þess blekkingavefs ekki skóna verri en ástæða er til, er hugsanlegt, að hann hafi mismint hver höfundur orðanna var árið 1930, er lutu að því, að atvinnuleysi skyldi bætt á einni nóttu. En almenningur á heimtingu á að heyra sannleik- ann um það og þessvegna er hér á það drepið. Vér höfum iðulega átt orða- stað við menn um það, að King hafi látið sér þessi orð um munn fara. í eitt skifta fyrir öll, skal nú biðja þá menn, að mótmæla því opinberalega að hann hafi það gert. Meðan þeir ekki gera það, standa svohljóð- andi ummæli hans óhögguð: — “My government stands ready to-night to extend this aid and no man need be unemployed to-morrow”. ÚTVARSRÆÐA FTh. frá 1 bls. hvemig sem þeim er háttað, þá hnekkja þær allar hinni gömlu skoðun, að stjórnin skuli láta viðskiftin eiga sig, vera frjáls og einráð, án íhlutunar. Sú gamla kenning er sumum kunn með nafninu “laissez fiare,” og kom upp, þegar viðskiftin (eins og vér þekkjum þau nú) voru á unga aldri og væntanlega mjög saklaus. Þörf til umbóta vanséð Vitanlega skyldi ráðstafanir til umbóta hefja og framkvæma helzt þá, þegar all vel árar en ekki meðan hallæri stendur yfir. Þetta er augljóst. Að vísu styð eg það, að hugsjónalegar og tímabærar ráðstafanir geti af- stýrt hallæri, með því að kippa burtu orsökum hallæris. En vér höfum aldrei hagað störfum eftir hugsjónum og munum lík- lega aldrei gera svo. Því er það, að ef hallæri kemur af því, að umbætur skortir, þá er að taka þann kostinn, þó ekki sé hinn bezti, að hefja urmbætur jafnskjótt og þeim verður við komið. Eg átti ekki kost á, að setja ráð til umbóta, áður en kreppan skall á. Eg skal segja alveg eins og er, að í þá daga mun varla hafa fundist sá maður, er sæi greinilega, að þörf væri á umbótum. Sannarlega vildi eg óska, að þá hefði fundist maður í þessu landi eða einhversstaðar í víðri veröld, með nógu hvassa sjón til að sjá það dyldýpi, sem vér brunnuðum að, og með nógu mikilli orku til að stöðva þá brunandi ferð. Eg segi: Eg átti ekki kostinn áður en krepp- an kom. Þetta er fyrsta tæki- færið sem mér býðst. Eg er ráðinn til að taka það. Satt að segja hefi eg gripið færið, sem eg skal bráðum sýna yður. Ráðstafanir Leyfið mér nú að segja nokk- ur orð um ráðstafanir stjórn- arinnar til að hjálpa þjóðinni í kreppu'nni, og þeim öllum, sem erindi yðar reka. Og hér má eg játa þá yfirsjón, að eg hefi ekki talað við yður um þær ráð- stafanir, fyr en nú. Það hefði ef til vill verið sanngjarnara og réttara, vegna vorra trúu fylg- ismanna, að bregða þögninni fyr. Gagnvart því hefi eg ekki aðra viðbáru en þá, að eg var önnum kafinn við dagleg störf og við ráðagerðir um framtíð yðar, svo að mér gafst ekki tóm, til að tala um unnin afrek. Þau segja til sín sjálf, hvort sem er. Undanfarin stórvirki Á þeirri voðalegu tíð, sem nú hefir gengið yfir um hríð, höf- um vér stundað yðar hag eins vel og nokkur önnur stjóm í heiminum hefir unnið það sem hún lofaðist til. Þetta segi eg, til að vera sanngjam í garð stjómar minnar og þeirra sem hana hafa stutt. Þetta segi eg afdráttarlaust; eg veit vel, að því verður ekki móti mælt með sanni. Ráðstafanir vorar til viðreisnar hafa reynst öflugur vamarmúr gegn hafróti krepp- unnar. Yður má sjón verða sögu rík- ari, ef þér spyrjið yður sjálf, hvar nú væri komið hag þessa lands, ef ekki hefði notið til- sagnar, atbeina og þess stuðn- ings sem .við þurfti, af hálfu stjórnarinnar. Ef þér viljið að- gæta, hvernig komið er fyrir sumum öðrum löndum, þá mun yður auðvelt að svara þeirri spumingu. Mun inna full skil Ráð og aðgerðir stjómarinn- ar, segi eg, til hjálpar í viðlög- um, standa engum á baki, hvar sem leitað er í víðri veröld. Það er sanilast að segja, að þau ráð og aðgerðir hafa orkað svo á kreppuna, að þau hafa fleytt oss gegnum vandræðin og unnið oss svo miklar hagsbætur, að vér getum skift um og snúið á aðra leið. Eg mun bráðum lýsa fyrir yður nákvæmlega, bæði með ræðum og ritum, öllum stjóm- arinnar athöfnum. Vér skulum inna full skil og standa reikn- ingsskap vorrar ráðmennsku. Sannlega gerum vér það fegnir og þykjumst meiri menn af. En nú vil eg tala um það sem, yfir stendur og fram mun koma. Flestum af okkur mun vera svo farið, að vér höfum ekki gefið góðar gætur að hagráð- um, eða fyrirkomulagi voru á fjárreiðum og viðskiftum. Fyrir stríðið var lítil ástæða til þess. En eftir stríðið geys- aði það lag óviðráðanlega til undirdjúpsins 1929, og þá ætla eg ^ að fáir hafi látið sig það miklu skifta. Nú er svo kom- ið, og því er nú ver, að oss er I órótt og höfum fulla ástæðu til þess, og þar af leiðandi ennþá frekari ástæðu til, að gera hvað vér getum, til að taka fyrir þá óró og vanda, og leysa huga vorn undan því oki, svo hann mái til Ijúfari viðfangsefna. Það er óhamingja þessara tíma, að karlar og konur, piltar og stúlkur, sem ættu að gefa sig við uppbyggilegum störfum, hrekjast og mæðast af fallvelti lífsins og hindrast af kvíða og þrá þess sem nú gengur yfir, svo að þau mega ekki gefa sitt hið bezta því sem mætast er. MiSar hagsmunakerfið til gagns En nú verður ekki hjá því komist, að vér íhugum sem ná- kvæmast hvernig viðskifta kerfi voru er háttað ,svo að vér get- um sem bezt notið þess, oss til gagns, eins og nú stendur á. Vér munum athuga það hleypi dómalaust. Vér gerum hvorki að elska það né hata. Það er hér komið til að vera yður til gagns. Til þess er það sett og

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.