Heimskringla - 16.01.1935, Page 7

Heimskringla - 16.01.1935, Page 7
WINNIPEG, 16. JANÚAR, 1935 HEIMSKRINGLA 7. StÐA. “Á FERÐ OG FLUGI” Frh. frá 3. bls. Hlustaði eg oft á ræður Floyd B. Olsons yfir viðvarpið. Var hann í endukosninga bardaga til ríkisstjóra og var stórhögg- ur á fylkingar mótstöðumanna sinna. Tóku hjónin mig einn dagiinn til Ivanhoe 20. mílur, til að hlusta á hann. Talaði hann þar fyrir troðfullu húsi, og var eg hrifin af persónu'- leika þess manns. íslendingur, Mr. Gíslason, var foreti sam- komunnar. Öll auðvaldsblöðin í Minneapolis og St. Paul unnu á móti honum af kappi, en samt náði hann kosningu; það er ekki svo auðvelt, að kasta ryki í augu bændanna og verkalýðn- um í Minnesota og villa þeim sjónir. Er Olson, eins og flestir vita bænda og verkamanna ríkisstjóri Minnesota. Vill hann að öll stóriðja sé rekin af rík- inu í hag allra ríkisbúa, en ekki í hag sérstakra sérréttinda klíku. í gegnum viðvarpið heyrði eg hann lofast til, að gefa öllu’m kirkjum frítt rafljós ef hann næði kosningu, og er mér forvitni á að vita hvert hann efnir það loforð. Nú voru þau prestshjónin og Mr. og Mrs. Bjami Jones í heimboði hjá Johnsons hjónum eitt kvöldið. Á Mrs. Jónes tvær systur í Seattle, Mrs. F. R. Johnson og ekkjuna Mrs. J. Josephson, hefir sú síðast nefnda fjölskylda verið mitt vinafólk í 35 ár. Nú kyntist eg fyrst verulega þessum frænda mínum af Krossavíkur ættinni þetta kvöld. Er hann mjög skemtilegur og víðsýnn klerkur. Umræður snerust helst að anda- trú g dulrænum fyrirbrigðúm. Sagði eg þeim sögu af rithöf- undi, sem fór til himnaríkis, var þar 7 mín., og hvarf svo aftur til hundsins síns í kofan í Californíu fjöllunum. Þá sögu las eg í “The American Maga- zine”, fyrir nokkrum árum, en nenti ekki að þýða hana þá og senda Hkr., þó hún væri vel þess verð, sem sýnishorn af sál- förum okkar jarðbúa. Seinna átti eg og Johnsons hjónin heimboð hjá bróður Jóns og konu hans og spiluðúm uppboðs Bridge, höfðu hjónin áður kom- WR F 0 rt COMPlETf PROSPECTUS ÐUSINESS EDUCATION tO l .. • nands \ ’ ."T ** «• -**. effxáeKS .e D°n'“v COUT5» uig "P*1* yw enogrep''^' nip- e^erytrúnft 3Ur cDtnpút' linft cleM^ Wp«PCO«“ nd^cnmt M K- .fet tuition >n nfotubú cl«*c to*n rtuden* deutei Don mgfottK.D«n- ^fuvlt cottsyou d y<«*K ^ÍTCen^ rj MAIL THIS CDLIPON TO-DAY! To tKe Secretery ; Dominicm Business CoIWge Winnipeg, Manitobe Without obligation, please send me full perticular* of your courses on*‘Streamline” business traming. N«me .««« »»»««»•» m»mi» — Addren .............—.......— • ^cDominion BUSINES^ COLLEGE CM IHE Múþ * WINHIPEG- ið tvisvar til J og B til að spila. Eini maðurinn, sem eg þekti að fornu fari í Minneota var J. H. Frost. Mætti eg honum í Milwaukee 1876-7. Er hann nú lítið yfir áttrætt, sjóndapur en að öðru leyti vel hress. Býr hann með dóttur sinni, er hefir atvinnu í stóru búðinni, sem þeir kalla Minneota búar. — Önnur dóttir hans er Superin- tendent of Schools sveitarinnar. Var hann úm tíma í Seattle og Blaine, Wash. Nú áttum við J og B heim- boð hjá Mr. og Mrs. H. Benson, röskum hjónum, sem búa á landi sínu nokkrar mílur vestur af bænum og var Mr. Arngrím- ur Jónsson með í þeirri för. Er hann bróðir Mrs. Benson. Er Mr. Benson gildur bóndi með uppkomin börn, sem flest eru flogin úr hreiðrinu og spila á eigin spítur. Seinna tóku hjón- in mig til bónda að nafni Pétur Gúðmundson, er hann náskyld- ur Skúlínu Sigurðsson og var hún hjá honum. Hvergi sá eg vandaðri og reisulegri bygging- ar en hjá þessum bónda. Enda sagði Jón mér, að hann væri fjáðasti bóndinn í sveitinni. Nú sótti Stefán fændi mig aftur til Bjargar og tók mig heim með sér. Á heimleið i keyrðum við fram hjá íslenzku lúthersku kirkjunni í Yellow Medicine County, sem stóð þar einmana á flatneskjunni, þög- ull vottur úm fastheldni og trygð ísl. frumbyggjanna og niðja þeirra vi'ð feðra trúna. Nú var dóttir þeirra hjóna, Joan, farin á ríkisháskólann. Cecil farin í vinnu hjá Bandaríkja- stjórninni, en Jón, Byron og .Wilbur heima. Er sá síðast- nefndi útskrifaður af akuryrkju skóla ríksins. Jón gengur á barnaskóla en Byron á háskól- an í Minneota. Var eg nú þarna í heila viku, og tók Stef- án mig til nágranna sinna að i þeirra boði. Kyntist eg þá skáldkonu Minnesotabúa Maríu i G. Árnason, hafði eg lesið kvæði eftir hana í Lögberg fyrir mörg- úm árum. Sagðist hún hafa lesið “Ferð mín til Ameríku”, í Þjóðræknisritinú. Einnig kynt- ist eg Mr. Edwards, Mr. Stone, Mr. ísfeld og Jóni Gíslasyni, fyrrum þingmanni Minnesota ríkis. Alstaðar mætti manni sama gestrisnin og alúðar við- tökur. Og áður en eg skilst við þennan kafla ferðasögunnar, votta eg öllu þessu fólki inn- legar þakkir fyrir gestrisnina. Nú var komið fram undir miðjan október ,farið að kólna og eg að hugsa til heimferðar. Kvaddi eg nú Glæsivelli og lét Stefán taka mig til Bjargar á ný. Var eg þar nokkra daga þar til Jón flutti mig til Þor-. steins Josephssonar 20 mílur norður frá bænum. Er Þor- steinn giftur sýstur Jóns og gamall góðvinur minn frá Seat- tle. Á hann tvö mannvænleg börn pilt og stúlkú. Spilar hún á píanó en hann á harmoniku, og skemtu þau mér um kvöldið með samspili. Næsta morgun keyrði dreng- urinn mig og foreldra sína til Wilmar, 75 mílur, og skiluðu mér á lestina kl. 11 f. m., og þurfti eg aldrei að stíga af henni fyrri en í Spokane, Wash. Mér leið illa á ferðinni gegn- um Dakota og Montana. Eg . hafði vont kvef og gat engu nærst alla leiðina. Þegar lestiu nálgaðist Spokane beindist at- hygli mín að manni sem sat tveim sætum fyrir faman mig. Þegar hann laut áfram myndað- ist stór hryggur á miðjum háls- inúm með tveim djúpum lautum sín hvoru megin. Eyrun voru stór og stóðu frá l'/2—2 þuml- unga út frá höfðinu. Eg virti nú þennan mann fyrir mér um hríð, mér þótti hnakka svipurin einkennilegur. — Eg hafði víst dottað eitthvað dálít- ið, en vakna við það að sagt er: “Hvaða kirkju heyrir þú til?” Þessi náungi er þá seztur andspænis mér í sætið, eg hafði tvör sæti. Eg var í illu skapi, og til með að þrefa um hvað sem vera vildi. Mér datt strax í hug, að hér væri nú ofstækis trúmaður, sem vildi tala um trúarbrögð, og hugsaði eg, að hér væri nú gott tækifæri til þess að skemta sér og komast í gott skap. Og þótt eg sé nú lélegur meðlimur ísl. frjálslyndu kirkjunnar í Bal- lard, þá samt sagði eg honum, að eg heyrði engri kirkju til og væri trúleysingi. “Þá fer þú beina leið til hel- vítis.” Dr. M. B. Halldorson 401 Boyd Bldg. Skrifstofusími: 23 674 Stundar sérstaklega lungnasjúk- dóma. Er að finni á skrifstofu kl. 10—12 f. h. og 2—6 e. h. Heimili: 46 Alloway Ave. Talsimi: 33 158 Dr. J. Stefansson 216 MEDICAL ARTS BLDG. Horni Kennedy og Graham Stundar eingöngu augna-eyma- nef- og kverka-sjúkdóma Er að hdtta frá kl. 2.30—5.30 e. h. Talsimi: 26 688 Heimili: 638 McMillan Ave. 42 691 Rovatzos Floral Shop 206 Notre Dame Ave. Phone 94 954 Fresh Cut Flowers Daily Plants In Season We specialize in Wedding’ & Concert Bouquets & Funeral Designs Icelandic spoken Dr. S. J. Johannesson 218 Sherburn Street Talsíml 30 877 Viðtalstimi kl. 3—5 e. h. Office Phone Res. Phone 87 293 72 409 Dr. L. A. Sigurdson 109 MEDICAL ARTS BUILDING Office Hours : 12 - 1 4 P.M. - 6 P.M. AND BY APPOINTMENT THE WATCH SHOP Thorlakson Baldwin Diamonds and Wedding Rings Agents for Bulova Watches Marriage Licenses Issued 699 Sargent Ave. VIKING BILLIARDS óg Hárskuröar stofa 696 SARGENT AVE. Knattstofa, tóbak, vindlar og vindlingar. Staðurinn, þar sem Islendingar skemta sér. UNCLAIMED CLOTHES All new—Not Worn Men’s Suits & Overcoats 479 PORTAGE AVE. I. H. TURNER, Prop. Telephone: 34 585 “WEST OF THE MALL—BEST OF THEM ALL" J. J. Swanson & Co. Ltd. REALTORS Rental, Insurance and Financial Agents Sími: 94 221 600 PARIS BLDG.—Winnipeg Svanhvít Jóhannesson, LL.B. tslenzkur “lögmaSur" Viðtalsstfa: 609 McArthur Bldg. Portage Ave. (1 skrifistofum McMurray ii Greschuk) Sími 95 030 Heimili: 218 Sherburn St. Síml 30 877 ^ ...... . * MAKE TOVR PLEASANT LUNCH HOUR DATES AT The Jflarlborougí) ^otel ; A Service to Suit Everyone | LAIÍIES MEZZANINE FLOOR | 11.30 to 2.30 Special Luncheon ■ 35c BUSINESS MEN CLUB LUNCHEON—11.45 to 2.30 50c and 75c also a la carte COFFEE ROOM (Men & Women) SPECLAL LUNCH, 12-3._.40c SPECIAL DINNER, 6 to 8-..50c LESIÐ, KAUPIÐ OG BORGIÐ HEIMSKRINGLU G. S. THORVALDSON B.A., LL.B. Lögfrœöingur 702 Confederation Life Bldg. Talsími 97 024 W. J. LINDAL, K.C. BJÖRN STEFÁNSSON ISLENZKIR LÖGFRÆÐINGAR á öðru gólfi 325 Main Street Talsimi: 97 621 Hafa einnig skrifstofur að Lundar og Gimli og eru þar að faitta, fyrsta miðvikudag 1 hverjum mánuði. M. HJALTASON, M.D. ALMENNAR LÆKNINGAR Sérgrein: Taugasjúkdómar Lætur úti meðöl í viðlögum Sími: 36 155 682 Garfield St. A. S. BARDAL selur líkkistur og annast um útfar- ir. Allur útbúnaður sá besti. _ Ennfremur seíur hann allskonar minnisvarða og legsteinia. 843 SHERBROOKE ST. Phone: 86 607 WINNIPEG RAGNAR H. RAGNAR Pianisti oa kennari Kenslustofa: 683 Beverley St. Phone 89 502 MARGARET DALMAN TEACHER OF PIANO 854 BANNING ST. Phone: 26 420 Dr. A. V. JOHNSON ISLENZKUR TANNLÆKNIR 212 Curry Bldg., Wínnipeg Gegnt pósthúslnu Simi: 96 210 Heimilis: 33 328 • Jacob F. Bjarnason —TRAN SFER— Baggage and Fwrniture Moving 762 VICTOR ST. SlMI: 24 500 Annast allskonar flutninga fram og aftur um bæinn. J. T. THORSON, K.C. tslenzkur lögfrœöingur Skriístofa: 801 GREAT WEST PERMANENT BUILDING Sími: 92 755 Dr. K. J. AUSTMANN Wynyard —:— Sask. Talsimi: 28 889 Dr. J. G. SNIDAL TANMLÆKNIR 614 Somerset Block Portage Avenue WINNIPEG Dr. A. B. Ingimundson TANNLÆKNIR 802 MEDICAL ARTS BLDG. Siml: 22 296 Helmllis: 46 054 Frh. á 8. bls. Fljótsdalshérað Endurminningar Helming aldar Hefi eg dvalið Fjarri fósturjörð; Ljúft er mér því í ljóði að minnast Heimkynna fornra við heimskauts baúg. Fljótsdalshérað, fagra sveit, Fegurst allra af landsins bygðum, Hvergi eg svo á landi leit Ljóma skreyttan únaðsreit. Ungur strengdi eg þess heit, Ávalt skyldi eg halda trygðum Við þig fagra fóstursveit, Fegurst allra af landsins bygðum. Girt í fögrum fjallahring: Fannalindar, jökulskallar, Gnæfa yfir alt í kring Um hið forna Múla-þing. Stendur Múli í steingjörfing, Stuðlaberg og hamrahjallar. Girt í fögrum fjallahring, Fannatinda um aldir allar. Hárri eg stóð á heiðarbrún, Horfði yfir sveitir fríðar; Glitra segl við glæstan hún, Grundir fagrar, slegin tún; Hvern á stein er rituð rún, Regin sagnir fornrar tíðar. Hárri eg stóð á heiðarbrún, Horfði yfir sveitir fríðar. Lagarfljótið lyngt og hljótt, Landsins mesta vatnaprýði, Fram um hérað fellur rótt, Fossinn mikli, dag og nótt, Kveður ljóð um liðna drótt, Landsins fornu hetjulýði. Lagarfoss, og Lagarfljót, Landsins mestu héraðsprýði. Bakka tengir bogi hár, Brú er lögð á Einhleypingi. Margan befir höld og klár Heli selt það jökulfár. Þektist ei í þúsund ár Þvílík smíð í Múlaþingi. Bakka tengir bogi hár, Brúin mikla á Einhleypingi. Héraðsfjalla feikna*mynd Fyrnist ei á meðan stendur Höttur blárri í himinlind Hvflan tyegir jökultind. Ferleg tröll og fjallakind Flúin eru á heljarstrendur. Fyrnist ei sú mikla mynd Meðan gamli höttur stendur. Vesturhlið í hálfa gátt, Hvítan birtir jökulskalla; Snæfell teygir tindinn hátt, Tignarlega í loftið blátt. Dísir leika og dansa kátt, Drungalega um hamrahjalla. Vesturhlið í hálfa gátt, Heyrist ómur upp til fjalla. Yfir Smjörfjöll bungubreið, Blikar aftanröðull fagur; Tind af tind sitt skundar skeið, Skuggar lengjast undir meið; Nú er hann á norðúrleið,' Nóttin öll er björt sem dagur. Atfur skín á austurleið, Yfir Dynfjöll röðull fagur. Norðurljósin loga dátt, Leiftra um Norðurfjalla tinda; Stjörnufjöld á himni hátt, Hraðar för í vesturátt Tvíburarnir tifa smátt Tengdir himinblámans linda. Norðurljósin loga dátt, Leika og dansa um fjallatinda. Napurt blæs of Norðurfjöll. Nýstir gjóstur Héraðsflóa; Skjálfa björg við boöaföll, Brotnar hrönnin hvít sem mjöll Yfir sanda,’ og sundrast öll; Sjómönnum ei lízt að róa. Napurt blæs of Norðurfjöll, Nýstir gjóstur Héraðsflóa. Eygló skær í morgunmund Munarhlýjum geislum stráir Yfir flóan, fjöll og sund, Fagran gyllir skógarlund; Skógarbúar bregða blund, Brýna söngrödd fúglar smáir. Yfir vötn og græna grund Geislaskrúðið eygló stráir. Fljótsdalshérað, fagra sveit, Fegurst allra af landsins bygðum; Hvergi svo á landi eg leit Ljómaskreyttan unaðsreit. Endurtek nú öll mín heit, Árla’ er batt eg þér í trygðum. Fljótsdalshérað, fagra sveit, Fegurst allra af landsins bygðúm. Runólfur Runólfsson, frá Snjóholti. Aths.—Um kvæði þetta getur í ferðasögu S. Björnssonar og er þar æskt að það sé birt. Ritstj.

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.