Heimskringla - 16.01.1935, Side 8

Heimskringla - 16.01.1935, Side 8
8. SÍÐA. HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 16. JANÚAR, 1935 FJÆR OG NÆR Séra Jakob Jónsson messar í kirkju Sambandssafnaðar í Winnipeg næstkomandi sunnu- dag. * * * Messur í Nýja íslandi, flytur séra E. J. Melan sem hér fylga: Riverton sunnud, 20. jan. kl. 2. e. h. Gimli gunnud. 27. jan. kl. 2. e.h. * * * Gleymið ekki! Spilakvöldunum í Goodtemp- larahúsinu á þriðjudögum og föstudögum. — Góð verðlaun! Gott músik! Inngangur 25c. Allir velkomnir. ♦ * * Leikfélag sambandssafnaðar er að undirbúa hinn afar merki- lega sjónleik er dreginn er út úr sögunni “Maður og kona”, eftir Jón sýslumann Thoroddsen. — Koma fram í leiknum allar hin- ar þektu persónur í sögunni. Munu margir hlakka til að fá að sjá leikinn. Ákveðið er leikurinn verði sýndur miðviku- og fimtudag, 6 og 7 febrúar næstkomandi. * * * Safnaðarfundur Almennur fundur Sambands- safnaðar verður haldinn í kirkj- unni á gunnudagskveldið kemur 20. þ. m. að aflokinni messu. Þetta eru hlutaðeigendur beðnir að hafa hugfast. Safnaðarnefndin * * * Þjóðræknisdeildin Prón held- ur opinn fund í J. B. skóla næst- komandi mánudagskvöld. — Kosningar fara fram á fundin- um. Jón J. Bíldfell flytur stutt erindi og Lúðvik Kristjánsson kvæði. Fjölmennið. * * * Þorrablót í Seattle Öllum íslendingum í Seattle og grendinni veitist kostur á að mætast í samkomusal Frjáls- Tyndu kirkjunnar í Seattle (7706 25th Ave. N. W.), laugardag- inn 26. jan. 1935 og setjast þar að al-íslenzkri máltíð, svo sem hangikjöti, rnllupylsu, slátri, sviðum, skyri og rjóma og svo framvegis. Að lokinni máltíð fer fram fjölbreytt og ágæt skemtiskrá. Alt þetta kostar aðeins 60c. Máltíðin hefst kl. 6.30. Hér býðst ágætt tæki- færi til að endumýja gamlan kunningsskap og rifja upp forn- helgar minningar. Safnaðarnefndin * * * Jón Bjarnason Academy Ladies’ Guild Þannig nefnist félagsskapu’r, er nokkrar konur hér í borg hafa stofnað, undir forystu Mrs. A. S. Bardal. Tilganurinn er sá að aðstoða skólann á einn eða annan hátt eftir því sem ástæður leyfa. Undirbúnings- fundir voru haldnir á heimili Mrs. R. Marteinsson, 493 Lipton St., 21. nóv. og 9. jan. Á síð- ara fundinum var félagið full- stofnað. Embættiskonur eru: heiðursforseti, Mrs. R. Mar- teinsson, forseti, Mrs. A. S. Bar- dal, vara-forseti, Mrs. D. H. Ross, skrifari, Mrs. C. C. Herald, vara-skrifari, Mrs. G. M. Bjama- EIMSKIPAFÉLAG íSLANDS Hinn árlegi útnefningar fundur í Eimskipafélagi íslands meðal Vestur-Islendinga verður haldin að heimili herra Á. P. Jóhannssonar, 910 Palmerston Ave., hér í borg 26. febrúar 1935, kl. 8. að kvöldi til þess að útnefna tvo menn til að vera í vali fyrir hönd Vestur-íslendinga á aðal ársfundi Eimskipafélagsins í Reykjavík á íslandi í júní mánuði næstkomandi til að skipa sæti í stjómar- nefnd félagsins með því að kjörtímabil hr. Áma Eggert- son er þá útrannið. —Winnipeg, 16. janúar 1935. Á. P. JÓHANNSSON ÁRNI EGGERTSON 10 GOOD REASONS Why You Should Train at Success Business College - Winnipeg 1. Through superior service, the Success Business College of Winni- peg became tfie largest private Commercial College in Westem Canada. 2. More than 43,000 young men and women have enrolled for Success Courses. Hundreds of these are now employers and their preference for “Success-trained” office help creates an ever increasing demand for Success Graduates. 3. The Success is the only Business College in Winnipeg that has been accredited by the Business Educators’ Association of Canada. This Association admits only the best Commercial Colleges into its membership. 4. Students of the Success Business College are entitled to the privilege of the B. E. A. examination system. B. E. A. standards represent the highest degree of efficiency in Canadian Commercial education. 5. „ The Success Business College employs only teachers of advanced Scholarship and long successful teaching experience. The Success system of individual and group instruction insures quick and thorough results. 6. The Employment Department of the Success Business College places more office help than any other Employment Agency in the City of Winnipeg. The service of this Department is available only to Success students. 7. son, fáhirðir, Mrs. J. S. Snidal, vara-féhirðir, Mrs. H. C. Mc- Caw. Um 25 konur hafa þegar gengið í félagið, og eru það að- allega mæður fyrverandi og nú- verandi nemenda skólans. Held- ur félagið fundi sína annan miðvikudag hvers mánaðar. — Þær hafa ákveðið að halda sam- komu í skólanum 15. febrúar. Einlæg velvild til skólans er hreyfiaflið í þessu félagi. Menn muni eftir samkomudegirtum. HREINSKILIN ÁSKORUN Það er nú komið framyfir vegamót og árið 1935, kalt og hvítt, hefir hafið göngu sína. Eins og sumir mu'nu hafa fregn- að, hefi eg nú í nær 13 mánuði legið í lamasessi og eigi getað sint neinum störfum. En eg hefi samt, með aðstoð aryiara, séð um útbreiðslu íslenzku tímarit- anna, sem eg hefi um allmörg ár haft með höndum. Hafa nú kaupendur fengið það sem af þeim er komið hingað vestur fyrir síðasta ár, en það er: Fyrri helmingur Iðunnar, 9 hefti af Kvöldvökum og Eimreiðin fullur árgangur. En þó er sá galli, að nokkur eintök af síðasta hefti Eimreiðar höfðu tapast í póstflutningi, svo að eg hafði eigi nægilega mörg eintök fyrir alla kaupendur. Hefi eg gert útgefandanum aðvart um þetta, og verður úr því bætt svo fljótt sem unt er, svo að hver einasti kaupandi fái fullan árgang. En nú verð eg að biðja alla þá er skulda fyrir þessi rit eða aðrar bækur, að gera mér greið skil, svo að eg geti staðið ær- lega í skilum við útgefendur á íslandi. Eins og sakir standa nú, get eg ekki borið á herðum skuldir manna hér, er nema samtals svo hundmðum dollara skiftir, og jafnframt goldið öðr- um það er þeim ber. Og þessar skuldir eru flestar smáar hjá hverjum einum, og því ekki til- finnanlegt að borga þér í tæka tíð. Hver einn veit hvað hann skuldar og ætti ekki að þurfa frekari aðvömn frá mér. — Drengir góðir, reynið nú af fremsta megni að senda mér þessar smáu upphæðir fyrir þann 15. næsta mánaðar. Viðvíkjandi hinni nýju bók eftir séra Jakob Jónsson, — “Framhaldslíf og nútíma þekk- ing”, sem auglýst var að eg myndi selja hér vestra,, þá vil eg taka það fram, að það er alls ekki nauðsynlegt að senda borg- un fyrir hana nú þegar. Sendið bara pöntun og svo verður reikningur sendur með þegar bókin er afgreidd. Eg hefi þeg- ar fengið allmargar pantanir, og er best fyrir alla þá er vilja eignast þessa bók að senda pöntun sem fyrst, því fyrsta TAXI? Phone us— PHONE 34 555 SARGENT TAXI Day og Night Service “If you we satisfy, Others please notify” Minimum by-law rates sending hennar hingað vestur verður mjög takmörkuð að ein- taka fjölda. Og að endingu: — Mér voru send nokkur eintök af kveri er nefnist “Stjömuspádómsbók” fyrir 1935, eftir Jón Árnason. Er þar mörgum tíðindum spáð á þessu' ári. Kverið kostar 30 cent. 15. janúar 1935. Magnus Peterson 313 Horace St., Norwood, Man. “Á FERÐ OG FLUGI” Frh. frá 7 bls. Þetta var nú góð byrjun og einmitt það sem eg bjóst við. — Nei, svara eg, eg er ekkert hræddur um það. Drottinn og djöfullin eru að vísu altaf að togast á um mig, en eg er alveg sannfærður um, að guð beri sigur úr býtum á endanum: Þar að auki trúi eg ekki að nokkuð helvíti eða djöfull séu til, það sé bara gríla, sem kaþólska kirkjan hefði búið til í öndverðu til þess að hræða fáfróða alþýðu til hlýðni og fjárútláta. “Bíddu, bíddu.” Og eg er alveg viss um, að eg verð kominn í himna- ríki á undan þér, því eg er 79 ára gamall, og þá skal eg leggja þér liðsyrði, því eg efast um, að menn af þínu tæi mu'ni eiga greiðgengt þangað. “Bíddu, bíddu.” “Eg er 78 ára og eg veit hvað eg er að tala um.” Eg hefi talað við guð, og eg veit að engin getur komist til himna- ríkis nema svo aðeins, að hann endurfæðist og bæti ráð sitt.” “Svo, þú hefir talað við guð,” sagði eg. “Það er sannarlega nýlunda fyrir mig, að kynnast manni, sem hefir gert það. Og hvað sagði hann þér nú að gera? “Hann sagði mér að fara til konu og snúa henni á rétta leið, og eg gerði það.” Eg sagðist ekki trúa því, að hann, eða nokkur annar maður hefði nokkurn tíma talað við guð. — Þeir bara ímýnduðu sér, að þeir væru að tala við hann þegar þeir væru að tala við sjálfan sig. “Bíddu, bíddu.” Eg sagðist heldur ekki trúa því, sem sagt væri um hann í ritningunni, það væri svo mikil mótsö^n í því, að hver maður sem beitti skynsemi sinni að því, hlyti að sjá það. “Bíddu, bíddu.” Taka til dæmis sköpunarsög- una, eins og hún er skráð í Móses bókunum. Þar er sagt, að hann hafi skaþað fyrsta mannin úr mold, en þá hafði hann ekki efni til í konuna, svo hann þurfti að svæfa manninn, taka rif úr honum og búa kon- una til úr því. Svo er hann látin skrökva að þeim þegar hann segir þeim, að þau muni deyja ef þau éti af skilnings- trénu góðs og ills. En eins og hann viti, þá hafi þau lifað lengi og fjölgað mannkyninu á jörð- inni. “Bíddu, bíddu, bíddu”. Svo þegar mönnunum fjölg- aði, þá urðu þeír þrjóskir og ó- hlýðnir og gerðu þvert á móti vilja drottins, svo að hann réði ekkert við þá og iðraðist eftir, að hafa skapað þá. Hvernig The Success Business College admits only students of advanced education and favorable personal characteristics. 8. The Success Business College premises are well equipped and comfortable. The College is located in the heart of the busines3 section of Winnipeg, where employers can conveniently step into our office and employ “Success Graduates.” 9. The Success Business College has no branches; it operates one efficient Coliege in which the principal and his staff devote their best efforts and all their time to thorough instruction and careful supervision of students. 10. The majority of Commercial teachers in Winnipeg received their business training at the Success Business College. It pays to at- tend the College that is known as “The Teacher of Teachers.” Our high standards attract the best young people in Westem Canada. Write For Free Prospectus Individual ^ ^1 "* Home Instruction V—y Study At Courses The BUSINESS COLLEGE By College Portage Ave. at Edmonton St. Mail WINNIPEG Brennið kol og sparið Premier Cobble (Sask. Lignite) ..........$6.50 perton Dominion Cobble (Sask. Lignite) ......... 5.90 “ Wildfire Lump (Dmmheller) ...............11.35 “ Western Gem Lump (Drumheller) ...........11.35 “ Foothills Lump ..........................12.75 Bighorn Lump (Saunders Creek) ...........13.25 “ Michel Koppers Coke .....................14.00 “ Semet-Solvay Coke .......................14.50 “ All coal stored in Weatherproof sheds and delivered by our own trucks Phones: 94 309—94 300 McCurdy Supply Co. Ltd. Builders’ Supplies and Coal 49 NOTRE DAME AVE. E, ætti alvitur vera, að iðrast gerða sinna? Svo er hann látinn drekkja öllu mannkyninu' nema einni fjölskyldu, sem var hon- um hlýðin. Svo þegar mann- kyninu fór nú aftur að fjölga á jörðinni fór alt á sömu leið og áður. Þá er hann látinn taka það til bragðs, að fómfæra sak- lausum syni sínum fyrir syndir mannanna af því hann “elskaði heiminn svo mikið”. Og þú og þín kirkja segir, að ef við trú- um því, að þessi maður hafi dá- ið fyrir syndir okkar, þá séum við hólpnir eilíflega. En eg hefi mikið háleitari hugmynd um guðdóminn heldur en svo, að ætla honum að hafa gert öll þessi glappaskot. Nú var mannaumingin orðin svo æstur af trúarofsa, að aug- un tindruðu og mér fanst þau ætla alveg út úr höfðinu á hon- um. Fólkið starði á okkur, sumt brosti og sumt hristi höf- uöið. Og nú vildi eg sjálfur losast við hann. Eg sagði hon- um þá, að hann ætti að fara og tala við tvær nunnur, sem voru aftar í vagninum, þær væru í meira samræmi við 'hans trú- arskoðanir en eg. “Þær eru í þjónustu djöfulsins”. Frh. Ungfrúin (ástleitin) — Segið mér skipstjóri, hversvegna kvenkennið þið sjómennimir MESSUR og FUNDIR í kirkju Samband.8safna0ar Messur: — á hverjum sunnudegi kl 7. e. h. Safnaðarnefndin: Funtiir 1. fftatu- deg hvers mánaðar. Hjálparnefndin: — Fundir fjnrsta mánudagskveld í hverjum mánuði. Kvenfélagið: Fundir annan þriðju- dag hvers mánaðar, kl. 8 að kveldinu. Söngflokkurinn: Æfingar á hverju fimtudagskveldi. Sunnudagaskólinn: — Á hverjum sunnudegi, kl. 11. f. h. altaf skipin ykkar? Er það af því hvað þau líða mjúklega á sænum? Skipstjórinn — Nei, það er af því hvað þau eru dýr í rekstri. * * * Lloyd George, hinn frægi for- ingi frjálslynda flokksins í Eng- landi er mjög orðheppinn og skjótur til svars, eins og eftir- farandi smásögur sýna: Einu sinni var Lloyd George að halda ræðu og mæltist hon- um svo: — Eg vil að Skotland fái heimastjóra, og einnig Írland og Wales . . . — Og Helvíti, kallaði einn á- heyrandi fram í. — Það er eðlilegt að hver hugsi um sitt föðurland, svaraði Lloyd George. "DOWN THE ICE" (EFTIR SVELLINUM) höfundur Foster Hewitt Útvarpið—og Foster Hewitt—hafa gert alla hockey- trylta—jafnvel ömmu gömlu sem aldrei fer út meðan kuldatíðin helzt. Bók Foster Hewitts sem er nýkomin út, er rit sem öll fjölskyldan vill lesa og eiga. Hún er þannig skrifuð að allir geta skilið hana og haft ánægju af henni jafnt áhorfendur sem leikendur. Kaflar eru í henni um hockey útvarp, leikskilyrði á fyrri tímum, og ýms atriði sem eigi eru alment kunn um nú- tíma leikendur. Sennilega læturðu þér eigi nægja að lesa hana, heldur muntu STÚDERA hana—og þar af leiðandi finna til enn meiri hrifningar en áður, þegar þá heyrir: “Hann skaut! Hann VANN!” $1.50. <*T. EATON SEXTÁNDA ÁRSÞING Þjóðræknisfélagsins verður haldið í Goodtemplarahúsinu við Sargent Ave., Winnipeg 25., 26., og 27. febrúar 1935. DAGSKRÁ:— 1. Þingsetning 8. Útbreiðslumál 2. Skýrsla forseta 9. Fjármál 3. Kosning kjörbréfa- nefndar 10. Fræðslumál 4. Kosning dagskrár- 11. Samvinnumál nefndar 12. Ú.tgáfa Tímarits 5. Skýrslur embættis- 13. Bókasafn manna 14. Kosning embættis- 6. Skýrslur deilda manna 7. Skýrsla milliþinga- 15. Lagabreytingar nefnda 16. Ný mál Samkvæmt 21. gr. laga félagsins er deildum þess heimilað að senda einn fulltrúa til þings fyrir hverja tuttugu eða færri gilda félaga deildarinnar; gefi þeir fulltrúa skriflegt urnboð til þess að fara með atkvæði sitt á þingi og sé umboðið staðfest af forseta og ritara deildarinnar. Samkomur þingsins hefjast með almennri skemti- samkomu og íþróttasýningu á mánudagskveld þ. 25 er sambandsdeildin Fálkamir standa fyrir. Þar flytur séra Jakob Jónsson erindi. Þriðjudagsmorgun þ 26. kl. 9.30 fer þingsetningin fram. Þingfundir til kvélds. Engin samkoma það kveld. Miðvikudagsmorgun hefjast þing- fundir að nýju og standa til kvelds. Það kveld þ. 27, kl. 8.00 heldur deildin Frón sitt árlega íslendingamót. — Fimtudagsmorgun hefjast þingfundir aftur og standa til kvelds. Það kvöld kl. 8.00 flytur hinn heimsfrægi ræðu- skörungur, Dr. Preston Bradley frá Chicágo fyrirlestur um tímabær efni, í kirkju Fyrsta lút. safnaðar. Það kvöld hefir í þetta sínn verið sérstaklega helgað Banda- ríkjaborgurum, (American night). Frekari greinargerð fyrir hinum ýmsu samkomum verður gerð síðar. Winnipeg, 16. janúar 1935. í umboði stjórnamefndar Þjóðræknisfélagsins. Jón J. Bíldfell (forseti) B. E. Johnson, (ritari)

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.