Heimskringla - 30.01.1935, Side 1

Heimskringla - 30.01.1935, Side 1
XLIX. ÁRGANGUR NÚMER 18. Tileinkað Sveini Thorvaldson fyrir drengilega hjálp og gestrisni Örðugan áttirðu gang Fjallið lá þér í fang —Fullhuga fimtán vetra. Þá strengurðu stórlátt heit Að standa fremstur í sveit Þeirra, sem bæta það betra. I Það heitið hefirðu efnt, Að hærra marki stefnt en meðalmenskan getur.— í brattann braustu geyst til baka aldrei leist, og fáum famaðist be'tur. Nú þeysurðu á þjóðfrægðar gand Þér þakkar Nýja-ísland, Þinn heiður er þess heiður. Það Bretakonungur ber, Að bestur ertu hér, Að fylla út í flestar eyður. Framsókn, sem fæddi von Fátækum bóndason Hóf þig í hærra veldi. Á efri árum nú Öndvegi skipar þú, Sem forsjón fáum seldi. J. S. frá Kaldbak Þjóðræknisfélagið heldur Sveini kaupm. Thorvaldsyni og frú veizlu Sæmdar þeirrar er Sveini Thorvaldsyni, M.B.E., hlotnaðist nýlega, var minst með veglegri veizlu, er Þjóðræknisfélag ís- lendinga í Ves'turheimi efndi til í Fort Garry Hotel í Winnipeg s. 1. fimtudag. Á annað hundrað mann mun hafa til borðs setið. Fóru minni mörg, en trauðla mun hvert þeirra hafa verið fult horn eins og í veizlu Bárðar forðum, því þau voru í vatni drukkin að góðum sið Templara. Þegar borð voru rudd, reis Jón J. Bíldfeil forseti Þjóð- ræknisfélagsins úr sæti og kvað sér hljóðs. Taldi hann það öll- um íslendingum fagnaðar- og metnaðarmál ;er landinn vekti eftir’bekt meðal alþjóðar með starfi sínu, eins og Mr. Thor- valdson hefði gert. Og að sam- fagna heiðri hans og þakka honum starf hans í þágu þjóð- félagsins, sem Vestur-íslending- um væri jafnframt til gagns og frama, væri það sem fyrir Þjóð- ræknisfélaginu hefði vakað með veizlu þessari. Að því búnu voru ræður og kvæði flutt, og söngvar sungn- ir undir forustu þeirra Ragnars H. Ragnars og Paul bæjarráðs- manns Bardals alt kvöldið. Ræðumenn voru þessir: Dr. Rögnvaldur Pétursson, er mæl'ti fyrir minni heiðurs gestsins. Er sú ræða birt á öðrum stað í blað- inu að beiðni Heimskinglu. — Fyrir minni Canada mælti Jos- eph T. Thorson, K.C. Minni íslands flutti séra Jakob Jóns- son. Fyrir minni Nýja-íslands mælti dr. Sveinn E. Björnsson. Og “Minni okkar” þ. e. Vestur- íslendinga flutti séra Runólfur Marteinsson. Þá flutti ritstjóri Lögbergs Einar P. Jónsson ræðu og kvæði. Guðmundur verzlunarstjóri Einarsson flutti kvæði. — Birtist síðar./ — Nikulás Ottenson flutti og kvæði. Þá flutti heiðursgestur- inn, Mr. s. Thorvaldson ræður bæði á ensku og íslenzku. Þegar hér var komið, var klukkan langt gengin tólf. Varð því að taka sér hvíld frá ræðuhöldum og kvæðalestri, þó nokkrir fleiri hefðu hugsað sér að mæla vildar orð til heiðursgestsins og einir þrír ættu óflutt kvæði. Gengu veizlugestir nú fram og árnuðu heiðursgestunum Mr. og Mrs. Thorvaldson heilla iBeð handa- bandi og hver með sínum eigin orðum. Samsætið var hið ánægjuleg- asta . Ræðurnar sem fluttar voru túlkuðu vel hug þeirra er þarna voru komnir saman til heiðursgestanna. í ræðu sinni, sem var æði löng, vék heiðursgesturinn orð- um að því, að hann skoðaði heiður þann sem hér væri minst, ekki sér tilheyrandi frem- ur en öðrum íslendingum. Hafi hann sjálfur að nokkru til hans unnið, væri það því að þakka, að sambýlingar hans og«sam- verkamenn hefðu gengið ó- trauðir fram í öllu er bygð þeirra og Vestur-íslendingum væri til fremdar og framfara. Þjóðræknisfélaginu þakkaði hann fyrir velvildina, sem það hefði sýnt sér með þessu veizlu- haldi, og árnaði því heilla. — Kvað hann það vera skoðun sína, að Þjóöræknisfélagið væri einmitt sá homsteinn sem traustastur hefði hér verið lagður að viðhaldi þess sem ís- lenzkt væri. Ef íslendingar helguðu því krafta sína, gæti svo farið, að því hepnaðist það sem Múhameð hefði ekki hepn- ast, er hann bauð fjallinu að færa sig um reit. Starf Mr. Thorvaldsonar hef- ir verið unnið í kyrþey. Það hefir ekki verið gumað af því í blöðum eða á gatnamótum. En hversu mikilsvert það hefir ver- ið hefir um langt skeið verið deginum ljósara þeim, sem nærri því hafa staðið og með því hafa fylgst. Hugur þeirra er ekki skiftur um það, að það muni leit á nokkrum íslendingi vestan hafs, sem meir og þarfara starf hefir af hendi leyst fyrir bygð- arlag sitt, en Mr. Thorvaldson hefir gert. Með óviðjanlegum athafna og framfara áhuga, hefir hann ekki lint látum fyr en þeir möguleikar, sem til framfara horfðu fyrir bygðina, voru orðnir að framkvæmd, hversu fjarstæöir sem þeir kunnu að hafa þótt í fyrstu. En þó sambygðarmönnum Mr. Thorvaldsonar væri þetta um langt skeið ljóst, og jafnvel þó enn hafi ekki verið ritað um starf Mr. Thorvaldsonar, sem vert væri, er það nú að verða öllum ljóst. Hvað kemur til? Það eitt að verkin hafa talað, eins og minst er á í ræðu dr. R. P. Það er stundum erfitt fyrir almenning að átta sig í svip á áhrifunum af starfi stór- huga manna. En að því kemur að þau dyljast ekki. Og svo er um störf Mr. Thorvaldsonar. Bygð hans ber þeirra svo ljósar menjar nú orðið að þau eru að WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 30. JANUAR, 1935 verða alkunn og flestar fram- farir bygðarinnar eru við nafn hans tengt. Sambygðarmenn hans líta til hans sem síns ó- trauðasta foringja og þess er þeir eigi jafnframt persónulega meira upp að inna en nokkrum einum bygðar-sambýlingi. Því þó Mr. Thorvaldson hafi greitt veginn í þjóðfélagslegum skiln- ingi, er hinu ekki að gleyma, að hann hefir greitt veg svo margra einstakra, að til fulls verður aldrei alment til reikn- ings fært. Þau níu ár sem sá er þetta ritar starfaði hjá Mr. Thorvaldson, var honum það ekkert sjáldséð sjón, að sjá ein- staklinginn láni rúninn koma á fund Mr. Thorvaldsonar með hnýpna brá, en fara léttari í huga af fundi hans. Við getum reynt að mála myndir af því, en hvað yrðu þær hjá veruleikan- um annað en svipur hjá sjón? En þetta er þó ekki nema fátt eitt af því er minna má á um verðleika Mr. Thorvaldsonar fyrir þessari miklu og fágætu viðurkenningu sem honum hefir hlotnast og skylt væri að geta um. FREGNSAFN Ottawa, 26. jan. — Það þykir helzt í frásögn færandi af sam- bandsþinginu, að hásætisræðan var samþykt s. 1. fimtudag eftir litlar umræður með öllum greiddum atkvæðum. Fullyrt er að það sé nýtt í sögu þingsins, áð boðskapur stjórnarinnar sé samþyktur í einu hljóði. King, foringi liberala, kvað þannig á afstöðu sinni standa, að hann fýsti að flýta störfum þings. A. A. Heaps, verkamannafull- trúi frá Winnipeg, kvaðst efast um að hugur fylgdi máli hjá Bennett um endurskipun fyrir- komulagsins, ekki sízt þar sem það kæmi fram rétt fyrir kosn- ingar. Samt sem áður væri hann Bennett þakklátur fyrir að tala um veruleg umbótamál í löggjöf sinni. Og á móti henni væri hann ekki. Svipuð er af- staða CCF flokksins og bænda- fulltrúa frá Alberta. Þeir sjá ekki ástæðu til að vera á móti löggjafar-ákvæðum Bennetts, en vildu þó að þau færu lengra í þjóðeignaáttina. * * * Eindæma frosthörkur voru í Canada yfir janúar, einkum um og upp úr miðjum mánuði. í Winnipeg og hlýrri bygðum og bæjum, varð frostið mest tvo daga 41 stig á Fahr. í kaldari bygðum, t. d. Pince George, B. C., varð það 54 stig. Á ein- um stað í Norður-Ontario var frostið 73 stig (fyrir neðan O á Fahr.). Et. það tailið mest frost sem þekst hefir hér. — Hámark þess áður var 72 stig á þessum sömu slóðum. * * * Þingið í Manitoba kemur saman 12. febrúar. Liggi eitt- hvað markvert fyrir þinginu, er það enn fyrir utan sjóndeildar- hringinn. * * * John Queen borgarstjóri í Winnipeg, hefir sagt lausri stöðu sinni sem foringi verka- manna á fylkisþingi Manitoba. Foringi var kosinn í hans stað J. S. Farmer. * * * Fyrir skömmu fór nefnd manna frá St. Vital, Man., á fund fylkisstjórnarinnar í Mani- toba. Erindi hennar var að krefjast þess, að W. C. McKinn- ell þingm. frá Rockwood, sem fylkisstjórnin skipaði til að líta eftir skuldamálum sveitarinnar, væri rekinn frá því starfi, vegna yfirgangs og einræðis er hann hefði í frammi. Kvað nefndin McKinnell taka algerlega fram fyrir hendur sevitarráðsins og öllu yrði að haga eftir hans eigin höfði og lánardrotna sveit- arinnar. Stjórnin daufheyrðist við köfum nefndarinnar. * * * Þegar Mr. King. leiðtogi liber- ala hélt ræðu í sambandsþing- inu nýlega og sýndi fram á með mikilli mælsku, að hann hefði ávalt haft velferðarmál þjóðar- innar á stefnuskrá sinni, tók einn þingmanna fram í fyrir honum og spurði King hvað hann hefði gert? Mr. King: “Eg skal segja þér hvað eg hefi gert. Eg hefi skrif- að bók og sett þar fram skoð- anir mínar.” Þegar Mr. Bennett reis síðar u'pp úr sæti sínu til að svara ræðu Kings, mintist hann orða Jobs: “Ó, að orð mín væru skrifuð upp, ó, að þau væru skrifuð í bók”------- En Mr. Bennett var ekki bú- inn að segja allar hugsanir sínar með þessari einu ívitnun. Hann bætti því við úr opinberunar- bókinni, 10. kapítula, 10 versi þessum orðum: “Og eg tók litlu bókina úr hendi engilsins, og át hana upp, og í munni mér var hún sæt sem hunang, og er eg hafði etið hana, fann eg til beiskju í kviði mínum.” ¥ * * Calgary, 29. jan. — Borgar- stjórar víðsvegar að úr Vestur Canada, sem á ráðstefnu sitja nú í Calgary, komu sér saman í dgg um uppkast að tillögum er að því lúta, að sambands- stjórnin leggi fram fé til at- vinnubóta að hún láni borgun- um fé til að takast sjálfar á hendur atvinnubótastörf, og að bæir og borgir veiti engan styrk eftir 31. marz tií atvinnulausra og þurfandi. Það á að því leyti sem með þarf, einnig að koma niður á samþandsstjórninni. Ef fleiri hefðu' vit á að kasta þannig áhyggjum sínum á aðra, eins og borgarstjóramir, væri gaman, fyrir þá að minsta kosti, að lifa. * * * Fyrir Kennedy-rannsóknar- nefndina komu' nýlega stúlkur, er unnu í verkstæðum í Toron- to. Bar ein þeirra er áður vann Til Sveins Thorvaldsonar kaupmanns við íslendingafljót 24. janúar, 1935. Það fara’ ekki margir í fötin þín Sveinn að frækni í elju og striti. Og þú gengur ennþá svo bjartur og beinn og brynjaður íslenzku viti. En þrátt fyrir margskonar annir og ys og átök við hryðjur og rosa, varð aflrauna bjarg hvert sem ódeilis fis og allatíð svigrúm til brosa. Þú kunnir þér illa í kveifmenna sveit með kræklum, sem vermast við ofninn; þín bardaga löngun var hamröm og heit og hrein eins og norræni stofninn. Þig langaði ungan að skilja þín sköp og skygnast um nýheima álfur, og þrátt fyrir örlæti, auðsæld og töp þá áttu þig gránaðan sjálfur. Með sjálfsdáð þú ruddir þinn víkingaveg og valdir þér Bifröst að setri. — Þó konungleg orða sé ákjósanleg, er arfurinn norræni betri. Á steintöflum aldanna stendur það glæst og stimplað í kynslóðarótið, að komist þú einn hafir krýningu næst af kóngssonum norður við Fljótið. Einar P. Jónsson pointe, dómsmálaráðherra Can- ada á stjórnarárum Kings, flutti í sambandsþinginu s. 1. mánu- dag, hélt hann fram, að fylkin hefðu ekki neitunarvald í mál- um þeim er' sambandsþingið samþykti og snerti breytingar á stjórnarskrá landsíns, svo fremi, að málin litu ekki að trúmálum, þjóðernismálum og mentamálum. Um þetta eru skiftar skoðanir og ýms fylki, þar sem liberal stjóm er, hafa strax hótað að fella öll lög Ben- nettstjórnarinnar, er stjórnar- skrárbreytingu fela í sér. Fyr- verandi dómsmálaráðherra lib- erala fyllir auðsjáanlega ekki flokk þeirra. * * * Tim Buck, kommúnisti, sem heima á í Toronto, og sá er úr fangelsi kom í haust, er sagt að ætli að sækja um þing- mensku í Norður-Winnipeg í sambandskosningunum. A. A. Heaps er fulltrúi kjördæmisins nú og er verkamanna-sinni. — Segir hann kommúnista áður hafa verið gagnsækjanda sinn og honum ægi það ekkert. En Tim Buck er samt sagt að hafi mikið fylgi í Norður-Winnipeg. * * * í Bandarískum blöðum birt- ist grein nýlega, eftir fréttarit- ara í Washington, er heldur því fram, að Bennett hafi fengið hugmyndina um nýmælalöggjöf sína frá Roosevelt en ekki frá liberölum eða CCF flokkinum í Cana. Hver skildi næst telja Bennett lærling sinn? * * * Járnbrautarþjónar í Manitoba fá $45,000 meira ka.up yfir jan- úar, en næsta mánuð áður. — Laun þeirra voru hækkuð í ársbyrjun um 3%. Þegar laun- in hafa verið hækkuð um þau 15%, sem þau voru feld, og sem líklegt er að gert verði smám saman, fer hvern ein- stakling að muna um það. ÚTVARPSRÆÐA Flutt af Rt. Hon. R. B. Bennett 7. janúar 1935 Á síðasta þingi fór stjómin fram á, að veita Búlánanefnd (Dominion Farm Loan Board) á saumaverkstæði í þeirri borg (fé til umráða, til að lána bænd- hjá, Eaton, að hagur stúlknanna (um gegn fyrsta veðrétti, með hefði verið svo bágborinn ogjvægum kjörum. Ennfremur kaup svo lágt, að “þær hefðu Voru ráð sett, til að lána bænd- ætlað að tapa vitinu og hótuðu | Um peninga með skömmum að fyrirfara sér”. Stúlka þessi borgunar fresti. Öllum má vera fór frá félaginu s. 1. vor og var riðin við samtök er stúlkur mynduðu til að bæta kaup sitt. Aðrar báru að kaup hefði lækk- að um 50% við ákvæðis vinnu eftir 1929, og með því væri ekki hægt að fá lögákveðið kaup. Formenn félagsins kváðu þó kaup þeirra stúlkna, er ekki náðu lágmarkslaunum, ávalt hafa verið bætt upp, svo þær hefðu haft kaup, sem lögákveð- ið væri í Ontariofylki. Neituðu stúlkur því ekki, en kváðu það af þeim tekið, ef þær afköstuðu meiru en sem svaraði lágmarks- kaupi. * * * London, 29. jan. — Sam- kvæmt því er blaðið Financial Times hermir, auglýsir kaup- höllin í London (Stock Ex- change) ekki á skrá sinni yfir sölu og verð eigna og verðbréfa-, verðbréf á borgina Vancouver í Canada. Verðbréf þessi hafa verið tekin af söluskránni vegna hótana borgarinnar um að greiða ekki skuldir sínar. * * * í ræðu sem Hon. Ernest La- ljóst, að svo stórkostlegt fyrir- tæki má ekki framkvæma gá- lauslega, heldur verður að fara eftir því, sem reynslan kennir. Eg mun biðja þingið sem nú er saman komið, að gera oss fært að auka og efla þessa lánstofn- un almennings. Um aðra lánveitendur Ekki er tilætlunin sú, að bola út öðrum, sem lána peninga. Þeir mega lána bændum, eða lána öðrum, sem þeir vilja. En með því að bóndi er bústólpi og bú landstólpi, hér sem ann- ars staðar, þá er rétt, að bænd- ur njóti bolmagns allrar þjóðar- innar, til að fá nægilegt rekst- ursfé, með vægum kjörum, til þarfa sinna. Til þess er þessi ráðstöfun stjórnarinnar gerð. Þar næst rakti Mr. Bennett, með hverju lagi úthlutun varn- ings hafi fram farið, nefndi til “opinn markað”, þar sem við skifta gróði var einráður og “samkepni”, þar sem úthlutun eða framboð er komin undir eftirspurn. Stórusamtökin og viðskiftin Því meir sem brúkað væri af varningi, því meir væri hert á framleiðslu og þar næst komu samtök til viðskifta, sem færðu út kvíarnar, þar til þau réðu lofum og löguin. “Ólokuð sölu- torg” liðu undir lok. Framleiðsla og eyðsla hertu rásinu með stærri og sterkari sam- tökum, >er drotnuðu yfir þeim sem minni máttar voru, óháðir framleiðendur urðu þeim háðir og héldust aðeins með góðu lofi þeirra. Þessi samtök réðu vitanlega miklu um verðlag og verkakaup. Gróði var vitanlega og er enn sú hvöt, sem knýr iðjuna og sú hvöt hefir reynst haldgóð og traust. En ef aðhaldi frjálsrar samkepni er slept fram af gróða kerfinu, þá kemur það áreiðanlega hart niður á verð- lagi og verkakaupi. Hin öflugu samtök voru fast að því einráð í viðskiftum við þá sem unnu arð úr nátturunni. Ef sá sem vöru hefir að selja, getur ekki náð til fleiri kaup- enda en eins, þá er hætt við, að hann ráði ekki miklu um verð- lagið. Þeir sem vinna að því, að dreifa eða útbýta vamingi, vinna þýðingarmikið og rétt- mætt félagsstarf, en það hefir viljað reynast notalítið, á stund- um, og æði kostbært. Þetta Frh. á 4. bls.

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.