Heimskringla


Heimskringla - 30.01.1935, Qupperneq 3

Heimskringla - 30.01.1935, Qupperneq 3
WINNIPEG, 30. JANÚAR, 1935 HEIMSKRINGLA 3. SÍÐA. það á herðum sér frá því að hann kom hér fyrst og fram á þennan dag, að vísu hafði nokkuð verið fengist við sjón- leika sýningar hér í tíð okkar góða Magnúsar Bjarnasonar en fallið niður með brottför hans úr bygðinni, og legið í dái þar til Tími kom og tók úpp merk- ið, sem hann hefir borið æ síðan. En nú þegar hann t^k- ur að eldast má búast við að hann fari að slá slöku við. Og væri því óskandi að einhver ai okkar yngri mönnum færu að koma í ljós sem þeim hæfileg- leikum væru gæddir að geta tekið við þar sem hann hættir, sem eg vona að ekki verði um nokkuð langt skeið enn. Annað verk er það sem þau hjón hafa haft með höndum um hart nær tuttugu og fimm ára skeið, sem vel má minnast og þakka þeim við þetta tæki- færi og er það póstafgreiðslan. Það er ekki ofsögum af því sagt að það eru ótaldir þeir snúning- ar sem Tími hefir tekið bæði af mér og öðrum síðan hann byrj- aði á póstflutningum. Ekki hugsa eg að þið hafið heldur oft hitt Sellu önuga eða stirða í skapi þó þið hafið komið þar með bréf eða böggla á súnnu- dag eða að kveldi til, þegar henni bar alls ekki að sinna póstafgreiðslu. Þó margt hafi breyzt síðan bygðin var reist, geta börnin þó treyst sinni íslenzku móður. Hennar auðmjúka dygð hennar eilífa trygð, eru íslenzku bygðanna helgasti gróður. Hennar fórn, hennar ást, hennar afl til að þjást, skal í annálum sjást, verða kynstofnsins hróður. Oft mælir hún fátt, talar friðandi lágt. Hinn fórnandi máttur er hljóður. Ekki veit eg hvemig á því stendur, en síðan fyrst eg heyrði þetta erindi úr hátíða- ljóðum Davíðs Stefánssonar hefir það altaf táknað í mínum huga hinar íslenzku mæður vorar, en ekki móðúrjörðina sem skáldið kveður til, og ef við viljum láta það tákna móð- urina, þá er ekki síður hægt að heimfæra það til silfurbrúð- urinnar en flestra annara, því það segir sig sjálft að kona sem búin er að ala hóp af jafn mannvænlegum börnum, sem lofa svo miklu í framtíðinni, ef þeim endist líf og heilsa ,hlýtur að hafa fórnað ýmsu af því sem nútíðin telur svo nauðsynlegt. En einmitt í slíkri fórn liggur íslenzku bygðanna helgasti gróður. Að endingú vildi eg taka það fmm að mér þótti verulega vænt um að fá þetta tækifæri til þess að votta heiðursgest- unum þakklæti mitt fyrir vel unnið starf í þágu bygðarfé- lagsins og sér í lægi fyrir þá góðu viðkynningu sem eg hefi af þeim haft frá því fyrsta, og óska þeim svo til hamingju og blessunar á ófarnri æfribraut. E. Benjamínsson SITJIÐ HEIL, FORSETI SILF- URBRÚÐHJÓN OG VEIZLU- GESTIR ALLIR Kæru silfurbrúðhjón: Eg samgleðsrt ykkur að þið hafið borið gæfu til að njóta ástar og umhyggju hvers ann- ars í tuttugu og fimm ár. Mér skildist á forsetanum að hann vonast eftir að eg heldi ræðu en auðvitað tek eg það í spaugi því hann veit eins vel og eg og máske betur, að eg er þess alls ekki umkomin að halda ræðu, því síðan að eg heyrði fyrstu ræðuna haldna, hefi eg altaf óskað að eg gæti afrekað slík't þrekvirki. Sú ræða var haldin fyrir minni heiðurs manns og flutt af heiðurs manni. En þrátt fyrir allar bænir mínar'í þá átt hefi eg aldrei fengið bænhieyrslu og er víst aldrei fjær henni en á þessu augnabliki. En til þess að tjalda því sem eg hefi til ætla eg að hafa yfir upphafið á þeirri ræðu og það hljóðar á þessa leið. Vinir mínir, eg ætla ekki að fara að slá þessum vini mínum sem sér situr neina gullhamra því eg veit að guð almáttugur gerir það ekki. Nú segi eg eins eg ætla ekki að fara að glá þessúm hjónum neina gullhamra, og eg veit að guð almáttugur gerir það ekki heldur, því eins og hann lætur ekki að sér hæða, eins mun hann og ekki hæða aðra, en ef einhver skyldi á máli mínu merkja þau fáu augnablik sem eg verð hér, að kostir og atgerfi þessara ágætu hjóna hafi ekki með öllu farið fram hjá mér þá eru þau engir gullhamrar heldur sannmæli, sem mér er heimilt að láta í ljósi ef mér ræður svo við að horfa og þeim vansæmdarlaust að hlusta á. Að svo mæltu leyfi eg mér að taka vin minn Tímóteus til í- hugunar í nokkur augnablik. Nafnið Tímóteus Böðvarson er leinkennilegt nafn, enda er mað- ur sá sem ber það ekki eins og fólk er flest. Hér eru tengd saman tvö nöfn frá ólíku tíma- bili, annað er úr fyrstu kristni, en hitt er úr ramri heiðni. — Tímóteus var einn af fyrstu brautryðjendum kristninnar og hefir sjálfsagt verið mikill fyrir sér því vesælmenni hefði ekki ætlað sér þá dul að fara að út- breiða mannúðar og bræðralags kenningu, á meðal hins harð- lynda lýðs þeirrar tíðar. Marga góða kunningja á eg í fornsögunum, enn einna hug- fastastur er mér Böðvar Bjarki, ekki fyrir það að hann var hinn glæsilegasti kappi, heldur fyrir það að hann beitti sínu mikla atgerfi lítilmennum til liðsinnis. Mér er minnistætt atvik er kom fyrir í höll Hrólfs Kráka. Konungur sat að snæð- ingi með hirðmönnum sínum. Enn ekki var stórmenska þess- ara augnaþræla koungs meiri en það, að þeir gerðu sér til gamans að henda hnútum og beinum í aumingja þá sem leit- að höfðu sér líknar í konungs- garði. Böðvar kom þar að og settist á hinn óæðra bekk meðal þeirra aumu og greip á lofti skeyti þau sem þangað voru send og snaraði þeim svo snarp- lega til baka að þau stóðu í gegnum þá sem sendu. Auð- vitað er þessi Tímóteus Böðvar- son okkar hvorki trúboði né konungskappi en hann er líkur gamla Tímöteusi að því að hann hefir veitt öllum þeim kenning- um brautargengi sem miðað hafa til mannúðar og mannfé- lagsbóta og hann líkist snemma nafna sínum að því að leggja þeim lítilsmetna lið í orði og verki, en sVo er hann vel að manni andlega og líkamlega og norrænn í lunderni að fáir eða engir sem hann þekkja hafa kastað að honum hnútum því þeim skeytum mundi hann í líkri mynd svara eins og hinn fornfrægi nafni hans. Það er náttúrlega ekki há af- staða í mannfélaginu að vera bóndi í Geysisbygð, en ekki verða þau áhrif með tölum talin né á vog vegin, sem vel gefin bóndamaður hefir á umhverfi sitt, en reynslan er hér rækilegt vitni. Auðvitað veit eg að jarð- vegur hefir verið hér góður. Geysir-búar hafa altaf verið hinum svokölluðu menningar- málum vel sinnandi, langt fram yfir það, sem gerist í útkjálka sveitum. En eg fullyrði, að vinur minn eigi þar mestan og beztan þátt. í þeim félagsmál- um, sem bygðarbúar hafa unnið að, hefir hann ætíð verið fram- arlega og oft fremstur. Hann sitofnaði kappræðufélag fyrir mörgum árum síðan, og þó ekki væri máske djúpt rist frá sjón- armiði menta- og vísindamanna, þá var þar mörgum málum hreyft, sem annars hefðu legið í þagnargildi og málbein manna æfð svo vel, að síðan hafa þeir óhikað getað látið hugsanir sínar í ljósi á mannafundum. En það sem hann hefir lagt mesta rækt við, er leiklistin, enda stendur þessi bygð framar- lega á því sviði. Sjálfur er hann leikari góður og það hygg eg að ef hann hefði sjálfur mátt semja förlög sín, að við brjóst þeirrar listar hefði hann helst viljað aldur sinn ala. En auð- vitað hefir hann ekki verið einn á ferð í síðast liðin 25 ár. Eg er viss um það að vinur minn er á sama máli og eg, að aldrei fáum við karlmenn nógu vel þakkað drottni þá hugkvæmni og nærfærni, um það hvað manninum mætti til mestrar blessunar verða, þegar hann gaf hinúm einmana Adam annað eins gersemi eins og hún Eva var. Og þó að ýmsir hugsunar- litlir menn og miður góðgjamir, hafi lagt henni þetta eplatilfelli til lýta, þá hefi eg aldrei fylgt þeim flokki. Þvert á móti hefir mér fundist það fyrsti vottur þess fagra eiginlegleika kon- unnar að neyta einskis og njóta einskis án þess að láta mann þann, sem hún hefir bundist trygðaböndum njóta allrar blessunar með sér. Og það ein- kenni var svo róttækt í eðli hinnar fyrstu konu, að það hefir gengið í erfðir til dætra hennar í þúsundir ára og eg er viss úm að silfurbrúður sú, sem hér er í dag, hefir fengið þennan arfhluta sinn óskertan. Eg hefi þekt hana síðan hún var tveggja ára gömul og sem afleiðing af þeirri viðkynning, get eg gert þá staðhæfingu, að hún sé hinn ágætasti kvenn- kostur. En kvað þurfum við annars fleiri vitni við, en þeirra að hún er dóttir hans Jóns og hennar Guðrúnar í Fögruhlíð, einhverra hinna göfugustu hjóna, sem skreytt hafa þess.i bygð um á fjórða tug ára. Eg segi skreytt. Ekkert skraut á nein bygð fegurra en það, að vera setin af göfúgu mann- dómsfólki. Fjarri sé það mér að gera lítið úr búmannshæfileikum brúð- gumans, en eg fullyrði, að kona hans hafi haft eins mikið af þeim hyggindum sem til hags koma, eins og hann. Mér er vel kunnugt að þegar þau byrj- uðu búskap, áttu þau ekkert til af þessa heims fjármunum. Al- eiga þeirra var, framtíðar vonir, starfsþrá og heilbrigð skynsemi. Og að þessum höfuðstól hefir þeim búnast svo vel, að þau eiga laglegt bú og hafa alið upp myndalegan barnahóp og mann- að hann og mentað betur en flestir aðrir, með þeirra efna- liagsskilyrðum, og mér vitan- lega aldrei komist undir ánauð nokkurs lánardrottins, svo sann arlega hafa þau hingað heilum vagni heim ekið. Svo ætla eg ekki fleirum orðum um þetta að fara. Eg óska ykkur allrar blessunar í komandi tíð, fyrst, að þið eign- ist dálítið af því sem Vídalín kallar hinn þétta leir, og að þið megið njóta góðrar heilsu og starfskrafta í lengstu lög. Og síðast en ekki síst að lífs- gleði og bjartsýni blessi ykkur, sivo að endaðri vegferð, þegar þið lítið yfir farin veg og lokin störf, að þið sjáið það alt með augum hins bjartsýna manns, sannfærð úm það að lífið sé dýrmæt drottins gjöf, sem aldrei verði of vel þökkuð. Gísli Einarsson Læknir sem hafði orð fyrir að vera nokkuð berorður var sóttur til maurapúka sem lá hættulega veikur. Þegar lækn- irinn bjó sig til farar spurði sjúklingurinn hvað mikið hann skuldaði. “Látum það vera nú,” sagði læknirinn, “erfingjamir borga mér”. Á ÍSLENZK TUNGA OG ÞJÓÐ- ERNI AÐ HVERFA EINS OG DROPI f SJÓINN VESTAN HAFS? Þeim sem nokkuð hugsa og lesa og horfa fram á veginn, getur naumast dulist að ís- lenzkan er á hverfanda hveli hjá okkur Vestur-Islendingum. Ekki svo að skilja að það ætti að vera æskilegt, eða nokkrum þeim sem af íslenzku bergi eru brotnir ánægjuefni eða að nokkru leyti ávinningur, heldur einmitt það gagnstæða. Og þegar við sem fædd erum á íslandi og fluttumst vestur ungir eða unglingar með meira eðá minna af íslenzku vega- nesti, lítum yfir veru okkar hér vestan hafs, þá hljótum við nauðugir viljugir að kannast við að íslenzkan er að bíða, þótt hægt fari, ósigur. iSkólar lands- ins og 'ensk tunga er smásam- an að rífa hana upp með rótum. Við þeir eldri höfum ekki lagt nægilega rækt við að kenna börnum okkar að lesa og skrifa íslenzku. Meiri hlutinn af börn- um og uppvaxandi unglingum, og þeim sem eru hér innfæddir og eru nú harðfullorðnir, eru illa eða með öllu ólæs og skrif- andi á íslenzka tungu. Við höf- um afhent þau alþýðu skólum landsins undir eins og þau hafa komist á þann lögákveðna skóla aldur sem mun vera um 5—6 ára aldur, og þar hafa þau eðli- lega hlotið sína uppfræðslu og mentun á ensku máli, og við það höfum við látið sitja. Eg er viss um að margir eldri for- eldrar vildu nú að börn þeirra hefðu lært að lesa og skrifa ís- lenzku, en nú er það um seinan. íslenzku kenslan hefir yfir það heila tekið hjá Vestur-íslend- ingum, verið látin sitja á hak- anum, og til þess eru máske fleiri en ein ástæða. Annir og umstang að hafa í sig og á hefir dregið flug úr fjöðrum. — Enskir skólar og mentastofnan- ir hafa staðið opnir kostnaðar- laust eða í það minsta kostnaðar lítið, öllum börnum og ungl- ingum af hvaða þjóðflokki sem er og þar með öllu kenslu bjástri lyft af foreldrunum, úm enga íslenzku kenslu að ræða nema þá sem hefði mátt hafa um hönd í heimahúsum, og þar var ekki um neina þrengingu eða skyldugrein að ræða, eins og við alþýðu skóla þessa lands. Flesta sem komnir eru til aldurs mun reka minni til að hafa heyrt sagt eða jafnvel sagt sjálfir, að íslenzku nám og mentun væri ónauðsynleg í þessu landi, aðal undirstöðu at- riði til andlegrar og efnalegrar afkomu væri að mentast, og mentast nógu vel á þessa lands vísu, öll viðskifti og starfs- ræksla væri rekin á ensku máli, þetta kann að vera rétt ályktað um það skal ekki dæmt að þessu sinni. En það er alls ekki hvatning eða uppörvun til viðhalds ís- lenzkri tungu, slenzkum bók- mentum eða íslenzku þjóðerni. Eg hefi kynst heimilum þar sem bæði heimilisfaðirinn og húsmóðirin hafa verið íslenzk í húð og hár, og alist upp í ís- lenzkú umhverfi og við slenzkt daglegt mál, en tala ekkert ann- að en ensku við bömin á heimil- inu. Er nú nokkur sanngirni sem mælir með því, að íslenzk börn sem alist hafa upp við enska tungu, eða þá barnaböm okkar, sem hafa verið sjónar- og heyrnarvottar að því að þeir eldri viljandi eða óviljandi, bein- línis eða óbeinlínis hafa að meira eða minna leyti afneitað íslenzku máli og íslenzku þjóð- erni, verði áhrifa meiri og fram- takssamari til viðhalds íslenzkri tungu og íslenzkum bókment- um en við vorum? Eg held tæplega. Frá mínu sjónarmiði, þá er það aðallega þrent sem öflugast hefir haldið við íslenzkri tungu og íslenzku þjóðerni með þjóð- arbrotinu vestan hafs, og það eru fyrst og fremst vikublöðin Heimskringla og Lögberg. Þau hafa staðið eins og klett- ur í hafi, gegnum þykt og þunt, í gegnum alla þá örðugleika og annmarka sem samfara er út- gáfu íslenzkra blaða hér vestan hafs, og barist hinni góðu bar- áttu í þarfir íslenzkrar tungu og íslenzks þjóðernis. Þau hafa verið greiðvikin og umburðarlynd, að leyfa lærðum sem leiknum rúm í dálkum sín- um að láta í ljós hugsanir sínar og skoðanir. Og þó að sumar þær ritgerðir hafi máske verið, “lærðar lítt, og leitað skamt til fanga”, þá hafa þær samt sem áður verið hugsaðar á íslenzku, ritaðar á íslenzku og lesnar af íslenzku fólki. Og það út af fyrir sig hefir verið og er stórt spor í átt- ina til viðhalds íslenzkrar tungu. Þau hafa flutt vikulega í h. ú. b. 46 ár íslenzkt lesmál, ís- lenzkar húgsanir og áhrif inn á nálega hvert íslenzkt heimili vestan hafs, og þau hafa verið og eru öfluagsta og öruggasta akkeri íslenzku þjóðlífi í vest- urheimi. Og þau hafa flut't málið hreint og óblandað af fremsta megni, þegar tekið er tillit til þess að enskan er hér aðalmálið, að undan skildum kvæðum sem ýmsir hafa snúið á ensku og vel hefðu mátt missa sig úr Heims- kringlu og Lögbergi, því við þeir eldri getum lesið þau á frummálinu. Þýðingar á ís- lenzkum ljóðum ættu að birtast í enskum tímaritum, og það gæti verið þjóðrækni að þýða vel íslenzk kvæði á ensku og gefa þannig ensku talandi fólki hugmynd um íslenzkan skáld- skap, þar getur yngri kynslóð- in lesið þau, það er hygg eg fátt af fjöldanum sem les Heims- kringlu og Lögberg hvort sem er. Næst er kirkjan. Hún hefir verið öflug undirstaða íslenzk- tunnar og gæti verið voldug á því sviði ef rétt væri áhaldið, og alt væri eins og það ætti að vera, þar getur farið fram á hverjum helgum degi, alíslenzk samkoma, þar eru l'sjenzkir sálmar sungnir, ræður fluttar og bænir bornar fram, þar getur fólk í sameiningu hlýtt á gott íslenzkt mál, hugsað á íslenzku, og sameiginlega átt þjóðernis- legan heim út af fyrir sig. En hvemig tekur þetta sig nú út? Kirkjur eru að því sem eg heyri sagt yfirleitt illa sóttar, það sem helst sækir kirkjur er roskið og gamalt fólk, ekki þó með eins miklum áhuga og sannfæringar krafti og maður skildi ætla, af fólki sem endi- lega vill hafa kirkjur og presta og safnaðarlíf. Unga fólkið sem komið er yfir fermingar aldur og það sem Frh. á 7. bls. INNKOLLUNARMENN HEIMSKRINGLU í CANADA: •^rnes................................................F. Finnbogason Amaranth...............................J. B. Halldórsson ■^ntler...................................Magnús Tait Árborg................................ G. O. Einarsson Baldur............................................Sigtr. Sigvaldason Beckville..............................Björn Þórðarson Belmont....................................q. J. Oleson Bredenbury..............................h. O. Loptsson Brown...............................Thorst. J. Gíslason Calgary............................Grímur S. Grímsson Churchbridge.........................Magnús Hinriksson Cypress River.......................................Pán Anderson Hafoe..............*....................S. S. Anderson Klfros.............................J. H. Goodmundsson Eriksdale.............................. ólafur Hallsson Foam Lake...........................................John Janusson Ghidi................................... K. Kjernested úeysir..............................................Tím. Böðvarsson Glenboro...................................g. J. Oleson Hayland.................................Sig. B. Helgason Hecla.............................. Jóhann K. Johnson Hnausa...................................Gestur S. Vídal Hove.....................................Andrés Skagfeld Húsavík...............................'...John Kernested Innisfail............................Hannes J. Húnfjörð Kandahar..................................s. S. Anderson Keewatin...........................................Sigm. Björnsson Kristnes...........................................Rósm. Ámason Langruth.................................. b. Eyjólfsson Leslie...............................Th. Guðmundsson Lundar..............................................sig. Jónsson Markerville........................ Hannes J. Húnfjörð Mozart................................... Jens Elíasson Oak Point........................................Andrés Skagfeld Oakview........................................Sigurður Sigfússon Otto...............................................Björn Hördal Piney.....................................S. S. Anderson Poplar Park..............................Sig. Sigurðsson Red Deer............................Hannes J. Húnfjörð Reykjavík...........................................Ámi Pálsson Riverton...........................................Bjöm Hjörleifsson Selkirk..................................G. M. Jóhansson Steep Rock.........................................Fred Snædal Stony Hill.........................................Björn Hördal Swan River..............................Halldór Egilsson Tantallon.........................................Guðm. ólafsson Thornhill............................Thorst. J. Gíslason Víðir.................................. Aug. Einarsson Vancouver............................Mrs. Anna Harvey Winnipegosis..................................... Winnipeg Beach......................................John Kernested Wynyard..................................S. S. Anderson í BANDARÍKJUNUM: Akra...................................Jón K. Einarsson Bantry..................................E. J. Breiðfjörð Bellingham, Wash......................John W. Johnson Blaine, Wash...................Séra Halldór E. Johnson Cavalier...............................Jón K. Einarsson Chicago: Geo. F. Long, 2428 Hamlin Ave., Logan Square Sta. Edinburg....................................Jacob Hall Garðar.................................S. M. Breiðfjörð Grafton...............................Mrs. E. Eastman Hallson...............................Jón K. Einarsson Hensel..................................J. K. Einarsson Ivanhoe.............................Miss C. V. Dalmann Los Angeles, Calif...Thorg. Ásmundsson, 3314 Sierra St. Milton...................................F. G. Vatnsdal Minneota...........................Miss C. V. Dalmann Mountain..............................Th. Thorfinnsson National City, Calif......John S. Laxdal, 736 E 24th St. Point Roberts..........................Ingvar Goodman Seattle, Wash.........J. J. Middal, 6723—21st Ave. N. W. Svold..................................Jón K. Einarsson Upham.................................E. J. Breiðfjörö The Viking Press, Limited Winnipeg Manitoba

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.