Heimskringla - 30.01.1935, Síða 4

Heimskringla - 30.01.1935, Síða 4
4. StÐA. HEIMSKRINGLA WLNNIPEG, 30. JANÚAR, 1935 íttctmskrhtgla (StofnuO 1S86) Kemur út á hverjum miðvikudegt. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg Talsimis 86 537 Verð blaðstns er $3.00 árgangurinn borgist tyrlríram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. öll yiðskiífla bréí blaðinu aðlútandl sendist: Manager THE VIKING PRESS LTD. 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFÁN EINARSSON Utanáskrijt til ritstj&rans: EDITOR HEIMSKRINGLA 853 Sargent Ave., Winnipeg “Heimskringla’ ’ is published and printed by THE VIKING PRESS LTD. 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg Man. Teleptoone: 86 537 WINNIPEG, 30. JANÚAR, 1935 SVEINN THORVALDSON Erindi flutt í samsæti sem Þjóðræknis- félagið hélt Mr. S. Thorvaldson 24. jan. 1935 á Fort Garry gistihöllinni í Winnipeg, Manitoba Heiðraða samkoma: Eg held mér hafi ver- ið fengið erfiðasta hlutverkið í kvöld, sem sé það, að mæla fyrir minni heiðurs- gestsins, — mannsins sem vér þekkjum öll að einhverju leyti, — mannsins sem búið hefir hér í landinu, á meðal vor í nær því hálfa öld og farnast öðrum betur samþjóðamanna sinna, — mannsins sem gengið hefir hina sömu óruddu braut út- lendingsins og vér, en stigið hefir jafnan við hvert fótmál feti framar en aðrir vorir athafnamenn. Eg á sök á þessu við stjórn Þjóðræknisfélagsins, sem við þjóðræknis- menn erum skyldir til að hlýða eins og auðsveipir múnkar óskeikulum páfanum. Henni á eg það að þakka að mig hefir rekið í þenna vanda. Erfiðleikar mínir er til þessa verks kemur stafa allir af því, að þótt eg þykist vera kunnugur heiðursgestinum þá finn eg, er eg á að fara að mæla fyrir minni hans og lýsa kostum hans, að mig skortir til þess þekkingu. Vér vitum öll hvað í vinum vorum býr, hvers vér jafnan meg- um vænta af þeim, vér höfum fundið drengskap þeirra, góðfýsi, fómfýsi, hug þeirra til vor, en vér getum ekki reifað þau rök, oss skortir til þess þekkingu. Þegar vér viljum fara að lýsa þessu og rekja þau til eiginleika þeirra þá skortir oss kunnáttu og kynningu. Þekkingin er ekki nógu mikil. Þeir menn eru til, í hinum víðtækara skilningi sem ókunnúgir þekkja betur, en þeir sem þykjast vera þeim kunnugastir og umgangast þá daglega. Þeir verða skoð- aðir bezt úr fjarlægð, koma greinilegast í ljós, þegar styr og staut sem umhverfis þá er hefir horfið fyrir fjarlægðinni. Þá koma þeir fyrir alvöru í ljós. Þessu er eigi ólíkt farið og með fjöllin. Hæztu og tigulegustu fjöllin, em oft hulin, greinast ekki úr nálægð, fyrir hálsunum og hóla mergðinni sem umkringja þau, og þykjast einnig vera fjöll. Þessu hefir maður svo þráfaldlega tekið eftir. Hver og einn er ferðast hefir um fjalllendi, til dæmis um ættland vort, hefir orðið þessa var. Úr fjarlægð gnæfir fjallatoppurinn upp yfir nærliggjandi brekkur og heiðar, litauðug- ur og tigulegur, en eftir því sem maður nálgast hann, loka hálsarnir og hæðimar útsýninu, unz hann hverfur á bak við þau. En maður finnur óljóst og ósjálf- rátt til hans, veit að hann er til, veit að hann er að baki þessara hæða, sem húka þar í hópum og þyrpingu, og láta mikið yfir sér við vegfarandann, hamla ferðum hans og villa honum sjónir. Maður veit af honum, finnur til hans af því að þessar hæðir eru að hreykja sér þama, því án hans væri þær ekki þama. — Ef hann væri ekki til þá væri þær ekki til. — Svo er með einstaka menn að þeir aðgreinast bezt úr fjarlægðinni. Þegar dægurmálin hverfa niður fyrir sjóndeildarhringinn. Kemur þetta til af því, að þeim hepnast að veita verkum sínum innihald, annað og meira en hinir koma auga á, er næstir eru stadddir. Þeir setja sér lengra mið, — með sömu verkunum sem allir eru að vinna, — en aðrir hafa látið sér koma til hugar að gera. Þeir hugsa verkin saman, vinna þau, hvert og eitt, inn í samfelda heild er á sínum tíma verður að innihalds ríku starfi, — sömu verkin er aðrir vinna hvert út af fyrir sig án nokkurs sam- hengis eða tilgangs er liggi utan við þau sjálf, og skila svo öllu í lítils verðum mol- um og brotum. Nú er viðkynningin ával't bygð á starfi mannsins, vilja hans og ásetningi eins og hvortveggja birtist í athöfnum hans fram í félagslífinu. Menn eru skoðaðir eftir verkum þeirra, ekki eins og þeir vinna þau sjálfir og leggja í þau innihald, heldur eins og almenningurinn vinnur þau, legg- ur skilning í þau, eða myndi vinna þau og leggja skilning í þau. Verður þetta mjög villandi og hefir stundum leitt til þess skopleiks að þeir sem hlaupa til sömu verka og atgerfismaðurinn eru tald- ir fullkomnir jafningar hans, ef ekki jafn- vel honum fremri, því þeir hafi afkastað sömu verkunum og hann, velt sama steininum, lyft sama Grettistakinu. Þeir hafa lyft steininum, en mist hann ofan í sama farið, þeir hafa lyft Grettistakinu en „ekki fært það úr götunni. Þeir hafa róið sömu árinni en ekki komist hóti nær landi. Sjónhverfingarnar sem skapast með slíkum ályktunum, eru hinar sömu og heiðamar og dragarnir skapa ferða- manninum, en þau skyggja á fjallið. Af sömu ástæðum orsakast það þá Mka sem eitt höfuðskálda þjóðar vorrar kvart- ar um í eftirmælum eftir látin vin: Þröng- sýnin í þrengslunum, hversdagsstarfið sem alt er dæmt jafnt og á einn veg til hverra nota sem það kemur, og hvert sem það er að innihaldi. Hann segir: “Þína galla þektu allir Þína kosti vissu fæstir. Djúp að kanna mikil menna, megnar aldrei fjöldinn þegna.” Þeir sem kunnugastir þykjast vera eru oft ókunnugastir. Þeir þekkja smámun- ina. Þeir villast í heiðadrögum og kletta- skorum en koma aldrei auga á fjallið. Þeir reisa þekkingu sína á ófullnægjandi rökum og gjörröngum athugunum. Þeir sjá þá hliðina sem út snýr sem er útvortis en hafa aldrei kannað djúp mikilmenna. Eg tel heiðursgestinn í hópi þessara sérstöku athafna og atgerfismanna; í hópi þeirra er oft á tíðum eru síður kunnir meðal þeirra sem þeir dvelja með, en hinna er þeir hafa sem næst ekkert um- gengist; í hópi þeirra manna sem meira eru þektir meðal þeirra sem þeim eru ó- kunnugir, en hinna sem þykjast þekkja þá. Pinst mér það fyllilega sannað með þeirri virðingu sem honum hefir verið veitt og sýnd við þessa ársbyrjun af æðstu valds- mönnum landsins. “Verkin tala” er haft eftir einum þjóðmálamanni Islands. Verk heiðursgestsins tala og hafa talað, svo eftir því hefir verið tekið á hinum æðri stöðum. Virðingamerki það sem heiðurs- gestinum hefir verið veitt, “Member of the Order of the British Empire”, er ein- göngu veitt í viðurkenningarskyni fyrir hagsbóta starf er unnið hefir verið fyrir þjóðfélagið, fyrir ríkisheildina og til uppörvunar framtakssemi og dugn- aði í mannfélaginu. Regla þessi var stofnuð árið 1917 af núverandi konungi Breta Georg V. og nær hún til allra þegna ríkisins, hárra sem lágra, aðalsborinna sem þegnborinna, karla sem kvenna. Til- gangurinn með reglunni er sá að kon- ungi og ríkisstjórninni veitist kostur á að viðurkenna á virðulegan og viðeigandi hát’t vel unnið starf í þágu alþjóðar — viðurkenna æfistarf sem gengið hefir til þess að auka frama þjóðarinnar við hag- nýt og kyrlát störf ríkisborgaranna. Er heiðursgesturinn fyrsti íslendingurinn er hlotnast hefir þessi virðing og með því er þá um leið þjóðflokki vorum sýndur sér- stakur sómi og viðurkenning. Ef vér vildum gefa reglunni heiti á voru máli, annað en það sem hún ber: “Regla Brezka ríkisins”, mætti hún nefnast, “þjóðsemdar regla”, því upp í regluna eru aðeins þeir teknir er verið hafa ríkinu til sæmdar og nytsemdar. Að Sveinn Thorvaldson er kjörinn odd- viti þjóðar'vorrar í þessari reglu, er oss öllum fagnaðarefni, meira og stærra sök- um þess að vér finnum að þettta kjör gat ekki komið niður í maklegri stað. í öilum athöfnum f orði og verki hefir hann verið sannur og trúr borgari þessa lands. Hann hefir stutt að velferð þess sem hann hefir mátt, reynt að útbreiða sannar og for- dómalausar skoðanir á kos'tum þess, þekkingu á lífsútvegum þess og verið því betri én nokku innfæddur sonur. Jafn- framt þessu, hefir hann líka verið hinn á- gætasti sonur vorrar gömlu þjóðar. Sam- tímis því sem hann hefir hafið hróður þessa kjörlands síns, hefir hann aukið á virðingu sinnar eigin þjóðar, skapað henni tiltrú í viðskiftaheiminum og vakið á henni traust og skilning sem farið hefir dag vaxandi í álfu þessari. Annan heppi- legri og hæfilegri mann fyrir þessa viður- kenningu konungs var því eigl unt að velja úr hópi vorum íslendinga. Fyrir 48 árum síðan, vorið sama og heiðursgesturinn fluttist til þessa lands, vann hann foreldrum sfínum heit, er þá voru að hugsa um vesturferð, heit, að reynast ekki eingöngu þeim trúr og skyldurækinn sonur, er hingað kæmi í hina nýju heimsálfu, heldur og sjálfum sér trúr, hinu bezta er hann sjálfur átti og lagði með upp í ferðina. Steig hann því strax inn á þá gæfubraut sem á engan enda, um leið og hann sté hér á land; því báðum þessum heitum hefir hann reynst trúr, og eru fleiri til vitnis um það en eg, að svo hefir verið. Margir íslendingar eru frændræknir og umhyggjusamir fyrir sínum. Er það þeirra góði kostur, er prýðir þá öllum öðrum kostum framar. En fáir munu það vera er sýnt hafa þetta fremur en Sveinn Thorvaldson. En svo er hann af því bergi brotin. Foreldrar hans vorn af hinu göfugasta fólki kom- in Norðanlands, gáfuð, iðjusöm, trygg og staðföst, svo að hvergi skeikaði. Á hann sem fleira gott festu sína þeim að þakka og hjálpfýsi. Það er arfur, sem ávaxtað- ur hefir verið frá kyni til kyns og eigi gengið til rýrðar hjá honum. Fastur hefir hann þótt fyrir, og erfitt þótt að ýta honum um set, lundin og upplagið er á þá leið, Hann kann því betur að láta hugsun og starf hvíla við ákveðna hluti, heldur en flökta eins og hrafn yfir bráð og hafa bæja skifti eftir því á hverjum staðnum meira er borið út í hlaðvarpann. Um hann hefir því líka rnunað meira, á þá sveifina sem hann hefir snúist, sem hann hefir ekki staðið til brautar búinn, jafn ráðinn í því að leggja á flótta sem að standa stöðugur ef erfiðleikum hefir verið að mæta. Sveinn Thorvaldson hefir aldrei liðið af fótaverk, svo hann þessvegna hafi orðið að hallas't upp við dorg eða renna af hólmi. Sveitin hans og sýslan hefir rist margar rúnir á söguspjöld hinnar íslenzku þjóðar bæði að fornu og nýju. Sumar rúnir þess- ar hafa verið örlaga rúnir því miður, svo sem eins og Örlygsstaðir, Miklibær, Flugumýri og Hólar. En ein sögn er þar annarar tegundar og gamansöm, og varð snemma að þjóðsögu, en hún var um það hve fastheldnir og harðhentir þeir væri Norðlingar. Varð það að máltaki að “þung væri Hólamanna högg”. Eg er ekki viss um hvort heiðursgesturinn hefir flutt þessa sögu með sér vestur, en um hitt þykist eg viss, því merki þess hefi eg séð, að efni hennar hefir hann komið með. Hann hefir verið fastheldin, og fasthentur á rétt sinn og þeirra er hann hefir gengið í forsvar fyrir. Haltu kæri vinur þeirri afstöðu, og þá eigi sízt þegar um þjóðarsæmd vora er að ræða. Láttu það spyrjast hér í álfu, að “þung séu Hóla- manna högg”, þeim er með yfirgangi hugsa sér að ganga undir hnefa þeirra. Láttu það verða ljóst í Reglu Brezka ríkis- ins, þá varðveitir þú minninguna um fjörðinn þinn er skjóli skaut yfir hina hröktu landnema hins forna Vínlands. Um meira vil eg ekki biðja þig að þessu' sinni, og ekki fyrr en þú ert seztur upp í lávarða stofu Bretlands, sem vér gerum oss vonir um að verði innan skamms. Þá getur það verið að eg hreyfi einhverju fleiru og við hinir. Njóttu heill þeirrar sæmdar sem þér hefir verið veitt. Vertu oddviti vor á þingi þeirra manna er unnið hafa samtíð sinni gagn, vertu merkisberi íslands þar sem mannkostir og drenglyndi eiga sæti sam- an. Herra forseti, með yðar leyfi vil eg þá ljúka þessu máli mínu, með því að biðja yður og hið virðulega samsæti sameigin- lega að biðja heiðursgestinum alis árn- aðar. Lengi lifi Sveinn Thorvaldson. SPEKINGAR HAFA SAGT Menn eru alment viljugir að viðurkenna skyldur og réttindi. Réttindin fyrir sjálfa sig og skyldurnar fyrir aðra. * * * Ef þú giftir þig, þá yðrast þú þess stundum, en giftir þú þig ekki, þá yðrast þú þess altaf. * * * Vinirnir eru flestir líkir farfuglunum, þeir koma í sólskininu á sumrum, og fara þegar hretviðrin koma. * * * Það eru ekki allir spámenn, þó þeir séu lítilsmetnir á fósturjörð sinni. * * * Menn ættu aldrei að vera stórorðir úm smámuni. ÚTVARPSRÆÐA Frh. frá 1 bls. þekkjum vér bezt af atferli hinna aðsúgsmiklu vörubjóða. sem oft hefir skaðlegt verið og verður að afnemast. Það van- hóf viljum vér ekki styðja fram- ar, né getum haldið í, sem er samfara of sterkum varnings- mönnum. Iðnaður eyðir samkepni Skakkinn sem nú sýnir sig berlega á innbyrðis sambandi verkakaups, kostnaðar (fram- leiðslu, flutnings og sölu) verð- lags og gróða, er alls ekki nýr, heldur sýnir sig berlegar nú en áður. Yfirleitt er óhætt að segja, að sá skakki hafi vaxið eftir því, sem iðnaðar vélin hefir eflst. Eftir því sem sú vél varð voldugri, dró úr samkepn- inni. Þar með fór forgörðum jafnvægið milli kostnaðar, verka kaups og gróða. Um ástæðuna til allra þessara breytinga, deila hagmála fræð- ingar ákaflega; okkur er óhætt að láta þá eiga sig um sitt rifrildi; þankabrot og málæði hentar okkur síður en hag- kvæm og mannúðleg ráð við þeim meinum, sem ekki þarf neina hugspekinga til að sjá. Við þeim meinum þurfum við sanngjarnar aðgerðir og vitur- legar, og það er okkar skylda að beita þeim. Meinin alls ekki ný Nú er sem eg segi, að það er ekki nýlega tilkomið, að gera samtök til einræðis um við- skifti og hafa í hendi sér þá sem framleiða vöru og þá sem hennar njóta. Þeim aðferðum var byrjað að beita fyrir nokkr- um mannsöldrum, þó lítill gaumur væri gefinn og h'tið bæri á, í framkvæmdinni. En eftir stríðið var farið ras- andi ráði og geystu, að hverju sem fyrir varð, fyrirtæki sótt með hamslausum aðgangi, iðn- aður ofhlaðinn veltufé og end- irinn var sá, sem sýndi sig 1929, að vissu leyti. Okkar viðfangs- efni er nýtt að þvi leyti, að það heimtar bráðar aðgerðir. Þær gat eg ekki látið strax í té, af fyrgreindum ástæðum, hvorki áður en kreppan kom, né meðan hún stóð sem hæst. Verðlags skakki krufinn En nú höfum við tekið það til meðferðar. Á síðasta þingi setti neðri deildin, eftir tillögum stjórnarinnar, nefnd til þess að rannsaka alt um þetta einræði í viðskiftum, verðlaga skakka og harðleikni við vamarlausa framleiðendur og notendur þess sem framleitt er (ultimate con- sumer). Nefndin átti ólokið störfum, þegar þingi var slitið, og því setti stjómin nefndarmenn í konunglegt könnunar embætti, til að rannsaka og skýra frá öll- um þeim efnum, sem þingnefnd- inni voru falin. Eg ætla ekki að skýra frá niðurstöðum og tillögum hinnar1 konunglegu könnunamefndar að svo stöddu. Þegar stjórn- inni berast tillögur hennar og fullnaðar skýrsla, þá mun þing- inu falið, að taka til fram- kvæmda, að tillögum nefndar- innar heyrðum og íhuguðum. Annað en þetta þykist eg ekki þurfa að taka fram við ykkur: Ef nefndin ályktar, að frumyrki (primary producer) hafi féflett- ur verið eða sviftur þeim arði athafna sinna, sem honum ber með réttu, svo að viðurlífi hans (standard of living) hafi beðið hnekki af, þá skal tekið í taum- ana, til að stöðva þau rangindi. Meðan eg fer með stjórnarvöld í þessu landi, skal eg ekki mitt fylgi spara til þess, að á hvor- ugan hallist, vinnanda og þann sem vinnu nýtur, iðnað og al- menning. Eg þykist vera fordómalaus í þessu máli og engan kæran hafa umfram aðra. En eg þyk- ist ekki betur sýnt geta, að eg | vil iðnaði vel, heldur en með I því, að sníða af honum þau vandhæfi, sem ganga harðara að buddum mikils meirihluta þjóðarinnar en sanngjamt er, og eru iðnaðinum sjálfum til bölvunar. Ef þessi kúgun og rangindi sannast og fá að haldast, hvað verður þá af því sigri hrósandi herópi voru, að vér séum ávalt að sækja eftir leið framfaranna í rétta stefnu? Ef maður getur með réttu bent á, að fyr á tím- um hafi samkepni verið sann- sýn og viðskifti svikalaus milli allra stétta félags heildarinnar, en nú sé samkepnin rangsnúin og ein stétt annari til meins í viðskiftum, hljótum vér þá ekki að óska okkur aftur þeirra tíma, þegar hver vann sér, hjó í eld- inn og sótti vatn handa sjálfum sér og engum öðrum? En vér getum ekki snúið aft- ur. Þess ættum vér heldur ekki að óska. Hver mein sem fylgja kunna iðnaðar kerfinu, þá horfir það til framfara og umbóta á muna- legum högum. Það miðar til velmegunar og hluttöku fólksins í öllum gæðum, sem stafa frá vísindum og nýjum uppgötvun- um. Þar af kemur, að þeir sem í einlægni dást að kerfinu, eins og eg geri, eru fastráðnir, að frelsa það af því óhlutvanda at- ferli, sem varnar því, að það dugi til hlítar og í hugum fólks vekur gremju og reiði, í staðinn fyrir velþóknun og þakkláts- semi. Starf embættismanna skal umskapast Sá sem byrjar á nýju og merkilegu fyrirtæki, verður að gæta þess, ef hann er verkhygg- inn, að áhöld hans og allur reiði sé í lagi. Við erum nú byrjaðir á því stóra ætlunarverki að endurskapa tilhögun fjárreiða vorra. Við verðum að gæta þess vandlega, að hafa til taks þaö vélræði, sem stoðar kerfið og heldur því í gangi. Við verðum að endurskoða og full- gera skipun þess starfs, sem embættismenn landsins inna af höndum. Umboðsstjómin verður að skipast svo, að hinu endur- skoðaða hagráða kerfi sé borg- ið. Hrós um embættismenn Canadamenn hafa gilda á- stæðu til að þykjast af því, hve vel umboðsstarfið (civil ser- vice) er rekið í þessu landi. — Starfsmenn hins opinbera hafa, frá því landið fékk stjórnar- skrá, rekið þjóðarinnar erindi, þó erfitt væri og torsótt, ekki sízt framan af, sérdrægnislaust og með heilum hug. Það var mikil gæfa fyrir okkur. Nöfn þeirra eru ekki letruð á spjöld sögunnar, ef til vill. En við, sem höfum verið svo lánsamir að kynnast þeim og skilja hví- líkir þeir voru í raun og veru, munum ekki gleyma því, að framfarir þessa lands stafa, að meir en litlu leyti, frá dygð og frábærri kostgæfni þessara starfsmanna hins opinbera. En hinum vaxandi Þörfum landsins verður ekki sint með fögru innræti eingöngu og fín- um sálargáfum, við þurfum líka á dugandi skipulagi að halda og þéssum tímum hæfilegu. Frá því úm stríðið hafa kröfur landsins vaxið starfsmönnum hins opinbera yfir höfuð. Um það er þessum starfs- mönnum ekki að kenna. En mjög svo mikill galli er það í stjórnarinnar fari. Þann galla verðum við að leiðrétta, með því að skapa og skipa opinberri starfsemi á annan veg, og það tafarlaust. Eg hygg, að enginn, sem bær er um að dæma, muni mótmæla því, að tilhögun á störfum hins opinbera sé orðin úrelt. Engu landi í víðri veröld ríð- ur meir á að hafa dugandi um- boðsstjórn heldur en Canada. Þessvegna verðum vér að styðja starfsemi hins opinbera með

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.