Heimskringla - 30.01.1935, Page 5

Heimskringla - 30.01.1935, Page 5
WINNIPEG, 30. JANÚAR, 1935 5. SlÐA HEIMSKRINGLA tækni og skipulagi, sem í við- skiftum er beitt, nú á dögum. Ráðagerðir um breytingu á fyrirkomulagi stjórnarþjóna Um það hefi eg mikið hugs- að, að skipa þessari starfsemi á annan veg, en verið hefir. Eg er nú að gera ráð um það efni, og það ætla eg að ykkur muni þykja merkilegt og líklegt til að valda mikilli breytingu. En að breyta skiplagi hinnar opin- beru starfsemi, er líkt og að gera hús upp að nýju, meðan búið er í því. Endurgerðinni verður að haga þar eftir. Þá deild sem starfar að fjármálum landsins, höfum vér nú þegar gert upp að nýju. Eftir nokkrar vikur verð eg tilbúinn að taka fyrir næsta atriðið í ráðugerð okkar, en það er, að stofna deild til sam- skifta, er tryggir þjóðarinnar skeytaskifti, með síma eða símalaust. Svo munum vér halda áfram, eftir röð og reglu og án tafar, þar til lokið er. Endurskipunar þörf Eg trúi því ekki, að margir finnist í þessu landi, af þeim sem eru hugsunár færir, sem gera sér ekki fyllilega grein fyrir, að endurskipunar sé þörf. Því að sannarlega geta aðeins fáir verið sjónlausir á þann sann, sem til grundvallar liggur, að miklar breytingar hafa átt sér stað og að vér verðum að breytast, til þess að fást við þær. Til dæmis að taka, þá hafa ætlunarverk landstjórnarinnar margfaldast og sum breyzt stór- mikið. Stór og flókin vandamál og vafamál, sem voru ekki til fyr- meir krefjast nú úrlausnar. Ekki greiðist úr þeim með því, að láta sem maður sjái þau ekki. Eg verð að geta þess, þó að- finning sé við undanfarandi stjórnir, að mikil hjálp hefði það verið, ef þeir sem höfðu völdin fyrir nokkrum árum, hefðu vaknað við til að skilja þetta og hagað verkum eftir því. Hagsmuna ráð áformað Enginn maður er svo vel viti borinn, að hann þurfi ekki á ráðum annara að halda. Og engin stjórn er svo alskipuð for- kunnar gáfumönnum, að hún ætli að einangra sig og hafna reynd og ærlegum ráðum, sem góðvild og ættjarðarást allra stétta frambýður henni án af- láts. Vandinn er að velja og hafna viturlega, og snúa þeim ráðagrúa til nýtilegrar fram- kvæmdar. En til þess verðum við að finna ráð. . Til að kanna og bera saman hagráða reyndir er vélar þörf, er vinni úr öllu þesskonar og komist að endi- legri viðu'rstöðu. Sú tilhögun er auðgerð og ódýr. Henni verður ætlað að rann- saka og gera tillögur um það sem til sparnaðar eða þjóð- megunar má verða. Henni verö- ur ætlað álíka verk í þjóðar- hagstefnum ,eins og þjóðkönn- unar ráðið hefir með höndum í vísindalegum efnum. Eini munurinn Hagráða nefndin þarf engin áhöld til sinna starfg, nema vit og iðjusemi. Eg legg til, að slíkt Þjóðmegunar ráð verði stofnað sem fyrst, og nefnist því nafni, sem nú var sagt. Vinir mínir, eg hefi lýst því, að eg vil endurskipun fram hafa. Nú þegar tíminn er kom- inn til framkvæmda, er hættu- legt að snúa frá. Vél, sem eitt- hvað er að, verður að lagfær- ast, annars hættir hún að vinna. Við höfum komist að þeirri nið- urstöðu, að stöðug velgengni fer á eftir endurskipun. Við- reisnar ráðstafanir okkar hafa gefist vel. Það vitið þið vel. Þær héldu skútunni á floti, meðan stórviðrið stóð yfir. Ó- veðrinu er nú farið að slota. Nú er tími til að kanna skút- una og dytta að henni og taka nýja stefnu. Eg nota þetta skips dæmi á| ný, af því að mér þykir það vel við eiga og líka af því, að eg er af fólki kominn, sem hefir stundað sjó og skipasmíðar. Eg skýt þessu inn í um sjálfan mig, ekki af því mér sé sárt um, að þessar viðræður mínar við ykkur, kunni að vera mið- ur fimlega orðaðar — það lát- um við okkur í léttu rúmi liggja; mitt erindi er að segja til þess sem satt er en ekki að flytja fagra ræðu — heldur af því, að mér finst það vel stoða, til að finna hvað fullreynt er, að sá sem talar og þeir sem hlusta, séu sem bezt samrýmdir. Enn segi eg, látum okkur hraða ráðstöfunum okkar til endurskipunar. Þá kann vera ,að þið spyrjið: “Hvað á sá flýtir að þýða, eftir fjögra ára athafnaleysi í þeim efnum?” Það er mjög eðllieg spurn og henni hefi eg svarað að nokkru leyti, á þessa leið: Meðan kreppan reið yfir sem frekast, var ekki annars kostur en gera ráðstafanir til bráða- birgða. Að reyna til að hefja endurskipun í svo stórum stíl, sem nú stendur til, hefði verið heimskulegt úr öllum máta, jafnvel þó hennar hefði verið þörf. Viðlaga ráðstafana var brýnust þörf og viðlaga aðgerð- Myndalaus myndabók EFTIR H. C. ANDERSEN Sig. Júl. Jóhannesson, 'þýddi Sjöunda mynd Meðfram ströndinni breiðist fagur skógur, með blómlegum eikar og bækitrjám. Svo unaðslegur er ilmur skógarins að þús- undir nát'tgala safnast þangað á hverju vori. Órskamt frá skógarjaðrinum blasir við hafið með sínum eilífu breytingum; en með- fram skógnum eftir endilangri hafsströndinni liggur þjóðvegurinn, breiður og fjölfarinn. Hver vagninn fer þar á eftir öðrum; en eg gef þeim lítinn gaum. Eg beini athygli minni aðallega að einum sérstökum stað — það er gröf manns, sem lifði merku og viðburðaríku lífi; brunnberjatré og aðrir viðir vaxa þar á milli steinanna. Hér er náttúran þrungin af fegurð, af unaði, af skáldskap. En hvernig heldurðu að mennimir færi sér það í nyt? Hvernig heldurðu að þeir skilji það? Eg skal segja þér hvað eg heyrði þar í gærkveldi og í nótt sem leið. Fyrst komu tveir auðugir bændur akandi eftir veginum: “Þetta eru ágæt tré!” sagði annar. “Það eru ein tíu hlöss af eldivið í hverju þeirra,” svaraði hinn: “Það verða að líkindum harðindi í vetur og í fyn*a fengum við fjórtán ríkisdali fyrir faðminn.” Og svo óku þeir áfram. “Þetta er Ijóti vegurinn,” sagði einn sem ók meðfram skóginum. “Það er bölvuðum trjánum að kenna!” svaraði ferðafélagi hans: “Það er tæplega hægt að anda fjálslega nema horfa út á sjóinn.” Og svo voru þeir horfnir. Og svo kom póstferðavagninn eftir þjóð- veginum. í honum voru nokkrir farþegar, en þeir sváfu allir á meðan þeir óku þar meðfram skógnum, sem hann var fegurstur. Ökumað- urinn blés í lúður sinn; hann sá ekki fegurð skógarins, en hann hugsaði á þessa leið: “Eg kann svei mér að blása, og það bergmálar svo skrambi vel; hvernig ætli þeim líki það?” Og svo hélt póstvagninn leiðar sinnar. Þá komu tveir ríðandi veiðimenn; þeir voru báðir ungir: “Hér er fjör og líf æskunnar! hér er blóðið heitt og hugsjóirnar bjartar!” hugsaði eg. Þessir ungu menn horfðu á mosavaxnar hæðir og dökkan skóginn: “Hér .vildi eg óska mér að vera með henni Kristínu dóttir málar- ans!” sagði annar. Og svo héldu þeir áfram. Blómin ilmuðu svo unaðslega að hverja hugsandi sál hlaut að dreyma um himnaríkis- sælu. Það var blægjalogn svo ekki blakti hár á höfði né blað í skógi. Það var eins og haf og himinn rynnu saman í eitt og föðm- uðu dalinn með ósegjanlegum friði. Svo kom vagn eftir veginum. í honum voru sex manns; fjórir steinsváfu, hinn fimti var að hugsa um nýju sumarfötin sín — hvað þau mundu fara sér vel, hvað hann yrði falleg- ur í þeim. Hinn sjötti laut niður að öku- manninum og spurði hvort nokkuð væri mark- vert í sambandi við þessa grjóthrúgu (hann átti vi,ð leiðið): “Nei!” svaraði ökumaðurinn: “Það er bara grjóthrúga; en skógurinn er merkilegur.” “Að hverju leyti?, segðu mér það!” “Já, hann er mjög merkilegur. Á vetum- ar þegar alt er fent í kaf og ekki er hægt að átta sig á neinu, þá erul það trén í skóginum sem hægt er að reiða sig á. Eg hefi þau þá fyrir vegvísi og þau bjarga mér frá því að aka beint út í sjóinn. Að þessu leyti er skógur- inn merkilegur — þú skilur það!” Og svo fóru þeir leiðar sinnar. Nú kom málari eftir þjóðveginum. Það var eins og ljós logaði í augun hans. Hanu mælti ekki orð af munni. En hann blístraði. Náttgalarnir sungu hver í kapp við annan. “Hér er verkefni í málverk!” hrópaði hann. Og svo virti hann fyrir sér hina miklu dýrð og fegurð; hann tók nákvæmlega eftir öllum litbreytingum og allri litblöndun: “Blátt, svolítið dökkbrúnt,” sagði hann. Þetta hlaut að verða dýrðlegt málverk! Hann náði því alveg eins og spegillinn nær mynd þess er í hann lítur. Og á meðan hann gerði þetta blístraði hann lag eftir Rossini. Sá síðasti sem eg sá fara eftir veginum var fátæk stúlka. Hún hvíldi sig við gröf hins látna mikilmennis; lagði frá sér byrði sína. Andlitið var fagurt fölleit't; hún horfði beint upp í skóginn; andaði að sér unaðsilm trjánna, gladdi sál sína við hina óútmálanlegu fegurð og hlustaði hungfangin á söng náttgalanna. Ljómi skein í augum hennar þegar hún lyfti þeim til himins og rendi þeim út yfir hafið. Hún krosslagði hendurnar og eg held hún hafi lesið “Faðirvorið”. Sjálf skildi hún ekki til fulls þær tilfinn- ingar sem streymdu heillandi gegnum alla til- veru hennar. En eg veit að um ókomin ár vakna oft hjá henni endurminningar um þetta eina augnablik, þar sem náttúrufeguröin um- hverfis hana var miklu dýðlegri — já, meira að segja langtum trúrri, en málarinn gat teiknað hana með pensli. Geislar mínir fylgdu henni eftir þangað til bjarmi komandi dags kysti hana á ennið. ir létum við ekki skorta, sem dugðu vel. Skipinu þurfti að stýra í stórviðrinu, áður en far- ið væri að gera við það. Þetta var mitt svar við spurningunni, en ekki allri. Undirbúningur stjórnarinnar Nú þegar þið spjrrjið: “Af hverju þessi flýtir?” Þá segi eg, að ekki verður farið geyst, hvorki í áformum né fram- kvæmd. En þörfin er brýn. Þetta er tvent ólíkt. Nú er rétti tíminn til endurskipunar, nú erum vér við henni búnir. Eg sagði ykkur og sagði satt, að við höfum þegar hafist handa. Það skuluð "þið hafa hugfast, því að það er merki- legt. Það er nú meir en ár liðiö síðan stjórnin kannaði vandlega hvað gera skyldi og komst að þeirri niðurstöðu, að hefja strax breytingar á bankaskipun, á gangeyri og peningamálum og á sölu náttúrunnar afurða. Einnig varð þá fastráðið, að byrja á ráðstöfunum viðvíkjandi breytingum á lögeyri og á lausn af skulda klafa og þing beðið löggjafar til að leyfa þetta. Þau lög voru samþykt og stjórnin byrjaði sitt endurskipunar starf samkvæmt lögum um Bank of Canada, um Marketing (sölur) um Farmers Indebtedness and Farm Loans (skuldafar bænda og búlán) og samkvæmt enn fleiri lögum. Lögin um sölur Eg drap á skuldirnar, þegar eg talaði um vanda búandi manna. Nú skal eg segja ykkur frá Sölulögunum. Það er alt annað en nýtt, að vandi fylgi því, að koma búsaf- urðum út. Hvað skyldu margir sléttubúar hlusta á mig, er muna þá daga, þegar bændur ekki reynt til að hefta framfarir með því brigsli, að persónulegt frelsi eða frjálsræði einstakra, væri skert og skaðað með þeim. Það sem gera þarf, er þetta: Að leita þess með lagi, hvað j kaupendum líkar bezt, þar næst' finna, með skynsamlegum til-1 raunum, bæði kaupenda og selj- anda í hag, hvernig þarfir kaup- j enda verði uppfyltar, á sem hentugastan og fullkomnastan | hátt. Með Ottawa samningunum náðum vér ítaki á Bretlandi og markaði svo góðum, að hvergi getur slíkan, fyrir reykt flesk, mjólkur afurðir, trjávið, tóbak og margan annan varning. — Þessa útlenda markaðar verður vel að gæta. Það verður að hafa nákvæmar gætur á, hve mikill varningur er þangað sendur og eins að vanda hann sem bezt. Allar okkar aðgerðir til vöru vöndunar, flokkun eftir gæðum og alt þess háttar, miða að því, að varan verði sem út- gengilegust og sem bezt við hæfi kaupandans. Ottawa samningarnir náðu brezkum markaði Meinið var að sala varnings gekk frumyrkja úr greipum, jeins og svo margt annað gagn, j og hvarf undir fáeina menn. — Sölum var stýrt frá einum stað og bóndinn misti tökin og öll ráð um þær. þeir sem stóðu í móti sölulögunum vildu ekki annað gera en segja bóndanum, að láta sölur afurðanna afskifta- lausar að öðru leyti en því, að flytja búsafu'rðir til næstu stöðvar. Ef verðið sem hann fær, er ekl^i að hans skapi, segja þeir honum að bíða með þolinmæði þangað til prísarnir skáni, og því minna sem hann hugsi um þá, því betra. Þeir brýna hann fluttu hveiti sitt til eins korn- byrgis eða elevators, af því, að til annars var ómögulegt að ná, og elevator félagið var alveg einrætt um, hve mikið eða ef til vill, réttara sag: lítið, það vildi borga, eða hvort það keypti hveitið, jafnvel. Þeir dagar eru liðnir. Ný öld er upp runnin með samtökum bænda. Þegar jarðyrkja var rekin til viðskifta gróða, óx vandinn að koma búsafurðum í verð, að sama skapi. Margar tilraunir hafa verið gerðar, til að leysa þann vanda. , Við vissum vel, þegar við setitum lögin um markaði eða afurða sölu, að það var flókið mál, sem við skár- umst þá í, og að reynslu þyrfti að njóta til framkvæmdar lag- anna og úrlausnar vandans. Lögin hafa nú verið í gildi um fjóra mánuði með þeim árangri, að undir þeirra áraburð hefir verið skotið þeim vörutegund- um, sem hér teljast: ávextir, til sölu utan lands og innan, og ýmislegur varningur úr ávöxt- um gerður, kál, tóbak, baunir, kartöflur, fiskur, trjáviður, þak- spónn, hænsni og egg, kvikfén- aður, til sölu utanlands og inn- an og mjólkurbúa afurðir alls- konar. Aðstoðar þeirra ráða, sem lögin setja, hefir leitað ver- ið úr öllum fylkjum þessa lands. Við kyntum okkur reynslu þessa lands og annara, áður en lögin voru sett, reynslunnar vit skal við hafa, til að beita þeim lögum og víkka verkasvæði þeirra. Staðlausar aðfinningar Vondri viðleitni hefir borið á í þessu landi, til að níða þessa ráðstöfun með því að hún hnekti persónulegu frelsi. Hver sem vill leggja á sig, að rann- saka það sem Söluráð Canada hefir afkastað og sömuleiðis hvað söluráð hvers staðar hefsr að, mun reyna hve ástæðulaus sú aðfinning er. Hafið hugfast, að tæplega hefir endurskipun nokkurn tíma fram farið svo, að þeir sem hafa hag af að rekja og troða forna troðninga, hafi til að framleiða, hvað sem prís- unum líður. Þeir segja, áð lög- in um birgðir og eftirspurn megi til að hafa sinn harða- gang, hvað sem hagsmunum ! framleiðandans líður. Er nú ekki eðlilegt, spyr eg, að bændur hafa tekið í sínar hendur, að ráða sölum svo að hann viti fyrirfram, hversu mik- ið hann geti selt af vöru sinni, á markaði, og hvemig sú vara skuli meðhöndlast, til þess hún sé sem útgengilegust. Stjórnarkúgun alls engin Ennfremur er reynt að telja bændur af, að nota sér þetta endurskipaða sölu tól (machin- ery), með því að segja þeim, að það sé gildra til að koma við stjórnar kúgun. Ekki er það rétt. því er ekki troðið upp á neina stétt. Og satt að segja hefir stjórnin ekki auglýst það, að nokkru ráði. Því að starfs- menn Söluráðsins og sá ráð- herra, sem fer með framkvæmd laganna, hafa haft svo mikið að gera, að sinna þeim sem leitað hafa aðstoðar þeirra til !að koma út vörum, að þeim hefir ekki gefist tóm tll, að skýra frumyrkjum þessa lands frá lögunum og framkvæmdum þeirra. Þvingun er ekki aðal atriði í þeim tillögum. Hún miðar um- fram alt til þess, að fá fram- leiðendur til að vinna saman Til þess eru hafðar fortölur. Þvijngun kann að koma til greina, gagnvart minnihluta í hópi framleiðenda einhverra vörutegunda. Ykkur mun reynast svo, að þeir sem tala mest um þing- réttindi eru fámæltir um rétt- indi minnihluta á þingum. Þeg- ar frumvarp hefir samþykt verið af báðum deildutn þingsins, þó ekki sé nema með eins atkvæðis meiri hluta, þá verður frum- varpið að lögum, sem hver borgari landsins er skyldur að hlýða. Á þá þingviljinn að lúta í lægra haldi fyrir smáum minni hlutum í framleiðenda hópum ! — jafnvel hve smár sem sá Þér sem notið— TIMBUR KAUPIÐ AF THE Empire Sash & Door CO., LTD. BirgBlr: Henry Ave. East Sími 95 551—95 552 Skrifstofa: Henry og Argyle VERÐ - GÆÐI - ÁNÆGJA minnihluti kann að vera? Sú röksemd sýnist ekki vera með miklu viti gerð. Ef frumyrkjar í þessu landi og einkum bændur, eiga að fara svo með sína vinnu, að þeim sé hagnaður að, þá má ekki svifta þá þeim réttindum, sem þeir eiga, ráðstafa sölu afurða sinna eftir því, sem þeim þykir bezt miða til að þjóna þeim stóru samfélögum, hverra góð- vilja þeir þurfa með. Kaupend- ur og notendur í þessu landi hafa ekki látið kvartanir til sín heyra. Nei, vinir, ekki hafa mótbárur og aðfinningar heyrzt frá þeim, heldur koma viðbárur gegn hinni nýju tilhögun frá þeim, sem kunna ekki að taka neinum breytingum og haga sér eftir nýjum viðhorfum. Það eru til hagsmuna samtök, sem tor- tryggja og hræðast samtök bænda, alveg eins og samtökin, á öldinni sem leið, óttuðust j verkamanna samtökin. Mín stjórn kom fram lögun- ! um um búsafurða sölur og það var okkar fyrsta átak til endurskipunar. Þau lög eru merkileg ekki aðeins vegna þess hve vel þau vinna að hagsmun- um margra manna, heldur líka af því þau styðja að þjóðfélags öryggi (security). Virðing og vald hinnar miklu bændastéttar þessa lands heimtar að þeir ráði meira um sölu og úthlutun af- urða sinna, heldur en áður. — Eitt sinn kallaði maður fram í fyrir Lloyd George og sagði: — Að þú skulir vera að þvæla þetta Lloyd George. Hann fað- ir þinn gekk hér á milli okkar og seldi kálhausa úr vagni, og hafði asna spentan fyrir. — Já, faðir minn er dáinn og kálhausarnir seldir og vagninn brotinn fyrir löngu, en eg sé að asninn stendur þarna ennþá, svaraði Lloyd George. SEALED TENDEKS addressed to the undersigned and endorsed “Tender for Dominion Public Building-, Winnipeg, Manitoba,” will be received at this office until 12 o’clock noon, Thursday, February 28, 1935, for the construc- tion of a Dominion Public Building at Winnipeg, Manitoba. Plans and specifications can be seen and forms of tender obtained at the offices of the Chief Architect, Department of Public Works, Ot- tawa, the Supervising Architect, 36 Adelaide Street East, Toronto, Ont., the Resident Architect, Post Office Building, Regina, Sask., and the Resident Architect, Customs Building, Winnipeg, Man. Blue prints can be obtained at the office of the Chief Architect, Depart- ment of Public Works, by depositing an accepted bank cheque for the sum of $100 payable to the order of the Minister of Public Works, which will be retumed if the intending bidder submit a regular bid. Tenders will not be considered un- less made on the forms supplied by the Department and in accordance with the conditions set forth therein. Each tender must be accompanied by an accepted cheque on a chartered bank in Canada, made payable to the order of the Minister of Public Works, for the sum of one hundred thousand dollar ($100,000), or Bearer Bonds of the Dominion of Canada, or of the Canadian National Railway Company and its constituent com- panies unconditionally guaranteed as to principal and interest by the Dom- inion of Canada of the value of one hundred thousand dollars ($100,000), will be accepted as security or the aforementioned bonds and certified cheque if required to make up the amount stated. The security cheque or bonds will be forfeited if the person or persons tendering refuse to enter into a con- tract when called upon to do so, or fail to complete the work contracted for. By order, N. DESJARDINS, Secretary. Department of Public Works, Ottawa, January 25, 1935.

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.