Heimskringla - 30.01.1935, Side 6

Heimskringla - 30.01.1935, Side 6
6. SlÐA. HEIMSKRINGLA WINNIPBG, 30. JANÚAR, 1935 I VÍKING Eftir R. Sabatini Þeir sóttu nú leiðina, og þar kom, að Sakr-el-Bahr vissi minna til alls annars en varmans af þeim líkama, sem hann bar á öxl- inni, og þó vissi hann varla- hvort þar af tendr- aðist í honum bruni ástar eða heiftar, svo órótt var honum innanbrjósts. Þeir komu til strandar, voru fluttir til skips, sem enginn hafði orðið var við og lögðu þegar til hafs í allgóðum byr. Um sólarupp- komu sá ekki meir af þeim, en sést hafði um sólarlag. Enginn kunni að segja, hvert þeir höfðu farið, frekar en hvaða leið þeir höfðu komið. Það var því líkast, sem þeir hefða dottið ofan úr skýjum, ofan á strönd Korn- bretalands, í myrkrinu þetta kveld, og ef ekki hefði manna ránið sagt til, þá máttu þeir, sem sáu þá> vel halda að sig hefði dreymt þá sjón. Sakr-el-Bahr lét búa um Rósamundu í lyft- ingu yfir skutþiljum en Lionel var skotið niður í búlka rúm og hlerar festir yfir; þar átti hann að dúsa og íhuga gjöld síns tilverknaðar, þar til bróðir hans segði til um afdrif hans, en þau hafði trúníðingurinn ekki ráðið með sér. Sjálfur lá hann á þiljum, undir beru lofti, og hugsaði margt. Eitt var það, sem Oth- manni hafði drepið á, hverjar viðtökur hann myndi fá, ef hann kæmi aftur við svo búið. Þó að honum lægi það í léttu rúmi, sá hann að mikill fagnaður yrði það óvinum sínum Alsír og ekki sízt konu Asads, hinni sikil- eysku, sem hataði hann því beizka hatri, sem á rætur í hinni frjóu mold öfundsýkinnar. Þetta mun hafa ýtt undir hann til að tefla í tvísýnu við hið mesta ofurefi. Þann sama morgun sást skip hásiglt, hollenzkt, mjög stórt, á heimsiglingu frá Austurindíum. Hann sigldi fyrir það, þó hann vissi vel, að víkingar hans voru alveg óavnir þeirri bar- daga aðferð, sem búast mátti við, og að vísu hefðu þeir varla, lagt að stórskipi því, ef annar hefði verið foringi þeirra. En stjarna Sakr-el-Bahrs var sú, sem aldrei vísaði til ann- ars en sigurs og svo fast trúðu þeir á hann. sjálfan atgeir Allah, hins eina goðs, að þeir létu það ekki standa fyrir sér, að þeir voru á óþektu skipi, sem valt á ýmsa hliðar í stórum sjó, og þeir voru alveg óvanir við. Lávarðurinn Henry segir langt og mikið af þessum bardaga, eftir lýsingu Jasper Leigh. En þess nægir að geta, að hann var ákafur og harður, og mjög mannskæður; stórskotum var lítt beitt, því að Sakr-el-Bahr þekti sína menn og lagði þegar að, feldi stafnljái á borðstokka og fór þá sem jafnan, að hepnin var með honum, hann hafði sigur, með því að hann var mikill fyrir sér og gaf forkunnar gott eftir- dæmi. Hann veitti fyrstur uppgöngu á hið hollenzka skip, allur brynjaður, með saxdð á lofti, en menn hans fylgdu honum sem fastast og öskruðu nafn hans og Allah, hvellum rómi. Það var venja hans, að ganga fyrstur í hverja orustu og sækja svo ákaflega, að liðs- menn hans hömuðust sem óðir væru, til þess að fylgja hans dæmi. Svo var nú, og þeir hollenzku sáu brátt, að þessi heiðni hópur var sem kroppur er hann lagði vitið til og sálina. Því sóttu þeir að honum sem snarpast, eins og þeibættu vísan sigurinn, ef þeir gætu felt hann. Það tókst þeim. Brynja hans stökk sundur fyri atgeirs höggi 0g í þá rauf var lagt spjóts oddi svo fast, að hann reiddi til falls, féll þá saxið úr hendi hans; en er hann tók niður höndum, varð fyrir honum öxi, hann greip öxina og spratt upp skjótt og ruddi braut fyrir sér að borðstokki; hann sneri baki við borðstokknum, hjó á báðar bendur og eggjaði ákaflega sína menn, en þeir knúðust fram við eggjan hans; var sú hríð mannskæð og mikið mannfall af hvorum hveggja, en stóð stutt. í þann mund, sem henni lauk, féll Sakr-el-Bahr, alblóðugur, í valinn. Víkingar báru hann á skip sitt, bjuggu honum hvílu miðskipa, þar sem minst bar á því, er skipið hjó, hryggir í huga. Lítils var sigurinn verður ,ef þeir skyldu láta foringja sinn. Læknir serkneskur bjó um sár hans, kvað þau mikil, en ekki svo hættuleg, að þau lokuðu með öllu vonarinnar hliðuln. Við það tóku víkingar aftur hughreysti sína. Ekki gat til þess komið, að garðsins gætir gripi svo skjótt aðra eins aldina prýði úr Allahs reit. Hinn miskunnsami hlaut að hlífast við Sakr-el-Bahr, til að auka og efla Islams ljóma. En Sakr-el-Bahr lá í hitasótt daga og nætur, með engu ráði, og raknaði ekki við, fyr en komið var að Njörvasundi. Þá fékk hann að vita af Othmanni, hvemig bardaganum lauk. Hann skýrði honum og frá, að Ali, með víkinga hóp, væri á hinu hollenzka skipi og hefði altaf stýrt því á eftir þeirra skipi, en stefnu þess hefði ráðið hundur mannguðsins frá Nazaret, sem nefndist Pasper Leigh. Hundrað voru fangamir að tölu, eða vel það, allir hraustlegir menn, vel geymdir undir hlerum, er seljast mundu góðu verði á torginu í Alsír; en lítils voru þeir verðir hjá farminum, sem var gull og silfur, perlur, raf, krydd og fílabein og annaö, sem síður dýrmætt var þá, dýrindis silki, svo skraútlegt, að slíkt hafði ekki fyr flutt verið um höfin. Þá þótti honum sem hann hefði rífleg manngjöld að færa fyrir þá sanntrúuðu Serki sem látið höfðu lífið. Fanganna ensku hafði Othmanni geymt og látið það lag haldast um gæzlu þeirra, sem Sakr-el-Bahr hafði sett í upphafi. Honum þótti þetta góð tíðindi. Eftir það sofnaði hann værum svefni og heilnæmum, en á þiljum bændu sig liðsmenn hans, færðu þakkir Allah, þeim sem miskúnar hinum vor- kunnsömu, goðinu eina, sem ræður dómsins degi, sem einn veit alt og þekkir alt. V. Kapítuli Ljón trúarinnar, hæstráðandi á sjó og iandi í Alsír, Ashad-ed-Din, var á gangi í ilm- andi garði hallar sinnar, í kveldsvalanum, en höllin stóð á hæð utanborgar; við hlið hans fetaði nettlega kona hans, sú er mestu réði í kvennabúri hans; Fenzileh hé't hún, fædd og uppalin í hvítmáluðu húsaþorpi á Sikiley; það þorp hafði hann rænt og borið meyna til skips, á sínum stóru og sterku örmum; síðan voru liðin átján ár. Hún var þá sextán vetra blómarós, af kotafólki komin, og gekk kveinstafalaust að faðmlögum síns svartleita lagsmanns. Hún var enn fríð sýnum og að vsíu fegurri en þegar hún fyrst kveikti girndarbruna í Asad hersi; þá var hann sveitarforingi í liði hins nafn- togaða Ali Pasha. Hún hafði mikið hár, svart, sumir lepparnir með jarpri slikju, hör- undið hvítt, álíka og gagnsæjar perlur, augun stór, ljósjörp, með dökkum glömpum af föld- um funa, varirnar í þykkara lagi og lostugar Hún var há og svo í vexti, sem Evrópumönn- um hefði þótt fyrirmynd, en heldur grönn fyrir smekk Austurlanda búa, fetaði við hlið bónda síns hægt og letilega, þó með mjúklegum þokka, og veifaði blöku og strútsfjöðrum. — Slæðulaus var hún, gekk oftar með bert andlit, en sæmilegt var; það var einn sá vægasti af þeim ósiðum vantrúaðra, sem hún hafði hald- ið, eftir trúar skiftin, en Múhameðs trú hlaut hún að taka, áður en Asad gerði hana að konú sinni, því að hann var hinn ramasti trúmaður og hélt ríkt foma siði. Hún reyndist honum svo, að slíka konu hefði hann áreiðanlega ekki fengið heima fyrir; hún lét sér ekki nægja, að hann léki sér við hana í tómstundum, heldur lét hún öll efni til sín taka, heimtaði og fékk trúnað hans og réði með honum öllum hlut- um, líka og kona landráðamanns í Evrópu mætti ráða fyrir sínum manni. Þetta lét hann sér vel líka, meðan fegurð hennar fór vaxandi og lagði hann í læðing, seinna meir, þegar hann vildi taka fyrir íhlutun hennar, var það úm seinan, hún hafði náð taumhaldi og Asad var engu betur staddur en margur krist- in eiginmaður, — en sú tilhögun var mikil smán og raun fyrir höfðingja af Húsi Spá- mannsins, hættuleg líka fyrir Fenzileh, því að ef Asad fyndist hann hafa of þungar búsifjar af henni, þá gat hann farið stutta leið og hæga, til að losna við þær. Ekki skuluð þið halda hana svo heimska, að hún hafi ekki séð það, — hún vissi vel af því, en hún hafði skap Sikileyinga, til hörku lagið og fífldirfsku; sá kjarkúr sem dugði henni til að grípa það taumhald, sem engin Muslim kona hafði þorað, knúði hana nú til að halda því, hversu mikill háski sem var því samfara. Ugglaus var hún nú, er hún fetaði aldin- garðinn ! svala sólarlagsins, undir aprikósu runnum, skrúðugum af hvítum blómum og rauðum, hávöxnum hríslum granatepla með eld raúðum blómstrum og innan um gullepla lunda, en þar glóði á ávöxtinn gulan sem gull, í dökkgrænu laufi. Hún hélt á því, sem hún var vön, að rægja Sakr-el-Bahr við herra sinn, knúð af öfundsýki móðurelskunnar, hversu háskalegt sem það var, því að hún vissi vel, hversu kæran Asad-ed-Din hafði þann herskáa trúníðing. Þar af stafaði hatur hennar til Sakr-el-Bahr, henni þótti það uppáhald skyggja á son þeirra Asads, og valda þeirri skoðun almennings, að trúníðingurinn ætti að taka æðstu völd, að Asad látnum. “Eg segi þér, að hann er þér ótrúr, ó, úppspretta lífs míns!” “Eg heyri hvað þú segir,” svaraði Asad önugur. “Og ef hlust þín væri miður vesöl, kona, þá hefðirðu heyrt hvað eg sagði, að orð þín vega ekkert á móti verkum hans. Orð geta verði gríma, til þess gerð að fela hugsan- ir, en verkin segja æfinlega satt til þeirra. Hafðu þetta hugfasit, ó Fenzileh,” “Hefi eg ekki hugfast hvert orð sem þú segir, ó spekinnar brunnur?” mælti hún og lét hann, sem oftar, í vafa um, hvort hún fór með smjaður eða háð. “Þá vitna eg til Allah, að þú skalt þegja og lofa þeim sömu verkum að tala.” Hana setti hljóða úm stundar sakir; svip- urinn á hans dramblegu ásjónu var ískyggi- legur og tónninn höstugur. Hann sneri við og mælti: “Við skulum koma. Bænar stundin fer að”, þar með stikaði hann áleiöis til hallarinn- ar, er skaut gulum veggjum upp úr garðsins græna og ilmsterka gróðri. Hann var hár vexti og holdgrannur, lítið eitt lotinn í herðum úndan þunga aldursár- anna, en hans erni líka andlit var enn hraust- legt og í augunum skaut upp glóðum, sem enn héldust frá æsku árunum. Hann strauk sitt síða skegg með annari hendi, er glóði af gulli og gimsteinum, hinni studdist hann við arm hennar, mjúkan og holdúgan, af gömlum vana, en ekkii af því að hann þyrfti þess, því að hann átti enn yfir fjöri og gröftum að ráða. Alt í einu tók lævirki að kvaka, hátt uppi í beiðlofti, og í garðinum fóru dúfur að kurra, líkt og þakkargerð fyrir svölun, er sólin var að hníga niður fyrir bakka veraldar og skugg- arnir lengdust. Þýðari en þessar raddir kom nú málrómur Fenzileh, flytjandi óholl orð, eitur vafið hunangi: “Ó, minn elskulegi herra, nú ertu mér gramúr. Vei mér! Aldrei má eg ráða þér ráðum, sjálfum þér til frama, eins og hjarta mitt segir til, nema eg taki óþokka þinn í staðinn.” “Lasta þú ekki þann, sem hjarta mitt elsk- ar,” svaraði hann stuttlega. “Það hefi eg sagt þér fulloft.” Hún hjúfraði sig upp að honum, og mælti til hans mjúkum rómi, líkt og dúfur kurra, þegar ástargáll er á þeim: “Og elska eg þig kannske ekki, ó herra sálar minnar? Finst nokkurt hjarta, í víðri veröld, tryggara þér en mitt? Er ekki þitt líf mitt líf? Hefi eg ekki varið mínum æfidögum til að fullkomna þína sælú? Og ætlarðu svo að láta reiðilega við mér, ef eg óttast um þig, fyrir aðvífandi og nýkomnum aðskotamanni?” “Óttast um mig?” kvað hann og hló kuldahlátur. “Hvað ættirðu að hræðast mín vegna, af hálfu Sakr-el-Bahrs?” “Það sem allir sanntrúaðir hljóta að hræðast af hálfu þess, sem er ekki sanntrú- aður, heldur lætur trúarlátum sér til hags- muna.” Asad Pasha nam staðar, snerist við henni og mælti snúðugt: “Rotni í þér tungan, þú lyga móðir!” “Eg er sem ryk undir fótum þínum, ó minn ljúfi lávarður, samt er eg ekki það sem þín gálausa reiði kallar mig.” “Gálaus?” kvað hann. “Ekki gálaus, heldur réttvís, er eð heyri þig níða svo þann sem Spámaðurinn verndar, sem er í sannleika atgeir Islams, reiddur að brjósti vantrúaðra, þann sem reiðir svipu Allah, goðsins eina, á hin frankisku svín! Hættu, segi eg. Nema þú viljir, að eg kveðji þig til að sanna það sem þú segir, að viðlagðri lygara refsingu, ef þér skyldi bregðast.” “Skyldi eg hræðast þá raun?” svaraði hún, djarflega. “Eg segi þér, ó Marzaks faðir, að eg yrði þeirri raun fegin. Eg skal ganga undir þá raun strax, ef þú vilt hlusta á það sem eg segi. Þú segist dæma eftir dáðúm, ekki orðum. Segðu mér þá, er það sanntrúuð- um líkt, að eyða fé á vantrúaða þræla og kaupa þá til þess að gefa þeim frelsi?” Asad fór leiðar sinnar þegjandi. Þann vana, sem Sakr-el-Bahr hafði haft áður, var ekki auðvelt að fyrirgefa; áhyggjur hafði hann haft af því og ekki fengið aðra úrlausn af uppáhaldi sínu, en þá' sem hann nú bar fyrir hann við Fenzileh: “Fyrir hvern þræl, sem hann leysti út, hertók hann ekki minna en itólf aðra.” Fenzileh svaraði þegar: “Víst svo, ella hefði hann verið krafinn reikningsskapur. Það var ekki annað en fyrirsláttur, til að villa sanntrúuðum sjónir. Þær þrælalaúsnir sanna að hann hélt trygð við það land, sem hann er ættaður frá. Er rúm fyrir annað eins í hjarta traustra lima á Spámannsins eilífa ættbálki? Veiztu til, að eg hafi nokkurntíma þráð strönd Sikileyjar, það- an sem þú namst mig með ofurafli þínu, eða hefi eg nokkru sinni beðið þið að hlífa vantrú- uðum frá þeirri ey, í öll þau ár, sem mér hefir gefist líf til að þjóna þér? Þær aðfarir sanna, segi eg, trygð hans við hans heimaland, og sú trygð og heimþrá getur ekki átt sér stað hjá þeim, sem slitið hefir vantrú upp með rótum úr hjarta sínu. Og nú þetta ferðalag hans um úthafið — til þess hættir hann skipi, sem hann tók frá höfúðóvini Trúarinnar, í þá hættu bar honum ekki að leggja því, heldur þér, því að í þínu nafni hertók hann það, og jafnframt hættir hann lífi tvö hundruð Sann- trúaðra. Til hvers? Til þess að flytja hann yfir hafið, kannske til þess að hann fái aftur að líta það vanhelga land, þar sem hann fædd- ist. Svo sagði Biskaine. Og hvað ef hann skyldi líða skipbrot á leiðinni?” “Það mundi þér, að minsta kosti, líka vel, þú uppspretta illviljans,” svaraði Asad óhýr- lega. “Kallaðu mig ljótum nöfnum, ó þú sól, sem vermir mig! Er eg ekki þín eign, sem þú mátt nota og ónotast við, rétt sem þér sýnist? Stráðu salti á það hjarta, sem þú særir; fyrst það er þín hönd, sem veldur undinni, skal eg aldrei kvarta. En taktu eftir — gættú að því sem eg segi, eða fyrst þér lítast orð létt- væg, þá gættu að hvað hann hefst að. Hafðu gætur á því, segi eg, eins og ást mín knýr mig til, jafnvel þó þú létir hýða mig eða h'f- láta, fyrir framhleypnina.” “Kvenmaður, þín tunga er lík klukku kólfi, þar sem fjandinn hamast í klukku strengnum. Hvað annað hefirðu fram að bera?” “Ekkert annað, úr því þú gerir ekki annað en hæðast að mér og sviftir ást þinni af þýi þínu, sem elskar þig.” “Lofaður sé Allah, þá,” mælti hann. — “Göngum nú til bæna.” En hann lofaði Allah of fljótt. Hún var öðru kvenfólki lík, þó hún segðist vera búin, þá var hún varla byrjúð. “Þú átt son, ó, Marzaks faðir.” “Svo er, ó, Marzaks móðir.” “Og sonur manns ætti að vera partur af sál hans. Samt er Marzak skotið aftur fyrir þennan útlenda uppskafning, samt skipar þessi nýkomni Nasrani (sá sem trúir á þann frá Nazaret) það rúm í hjarta þínu og við hlið þér, sem Marzak ætti að eiga.” “Gæti Marzak skipað það rúm?” spurði hann. “Gæti sé skegglausi unglingur ráðið fyrir hermönnum með sama hætti og Sakr-el- Bahr, eða beitt bjúgu saxi gegn óvinum Islam og eflt, á við Sakr-el-Bahr, Spámannsins Heilaga Lögmál og þess frægð, í heiminum?” “Ef Sakr-el-Bahr gerir svo, þá á hann það þér að þakka, ó herra minn. Sama gæti Mar- zak gert, þó ungur sé. Sakr-el-Bahr er það sem þú vilt vera láta og annað ekki.” “Þar skýzt þér, ó, ranginda móðir. Sakr- er-Bahr er það sem Allah befir gert hann. Hann er það sem Allah vill að hann sé. Ertu ekki búin að læra það, að Allah hefir fest forlög hvers og eins um háls hans?” Og þá roðaði dökkvan bláma loftsins af sólarsetri, og brá tali þeirra, er sótt var furðu djarflega og borið með einstakri þolinmæði. Hann hvatti sporið til húsagarðs að hallarbaki. Roðinn bliknaði eins fljótt og hann kom upp og myrkrið datt á, eins skyndilega og tjald félli. í húsagarði voru svartir þrælar á ferli, er þau komu þar, en Fenzileh snaraðist hjá þeim, hafði þá þunna slæðu af bláu silki, fyrir andlitinu, og hvarf í eitt af þeim hvelfdu hliðúm, sem lágu frá húsagarði til hýbýla hallarinnar; rétt í því gall við frá háum turni, ákall Mueddin (kallara), hvelt og með kvein- stafa tón: “La illaha, illa Allah!” Þræll kom með dúk og breiddi á jörðina, annar bar silfur- skál mikla, sá þiðji belti í hana vatni. Land- stjórinn laugaðist, sneri sér til Mecca og vott- aðj að Allah væri einn líknsamur, vorkunlát- ur og Drottinn dómsdags, en hróp kallaranna fór dunandi yfir borgina, frá einum turni til annars. En í þann mund sem Asad reis á fætur af bænum sínum, heyrðist úndirgangur og þar næst var barið að dyrum. Tyrkneskt einvala- lið, úr lífverði landstjórans, í víðum klæðum, kolsvörtum, fór til þeirrar hvelfingar í múm- um, þar sem hliðin voru, að gegna aðkomu- mönnum; en er þeir luku upp, glórði í litlar tírur á örsmáum leirlömpúm, fullum af sauða tólg, en lamparnir eða tólgarpípur þessar, voru í ljóskerum. Asad beið eftir vitneskju um aðkomumenn; af dyra hvelfingum og möskvuðum vindaugum hallarinnar, lagði birtu út í húsagarðinn, svo að hvítar tröppur og súlu'r glitruðu í þeim birtubrigðum. Nú gengu tólf spjótamenn frá Nubíu í garðinn og skipuðu sér á tvær hendur, en þeirra á milli steig fram maður serkneskur, hár og digur og prúðbúinn; það var vaseer eða hirðstjóri landstjórans, Tsamanni að nafni. Á eftir honum gekk maður, alvopnaður; brynja hans glitraði og glamraði lítið eitt, er hann gekk. Hirðstjórinn hneigði sig og heilsaði: “Friður og spámannsins blessun sé með þér, ó voldugi Asad!” “Og friður með þér, Tsamanni,” var svarið. “Hefirðu fréttir að segja?” Stórar fréttir og góðar, ó hæstvirtur! Sakr-el-Bahr er kominn.” Lofaður sé Hann!” hrópaði landstjórinn og hóf upp hendur sínar; allir fundu, að hann varð mjög feginn. í því bili heyrði hann létt fótatak að baki sér og leit við. Út á eitt dyrarið hallarinnar kom unglingur í gullsaumuðum kyrtli, mjög þokkalegur, og hneygði sig. En er hann kom i birtuna af ljóskerúnum sá í andlit honum, og að hann var furðulega hvítur á hörund og mjúkholda, líkt og kvenmaður. Asad gretti sig og glotti í kampinn, þóttist vita að móðir hans, sem alt vildi vita, hefði sent hann á hnotskóg, að njósna um aðkomumenn og þeirra tíðindi. “Þú heyrðir tíðindin, Marzak,” sagði hann. “Sakr-iel-Bahr er kominn aftur.” Pilturinn var liðugur að tala um hug sér: “Með sigri, vona eg.”

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.