Heimskringla - 30.01.1935, Síða 7

Heimskringla - 30.01.1935, Síða 7
WINNIPEG, 30. JANÚAR, 1935 HEIMSKRINGLA 7. SÍÐA. Á fslenzk tunga og þjóðerni að hverfa? Frh. frá 3. bls. orði<5 er fullorðið, sækir kirkjur mjög lítið, það hefir aðrar að sækja, þar er hljóðfærasláttur og söngur líka, það hefir á- hrif á fæturnar, minna á höfuð- ið. Og horfa inn í danlssal og svo inn í kirkju, er maður ekki lengi að sannfærast um hvort hefir meiri aðsókn. Og mann næstum furðar á að prestar skuli ekki verða leiðir og fá ímugust á sínu eigin em- bætti, þegar áhuginn fyrir mál- efninu sem þeir flytja er ekki meiri en raun er á. En þolinmæði og umburðar- lyndi fylgja víst kölluninni. — Og fyrir þessa afar bágbomu kirkjusókn hafa prestar reyni að hafa enskar mes&ur, líklega til að vita hvort ekki væri hægt að laða unga fólkið þangað, en hefir víst haft lítinn árangur. En þaö er óbeinlínis ein aðferð til að binda íslenzkunni helskó hér vestan hafs. Sem sagt, þær einu samkom- ur, þó næsta óskildar, sem sótt- ar em af kappi og forsjá, eru, dansleikir, jarðarfarir og jóla- tré. Þá er sunnudagsskólinn. — Hann gæti átt drjúgan skerf til undirstöðu fyrir íslenzku kenslu barna og unglinga ef almennur áhugi þeirra eldri og þeirra sem kenslustörf hafa með höndum, væri eindreginn í þá átt, en eg er hræddur um að hann sé orð- inn æði en^ku skotinn, og sum- ir kennarar við skólana ungl- ingar, sem ekki kunna íslenzku nema þá aðeins að tala hana. Það hefir verið mikið ritað og rætt um séra Jóns Bjamasonar skóla af ýmsum mönnum norð- an línunnar. Hvað mikill og góður bjargvættur hann sé og geti verið íslenzkri tungu og þjóðerni. Með honum standi og falli íslenzk tunga og vestur íslenzkt þjóðlíf, undir honum sé algerlega komin framtíð ís- lenzkunnar og íslenzkra bók- menta með Vestur-íslendingum; þetta má vel vera rétt álitið en mér finst skóli sá hvorki “fugl eða fiskur” og ánalega ósam- stæður rekur maður sig stund- ! Ji MAIL THIS COUPON TO-DAY! To tKe Socretary : Dominbn Business ColUge Winnipeg. Marutoba WitKout obligation. please send me fuil particulan of your courses on‘'StBeamlm«” busness training. N,m. Addraa* S'AeDominion BUSINES^ COLLEGE O-J THt um á í sambandi við þennan Jörmunelfda íslenzka skóla sem kendur er við séra Jón Bjarna- son. Til dæmis, í fyrra kom mikils metinn maður frá Winnipeg hér suður og sýndi myndir frá ís- landi og löndum í norðurálfunni. Hann hafði einnig íslenzkar hljómplötur sem hann lék á hljómvél. Samkoman fór vel fram og allir virtust skemta sér dável, hann endaði svo sam- komuna með háværri og stór- yrtri ræðu, áminningu um að halda við íslenzku máli og þjóðerni hve afar mikill ábyrgð- ar hluti það væri fyiúr þjóðar- brot hér vetsan hafs að láta séra J. B. skóia hætta sínu á- gæta og mikilsverða starfi sak- ir fjárskorts. Alt sem íslenzkt væri, væri sér og æt/ti að vera öllum sönnum íslendingum eina lífið — hann er víst sérlega góður íslendingur. — Jóns Bjarnasonar skóli væri sá eini og alls eini máttarstólpi sem ís- lenzk tunga hvíldi á, án hans væri bráður bani búinn íslenzk- um bókmentum og íslenzku þjóðerni þjóðarbrotsins vestan hafs. Svo endaði hann ræðuna með beiðni um fjáraðstoð fyrir J. B. skóla. Með honum var dóttir hans, ung og lagleg stúlka á að giska ] 17—19 ára gömul, sem aðstoð- aði hann við myndasýninguna og hljómplöturnar, og þegar ! hann ávarpaði hana þá var það ávalt á ensku. “Hvaðan kennir þef þennan.” Einkennilegt af manni sem ] ann íslenzku máli, íslenzkum bókmentum, og í einu orði sagt { öllu sem íslenzkt er, að mæla á j enska tungu við sitt eigið barn. Getur maður með góðri sam- vizku varið sig þeirri syndsam- legu hugsun að þarna liggi nú máske fiskur undir steini í sam- ! bandi við Jóns Bjarnasonar j skóla, eða þá hvort hugur fylgi ! máli? Annars atviks minnist eg, það var fyrir mörgum árum, eg held um 1913. Þá var einn mikils virtur maður á Moun- tain, nýkominn af kirkjuþingi. Hafði verið kosinn erindireki (og var um eitt skeið féhirðir Fyrsta lútherska kirkjufélags- ins). Þá hættir þeim sumum við að vera æði bringubreiðir og finna til sín, finnast þeir hafi barist hinni góðu baráttu trú- arinnar og bundið djöfulinn í það minsta um óákveðinn tíma. Hann spurði mig hvað eg héldi að hefði komið mikið inn í samskotum á þessu nýaf- staðna kirkjuþingi fyrir Jóns Bjarnasonar skóla, auðvitað í loforðum — og amerískum vindi í baksegl. — Sjálfur sagðist hann hafa gef- ið eða “lofað” $600.00. Eg sagði í hjartans einlægni að mér væri ómögulegt að gizka á hvað ís- lendingar væru vitlausir. Hann sagði að í það heila hefðu kom- ið inn um $6,000.00. Mér varð það eitt að orði að hann mundi að sjálfsögðu láta sín börn ganga á þennan fyrir- myndar skóla? “Mín börn”, hrópaði hann, “nei, þau vilja ekki sjá eða heyra íslenzka bók.” En hvað eigum við þá að gera með íslenzkan skóla ef allir ís- lenzkir unglingar hafa sömu skoðun og þín börn? Hann hefir ekki svarað spurningunni; og er ekki líklegt eftir þetta. Séra Jóns Bjarnasonar skóli, blessi minningu hans. Nú sem stendur eigum við engin skáld, sem nokkuð kveð- ur að hér vestra. í það minsta engin stórskáld, og ekki líklegt að þau rísi úr rústum íslenzka þjóðarbrotsins vestan hafs, og þeim fer óðum fækkandi, sem best og drengilegast hafa barist í þarfir þjóðar og tungu, og þar til vil eg nefna skáldið og vit- manninn St. G. Stephansson, Þorskabít, séra Jónas A. Sig- urðsson. Þeir eru okkur horfn- ir og ekki miklar líkur til að þau skörð fyllist. Þ. Þ. Þor- steinsson farinn heim til ís- lands. Að vísu eigum vér enn einn sem með óþreytandi elju og drengilegrí ástundun hefir lagt fram óskifta krafta til íslenzks þjóðernis, og það er dr. Rögnv. Pétursson, og vonandi að hon- um endist aldur til að starfa mikið og margt í þarfir þjóðar ! og tungu. Þá má ekki gleyma góðskáld- inu dr. Sig. Júl. Jóhannessyni. Hann hefir lagt fram margt á- gætt verk til íslenzkra bók- menta, engin hefir ritað af ann- ari eins alúð fyrir unglinga og börn, og alt á þessi indæla ljúfl- ings máli, og fagrar hugsanir sem hann á einn. Jæja, Vestur-íslendingar! — Eigum við að glata ástkæra yl- ríka málinu, sem Snorri og! Egill mæltu á, málinu sem1 Hallgrímur, Jónas, Matthías og Þorsteinn kváðu á. Eigum við að láta íslenzkt þjóðerni verða “glerbrot á mannfélags haug” vestrænnar samsteypu menn- ingar, eða eigum við að halda í horfið af öilum lífs og sálar kröftum fyrir þjóðemi og tungu? Og þá hvernig? Með því að gera samband Vestur- og Austur-ifslendinga ennþá öflugra, hafa manna- skifti? Að ungir og hraustir menn fari heim til íslands og dvelji þar um lengri eða skemmri tíma, og kynnist eftir beztu föngum landi og þjóð. | Og aftur á hinn bóginn, að [ ungir og mentaðir menn komi að heiman og taki af heilum hug þátt í og verði kunnugir þjóðernisstarfi Vestur-íslend- inga. “Og þá mun þjóðlíf dafna hjá þessum unga lýð”. Þetta er orðið lengra en eg ætlaði í fyrstu og eg vildi óska að einhverjir mér ritfærari menn vildu ræða þetta mál með og mót í blöðunum. Það nær til allra sem af íslenzku bergi eru brotnir, og ætti að vera öllum frjálst að láta í ijós skoðanir sínar. Að endingu þakka eg þeim sem kynnu að lesa þessa, að mörgu leyti, ófullkomnu rit- gerð, fyrir tímatöfina og þolin- mæðina. Og svo í nafni allra sem íslenzku máli unna, enda eg með hinum aðdáanlegu vís- um skáldsins Einars Benedikts- sonar. Eg ann þínum mætti í orði þungu eg ann þínum leik í hálfum svörum grætandi mál á grátins tungu gleðimál í ljúfum kjörum. Eg elska þig málið undurfríða og undrandi krýp að lindum þínum. Eg hlýði á óminn bitra blíða brimhljóð af sálaröldum mínum. Og við ættum að hugsa okkur um áður en við seljum af hendi það fegursta og dýrasta mál, sem móðir hefir kent barni og drottinn hefir gefið nokkurri þjóð. J. B. Holm Aths. Hkr.: Heimskringlu virðist ekki á- stæða til að birta ekki grein þessa, enda þótt hún sé ýmsum atriðum í henni ósammála, eins og t. d. því, að J. B. skóla verði haldið við án fjárhagsaðstoðar frá almenningi. Allar íslenzkar stofnanir hér þurfa á stuðningi íslendinga að halda í orði og — verki. Og satt bezt sagt, er það sú aðstoð sem skortir hér þó við það sé ekki eins fúslega kann- ast og hitt, að leiðtogunum sé ábótavant. Annars veitir Hkr. umræðum um mál það sem hér er minst á fúslega móttöku. Kennarinn: Því biðjum vér um vort daglega brauð, enn ekki um það vikulega, eða mán- aðarlega? Stfna: Af því við viljum fá það ferskt á hverjum degi. FRÁ ISLANDI UNGUR RITHÖFUNDUR Fyrir nokkrum dögum kom út bók, sem vel er þess verð, að henni sé verulegur gaumur gef- inn. Hún heitir Við Álftavatn, ] efni hennar er barnasögur, og | höfundurinn heitir Ólafur Jó- hann Sigurðsson. Tvent er merkilegt um bókina, annað það, að hún er látlaust, fjör- lega og vel skrifuð, en hitt, að böfundurinn var aðeins nýorð-1 inn 16 ára, er bókin kom út, en skrifaði hana 15 ára gamall. Er það, að eg hygg, yngsti höf- undur, sem fengið hefir gefna j út heila bók hér á landi. Bæta má því við, að bókina hefir hann fengið gefna út aðeins vegna hennar eigin verðleiks, því að drengurinn kom handriti sínu á framfæri einn og ókunn- ugur, hjá vandlátum útgefanda, Ólafi Erlingssyni. Hefir Ó. E. gert bókina myndarlega úr garði, að ytra frágangi. Sögurnar í bók þessari gerast flestar “við Álftavatn” í Árnes- sýslu, en höf. er alinn upp þar á vatnsbakkanum, á Torfastöð- um í Grafningi. Er þarna sagt frá ýmsum atvikum úr bernsku hans, og hefir höf. þegar furðu'- legt vald á máli, frásögn og lýsingum, þótt ungur sé, svo að bók hans er í fremstu röð ís- lenzkra bamabóka, auk þess sem hún hlýtur að standa börn- um miklu nær en ýmislegt. sem gefið er út handa þeim og þeir menn skrifa, sem fjarlægari eru börnum og bernsku en þessi höfundur. Eg hefi notið þeirrar ánægju, að kynna&t hinum unga rithöf- undi, og vegna þeirra kynna finst mér eg geti ekki látið hjá líða að vekja athygli á honum, um leið og fyrsta bókin hans kemur út. Því að hvort sem lionum tekst að verða stór og mikill rithöfundur eða ekki, þá er það nokkuð sem víst er, að hér er ekkert hversdagsbarit á ferðinni. Ólafur á Torfastöðum sat ekki auðum höndum í fyrra- vetur. Hann var hér í borginni tíma úr vetrinum og skrifaði þá bókina, sem nú er komin út. En auk þess skrifaði hann langa skáldsögu', um 400 skrifaðar kvartsíður, eitthvað af smásög- um og ritgerðum og orti nokkra tugi af kvæðum. Og nú í sum- ar hefir hann ort heila syrpu af kvæðum við orfið sitt austur í Grafningi. Sjálfsagt er þetta ekki alt skáldskapur, sem ekki er von. Það er æfing og tamn- ing óráðinna og viltra hæfileika. En í þessu ritstarfi öllu kemur fram svo mikið áræði, dugnað- ur og trú á köllun, að það er vert fylstu athygli og virðingar. Hvað verður svo úr þeim hæfileikum og þeim þrótti, sem þarna er að gera vart við sig og krafjast þroska og ræktunar? Ólafur á Torfastöðum er sonur fátæks bónda, sem berst í bökk- um með daglegar nauðsynjar og getur ekki hjálpað drengnum til menta, þó að hann hafi á því fullan vilja. Þjóðfélagið kaupir ekki köttinn í sekknum, þegar um er að ræða unga hæfileika. Það kýs heldur, að láta gáfurn- ar kala úti, en að eiga á hættu að hlúa að gróðri, sem ekki þroskast eins og vonir stóðu til. Stundum hafa áhugasamir ein- staklingar hlaupið undir bagga hæfileikaríkra æskumanna og hjálpað þeim til menta. Ef ein- hver með slíkan áhuga til fram- dráttar góðum hæfileikum, og afl þeirra hluta sem gera skal, með höndum, les línur þessar, væri hann vís til að athuga, hvort ekki væri rétt að reyna að gera stóran rithöfund úr hin- um unga höfundi bókarinnar “Við Álftavatn”. —Nýja Dagbl. 1. nóv. 1934. Jón — Eg fæddist sama ár og Björnstjerne Björnson dó. Árni — Sjaldan er ein báran stök. NAFNSPJÖLD Dr. M. B. Halldorson 401 Boyd Bldg. Skrifstofusími: 23 674 Stundar sérstaklega lungnasjúk- dóma. Er að finni á skrifatofu kl. 10—12 f. h. og 2—6 e. ,h. Heimili: 46 Alloway Ave. Talsími: 33 158 G. S. THORVALDSON B.A., LL.B. Lögfrœðingur 702 Confederation Life Bldg. Talsími 97 024 ------------:! Dr. J. Stefansson 216 MEDICAL ARTS BLDG. Hornl Kennedy og Graham Stundar eingöngu augna-eyrna- nef- og kverka-sjúkdóma Er að hitta frá kl. 2.30—5.30 e. h. Talsími: 26 688 Heimili: 638 McMillan Ave. 42 691 W. J. LINDAL, K.C. BJÖRN STEFÁNSSON ISLENZKIR LÖGFRÆÐINGAR á öðru gólfi 325 Main Street Talsimi: 97 621 Hafa einnig skrifstofur að Lundar og Gimli og eru þar að hitta, fyrsta miðvikudag 1 hverjum mánuði. Rovatzos Floral Shop 206 Notre Darae Ave. Phone 94 954 Fresh Cut Flowers Daily Piants in Season We specialize in Wedding & Concert Bouquets & Funeral Desig'ns Icelandic spoken Dr. S. J. Johannesson 218 Sherbum Street Talsími 80 877 Viðtalstimi kl. 3—5 e. h. Office Phone Res. Phone 87 293 72 409 Dr. L. A. Sigurdson 109 MEDICAL ARTS BUILDING Office Hours: 12-1 4 P.M. - 6 P.M. AND BY APPOINTMENT THE WATCH SHOP Thorlakson Baldwin Diamonds and Wedding Rings Agents for Bulova Watches Marriage Licenses Issued 699 Sargent Ave. VIKING BILLIARDS og HárskurOar stofa 696 SARGENT AVE. Knattstoía, tóbak, vindlar og vindlingar. Staðurinn, þar sem Islendingar skemta sér. J. J. Swanson & Co. Ltd. REALTORS Rental, Insurance and Financial Agents Simi: 94 221 600 PARIS BLDG.—Winnipeg M. HJALTASON, M.D. ALMENNAR LÆKNINGAR Sérgrein: Taugasjúkdómar Lætur úti meðöl í viðlögum Slmi: 36155 682 Garfield St. A. S. BARDAL selur líkkistur og annast um útfar- ir. Allur útbúnaður sá besti. _ Ennfremur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina. 843 SHERBROOKE ST. Phone: 86 607 WINNIPEG RAGNAR H. RAGNAR Píanisti oa kennari Kenslustofa: 683 Beverley St. Phone 89 502 MARGARET DALMAN TEACHER OF PIANO 854 BANNING ST. Phone: 26 420 Dr. A. V. JOHNSON ISLENZKUR TANNLÆKNIR 212 Curry Bldg., Winnipeg Gegnt pósthúslnu Sími: 96 210 Heimilis: 33 328 Jacob F. Bjarnasön —TRANSFER— Baggage and Furniture Moving 762 VICTOR ST. SlMI: 24 500 Annast allskonar flutninga fram og aítur um bæinn. Svanhvít Jóhannesson, LL.B. Islenzkur “lögmaOur" Vlðtalssitfa: 609 McArthur Bldg. Portage Ave. (I skri&tofum McMurray & Greschuk) Simi 95 030 Helmili: 218 Sherburn St. Sími 30 877 J. T. THORSON, K.C. fslenskur lögfrœOingur Skriístofa: 801 GREAT WEST PERMANENT BUILDING Síml: 92 755 MAKE YOUR PLEASANT LUNCH HOUR DATES AT The jfHarlborougf) ^otel A Service to Suit Everyone LADIES MEZZANINE FLOOH 11.30 to 2.30 Special Luncheon 35c BUSINESS MEN CLUB LUNCHEON—11.45 to 2.30 50c and 75c also a la carte COFFEE ROOM (Men & Women) SPECIAL LUNCH, 12-8......40c SPECIAL DINNEB, 6 to 8....50c Það var miðdagSverðu og gestir voru komnir. Jón litli hrópar: Dr. K. J. AUSTMANN Wynyard —Sask. Talsimi: 28 889 Dr. J. G. SNIDAL TANMLÆKNIR 614 Somerset Block Portage Avenue WXNNIPEG “Ó, manna, það er hár í súp- unni minni.” “Hvaða vitleysa. Það er bara sprunga á disknum.” Litlu seinna: “Ó, mamma, mamma eg get fært til sprunguna með gafflin- um mínum.” Dr. A. B. Ingimundson TANNLÆKNIR 602 MEDICAL ARTS BLDG. Síml: 22 396 Helmllis: 46 054 »

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.