Heimskringla - 13.02.1935, Qupperneq 1
XLIX. ÁRGANGUR
WINNIPBG, MIÐVEKUDAGINN, 13. FEB., 1935
NUMER 20.
færst mikið í aukana og skattar
lækkað í einstöku sveitum. Þó
breytingin sé enn ekki stórkost-
leg, sé útlitið samt bjartara en
undanfarin ár.
FREGNSAFN
MAGNÚS BÆJARSKRIFARI
PÉTURSSON DÁINN
Á mánudagskvöldið barst bæj-
arráðinu í Winnipeg skeyti um
það frá Los Angeles, að Magnús
bæjarskrifari Peterson væri dá-
inn.
Magnús var Íslendingur.
fæddur 11. júlí 1883 í Winnipeg,
en bvaðan af íslandi foreldrar
hans voru, er þeim er þetta rit-
ar ekki kunnugt. Magnús bjrrj-
aði starf sitt hjá bænum 15 ára
gamall og frá 1905 til 1926
vann hann á skrifstofu bæjar-
skrifara og var önnur hönd
Charles Brown, er þá var bæj-
arskrifari, síðari árin. Þegar
Brown lézt, tók hann við skrif-
arastarfinu, enda hafði hann þá
haft það með höndum um skeið.
Fyrir nokkrum vikum kendi
hann innvortissjúkleika og fór
til Los Angeles til þess að leita
sér heilsubótar. Var kona hans
og fjögur börn við sjúkrabeðinn,
er hann lézt s. 1. mánudag.
Magnús Pétursson var lipur-
menni í allri framkomu og naut
vinsældar og virðingar hjá öll-
um er kyntust honum. Líkið
verður sennilega að því er blöð
hér herma flutt til Winnipeg.
RÓSA HERMANSON
KEMUR VESTUR
Heimskringlu hafa borist
fregnir um það, að ungfrú Rósu
Hermanson væri von til Winni-
peg um miðjan marzmánuð. —
Hún hefir um nokkur ár dvalið
í borginni Toronto og hefir lagt
stund á söng. Hélt hún þar
söngsamkomu nýlega, við góð-
an orðstír. Hefir hún í huga
að syngja hér vestra í Winnipeg
og ef til vill víðar, þær tvær eða
þrjár vikur, sem hún dvelur hér.
Fullyrða má, að íslendinga fýsi
að hlýða á söng hennar. Mun
hún vera fyrsta íslenzka söng-
kona hér vestra, er til sjálf-
stæðrar söngskemtunar efnir.
Verður nánar frá þessu sagt
áður langt um líður. En söng-
konunni er óhætt að flytja þá
frétt, að hún verður velkomin
boðin vestur af íslendingum.
MANITOBA-ÞINGIÐ
Fylkisþing Manitoba kom
saman í gær. í hásætisræð-
unni, sem lesin var af fylkis-
stjóranum nýja, Hon. W. J.
Tupper, er velþóknun lýst á á-
formum sambandsstjórnar í að
gera tilraunir með að koma í
veg fyrir skaða þann er af þurk-
um leiðir, og sem alvarlegu upp-
skeru tjóni veldur hér árlega.
Ennfremur er gert ráð fyrir að
eiga samvinnu við Bennett-
stjórnina um öll hennar endur-
bótamál. Er gert ráð fyrir
nokkrum lagabreytingum, en
engu sem nýmælum sætir.
Upprof nokkurt álítur stjórn-
in það bera vott um að atvinnu
hafi fleiri en síðast liðið ár, við-
skifti hafi fremur teflst, verð
bændavöru hækkað, námaiðja
J. H. Stitt, sambandsþing-
maöur fyrir Selkirk-kjördæmi
komst svo að orði í ræðu er
hann flutti í þinginu í gær, að
það yrði hans síðasta ræða
þar. Hefir sú ályktun verið
dregin af því að hann sæki ekki
um þingmensku, enda talið lík-
legt, að hann fái stjómarstöðu
eystra. Fjölskylda hans flutti
til Ottawa fyrir nokkru. Hann
var áður en hann byrjaði lög-
fræðisstarf starfsmaður í einni
stjórnardeildinn (civil service
commission) og verður það að
líkindum aftur.
* * *
Á bæjarráðsfundi í Winnipeg
s. 1. mánudag var ákveðið, að
bæjarráðsmenn létu í ljósi sökn-
uð sinn út af láti Magnúsar Pét-
urson með því, að rísa úr sæt-
um sínum. Stóðu allir fulltrú-
arnir á fætur og allir er á á-
horfendapöllunum voru þó ekki
væru til þess kvaddir — nema
einn bæjarráðsmaður, kommún-
istinn Mr. Penner. Þegar Flye
bæjarráðsmaður benti á það,
að sér þætti undarlegt, að einn
fulltrúinn skærist úr leik, svar-
aði Penner, að hann hefði enga
sök á hendur hinum látna, en
svona samhygð væri sjaldnast
sýnd nema heldri mönnum og
því væri hann ekki með þessu.
Forkin bæjarráðsmaður, sem
einnig er kommúnisti stóð á
fætur sem aðrir.
* * *
Formaður Heimsýningarinnar
í Chicago, hefir stefnt Dionne-
hjónunum, foreldrum fimmbur-
anna frægu fyrir samningrof.
Kveðst hann hafa gert samning
við hjónin um að fimmburarnir
yrðu sýndir á sýningunni, en
það var ekki efnt, eflaust vegna
þess, að læknar hafa ekki á-
litið það ráðlegt. Skaðabæturn-
ar sem heimtaðar eru, nema
einni miljón dollara. Nokkrum
öðrum en hjónunum er stefnt,
svo sem dr. Dafoe, nokkrum
stjórnarráðsmönnum Ontario-
fylkis og ennfremur tveimur
eða þremur blöðum í Chicago.
Dionne-hjónin eru nú á
sbemtiför í Chicago. Hafa þau
sýnt sig þar á leikhúsum fyrir '
ærið fé og skemta sér hið bezta.
* * *
í Banadríkjunum tíðkast hin !
breiðu spjótin í sambandi við j
skipun opinberra embætta. 1
blaðinu Minneota Mascot dag-
settu 8. febrúar, segir frá því
að Olson ríkisstjóri hafi nýlega I
skipað George F. Gage í stöðu
þá, er Gunnar B. Björnsson í
Minneota hafði í skattanefnd
Minneota (Minneota Tax Com-
mission). Mr. Björnsson var
ekki af sama pólitízka. sauða
húsi og ríkisstjórinn.
Sveinn og Ný-Island
(Flutt í Riverton 21. jan. 1935)
Sæl er sólskins stundin
sveit í vetrar hjúp;
hlýjust manntaks mundin;
mildust sálar djúp.
Þýðir enduróma
ofið fjelagsband
gleðisöngvar sóma:
Sveinn og Ný-ísland.
Góða málið geymi
Göfgra drengja nöfn;
blessi hugar heimi
helguð erfða söfn.
Áhrif okkar daga
enginn spyr í strand,
meðan syngur Saga:
Sveinn og Ný-ísland.
J. P. S.
Þá voru hér framkvæmda-
samir menn — Guðmundur
minn Hannesson kallar þá
bjargvætti lands og þjóðar. —
Þeir höfðu bygt verkstæðin og
gáfu vinnu. Það gekk alt eins
og í sögu. Náttúran rétiti fram
gjöfular hendur, viljugir verka-
menn fiengu nokkurnvegin í sig
og á, gátu enda bygt sér svo-
Tveir flokkar keptu um völd-
in og “virðinguna!” Jafnvel
nöfnin ieru úrelt og undarlegt
að engin skuli hafa haft hug-
kvæmd til að breyta þeim. Jæja.
við köllum þá “Republicans” og
“Democrata”. Mismunur þeirra
er aðallega sá að annar er við
völdin en hinn vill komast til
valda. Jú, eitthvað verða þeir
lítinn kofa og húsbóndinn i samt að tala um við kosningar.
ið kom með sólskin og gróðar-
regn. Alt spratt og hagstætt
sumar gaf góða nýting. Þá var
haust ekki amalegt. Eilíft sól-
skin með mátulega miklu regn-
falli svo hagar héldust. En það
er eitt af því örfáa, sem, með
nokkurri sanngirni má finna að
veðráttunni hér að jörðin
skrælnar stundum í hita og
þurka sumrum.
Það var ekki fyr en á sjálfan
jóladaginn, seinasta, sem vet-
urinn gerði vart við sig, þá var
ein sú svartasta hríð sem eg
hefi séð við hafið — Kyrrahafið.
En nafnið minnir mig nú aftur
á þá staðreynd að það er ekki
altaf logn við Kyrrahafið. í
september í haust rauk hann,
einn sunnudag, upp með þvílíkt
afspyrnu rok að hús skemdust,
bátar brotnuðu og tré skógar-
ins riðuðu til falls í fárviðrinu.
Fremur lítinn skaða gerði þó
þetta stórviðri hér í Blairne.
Atvinnumál og
verzlunar hagir
Þótt veðráttan væri svona
elskuleg áttu þó ýmsir, og enda
flestir við erfið kjör að búa.
Veldur því kreppan vitaskuld en
það öngþveiti skapast af ótal i að syndga.
öfug-snúðum á mannlífs fram-
vindunni. Hér er nú eiginlega
um enga atvinnu að gera þótt
eitthvað kynni að rakna fram
úr annarstaðar.
Hér í Blaine voru einu sinni
starfræktar tvær sögunarmillur,
fjögur þakspónaverkstæði og
sjö niðursuðuhús (Laxa niður-
suða). Þá var nú fjör við fjörð-
inn meðan náunginn drekti
sorgum sínum í sjö veitinga
krám eða svalaði sínu synduga
eðli í tveimur öðrum gleðihús-
um er hleyptu þurfandi ein-
hleypingum inn um bakdyrnar
frá náttmálum til dagrenning-
ar. En svo voru líka ellefu
kirkjur, þar á staðnum, ier buðu
iðrandi öndum inn um ellefu
mismunandi hjálpræðishlið, svo
það var svo sem óþarfi að fara
til andskotans. Nú er ekkert
eftir nema guðshúsin. Þau
hanga ómáluð og af sér gengin
eins og áfloga hjú sem hús-
bóndinn er búinn að gleyrna.
Margir telja þessar hjálpræðis-
stofnanir óþarflega margar
enda ier sáluhjálpin ekki eins
lífsnauðsynleg í þessum endem-
is peninga vandræðum, því als-
lausum mönnum veitist erfitt
FRÉTTIR FRÁ BLAINE
Um veðráttuna
Það mun bezt að byrja á tíð-
arfarinu því veðráttan snertir J
hag vorn á ýmsa vegu. Frá
nýári í fyrra héldust stöðug
blíðviðri svo manni gat auð-
veldlega gleymst að ennþá væri
vetur, eftir almanakinu.
Tók jörð að gróa í febrúar
en blóm spruttu á aldin-tján-
um óvenju snemma, urðu menn
enda skelkaðir við þvílík gæði.
Á því stigi þola ávaxtartrén ekk-
ert frost svo andgustur norður-
hjarans getur eyðilagt allar
uppskeru vonir á einni nóttu.
En veðurblíðan varaði og vor-
ln Appreciation of
Magnus Peterson, Late City Clerk
Nothing outside the loss of immediate members of
my own family has caused me the heartfelt grief as the
passing to the great beyond of my beloved Chief,
Magnus Peterson. I have been in daily association with
him for nearly twenty-nine years and during these
three decades I have never had a material cross word
with him. His handclasp when I bid him au revoir on
the 8th of January and a healthful return was a clasp.
that, to me at least, spoke volumes and I sincerely
prayed that the author of all our beings would return
him to us rejuvenated in health and able to render
service to the citizens of Winnipeg as he has done dur-
ing his thirty-seven years of public service. There is no
person to my knowledge who possessed more of the
qualities of our Great Teacher than Magnus Peterson
and I speak from a personal knowledge of his actions.
His ability was unquestioned and personally I do not
know of any man more revered and respested by those
with whom he came in contact than Mr. Peterson. It is
said that the show must go on._ That is true, someone
must carry on, but the name of Magnus Peterson is
synonymous with concentrated human endeavor and
service, and no matter who follows him he will do weli
to even approximate the standard he has inscrutably set.
My heart goes out to his wife and family for if ever
there was a faithful husband and loving and considerate
father it was exemplified in Mr. Peterson. My only
desire is that in whatever service I am called upon to do
it will be done in the way Magnús would have done it,
which is a tribute to his ability, humanitarian and kind
thoughtfulness.
G. F. BENTLEY,
Acting City Clerk
græddi, eins og Roosevelt segir
að sé rétt og sjálfsagt í siðuðu
samfélagi. Já, þetta gekk nú
bærilega meðan auðvaldsklóin
var að eyðileggja fiskiríið, upp-
ræta skógana og útslíta kröft-
um þeirra er erjuðu þeim til á-
góða.
En nú eru bjargvættimir
farnir með féð sem þeir græddu
til að ávaxta sínar talentur í á-
litlegri stöðum. Sjórinn, hér
umhverfis, er nálega uppausinn
af fiski og lítið eftir af hinum
voldugu skógum nema bruna
bútar og rotnandi rætur.
Þegar svo var komið urðu
vinnumennirnir að taka til sinna
ráða. Sumir flúðu á eftir hús-
bændunum en fleiri vissu sig
óútgengilega voru á frámboðs-
markaðnum og sitja heima með
kreftar hendur og bogin bök
Það varð nú mörgum fangaráð
að fá sér kýr og hænsni og
byrja á svo litlu búhokri. Þann-
ig drógum við fram lífið og
vorum rétt í þann veginn að
byrja að þakka Morgan og for-
sjóninni fyrir þessa linkend þeg-
ar andskotinn fór í það alt
saman og kreppan skall yfir
eins og reiðarslag. Þá hröpuðu
eggin úr 60 centum niður í 15
fyrir tylftina og smjörfitu pund-
ið úr 55 niður í 17. Sá verð-
munur kom harðara niður á
okkur en öðrum þar sem við
verðum að kaupa svo mikið af
fóðri austan yfir fjöll. Því þótt
komvara færi niður úr öllu viti
urðu brautimar og milli-menn-
irnir að fá sitt. Þannig gengur
það til í henni Ameríku karl
minn! Þess utan er uppeldis
kostnaður alls ungviðis hér til-
tölulega hár, og á þetta einkum
við hænsnin. Gátu því margir
bændur ekki rönd við reist og
urðu að gefast upp og verða
þurfalingar hins opinbera. —
Standa nú hin stóru hænsnahús
auð og tóm eins og ömurleg
kuml yfir önduðum vonum. —
Eldri bændurnir flestir standa
ennþá af sér storminn og vegn-
Republikanar hafa oftast set-
ið við völdin og bentu því á
hina miklu æfingu sem þeim
hefir hlotnast í stjómmálum.
Æfingu! Svei! Svona tala allir
gamlir “pólitíkusar” í öllum
löndum og hvar eru ávextimir '
af allri þeirra þekking og reyn-
slu. Já, af verkunum verðum
við að þekkja þá og þau eru
hvorki fá né smá. Tíu miljón
hermanna grafir bera þeim vitn-
in. Þar liggja þeir í móður-
skauti moldarinnar sem mæð-
urnar ólu með þjáningu og
fóstruðu með sjálfsafneitun. —
Þar liggja þeir sem líklegastir
mundu til að ávinna heimin
^meiri sigra í menningar fram-
sókninni. Þar liggja þeir sem
heimurinn mentaði til undir-
búnings fyir langt og nytsamt
lífsstarf en heimskan batt þeim
helskó áður enn fyrstu fram-
fara sporin yrðu stigin. Aðrir
sluppu lamaðir úr Ijónagryfj-
unni og velkjast eins og flak
fyrir straumnum.
Það kostaði skildingin að
koma slíku í framkvæmd. —
Hérna er reikningurinn. Beint
peninga tap $213,750,000,000.
Átján miljón mannslíf (af þeim
8,000,000 friðsamir borgarar)
metin á $70,000,000,000. (Þetta
er auðsjáanlega of hátt núna í
kreppunni þegar flestir eru ein-
kis virði). Eignatjón á landi og
sjó $35,850,000,000. Vinnutap
rnetið á $45,000,000,000. Sam-
tals $364,000,000,000. Þá fóru
þjóðskuldir helstu ófriðar þjóð-
anna upp úr $19,775,000,000 í
$193,773,000,000. Þetta heitir
ar verja fénu viturlega. En svo
þarf nú ekkert ófriðaræði nauð-
synlega til þess að spila sig á
hausinn. Bandaríkin græddu á
ófriðnum enda komust inntektir
þjóðarinnar upp í $83,000,000,-
000 árið 1929 en eru nú komnar
ofan í $47,000,000,000. Fjórtán
þúsund bankar hafa farið á
hausinn. Um þrjár miljónir
bænda mist, eða sama sem mist,
bújarðir sínar og enn fleiri orð-
ar nú vitund betur því verð á{ið húsviltir. 11,000,000 verka,-
flestri framleiðslu vöru hefirjmanna atvinnulausir;' 19,000,-
heldur hækkað upp á síðkastið. 000 manns fæddir af almenn-
Það bætti ekki úr skák að ingsfé og próf. Manchen sem
bankinn hérna valt á kúpuna: sérstaklega hefir kynt sér á-
Þar misti mörg sparsöm mann-
eskja þann fátækra sjóð er hún
me<3 sparsemi og súrum sveita
hafði aflað sér. Bankastjórinn
býr hér enn í fegursta skraut-
hýsi bæjarins og hefir nú ný-
lega verið, af stjórninni, skip-
aður til að sjá um endurbætur
á híbýlum borgaranna. Svona
gengur það til í henni Ameríku
%
Stjórnmál
Eg kann annars betur við að
kalla þau umbrot “pólitík” og
mun svo gera. Jæja, mikið
gekk nú á þeirri tík í haust
sem leið. Eg sótti allar þær
samkundur er fótganganöi
maður og vinavana gat með
nokkru móti náð til. Það rölt
borgaði sig því grátbroslegri
leikaraskap getur ekki. Þessi
þrotlausi orðastraumur um eig-
in verðleika en ódygðir náung-
ans, nálgast list. Þar var varla
nokkurt orð talað af lieilbrigðri
skynsemi og hvergi minsti vott-
ur þess að frambjóðendur vissi
nokkrar áttir í viðskiftaheim-
inum, aðeins orð!, orð!. orð!,
eins og Shakespeare sagði.
standið meðal æskulýðsins,
segir að um “250,000 sveinar
og 12,000 ungar stúlkur reyki
heimilislausir bæ frá bæ. Byrji
sú vegferð fyrst með vinnuleit,
verði síðar að vergangi og endi.
eftir rán og gripdeildir, oftast í
fangelsinu. Svona heimsstjórn
getur naumast verið vitlausari.
Til að bæta þessi böl komu
svo flokkarnir fram með sínar
tillögur. Republikanar kváðust
vilja spara, sérstaklega fram-
lagið með þurfalingum er hér
um slóðir hafa atvinnuleysingj-
arnir fengið fimm dollara á
manninn á mánuði. Verða því
húsmæður að framreiða 5 og 6
centa málsverði og munu fáir
á því fitna. Þá kváðust Re-
publikanar ekki vilja una við af-
skifti stjórnarinnar á atvinnu-
rekstri einstaklinganna, þótt
ekkert teldu þeir því til fyrir-
stöðu að stjórnin styrkti þá með
fjárframlögum. Með öðrum orð-
um stjórnin á að skaffa pening-
ana en láta sig engu varða
hvernig þeim er varið. Má slíkt
heita fremur einkennileg rök-
Frh. á 5. bls.