Heimskringla


Heimskringla - 13.02.1935, Qupperneq 5

Heimskringla - 13.02.1935, Qupperneq 5
WINNIPEG, 13. FEB., 1935 HEIMSKRINGLA 5. SÍÐA ert annað er honum samboðið, vegna þess að hann er kóróna þessa dásamlega lífs, sem jörð- in er full af, þá verður hann að læra að lifa. Og maðurinn lær- ir það ekki eingöngu meðan hann er ungur . . . hann er alla æfina að læra það. Það má segja, að það sé list að lifa vel; sá, sem gerir það er eins og listamaður. Maður, sem leikur vel á eitthvert hljóðfæri er listamaður. Hann lærir það fyrst með miklum erfiðismun- um, og hann er talinn fullnuma í listinni þegar hann hefir náð mikilli leikni í megferð hljóð- færisins. En í raun og veru er hann aldrei fullnuma. Því leng- ur sem hann iðkar list sína. því leiknari verður hann; hætti hann um tíma að æfa sig, tapar hann einhverju af því, sem hann var búinn að læra, hann verður óleiknari í list sinni. En hvað gerir maðurinn, þegar hann æfir sig? Hann endúr- kallar það, sem liðið er; heili hans, taugar og vöðvar þjálfas; á ný fyrir þetta sérstaka starf; og hann verður stöðugt full- komnari í listinni, vegna þess að æfing liðinna ára verður að undirstöðu, sem hann byggir of- an á. Svona er með alt, sem við lærum; við endurköllum, rifjum upp, munum aftur og bætum við. Hið liðna lifir aft- ur og veitir kraft til meiri lær- dóms eða þroska. Mannsæfinni er oft líkt við streymandi vatn í á eða læk. Það er altaf nýtt vatn í ánni, og samt er hún hin sama ár eftir ár og öld eftir öld. Farvegur- inn og stefnan gera hana að einni og sömu á. Ef hún rynni þetta árið í þessa áttina og næsta ár í hina, væri hún ekki sama áin. Á hverri mannsæfi er eitthvað nýtt ávalt að gerast, hver dagur færir einhverju nýja reynslu, en þó er æfin ein óslit- in heild frá vöggu til grafar. Við rifjum upp liðnu atburðina oftast til þess að skemta okkur við endurminningarnar um þá, miklu sjaldnar til þess að sjá hvaða verulegt verðmæti þeir hafi haft, eða hver áhrif þeirra hafi verið á líf okkar. Við minnumst ef til vill einhvers vinar, sem við höfum þekt end- ur fyrir löngu, og öll notin, sem við höfum af endurminning- unni, eru þau, að hugsa um nokkrar skemtistundir, sem við nutum í návist þessa vinar. En við missum mest af því, sem gæti verið verðmætt í endur- minningunni. Við spyrjum ekki, hvernig maður þessi og vinur hafi verið, hvernig hann hafi lit- ið á lífið, hvort hann hafi verið okkur fyrirmynd, hvort hann hafi gert líf okakr fegurra og fullkomnara með vináttu sinni. Og þó er verðmæiti endurminn- ingarinnar mjög mikið undir því komið hvernig við getum svarað þessum spurningum. Ef við getum svarað þeim játandi, þá er endurminningin gagnleg, þá bætir hún einhverju við líf okk- ar, enda þó að vinurinn sé á burtu farinn og við eigum ekki von á að sjá hann nokkum tíma aftúr. Við höfum öll setið einhvem- tíma og hlustað hugfangin á orð einhvers manns, eða við höfum hlustað á tóna hljóð- færis í höndum einhvers snill- ings, sem hafa vakið í hugum okkar ósegjanlegan fögnuð eða djúpa sorg. Að minnast slíkra atburða, er okkur gott, af því að þeir megna enn, þó mörg ár séu liðin, að vekja aftur göfug- ar hugsamr í sálum okkar. Með endurminningúnum heimtum við þá aftur eitthvað, sem var okkur til ómetanlegs gagns, og í því felst nýr sálarþroski, meiri fullkomnun lífsins. Kaupið hinn hentuga tíma: nei, endurheimtið liðna tímann, og látið hann renna inn í nú- tímann. Öll fullkomnun and- ans er falin í þessari þróun, þar sem nýtt bætist við gamalt, þar sem vöxtur og þroski halda á- fram alla æfina út. Aðeins á þann hátt getur lífið orðið feg- urra, göfugra og betra með hverju árinu, sem líðúr. FRÉTTIR FRÁ BLAINE Frh. frá 1 bls. leiðsla. Svo kváðust þeir vilja viernda stjórnarskrána sem er okkur hið sama og konungur- inn ykkur í Canada. Voru nú Dekokratarnir ekki vitund skárri? Jæja, þeir að minsta kosti fóru ekki fram á að lækka atvinnuleysingja styrkin. En auðvitað getur það engin úrlausn talist þótt miljón- irnar dragi fram lífið á náðar- brauði. Þetta er meira að segja óholt fyrir auðvaldið. Þetta veit Roosevelt og allir, sem ennþá hafa nokkurn vegin óbrjálaða skynsemi. Þessvegna lofaði stjórnin vissum endurbótum. — Eru nú uppástungur hennar komnar fyrir þingað. Þær fel- ast fyrst og fremst í því að verja fjómum biljónum dollara til að útvega vinnu. Skal stjórn- in borga fimtíu dollara á mán- iuði. Mætti eftir því sem reyn- sla er fengin um kostnað við eftirlit verkfærakaup og skrif- stofuhald teljast gott ief sú vinna entist 15 til 18 mánuði fyrir þá 3,500,000 manns er stjórnin hygst að taka í þjón- ustu sína. En hvemig fer þá fyrir þeim 7,500,000 atvinnu- Myndalaus myndabók EFTIR H. C. ANDERSEN Sig. Júl. Jóhannesson, 'þýddi Tíunda mynd Himinn var heiður og blár; þannig hafði hann verið í mörg kvöld. Máninn hafði um það leyti fullkomnað fyrsta “kvartilið” og enn þá hélt hann vináttu við mig; enn þá sagði hann mér sögur; enn þá gaf hann mér efni í myndir. — Hlustið nú á hvað hann sagði í kvöld. Eg fylgdist með heimskautafuglunum á flugi þeirra og hvölunum á sundinu við strendur Grænlands. Gróðurlaús fjöll með jökli og þokuskýjum umkringdu dal nokkurn; í sjálfum dalnum var grávíðir og bláberjalyng í blóma sínum. Alls konar ylmjurtir fyltu loftið, sem var hreint og hressandi. Bjarminn frá geislum mínum var daufur; eg sást tæplega hálfur og var dauðableikur eins og þangið þarablöðin, sem stormar og straumar ráku í hrönnum að landi eftir að þau höfðu slitnað frá steinum og þönglum. Geislakóróna noröúrljósanna kastaði bjarma á heiða himinhvelfinguna. Umgerö hennar var geysistór og útfrá henni leiftruðu titrandi logar eða eldsúlur. Allur himininn ljómaði í rauðum og grænum litum. íbúamir í dalnum komu saman á dans- leik og gleðimót. En þeim fanst ekkert til um þessa dýrðlegu sýn, þenna himneska hátíðleik — þeir voru svo vanir honum. Persónugerfi fegurðarinnar í hvaða mynd sem er fer fram hjá þeim sem venjast henni, án þess að þeir sem venjast henni taki eftir henni. Dalbúarnir sem allir áttú heima neðst í dalnum og nálægt sjónum trúðu því að þessi Ijósakóróna væri rostungshöfuð í ríki hinna ódauðlegu og geislarnir væru sálir dáinna manna í gleðileik umhverfis það. Þeir voru allir niðursoknir í sönginn og dansinn. Miitt á meðal þeirra stóð Grænlendingur. skinnúlpulaus og allur hópurinn í hring um- hverfis hann. Hann hélt á harmoniku og lék úndir þegar sunginn var söngur um Selaveið- ina. Svo hrópuðu allir fagnandi og sögðu: “Aha! ha!, aha!, ha! ha!” Og þeir hoppuðu í loft upp í hvítu skinn- úlpunum sínum um leið og þeir gengu áfram í hringinn hver á eftir öðrum. Þetta var engu líkara en að hér færi fram bjarndýra dans. Dansfólkið hrysti og sveigði höfuðin alla vega og gútu augum út og suður eftir ein- hverjum ákveðnum en óskiljanlegum reglum— óskiljanlegum öllum nema þeim sjálfum. Svo var byrjað á nokkurs konar leik. Það var settur réttur og dómstóll. Þeir sem ein- hverjar sakir höfðu að kæra komú fram. Kær- andinn mælti ljóð af munni fram óundirbúinn og í þeim ljóðum voru kærurnar. Hann tók það greinilega fram í kvæðinu hversu sekur óvinur sinn væri; var það oft gert í beizku háði og' óþvegnum orðum. Er. ljóðin féllu vel við lagið siem leikið var á harmonikuna og dansinn sem stíginn var. Þegar kærunum var lokið svaraði sá, er kærðúr var einnig í ljóðum af munni fram og reyndi að taka kærandanum fram í rímfimi, háði og meiðyrðum. Meðan á þessu stóð hló fólkið dátt og svo kvað það upp dóm—dæmdi um það hvor unnið hafði málið. Frá fjöllunum heyrðist skruðningur; skrið- ur féllu úr jöklinum; hin mikla breiða snjó- flóðsins leystist upp í agnir, þetta var reglu- lega skemtilegt grænlenzkt sumarkvöld. í húndrað skrefa fjarlægð inni í opnu húðtjaldi lá veikur maður. Hann var enn þá með fullu fjöri en hann hlaut að deyja—því hann trúði því staðfastlega sjálfur og allir aðrir trúðu því líka. Konan hans var því byrjuð að sauma utan um hann líkklæði úr húðum; hún gerði það til þess að þurfa ekki að ónáða hann með því eftir að hann væri dáinn. ' 1 Og hún laut niður að honum og spúrði á þessa leið: “Vilt þú láta grafa þig uppi í jöklinum? Eg ætla að prýða staðinn þar sem þú ert grafinn með húðkeipunum þínum og örvunum þínum. Eða viltu heldur láta kasta þér í sjóinn?” “Sjóinn! í sjóinn!” hvíslaði hann og hneigði höfuðið til áherzlu með sorgblíðu augnaráði. “Það er hlýtt sumartjald”, svaraði konan- “Þar þjóta fram og aftur óteljandi selir; þar sefur rostungurinn við fætur þér og þar er skemtilegt og fjörugt á veiðiförum; þar geng- ur veiöin vel!” Og börnin rifu með háreisti húðina frá gluggunum til þess að hægt væri að fara með hinn deyjandi mann niður að sjónum — niður að ólgandi sjónum sem veitti honum viðúr- væri á meðan hann lifði og nú átti að veita honum hvíld eftir dauðann. Minnisvarðinn yfir gröf hans varð hinn mikilfenglegi hafís sem breytist dag frá degi en eilíflega heldur vörð nótt og dag. Selurinn sefur í hafísjakanum og fýlung- urinn flögrar yfir honum. leysingja er eftir verða. Nokkr- ir þeirra eiga að komast á elli- styrk. Ætlar alríkið að leggja hverju þurfandi gamalmenni $15 um mánuðin en býst jafn- framt við að hvert ríki leggi þeim til annað eins eða meira. Er aldurs takmarkið 65 ár. Geta allir séð að það er ósanngjarn- lega hátt, þar sem nú er næst- um ómögulegt fyrir fimtugan mann að fá vinnu, hvað þá eldri. Háðung er það líka að rétta þetta fram sem hvert ann- að náðar brauð. Hér er einfalt dæmi: Jón og Arthur eru ná- grannar. Jón vinnur bakibrotnu og fer vel með sín efni og hefir komist yfir einhverja hungurs- lús. Arthur er þvert á móti eyðslusamur og latur. Þegar báðir komast á 65 ára aldur verður hinn dygðugi borgari að sjá um sig sjálfan og hjálpa til að fæða hinn. Það yrðu launin sem þjóðfélagið veitti fyrir vel unnið starf. Skyldi það ekki verða vafamál í margra huga hvert dánumenskan borgaði sig? Ekki tekur betra við er mað- ur tekur að athuga þriðju upp- ástungu stjómarinnar, trygg- inguna gagnvart atvinnuleysi. Hún er í því innifalin að hverj- um vinnufærum atvinnuleys- ingja séu borgaðir 15 dollarar á viku í sextán vikur ár hvert. Yrði þá árs kaupið $240, hvert sem fjölskyldan er stór eða smá. Hæbt við að einhverjir fari að kynna sér “Birth Con- trol” er það ier orðið að lögum. Fram hafa komið fleiri tillög- ur, einkum um ellistyrkinn. — Einna kunnust er uppástunga Townsends læknis. Fer hún fram á að stjórnin borgi hverju sextugu gamalmenni $200 á mánuði en viðtakandi skuld- bindi sig til að eyða því áður en næsta borgun kemur. Búist við að þetta stuðli að hringrás peninganna. Bandvitlaust segja sumir og þá sérstaklega þeir sem hafa hjálpað til að koma öllu um koll. Nú satt að segja veit engin hvaða afleiðingar þetta kynni að hafa. Útgjöld- in yrðu helmingi meiri en allar inntektir ríkissjóðsins og helm- ingurinn af öllum inmtektum þjóðarinnar svo skiljanlega ylli það gagngerðum breytingum og ruglaði öllu verðlagi en auðvit- að er ekki þar með sagt að alt yrði endilega ennþá vitlausara en það er núna. Það er ekki sanngjarnt að skilja við þennan pistil með tómum aðfinslum við stjórnina. Hún hefir mörgu þörfu til leið- ar komið. Má þar til nefna lög er tryggja inneign almennings í bönkum og sparisjóðum, og ráðstafanir til að vernda heim- ili borgaranna gegn fjárnámi, með því að veita stjórnar-lán. Það veitir að minsta kosti gjald- frest í bili þótt einhverjum kunni nú að veitast erfitt með að endurgreiða lánin. íSumar af ráðstöfunum Roosevelts aftur á móti komu ekki að itilætluðum notum. Svo var það til dæmis með NRA er leitaðist við að sietja sanngjarnt verð á framleiðsluna en í reyndinni fóú nú svo að “stóru mennirnir” fóru í kringum þau ákvæði og veitti því ennþá auð- veldara að bola hinum frá stalli. Nú fer ekki frekar út í þessa tík því það munu ekki teljats Blaine fréttir þótt afkoma landsins snerti okkur sem aðra. Þá skal eg snúa mér að því sem nágrönnum mínum er hug- leiknar, félagsmálunum í Blaine. Hvergi, í jafn fámennu mann- féiagi, veit eg fleiri smáfélög. Hér eru tveir söfnuðir, tvö kvennfélög, tveir sunnudaga- skólar tvö ungmenna félög, tvö lestrarfélög og auk þess leikfé- lag og taflklúbbur. Mætti merkilega sögu um alt það fé- lagslíf og þróun skrifa en vandalaust yrði það ekki. Nærri má nú geta hvert ekki muni erfitt að halda þessu öllu við í fátækt og fámenni. Kraft- amir dreifast svo lítið getur á- unnist þótt margir reyni sitt; bezta. Þess utan stendur f jöld- | inn utan við allan félagsskap} þótt flestir þeirra leggi þeim nokkurn og enda drjúgan styrk. En hversu heppilegt þetta muni vera menningarlega eru skif'tar skoðanir, það er að minsta kosti dálítið hætt við andarteppu þar sem veröldin er æfinlega skoðuð út um glugga og allur félagsandinn fjötraður innan veggja. Hætt er nú við að flest af þessum félögum lognist út af með gamla fólkinu. Ungdóm- urinn sinnir engu slíku enda flytur hann tíðum burt frá at- vinnuleysinu í Blaine. Og gamla fólkið okkar er á förum. Mannalát Hér í blíðviðrinu eldast menn vel og margur, er hingað kom á gamals aldri, fékk af sér varp- að ellibelgnum í Blaine. Samt verður dauðinn ekki hér um- flúinn og nú eru þeir óðum að hverfa frumherjarnir er fyrstir bygðu húsin á auðninni og ruddu landið til ræktunar. Það er sem skorið sé til kvikunnar hjá okkur flestum við þau frá- föll því við erum deyjandi þjóð- stofn í framandi landi, og senn mun ekkert eftir af íslendingum nema fáein nöfn á mosavöxnum bautasteinum. Ekki veit eg hvert mér tekst að muna þá alla er héðan hafa kvatt á árinu. Eg greini aðeins nöfn þeirra er áður hefir verið getið í blöðunum. Halldór Magnússon andaðist á heimili dóttur sinnar og tengdasonar Mr .og Mrs. Árna- son hér í bænum. Um hann skrifaði Júlíus Olson í Lögberg. Guðný Lee að heimili Þor- bjargar Johnson í Blaine þar sem hún hafði notið húsaskjóls og aðhlynningar. Hún var há- öldruð kona. Hafði um skeið búið stórbúi hér í sveitinni með manni slnum Peter Lee af norskum ættum. Ættuð var hún af Austurlandi og systir Þorleifs heit. Jacksonar er rit- aði sögu Nýja íslands. Hún var merk kona og vellátin. Kristinn Godman frá Blaine lézt á sjúkrahúsi í Seattle. — Ekki hefi eg heyrt um hann get- ið í böðunum og ábti hann það þó skilið, mörgum fremur. Hann var góður nágranni, greiðvikinn og gleði maður hinn mesti enda söngvin vel. Eg kyntist Kirstinn sál. fyrst að Lundar, Man., og mun ekki gleyma og vil ekki gleyma greiðvikni hans og góðsemi í minn garð. Hann var ættaður úr Þingeyjarsýslu og kom full- tíða til þessa lands. Hann fékst við margt og var áræðin vel enda þurfti þess við því hann hafði mikla ómegð. Eru börn lians og konu hans Ovídu hin eínilegustu. Margrét kona Magnúsar frá Fjalli. Um hana áður getið í Heimskringlu. Kristján Ólafsson sem Andrés Danielsson minnist í Lögbergi. Jóhanna Johnson ekkja eftir Skúla Johnson. Hún var ættuð af Austfjörðum og kom ung til þessa lands. Jóhanna var ýms- um kostum búin. Góð móðir, sívinnandi og jafnan glöð á hverju sem gekk og mun þó liíið hafa leikið hana fremur grátt með köflum og nú upp á síðkastið hafði hún við mikið heilsuleysi að stríða. Mundi margur kvarta undan minna mótlæti. Guðný Goodman kona Þor- láks Goodmans í Blaine andað- ist á heimili dóttur sinnar Mar- brétar í Bellingham eftir langa vanheilsu. Hún var hið mesta valkvendi: ástrík móðir, um- fcyggjusöm eiginkona og hvers manns hugljúfi í allri fram- komu. Mun hún trauðla hafa átt sér óvin um dagana en vini marga. Mundi heimurinn okk- ur betri ef flestir líktust henni að skapgerð og innræiti. Giftingar Til að bæta í skarðið — von- andi — hefir sumt af unga fólk- inu gengið í heilagt hjónaband. Þessum man eg eftir: Ralph Bergmanú sonur Mr. og Mrs. John Bergmann giftist Lillian Freeman dóttur Mr. og Mrs. Chris Freeman í Blaine. Kristinn Sturlaugsson, sonur Jónasar heitins Sturlaugssonar og konu hans Þuríðar. Hann gekk að eiga frænku sína Pearl Frh. á 8 bls. R0YAL YEAST CAKES Veita yður brauð af mjög gómsætum tegundum Keyni'ð þessa einföldu for- skrift fyrir indælu heimabök- uöu brauöi—bls. 8 í Royal Teast bökunar bókinni. Morgunvertur er sæmir kon- ungi! BúitS til þetta kaffi- brauti—-bls. 12 Royal Yeast bökunar bókinni. s j ái?5 þessa rúsínu-snútSa hverfa þegar krakkarnir ná í Þá. Forskrift á bls. 13, í Royal Yeast bökunar bókinni ÞESSAR frægu gerkökur hafa haldið æðsta meti efnis- gæða í 50 ár. Nú' á dögum fáið þér þær vafðar upp í loftheldum umbúðum, er Uyggja að þær halda krafti hvaö lengi sem þær eru geymdar. Fylgið fordæmi 7 af hverjum 8 canadiskra hús- mæðra er kjósa Royal Yeast Cakes: þegar notað er þurra- ger til heimabakningar. ~ Pantið pakka frá matsalan- um. Kaupið vörur búnar til í, Canada

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.