Heimskringla - 13.02.1935, Blaðsíða 6
6. SÍÐA.
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 13. FEB., 1935
I VÍKING
Eftir R. Sabatini
Asad beygði éig til að reisa hinn glæsilega
garp á fætur og fagnaði honum svo blíðlega, að
Fenzileh, sem heyrði og sá til, frá rifjuðu
vindauga, gnísti tönnum af gremju.
“Lofaður sé Allah og vor herra Mahomet,
að þú ert aftur kominn, heill á húfi, sonur
minn. Mitt gamla hjarta er glatt af fréttinni
um sigur þinn í þjónustu Trúarinnar.”
Eftir það var herfangið skoðað og þó
Asad byggist við miklu, eftir lýsingu Othman-
is, þá var það stórum meira en hann átti von
á. Loks var það fært til féhirzlunnar og Tsa-
manni skipað, að meta það og gera reikning
fyrir, hversu mikið kæmi í hvers hlut, því að
allir voru hluthafar í ránsfengjum; frá land-
stjóranum af ríkisins hálfu, til hins minst virta
víkings, sem barðist á Trúarinnar sigursælu
snekkjum, og hver fékk sinn skerf, eftir
sinni stétt og stöðu; Sakr-el-Bahr fékk tvenna
tíund af öllu saman.
Nú sýndi Sakr-el-Bahr sinn nýja foringja-
kvað Allahs náð yfir hann komna, hraustan
mann til víga og hinn kænasta til siglinga, er
boðið hefði íþróttir sínar og líf til að þjóna
Islam; Sakr-el-Bahr hefði tekið við honum og
nú stæði hann frammi fyrir hinum tigna Asad,
til að fá staðfestingu sinnar embættis stöðu.
Marzak gegndi til, ónotalega, að of margir
af hundum þess frá Nazaret stæðu nú í sveit
með Trúarinnar berserkjum, að óviturlegt væri
að fjölga þeim og ofdirfð af Sakr-el-Bahr, að
gera slíkt af sínu einræði.
Sakr-el-Bahr leit við honum, með þótta
og furðu, nettlega saman sýndum og svaraði:
“Segir þú það ofdirfð, að vinna nýjan liðs-
mann undir fána vors herra Mahomets? Farðu
og lestu bókina, sem skýrust er allra bóka
(Koraninn, biblíu Mahomets) og sjáðu þar,
hver skylda er lögð á hvern einasta Sanntrú-
aðra. Og athuga þú, ó Asads son, að þegar
þú, með lítilli vizku þinni, smánar þá sem
Allah hefir blessað, leitt úr því myrkri sem
þeir dvöldu í, til hádegis birtu Trúarinnar, þá
smánar þú mig og móður þína sjálfa, sem
lítið gerir til, og þú spottar Allahs blessaða
nafn, sem er að troða þann veg, er liggur í
Gjána.”
Marzak reiddist, fann ekkert til svars og
þagði; hann hörfaði aftur á bak, beit á vörina
og hvesti augun á víkinginn, en Asad velt.i
vöngum brosandi og mælti:
“Sannarlega ertu vel að þér í Sanntrúnni,
Sakr-el-Bahr. Þú ert spakra manna faðir, ekki
síður en hreystiverka.” Þar næst bað hann skip
herrann Leigh vera velkominn í fylkingu hinna
trúföstu og veitti honum nafnbótina Jasper-
Reis. Eftir það voru þeir Ali kvaddri burt,
lífverðimir færðu sig að hliðum, en Asad lét
bera mat á borð fyrir þá feðga og Sakr-el-
Bahr.
Þeim var borið vatn til handlauga, síðan
braut Asad brauðið, mælti fram blessunar orð
og bað Sakr-el-Bahr segja hið ljósasta af ferð-
inni, meðan þeir mötuðust. Þegar því var lok-
ið, hrósaði Asad honum enn á ný, mjög mikið,
þar til Marzak bar úpp fyrir honum þessa
spurningu:
“Þegar þú lagðir í þessa hættuför til hins
fjarlæga lands, gekk þér þá ekki annað til, en
að hertaka þessar tvær manneskjur?”
“Ekki alveg,” svaraði hinn rólega. “Eg
fór til að leita á sjónum, í þjónustu spá-
mannsins, eins og árangúr ferðar minnar
sannar.”
“Þú vissir ekki fyrirfram, að þessi ger-
sema byrðingur yrði fyrir þér?” sagði Marzak,
með orðum móður sinnar.
“Ekki það?” svaraði Sakr-el-Bahr og
brosti við svo örugg;lega, að Asad þurfti varla
orðanna við, er svo kænlega slógu niður dyglj-
unni eða ávæningnúm: “Mátti eg ekki treysta
Allah til neins, þeim sem alt sér og alt veit?”
“Vel svarað, eftir Bókinni!” kvað Asad,
fjörlega, og líkaði nú vel, því að þar með var
niður slegið þeim dylgjum, sem hann hafði
verið að takast á við og vildi að niður slegið
væri.
En Marzak þóttist ekki af baki dottinn,
hann hafði fengið haldgóða tilsögn hjá sinni
bragðvísu móður.
“Samt er nokkuð í þessu, sem eg fæ ekki
skilið,” mælti hann og gerði sig mjúkan. —
“Segðu mér, Sakr-el-Bahr, hvað til þess kom,
% að þegar þú náðir þessu fjarlæga landi, þá
léztu þér nægja, að taka þaðan tvo vesala
þræla, þó að þér væri í lófa lagið, að nema
þaðan, með aðstoð manna þinna og hjálp hins
Alvísa, fimtíu sinnum fleiri.” Hann leit sak-
leysislega á hið svartskeggjaða, tápmikla and-
lit víkingsins, en Asad varð ófrýnn við, því að
þetta hafði honum hugsast sjálfum.
Nú hlaut Sakr-el-Bahr að berja í brestina
með einhverju öðru, en háværu Trúar tali.
Hann sagði:
“Þessir fangar voru teknir í fyrsta húsinu,
sem að við komum að og þaðan barst þegar
njósn í bygðina. Þetta var í myrkri og eg
þorði ekki að hætta lífi minna manna til að
ráðast á þorp nokkurt, sem var æðilangt frá
skipi, svo að hætt var við, að liðsafnaður hefði
komist milli skips og okkar.”
Marzak fann, a,ð ekki léttist brúnin á
Asad. Hann sagði:
“Samt eggjaði Othmani, að taka þorpin,
þar sem allir voru í svefni og vissu sér einskis
ótta von og samt tókstu fyrir það.”
Nú leit Asad snarplega við honum og
Sakr-el-Bahr fann þá, að þungt var fyrir, og
að vandlega var kannað alt hans far, til þess
að koma honum fyrir kattarnef.
“Er þetta svo?” spurði Asad, skuggalegúr
á svip, er jafnan sýndi að hann var grimmur
og til alls búinn.
Sakr-el-Bahr lét ekki sitt minna. Hann
leit í augu Asads og ekki mjúklega og spurði:
“Og ef svo væri, herra minn?”
“Eg spurði þig hvort svo væri.”
“Jú, en eg veit hve vitur þú ert og trúði
ekki mínum eigin eyrum. Er það stórmerki-
legt, hvað Othmani kann að hafa sagt? Á
Othmani að ráða fyrir mér, eða segja mér til?
Ef svo er, þá er sá til, að fá Othmani mína
stöðu, setja hann til að ráða og ábyrgjast líí
hinna Trúföstu, sem berjast með honum,”
sagði hann og blés við, með gremju og fyrir-
litning.
“Þér er æði fljótt til reiði,” mælti Asad,
til ávítunar; hann var enn óhýrlegur og grett-
inn.
“Allahs höfúð nefni eg til, hver vill neita.
að eg hafi ástæðu til? Á eg að stjórna annari
eins herferð og þessi var, koma aftur með
herfang svo mikið, að fyllilega jafnast á við
heils árs feng, og láta svo skegglausan ungling
spyrja mig: hvað kom til þú lézt ekki Othmani
ráða fyrir þér?”
Hann spratt upp og stóð yfir þeim, mikill
og ógurlegur í reiði sinni, sem var tóm láta-
læti. Hér varð að fara með ofsa og oflæti
og eyða tortrygni með stórum orðum og gífur-
legu látæði.
“Á hvað átti Othmani að vísa mér?”
spurði hann enn hæðilega. “Mátti hann vísa
mér á meira en það, sem eg nú lagði fyrir
fætur þér? Það sem eg hefi áorkað, segir
sjálft eftir, snjöllu máli. Það sem hann lagði
til, mátti vel verða að ógæfu. Ef til þess
hefði komið, myndi Othmani verða kent um?
Nei, vitna eg til Allah: víst ekki! Skuldinni
hefði verið skelt á mig. Mér ber að þakka, að
vel fór, og því skal enkinn hnekkja, nema
gildari rök hafi til.”
Asad var harðráður og vanur einræði,
var því mikil dirska, að ávarpa hann slíkum
djarfmælum og því fremur, að tónninn var
orðunum frekari, hin björtu augun snör og
hörð og látæðið eftir því. En ekki var að efa,
að hann hafði mikið vald yfir harðstjóranum.
Það sannaðist nú.
Asad fór nærri í hnipur fyrir bræði hans.
Illúðar svipurinn hvarf af honum en þes;s í
stað sýndist honum verða bylt af skelfingu.
“Nei, nei, hvaða tónn er þetta, Sakr-el-
Bahr!” mælti hann.
Sakr-el-Bahr hafði skelt í lás dyrúm sátta
og samrýmingar, fyrir nefi harðstjórans, þeim
lauk hann upp aftur jafnskjótt og vottaði holl-
ustu sína og undirgefni.
“Forlátta það,” sagði hann. “Kendu því
um, að þjónn þinn er þér hollur og þeirri trú
sem hann hirðir meira um en líf sitt. 1 þess-
ari ferð var eg særður nálega banasári. Eg
ber blátt örið eftir það, þögulan vott að
hollustu minni. Hvar er þinn sára vottur,
Marzak?”
Marzak gugnaði úndan þeirri hvössu
spum og Sakr-el-Bahr hló hæðilega við.
Asad bað hann setjast. “Egfhefi verið
meir en óréttvís,” mælti hann.
“Þú ert sannarlega uppsprettu lind rétt-
vísinnar, sem þessi þín játning sannar, ó,
herra minn,” svaraði honum víkingurinn og
tók sér sæti. “Segja skal eg hið sanna, að
þegar eg kom í námunda við England, í þess-
ari för minni, þá kom mér til hugar að lenda,
ná manni nokkrum, sem gerði illa til mín, .
fyrir nokkrum árum, og jafna sakir við hann.
Eg gerði meira en eg ætlaði mér, tók tvo fanga
fyrir einn.” Svo lét hann ganga dæluna,
hugði Asad svo stiltan til samlætis við sig, að
hann kæmist ekki í betra færi við hann: “Þeir
fangar voru ekki færðir til torgs með hinum.
Þeir eru enn á skipinú, sem eg tók í Njörva-
sundi.”
“Hvað kemur til?” spurði Asad, undir-
þyggjulaust þó.
“Af því, ó herra, að eg hefi bónar að
biðja, í þóknunar skyni fyrir þá þjónustu sem
eg hefi veitt.”
“Þið þú þeirrar, sonur.”
“Leyf þú mér, að eiga þá fanga sjálfur.”
Asad leit við honum, og nú miður hýrlega.
Þó að honum þætti vænt um Sakr-el-Bahr og
næsta mikið til hans koma, og vildi gjaman
mýkja hann, þá spratt nú úpp í honum það
eitur, sem Fenzileh hafði sáð í huga hans.
Hann svaraði, alvörúgefinn:
“Mitt leyfi er þér heimilt, en ekki laga-
leyfi, lögin hljóða svo, að enginn víkingur skuli
draga undan, svo mikið sem eyris virði ,af
herfangi sínu, heldur færa til skifta og bíða
síns hlutar úr skiftum.”
“Lögin?” kvað Sakr-el-Bahr. “Lögin og
þú eru eitt og hið sama, ó hæstvirtur herra.”
“Ekki er svo, sonur. Lögin eru yfir land-
stjóranum; hann verður að haga sér eftir
þeim, til þess að vera réttvís og sínú háa em-
bætti samboðinn. Og sá lagastafur, sem eg
nú taldi fyrir þér, er góður og gildur þó að
landstjórinn sjálfur ætti í hlut. Þessir þrælar
þínir verða að færast til torgs, tafarlaust, og
bíða þar til morguns, ásamt hinum, að seldir
verði við opinbert uppboð. Gættu þess, Sakr-
el-Bahr, að svo verði gert.”
Sakr-el-Bahr ætlaði að halda fram sinni
vild, en þá varð honum litið á hinn hörunds-
bjarta Marzak, og að honum var dátt, augu
hans glóðu af sterkri von og tilhlakki, að
víkingurinn myndi steypast. Því tók hann sig
á, hneygði höfði og lét sem lítils væri um
vert.
“Þú munt vilja vilja meta þá til gjalds, það
skal eg greiða þegar í þína féhirzlu.”
Asad hristi höfuðið. “Ekki er það mitt,
að meta þá til gjalds, heldur þeirra, sem bjóða
í þá. Eg kynni að meta þá of hátt, þá væri
þér óréttur gerður, eða of lágt og þá væri
þeim rangt gert, sem kynnu að vilja eignast
þá. Láttu þá af höndum við þræla sölu torg-
ið.”
“Svo skal vera,” svaraði Sakr-elBahr,
þorði ekki að halda lengra og duldi hvað hon-
um þótti.
Hann fór, skömmu síðar, að Ijúka því er-
indi, en lét búa svo um, að Lionel og Rósa-
munda vorú höfð sér, til þeirrar stundar er
uppboðið átti að byrja; þá varð ekki hjá því
komist, að skipa þeim í hóp fanganna, sem
seljast skyldu.
Marzak varð eftir hjá föður sínum og von
bráðar kom til þeirra Fenzileh, sú kona sem
margir sögðu, að flutt hefði með sér frankiska
háttu Shaitans til Alsír.
VIII. Kapítuli.
Næsta morgun kom Biskaine-el-Borak,
um aftur elding, til landstjórans. Hann hafði
náð Mára nokkrum, við Spánar strönd, er
sagði þau tíðindi, að senda ætti byrðing til
Naples, með málagjöld spánska hersins þar,
alt í slegnu gulli, en fyrir sparnaðar sakir
yrðú ekki önnur skip send með þeim byrðingi,
til að gæta auðæfanna, heldur væri honum
ætlaður bugurinn, meðfram ströndum Evrópu.
Ferðbúinn ætti hann að vera eftir vikutíma,
svo að Borak lét ljósta árum í sæ og í tuttugu
tíma hömuðust róðrarþý samfleytt, á galeiðu
hans, þar til hann náði landi og kom Már
anúm á fund Asads.
Asad þakkaði Máranum söguburð, lét fá
honum húsnæði og viðurlífi og hét honum ríf-
legan skerf af ránsfengnum, ef vel tækist.
Þar næst gerði hann boð eftir Sakr-el-Bahr,
en Marzak, sem var viðstaddur þetta tal, gekk
á fund móður sinnar og sagði hvar komið var
og það með, að Sakr-el-Bahr væri ráðinn til
að vera höfðingi fyrir ferðinni, og nú sýndi
sig að allar hennar dylgjur og kænlega undir-
ferli og varanir, kæmu að engu haldi.
Hún fór hvatlega til stofunnar, sem Asad
hafðist við í, mjög reið og fasmikil, og Marzak
á hæla henni.
“Hvað heyri eg, ó lávarður minn,” mælti
hún hvelt og líkara Evrópú svarki, heldur en
þýi austurlenzku. “Er Sakr-el-Bahr ætlað, að
stýra þessum leiðangri gegn sjódrekanum
spánska?”
Asad lá á hægindi, leit upp seinlega og
virti hana fyrir sér.
“Veiztu af nokkrum betur færum til að
koma því erindi fram?”
“Eg veit af einum, sem herra mínum er
skylt að meta meira en flæking útlendan. Sá
er í allan máta hollur og í hvívetna trúr. Sá
mun ekki reyna til, að draga sér af herfangi,
sem tekið er í nafni Islam.”
“Svei, klifar þú enn á þrælum þessum.
Og hvert er þetta afbragð, sem þú heldur svo
fast fram?”
“Marzak,” svaraði hún frekjuega og
sveiflaði handleggnum, til að draga fram son
sinn. “Stendur það til, að hann eyði hér æsku
sinni, í værð og aðgerðaleysi? Á hann að fá
ör af undum í hallargarðinum héma? Á hann
að vera ánægður með sár af rispum runna-
þyrna, eða á hann að læra að beita vopnum og
stýra Trúarinnar bömum, svo að hann megi
feta í fótspor föður síns?”
“Hvort svo verður, mælti Asad, mun
Sultan í Stanbul, Hliðið háa, segja til. Vér
erúm aðeins hans fulltrúar hér.”
“En ætli Hliðið Háa setji hann til að koma
í þinn stað, ef þú hefir ekki búið hann undir
þann frama? Eg lýsi skömm þinni, ó Mar-
zaks faðir, að þér þykir ekki eins mikið koma
til sonar þíns og skyldugt er.”
“Gefi mér Allah langlund að þola þig!
Hefi eg iekki sagt, að hann er enn of ungur?”
“Á hans aldri varstu sjálfur kominn í vík-
ing, með hinum mikla Ali Pasha.”
“Á hans aldri var eg, af Allahs gæzku,
stærri.og sterkari en hann. Mér þykir of vænt
um hann til þess, að láta hann fara í herferð
og ef til vill falla, áður en honum er full farið
fram.”
“Líttu á hann”, mælti hún. “Hann er
karlmaður, Asad, og þvT líkur sem öðrum
þætti mikils úm vert. Er ekki kominn tími
til, að hann girðist bjúgu saxi og troði þiljur
á hersnekkju?”
“Svo er víst, ó faðir minn,” sagði Marzak.
“Hvað?” kvaði við hinn gamli Serkur.
“Á, er svo? Og vilt þú fara og berjast við
þann spánska? Hvað kantu, er dugi þér til að
Ijúka öðru eins erindi?”
“Hvað má ætlast til að hann kunni, úr
því faðir hans hefir aldrei hirt um, að kenna
honum neitt,” svaraði Fenzileh. “Hæðist þú
að því sem ábótavant er, og sjálfs þín hirðu-
leysi hefir valdið?”
“Þolinmóður skal eg vera þér,” mælti
Asad, það var auðséð, að þolinmæði hans var
alveg á förum. “Eg vil ekki annars spyrja
þig en þess, hvert þú álítur hann sigurvænleg-
an fyrir Islam? Svaraðu mér nú með hrein-
skilni, og afdráttarlaust.”
“Afdráttarlaust svara eg þér, að ekki er
hann það. Og eins afdráttarlaust segi eg þér,
að það er mál til komið að hann sé það. Það
er skylda þín, að láta hann fara í þennan leið-
angur, svo hann fái að læra þá atvinnu, sem
á fyrir honum að liggja.”
Asad hugsaði fyrir sér, segir svo seinlega:
“Svo skal vera. Þú skalt fara þá, með Sakr-
el-Bahr, sonur.”
“Með Sakr-el-Bahr?” tók upp Fenzileh,
yfirkomin.
“Engan get eg betri fengið, til að kenna
honum.”
“Á sonur þinn að fara í leiðangur og þjóna
öðrum?”
“Til að læra,” mælti Asad, til leiðrétting-
ar. “Hvað annað?”
“Ef eg væri karlmaður, ó lind anda míns”,
sagði hún, “og ætti eg son, þá skyldi enginn
kenna honum nema eg. Eg skyldi svo skapa
hann og skepja, að hann væri mín eftirmynd.
Þetta er, ó ljúfi lávarður minn, skylda þín við
Marzak. Trúðu ekki öðrum fyrir að kenna
honum, því sízt þeim, sem eg treysti illa, þó
að þú haldir upp á hann. Farðu sjálfur í
þennan leiðangur og láttu Marzak ganga þér
næstan.”
Asad lét brýr síga. “Eg gerist gamall,”
mælti hann. “Eg hefi nú ekki komið á sjó í
tvö ár. Hver veit nema eg hafú týnt þeirri
íþrótt að vinna sigur. Nei, nei.” Hann vatt
við höfði og gerðist blíður og hryggur á svip-
inn. “Sakr-el-Bahr verður fyrirmaður ferð-
arinnar og ef Marzak fer, þá fer hann með
honum.”
Hún var ekki af baki dottin og hóf enn
máls, er vörðúr gekk í stofuna, kvað Sak-el-
Bahr kominn og bíða í hallargarði þess, er
herra hans vildi vera láta. Asad spratt upp,
hristi af sér Fenzileh, sem ætlaði að halda í
hann, og gekk út.
Hennar fögru augu fyltúst heift og ná-
lega döggvuðust af reiðitárum; eftir skamma
stund kvað við silfurskær hlátur þaðan sem
hinar óæðri konur höfðust við í húsi land-
stjórans; það hljóð lét illa í eyrum hennar,
með þeirri gremju, sem hún bjó yfir. Hún
klappaði saman lófunum og varð blótsyrði á
munni. Stúlka kom að vörmu spori, spora-
hvöt og ramlega vaxin, sem glímukappi, kol-
svört og nakin að beltis stað; þrælabaugum í
eyra hennar var af skíru gulli.
“Segðu þeim að hætta þessum skrækj-
um,” mælti Fenzileh til hiennar, svo sem til að
ausa úr sér gremjunni; “segðu þeim, að eg
skuli láta þær kenna á hríslunni, ef þær ónáða
mig aftur.”
Sú svarta fór og síðan varð hljótt, því að
þær konur í kvennabúri landstjórans, sem
minna voru virtar, gegndu Fenzileh betur en
honum sjálfum.
Þar næst tók hún son sinn með sér, að
vindauga, er vissi að hallargarði og vöndur
var í riðinn, í glugga stað; þaðan mátti sjá og
heyra, hvað gerðist útifyrir. Asad var að
segja Sakr-el-Bahr fréttirnar og hvað næst
lægi fyrir að gera.
“Hvenær gætir þú verið til? spurði hann.
“Hvenær sem þjónusta við Allah og þig,
útheimtir,” var svarið.
“Vel er það, sonur.” Asad lagði hendina
á öxl víkingslns, honúm var öllum lokið, svo
vænt þótti honum um, hve vel var við brugðið.
“Það er bezt, að þú leggir upp um sólarupp-
komu í fyrra málið. Skemri frest máttu varla
hafa til úndirbúnings.”
“Þá fer eg strax, með þínu lyefi, að segja
fyrir hvað gera skal,” svaraði Sakr-el-Bahr,
þó ekki væri hann áhyggjulaus út af þessum
asa.
“Hvaða galeiður ætlarðu að hafa?”
“Móti einni galeiðu Spánar? Mína snekkju
og ekki fleiri; hún mun duga, getur falizt i