Heimskringla - 06.03.1935, Blaðsíða 3

Heimskringla - 06.03.1935, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 6. MARZ, 1935 HEIMSKRINGLA 3. SlÐA. jönfnu sé vel möguleg í litlu landi með svo fáum íbúum, en samt er það vel hægt fyrir stærri þjóðir að læra mikið af þessum dæmum. Það er líkast til oft talað á Þjóð- ræknisþingum um að ungdóm- urinn ætti að læra íslenzkt mál. Það er æfinlega létt fyrir ungl- inga — og auk heldur fyrir út- lendinga — að læra eitt á ís- lenzku, og það er að blóta. — Hefði það verið nauðsynlegt fyrir mig að sti^nda nám í þeirri sérfræði, þá hefði eg sannarlega eitt gott tækifæri í fyrra sum- ar. Það var í samtölum við kaupmann, eða menn sem höfðu einhvern tíma á æfinni haft verzlanir á hendi. Þeir bölvuðu flestir stjórninni svo myndarlega, að það gæti vel hafa vakið aðdáun sem list — og sérstaglega veltu þeir sér yfir kaupfélögin með vel- völdum illyrðum. Kaupfélögunum hefir farið fram á íslandi þessi síðustu árin — en þó má næstum því segja að þau séu algerlega að drepa prívat-verzlanir. Fé- lögin fá ýms hlunnindi hjá stjóminni, og flestu er svoleiðis ráðstafað að bæta hag þeirra. Kaupfélag Eyfirðinga á Akureyri er hið voldugasta á landinu, hefir eina af stærstu byggingum á íslandi, og er rétt að segja að eyðileggja aðrar verzlanir í bænum, reknar af einstakling um. En kannske eg komi of ná- lægt hlutdrægni og umtali um eintóm pólitísk efni í þessum athugasemdum — en eg fylgi bara fyrirsögninni eins og hún var gefin mér af Fróns-nefnd- inni, og segi frá hlutunum “eins og þeir komu mér fyrir sjónir.” Eitt, meðal annars, sem hreif mig á íslandi var mentunarlífið í heild sinni — stofnanir, og lög viðvíkjandi fræðslumálum. Það er 'ekkert nýtt að segja íslend- ingum frá því, en það er eftir- tektavert fyrir aðkomumenn, vana við margt sem ólíkt er í þeirra eigin löndum. Til dæmis, ekki er ætlast til þess á íslandi að börnin læri að lesa og skrifa í skólunum. Þau eiga að læra það alt heima, og engir eru skyldugir að ganga á skóla nema frá því þeir eru tíu ára að aldri þangað til þeir eru fjórtán. Lögin viðvíkjandi fræðslu barna flytja margt sem er skemtilegt og fróðlegt að athuga — til dæmis, þessi grein: hvert barn sem er fullra 14 ára á ekki að- eins að geta lesið móðurmálið skýrt og áheyrilega og skrifað það nokkura veginn ritvillulau'st og mállýtalaust, en líka á það að “kunna utanbókar nokkur íslenzk kvæði, helzt ættjarðar- Ijóð og söngljóð, og geta skýrt rétt frá efni þeirra með sínum eigin orðum.” Það sem ier mest athugavert við þetta, að mér finst, er að Islendingar reyna ekki að láta formlega stofnanir sjá algerlega um menningar-áhrif á ungdóm- inn. Eg held að það sé villa sem við erum komnir í í þessu landi — við viljum láta skólana framkvæma allar skyldur okkar í því að menta bömin; við vilj- um láta kirkjuna og sunnudaga- skólann sjá fyrir kristilegri fræðslu og trúarlífsáhrifum; við viljum láta námsflokka og stofnanir kenna æskulýðnum heilbrigðisreglur, almennilega mannasiði, hreinlæti og hvað annað. Og jafnframt eru heim- ilin að vanrækja skyldur sínar, að tapa meir og meir þeirri stöðu sem þau hafa æfinlega haft sem bakhjarl réttsýnis, framfara og stöðugleika í þjóð- lífinu. íslendingar, sérstaklega í mentamálum, láta heimilið «nnþá bera þá byrði sem þau eiga réttilega að bera. Þó að unglingar á íslandi séu skyldir að ganga á skóla bara á meðan þeir eru frá 10 til 14 ára að aldri, þá ei* ekki umtali um mentamál lokið að því búnu. Það er ekki eins og kaupmaður í Minneota sagði — hann er nú dáinn — þegar hann var að lýsa ungdómsárum sínum heima á fróni. Hann var alinn upp í erf- iðum kringumstæðum, og fór fátækur unglingur til þessa > lands. Endurminningar hans um j ísland voru ekki svo glæsilegar. | Hann komst þannig að orði einu , sinni: “Já, það var bara tvent J sem þeir hugsuðu um fyrir okk- ur krakkana þar heima. Þeir höfðu fasta reglu að ferma okk- ( ur og bólusetja — og þá var skyldunni fullnægt. Þeir láta börain ganga á | skóla vanalega frá því þau eru | 7 ára gömul þangað til þau eru 14 — en það er langt frá því að það sé búið þá. Ásgeir Ásgeirsson, fyrverandi ráðherra, er nú við fræðslu- málastjómina, gaf mér í fyrra sumar ýmsar upplýsingar um skólana á íslandi. Eg minnist með fáum orðum á ýmislegt í því sambandi: í öllu landinu eru nú 207 skólahéruð. Af því, eru 8 kaup- staðir, 31 þorp og 35 fastir skól- ar í sveitum . í 133 skólahéruð- um er farkensla. Tólf þúsundir unglinga á milli 6 og 14 ára er stærsti flokkur þeirra sem sækja skóla. Tala barnakennara á öllu landinu er nú —- í kaupstöðum, 148 (þar af 82 í Reykjavík) ; í föstum skólum utan kaupstaða, 105; farkennarar, 147. Auk hinna opinberu barna- skóla eru til einkaskólar, sem þá eru kostaðir af sértrúar- flokkum án styrks af almenna- fé. Er þá helst að geta kaþól- skra skóla í Reykjavík og í Hafnarfirði (tæplega 200 nem- endur), og adventistaskóli í Vestmannaeyjum (30 nemend- ur). Þessir skólar eru háðir eft- irliti fræðslumálastjórnarinnar. í Reykjavík er skóli fyrir mál- og heyrnarlaus böm, og líka skóli og vinnustofa fyrir blint fólk. Að loknu námi í barnaskóla geta börn átt kost á því að halda áfram námi í einhverj- um unglinga- eða gagnfræða- skóla, en það ter þó engin skylda. í kaupstöðufn eru gagnfræða- skólar en í þorpum og sveitum eru svonefndir unglinga- og héraðsskólar. Unglingaskólar starfa venjulega 3—4 mánuði á hverjum vetri; þeir eru í 16—20 skólahéruðum víðsvegar um landið. Aðal námsgreinar eru þar munnleg og skrifleg ís- lenzka og reikningui*. Héraðs- skólar eru fimm, tveir á Vestur- landi, tveir á Norðuralndi og einn á Suðurlandi. Á Austur- landi er auk þess einn hliðstæð- ur skóli, á Eiðum. I skólum þessum er tveggja vetra nám og eru jafnt fyrir pilta sem stúlkur. Tilgangur þeirra er að búa nem- endurna undir athafnalíf við íslenzk lífskjör, með bóknámi, vinnukenslu og íþróttum. Hér- aðsskólana mun að ýmsu leyti mega bera saman við dönsku lýðháskólana. * í Reykjavík eru tveir gagn- fræðaskólar — auk gagnfræða- deildir mentaskólanna — með rúmlega 250 nemendum. Aðrir gagnfræðaskólar eru í Hafnar- firði, ísafirði, Siglufirði, Akur- eyri, Neskaupstað og Vest- manneyjum, einn á hverjum stað — á Akureyri er auk þess gagnfræðadeild við Mentaskól- an þar. Nemenda-tala þessara skóla er í kringum 320. Náms- tími í gagnfræðaskólunum er 2—3 vetur. Markmið þeirra er að veita ungmennum, sem lokið hafa fullnaðarprófi baraafræðsl- unnar, kost á að afla sér frek- ari hagnýtrar fræðslu, bóklegr- ar og verklegrar, gera þá nýt- ari þegna þjóðfélagsins og hæfa til þess að stunda nám í ýmsum sérskólum. Mentaskólar, með 6 ára námsskeið alls, ieru tveir á land- inu, annar í Reykjavík en hinn á Akureyri. Svo eru margir sér- skólar — tveir verzlunarskólar í Reykjavík, kvennaskóli þar, og annar á Blönduósi, fjórir hús- mæðraskólar, tveir bændaskól- ar, iðnskóli í Reykjavík og iðn- námsskeið haldin sumstað- ar á hverjum vetri, stýrimanna skóli í Reykjavík, og kennara- skóli þar líka. Æðsta stofnunin, auðvitað, er Háskóli íslands, einn af yngstu háskólunum í heimi. Sjálfsagt. var þó grundvöllur hans lagður löngu fyrir 1911. Fyrst kom guðfræðisdeild 1874; svo var læknisfræði bætt við 1876, og lögfræði 1908. Háskólinn eins og hann er nú var stofnsettur 4 aldarafmæli Jóns Sigurðssonar, 17. júní, 1911, með því að kensludeild í heimspeki var bætt við. Nú munu vera um 170 stúdentar í háskólanum; af þeim stunda langflestir læknis- fræði eða lögfræði. Með aðeins þessar fjórar ken- sludeildir, þá er nauðsynlegt fyrir hvern þann sem vill fá æðri mentun í öðrum fræðum að fara utanlands til þess. — Stjórnin veitir slíkum nemend- um fjárstyrk. Íslendingar finna til þess að brýnasta nauðsyn þeirra sé nú að afla sér meiri tekniskrar menningar. Mikið befir verið um það rætt upp á síðkastið, og gæti vel skeð að einhver ráð til bóta verði möguleg í gegnum Háskólann sjálfan. Þeir hafa of marga lækna og lögmenn á íslandi. Það sem þeir þurfa helst með er að ungir menn fái mentun í tekniskum fræðum svo að þeir verði betur undir- búnir til þess að tryggja viðhald og framfarir fiskiútgerðarinnar og landbúnaðarins með öllum nýtízku umbótum, til þess að þeir geti notið mentunarinnar meir í gagnlegum störfum hversdagslífsins. Leiðándi menn viðurkenna þetta á íslandi, rétt eins og leiðandi menn hér í þessu landi vita það nú að það dugir ekki að undirbúa svo marga fyrir lífsstörf þar sem fjöldinn allur í þeim störfum getur ekki, undir þeim kring- umstæðum sem nú ríkja, séð fyrir sér. Margt annað festir sig í huga manns sem dvelur aðeins stutta stund á íslandi. Það væri ó- mögulegt að segja greinilega frá öllum þeim áhrifum og end- urminningum í einni ræðu — og eg reyni nú ekki að flytja þær hér í kvöld, þó að sumir séu kanske farair að halda að það vaki fyrir. Framfarir voru alstaðar auð- sjáanlegar á íslandi. Reykja- vík hefir stöðugt verið að vaxa; fólksfjöldinn hefir aukist um 1500 manns á hverju ári nú í áokkur ár. í sumar, þegar eg var þar, var verið að byggja 25 hús í vestur hluta borgarinnar og 55 íbúðir í austur hlutanum. Þýzkt fyrirkomulag hefir áhrif | á allar byggingar nú — Funke- stíllinn, svokallaður, stein-1 steypuhús með flöt þök, og fremur Ijót að utan, eftir mín- j um smekk. Að innan eru húsin ! afar vel vönduð. Það er kannske þjóðarsérkenni hjá Is- lendingum að lifa betra lífi en þeir hafa eiginlega efni á — það virðist oft vera svoleiðis í þessu landi, og máske að það sé svip- að því heima. Að minsta kosti sé eg í þessum nýju Reykja- víkur-húsum, alstaðar dýra og fallega húsmuni, nýtízku þæg- inda fyrir húsmæður, og öllu myndarlega og smekklega frá gengið . Málverk eftir íslenzka listamenn voru á veggjunum á flestum heimilum þar sem nokkur efni voru, og það var auðséð að fólkið lifir góðu lífi. Eg var mest af tímanum á ferðinni, heimsótti einn bæ eftir annan út í sveitum. Þar sem eg er alinn upp, í Minneota-bygð- inni, 'eru Islendingar sem komu að heiman fyrir 50 og næstum því 60 árum síðan. Þeir tala um sveitalífið eins og það var þegar þeir kvöddu landið. Því er sjálfsagt alveg breytt nú. Bað- stofulífið gamla er ekki lengur til, heimilisiðnaðurinn næstum því horfinn, fjölmennið á hverj- um sveitabæ orðið bara að gamalli sögu. Fólkið þar, eins og fyrir fáeinum árum síðan víðast hvar hér, hefir verið að streyma inn í kaupstaðina og höfuðborgina. Það er erfitt fyrir bændur að ráða vinnufólk, og búskapurinn er allur annar en hann var. Notkun sláttuvéla er að fær- ast í vöxt; framfarir eru smátt og smátt að breyta sveitalífinu. Kvenfólkið í einum hrepp notar sömu próanvélina — hún geng- ur hús úr húsi, og á fáeinum dögum er hægt að prjóna alt sem nauðsynlegt er fyrir vetur- inn. Heimilisfólkið safnast ekki saman í baðstofunum að þæfa, kemba, spinna, prjóna — og lesa sögumar upphátt — eins og það gerði fyrir mannsaldri síðan. Framfarirnar hafa verið margar — en þær hafa leitt með sér glötun margs þess sem fólk nú saknar. Það er svo margt sem ungur Vestur-íslendingur getur lært f því að heimsækja ættlandið sitt. Það sem mun dvelja lengst í minningu hvers þess manns sem fer þangað er hin aukna þekk- ing á þjóðerni sínu. Þjóðræknin sjálf er aflið sem dregur okkur saman á þessari stund. Við er- um meira eða minna í deilum um ýms mál, en eg held að við séum öll á sömu skoðun í því að gera hið ýtrasta til þess að varðveita þau dýrmætu öfl og sérkenni sem föðurarfur okkar flytur með sér. Það er margt í eðli íslendinga sem vel mætti gleymast. Á- greiningur, oft æstur og óum- burðarlyndur, skiftir voru litla þjóðbroti í flokka tímum saman. Heima á íslandi er æsingin og rifrildið í pólitíkinni, eins og er oft hjá okkur hér megin hafs- ins, lúalegur ósómi fyrir land- ið. Við Vestur-íslendingar höf- um enga pólitík okkar á milli sem hægt er að rífast um — svo í stað þess rífumst við um trú- mál, um persónur, og — einu sinni á hverjum þúsund árum — um heimferðir. Slfkum tilhneigingum — ef þáer eru í eðlisfari íslendinga — væri gott að gleyma sem allra fyrst. Það var séra Friðriki Hall- grímssyni að þakka að eg fékk tækifæri að flytja erindi í út- varpinu skömmu áður en eg fór frá ísiandi, í september í fyrra. í því minnist eg á baráttuna hér hjá okkur vestra að reyna að halda við íslenzkunni. Þar get eg ekki annað en viðurkent að málið sjálft deyr nú einhvern tíma, fyr eða síðar, hjá okkur. En samt er engin nauðsyn á því að gefast alveg upp — þó að málið í daglegu tali sé á för- um, það þarf ekki að fara að smíða líkkistu þess eða ráðstafa útförinni alveg strax. Stundum hugsum við um það að það muni vera mögulegt að halda við íslenzku eðli hér, en halda því þó við á ensku. Máske að eitthvað sé í þeirri skoðun. Það eru til öfl í föðurarfi vor- um, andlegar gjafir frá fornri tíð, verðmæt þjóðarsérkenni, sem ná út yfir takmörk tungu- máls. Þau getum við varðveitt þó málið týnist; þau getum við lagt fram sem hlut okkar í þess- ari samsettu menningu sem á að vera arður sambræðslu þjóð- flokkanna hjá okkur ,í þessu landi. En sjálfsagt eru þessi andlegu öfl bezt varin þegar málið sjálft fylgir þeim. Þegar eg kvaddilanda okkar heima í þessu útvarpserindi, mintist eg í niðurlaginu á föð- urarfin sem við tölum æfinlega svo mikið um, og h'ka á þau á- hrif sem ferðin hafði haft á mig. Ykkur öllum þakklátur fyrir ánægjulega og skemtilega sam- veru, ætla eg, með leyfi, að ljúka máli mínu í kvöld með sömu orðunum sem eg notaði þegar eg lauk erindinu á ís: landi: Ef lítið væri varið í þennan föðurarf, ef það væri bara þungt og málfræðislega erfitt mál sem ekkert fylgdi, eða ef endur- minningarnar væru um ómerki- lega sögu og ófrítt land, þá mundi það engan mun gera, þó að hann gleymdist strax. En þar sem hinn andlegi arfur okk- ar Vestur-ísl'endinga er eins dýrmætur eins og hann er, þá finst mér það beinlínis skylda fyrir skynsamt fólk að gera alt sem mögulegt er að varðveita hann og viðhalda honum. Ferð mín til íslands verður fyrir mig lífs-elixir um alla mína æfi; eg get nú haft svo miklu meiri not af öllum íslenzkum bókmentum, þar sem eg þekki betur landið, og það alt sem á bak við bókmentiraar er. Eg hefi séð landið sem ‘‘feðra hlúir beinum, og lífi ungu frjóvi fær hjá fomum bautasteinum.” Eg hefi kynst fólkinu sem lifir í þessu fagra og sögulega um- hverfi, og eg hefi lært að meta betur andlegu straumana sem eiga uppsprettu sína þar. Það er hægt að stunda margt, sjálfum sér til mentunar og fróðleiks, það er hægt að víkka sjóndeildarhringinn og auka þekkinguna á svo mörgum svið- um, sjálfum sér til uppbygging- ar og gagns. En þar sem svo dýrmætar gjafir liggja alveg fast við fætur manns, finst mér það auðveldast og gagnlegast að snúa sér fyrst að íslenzka arfinum. Þorsteinn Erlingsson, skáldið sem elskaði svo heitt landið sitt og gaf þjóð sinni svo marga fagra gimsteina ,í ljóðum sínum, lét í ljós nákvæmlega sömu hugmyndina með sinni venjulegu málsnild og hjartan- legri tilfinningu þegar hann orti: Og samt á auðnan ekkert haf, sem oss er trygt að beri í trúrra faðm, en gæfan gaf, og Gunnari aftur sneri. En þótt mætti af sonum sjá, hún sekkur ei til grunna, þú bíður, móðir, manna þá sem meira þora og unna. Og mjög af tímans tötrum ber, þín tign í sögn og ljóði, hver geislinn verður gull á þér, ef glampar ljós í óði. Og sittu heil með hópinn þinn og hniptu við þeim ungu: Þeir ættu að hirða um arfinn sinn, sem erfa þessa tungu. H. C. ANDERSEN Eftir Richard Beck, prófessor Frh. En Andersen fékk nú að reyna, að “sjaldan er ein báran stök”. Ofan á ástavonbrigðin bættist annað mótlæti. Á ár- unum 930—34 varð hann fyrir mikilli andúð heima fjrrir. Gagn- rýnendur fóru um verk hans ó- vægum orðum, og eigi sjaldan ósanngjöraum. Hins vegar verður því ekki neitað, að ýmis- legt mátti finna að ritum hans frá þessu tímabili. Þau eru, á köflum að minsta kosti, æði ó- þroskuð, skortir formfestu og listfengi, og innihaldið stundum harla létt á metum. Þess ber einnig að minnast ,að Andersen var úr hófi fram næmur fyrir hverskonar aðfinslum, og að í- myndun hans gerði eigi sjaldan, í þeim efnum, úlfalda úr mý- flugunni. Má því geta nærri, hversu honum var innan brjósts út af öllum árásunum. Það 14 við, að hann léti algerlega yfir- bugast. Hann var sem skip á sævi úti, er þrungnir hafsjóamir lemja svo, að við liggur að ak sökkvi. Sjálfsæfisaga skáldsins frá þessum árum ber glögg merki hins andlega ástands hans. í þessu ölduróti andstreymis- ins átti Andersen örugga höfn í húsi Collins. Og hér fann hann eigi næring hugarvíli sínu eða magnlausa meðaumkun, heldur kröftuga hvatning, sem var honum hin sannasta samúð. Skilningssljórri vinir hefðu án vafa alið á píslarvættiskend hans og sökt honum dýpra í vonleysið. Að ráði1 Collins fór Andersen í fyrstu utanför sína 1831. “Með iðjusemi og spar- semi,” segir hann, “hafði eg dregið saman dálitla fjárupp- hæð; ákvað eg því að dvelja nokkrar vikur í Norður-Þýzka- landi.” Tveim árum síðar hlaut And- ersen utanfararstyrk af al- manna fé; ferðaðist hann þá víða um meginland Norðurálfu, en dvaldi þó lengst á ítah'u. — Árangurinn af þessari för var skáldsagan Improvisatoren — (Talandi skáldið). Var útkoma hennar merkisviðburður í lífi höfundarins, því að hún aflaði honum skáldfrægðar víða um lönd, þó að mikið skorti enn á, að hann hlyti verðskuldaða við- urkenning heima á ættjörð sinni. Árið 1835 er eigi síður merki- legt í sögu Andersens fyrir það, að þá kom út fyrsta heftið af æfintýrum hans. En Andersen lék sérstaklega hugur á því, að vinna sér frægð sem leikritaskáld. Hafði það verið markmið hans alt frá æskudögum. Árið 1840 komu út tvö leikrit eftir hann, og þó annað þeirra næði hylli leik- húss-gesta, hlutu bæði harða dóma gagnrýnenda. Andersen, viðkvæmur að vanda, þótti leik- ritin sæta óverðskulduðum að- finslum; særði þetta hann mjög og varð til þess, að hann hrað- aði sér á ný af landi brott. Ýkjulaust mun mega kalla hann víðförlastan allra danskra skálda. Síðari hluta æfi sinnar fór hann utan nærri árlega. Fyrir þetta báru sumir honum á brýn skort á ættjarðarást. Sú ákæra mun þó næsta óréttlát. Eins og H. iSchwanenflugel, sem skráð hefir ágæta æfisögu skáldsins, bendir á, þá fór And- ersen eigi utan til þess að gleyma Danmörku, heldur sér til hugléttis og hressingar. — Ferðalögin auðguðu eigi lítið anda skáldsins og fjörguðu skáldgáfu hans. Erlendis var hann laus við andúðina og skilningsleysið, sem voru svo ó- sjaldan hlutskifti hans heima fyrir og lömuðu honum vængja- þrótt. Erlendis var hann hvar- vetna góður gestur. Andans skörungur og tignarmenni kept- ust um að sýna honum sóma. Geðjaðist Andersen vel að slíku, því að hann var æfilangt æði virðinga- og hégómagjarn. Og hver er sá, sem algerlega er laus við þessar kendir? Hitt er ann- að, að margir kunna að stilla þeim í hóf, að draga yfir þær skýlu; en Andersen kunni ekki þá list; til þess var hann of fölskvalaus, of barnalegur. — Hann kom til dyranna eins og hann var klæddur. Annars eru hin miklu ferða- lög Andersen árangurinn af einum aðalþættinum í skapgerð hans: — ríkri æfintýra-' og út- þrá. Það var hún, sem knúði hann snauðan smábæjar-piltinn, til þess að leita gæfunnar í höf- uðborginni. Það var hún, sem knúði hann til þess, að leggja í lengferðalög fram á elliár, er hann var hrumur orðinn og far- inn að heilsu. Á þeirri tíð vora ferðalög miklu örðugari og tímafrekari en nú gerist. Er Andersen fór fyrstu ferðir sínar, voru eimskip nýkomin til sög- unnar og hestvagnar voru aðal farartækin á landi. En Ander- sen lét hvorki skort á hentug- um fartækjum né aðra örðug- leika hamla sér. Þessi lang- ferðalög sýna enn betur, hversu máttug var útþrá Andersens, þegar þess er gætt, að hann Frh. á 7. bls.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.