Heimskringla - 06.03.1935, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 6. MARZ, 1935
HEIMSKRINGLA
5. SÍÐA
Eg hefi aldrei séð né heyrt frú
Jakobínu Johnson, en eg veit
að hún er ættuð úr Þingeyjar-
sýslu og fluttist 5 ára gömul
vestur um haf með foreldrum
sínum, Sigurbimi Jóhannssyni
skáldi og konu hans Maríu
Jónsdóttur. Þau settust að í
Manitobafylki, í svo kallaðri
Argylebygð. Landslagið þar er
öldumyndað láglendi skógivaxið
og vötnum skreytt. Jörðin er
frjósöm og sveitin búsældarleg.
Um hana segir Sigurbjörn með
tilhti til landnemanna:
“Sem blómleg, fjáð og
broshýr snót,
þeim bauðstu faðminn góða.
Þú gafst þeim kjark í hug
og hönd,
er hagsæld myndi flýta.
þeir tengdu við þig trygðabönd,
er trautt þá fýsir slíta.”
Við brjóst þessarar sveitar og
blæ Manitobafylkis ólst Jakob-
ína upp . Þar ól hún sínar
bernskuvonir í brjósti og
'dreymdi sína framtíðardrauma.
Og það liggur í hlutarins eðli,
að skrautlegir blóma- og trjá-
garðar, blómlegir akrar, lauf-
græn tré og blikandi stöðuvötn,
hafa ofist inn í draumana, og
sett á þá sinn svip og sína feg-
urð og gefið þeim sinn mátt.
ÍLöngu seinna, þegar hún sem
fuUorðin kona fer að yrkja
koma áhrifin fram í ljóðum
hennar. Þegar hún minnist á
bernskustöðvarnar sínar, talar
hún um tignar rauðar liljur og
bláklukkur, og að á hverjum
teigi búi fagurt loforð. Hún
segir meðal annars:
“Hér laða sléttir vegir, en alda
á ökrum rís
og óvænt smávötn blika miUi
hóla”.
Öll fegurð náttúrunnar, bæði
stórbrotin og smágerð, seiðir
huga hennar til sín, og við þessa
fegurð finnur hún hugró og
starfsgleði:
“Senn grænkar — ó, sú unun,
því engin fegurð jafnast
við endurfæðing skógarins, ný-
útsprungin blöð.
Er ghtra þau og titra í geUsum
morgunsólar,
frá glugganum eg sný mér til
starfa minna g4öð”.
En samfara þessum og öðr-
um fleiri canadiskum áhrifum í
kveðskap frú Jakobínu finnur
maður þar einnig sterkan ís-
lenzkan andblæ og einhverja
djúpstæða ástarþrá til þess, sem
er íslenzkt og tU íslands, sem
hún hefir hvorki séð eða notið
að neinum mun. Ber slíkt ó-
tvíræðan vott þess, hvað hún
er íslenzk í eðh sínu, og Uka svo
það, að þrátt fyrir canadiskt
umhverfi hefir heilsteyptur ís-
lenzkur andi leikið um hennar
sál. íslenzkar sagnir og íslenzk
kvæði hafa náð sterkum tökum
á tUfinningum hennar og eign-
ast veglegan sess í hugarheim-
kynnum hennar. Því til sönnun-
, ar má benda á þessi gullfaUegu
erindi:
Þú ástkæra land minna áa,
umgirt af hafinu bláa
með kórónu jökla sem byrgja
inni bál,
þín hugðnæmu ljóðin mig hylla,
og hjarta mitt eldmóði fylla.
Þau eru þín ódauðleg sál.
Það faðir minn forðum mér
kendi,
og fast það í sál mína brendi,
með kærleikans 'eld er í augum
mér skein:
Ef varðveitir arfleifð þíns anda
þér ekkert í heimi má granda,
og dauðinn er dagrenning ein.
í ljóðum sínum hefir skáld-
konan einnig komið til íslands.
Hún sér það í stórfenglegri sýn-
og ferðast í huganum um fjöll
Duldar undir
Þeim sorgar hjör, er sveiflar nomin grama
Og sárust fylgir voðaholund leynd
Vor sjálfra er því syndin leiði-tama
Er sú að bægjum hug frá eðlisgreind.
Ef húmið geigvænt hugans fylgsni mæðir
Og hjartað dapurt nær ei stundarfrið
Um lífsins upptök dauðans nepja næðir
Og naktri sálu engin leyfir grið.
Þá hjartað gramt við heiminn einrúm fýsir
Og hatursnóttin ferleg legst þar að,
í staðinn fyrir elsku er alheim lýsir
Nær ógn og skelfing þínum hjartastað.
Og kveinstafirnir kljúfa húmið svarta
í hversdagsleit, urn hæpin sálar grið,
Með vonameista í veiku gremju-hjarta
Er verði til að gefa sektar-frið.
Hin heita bæn frá hjartans insta grunni
í hæðir leitar, til að biðja um náð
Og blessun dýr frá drottins náðar brunni
Þá drýpur niður á geðið sýkt og hrjáð.
Og guða neistinn lýsir sjúka sálu
Og sorgartregans grimmilega djúp,
Og veitir sælu sinni geisla þjálu
Og sálin nærist hrygg, en vonagljúp.
Svo þiðnar ís í andans köldu þeli
Við orkustreymi sanna kærleikans
Er léttir öllu armæðunnar éli
Og eilífð skapar kringum hérvist manns.
Það hnossið dýrst frá himins dýrðarsölum
Og huggun blíð, er drottins náðargjöf
Er sviftir lífið döprum dauðakvölum
Og daginn lýsir fyrir handan gröf.
Því andar vaka elsku ljósi prýddir
Um allan trega þinn og harma mál
þeim sakleysisins bjarta búning skrýddir
Er birtu guðsdóms skreyta hreina sál.
M. Ingimarson
þess og firnindi. Og samfara því
sér hún álfana í klöppum,
dvergana í steinum og for-
ynjur og tröll í hömrum og
hamragiljum. Fornaldarsögurn-
ar svífa fyrir sjónum hennar
með sína gullöld og glæstu
hetjur.
En burtséð frá þessu öllu, sem
fram kemur í þeim kvæðum, er
eg hefi séð eftir frú Jakobínu,
þá verð eg að geta þess, að mér
finst hún fyrst og fremst fulltrúi
móðurelskunnar og móðurum-
hyggjunnar á sviði ljóðlistarinn-
ar, enda minnir mig að hún hafi
hlotið þann heiður að vera köll-
uð “móðurskáldið”. Eg hygg
að engin íslenzk kona hafi túlk-
að betur en hún þær tilfinningar
og hughræringar, sem eiga sér
stað hjá móðurinni gagnvart
baminu sínu. Eg skal til dæmis
benda á eitt erindi úr kvæði er
skáldkonan nefnir “Móðurljóð”.
Það er á þessa leið:
“Hver girnist heimsins hylli og
frægð,
sem hefir reynt þá sælugnægð,
er máttug breytir mæðukjömm
þú móðir nafn á bamsins vör-
um!
— Á augnabliki einu eg skil
hin æðstu laun, sem Guð á til.
1 öðru kvæði, sem heitir
“Vögguljóð”, segir móðurskáld-
ið þetta:
“Og er hann mælir: Mamma —
þá man eg ekki neitt,
nei, ekkert, sem mér amar, eg
er ei vitund þreytt.
Jú, eg hefi áður unnað, en
aldrei svona heitt.”
Þegar Jakobína Johnson gef-
ur út í einni heild öll sín ljóð,
þá er eg sannfærður um það,
að íslenzkar mæður kaupa bók-
ina hennar, og þá mun fyrst
koma vemlega vel í ljós sann-
leikur þessara ummæla um
skáldkonuna:
“Mörg hefir áður móðir unnað,
mörg hefir vakað, tárast, beðið,
fáar betur frásögn kunnað,
fáar betur um það kveðið.”
Þessir örfáu drættir sem eg
hefi bent á í skáldskap Jakob-
ínu, eru aðeins til þess að vekja
athygli manna á henni og henn-
ar hæfileikum, en ekki til að
skapa neina heildarmynd af því,
sem hún hefir ort. Til þess
brestur mig þekking, því eg hefi
aðeins séð nokkur kvæði henn-
ar. En út frá því sem eg hefi
lesið eftir hana, og út frá því
sem eg hefi sagt finst mér hún
vera canadisk með birturíkan
huga og vonglöð, og umvafin
canadisku blómaskrúði og skóg-
arilm. En hún er líka íslenzk,
með andarfar, líkt því sem hún
gæti sagt:
Þín fomöld og sögur mér búa
í barm
og bergmál frá dölum og hörg-
um.
Þín forlög og vonspár um
frægðir og harm
mér fylgt hafa að draumþing-
um mörgum.
Þinn svipurinn ljúfi, þitt líf og
þitt mál,
í lögum þeim hljóma, er kveður
mín sál.
En fyrst og síðast er hún hin
elskuríkasta móðir, sem er
gagntekin umfram alt af hinum
helgu og djúpu tilfinningum
móðurhjartans. Hún á líka 7
böm. Og hið mikla og góða
verk, sem hún hefir afkastað á
sviði bókmentanna hefir hún
unnið í þeim frístundum, sem
starfsbundin og umhyggjusöm
móðir á völ á.
Allar þyðingar sínar á ís-
lenzkum ljóðum og leikritum
hefir frú Jakobína leyst ágæt-
lega vel af hendi, að þeirra
dómi, sem það hafa rannsakað
best, enda verður henni skipað
á bekk með hinum bestu ís-
lenzku skáldkonum, sem yrkja í
bundnu máli. Æskilegast væri
að hægt yrði að bjóða heim öll-
um þeim Vestur-íslendingum
sem með dugnaði sínum og
hæfileikum hafa aukið álit og
hróður hins íslenzka þjóðernis,
og ef til vill verður það hægt.
En eg hygg að heimboð sé í
augum þeirra ekkert metnaðar-
atriði eða kappsmál, hitt er
þeim fyrir mestu, að fá héðan
að heiman skilningsríkan bróð-
urhug og einlæga vináttu, burt-
séð frá því hver það er, sem
kemur til að gleðjast með oss
hér heima litla stund.
Vonandi verður koma frú Ja-
kobínu Johnson og dvöl hennar
hér heima hin ánægjulegasta,
vonandi láta íslendingar hér
heima hana finna að hún er ein
af þeim, en ekki útlendingur.
Vonandi verður sólarlag hins ís-
lenzka þjóðernis í Vesturheimi
fagurt í sambandi við dögun
austur-íslenzku bróðurelskunn-
ar, eins fagurt og hið fegursta
sólarlag hér heima.
Þorgeir Jónsson
—Vísir.
ÚTVARPSMESSANí
SAMBANDSKIRKJUNNI
—á sunnudaginn var 3. þ. m.
tókst ágætlega. Ræða og söng-
ur heyrðist prýðilega innanbæj-
ar og út um bygðir og var hvor-
tveggja af hendi leyst með snild.
Hafa “Hkr.” borist fjölda fregn-
ir þessu aðlútandi. Meðal þeirra
bréfa er borist hafa utan af
landi, eru' þessi er bárust inn á
skrifstofu blaðsins í morgun:
Símskeyti frá Grand Forks
Rev. Jakob Jónsson,
906 Banning St.
Service heard clearly and
greatly appreciated, hearty
thanks, cordial greetings.
Richard and Family
Baldur, Man., 4. marz
Innilega þökk fyrir þá inndælu
ræðu og söng er var útvarpað
frá Sambandskirkju í gærkveldi.
Eg er blindur og rúmfastur,
er 87 ára.
Það var eins og presturinn
stæði við rúmið mitt, því svo
skýrt kom útvarpstækið með
hvert einasta orð.
Mitt hjartans þakklæti til séra
Jakobs og allra er stóðu kostn-
að þessa útvarps.
Eg legg hér með einn dollar.
Sæmundur Árnason
Akra, N.D., 4. marz
Mér finst það vera skylda
mín að láta þig vita að á sunnu-
daginn 3. marz 1935, var sam
ankomið á heimili bróðir míns
B. Þorvarðsonar um 20 manns
til þess að hlusta á ræðu séra
Jakobs Jónssonar, sem var út-
varpað frá kirkju Sambands-
safnaðar. Öllum kom saman um
að ræðan hefði verið með þeim
beztu sem að þeir hefðu heyrt
og svo heyrðist ljómandi vel til
ræðumannsins.
Með þakklæti til ræðumanns.
Vinsamlegast
J. J. Thorvarðson
Elkhom, Man., mar. 3
The Pastor,
Icelandic Federated Church,
Winnipeg, Man.
Dear Sir:
My wife and I just finished
listening to your service broad-
cast over CKY, and I fleel impel-
led to voice our appreciation.
The whole service as well as
the sermon appealed to us, and
we felt that it was brought to a
splendid climax by the fine
rendering of “Ó guð vors
lands”. When we of the young-
er generation of Icelandic-Can-
adians are so stirred by listien-
ing to the hymns we first leam-
ed in our mothertonguie, we
can imagine how grateful the
older people must be for this
opportunity.
Again, accept our sincere
thanks.
Yours tmly,
Halldór J. Stefánsson
ÆFIMINNING
JÓHANNA ÁSGEIRSDÓTTIR
JÖRUNDSSON
Hún fæddist 26. apríl árið
1868 á Kýrunnarstöðum í
Hvammsveit í Dalasýslu á ís-
landi. Foreldrar hennar voru
Ásgeir Jónsson og Þuríður Ein-
arsdóttir, hjón þar. Þuríður var
fædd á þessum bæ og ól þar
allan aldur sinn, en Ásgeir var
ættaður úr Barðastrandarsýslu.
Jóhanna heitin dvaldi á heim-
ili foreldra sinna, þar til hún
giftist 28. sept. 1888 Guðbrandi
Jörundssyni frá Hólmlátri á
Skógarströnd í Snæfellsnes-
sýslu. Eftir að þau Guðbrand-
ur og Jóhanna giftust dvöldu
þau eitt ár á Kýrunnarstöðum
með foreldrum Jóhönnu, en
reistu svo bú á Teigi í Hvamms-
sveit og voru þar eitt ár. Þaðan
fluttust þau að Saurum í Lax-
árdal og bjuggu þar tólf ár.
Árið 1903 fluttust þau vestur
um haf. Voru þau fyrst í Win-
nipeg og lagði Guðbrandur þar
fyrir sig trésmíði, enda hafði
hann numið þá iðn á íslandi og
unnið þar allmkiið að kirkju-
byggingum og öðru smíði. En
með því að honum leizt svo á,
að afarasælla mundi verða úti
á landsbygðinni með stóran hóp
bama, fluttust þau innan
skamms út í Grunnavatnsbygð-
ina og námu þar land. Dvöldu
þau fyrst í stað á heimili
Daníels Sigurðssonar meðan
verið var að koma upp skýli á
heimilisréttar landinu. Er Dan-
íel mágur Guðbrands. Guð-
brandur nam land alllangt norð-
ur af Otto pósthúsinu og á því
bjuggu þau hjónin 22 ár og
komu upp fjölskyldu sinni. Fyr-
ir tíu árum brugðu þau búi og
fluttust til Lundar, þar sem
þau hafa síðan átt heimili, að
undanteknu einu ári eða svo,
sem Guðbrandur dvaldi á ís-
landi.
Tvö systkyni átti Jóhanna á
íslandi: Salbjörgu, konu Bjarna
í Ásgarði í Dalasýslu, er hún
dáin fyrir tveimur árum, og
Guðjón bónda á Kýrunnarstöð-
um, sem enn er á lífi.
Böm þeirra Guðbrands og Jó-
hönnu, sem á lífi eru, em þessi:
Ásgeir, ókvæntur, býr á heimil-
isréttarlandi föður síns; Krist-
inn, giftur Láru, dóttur Jóns sál.
Jónassonar, er síðast átti heima
á Lundar, býr nálægt Oak
Point; Óskar Hólm, giftur konu
af enskum ættum, Grace að
nafni, býr við Otto pósthús;
Guðjón Franklin, ókvæntur, hef-
ir verið með foreldrum sínum;
Herdís, gift Guðjóni Jónssyni
Þorkelssonar við Lundar; Kri-
stín, gift skozkum manni; Aðal-
heiður, gift manni af írskum og
skozkum ættum, og Þuríður.
Þrjár þær síðast nefndu eiga
heima í Los Angeles í Cali-
fomíu. Sex barnabörn eru einn-
ig á lífi.
Jóhanna sál var greindarkona
og sérlega listfeng. Hún var á-
gæt húsmóðir og stundaði
heimilisstörf sín mjög vel; góð
móðir, vinföst og vinamörg. —
Trúhneigð mun hún ávalt hafa
verið, en þó umburðarlynd og
Þér sem notið—
TIMBUR
KAUPIÐ AF
THE
Empire Sash & Door
CO., LTD.
Birgðlr: Henry Ave. East
Sími 95 551—95 552
Skrtfstofa:
Henry og Argyle
VERÐ - GÆÐI - ÁNÆGJA
óafskiftin um skoðanir annara í
þeim efnum. Er hennar mikið
saknað af hennar mörgu vinum
og kunningjum. Maður hennar,
sem nú er kominn yfir áttrætt,
en er þó enn' em vel og heilsu-
góður, á góðum lífsförunaut á
bak að sjá, sem með honum
hefir aflokið miklu og oft erf-
iðu starfi. Heilsa hennar var
lengi fremur veil. Hún andaðist
25. janúar síðastliðin, og var
jarðsungin á Lundar af séra
Jóhanni Friðrikssyni að mörgu
fólki viðstöddu. Sá sem þessar
línur ritar, talaði einnig nokkur
kveðjuorð.
G. Á.
FRÁ ÍSLANDI
Frá Hornafirði
4. febr.
í Homafirði er nú verið að
undirbúa vertíðina. — Vélbátur-
inn Birkir sem annast flutninga
austan að kom í gær með 50
smálestir af salti. Flaut hann
alla leið að bryggju útgerðar-
hússins á Höfn. Þykir það benda
ótvírætt á að tilraunir þær, siem
gerðar hafa verið í vetur til
dýpkunar bátalegunni inn á
Höfn, hafi borið nokkum á-
rangur.
* * *
Starfsafmæli
Akureyri 5. febr.
Söngsveitin Krlakór Akureyr-
ar átti nýlega 5 ára starfsaf-
mæli og mintist þess með sam-
sæti. Stofnandi söngsveitarinn-
ar og söngstjóri frá byrjun hef-
ir verið Áskell Snorrason. Fé-
lagar eru nú um 40.
Kaupið Heimskringlu
Lesið Heimskringki
Borgið Heimskringlu
TILKYNNING
Hérmeð tilkynnist þeim er hafa í hyggju:
að kaupa hluti í undirrituðu félagi
að engir hlutir verða seldir eftir
1. April, 1935
Aðeins nokkur hundruð hlutir á
boðstólum til þess tíma
Lion Agricultural Implements
Limited
819-821 Somerset Bldg., Wpg. Phone 24 559
MINNA EN
lc VlRÐl AF
MAGIC
GERIR ávalt
GÓÐA KÖKU!
ttynoa.
Bakið úr Magic og eigið góða kökubakning
vísa! I»essi ábyggilegi baking powder er
notaður og nýtur meðmæla helztu matreiðslu
sérfræðinga í Canada, sökum þess að hann
gefur BETRI árangur. Pantið bauk nú strax.
• LAUS VIÐ ALÚN—Þessi setning á hverjum
ba.uk er trygging ytiar fyrir þvi atS Magic
Baking Powder er laus vitS álún og önnur
skaöleg efni. Búinn til í Canada.
EIGIÐ EKKI Á HÆTTU MISHEPNAÐA BÖKUN . .
t