Heimskringla - 22.05.1935, Page 2

Heimskringla - 22.05.1935, Page 2
2. SlÐA. HEIMSKRINGLA WINNIPEGr, 22. MAÍ 1935 LEGSTEINS MÁLIÐ Ófeigur Sigurðsson, bóndi í Albertabygð, reið á vaðið í þessu máli og verðskuldar fyrir það þakkir allra íslendinga. Alt er þó undir þvl komið, að til- lögur hans beri árangur og leiði til samhugs og samtaka. Heppi- leg úrslit málsins byggjast á því að engin misskilningur eigi sér stað á eðli og uppruna þessa mikilsverða fyrirtækis. Eg hefi haft bréfaskifti við upphafsmann málsins, og um leið átt kost á að glöggva mig betur á öllu því viðkomandi. Held því sú staðhæfing mín sé á sannleikanum bygð, að hér ræði eigi um myndastyttu, eða minnlsvarða re^stan við eiitt hvert þinghús landsins eða á almannafæri. Tillaga hr. Sig- urðssonar er að reistur sé sæmilegur legsteinn á gröf skáldsins Stephans G. Steph- anssonar, fjallaskáldsins fræga. Skoðun mín er að um leið og réttur skilningur er fengin á þessu atriði, þá sé stærsta spor- ið stígið til almennra samtaka. Og eigi kemur mál þetta í bága við það, að skáldinu sé reistur þjóðlegur minnisvarði, síðar, annaðhvort á ættjörðinni eða hérlendis. Það sem fólgið er í tillögum hr. Sigurðssonar miðar eingöngu að því, að reist- ur sé hæfilegur legsteinn á leiði skáldsins og því komið í fram- kvæmd með almennum sam- skotum. Flestir munu fúsir að ljá slíku fylgi, og margt smátt gerir eitt stórt. Engum getur þetta orðið deiluefni, eins og gæti átt sér stað með mynda- styttu — hvar hún ætti að standa o. s. frv. Legateinninn verður eigi aðskilin gröf hins látna, og þó íslendingar hafi löngum þótt deilugjarnir, þá er óhugsandi að þeir fái deilt um slíkt atriði. Stephan hvílir í moldu í ætt- argrafreit, sem er löggiltur og um leið óraskanleg eign ættar- innar. Grafreitur þar stærsta skáld Vestur-íslendinga hvílir, hlýtur að skoðast þjóðmerkur sögustaður. Og hugljúft ætti öllum íslendingum að vera að leggja eitthvað af mörkum til þess að sæmilegur legsteinn standi á gröf skáldsins. Eins mun vaka fyrir upphafsmanni þess máls, að grafreiturinn sé inngirtur með sementsteypu og til slíks vandað eftir mætti og möguleikum. Eina rödd hefi eg heynt í þeim anda, að legsteins mál þetta til- heyri aðeins Alberta-lslending- um og komi Vestur-íslending- um í heild eigi við! Gegn þeirri þrnögsýni er örðugt að finna heppileg orð, sem eigi séu brot á almennri kurteisi, og því bezt að láta slíkt eins og vind um eyrun þjóta. Stephan G. Stephansson var skáld 'þjóðarinnar í heild. Ljóð hans eru verðmæt eign íslend- inga, hvar á hnettinum sem þeir eru. Hann var listaskáld og gildi listarinnar nær til allra er hana kunna að meta. Hann var stórskáld og stórskáldin eru eigi bundin við neinn sérstakan stað, því áhrif þeirra eru ver- aldarvíð. Skáldandi hans var: “nóttlaus voraldar veröld þar yíðsýnið skín”. — Rímskáld þjóðarinnar blóta vanalega Braga við sérstök hátíðleg itækifæri og steinþegja í milli- tíðinni. Stephan var sí-kveð- andi, andi hans sí-starfandi. — Þannig orti hann sig sjálfan og hugsanir sínar, líf sitt og um- hverfi, inn í meðvitund allra er ljóð hans lesa og skilja. Samskot eru þegar byrjuð hér og þar við góðan árangur. Vonandi verða undirtektir ís- lendinga yfirleitt hinar beztu í þessu máli, sem hafið er yfir allar deilur — allan kirkjumála- ríg og flokkapólitík. Fullvissa mín er að ísenzku blöðin muni fúslega ljá máli þessu fylgi, með því að veita samskotum í legsteinssjóðinn móttöku og birta nöfn gefend- anna. Þeir, sem málið vilja styðja, geta þá sent tillög sín beint til blaðanna, eða til: O. Sigurðsson, Red Deer, Alta. “Ættjarðarböndum mig grípur hver grund, sem grær kring um íslendings bein.” (St. G. St.) O. T. Johnson 10021—95th St., Edmonton, Alta. HÁLF MILJÓN Áirð 1935 hygst ríkið að verja hálfri miljón króna til atvinnu- bóta. Á tveimu'r mánuðum þess sama herrans árs kaupir þjóðin áfengi fyrir hálfa miljón króna. Ef þannig verður haldið áfram alt árið, verða útgjöld einstakl- inganna til áfengiskaupa 3 milj. króna. Á sama tíma ver ríkið fli's HERMIT PORT and SHERRY Varin vín á því verði sem þér eruð fær um að borga' Góð vín verja líkamann . . . . en öllu fremur þegar þau eru varin með Hreinu Drugu Brennivíni . . . . en þannig eru HERMIT PORT og HERMIT SHERRY búin til . . . þetta er það sem eykur á hin ljúfu efnis- gæði þeirra og keim . . . þar bíður yðar regluleg hressing hafið þér ekki smakkað þau áður . . . og svo eigið þér eftir að verða hissa þegar þér fréttið um verðið . . . stærsta víngerðin í Canada veitir yður beztu vínin í Canada á því verði að þér fáið staðið yður við að nota þau hversdagslega til sæl- gætis. 26 oz. FLASKA . . $ .60 KASSI MEÐ 6 FLÖSKUM 3.00 %$ri$kí. CANADA'S Largest Winery ESTABLISHED 1874 NIAGARA FALLS ONTARIO “This advertisement is not inserted by the Government Liquor Control Com- mission. The Commission is not responsible for statement made as to the quality of produots advertised”. Vi milj. kr. til atvinnubóta. Þegar þjóðarbúið ver einni krónu til þess að bæta úr versta böli þjóðarinnar, atvinnuleys- inu, ver þjóðin sex krónum til þess, að viðhalda öðru álíka þjóðarböli, áfengisnautninni. Á ekki þetta eitthvað skylt. við vitfirring, er það ekki svo augljóst mál, að allir hljóti að viðurkenna, að áfengiskaup þjóðarinnar er hrein og bein vit- firring? Er það ekki auðsætt, að öllum góðum mönnum ber að hefjast handa og vinna gegn áfengisnautninni ? Hvernig á að vinna? Enginn einstaklingur er hlut gengur til slíkra starfa nema hann sé sjálfur albindindismað- ur, það er hið fyrsta, sem hver og einn verður að gera sér Ijóst, ef hann hefir löngun til þess að vinna gegn áfengisnautninni. Hið næsta, sem slíkur maður verður að skilja til hlýtar, er að starf hans kemur að mestum notum ef hann tekur þátt í skipulagðri vinnu, sem fram- kvæmd er á félagsrundvelli. í allri baráttu mannanna fyrir bættum kjörum og aukinni menningu er einstaklingurinn máttvana, nema hann sé liður í samtökum, sem vinna með ein- •beittni að settu marki. Alþýðublaðið vill því segja við hvern þann, sem vill vinna gegn áfengisnautninni: Þú verður að starfa á grund- velli albindindis, og þú átt helzt að starfa á félagslegum grund- velli. Allar umbætur á sviði á- fengismálanna verða að byggj- ast á þessum grundvelli fyrst og fremst. . En hvað um áfengislögin? Hr. Björn Blöndal löggæzlu- maður benti réttilega, á það í blaðinu í fyrra dag, að áfengis- lögin þurfti umbóta. Sannarlega eru áfengislögin hin mesta hrákasmíð, og sumt af því, sem löggæzlumaðurinn leggur til málanna, er til stórra bóta, en annað orkar tvímælis. Það er t. d. ekkert álitamál, að það er mjög mikils virði fyrir verkalýðinn, ef lokað væri á- fengisútsölunum á Akureyri og Siglufirði yfir sfldartímann. Þar sem löggæzlumaðurinn hins vegar bendir á áfengis- skömtun eftir áfengisbókum, þ. e. a. s. vill hverfa að hinu svo- kallaða Brattkerfi, sem Svíar hafa notað um alllangt skeið, verður ekki hjá því komist að minnast þess, að ýmsir helztu bindindisfrömuðir Svía líta svo á, að það hefi ekki reynst vel. Reynslu Svíanna þurfum við að kynna okkur vel áður en horfið yrði að því ráði. Þriðja tillaga löggæzlumanns- ins fjallar um það, að heimila engum öðrúm en áfengisverzl- uninni að senda áfengi með skipum eða öðrum farartækjum um landið. Þessi breyting er án alls efa til bóta, og þurfti að komast inn í áfengislögin á þinginu í haust. Að lokum þetta: Allir þeir, sem skilja nauðsyn þess, að vinna gagn áfengisnautninni — og þeir eru vonandi margir — ættu að hugsa vandlega um hvað helzt megi hér til vamar verða.—Alþbl. VopnaiSnaður Svíþjóðar í höndum Þjóðverja Sænski utanríkismálaráð- herrann skýrði frá því nýleg í sænska þinginu, að vopnaiðnað- ur Svíþjóðar væri að miklu leyiti í höndum útlendinga, eink- um Þjóðverja. Þetta hefir komið í ljós á á- liti nafndar þeirrar, sem nýlega var skipuð til þess að rannsaka vopnaframleiðslu og vopnasölu Svíþjóðar og koma fram með tillögur um stjómareftirlit. Það er Kruppsfélagið þýzka, sem mest ítök á í sænsku vopnasmiðjunum og sænska flugvélasmíðin er að mestu í höndum þýzka Junkerfélagsins. FRÁ ÍSLANDI Elsti prestur landsins Þ. 24. apríl mánaðar var séra Guttormu'r Vigfússon á Stöðv- arfirði nítutíu ára, og er nú, að því er bezt verður vitað, elztur núlifandi lærðra manna hér á | landi. Hann er fæddur árið 1845 í Hvammi á Völlum á Fljótsdalshéraði. Lifir hann einn af þrettán sambekkingum úr Mentaskólanum. Séra Gutt- ormur gegndi prestsembætti í 53 ára samfleytt, 2 ár á Ríp í Hegranesi, 2 ár í Saurbæ í Eyjafirði, 12 ár á Svalbarði í Þistilfirði og 37 ár að Stöð í Stöðvarfirði. Átti hann heima í Stöð í 44 ár frá 1888 til 1932, að hann fluttist þaðan ásamt konu sinni, sem er 14 árum yngri en hann. Dvelja þau síð- an hjá syni sínum Benedikt kaupfélagsstjóra á Stöðvarfirði. —Alþbl. * * * Gunnar Hansen leikstjóri Samkvæmt frétt frá sendi- herra Dana hér, hiefir Gunnar Hansen, sem hefir verið leið- beindandi Leikfélags Reykjavík- ur í vetur, verið ráðinn leiðbein- andi við Aarhus Teater á næsta leikári. * * * Sigurður Sigurðsson skipaður berklayfirlæknir landsins •Sigurður Sigurðsson læknir hefir veirð skipaður berklayfir- læknir landsisn. Hann er einn af yngstu lækn- um landsins og kom heim í fyrra eftir langa dvöl við fram- haldsnám á sjúkrahúsum í Dan- mörku og víðar. Gegnir hann því ekki lengur almennum læknisstörfum. * * * Guðmundur Ásbjörnsson settur borgai^stjóri fyrst um sinn Rvík. 5. apríl Á dagskrá bæjarstjórnar í gær var m. a. ráðstöfun borg- arstjóraembættisins. Urðu engar umræður um það mál. Pétur Halldórsson lagði til, að Guðmundi Ásbjörnssyni yrði falið að gegna borgar- stjóraembættinu til bráða- birgða, og var það samþykt með 8 atkvæðum gegn 2. Telja má víst, að borgar- stjóraembættið verði auglýst laust og umsóknarfrestur sett- ur. Er það auðvitað að eins formsatriði, þar sem gera má ráð fyrir ,að Sjálfstæðisflokk- urinn geti komið sér saman um, hver skuli gegna þessu forystu- hlutverki fyrir flokkinn. Eru þó nú þegar risnar upp miklar og háværar deilur um það, hver skuli hljóta starfann, og eru helztir tilnefndir í hann: Gísli Sveinsson sýslumaður, Ja- kob Möller, Magnús Jónsson, Thor Thors, Bjarni Benedikts- son, Guðmundur Ásbjörnsson og Valgeir Björnsson bæjar- verkfræðingur.—Alþbl. * * * Fulltrúar fslands á almælis- hátíð sænska þingsins Alþing ákvað að taka boði sænska þingsins um að senda fulltrúa á 500 ára afmælishátíð sænska þingsins, sem haldin verður í sumar. Hafa flokk- arnir tilnefnt einn fulltrúa hver. Stefán Jóh. Stefánsson fer fyr- ir hönd Alþýðuflokksins, Jónas Jónsson fyrir Framsóknarflokk- inn, Gísli Sveinsson fyrir Sjálf- stæðisflokkinn og Þorsteinn Briem fyrir Bændaflokkinn. * * * Prófessorsembættið í norræn- um málum og bókmentum laust við Hafnarháskólia Um þessar mundir er laust til umsóknar í Danmörku prófess- orsembættið í norrænum mál- um og bókmentum við háskól- ann í Kaupmannahöfn. Heimspekideild háskólans hefir nú skipað 5 prófessora, þá Vilhelm Andersen, Bröndum Níelsen, Hans Brix, Carl Roos og Valdemar Velel til þess að velja mann í embættið. Umsækjendur eru 14. Ekki er afráðið enn hvort samkepnis- próf verður látið fara fram. f SJÖ ÁR VIÐ HVALVEIÐAR f SUÐURHÖFUM Eftir Sigurð Norðfjörð hvalveiðara Af því að eg hefi verið spurð- ur að því, þá skal eg geta þess, að eg er ættaður frá Mjóafirði og síðan eg var 15 ára gamall hefi eg stundað sjómensku, fyrsÆu tvö árin sjóróðra sem há- seti, en þegar eg var 17 ára gamall, varð eg formaður í Vestmannaeyjum. Árið 1919 fór eg út og lenti í Noregi. Þaðan fór eg undir eins í siglingar og sigldi á næstu árum á stórum gufuskip- um sem háseti víða um heim- inn, en, aðallega þó til Canada, ÁstraMu og Afríku. Þegar eg á að fara að skrifa um það, sem á daga mína hefir drifið þau 7 ár, sem eg stund- aði hvalaveiðar í Suðurhöfum, þá veit eg satt að segja ekki á hverju eg á helzt að byrja. — Hvalaveiðar eru svo margþætt- ar og sögulegar og þær bjóða upp á svo fjölda mörg æfintýri og eru í sjálfu sér æfintýri. Á •eg að skýra frá því, hvernig hvalaveiðar fari fram, eða á eg að segja frá æfi okkar hval- veiðamanna? Eg held að ef eg færi út í þessa sálma yrði frá- sögnin alt of langdregin, og tel eg því bezt að segja undan og ofan af þessum 7;ára hvalveiða- starfsárum mínum. Síðar vildi eg gjaman, ef Alþýðublaðið æskti þess, skýra frá ýmsu, sem eg verð að sleppa að þessu sinni. Eg stundaði hvalaveiðar 7 ár samfleytt og aldrei varð eg var við nokkurn íslending á hval- veiðaflotanum öll þessi ár, enda er mér ekki kunnugt um, að nokkur Islendingur að mér und- anskildum hafi á þessum árum stundað hvalveiðar með Norð- mönnum, en þeir eru mesta hvalveiðaþjóð heimsins. Árið 1926 var eg staddur í Seattle í Bandaríkjunum og þar réðist eg, mesit af tilviljun á norskan hvalfangara, “Kom- mandören” frá Sandefjord, og ætlaði hann til Mexikó. í fimm mánuði stunduðum við hvala- veiðar við eyju, sem nefnist “Macalinia B”. Eg var í þess- um túr háseti á skotbát. Við þessa eyju var lítill ihvalur, enda alt of heitt fyrir hann, og þó að við v.eiddum töluvert marga hvali, þá var lítið á því að græða, því að spik var lítið á honum vegna hitans. Laun mín í þessum túr voru 45 dollarar á mánuði, en auk þess hafði eg í “premíu” um 10 krónur af hverjum bláhval sem veiddist og 6 krónur fyrir hverja steypireiður, en þessi mismun- ur miðast við það, að hvalirnir eru svo misjafnlega spikmiklir. Þegar við vorum búnir að vera við “Macalinia B” í þessa 5 mánuði, fórum við aftur til Se- attle og þar var eg afskráður og við flestir, en þá fengum við fríar ferðir heim til Noregs, og fórum við með járnbrautarlest til New York og þaðan með Stavangerfjord til Noregs. — Reykvíkingar kannast við það skip, því að það kom hingað í fyrra eða hitit eð fyrra. Þegar eg kom til Noregs, gerði eg ekkert í tvo mánuði annað en að bíða eftir næsta hvala- leiðangri. Eg fór nú á hvalaveiðarann “Polaris” frá Larvik, og hét fé- lagið, sem geröi hann út, “Nil- son & Aloneson”. Nú fórum við suður í Ishaf. Ætluðum við að fara í gegnum ísinn og komast á sömu breidd- argráðu og Roald Amundsen, þegar hann fór til Suðurpólsins, og var skipstjórinn á “Polaris” kapt. Jessen, sem var með Ro- ald Amundsen. En það gekk ekki eins vel og við héldum í fyrstu að komast í gegnum ís- inn, og tók það okkur heila 28 sólarhringa. Komum við nú inn í Rosshafið, og þar stunduðum við veiðar mánuðina Janúar, febrúar og hálfan marz. I þessum leiðangri fengum við lítinn afla, aðeins 36 þúsund föt af lýsi. Ferðin frá Noregi og þar til við komumst gegnum ísinn og inn í íshafið tók okkur 122 sól- arhringa. Þegar við vorum hættir að fiska, fórum við til Rotterdam með lýsið og seldum það þar. i þrjú ár samfleytt var eg á “Polaris” og alt af sem há3tti eða sem 'önnur Skytta á skot- bát. Við hættum við að fara gegnum ísinn, en fiskuðum á 65 gráðu suðlægrar breiddar. Venjulegast er farið á hvala- veiðar frá Noregi 10—20 ágúst. Þegar eg fór af “Polaris” réðist eg á hið mikla skip “Kos- mos” ,en það er eitt stærsta hvelveiðaskip heimsins. Á því var eg í 2 ár sem háseti og önnur skytta á skotbát. Átta skotbátar fylgdu þessu skipi, og var hver þeirra 117 feita langur og hver bátur var með öllum hugsanlegum ný- móðins tækjum og yfirleitt voru bátarnir eins fullkomnir og frekast var hægt að krefjast. Bátarnir höfðu 750 hestafla vél- ar, þeir eru á stærð við línu- veiðarana hér, en auðvitað með alt annari byggmgu. Þeir gengu 13 mílur á klst. Á móðurskipinu “Kosmos” og bátunum voru alls 374 menn. Seinna árið sem eg var á “Kosmos” fengum við 200 þús. föt af lýsi, og er það mesita hvalaveiði, sem nokkum tíma hefir fengist í heiminum í ein- um leiðangri. Til skýringar skal eg geta þess, að þegar við vorum búnir að fylla móijurskipið “Kosmos”, sem tók 136 þúsund föt af lýsi, þá fengum við sendan til okkar í ísinn lýsisgeymi frá Noregi, og tók hann 71 þúsund föt, og hann fyltum við. Meira gátum við ekki fiskað, þar sem bæði geymirinn og skipið voru orðin full. Höfðum við þá fengið 1920 hvali í þessum leiðangri. Þegar við komum aftur til Noregs, þá fengum við þær fregnir að nú væri komið alt of mikið hvalalýsi á heims- markaðinn og öllum flotanum var lagt í hieilt ár. Þegar eg it. d. kom til Sande- fjord, lágu hvalveiðaskipin þar full of lýsi og geymarnir fullir í tugatali, en hvalveiðamennirnir gengu atvinnulausir í landi. Eftir eitt ár, eða árið 1933, byrjuðu veiðarnar aftur, og ætl- aði eg’ þá enn að stunda þessa atvinnu. Eg sótti því um skips- rúm á “Kosmos”, en mér til mikillar undrunar fékk eg það svar, að eg gæti ekki fengið starf þar aftur, og yfirleitt gæti eg alls ekki fengið framar pláss á hvalveiðaflotanum vegna þess, að eg væri íslendingur, eða útlendingur — og fór eg þá þegar hingað heim. Norðmenn eru duglegir við hvalveiðar, enda hafa þeir rak- að saman fé á þessum atvinnu- vegi, og nú er mér sagt að búið sé að 'selja alla framleiðslu þessa árs. Geysilegt erfiði fylgir þessari atvinnugrein fyrir alla þá, sem hana stunda, vosbúð, kuldi og vökur. Það er unnið allan sól- arhringinn svo að segja þegar hvalur er mikill, og enginn kveinkar sér. Eg vil t. d. geta þess, að við unnum á sjálfan jóladaginn frá hádegi. Laun eru allsæmileg, og eru skyttumar einhverjir bezt laun- uðu menn í Noregi. Það mun til dæmis hafa átt sér stað, að ein hvalaskytta hafi haft á ári 180 þúsundir króna, ien venju- legt kaup hjá skyttunum mun hafa verið 25 — 70 þúsundir króna. Venjulegir hásetar munu að jafnaði hafa haft 4—6 þúsundir króna. Þegar lagt er af stað á hvala- veiðar er hafður með ársforði af vistum. Og um borð í móð- urskipinu er alt, sem nöfnum tjáir að nefna. Þar eru búðir, sjúkrahús, læknar o. s. frv., enda má segja, að um borð í

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.