Heimskringla - 22.05.1935, Blaðsíða 4
4. SflDA.
HEIMSKRINGLA
ffeitnskrittjjla
(StofnuO lttt)
Kemur út A hverjum miOvikudegi.
Bigandur:
THE VTKING PRESS LTD.
853 oq SS5 Sargent Avenue, Winnipeg
Talsimia St 537
Ver8 blaSslns er »3.00 irv»n«urinn borgtot
ryrlrfram. Allar borganir sendlat:
THE VIKING PRESS LTD.
öll Tiðaklfta bréí btaðinu aSlútandl sendlat:
Manager THK VIKINO PRKSS LTD.
S53 Sargent Ave., Winnipeg
Ritstjóri STEFAN EINARSSON
UtanAskrift til ritstjórans:
EDITOR HKIMSKRINOLA
SSS Sargent Ave., Winntpeg
•‘Heímskringla” is publlabad
and printed by
THE VIKIMO PRKSK LTD.
SS3-8S5 Sargent Avenue, Winnipeg Man.
Telapbane: 86 617
WINNIPEG, 22. MAÍ 1935
ÍSLENZKIR ÞJÓÐHÆTTIR
Heimskringla hefir stundum getið
nýrra íslenzkra bóka þó henni hafi ekki
verið séndar þær. Hún sér ekki neina
goðgá með því framda þó það kunni að
vera gagnstætt venju blaða. Hitt er henni
ljóst, að það hefir stundum orðið til þess
að vekja athygli manna hér á góðum
bókum og hefir greitit fyrir sölu á þeim.
Sennilega hafa bókaútgefendur ekki tap-
að á því.
En á síðari árum virðist sem það hafi
lent mjög í útideyfu fyrir bókaútgefendum
í leit sinni eftir markaði, að senda blöð-
unum hér vestra sína andlegu vöru. —
Hefir oss stundum dottið í hug, hvort
það sé af því, er heyra má á mörgum
manni nýkomnum að heiman, en það er,
að þeir hafi ekki búist við eins ram-ís-
lenzku félagslífi hér og raun er á. En á
því er þó ekki að furða, þar sem í Can-
ada eru um 37 þúsund manns af íslenzku
bergi brotið og einar 12 þúsundir í Banda-
ríkjunum. Það sýnir talsverða heimila
ítölu. Og þau eru íslenzk í orðsins fylstu
merkingu að því er til fyrstu og annarar
kynslóðarinnar nær. Víðast á þessum
heimilum eru íslenzku vikublöðin keypt.
Vér efumst um, að önnur íslenzk blöð séu
því útbreiddari en þau.
Oss virðist það þess vert, að draga
athygli bóka útgefenda að þessum sölu
möguleikum og sjáum ekki að þeir geti
skaðast á því, að gefa blöðunum kost á
að vita um og ná í bækumar, svo þau
geti frá þeim sagt. Auk þess væru' þeir
með því að leggja góðan skerf til þess
máls, er bæði Ausitur- og Vestur-íslend-
inga varðar svo miklu, en það er andleg
samvinna milli þeirra.
Ein þeirra bóka, sem víðlesin ætti að
verða hér vestra, er hin nýútkomna bók
“íslenzkir þjóðhættir’’ eftir séra Jónas
Jónasson frá Hrafnagili. Þann ágæta
fræðimann munu flestir læsir íslending-
ar kannast við, og þeim mundi ekki síður
gagn og skemtun að lestri þessarar bókar
hans, en öðru sem hann hefir ritað. —
Bókin fjallar um þjóðhætti íslendinga á
18 og 19 öld. Hún lýsir atvinnulífi þeirra
og siðum utan húss og innan með gögn-
um sínum og gæðum, kirkju og átrúnaði,
hindurvitnum og öllu sem nöfnum tjáir
að nefna. Við margt af því mun lesand-
inn kannast en þó ekki alt og mun vart
hafa haft þess not. Prásögnin er látlaus
en skemtileg og efnið víða kryddað skop-
legustu sögum, en sem þó -eru ekki sagð-
ar vegna skopsins í þeim, heldur vegna
þess að þær eru sannar, og lifandi mynd
þess, sem verið er að lýsa. Bókin er hið
fyrsta heildaryfirlit yfir þjóðháttu, siði
og þjóðtrú íslendinga á síðari öldum og
því sérstakjt og merkilegt rit frá bók-
mentalegú sjónarmiði skoðað.
Enda þótt bókin sé skrifuð fyrir alt að
því 20 árum og ekki gefin út fyr en að
séra Jónasi látnum, hefir engin móða sezt
á gildi efnisins. Það er eins gott og þeg-
ar það var skrifað.
Um útgáfuna hefir hinn ágæti fræði-
maður Einar 01. Sveinsson séð, og má
um það með sanni segja að hann hafi
lagt gerva hönd á verkið, ekki aðeins að
því er útliti bókarinnar kemur við, heldur
og efninu sjálfu, með þeim ágætu skýr-
ingum og margvíslega fróðleik er hann
hefir aukið og bætt það með.
í bókinni er fjöldi mynda.
Við lestur þessarar þjóðlegu og fróð-
legu bókar, greip oss sama hu'gsunin og
við lestur bókar Crúðm. Finnbogasonar
“Islendingar”, að það væri viðhaldi ís-
lenzks þjóðemis hér mikil stoð, að bókin
væri hér á hverju íslenzku heimili. Slfkur
fróðleikur og í henni felst um síðustu
tvær aldimar, setur lesendann í spor áa
vorra og hann skilur meira að segja elztu
kyiislóð núlifandi manna hér betur en
hann annars mundi gera. Bilið, sem hér
er tilfinnanlega að myndast og stækkar
óðum milli hinna yngri og eldri og sem
óyfirstíganlegt verður, sé það ekki brúað
í tíma, minkar eða verður ekki eins ægi-
legt að minsta kosti, við lestur þessarar
bókar. Þeir einir sem reynt hafa að ala
böm sín upp í framandi landi og í fram-
andi þjóðlífi, skilja bezt, hvað átt er við
með þessu, því þeir og ef til vill þeir einir,
hafa kynni af því, hvað það er, að þekkja
ekki bömin sín af hugsunarhætti þeirra,
en sú er feynsla margra íslenzkra for-
eldra hér.
“Islenzkir þjóðhættir” eru stór bók um
500 blaðsíður og mun kosta sem næst
$5 í góðu bandi. Þeim er þetta ritar
hefir verið sagt, að bókin muni vera í
bókasafni Fróns í Winnipeg eða verði
þar mjög bráðlega.
SALA SKATTSKYLDRA HEIMILA
iSkrá er birt á hverju ári um sölu á
skattskyldum fasteignum í þessum bæ,
eignum sem skattur hefir ekki verið
greiddur af, eftir guðs og manna lögum,
að því er yfirvöldin halda fram. Það
skiftir nú ef til vill ekki miklu með sumar
af þessum skráðu fasteignum, eins og t.
d. þær sem enginn veit um hvort eigand-
inn að er ofan jarðar eða neðan. En
það eru íbúðarhúsin, heimilin, sem á
hverju ári birtast á skattsöluskránni og
sem seld eru ofan af höfðum eigenda
þeirra, sem ávalt eru fátækir, því annars
væri ekki um ógoldin skatt að ræða á
þeim, sem harðhnjóskulegt er að sjá
seld við hamarshögg.
Á skattsöluskránni eru í ár 2,250 fast-
eignir. Um 1130 af þeim eru heimili fá-
tækra einstaklinga eða illa stæðra, er á
þeim búa, en eftir söluna búa ekki á þeim
sem sínu heimili, verði þeim ekki
blátt áfram vísað á dyr. En hvað er
um það að tala. Það virðist ekki neitt
nærgöngult mannúðarkend bæjarráðsins,
sem meiri hlutinn af er nú skipaður
verkamannasinnum, þó veðlánsfélögin
taki þessi heimili úr höndum þeirra. Þau
greiða skattinn af þeim og það verður
auðvitað að sitja í fyrirrúmi. Þó að það
minni á kaupmanninn hans Shakespeare,
sem pundið af brjósta-kjöti skuldaþrjóts
síns heimtaði, þegar ekki var annað að
hafa, gerir það bæjarráðinu ekkert til.
Heimilið er tekið sem eigandinn hefir lagt
alt sitt í sem honum hefir áskotnast um
æfina og hann ann öllu öðru meira, af
því að hann hefir fórnað sér fyrir það og
fundið þar frið og fögnuð, sem annar
staðar er ekki að finna í þessu'm heimi.
Er það ekki að skera þjós úr brjósti hans,
að selja það fyrir skatti?
Af 729 heimilum sem seld voru fyrir
skatti síðast liðið ár, keyptu veðlánsfé-
lögin 551. í höndum þeirra lenda þau.
Og það er engu líkara, þetta skattheimtu-
fyrirkomulag, sem ríkjandi er, en að það
sé til þess gert að leggja spilin þannig,
að svo fari.
Á síðast liðnu ári nam sala skatt-
skyldra eigna helmingi minna en nú. En
þá gafst tækifæri að vinna af sér skatt-
skuldina og bjarga heimilinu í bráðina
við skurðavinnu, sem bærinn hafði með
höndum. Yfir 900 heimilum var bjargað
á þann hátt.
Hvað sem um aðrar skattskyldar eign-
ir má segja, er það hróplegt ef ekk-
ert verður gert af hálfu bæjarins til að
bjarga einhverju af þessum 1130 heim-
ilum. Ef þessu heldur áfram og fleiri
heimili verða seld fyrir skatti á næsta ári
en nú, verður þess skamt að bíða, að bær
þessi verði eign veðlánsfélaganna og íbú-
arnir leiguliðar.
Það hefir verið lagt til, að reynt sé að
innheimta skattinn mánaðarlega. Sú
greiðsluaðferð á skuldum er að fara í
vöxt og það getur vel verið, að hún yrði
affarasælli. En eigi að síður virðist erfitt
að sjá, hvar mánaðargreiðsluna á að
taka, þegar engin er vinnan.
NOKKRAR VÍSUR
Eftir Pál Ólafsson
Sá er þetta ritar hitti að máli nýlega
íslending hér vestra, er var nábúi Páls
skáld Ólafssonar og bjó á jörð er Páll
veitti honum ábúð á. Sýndi hann mér
ábúðar leyfisbréfið ritað með eiginhönd
og undirskrift Páls til sannindamerkis
um þetta. Barst talið brátt að kveðskap
Páls og kunni maðurinn urmul af vísum
eftir hann, er ekki eru í bók hans og
fæstar munu annarstaðar hafa verið
birtar. Kunni þulur þessi frá tildrögum
vísnanná vel að skýra. Er nú nokkuð
af þéssum vísum hér birt í von um að
lesendur Heimskringlu hafi skemtun af
að lesa þær.
Á Nesi í Lioðmundarfirði bjó Páll nokk-
ur ár, sem kunnugt er. Fer hann eitt
sinn til fiskjar með syni sínum Bimi. En
þeir munu heldur lítinn hluit hafa fengið,
sem vísa þessi ber með sér:
Það er ekki þorsk að fá í þessum firði,
þurru landi eru þeir á, en einskis virði.
Eitt haustið lógaði Páll kú, en keypti
aftur reiðhest. Þótti nágrönnum hans
það ekki sýna búmanns-hæfileika mikla.
Hesturinn var nú samt gersemi mesta og
hafði unnið í veðhlaúpum á 1000 ára
minningarhátíð Helga magra í Eyjafirði
1890. Hann hafði og um skeið verið eign
Grtönvolds kaupmanns. Þá gerði Páll
þessa vísu:
Nú hefi eg skorið koll af kú,
keyptur er Grönvoldsblesi.
Vísast er eg verði nú
vellríkur á Nesi.
Þegar prestkosning um Hróarstungu-
prestkall eða Kirkjubæ, fór fram (um
1890) og séra Eggert Pálsson og séra
Halldór Bjönssron, mágur Páls Ólafssonar
sóttu um það, veitti Páll auðvitað mági
sínum að málúm. Var sagt að hann
hefði haft vel í staupinu á kosningadaginn
og veitt óspart sínum liðsmönnum. Einar
Sigfússon á Stórabakka var gamall bóndi,
vinur Páls og nágranni, en var ófús að
greiða séra Halldóri atkvæði sitt. Hins-
vegar vildi hann ekki snúast á móti Páli
og sat því heima kosningadaginn. Hann
frétti að Páll hefði haft í staupinu og þá
kom þessi vísa á gang frá honum:
Flaska ein kom fundinn á,
flegtir kusu Halldór þá;
en aðrir vildu í Eggert ná
sem engum þeirra skyldi lá,
en flokkurinn þessi flöskuna ekki
fékk að sjá
Einar, höfundur þessarar vísu, hafði að
máltæki: “Ó-já, nú er heima.” Þegar
vísan berst Páli til eyrna kveður hann:
Einar minn ójá
ekki þorði á fundinn;
■heima í rúmi lágt lág
líkt sem væri hann bundinn.
Flösku hefði þurft þá
—því að smeik var lundin—
að hella on-í hundinn!
Hallur bóndi Einarsson á Rangá, Eirík-
ur Eiríksson oddviti í Bót og Snorri
Rafnsson hómópati í Dagverðargerði
voru allir móti Páli í áður nefndri prest-
kosningu. Þeir fylgdu séra Eggert að
máli en voru móti séra Halldóri. Þá komu
margar vísur á gang frá Hallfreðarstöð-
um (frá Páli) og eru á meðal þeirra
þessar:
Hallur varð í roði rýr
r..... við inn á palli.
Eg hefi betur einn, en þrír
í kosninga bralli.
Eiríkur í Bót sem býr,
berst hann um með Halli.
Eg hefi betur einn, en þrír
í kosninga bralli.
iSnorri þegar á borðið breitt,
breiðir forskriftir meðalanna,
vísdóm og gáfu sína að sanna,
sem að þó ekki gengur greitt.
Ef Eiríkur gönguseðla sína
samhliða þessu léti skína
Framtungu leiðarljósin skær
lýst hefðu betur þá í gær.
Nú fór prestkosningin þannig, að séra
Halldór hlaut eitt atkvæði umfram séra
Eggert. En séra Sigurður Gunnarsson
prófastur á Valþjófsstað, sendi biskupi
úrslit kosninganna, en biskup dæmdi
kosningúna ógilda og veitti brauðið séra
Einari Jónssyni, áður presti á Miklabæ í
Skagafirði og síðar á Hofi í Vopnafirði,
annálúðum manni, sem allir voru ánægðir
með. En nokkru síðar var séra Sigurður
Gunnarsson kosinn alþingismaður í Norð-
ur-Múlasýslu. Þá gerði Páll þessa vísu
(og mun hún áður prentuð) :
Sendið ekki hann Sigga á þing,
sem að laug í biskupinn!
Sýslunni er það svívirðing;
svo er hann líka frændi minn.
Páll Ólafsson var talinn atkvæðalítill
þingmaður. Sagði svo einhver andstæð-
ingur hans, að hann hefði haldið eina
ræðu á þingi og hún hefði verið þannig:
“Eg er á sama máli og síðasti
ræðumaður.” En þebta er nú
hætt við að séu ýkjur.
Tveir alnafnar bjuggu í sömu
sveitinni: Sigurbjörn Bjömsson
á Litlabakka og Sigurbjörn
Björnsson á Su'rtsstöðum. —
Þeir voru andstæðingar í flest-
um málum og undra ólíkir í
skapi, annar mejrr í lund, al-
vörugefinn og einlægur, en
hinn kátur og glensfullur. Þeir
áttu' oft í orða sennum.
Um þá gerði Páll þessa vísu
við eitthvent sérstakt tækifæri:
Báðir fengu nafnar nóg,
nefum brýndu saman.
Annar grét en annar hló,
ekki var þeim gaman.
Áður en Páll fór alfarinn til
Reykjavíkur kom hann upp í
Hróarstungu í Síðasta sinni.
Kvað hann þá þessa vísu:
Hlógu við mér holt og sund,
hvellan spóar sungu;
ennþá fæ eg yndisstund
í henni Hróarstungu.
Eitt sinn var Páll á ferð frá
Vopnafirði austur í Jökulsár-
hlíð, yfir Hellisheiði. Kemur
að Eyvindarstöðum, sem er
næsti bær við heiðina í rytju-
veðri. Finnur Friðrik bónda i
Eyvindarstöðum, sem hvorki
þótti greiðvikinn né gestrisinn.
Páll biður hann að lána sér
fylgdarmann eða hýsa sig
ella yfir nóttina. — Karl
tekur því lítt og vísar honum
út í Böðvarsdal. Páll kveðst
ekki hafa verið að spyrjast til
vegar þangað, kveður í stytt-
ingi og heldur út í Böðvarsdal.
Jón bóndi sem þar bjó (og var
faðir Josephs byggingamanns,
sem dó í Winnipeg fyrir nokkr-
um árum) tekur Páli ágætlega.
Ræður hann honum til að vera
hjá sér yfir nóttina, þvf veður
fór versnandi og langt liðið á
dag. Næsta dag var ófært veð-
ur. Á þriðja degi birtir loks upp
og fylgir Jón Páli þá yfir Hellis-
heiði. Að skilnað afhenti Páll
Jóni blað og biður hann að
koma því til Friðriks á Eyvind-
arstöðum. Var þar á þessi vísa:
Bóndann Jón í Böðvarsdal
bezta mann eg halda skal
og alla hans.
En nágranni hans, Friðrik, fer
fyr en varir—trúðu mér—-
til andskotans!
Er sagt að Friðrik hafi þótt
vísan ill og bragðvond, enda
fékk hann stundum að heyra
hana hjá þeim, sem sömu út-
reið höfðu fengið, og iðraðist
eftir að hafa úthýst Páli.
Við þetta skal nú sitja.
KRAFTURINN AF HÆÐUM í
GÖMLUM OG NÝJUM
FARVEGI
Ræ&a eftir séra Jakob Jónsson
Texti: Lúk. 24, 49.
Ef þú ferð inn með Berufirði
sunnanverðum, liggur leið þín
undir háum hömum og hrika-
legum klettaborgum. Endur fyr-
ir löngu' hafa fimbulkraftar
náttúrunnar háð þar trylta
leiki, sem mannshuganum er
ofurefli að gera sér sannar
myndir af. Á einum stað fellur
hvítur foss fram af hömrunum.
Ef þú beinir augum þínum upp
á við, sérðu hann koma ofan úr
hæðunum, mjúkan, hvítan og
glitrandi í geislum sólarinnar.
Þannjg heldur hann áfram að
koma, krafturinn af hæðunum,
dag eftir dag, ár eftir ár, með
sama þunga og sama styrk.
Hugur þinn fyllist ósjálfrátt
angurværri lotning og þú hlust-
ar hugfanginn á nið hins mikla
máttar — kraftarins af hæðum
,— sem fellur niður úr klungr-
unum ofan á jafnsléttuna og
virðist eiga það erindi eitt að
svala þorsta lávaxinna grasa og
baða lítil blóm í köldum úða.
En ef þú rennir augunum
skamman spöl eftir hamrabrún-
WINNIPEG, 22. MAÍ 1935
inni, hvað sérðu þá? Þar er
djúp rás í bergið, slípaðir klett-
ar, íhvolfar skálir og drangar
með mjúkum línum. Hver hefir
rist þessa rás? Hver hefir meitl-
að hið harða og hnefótta grjót
unz það varð hált og slétit.
Hver hefir skafið og heflað það,
unz það tók á sig þatta fagra
form? — Það var fossinn. Það
var krafturinn af hæðunum,
sem þetta hafði gert endur fyrir
löngu. Þá hafði hann fallið um
þennan farveg, sem nú var yfir-
gefinn, auður og tómur. Þar
sem eitt sinn harður steinninn
stundi undan átökum streym-
andi vatnsins, þar skein nú sól-
in á þurra klöpp. Þar seitlaði
ekki svo mikið sem örlítill læk-
ur — þar var ekkert, sem sval-
aði grösum eða baðaði lítil
blóm.
Reyndu að setja þér fyrir
hugskotssjónir þá byltingu, sem
hér hefir orðið. Hugsaðu þér,
að þú hefðir fengið að horfa á,
þegar farvegurinn gamli slípað-
ist og fossinn féll í dreifðum
kvíslum fyrst í stað fram • af
ýmsum stöðum á brún hamr-
anna, unz hann sameinaðist á
ný með auknu afli. Ef til vill
hefðir þá um tíma farið að ör-
vænta um það, að krafturinn á
hæðunum fengi að njóta sín
aftur í nýjum farvegi. Þú
hefðir horft með söknuði á rás-
ina, sem hann eitt sinn lagði
leið sína um. Ef til vill hefðu
augu þín verið svo haldin af
hinni gömlu leið, að þú sást
ekki þá nýju myndast. En fyr
eða síðar mundu þau þó hafa
opnast fyrir því að enn var
krafturinn til og hið gamla varð
að sætta sig við örlög sín, að
vera minnismerki þess, sem
einu sinni var. Því að þó að
maður hefði gengið undir
mannshönd að hreinsa hina
gömlu rás eða ryðja steinum úr
vegi, þá var alt árangurslaust.
Uppi í fjallinu er örðug aðstaða
til slíks Krafturinn af hæðun-
um hafði mótað sér form, en
yfirgefið þaú síðan, ekki til að
hverfa úr sögunni, heldur til að
ibrjóta nýjar leiðir.
Trúmálaástandið, sem ríkti í
Miðjarðarhafslöndunum, þegar
Kristur kom í heiminn, minti 1
gamlan farveg, sem krafturinn
hefir yfirgefið. Hinar fornu
fórnarguðsþjónustur fóru fram
í musterum og hofum, flóknar
helgivenjur og gamlir siðir voru
viðhafðir með stökustú ná-
kvæmni, lögmálsboðorðunum, á
7. hundrað að tölu, og erfi-
kenningu feðranna fylgt af
hinni mestu smámunasemi,
bæði um hreinsanir, mataræði,
daglega vinnu, bænargerðir og
föstur.
En samt vantaði eititihvað. —
Hinn þyrstu strá fundu enga
svölun í öllu þessu og engan
hressandi regnúða lagði af því
til blómanna, sem spruttu í
hugarreitum mannanna. Fólkið
fann ekki lengur þann innra
eld, sem logað hafði undir
hjartarótum spámannanna
horfnu. Það fann ekki gagn-
taka sig kraftinn, sem knúði
bæði ferlegar refsiræður og
fögur fyrirheit fram á varir
horfinna guðsmanna. Það varð
ekki framar vart við innblástur-
inn, sem stjórnaði itungu Amor-
ar eða andann, sem braut sér
hin fögru form í orðum Jesaja
og Jeremía. Hinar háfleygu
hvatningar snillinganna voru
orðnar að þurrum reglum, sýn-
ir guðsmananna að andlaus-
um lærdómsgreinum og orð
hins horfna leiðtoga, Móse,
mannsins, sem frelsaði þjóð
sína undan ánauðarokinu —
orð hans var búið að gera að
lamandi byrði og ánuðaroki á
samvizkúm manna. Trú —
guðsdýrkun — siðaboð — alt
var á valdi hins dauða, and-
lausa vana, ófrjó form, sem
engum svöluðu og engum gáfu
líf. Þröngsýnt íhald drap í
dróma hverja frjálsa hugsun,
ofsótti hvem vott um innblást-
ur andans og krossfesti og
grýtti þá, sem báru vitni um