Heimskringla - 22.05.1935, Qupperneq 5
WINNIPEG, 22. MAÍ 1935
HEIMSKRINGLA
5. StÐA
kraft guðs af hæðum. öll
gleði var horfin, 511 hrifning og
kraftur orðinn að engu. Poss-
inn var horfinn úr farveginum.
En nokkrir íhaldsamir farisear,
forpokaðir fræðimenn og vana-
fastir, valdasjúkir prestar sátu
enn og störðu í harða klöppina.
Þeir sáu það ekki sjálfir, hve alt
þeirra framferði var mótuð af
hugleysi og vantrú. Þeir þorðu
ekki að yfirgefa hin gömlu,
líflausu form af ótta við það, að
trú þeirra yrði þá að engu. Þeir
treystu ekki kraftinum af hæð-
um til að grafa sér aðra rás
niður hamrana, þangað sem lít-
il grös þyrstir í svalandi regn-
uða.
En fáum fetum frá farvegin-
um gamla fellur fossinn fram af
ibrúninni; krafturinn af hæðum,
sem birst hafði forðum í starf-
semi spámannanna og eldhug
guði vígðra spekinga, hann var
að brjótast fram á ný. Og þeir,
sem í þetta sinn fundu til hans
voru fáeinir óbrotnir og um-
komulitlir alþýðumenn úr Galil-
eubygðu'num — menn, sem
höfðu orðið þeirrar náðar að-
njótandi að verða vinir og sam-
verkamenn hans, sem var “spá-
maður, máttugur í orði og
verki.” Það voru þessir menn,
sem fundu kraftinn af hæðum,
spámannseldmóðinn, heilagan
anda guðs. Þeir íklæddust hon-
um, opnuðu sálir sínar fyrir
hinum dularfulla mætti — og
sjá, þeir urðu sjálfir að farvegi
hins mesta máttar, sem verald-
arsagan þekkir. Hin ytri teikn
karftarins af hæðum voru skír
og greinileg. Hann svall í undr-
um hinnar fyrstu hvítasunnu.
Eldtungurnar, hinar mörgu
raddir, þyturinn, sem fylti alt
húsið, voru eðliegar afleiðingar
þess, að kraftar himnanna voru
að verki, öfl hins ósýnilega
heims, sem nú var heimkynni
hins lifandi frelsara. Þetta
voru ytri teikn þess að inn í
mannheiminn var að streyma
afl frá hinum máttuga kristi.
Og hið innra með sjálfum sér
fundu lærisveinarnir anda
Krists snerta sig; í hugskoti
sínu fundu þeir, að farinn var
að verka nýr kraftur, sem gerði
þá að nýjum og meiri mönn-
um. Með eldmóði og hrifningu
gengu þeir nú fram til þess að
FULLKOMINN
BJOR
Á FLÖSKU EÐA f KÚT
KIEWEL’S
CWI ‘ ‘ ‘
SeaZ'
Fæst í “Cash and Carry”
stjórnarbúðunum í kössum
með leðurólum, ennfremur
á sveita hótelum, vöru-
greiðslum, ölstofum og
klúbbum.
Eftlr heimilispöntunum
Símið 201 178
This advertisement is not inserted#by
the Government Liquor Control Com-
mission. The Commission is not re-
sponsible for statements made as to
quality of products advertised.
leggja heiminn undir konuhg
sinn, Krist. Og stöðugt fundu
þeir hinn innri kraft í verki
með sér. Hann lagði þeim orð
á varir frammi fyrir höfðingjum
og dómurum. Hann gerði þá
hæfa til að vinna hin dásamleg-
ustu máttarverk. Hann gerði
þá frjálsa, svo að nú höfðu hin
gömlu form ekkert að segja fyr-
ir þá; þau voru dauður, mein-
ingarlítill bókstafur. Hinn nýi
kraftur af hæðu'm var þeim
nógur. Hann var þeirra huggari
í raunum, hinn hæzti sannleikur
og pantur hinnar æðstu sælu
og hamingju.
Síðan hef.r krafturinn verk-
að og verkar enn. Reynsla ald-
anna hefir sýmt, að þar sem
hann er, þar er líf, hugsvölun,
gleði. Það er hann, sem gefur
píslarvottunum Öryggi til að
ganga syngjandi út í baráttu’na.
Það er hann, sem á erfiðum
umbrotatímum gerir menn ró-
lega, bjartsýna og vongóða,
hvað sem fyrir kann að koma
eða á að dynja. Karfturinn af
hæðum endurfæðir einstakling-
ana til nýs lífs, ummyndar fé-
lagsheildirnar til hins betra og
kyndir undir nýjum, fögrum
hugsjónum á hverjum tíma. —
Fossinn, sem féll fram af brún-
inni fyrir 19 öldurn, er nú orð-
inn að fögru, silfurtæru fljóti,
sem fellur um gjörvalla jörðina
og svalar og endurnærir þann
gróður, sem á bökkum þess býr.
Krafiturinn af hæðunum hefir
haldið áfram að falla niður á
undirlendi mannlífsins um
margar aldir. En það er-síður
en svo, að hann hafi ætíð fallið
um sama farveg. Hin innri
hrifning hefir brotist út í ýmis-
konar ytri formum, bæði í trú-
arkenningum, helgum venjum,
guðsþjónustuhaldi o. s. frv. Og
jafnan hefir svo farið, að fyr
eða síðar stirðnuðu formin og
mistu meiningu sína. Það varð
með þau eins og tungumálin,
sem eitt sinn voru lifandi á vör-
um mananna, en eru nú dauð
riðtákn á hellum, trjám eða
skinni. Dauður bókstafur, sem
andinn er horfinn frá. Hver af
'yður mundi nú falla fram fyrir
dýrlingamyndir, illa tilbúnar, af
Maríu mey eða Pétri postula,
kyssa á fótstall þeirra og þylja
latneskar bænir, sem þér skild-
uð ekki sjálf? Hver af ykkur
mundu vilja játa trú sína með
Agsanasiusar játningunni eða
Nikeu játningunni? Eða hver
úr yðar hóp vill skrifa orði til
orðs undir Ágsborgarjátninguna
og jafnvel postullegu trúarjátn-
inguna og aðrar greinar, sem á
sínum tíma voru' taldar fela í
sér hina sáluhjálplegu kenn-
ingu? Það er sennilega ekki
mikill fjöldi meðal almenningi,
sem veit af þvl að allar þessar
játningar eru til, þótt þær séu
upphaflega samdar til að marka
stefnu eldheitra trúmanna og
andans manna. Það munu held-
ur ekki vera margir yðar á
meðal, sem syngja grallarann
sér til uppbyggingar eða — svo
að eg gangi nær — ætli það
gæfust ekki flestir upp á því að
lesa húslestra af sumum gömlu
postillu'num, Dofnaði ekki yfir
húslestrunum á íslandi vegna
þess að þeir voru mjög víða
orðnir dauð form og haldið uppi
af vana án innri hrifningar með
úreltum, bargðdaufum og hund-
leiðinlegum guðsorðabókum. —
Nei, vinir mínir, það er einn
farvegu'rinn við annan, tómur,
líflaus, dauður og yfirgefinn.
Krafturinn frá hæðum hefir
yfirgefið hin gömlu form og
móitar ný. En altaf hefir breyt-
ingin kostað byltingar og bar-
áttu. Altaf hafa elnhverjir set-
ið og starað á þurrar klappir
hinna gömlu farvega. Þeir
bentu á rásimar í björgin,
hvolfar skálirnar og slípaðar
steinhnútur. Og auðvitað var
þar margt fagurt að sjá, en
krafturinn af hæðum var þar
ekki lengur fyrir því. Hann var
farinn og hafði brotið sér nýjar
leiðir.
Þannig hefir það verið. En
hvernig er það nú á þessum ár-
um, og hvernig verður það á
komandi tíð? —
Sú kynslóð, sem nú lifir, hef-
ir séð róttækari byltingu gerast
í þjóðlífi íslendinga en nokkur
önnur, ef miðað er við tækni,
atvinnuhætti og ytri aðbúð. —
Hún hefir séð margt af því
hrynja og verða að engu, sem í
ungdæmi hennar stóð föstum
fótum, en nýtt hefir komið í
staðinn og sumt af því hlutir,
sem enginn leyfði sér að dreyma
um fyrir einum mannsaldri. Það
er engin furða, þótt eitthvað
líkt eigi sér stað í andlegum
efnum. Og sannleikurinn er sá,
að hinni eldri kynslóð er nokk-
uð vorkunnarmál, þótt hún
finni til sársauka yfir því, hve
mikið virðist ætla að híða ó-
sigur af þeim helgu dómum,
sem hún var alin upp við. Gömul
guðsdýrkunartrú þótti óviðeig-
andi. Sálmarnir sumir hættir
að fá nokkurt bergmál í hug-
um manna. Biblían ekki leng-
ur óskeikul. Ýmsar kennisetn-
ingar vafasamar, aðrar rangar.
Játningarnar riða í sessi og
gamla guðfræðikerfið er í heild
sinni lamað og sundurbrotið.—
Gamlar helgar venjur hafa mist
tökin á hugum manna. Og ef
eg á að segja eins og mér býr
í brjósti, þá verðum vér að
vera við því búin, að margt,
sem vér enn höfum með hönd-
um; eigi eftir að verða að þurr-
um farvegi, vatnslausum rásum
í kaldan klett. Eg treysti mér
ekki til að segja um það, hvað
kann að standa og hvað að falla
að lokum. En hvað, sem um
það er þá er og verður eitt
nauðsynlegt, og það er að láta
ekki íhaldssemina, vanafestuna
og vantrúna aftra sér frá því að
þora að sleppa 'því, sem fara
þarf og ekki fullnægir lengur.
Það, sem andinn hefir vikið frá,
þýðir ekkert að punta upp eða
halda við. Skrautbúið lík er
lík eftir sem áður og öðlast
ekki lífið framar þótt það sé vel
smurt. Langviturlegast væri af
kirkjunni, að setja þjónum
sínum engar reglur aðr-
ar en þær að láta anda gúðs
leiða sig. Ef þetta væri gert,
mundi sennilega ýmislegt
hrynja, sem nú lifir af gömlum
vana, en þá kæmi líka í ljós,
hvort íslenzk kristni hefði þrótt
I sér til að treysta á kraftinn
af hæðum, hann og ekkert ann-
að. Þá kæmi það í ljós, hvort
hér væri til meira af hugleysi
hins íhaldssama, sem er hrædd-
ur um að fossinn hætti að
vera til, ef hann skiftir u'm far-
veg, eða af eldhuga frum-
kristninnar, sem veitti kraftin-
um af hæðum í nýjum óþektum
formum inn í mannlífið. Eg fyr-
ir mitt leyti efast ekkert um,
að krafturinn af hæðum heldur
áfram að verða í íslenzku þjóð-
lífi vestan hafs og austan, þótt
hann fari framhjá mörgum
gamal-viðurkendu'm formum.—
Eg sé teikn kraftarins af hæð-
um, þar sem hópar manna eru
samstiltir í þeim tilgangi að
veita viðtöku áhrifum frá ó-
sýnilegum heimi. Eg sé þau í
þrá manna eftr frjálsri hugsun
í andlegum efnumí Eg sé þau
í einlægri viðleitni margra ís-
lenzkra presta og leikmanna til
þess að skapa veröld kirstilegr-
ar menningar. Eg sé þau í nýj-
um trúarhugmyndum, sem eru
fegurri og sannari en þær
gömlu. Eg sé þau í vaxandi
baráttu fyrir bættum kjörum
öreiganna og hækkandi mati á
manngildi hins fátæka. Eg sé
teikn kraftarins af hæðum í
framfaraviðleitninni, sem al-
staðar gerir vart við sig, ekki
sízt i itrúarlegum og andlegum
•efnum. Meðal annars í þeirri
framför í íslenzkri kristni vest-
an hafs, að menn eru óðum að
færast nær hver öðrum í sam-
vinnu og samhu'g, án þess að
láta deilur fortíðarinnar á sig
fá. En eg finn þau ekki nzt í
yfirlætisleysi daglega lífsins,
i
þar sem trúarþrá fólksins er að
leita útrásar eftir ýmsum leið-
um og þrá þess eftir betra og
bættara lífi veldur ókyrð og ó-
róa. Alstaðar er krafiturinn af
hæðum. Ef til vill fellur foss-
inn dreift sem stendur, en hvað
um það, uppspretta kraftarins
er ennþá til og hana vil eg trúa
á hvað sem í skerst. Ef vér að-
-eins finnum, að krafturinn er
ennþá til, þá látum guð um
það að ákveða, hvaða farvegi
hann grefur sér í framtíðinni.
Eitt er víst, að aðeins þar sem
fossinn fellur, þar fá blómin
svalað þorsta sínum.
FRÁ ÍSLANDI
Bréfberar í bænum hiafa
fengi ðeinkennisbúninga
Rvík. 28. apríl
Bréfberar hér í Reykjavík
hafa nú fengið mjög smekkleg-
an einkennisbúning, er þeir
bera við útburð á póstsending-
um um bæinn.
Bæjarpóstarnir eru sex að
tölu: Haraldur Sigurðsson, Sig-
urjón Símónarson, Magnús
Guðbjörnsson, Hallur Kristjáns-
son og Kristinn Árnason. Póst-
húsið hefir einnig bíl í þjónustu
sinni er annast póstflutninga
um bæinn og nágrenni hans og
stjórnar honum Gísli Sigurðs-
son. Einnig hefir pósthúsið í
þjónustu sinni Guðjón Eiríks-
son, er annast flutning á verð-
bréfum uta bæinn.
Pósthúsið lætur bera póst út
tvisvar á dag virka daga kl. 9
árd. og kl. 3 síðd..
Mjög erfitt og mikið starf er
fyrir þessa sex bréfbera að
bera póstinn um bæinn og eyk-
ur mjög á erfiöið hið lítt fyrir- j
gefanleg sleifarlag, sem er á
útbúnaði húsanna til að taka á
móti pósti. Verða bréfberar að
rölta upp um öll hús og leita
uppi íbúðir og vistaverur, j
kannske 10—20 manna eða1
fleiri í sama húsinu í stað þess
að hafa einn póstkassa fyrir alt
húsið eins og alment er erlendis
í menningarbæjum.—N. Dagbl.
* * *
Búfjársjúkdómar
í SkagafirSi
í Skagafirði hefir í vetur bor-
ið allmikið á lungnaormaveiki
og hefir hún verið mjög itilfinn-
anleg á mörgum bæjum. Hafa
sumstaðar veikst 50—150 kind-
ur á bæ.
Reynt hefir verið að ráða bót
á veikinni með ítrekaðri inngjöf
á klórmixtúru. Hefir það bor-
ið nokkurn árangur.
Þá hefir borið töluvert á sjúk-
dómum í kúm og hafa sumar
drepist af þeim orsökum. En
vitað er um 20 kýr, sem hafa
derpist þannig.
Dýralæknir telur að þessir
sjúkdómar muni stafa af kalk-
vöntun og lífefnasnauðu fóðri.
* * *
SumariS kom meS
hlýindi og veðurblíSu
Rvík. 28. apríl
Undanfarnar vikur hafa verið
kuldar um alt land, einkum á
Norðausturlandi. Var fann-
koma þar daglega með allhörðu
frosti. Voru víða jarðbönn og
innigjöf. Horfði til stórvand-
ræða, enda var sumarið eins
og menn muna óþurkasamt
með afbrigðum og hey því með
minna og verra móti. Á Vest-
fjörðum hefir einnig verið ó-
þjál veðrátta.
Hér suðvestanlands hefir-
veðráttan verið mun betri, en
þótt sólar hafi notið öðruhvoru,
hefir jafnan verið kalt í veðri.
Úr þessu hefir snögglega
brugðið með sumarkomunni.
Sumardaginn fyrsta var hiti
um alt land og víða allmikill.
Hafa þessi hlýindi haldist bæði
í fyrradag og gær, sumstaðar
með nokkru þíðviðri. í gær var
mældur mestur hiti á Mælifelli
í Skagafirði, 13 stig.
Hefir bati þessi orðið mlörg-
um kærkominn og vonandi
mega þær óskir rætast, að vorið
verði sólbjart og veðurblítt.
* * *
Tvö systkini drukkna
Siglufirði 28 aprfl
í gærmorgun drukknuðu tvö
systkini í Sandósi í Fljótum. —
Fréttaritari útvarpsins á Sigul-
firði skýrir svo frá tildrögum
slyssins:
iSystkinin Svanmundur Stef-
ánsson og Anna Stefánsdótitir
frá Sigríðarstaðakoti í Flóka-
dal í Vestur-Fljótum fóru að
heiman í gærmorgun áleiðis til
Haganesvíkur. Átti Anna að
fermast í vor, en skyldi ljúka
fullnaðarprófi við barnaskólann
í Haganesvík, og var Svan-
mundur sem var 21 ára að aldri
að fylgja henni til prófsins. Leið
þeirra lá yfir Sandós er fellur
úr Hópsvatni til sjávar. Stuttu
síðar kom drengur að ósnum og
sá hann þá báða hesta systkin-
anna vestan við ósinn en þau
hvergi. Var þá farið að svipast
að þeim og kom fljótt í Ijós, að
þau mundu hafa drukknað, en
með hverjum hætti vita menn
ekki. Haldið er þó, að stúlkuna
hafi sundlað, og að hún hafi
fallið af hestinum, en bróðir
henar farist við tilraun til að
bjarga henni. Lík Svanmund-
ar er nú fundið. Var það í
sjónum framan við ósinn. —
Sömuleiðis hefir fundist húfa
stúlkunnar og skólataska, en
Þér sem notiS—
TIMBUR
KAUPIÐ AF
THE
Empire Sash & Door
CO., LTD.
BirgBtr: Heary Ave. Ea*t
Sími 95 551—95 552
Skrifstofa:
Henry »( Argyle
VERÐ - GÆÐI . ÁNÆGJA
lik hennar hefir ekki fundist.
Tveir bátar voru að slæða við
ósinn í dag. Vegna leysinga
var ósinn all vatnsmikill og
straumharður er slysið vildi til.
1 kvöld símaði fréttaritari út-
varpsins á Siglufirði, að Mk
Önnu hefði fundist kl. 12 í dag
á Mkum slóðum og lík Svan-
mundar.
Ökukennarar halda því fram,
að menn þurfi venjlega jafn-
margar kl.stundir til þess að
læra að aka bíl, eins og menn
eru gamhr að árum, tvftugir
þurfi 20 klst. o. s. frv.
* * *
Enskur læknir heldur þvl
fram að ekki sé í sjálfu sér
neitt óholt að reykja pípu, ef
reykingamenn hreinsa pípu sína
nægilega oft, en sjúga ekki upp
í sig tóbakssósuna.
Hin vinsæla leið
Islands
islendingar er mikið hafa ferð-
ast hafa orðið þess varir að
þægindi, þjónusta og viður-
gemingur á öllum skipum
Canadian Pacific félagsins eru
langt fram yfir það sem þeir
höfðu frekast búist við.
BEINAR FERÐIR TIL ÍSLANDS
Skipaferðir tíðar og reglubundnar frá Montreal. Eftir
fullkomnum upplýsingum og bæklingum leitið til næsta
umboðsmanns eða W. C. CASEY, Steamship General
Passenger Agent, C.P.R. Bldg., Winnipeg Símar 92 456-7
CANADIAN PACIFIC
STEAMSHIPS
Givil Service Results
Published results of the last Civil Service Examin-
ation for the Province of Manitoba strikingly
indicate the superiority of “SUCCESS College
Training.
------- NOTE --------------
THE FOLLOWING POINTS:
1
A “SUCCESS” graduate obtained the highest
marks, with an average of 92 per cent.
2
Among the eighteen highest candidates, twelve
were “SUCCESS” trained.
o
Out of a total of thirty-six successful candi-
dates, sixteen were “SUCCESS” trained. The
other twenty were divided among five other
colleges.
4
The only successful male candidates were
“SUCCESS” trained.
Call, Write or Phone 25 853
BUSINESS COLLEGE
PORTAGE AVENXJE AT EDMONTON STREET
WINNIPEG