Heimskringla - 22.05.1935, Page 7

Heimskringla - 22.05.1935, Page 7
WINNIPEG, 22. MAÍ 1935 HEIMSKRINGLA 7. SÍÐA. SCOTLAND YARD Frh. frá 3. bls. ar í borginni eða nágrenni, eru leynilöigreglumenn sendir út í bílum. Bílarnir eru að útliti ekkert frábrugðnir venjulegum einkabílum. Þeir eru bygðir eftir amerísku sniði og eru út- íbúnir með viðtækjum. Er leit- inni stjórnað með aðstoð þess- ara viðtækja, eftir því sem þörf krefur. Einnig eru lögreglu- mennirnir vel búnir að vopnum og myndavélum. Glæpamenn eru ekki ónám- fúsari en aðrir menn. Þeir haga nú verkum sínum eftir ame- rískri fyrirmynd og ráðast á opinbera starfsmenn og opin- berar byggingar um bjartan dag. Þetta var orsök þess, að farið var að senda leynilög- reglumenn á staðinn sem allra fyrst, og hefir það mjög aukið á öryggi manna. Auk hinnar fyrstu efitirleitar starfar bílalögreglan einnig að því að safna efni til rannsókn- ar, siem verða mætti til þess að gefa upplýsingar um málið. Menn, sem stadidir eru á staðnum^ þar sem glæpurinn er framinn, eru yfirheyrðir, og grunsamlegir menn eru fluttir til Scotland Yard og yfirheyrðir þar. Auðvitað hefir Scotland Yard ieins og önnur leynilögregla orð- ið fyrir árásum, ef mönnum fanst ganga seint að upplýsa eitthvert glæpamálið, eða þeg- ar málið fékst aldrei upplýst. En altaf hefir þó verið viður- kendur dugnaður og skarp- skygni starfsmanna Sdotland Yards. Rétt áður en stríðið brauzt út voru drýgð nokkur morð, sem upplýst voru með miklum dugn- aði. Menn muna kannske enn- þá eftir “baðherbergismorgingj- anum”, sem hafði fjögiuf* mannsmorð á samvizkunni, þegar Scotland Yard tóksit að ná tangarhaldi á honum. Og ef itil vill minnast menn ennþá hins óvenjulega glæpamanns, kvennamorðingjans Jack the Ripper, sem átti sér enga hlið- stæðu, nema ef vera skyldi franski kvenmorðinginn Land- ru. Einn hinna dýrslegustu glæpamanna hét Kurten. Hann lauk lífsskeiði sínu á högg- stokknum í Þýzkalandi. Hjólspor leiða til gálgans Nú skulum við taka nokkur dæmi úr glæpasögu Lundúna- borgar til sönnuar skarpskygni og dugnaði Scotland Yards. Sunnudag nokkum 1927 fanst Gutteridge lögreglumaður skotinn til bana á þjóðvegi í Essiex. Menn höfðu enga hug- mynd um morðingjann og eng- inn hafði heyrt skothvellina. J. Barret leynilögreglumaður fékk málið til meðferðar. Hann hóf þegar rannsókn í því. Fyrsta sporið var það, að til- kynt var, að bíl hefði verið stol- ið frá lækni nokkrum í ná- grenninu. Bíllinn fanst, og á leinni hljólhlífinni fundust blóð- blettir. Einnig fundust nokkur grasstrá á hjólgúmmíinu. Við rannsókn kom í Ijós, að grasið var frá morðstaðnum. En hefði morðinginn farið í hilnum, hlaut morðið að hafa verið framið kl. 3.40 um nóttina, sam- kvæmt benzínseyðslunni og þeim hraða, sem bíllinn sýndi. Til þess að ákveða þeitta bet- ur lét Barret i*annsaka betur vegina, sem lágu í grend við morðstaðinn. Kom þá í ljós, að bíllinn hafði farið eftir mörg- um hliðarvegu'm í grend við morðstaðinn. Var því augljóst, að ekillinn hafði verið kunnug- ur staðháttum. Drógst nú at- hyglin að mönnum, sem bjuggu í nágrenninu og kunnir voru að því, að hafa áður átt í útistöð- um við hinn myrta, þegar þeir voru komnir í klípu'. Þessi grun- ur atyrktist við það, að vasa- bók hins myrta fanst við hlið líksins. Hann hafði augsýni- lega verið að skrifa hjá sér nafn einhvers lögbrjóts. Barrett snéri sér nú til Scót- land Yard og bað um upplýs- ingar um alla þá menn í grend við morðstaðinn, sem höfðu átt í útistöðuni við lögregluna. — Rannsakaði hann gaumgæfi- lega listann yfir rónana og staðnæmdist að lokum við ieinn, Guy F. Browne, og ákvað að hefja húsrannsókn á heimili hans. Þar fanst spegill, sem verið hafði í bíl læknisins, og læknirinn sagði að væri sín eign. En Browne harðneitaði. Síðan komsit lögreglan að því, að áður en morðið var framið hafði Browne verið í félagsskap við mann, sem hét Kennedy. Fanst sá maður eftir langa leit eina nótt, er hann var að læðast meðfram húsvegg einum í Liverpool. Þegar Kennedy var handtek- inn, setti hann skammbyssu' fyrir brjóst sér, en sem betur HAFIÐ í HUGA Hreinindi ölsin og ölgerðarinnar Drewry’s Standard [ager ESTABLISHED IÖ77 PHONE 57 1 Ql • • NAFNSPJOLD Dr. M. B. Halldorson 401 Boyd Bldg. Skrifstofusími: 23 674 Stundar sérstaklega lungnasjúk- dóma. Er að finni á skrifstofu kl. 10—12 f. h. og 2—6 e. h. Helhiili: 46 Alloway Ave. Talsími: 33158 fór gekk skotið ekki úr byss- unni. Kennedy játaði, að hann og Browne hefðu drýgt morðið í félagi. Síðan voru þessir menn dæmdir til dauða. Kistan á Charing-Cross stöðinni Hinn dularfulli athurður á Charing-Cross stöðinni, skeði einnig árið 1927. Þar var um kistumorð að ræða. Dag nokkurn í maímánuði var hringt til Sctoland Yard fr-i fatageymslu Charing-C.ross- stöðvarinnar og sagt, að þar væri ferðakista, sem ekki hefði verið sótt og innihéldi kvenlík; sem skorið væri í marga hluta. Bíladeildin fór þegar á vettvang til þess að rannsaka kisitúna Fyrst varð að komast að raun um, hver væri hin myrta og hver hefði komið með kistuna. Menn tóku eftir bókstöfunum F. A. á hlið kistunnar og settu það í samband við nafnið F. Austin, sem stóð á nafnspjaldi. sem fest var við kistuna. Þessi maður fanst þegar, en það kom í ljós, að hann átiti engan þátt í morðinu. Morðinginn hafði að- eins notað sér nafn hans, vegna þess að fangamarkið á hlið kistunnar hæfði heimilisfangi hans. Ennþá var rannsakað og fanst þá nefnið P. Holt saumað í klæði hinnar myrtu. Fanst nú kona ein að nafni P. Holt Chelsea, en sá var hængur á, að hún lifði í bezta gengi, en hún átti fatið, sem fanst á hinni myrtu. Hafði hún enga hug- mynd um það, hvernig hún hefði glatað fatinu. Scotland Yard fór þegar með móður stúlkunnar og sýndi henni hina myrtu. Móðirin þótt- ist þekkja hina mjulu, héti hún Robs og hefði verið í húsi henn- ar í 14 daga. Síðan fanst mað- ur að nafni Robs, sem sagðist þekkja vel konu, sem notað hefði nafn sitt, en það væri langt síðan. Þegar hann hafði með sæmilegum rökum sannað fjarveru sína var hann látinn laus. Þá náðist í vinkonu hinn- ar myrtu. Bar hún það, að hin myrta hefði heitið Bonati og hefði verið gift þjóni með þessu nafni. Eftir mikla eftirgrensl- an náði lögreglan í þjón þenn- an, en hann gat sannað, að hann héfði skilið við hana fyrir mörgum árum síðan, og það sannaðist jafnframt, að hann gat ekki verið valdur að verk- inu. Starfsfólkið á járnbrautar- stöðinni var nú yfirheyrt, en 'enginn mintist þess að hafa borið þunga og svarta ferða- kistu inn í fatageymsluna, og enginn mundi heldur hvenær hún hefði verið látin þar inn til geymslu. En nú bar svo við, að skó- hurstari nokkur fann ábyrgðar- miðann, sem afgreiddur hafði verið fyrir kistunni, og á hon- um stóð dagsetningin 6. maí. Um leið fann lögreglan afgreið- slustúlku þá, er tekið hafði á móti kistunni, og í sambandi við annan atburð mundi eftir því, á hvaða tíma hefði verið komið með kistuna. Auk þess mundi hún, hver hafði hjálpað henni við að koma kistunni fyr- ir. Þegar náð hafði verið í manninn, og hann hafði fengið umhugsunarfrest, mundi hann einnig eftir því, að hann hafði þennan tiltekna dag hjálpað til að bera þunga, svarta kistu út úr bíl og inn í geymsluna. Nú var náð í ekilinn, og hann skýrði frá því, að hann hefði fengið ökuferð frá húsi einu ná- lægt lögreglustöðinni í Roches- ter Row. Hefði maður nokkur kallað í hann og beðið hann að hjálpa sér að bera kistu út í vagninn. Lögreglan fann hús- ið, og var þetta að mestu skrif- stofubygging. Við yfirheyrslu kom í ljós, að kista þessi hefði lengi staðið þar í ganginum, en menn álitu, að hún hefði að geyma skrifsitofubækur. Nú var gátan sú, hvort kistan hefði verið látin inn á ganginn, eða hvort hún væri eign ein hvers af skrifstofumönnunum. Dr. J. Stefansson 216 MEDICAL ARTS BLDG. Hornl Kennedy og Graham Stundar eingöngu augna-eyrna- nef- og kverka-sjúkdóma Er að hitta frá kl. 2.30—5.30 e. h. Talsími: 26 688 Heimili: 638 McMillan Ave. 42 691 Rovatzos Floral Shop 206 Notre Dame Ave. Phone 94 954 Fresh Cut Flowers Daily Plants in Season We specialize in Wedding & Concert Bouquets & Funeral Designs Icelandic spoken Dr. S. J. Johannesson 218 Sherbum Street Talsími 30 877 Viðtalstími kl. 3—5' e. h. Office Phone 87 293 Res. Phone 72 409 Dr. L. A. Sigurdson 109 MEDICAL ARTS BUILDING Office Hours: 12-1 4 P.M. - 6 P:M. AND BY APPOINTMENT THE WATCH SHOP Thorlakson Baldwin Diamonds and Wedding Rings Agents for Bulova Watches Marriage Licenses Issued 699 Sargent Ave. J. J. Swanson & Co. Ltd. REALTORS Rental, Insurance and Financial Agents Sími: 94 221 600 PARIS BLDG.—Winnipeg Myndalaus myndabók EFTIR H. C. ANDERSEN Sig. Júl. Jóhannesson, 'þýddi rj MAIL THIS COUPON TO-DAY! I* To tK« Secretwy: Dominion Ðusneas Goöefe Winnipeg, Manitobe WitKput oblig»boi\, plestse send me full perticuUrs •f your courses on “Stwemline** Kusmess trainmg. N«m« Ad«ím» f3’/><?Dominion BUSINES$ COLLEGE G-iih;. wmL • mi'iMhipeg Tuttugasta mynd “Mér þykir sérlega gaman að börnum,” sagði máninn: “Þau eru allra skemtilegust á meðan þau eru lítil. Þegar þeim sízt dettur í hug gægist eg oft inn til þeirra á milli gluggaítjaldanna og gluggakistunnar. Það er svo undurskrítið að sjá þegar þau eru sjálf að hjálpa til þess að af- klæða sig. Fyrst sést önnur litla öxlin koma ber und- an kjólnum, svo sézt allur litla handleggurinn smátt og smátt. Eða byrjað er á því að fara úr litlu sokk- unum og yndislegi litli fóturinn sézt fyrst mjallhvítúr og síiðandi. Þessi fótur er svo elskulegur að það er eins og hann sé skapaður til þess að kyssa hann. Og eg kyssi hann hvað eftir annað.” Þetta sagði máninn. Og svo hélt hann áf ram: “Eg verð að segja þér frá nokkru, sem skeði í kvöld,” sagði hann. “Eg horfði inn um glugga, þar sem gluggablæjurnar voru ekki dregnar niður. Þess þurfti ekki, því ekkert hús er hinumegin í götunni og engin getur því séð inn. Eg horfði á heilan hóp af piltum og stúlkum. Það voru alt systkini. Ein stúlkan var fjögra ára, en þó hún væri ekki eldri kunni hún faðirvorið sitt alveg eins vel og hin, sem eldri voru. Mamma hennar sezt altaf á rúmstokkinn hjá henni til þess að heyra hana lesa faðirvor- ið. Svo kyssir hún hana. Mamma hennar situr hjá henni þangað til hún er sofnuð — en hún þarf ekki að sitja lengi því jafnskjótt og litlu augun lokast er hún steinsofnuð. í kvöld voru itvö elztu börnin býsna fjör- ug; þau réðu sér ekki af kæti. Annað hoppaði á öðrum fæti í hvíta, síða náttkjólnum sínum; hitt stóð upp á stóli og 'hefði vöðlaö utan um sig fötunum allra hinna. Þetta var táknleikur sagði barnið og hin bömin áttu að geta hvað hann þýddi. Tvö bömin röðuðu öllum leikföngum reglulega niður í skúffu; þau gerðu það á bverju kveldi. En mamma þeirra sat á rúm- stokknum hjá yngsta barninu'. Hún sagði hinum að hafa ekki hátt, því litla stúlkan væri að lesa faðirvorið sitt. Eg horfði inn um gluggan og upp yfir lampann og sá litlu stúlkuna þar sem hún lá á milli snjóhvítra rúmfatanna og litli kollur- inn hvídi á dúnsvæflinum; hún spenti greipar og litla andlitið var alvarlegt og hátíðlegt; hún var að lesa faðirvorið. “Hvað sagðirðu?” spurði mamma henn- ar, og tók fram í fyrir henni í miðri bæninni: “Hvað var það, sem þú sagöir á eftir orðun- um: “Gef oss í dag vort daglegt brauð”? eg ’heyrði það ekki, segðu það aftur.” En litla stúlkan þagði og horfði vand- ræðalega á mömmu sína. “Hvað sagðirðu meira «n: “Gef oss í dag vor daglegt brauð,” segðu mér það, barnið mitt.” “Vertu ekki reið, mamma mín,” sagði litli engillinn, “eg sagði: “Gef oss í dag vort dag- legt brauð og nóg af sméri við því.” MAKE YOZIR PLEASANT LUNCH HOUR DATES AT The Jilarlborougí) ^otcl A Service to Suit Everyone LADIES MEZZANINE FLOOR 11.80 to 2.30 Special Luncheon 35c BUSINESS MEN CLUB LUNCHEON—11.45 to 2.30 50c and 75c also a la carte COFFEE ROOM (Men & Women) SPECIAL LUNCH, 12-3..40c SPECIAL DINNER, 6 to 8 ,50c Það kom í ljós, að ein skrif- stofan hafði staðið auð síðan 9. maí sakir þess, að leigandinn, Jolin Robinson, hafði flutt burtu, vegna þess, að tap var á rekstri hans. Þessi maður fanst, og kom nú í ljós, a'ð hann hafði verið þjónn um skeið. En hann þekti engan mann, sem hét Boneti, og þar eð hann gat gert grein fyrir verustað sínum um það bil er morðið var framið og ekki var hægt að leiða hann augliti til auglitis við ekilinn, vegna þess að hann lá veikur, og auk þess virtist ekkert hafa á móti því, að vera færður fyrir hann, var honum slept. Eldspýta og blóðdropi Nú voru menn orðnir upp- gefnir á leitinni. Aðeins tveir leynilögreglumannanna vildu halda leitinni áfram og ákváðu að leita enn þá einu sinni í her- bergi Robinsons. Þessi síðasta leit varð morð- ingjanum nokkuð örlagarík. Annar leynilögreglumaðurinn fór að leita í bréfakörfunni. Frh. á 8 bls. G. S. THORVALDSON B.A., LL.B. Lögfrœðingur 702 Confederation Life Bldg. Talsími 97 024 W. J. LINDAL, K.C. BJÖRN STEFÁNSSON ISLENZKIR LÖGFRÆÐINGAR á öðru gólfi 325 Main Street Talsími: 97 621 Hafa einnig skrifstofur að Lundar og Gimli og eru þar að hitta, fyrsta miðvikudag í hverjum mánuði. M. HJALTASON, M.D. ALMENNAR LÆKNINGAR Sérgrein: Taugasjúkdómar Lætur úti meðöl X viðlögum VitStalstímar kl. 2—4 e. h. 7—8 að kveldinu Sími 80 857 665 Vietor St. A. S. BARDAL selur likkistur og annasit um útfar- ir. Allur útbúnaður sá besU. — Ennfremur selur hann aUskonar minnisvarða og legsteina. 843 SHERBRÓOKE ST. Phone: 86 607 WINNIPEG RAGNAR H. RAGNAR Píanisti oo kennari Kenslustofa: 683 Beverley St. Phone 89 502 MARGARET DALMAN TEACHER OF PIANO 854 BANNING ST. Phone: 26 420 Dr. A. V. JOHNSON ISLENZKUR TANNLÆKNIR 212 Curry Bldg., Winnlpeg Gegnt pósthúslnu Sími: 96 210 Heimilis: 33 32 Jacob F. Bjarnason —TRAN SFER— Baggage and Furniture Moving 591 SHERBURN ST. Phone 35 909 Annast allskonar flutninga fram og aftur um bæinn. J. T. THORSON, K.C, tslenzkur lögfrœðingur Skriístofa: 801 GREAT WEST PERMANENT BUTLDING Síml: 92 755 Dr. K. J. AUSTMANN Wynyard —Sask. Talsími: 28 889 Dr. J. G. SNHJAL tanmlæknir 614 Somerset Block Portage Avenue WINNIPEG VIKING BILLIARDS og HárskurSar stofa 696 SARGENT AVE. Knattstofa, tóbak, vlndlar og vindlingar. Staðurinn, þar sem Islendlngar skemta sér.

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.