Heimskringla - 29.05.1935, Blaðsíða 7
WINNIPEG, 29. MAÍ 1935
HEIMSKRINGLA
7. SlÐA.
I gamni og alvöru
—Bréfaskriftir—
VESTAN UNDAN FJÖLLUM—1899
Fjöllum undan færöu hjá mér fátt að vita.
Eg er með að ríma og rita;
Ræð þó af, sem fæst að krita.
Löndum okkar líður hér—má letra—hið bezta.
Hugsa þeir meira um hesta en presta.
Heilagan anda vill þá bresta!
Indæl þykir öllum þó hjá okkur sveitin.
Hér um fagran fjallareitin:
Fjölskrúðug og holl er beitin.
Griparæktin görpum færir gull í mu'ndir.
Myndast við það fagrir fundir,
Frjálsar ljúfar gleðistundir.
Verst er eitt: Að vorin all-seint vilja þána.
En haustin eru björt á brána,
Búin fögrum vetrarmána.
Sumarþokan sviplík er og silkislæða.
Nafnfræg, skrítin næturlæða:
í náttkjól sýnist hauðrið klæða.
Legst hún yfir landið hvítleit lygnar nætur.
En þegar bændur fara á fæitur,
Flýr hún burt; ei sjá sig lætur.
Yndisfögur oft er hún í upprás sólar;
Aðeins sjást þá hæstú hólar,
Hálsar, fjöll og tindastólar.
ÞÁ FJÖLLIN HURFU
Kveð eg stúirnn fjöllin fríð,
Fellur ei dúr á auga.
. Þrautaskúrin, þeygi blíð:
Því mun túrinn lauga!
HEIM Á ÆSKUSTÖÐVARNAR
Minn hugur líður heim í sveit:
Til hálsa, fjalla og dala;
Sem ungur fyrst eg augum leit,
Við auðnir klettasala.
Við fossa dýrð og vatna veg,
Þars vöktu forðum: Þú og eg.
Nú hafa liðið all-mörg ár
Dg okkar skilið vegir.
Og báðir hlotið sorgar-sár,
Er sérhvern huga beygir.
En samt við slíkan sólskinsblett,
Er sálin ung og skapið létt.
Hver átti meira æskufjör,
En einmitt báðir við?
Þótt stundum reyndum kuldakjör
Og kólgu um heima-svið.
En aldrei þar oss ánauð bátt.
Við ortum, sungum—þá var glatt.
Við brosi varla verjumst nú:
Er vakna upp myndir þær,
Sem oft þar litum, eg og þú
Og enginn málað fær.
Því söguleg var æfin oft,
Og alt sem færi þá á loft.
Það er nú hulið húmi lífs,
Sem horfið æsku-hjal.
En alt í gegn um öldur kífs
Það okkur verma skal.
Vor æskudaga sælusöfn:
Við siglum með í aðra höfn.
Því blessum við það bygðarlag,
Sem björg oss ungum fékk.
Og gaf oss margan glaðan dag,
Við glæstan foldarbekk.
Þar elskum vér hvern: orm og hal.
Þar á hver lífs síns: Fagradal.
Þar á hver llfs síns, vog og vík,
Hvert ver, hvern malarkamb;
Hvert sund, hvern fjörð með föngin rík
Hvern fugl, hvern hest, hvert lamb.
Það óðal lífs, sem enginn sér,
Er eignin bezt, hjá þér og mér!
Svo kveð eg mína fósturfold
Og faðma í anda þig!
Nei. Þig ei einann, þessa mold,
Sem þama fæddi mig.
Þar verða eilíf ítök mín
Og einnig, frændi’ veit eg þín!
HUGSAÐ HEIM
—1930—
Eg ann þér í anda,
Aldna sveitin mín!
Þótt langt sé milli landa:
Leita eg til þín.
Stöðvum þínum ungur á:
Naut eg þess er æskan ör,
Að eins veita má.
Fann eg fögnuð víða,
Frón, á þinni slóð.
Flest, sem fald má prýða,
Faðmar sveitin góð.
örlög mín þó yrðu slík:
Að eg flyttist frá þér út,
Fagra gamla Vík!
Víst í Vesturheimi,
Viðdvöl reyndist löng.
Eg samt eigi gleymi
Ættlands sæld né þröng,
Stöðvum þeim sem eg var á,
S’ævarklið né sól um fjöll,
Sveit því treysta má.
Þótt nú þúsund ára,
Þjóðminning sé gjörð,
Ber mig engin bára
Beint að minni jörð.
Ættjörð fjarri ennþá dvel.
Það eru andstæð örlög mín.
ísland, faðu vel!
Jón Kernested
HITT OG ÞETTA
London í apríl
Stanley Baldwin sagði nýlega
í ræðu að það væri eins að
ferðast milli ríkja Evrópu í dag
og að ganga um vitlaúsra spít-
ala, að lokúm yrði maður ringl-
aður sjálfur, við að sjá þann
hamslausa rígbúnað, sem á sér
stað með öllum þjóðum.
* * *
Hvað er kossinn?
Skáldin hafa kepst um að
svara þeirri spumingu. En fólk
þreytist aldrei á að skýra það
mál, segir enskt blað, er gefið
hefir eftirfarandi skýringu:
Hinn ljúffengasti ávöxtur á
tré kærleikans, sem þroskast
þeim mun betur, sem meira er
af honum tekið.
Réttur barnsins, einkaréttur
elskenda og gríma svikaranna.
Símskeyti til hjartans, sem
sent er með hraða.
Beztu rök konunnar, er hún
þarf að sannfæra mann sinn,
sefa reiði hans eða húgga barn
sitt.
Það sem barnið á heimtingu
á, ungir menn hnupla, en gamlir
kaupa sér. — Mbl.
* * *
Hauptmannsmálið
Amerísk blöð segja, að allur
kostnaður við Hauptmannsmál-
ið’ þ. e. að hafa upp á barns-
morðingjanum, kostnaður við
réttarhöldin, til lögreglu, sér-
fræðinga o. s. frv., verði alls upp
jundir miljón dollara. Leitað var
álits 7 eða 8 rithandarsérfræð-
inga og sendu þeir svo háa
reikninga, að neitað var að
greiða þá. Hæsti reikningur-
inn var upp á 12,000 dollara,
en sá næstlægsti úm 3,500 doll-
ara. Sá lægsti var hinsvegar
að upphæð 69 dollarar og 15
cents. Það var reikningur rit-
handasérfræðings sambands-
stjórnarinnar í Washington.
* * *
Handtökur í Leningrad
Lögreglam í Leningrad fór á
stúfana í marzmánuði s. 1. og
handtók um 1000 karla og kon-
ur, sem höfðu brotið vegabréfa
reglugerðir o. fl. Ekkert af
þessu fólki var þó gert land-
rækt, en því skipað að flytja til
austlægari landshluta. Margt
af þessu fólki var af tignum
ættum eða fyrverandi auð-
mannaættum. — Meðal þeirra
vpru 40 fyrverandi prinsar, 33
fyrverandi greifar, 76 fyrverandi
barónar, 35 fyrverandi verk-
smiðjúeigendur, 68 fyrverandi
iðjuhöldar og 142 fyrverandi
embættismenn’ 113 fyrverand*
leynilögreglumenn og á sjötta
hundrað fyrverandi stjórnmála-
menn. Eins og sjá má af þessu
hafa engir þeirra, sem hand-
teknir voru, verið úr flokki
kommúnista.
* # *
Á þrem dögum frá
Berlín til Suður-Ameríku
í rúmt ár hafa Þjóðverjar
haldið uppi föstum flugferðum
til Suður-Amerku og hefir flug-
tíminn verið fimm dagar frá
Berlín. í miðjú Atlantshafi lá
skipið “Westphalen” sem lend-
ingarstöð fyrir flugvélarnar og
hafa þessar loftsiglingar gengið
ágætlega.
Nú eru höfð tvö lendingar-
skip á flugleiðinni, “Westphal-
en” og “Schwabenland” og nú
hefir ný og hraðfleyg fugvél
verið sett í þessar ferðir og er
hún ekki nema þrjá daga á leið-
inni frá Berlín til Suður-Ame-
ríkú. Þetta er Luft-hansa flug-
vél og nefnist “Jo 52”. Flug-
leiðin er frá Berlín um Stutt-
gart, Sevilla á Spáni, Bathurst,
vestasta odda Afríku og þaðan
yfir liafið til “Natal” eða Per-
nambuko. Þaðan er svo flogið
áfram til Rio de Janeiro, Mon-
tevido og Buenos Aires.
INDVERSKUR KENNARI
HEIMSÆKIR ÍSLAND
MAIL THIS COUPON TO-DAYI
To tKe Secretary :
Dominion Buancsi CoQcf*
Wmrupef. Menitobo
WitKout oblxgatjon, pleas* íetvJ me full perticularj
of your counes oo “Streamlme” kusiness traming.
N*m ................ —
.............
^cDominion
BUSINESfs COLLEGE
.’OM IHE M».lt • WINEÍIPEG-
Rvík 19. apríl
Hingað kom með Lyru ind-
verskúr kennari og fræðimaður,
og er hann kennari við Tagore-
skólann í Indlandi. Nýja dag-
blaðið náði tali af honum í gær,
þar sem hann býr á Hótel
Skjaldbreið.
— Hvernig stendur á, að yður
hefir hugkvæmst að leggja leið
yðar hingað til landsins?
— Fyrir mörgum árum las eg
ferðasögu frá íslandi í blaði
suður á Indlandi. Ferðasöguna
hafði einn landa minna skrifað.
Síðan fór eg tíl Evrópu, og hefi
mikið dvalið á Norður-löndum,
en langmest í Svíþjóð. Kann eg
mjög vel við mig á Norðurlönd-
um. Þegar eg kom til Norður-
landanna, fór eg að kynna mér
sögu Islands og bókmentir og á-
kvað loks að fara sjálfur alla
leið til þess að sjá þetta land.
sem eg hafði lesið svo mikið
um’ og nú er eg kominn ásamt
tveim sænskum kunningjum
mínum.
— Ætlið þér að dvelja hér
lengi?
—Eg hafði hugsað mér að vera
hér að minsta kosti í 3 vikur
og ferðast dálítið um landið, og
halda, ef til vill, nokkra fyrir-
lestra, ef einhverjir óskuðu hér
eftir að fræðast um land mitt
og þjóð.
Talið berst að Indlandi og þá
auðvitað að Gandhi.
— Gandhi er merkilegur mað-
ur, segir Sinha, en svo heitir
Indverjinn. Hann er maður, sem
allir dást að, hvort sem þeir eru
fylgismenn hans eða andstæð-
ingar. Annars hefir hann nú
dregið sig út úr stjórnmálunu'm.
En starf hans hefir haft stór-
mikla þýðingu fyrir Indland og
þá sérstaklega lægstu stéttirnar,
sem hann hefir verið afburða
málsvari fyrir. Sjálfstæðismál-
ið er nú ekki eins brennandi og
verið hefir, og er nú unnið að
lausn þess í samkomulagi við
Englendinga.
— Hefir hin evrópiska menn-
ing ekki þegar breytt siðum og
háttum í Indlandi?
— Nei, langt frá því, segir
Sinha, við höldum okkar sér-
einkennum. Auðvitað höfum
við orðið fyrir mjög miklum á-
hrifum frá Evróþu, t. d. í
skólamálum- en það er eins og
þessi evrópiskú áhrif vekji um
leið upp okkar gömlu menn-
ingu, eins og t. d. í málaralist,
bókmentum, leiklist og hljóm-
NAFNSPJÖLD
Dr. M. B. Halldorson 1 401 Boyd Bldg. Skrifstofusimi: 23 674 Stundar sérstaklega lungnasjúk- dóma. Er að finni á skrifstofu kl. 10—12 f. h. og 2—6 e. h. Heimili: 46 Alloway Ave. Talsími: 33 158 G. S. THORVALDSON B.A., LL.B. Lögfrœðingur 702 Confederation Life Bldg. Talsími 97 024
Dr. J. Stefansson 216 MEDICAL ARTS BLDG. Horni Kennedy og Graham Stundar eingöngu augna-eyrna- nef- og kverka-sjúkdóma Er að hitta frá kl. 2.30—5.30 e. h. Talsimi: 26 688 Heimili: 638 McMillan Ave. 42 691 W. J. LINDAL, K.C. BJÖRN STEFÁNSSON ÍSLENZKIR LOGFRÆÐINGAR á öðru gólfi 325 Main Street Talsimi: 97 621 Hafa einnig skrifstofur að Lundar og Gimli og eru þar að hitta, fyrsta miðvikudai i hverjum mánuði.
i
Rovatzos Floral Shop I 206 Notre Dame Ave. Phone 94 951 Fresh Cut Flowers Daily Plants in Season We specialize in Wedding & Concert Bouquets & Funeral Designs Icelandic spoken M. HJALTASON, M.D. ALMENNAR LÆKNINGAR Sérgrein: Taugasjúkdómar Lætur úti meðöl í viðlögum ViStalstímar kl. 2—4 e. h. 7—8 aS kveldinu Sími 80 857 665 Víctor St.
Dr. S. J. Johannesson 218 Sherbum Street Talsími 80 877 Viðtalstími kl. 3—5 e. h. A. S. BARDAL selur líkkistur og annast um útfar- ir. Allur útbúnaður sá besti. — Ennfremur selur hann allskonar minnlsvarða og legstelnia. 843 SHERBROOKE ST. Phone: 86 607 WINNIPEG
Office Phone Res. Phone 87 293 72 409 Dr. L. A. Sigurdson 109 MEDICAL ARTS BUILDING Office Hours: 12 - I 4 P.M, - 6 P.M. AND BY APPOINTMENT RAGNAR H. RAGNAR Píanisti oa kennari ■ Kenslustofa: 683 Beverley St. Phone 89 502 ■
THE WATCH SHOP Thorlakson Baldwin Diamonds and Wedding Rings Agents for Bulova Watches Marriage Licenses Issued 699 Sargent Ave. 0 MARGARET DALMAN TEACHER OF PIANO 854 BANNING ST. Phone: 26 420
J. J. Swanson & Co. Ltd. REALTORJS Rental, Insurance and Financial Agents Síml: 94 221 600 PARIS BLDGWinnipeg Dr. A. V. JOHNSON ISLENZKUR TANNLÆKNIR 212 Curry Bldg., Wlnnipeg Gegnt pósthúslnu Simi: 96 210 Heimilis: 33 328
r. ...........
MAKE YOUR PLEASANT
[ IUNCH HOUR DATES AT
The
iílarlborousf} ^otel
jl Service to Suit Everyone
; LADIES MEZZANINE FLOOR
11.80 to 2.80 Specíal Luncheon
35c
BUSINESS MEN CLUB
LUNCHEON—11.45 to 2.80
50c and 75c
also a la carte
COFFEE ROOM (Men & Women)
SPECIAL LUNCH, 12-3......40c
SPECIAL DINNER, 6 to 8....50c
list. — Þá er heimspekin. Ind-
verjar eru nú taldir miklir heim-
spekingar, en hina indversku
heimspeki er erfitt að skilja,
nema fyrir þá, sem lengi hafa
dvalið í Indlandi og þekkja þjóð-
ina og hina gömlu menningu
hennar. Evrópumenn og Ind-
verjar eru svo ólíkir, að það
tekur langan tíma fyrir þá, að
kynnast til hlítar hver annars
menningu.—N. Dagbl.
Árni: Eg fór upp á spítala í
gær að heimsækja hann kela og
hafði með mér brennivínsflösku
handa honum.
Gvendur: Hvað átti það að
þýða? Þú veizt að hann má
ekki drekka1 meðan hann er á
spítalanum.
Áni: Já, eg veit það. Eg
drakk það sjálfur. En finst þér
þetta samt ekki hafa verið fall-
ega hugsað?
Lesið Heimskringlu
Kaupið Heimskringlu
Borgið Heimskringlu
Jk. J*. J*. Jk. *.*.*+. 0. 0. 0. 0 0 A A A.J
Jacob F. Bjarnason
—TRANSFER—
Baggage and Furniture Moving
591 SHERBURN ST.
Phone 35 909
Annast allskonar flutnlnga fram
og aftur um bœinn.
J. T. THORSON, K.C.
Islenzkur lögfrœSingur
Skrlístofa:
801 GREAT WEST PERMANENT
BUILDING
Simi: 92 755
Dr. K. J. AUSTMANN
Wynyard —Sask.
Talsimi: 28 S89
Dr. J. G. SNIDAL
TANMLÆKNIR
614 Somerset Block
Portage Avenue WINNIPEG
VIKING BILLIARDS
ötr HdrskurSar stofa
«96 SAROENT AVE.
Knattstofa, tóbak, vindlar og
vindlingar. Staðurinn, þar sem
Islendingar skemta sér.