Heimskringla - 10.07.1935, Blaðsíða 3

Heimskringla - 10.07.1935, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 10. JÚEÍ 1935 HEIMSKRINGLA 3. SIÐA. Dakota komst “Tornado” í hundrað nautgripa hóp, og drap helminginn; núna í vikunni sem leið. Þannig er allra veðra von þegar sunnar dregur, sem við þurfum sjaldan að bera kvíð- boga fyrir í Norður Dakota eða Manitoba. Á meðan við vorum í Red Wing ringdi meira og minna á hverjum degi í heila viku; og síðan her kom 10 daga út úr 15. En altaf sólskin milli skúra. Hér í þessu umhverfi liafa engin stórlys átt sér stað, af öflum núttárunnar, eins og víða annarstaðar í þessu ríki. — Þessi borg telur um 80,000 íbúa, og tekur yfir um 36 “sec- tions” af landi. íveruhús standa liér ekki eins þétt eins og í Win- nipeg. Meira andrúsmloft um- hverfis hvert heimili. Og minni hætta að menn troði hver á annars tám. — Járnbrautirnar eru hér dreifðar um allan bæ- inn, austur, vestur, út og suður, og þykir mér það óprýða bæ- inn, meir en lítið, fyrir utan hvað það er mikið hættulegra, fyrir alla umferð. — Bæjar- stjórinn hér er bróðir hins nafn- kunna ræðuskörungs William Jennings Bryan. Eg veit varla því eg hefi ruglað svona mikið við þig. Eg ætlaði ekki að skrifa neina ferðasögu þegar eg byrjaöi, enda geta þessir sundurlausu þankar varla talist það. Þú mátt nota einhverja púnkta úr þessu sem fréttir ef þér sýnist. En ekki er eg á- fram um aö nokkuð af því kom- ist á prent. — Nú hefi eg ekki fengið “Hkr.” fyrir vikuna sem leið og stend nú á öndinni yfir að eg tapi henni alveg. Vinsamlegast, TH. Thorfinnsson. EINN DAGUR í PARADÍS Ferðaminningar frá Ceylon eftir S. F. Fáir íslendingar munu hafa komið til eyjunnar Ceylon og mörgum mun þykja gaman að kynnast fegurð þessarar fögru eyjar, jafnvel þó ekki sé með öðru en sögusögn annara. S. F., sem ritar eftirfarandi grein er íslenzkur sjómaður. Kom hann til Ceylon 1931 og er auð- séð á frásögn hans, að hann á varla orð til að lýsa náttúru- fegurðinni þar. Eg stóð á þiljum uppi og virti fyrir mér umhverfið meðan skipið skreið hægt inn á höfn- ina í Colombo. Ein af heitustu óskum mínum var að rætast, að fá að líta hina dásamlegu fögru eyju Ceylon, sem talin er að vera pardís á jörðu, um hverja sagan segir að þar hafi aldingarðurinn Eden verið. Ceylon er af innfæddum og reyndar fleirum talin vera vagga mannkynsins. Eg beið með óþreyju eftir því að varpað væri akkerum, svo að hægt væri að komast á land sem fyrst. Eg var þess fullviss, að tíminn myndi ekki of langur, margt væri að skoða og við- staðan heldur stutt. Skipið átti að standa við í hálfan annan sólarhring, og vorum við skips- læknirinn, sem ekki höfðum komið svona langt austur á bóginn fyr, búnir að fá leyfi til að nota þennan tíma eftir því sem okkur bezt líkaði. Nú er akkerum varpað, og í því kemur Willadsen og segir, að við verðum að bíða dálitla stund, þar til skipstjóri sé búinn að fá peninga hjá umboðsmanni félagsins. Hann huggaði mig samt með því, að sú bið myndi ekki verða löng. Við áttum báð- ir dálítið af énskri mynt, en vildum ef hægt væri sleppa við þau óþægindi, sem ávalt leiðir af því að skifta erlendri mynt, og gott að hafa þá aura á bak- hendinni ef að við yrðum uppi- skroppa af innlendum pening- um á ferðalagi okkar. Peningamynt sú, sem notuð er á Ceylon, er kölluð “Rupie”, og jafngildir hún 137 aurum dönskum. Tæpur hálftími leið þar til við vorum komnir með aurana upp á vasann. Við flýtt- um okkur að ná í bát til þess að ferja okkuf á land. Nóg var af bátunum, þeir sveimuðu í tugatali utan um skipið. Ferjukarlarnir eru slungnir, svo að bezt er að semja við þá um fargjaldið áður en lagt er á stað, sé það ekki gert eru þeir vissir til að heimta tvær til þrjár “Rupíur” í ferjutoll, ann- ars er hann venjulega /2 “Rup- ie”. Eftir töluvert þref komumst við að þeim samningum, að ferjugjald skyldi vera /2 “Rup- ie” fyrir báða. Að loknum samningum var svo haldið á land. Klukkan var að verða 10 f. h. þegar á land kom. Hitinn var afskaplegur, og kom okkur því saman um að láta fyrsta verk- ið vera að fá okkur svaladrykk. Héldum við því sem leið lá upp að “Grand Oriental Hotel”, sem stendur skamt frá lendingar- staðnum. í hinum mikla sal veitingahússins er sæmilega svalt, og var þar gott að koma. Við báðum um whisky og sóda- vatn, var það borið fram af inn- fæddum þjónum. Þjónar þessir voru klæddir skósíðum kjólum, berfættir voru þeir, og allir þeir, sem eg sá, með hálfmánalag- aða skelplötukamba í hárinu og hnút í hnakkanum.* Þóttu mer þeir harla undarlegir á að líta. Kynflokkur sá, er Ceylon byggir, nefnist Singhalesere.— Eru þeir all smávaxnir og mjög hörundsdökkir, þó ekki gljáandi svartir eins og Afríkunegrar, og miklu eru þeir fríðari en hinir síðarnefndu, þar eð andlitsfall þeirra líkist allmjög andlitsfalli Evrópumanna. Meöan við neyttum drykkjar- ins, útvegaði þjónninn okkur leiðsögumann. Var sá innfædd- ur, en talaði allvel ensku. Kall- aður var hann Bobby, ekki veit eg hans rétta nafn, lét mér nægja þetta gælunafn hans. — Fyrsta verk okkar félaga vav að semja um kaupið við hann. Eftir langar bollaleggingar og þref varð það úr, að við skyld- um greiða honum 8 “Rupier” og ferðakostnað allan meðan hann fylgdist með okkur. Að þessum samningum loknum var farið að semja ferðaáætlunina. Bobby sagði, að fyrst af öllu yrðum við að heimsækja John Hagenbeck, það gerðu allir sér að skyldu, er til Colombo kæmu og hefðu ástæður til. Að því loknu gætum við haldið til Kandy, sem er ákvörðunarstað- ur á þessu ferðalagi okkar. John þessi Hagenbeck er bróðir Karls Hagenbecks, þess, er stofnsetti dýragarðinn í Hamborg. John Hagenbeck út- vegaði um langt árabil vilt dýr bæði handa dýragörðum og fjölleikahúsum víða um heim. Hann hefir skrifað fjöldann all- an af ritgerðum og bókum um dýralíf á Indlandi og dýraveið- ar. Hann, sem hefir búið hér um 40 ára skeið og sem lengi var þektasti maður á Ceylon, lifir hér nú mjög kyrlátu lífi. Þrátt fyrir sinn mikla aldur (er nær sjötugu) er hann vel ern og fullur af áhuga, sem bezt sézt á því, að hann hefir fyrir sktömmu sett hér á stofn dýra- garð, sem hann stjórnar sjálfur. í bifreið sinni ók hann okkur til dýragarðsins og sýndi okkur dýr þau, sem hann er búinn að safna sér, en að því loknu kvöddum við hann og héldum þaðan. Ferðinni var nú heitið til Kandy. Þangað er farið með járnbrautarlest. Ekki komumst við samt strax áleiðis, því að við urðum að bíða 1 klukku- stund eftir lestinni. Leiðin til Kandy er vafalaust hin fegursta, sem mannlegt auga fær litiö. Leiðin liggur * Kamburinn og hnúturinn er einkenni æðri stétta (caste). fyrst um lálendi, framhjá óend- anlegum hrísekrum, sem þakt- ar eru vatni, í gegnum pálma- viðarskóga, gegnum smá þorp. Hvar sem augað lítur er ó- endanlegur gróður, eins og náttúran hafi safnað öllum gæðum sínum í eina bendu hér á þessari litlu eyju. Landslagið breytist, brátt fara að koma brekkur, brattinn .verður meiri og meiri, nú verð- ur að nema staðar til þess að beita öðrum eimvagni fyrir lest- ina. Áfram er haldið upp á við, hærra, hærra. Lestin heldur á- fram um göng, fram á hyldýpis- brún, áfram og upp á við. Niðri í dölunum renna silfur- tærar ár. Hrísekrurnar stíga hver upp af annari eins og sæti í leikhúsi, terunnar breiða sig um fjallshlíðarnar og þekja þær að mestu. Hér og þar sjást kofar og þorp umvafin fegursta gróðri, svo sem kókospálmum, kakó- trjám, brauðaldinum og mango- trjám. Vegurinn slöngvast eins og silfurband um fjöll og dáli. Hér og þar sjást fílar vera að baða sig, og krókódílarnir liggja og njóta sólarinnar. Nú skríður lestin framhjá há- um tindi, sem ber nafnið “Ad- ams fingur”. Sannlega hlýtur hér að vera aldingarðurinn Eden, og eg sannfærist ennþá betur um það þegar eg stend við grafir þær sem fylgdarmaðurinn sýndi okkur þegar til Kandy kom, og sagði með fullvissu í röddinni, að þar hvíldu þau Adam og Eva. Loks eftir fjögurra stunda ó- slitna ferð í gegnum paradís komum við til Kandy. Vegurinn frá brautarstöðinni liggur meðfram bakka á “til- búnu” vatni, sem síðasti inn- fæddi konungurinn lét gera til þess að höfuðborgin yrði enn- þá fegurri. í hótelinu fengum við okkur bað og máltíð. Að því búnu leigðum við okkur “Rickshaws”* og héldum út í borgina. Hitinn var afskaplegur, en heldur en að hætta við förina hefði eg farið á nærbuxunum einum. Gott var að eg keypti “sólhattinn” í Port Said, hann skýldi mér vel fyrir sólarhitan- um. Eg sendi í huganum Moses gamla, Arabanum, sem seldi mér hattinn, mínar beztu þakk- ir, og voru um leið gleymdar allar skammirnar þegar við vor- um að prútta um hattverðið forðum. Fyrst lögðum við leið okkar til trjágarðsins Peradynia. Göt- ur þær, sem um garðinn liggja, eru allar heitnar eftir konum ensku landstjóranna á Ceylon. Þarna er hver gatan annari feg- urri, meðfram þeim eru gróður- sett hin fegurstu blóm. Leiðin liggur gegnum haf af pálmum, “pamarinder”, man- grove og kaneltrjám, gegnum breiður af orkider, aturium, og alls konar blómum, sem eg ekki kann að skilgreina. Blómin þekja ásamt risavöxnum pálm- um bakka árinnar “Mahaveli Gangas”, þau breiða sig um vatnsbakkana. “Viktoria Regia” breiðir út risablöð sín. Frá lót- usblómunum leggur deyfandi angan svo ljúfa að orð fá ekki lýst. Sólin er að ganga til viðar, og brátt skellur myrkrið á. Við ákváðum því að hlada til hó- telsins, fá okkur hressingu og fara svo að taka á okkur náðir. Margt var eftir að skoða, og ætluðum við því að taka daginn snemm og nota þann hluta dagsins vel, er við máttum eyða hér, því að frá Kandy þurfum við að fara kl. 3 e. h. næsta dag. Þegar við böfðum snætt fóru þeir læknirinn og Bobby til her- bergja sinna. Hvernig þeim hef- * Richshaw er léttur tví- hjólaður vagn, sem dreginn er af innfæddum. ir gengið að sofna læt eg ósagt, mér var það ómögulegt. Eg ráfaði út og hafnaði á bekk, sem stendur á bakka Kandy-vatnsins. Þar í kyrðinni renna upp í huga mér myndir af viðburðum dagsins, þær eru hver annari fegurri. Eg hefi aldrei séð jafn-fagra kvikmynd og þá, er nú leið fyrir í hug mér. Eg athugaði með gaum- gæfni hvert smáatvik, sem hinn líðandi dagur hefði fært mér. Eg vildi greypa þessa viðburði svo fast í huga mér, að þeir gleymdust mér seint, helzt aldrei. Það er svo sjaldgæft að við mennirnir fáum lifað heilan dag, þar sem ekkert ann- að er en fegurð, fegurð, sem eykst eftir því, sem á daginn líður og fleira ber fyrir augun. Einn slíkur dagur getur orðið það veganesti, sem bætir ótelj- andi komandi raunastundir, bara. að sem flestum mætti auönast að lifa slíkan dag! Þarna við Kandyvatnið heill- aði hin mikla kyi'ð mig svo, að sál mín liefir aldrei notið hvíld- ar í eins ríkum mæli og þessa kvöldstund. Hitabeltisnóttin breiðir yfir umhverfið sinn tinnusvarta en silkimjúka hjúp, stjörnurnar glitra eins og dementar á kol- svörtum feldi. Skjaldbökur teygja höfuðin upp úr vatninu og líta forvitnislega í kringum sig, en hverfa aftur á svip- stundu, hversu litla hreyfingu sem þær verða varar við. Yfir höfði mér svífa stórir fuglar, þetta voru þó engir fuglar, held- ur fljúgandi hundar, eftir því sem leiðsögumaðurinn skýrði mér frá næsta morgun. Eg verð að trúa því að svo hafi verið. Eg nýt ennþá um stund þessa yndislega kvölds. Alt er hljótt í kringum mig. Sjálf náttúran er að taka á sig náðir, bezt er að eg fari að dæmi hennar. Meðan ljósin í húsunum slokna hvert á fætur öðru, held eg heimleiðis. Sé hin fyrirheitna paradís á himnum nokkuð lík þeirri, sem eg hefi séð í dag, er óþarft fyrir mennina að kvíða dauðanum (það gera raunar ekki aðrir en kristnir menn). “Sahib, Sahib, you have to stand up.” Þessi orð hljóma í eyrum mínum, eg á bágt með að átta mig á þeim, en brátt skýrist hugsunin, það er þjónninn, sem er að vekja mig. Eg minnist þess alt í einu hvar eg er staddur og þýt fram úr rúminu. Baðið er tilbúið, oð ( hér er glas af pálmavíni, það hressir svo dæmalaust vel, seg- ir þjónninn, um leið og hann réttir mér heljarstórt glas af þessum ljúffenga drykk. Eg baðaði mig og klæddi í skyndi. Að því loknu fór eg til þess að hitta lækninn, lá hann þá ekki í rúminu, húðarselurinn! Hon- um er vorkunn, þar eð hann er maður við aldur, og því ekki eins léttur á sér og yngri menn, Eltki yfirgaf eg hann fyr en hann var kominn fram úr rúm- inu. Frá honum fór eg til þess að hitta Bobby. Náttúrlega lá hann í bælinu, eins og skata á heitri fjöl! Hann er maður á bezta aldri og því engin ástæða til þess að hlífa honum. All- mörg orð og þau ekki öll af betri endanum fóru okkar í milli áður en hann drattaðist fram úr. Fyrsta verk okkar þennan morgun var að heimsækja “Gangarama,” þ. e. klettamust- erið. Þar er Búddhalíkneski eitt afarmikið höggvið í klett. Líkneski þetta er mjög skraut- lega málað og gylt. Yfir því halda prestar í gulum klæðum vörð dag og nótt. Næst var skoðað “Dalada Ma- tilgwa”, musteri “hinnar heil- ögu tannar”. í musteri þessu er sagt að sé geymd tönn úr Buddha, og er hún til sýnis þar. Hingað færir fólkið fórnir sínar, sem eru hin helgu hvítu must- erisblóm, ásamt aríkahnetum, og leggur það þær á þar til gerð fórnarborð, síðan kastar það sér 'í duftið og ber fram bænir sín- ar. Fyrir dyrum musterisins liggja betlarar hópum saman og umla bænir sínar, bæði til guðs og manna. í þessu musteri eru um hverja tunglfyllingu haldnar guðsþjónustur Buddha til lofs og dýrðar. Þá er eftir að heimsækja musterisfílana í ánni við “Katu- gastota”. Fílar þessir eru heilög dýr, og eru því hafðir sérstakir menn til þess að gæta þeirra og þjóna þeim. Meðan fílarnir velta sér makindalega í aumum, sofa þjónar þeirra á sín grænu eyru í brennandi sólarhitanum. Heimfarartíminn nálgast, bara að eg mætti vera hér kyr! Því er nú ver, að svo er ekki. Skyldan kallar til annara starfa. Eftir létta máltíð höldum við heimleiðis með lestinni. Kandy! Vertu sæl. Við nafn þitt munu fegurstu endurminn- ingar mínar bundnar í framtíð- inni. Þráin að sjá þig aftur og fá að njóta fegurðar þinnar lengi, lengi mun ávalt verða efst í huga mér. Þótt það ekki verði, er eg þó einn af þeim fáu íslendingum, sem hafa litið þig. Það ætti að nægja, enda er eg þakklátur þeim skapa- nornum, sem beindu leið minni hingað. Tíminn dregur vafa- laust fjöður yfir sumar þær minningar, sem að þú gafst mér, en eitt gleymist mér eigi: Kvöldið við vatnið þitt fagra. Þegar við komum aftur til Col- ombo, leigjum við okkur Rick- shaws, og látum aka okkur gegnum “Cinnamon Garden”, gegnum útborgina “Kolapitya”, meðfram ströndinni alla leið til “Mount Lavinia”. Meðfram veginum standa hin fátæklegu smáhýsi hinna inn- fæddu við hliðina á geysistór- um musterum og kirkjum krist- inna og Múhameðstrúarmanna. Við mætum á leiðinni fjölda innfæddra kvenna,, sem klædd- ar eru fötum með öllum regn- bogans litum. Buddhaprestar ganga um með hátíðasvip klæddir hinum gulu skikkjum sínum. Framuridan ströndinni vagga fiskibátarnir hægt og tignar- lega, líkt og þeir séu að hneigja sig fyrir hinum undurfagra degi. Við ökum gegnum svarta bæ- inn “Pittah”. Þar er líf í tusk- unum. Margt ber fyrir augun, en mest ber þar á fátæktinni, liún lýsir sér hvarvetna mjög áberandi. Hinir innfæddu virð- ast þó bera hana með rólegu geði, þeir eru börn náttúrunnar og láta því hverjum degi nægja Frh. á 7. bls. INNKÓLLUNARMENN HEIMSKRINGLU I CANADA: Árnes.......... Amaranth........ Antler......... Árborg......... Baldur......... Beckville...... Belmont........ Bredenbury...... Brown........... Calgary......... Churchbridge... Cypress River.... Dafoe.......... Elfros.......... Eriksdale....... Foam Lake...... Gimli........... Geysir.......... Glenboro....... Hayland........ Hecla.......... Hnausa.......... Hove........... Húsavík........ Innisfail....... Kandahar....... Keewatin........ Kristnes........ Langruth........ Leslie......... Lundar.......... Markerville.... Mozart.......... Oak Point...... Oakview........ Otto............ Piney.......... Poplar Park.... Red Deer........ Reykjavík....... Riverton....... Selkirk........ Steep Rock..... Stony Hill..... Swan River..... Tantallon...... Thornhill...... Víðir........... Vancouver...... Winnipegosis.... Winnipeg Beach Wynyard........ .....F. Finnbogason .....J. B. Halldórsson .......Magnús Tait .....G. O. Einarsson ..Sigtr. Sigvaldason .....Björn Þórðarson ........G. J. Oleson .....H. O. Loptsson ...Thorst. J. Gíslason ..Grímur S. Grímsson ....Magnús Hinriksson .......Páll Anderson .....S. S. Anderson ■J. H. Goodmundsson .....ólafur Hallsson .......John Janusson .......K, Kjernested .....Tím. Böðvarsson ........G. J. Oleson ..Sig. B. Helgason ..Jóhann K. Johnson .....Gestur S. Vídal .....Andrés Skagfeld .....John Kernested ..Hannes J. Húnfjörð .....S. S. Anderson .....Sigm. Björnsson .....Rósm. Ámason ........B. Eyjólfsson ..Th. Guðmundsson ......Sig. Jónsson ..Hannes J. Húnfjörð ......Jens Elíasson .....Andrés Skagfeld ...Sigurður Sigfússon .......Björn Hördal .......S. S. Anderson .....Sig. Sigurðsson ...Hannes J. Húnfjörð .......Árai Pálsson ..Björn Hjörleifsson .....G. M. Jóhansson .......Fred Snædal .......Björn Hördal .....Halldór Egilsson .....Guðm. ólafsson ..Thorst. J. Gíslason .....Aug. Einarsson ..Mrs. Anna Harvey John Kernested ..S. S. Anderson I BANDARÍKJUNUM: Akra.....................................Jón K. Einarsson Bantry....................................E. J. Breiðfjörð Bellingham, Wash........................John W. Johnson Blaine, Wash.....................Séra Halldór E. Johnson Cavalier.................................Jón K. Einarsson Chicago: Geo. F. Long, 2428 Hamlin Ave., Logan Square Sta. Edinburg......................................Jacob Hall Garðar..................................s. M. Breiðfjörð Grafton.................................Mrs. E. Eastman Hallson..................................Jón K. Einarsson Hensel................................. J. K. Einarsson Ivanhoe..............................Miss C. V. Dalmann Los Angeles, Calif....Thorg. Ásmundsson, 3314 Sierra St. Milton......................................F. G. Vatnsdal Minneota.............................Miss C. V. Dalmann Mountain................................Th. Thorfinnsson National City, Calif.......John S. Laxdal, 736 E 24th St. Point Roberts............................Ingvar Goodman Seattle, Wash..........J. J. Middal, 6723—21st Ave. N. W. Svold...................................Jón K. Einarssop Upham....................................E. J. Breiðfjörð The Viking Press, Limited Winnipeg Manitoba

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.