Heimskringla - 10.07.1935, Síða 5

Heimskringla - 10.07.1935, Síða 5
WINNIPEG, 10. JÚL/Í 1935 HEIMSKRINGLA 5. SÍÐA menn voru svo vel vakandi and- lega að þeir kyntu sér sjálfir alveg ótrúlega snemma starf og stefnu þessarar kirkju og fundu hinn andlega skyldleika, sem var á milli þeirra sjálfra og þess fólks, sem henni iheyrði til. — Andl|egi skyldlleikijnn var til, ; þrátt fyrir ólíkan þjóðernislegan uppruna og mjög ólíkar hags- munalegar og félagslegar að- stöður þeirra sem áhrifin komu frá og þeirra sem fyinr þeim urðu. Þér vitið öll, að þessi áhrif, sem eg hefi verið að tala um, byrjuðu með viðkynningu nokk- urra Vestur-íslendinga við Úní- tarakirkjuna í Bandaríkjunum fyrir hér um bil fjörutíu ár- um. Frjálstrúarhreifingin hér j vestan hafs hefir ávalt síðan staðið í beinu sambandi við hana. Önnur áhrif hafa bæzt við úr öðrum áttum, ekki hvað sízt nú á síðari árum frá íslandi, bæði vegna komu og dvalar um lengri eða skemmri tímá margra manna, sem guðfræð- ismentun hafa fengið við há- skóla íslands, og svo líka vegna andlegra tengsla við ættjörðina, sem hafa verið svo náin, að vér hefðum ekki getað hjá því komist að verða fyrir áhrifum þaðan, jafnvel þó að engir hefðu komið hingað til þess að gegna preststörfum. Eg ætla ekki að eyða meiri tíma í það að ræða um ástæð- ur þær og rök, sem liggja að því að þeSsi frjálslyndi kirkju- félagsskapur er til. Því máli er hvort sem er ekki hægt að gera nein skil í stuttu ávarpi eins og þessu. En eg vildi Ibenda á, að þessi hreyfing hef- ir verið og er sú mikilsverðasta andleg hreyfing, sem til hefir verið meðal vor Vestur-íslend- inga, og að hún er uppvaxin eins og eðlilegur gróður úr þeim jarðvegi, sem hefir verið nógu frjór til þess að fram- leiða þróttmikinn ávöxt af þeim fræjum, sem í hann hafa fallið. Og hitt vildi eg líka mega benda á í sambandi við þetta, að þessi hreyfing hefir nú þeg- ar haft geysimikil áhrif innan þjóðflokks vors, að þau áhrif eru miklu víðtækari en félags- skapurinn sjálfur. Hvort sem menn alment vilja viðurkenna það eða ekki, þá er það starfi þessa félagsskapar að miklu leyti að þakka, að þröngsýni og afturhald í trúmálum hafa lítið fylgi nú meðal þjóðflokks vors. Breytingin í þeim efnum er mjög eftirtektarverð. Engum dylst það, að enn eru skoðanir mikið skiftar, og sjálf- sagt verða þær það lengi. Að loka augum fyrir því og reyna að telja sér trú um eitthvað sem ekki er, er hvorki hyggindi né réttsýni. En þrátt fyrir það befir um'burðarlyndi farið stór- um vaxandi, og friðsamlegar og skynsamlegar umræður um þessi mál eru nú ólíkt hægari en áður var. Ber það hvort- tveggja gleðilegan vott um vax- andi andlegan þroska. Munu allir vera sammála um að sam- úð og samvinna meðal allra, án skoðanaþvingunar nokkurs manns, sé eitt af því marga, sem menn ættu að leggja alt kapp á að geti náð sem mest- um viðgangi. Og að endingu segi eg þetta þrettánda þing hins Sameinaða kirkjufélags íslendinga í Vest- urheimi sett, og bið fulltrúa þá, sem hér eru mættir, að gera svo vel og taka til starfa. G. Árnason “Endurminningar” FriSriks Guðmundssonar eru tll sölu hjá höfumdirvum viö Mo- zart, í bókaverziun ó. S. Thor- geirssonar og á skrifstofu Hfcr. Fróðleg og skemtileg bók og afar ódýr. ..Kostar aöeins $1.25. Lesið Heimskringlu Kaupið Heimskringlu Borgið Heimskringlu MENTASKÓLINN Á AKUREYRI 1932-34 Eftir prófessor Richard Beck Gengi hverrar þjóðþrifa- stofnunar á Íslandi er fagnaðar- frétt öllum sönnum sonum þess og dætrum erlendis. Slíkar fréttir heiman að hita þeim um hjartarætur, treysta ætternis- bönd þeirra og auka þeim sjálfsvirðingu og framsóknar- hug. Mentaskólinn á Akureyri er gamallar og göfugrar ættar, — arftaki Hólaskóla hins foraa. Nýjustu skýrslur hans bera því einnig vitni, að hann ætli að feta dyggilega og röfegsamlega í spor síns fræga og þjóðnýta fyrirrennara, sem illu heilli lá niðri meir en aldarskeið. Þróttmikið og fjölbreytt skólalíf einkennir auðsjáanlega hinn unga og glæsilega menta- skóla Norðurlands. Margvís- legur félagsskapur meðal nem- enda, íþróttir og samkomur, knýta þá (og kennarana) fast- ari félagsböndum, glæða áhuga þeirra og afla þeim andlegan og líkamlegan þroska. Sönglíf skólans stendur með miklum blóma og hefir stórum auðg- ast og fært út kvíarnar síðan Björgvin tónskáld Guðmunds- son varð þar söngkennari og hljómlistar. Félags- og sam- kvæmislífi skólans hefir einnig orðið mikill góði og gleðiauki að nýstofnaðri hljóðfærasveit hans, sem einn nemenda, Jak- ob Havsteen, átti frumkvæðið að. Ótalinn er þá einhver allra merkasti þáttur skólalífsins, ferðalög kennara og nemenda á fagra staði og söguríka. Ork- ar ekki itvímælis, að slík ráða- breytni er hin skynsamasta til- breyting frá innisetum og bók- námi, hið ágætasta þroskameð- al. Er það holt hvorum tveggja, kennurum og námsmönnum, að hrista kenslustofurykið af fót- um sér, og sál, og blanda geði á slíkum ferðalögum. “Sálræn- ar heilbrigðisráðsitafanir eru eins nauðsynlegar og líkamleg- ar sóttvarnir”, segir Sigurður skólameistari Guðmundsson réttilega í þessu sambandi. Jafn sannleiksþrungin eru eftirfar- andi orð hans: “Bókin er neyð- arúrræði. Betra er að fræðast um líf og náttúru af sjálfu líf- inu og sjálfri náttúrunni en af bók' eða annara frásögn.” í skýrslum þessum segir frá austurferðum 5. bekkinga til Mývatns (1933) og um Suður- Þingeyjarsýslu (1934), frá Hólaför 6. bekkjar haustið 1932 og ferð 6. bekkjar um Húna- þing haustið eftir. Jafnan voru einhverjir kennaranna með í j förinni, námsmönnum til leið-1 sögu og aðstoðar. Eru ferða- j sögurnar vel í letur færðar og ] hinar fróðlegustu. Prýðilegir sp.’ettir eru t. d. í frásögn skóla ! piltsins Óskars Magnússonar ] frá Tungunesi af Mývatnsferð- j inni. Svofeldri mynd bregður hann upp af Ódáðahrauni: “Þessi ógurlegi hraunfláki teygir sig til suðurs, austurs og vesturs frá vatninu. Svartur og úfinn liggur þessi storknaði hraunsjór mitt í heljarþögn ör- ; æfanna og ögrar gróðri og graslendi. Dularfult er það, kynlegur heimur, þar sem þjóð- itrúin setti niður útilegumenn og olnbogabörn þjóðfélagsins. Enn liggur það að mestu ókannað, heimur firna og feiknstafa, sem gefur hugarfluginu og æfintýra þránni byr undir vængi.” Veigamest, enda lang ítar- legust, er þó frásögnin um för 6. bekkjar í Húnaþing, eftir Sigurð skólameistara, er var fararstjóri. Heimsóttu þeir ferðalangarnir sögustaði og fegurðarbletti, sem gnægð er af á þeim slóðum, leiksviði margra hinna stórfeldustu og örlagaríkustu atburða í sögu þjóðar vorrar. Gerir það frá- sögnina drjúgum hugstæðari, að skólameistari fléttar inn i snjallar staða- og atburðalýs- ingar skarpar athugasemdir um menn og málefni, stjórnarfar og menningu. En ekki verður þessi skemtilega og lærdóms- ríka ferðasaga frekar rakin hér, þar sem hún hefir þegar verið endurprentuð í “Lögbergi”. Margt og mikið er nú ritað á íslandi um Þjóðfélags- og mentamál, og bregður að von- um til beggja skauta með heil- næmi þeirra kenninga, þó klæddar séu þær ósjaldan skrúðibúningi máls og mynda. Óhætt mun þó mega segja — að minsta kosti frá sjónarmiði þeirra, sem ekki eru gjörblind- aðir af flokksfylgi — að fáir menn íslenzkir ræði nefnd mál af jafn mikilli heilskyggni og víðsýni sem Sigurður skóla- meistari. Hann er jafnframt ritsnjall með afbrigðum, svo að teljandi eru þeir rithöfundar vorir, sem eru honum jafnvígir að orðfim^ og stflþrótti. í skólaskýrslunni fyrir árið 1933-34 eru prentuð tvö af hinum djúpúðugu og alvöru- þrungnu erindum skólameist- ara: “Ávarp til gagnfræðinga 1934” og “Framtíðarhorfur og þroskakjör stúdenta um síðustu aldamót og nú”. I hinu síðar- nefnda, sérstaklega, er djarf-1 lega farið ómjúkum höndum um ýmsar meinsemdir íslenzks stómmálalífs; en í erindi þessu ber höfundur saman íslenzka stjórnmálabaráttu nú og fyrir ] 30-40 árum og ræðir uppeldis og mennigaráhrif hennar. Þó honum virðist íslenzk stjóm- málabarátta: vorra daga þroska- vænlegri en stjómarskrárbar- áttan fyr á árum, er hann jafn glögg skygn á annmarka henn- ar og illar fylgjur, eins og fram kemur í þessum varnarorðum hans: “Æskulýð lands vors er nú úr tveim gagnstæðum áttum boð- uð miskunnarlaus byltingatrú. Slík áhrif var ekki reynt að hafa á íslenzka æsku kringum seinustu aldamót. Ef til vill telja sumir byltingaljóð Þor- steins Erlingssonar til slíkrar viðleitni. En þau létu í eyrum sem fjarlægir hersöngvar, sungnir fyrir hugsjónir og heri, sem þá skiftu litlu land vort og þjóð. Eg lái ekki æskunni, þó ólgu- blóð hennar sé næmt fyrir boð- skap byltingamanna. Hún sér, hve margt er rotið og ranglátt í þjóðfélagi voru. Ágætir nem- endur mínir hafa vikið að því í ibéfum til mín, hve mikill sé aðstöðumunur ungra manna um lífskjör, menning og nám, þó að ekki sé sjáanlegur mun- ur á hæfileikum né verðleikum. Fyrir slíku virðist mér ungir menn næmari nú heldur en á skólaárum mínum. Er slíkt og eðlilegt svo mikið sem ritað hefir verið um jöfnuð og ó- jöfnuð á seinustu árum. Öðr- um unglingum gremst og áreið- anlega hitt, að þeim finst lögð vera fæð á sig saklausa, sökum góðrar efna-aðstöðu þeirra sem þeim hefir óbeðið veitst og þeir sjálfir geta því ekki gert að, ef svo má orða slíkt. Ekki væri vanþörf á, að einhver, sem vel kann að hugsa, rýndi og rann sakaði, hvað réttmætt er og óréttmætt í jafnaðarkröfum vorra daga. Slík rannsókn er ekki hlutverk mitt hér. En eg tel stöðu mína leggja á mig þá skyldu, að benda ungum nem- endum mínum á afdrifamikla Myndalaus myndabók EFTIR H. C. ANDERSEN Sig. Júl. Jóhannesson, þýddi Tuttugasta og sjöundia mynd “Eg horfði niður á stórt leikhús,” sagði máninn. “Áhorfendasætin voru öll skipuð. Fólkið þyrptist þangað af forvitni því nú átti nýr leikandi að koma fram í fyrsta skifti. — Geislar mínir teygðu sig inn um litla glugg- ann á múrveggnum. Málað andlit þrýsti enn- inu upp að rúðunni. Það var aðalleikandi kveldsins. Skeggið var karlmennalegt og tilkomu- mikið — það var falskt — en eg sá að augun voru full af tárum — það var nýbúið að hrópa hann niöur og það ekki að ástæðulausu. — Klaufar og klunnar líðast ekki í ríki listagyðj- unnar. Hann átti djúpar tilfinningar og við- kA'æmar og hann elskaði listgyðjuna, en hún lét sig hann engu varða. Leikstjórinn lét hringja bjöllunni — djarft og einarðlega sagði hlutverk hans að hetjan ætti að ltoma fram á sjónarsviðið — og hann varð að koma fram fyrir áhorfendurna og verða þeim að athlægi. Þegar leikurinn var á enda sá eg mann sem vafði að sér yfirhöfnina og laumaðist út úr leiklhúsinu — það var hann; aðalleikandinn sem hafði orðið öllum til hinna mestu von- brigða. — Fólkið hvíslaðist á um það hversu óhæfilega hann hefði leikið; hversu mjög hann hefði syndgað á móti listinni. Eg fylgdist með syndaranum þangað til hann var kominn heim til sín og staddur þar aleinn inn í svefnherbergi sínu. Hann var í djúpum hugleiðingum. Honum kom til hugar að hengja sig, en svo þótti honum það ógeðs- legur dauðdagi; að taka inn eitur var miklu | betra, en það er ekki altaf við hendina. — ] Já, hann hugsaði um þetta hvorttveggja. Eg horfði á hann þegar hann skoðaði nábleikt andlitið í speglinum og hálflokaði augunum til þe?s að vita hvort hann yrði fallegt lík ef hann væri dauður. Maður getur verið yfir sig kominn af hrygð en samtímis gagntekin af hégómagirni. Hann hugsaði um dauðann; hann hugs- aði um sjálfsmorð; mér sýndist hann dauð- kenna í brjósti um sjálfan sig — hann syrgði sjálfan sig alveg eins og hann væri að fylgja sjálfum sér ti) grafar. Hann grét hátt og lengi; og þegar menn hafa útausið tárum sínum og tilfinningum óhindrað, þá er engin hætta á að þeir fremji sjálfsmorð. Nú er liðið heilt ár síðan þetta skeði. — Enn þá var verið að leika. En nú var það í litlu leikhúsi, þar léku fátæklegir flökkuleik- endur. Eg sá þar aftur sama andlitið sem e^ 'hafði áður séð; eg sá máluðu kinnarnar og hrókna skeggið. Hann leit ennþá einu sinni upp til mín og brosti. — En það fór eins og áður; hann var ennþá blásinn niður — já, blásinn niður á þessu litla og óvandaða leikhúsi; blásinn niður af skríl. Þetta kvöld var ekið með fátæklegan lík- vagn út úr borgarhliðinu. — Ekki ein einasta mannvera fylgdi líkinu — hér var maður, sem framið hafði sjálfsmorð! Það var málaði leikandinn, sem fólkið hafði blásið niður. Ökumaðurinn var sá eini sem fylgdi honum tii grafar — engin annar — ekki einn einasti — nema máninn. í horninu við kirkjugarðsvegginn var sjálfsmorðingjanum hrúgað niður. Þar verður gröfin innan skamms þakin illgresi, þangað kastar kirkjugarðsvörðurinn þistlum og þyrn- um og alls konar rusli frá hinum gröfunum.” staðreynd: Það þykir, að réttu, þjóðarböl, ef landfarsótt, eins og spænska veikin 1918, drep- ur á stuittum tíma nokkur hundruð landsbúa, jafnt hraust- í an og hruman, börn og gamal- ] menni, vandaðan og óvandað- an, fjáðan og fátækan. En er það samt ekki stóum meira þjóðarböl, enn óskaplegri þjóð- ] ar-ógæfa, ef til byltingar kæmi, sem eg engu get spáð um? | Menn verða, á lifandi vísu, að gera sér grein fyrir því, að bylt- ing er stríð, þar sem barist er með sömu tökum og tækjum sem í þjóðastríði. Slíkt stríð vekur, sem allar blóðsúthelling- ar, upp morðingjann í mann- brjóstinu, hvort sem þær dráps- vopnahríðir koma í fyrstu að ofan eða að neðan, frá hægri eða vinstri. Þar drepa lands- menn á miklu, miklu stórfelld- ari hátt og grimmilegri hver annan heldur en drepsóttir hafa nokkru sinni felt mannfólkið á íslandi. í slíku stríði getur svo farið, að bróðir vegi bróður og vinur vin. Þar má margur sak- laus sekra gjalda. Eg trúi hvorugu, að ekki sé önnur ráð til að skapa réttlátt og frjó- samt þjóðskipulag, né heldur hinu, að það sé ráð til slíks, að mennirnir breyti sér í bíóðþyrsta úlfa. Úlfar skapa aldrei guðs ríki á jörðu. Úlfar byggja aldrei annað en úlfdali, hvaða stjórnskipulagi, sem þeir koma á með sér. Um slíkt þarf engra vitna við, nema skilnings á úlf- hug og eðli hans. Þá er úlfar hafa étið alla andstæðinga sína, og þeir ]ifa einir eftir, hefja þeir baráttú hver við annan til að fullnægja úlfúð sinni, ófriðar- og ránsdýrslund”. Þeir íslendingar sem vígreif- astir eru í þjóðmálum, mættu vel leggja hlustir við þeirri heil- brigðu viðvörun skólameistara. Spakleg og minnisverð eru einnig þessi orð hans: “Þroska- arður af allri baráttu fer alt af mjög eftir með hverjum hug og alvöru barist er. Það er rauna- legt hlutskifti margra, að þeir minka á hverju stríði, hve góðs máls sigri, sem þeir í orði kveðnu berjast fyrir”. Þér sem notið— TIMBUR KAUPIÐ AF THE Empire Sash & Door CO., LTD. Birgfltr: Henry Ave. East Sími 95 551—95 552 Skrifstofa: Henry og Argyie VERÐ - GÆÐI - ÁNÆGJA kirkjufél. í tilefni 50 ára af- mælis þess; ennfremur skrifar séra Friðrik Hallgrímsson um forseta kirkjufélagsins og fylgja myndir þeirra allra. Séra Páll Sigurðsson skrifar “Minningar vestan um haf”. — Auk þess er í ritinu grein, sem heitir “ísland tilsýndar” eftir séra Jakob Jóns- son og “Opið bréf til Gunnars Benediktsson” eftir séra Benja- mín Kristjánsson. Þeir, sem vilja fylgjast með því, sem rætt er eða gert í ísl. kirkjunni heima, ættu að kaupa kirkjurit- ið. HÁTÍÐ SUMARSINS Kirkjutitið, málgagn hinnar íslenzku Þjóðkirkju kemur út 10 sinnum á ári, um 24 arkir alls og kost- ar vestan hafs 1 dollar. í síð- asta hefti er birt kveðja Jóns biskups Helgasonar til lúterska Hámessu undir hvelfing blárri heldur náttúran. Hefir vora foldu fært í fagra glitskrúðann. Lætur nú frá léttu brjósti lögin glymja hátt, tónafjálg, með fagnaðshrifning, fram um loftið blátt. Nú er hátíð hátíðanna hér á norðurslóð. iSumardís með yl í anda yngir þreyttan móð. Skýin fljóta í feginstárum. Fætt við sólbros hlýtt glitrar skært í geislabárum gróðrarríki nýtt. Nú, á hátíð ljóssins, lífsins, ljósvakans úr hyl magnan fylltir flæða straumar foldar vorrar til. Öllu sem á láði lifir léttist hagurinn. Lyiftir fold í ljóssins veldi langi dagurinn. Alt sem skynjar skraut og fegurð skemtun fær um hríð. Nú er tími að njóta yndis: Nú er gleðitíð. —En alt sem hefir upphaf, síðar endalokin fær. Hátíð byrjar; hátíð slítur haustsins kaldi blær., B. Thorsteinsson ‘Success Training’ Has a IVIarket Value University and matriculation students are securing definite employment results through taking a “Suc- cess Course”, as evidenced by our long list of young men and women placed in local Winnipeg offices in 1934 and 1935. Selective Courses Shorthand, Stenographic, Secretarial, Accounting, Complete Office Training, or Comptometer. Selective Subjects Shorthand, Typewriting, Accounting, Business Correspondence, Commercial Law, Penmanship, Arithmetic, Spel- ling, Economics, Business Organiza- tion, Money and Banking, Secretarial Science, Library Science, Compto- meter, Elliott-Fisher, Burroughs. Cal| for an interview, write us, or Phone 25 843 -= SUCCESS BUSINESS COLLEGE LIMITED Portage Ave. at Edmonton St., Winnipeg (Inquire about our Courses by Mail)

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.