Heimskringla - 10.07.1935, Page 6

Heimskringla - 10.07.1935, Page 6
6. StÐA. HEIMSKRINCLA WINNIPESG, 10. JÚLÍ 1935 BELLAMY MORÐMÁLIÐ Hún hafði reyndar valið sér annan félaga í þetta sinn, Elliot Farwell, sem hún sat á tali við og var hann að ljúka við að drekka úr þriðja vínglasinu. “Herrar mínir, ef að eg gæti látið ykkur hlusta á samtal þeirra, sem á yfirborðinu virð- ist blátt áfram, þá yrði margt af því opinbert, sem nú er í myrkrunum hulið. Eg bið ykkur að vera þolinmóða og athugula unz stund sú kemur, því eg lofa ykkur því að það skal verða opinberað. “Eg ætla mér að skilja við þetta fólk um stund á þessari sólgyltu flöt, aðrir verða að segja ykkur hvað fram fór frá því augnabliki unz að hinn sorglegi og óttalegi atburður gerðist í húsi garðyrkjumannsins. Eg hefi ekki dvalið svona lengi við hið liðna og rakið æfi- feril þessara persóna til þess að geta leitt fram lítilsvert hjal þorpsbúanna eða klúbb- félaganna. Eg hefi gert það af því, að mér fanst það óumflýjanlegt að þið fengjuð að \ita aðal atriðin sem varpa ljósi á framburð vitnanna svo skilingur ykkar geti orðið sem allra skýrastur á framburði vitnanna sem eg ætla mér að leiða fram. “Það liggur í augum uppi, að hver einn ykkar spyrji sjálfan sig að: “Hvernig má það vera að unga konan sem við sjáum sitja í vitna stúkunni fyrir framan okkur — tiguleg, óhult í örmum ágæts eiginmanns, gáfuð og giftuleg. — Hvernig getur það átt sér stað að hún hafi með köldu blóði og af ásettu ráði myrt aðra konu? Hvernig má það ske, að maðurinn sem sit- ur við hlið henni, sem var fæddur göfugmenni og naut ágætis uppeldis og aldrei hefir viljað vamm sitt vita í lífinu, skuli hafa aðstoðað hana við það hermdar verk? Þið spyrjið sjálfa ykkur: “Hvernig mátti slíkt ské?” Herrar mínir, við ætlum ekki að- eins að sýna að þetta var mögulegt, heldur að það var áreiðanlega svo. Eg er ekki að fara með neitt fleipur þegar eg segi, að ríkisem- bættismennirnir eru sannfærðir um, að þeir geti sannað það með rökum sem ekki verður á móti mælt. Eg er ekki að 'biðja um refsi- dóma, né heldur er eg blóðþyrstur sporhundur á hælum neins herfangs. Ef að þið í hjarta ykkar getið sýknað bandingjana eftir að eg hefi lokið þessu máli, þá eruð þið sannkallaðir gæfumenn — og eg get ekki fundið hjá mér neina tilhneigingu að svifta ykkur þeirri gæfu Eg er samt neyddur til að leggja fram fyrir ykkur gögnin í þessu máli, sem væntanlega mæla með sér sjálf. Eg bið ykkur, háttvirtu kviðdómendur að minnast þess að Susan er kona sem vanist hefir allsnægtum í lífinu. Aðeins einu sinni orðið að vera án þeirra. Hvaða áhrif að vera hennar í New York hefir haft á hana og hvaða endurminningar að þau þrjú ár sem hún dvaldi þar hafa skilið eftir hjá henni, getum við getið okkur til. Það nægir ef til vill að segja, að reynsla hennar á þeim árum hefir verið svo átakanleg að hún hefir lokað vörum hennar að fullu og öllu. Eg hefi ekki getað komist að því að hún hafi minst á hana við nokkra manneskju, og hefi eg þó spurt margar. Hún varaðist að hugsa til þeirra hrellinga. Trúarsannfæring hennar, eins og þið munuð síðar komast að raun um, varnaði henni frá að sækja um hjónaskilnað og hún var of skýr kona til þess að sjá ekki, að ef Patrick Ives stryki í burt með Mími Bellamy, þá mundi hann bráðlega missa stöðu sína og yrði því ókleift að sjá sér og börnum þeirra farborða þó að hann hefði haft vilja til þess. Framtíð ungrar konu með tveimur börn- um, sem hún þarf sjálf að sjá fyrir, auk þess að sjá sjálfri sér farborða, er alt annað en glæsileg og það er vor sannfæring að Susan Ives hafi gripið til óyndis úrræða til þess að slíkt kæmi ekki fyrir og í viðbót við ótta þann sem slíkt ástand hefir hlotið að vekja, bætist hatrið til þeirrar konu sem var að koma á milli hennar og mannsins hennar og gera líf hennar að vonleysis eyðimörk. Það er ekki morð framið í veröldinni, fyrir utan þau sem eru framin í ölæði, sem ekki á rót sína að rekja til ágirndar, ástamála, eða hefndar. — Herrar mínir, embættismenn ríkisins halda fram, að alt þetta hafi átt sinn þátt í verknaði Susan Ives. Hvað Stephen Bellamy snertir, þá nægir að segja að hin unga og glæsilega kona hans var sálargeislinn í lífi hans — lífi sem var erfitt og ömurlegt nema fyrir yl þann og yndisþokka sem hún flutti inn í það. Þegar að hann varð þess var, að hún hafði fótum troðið ást hans og misboðið tiltrú hans þá varð hann sem óður — óður á sama hátt og Othello, þegar hann braust inn að hvílu konu sinnar með dauðann í hönd sér — æði sem hin auðvirðilega setning “l'ögin órituðu” á upptökin í og sem nú er orðin nálega eins áhrifamkil og lagaákvæðin sjálf, þótt maður blygðist sín fyrir að verða að viðurkenna slíkt. Látið ekki umhugsunina um slíka setningu villa ykkur herrar mínir. Það eru til önnur lög sem rituð voru með eldstöfum á fjallstind, fyrir mörg hundruð árum: “Þú skalt ekki mann deyða”. Minnist þess lagaákvæðis, en gleymið hinum sem rituð hafa verið í blóði þeirra, sem þeim hefir verið beitt á. Þau tvö sem framm fyrir ykkur eru, eru kærð fyrir að hafa brotið lögin sem rituð voru á Sinai — þau helgu lagaboð sem eru verndarmúr mann- félagsins, sem smátt og smátt og með mikilli fyrirhöfn hefir þroskast frá niðurlæging og sundrung — og vér erum nú við því búnir að sýna, hversvegna að þau hafa verið kærð. “Frá því að þau stéu fyrsta sporið í áttina til húss garðyrkjumannsins og unz þau stóðu við þröskuld herbergisins, þar sem morðið var framið, ætlum við að fylgja þeim eftir og inn fyrir þröskuldina. En þar ætla eg að skilja við þau, því skylduverki mínu verður þá lokið. Yðar skylda, háttvirtu kviðdómendur, tekur þá við og eg er sannfærður um, að hversu andstýggilegt sem ykkur finst það skylduverk vera, og hve grátlega sorglegt, að þá verður það skylduræknin ein sem úrslitum ræður.” Eftir að Mr. Farr hafði lokið sínu sköru- lega máli, varð steinþögn í réttarsalnum. Svo braust orðakliður út á meðal áheyrendanna ó- sjálfrátt og ógætnislega. “Hljóð! Hljóð!” hrópaði Ben Potts. Car- ver dómari sló hamri sínum þungt í borðið og mælti: “Eg vil segja ykkur einu sinni fyrir alt, að þessi réttarsalur er engin málæðis sam- kunda. Gerið svo vel og þegja meðan þið eruð hér inni. Réttinum er slitið í dag. Hann kemur saman aftur klukkan tíu í fyrra mál- ið.” Rauðhærða stúlkan stóð þreytulega á fætur. Fyrsti dagurinn sem Bellamy morð- málið stóð yfir var liðinn. II. Kapítuli. Rauðhærða stúlkan var sein morguninn eftir. Stóri vísirinn á klukkunni yfir réttar- salsdyrum vísaði þremur mínútum eftir tíu. Hún varpaði sér niður í sætið, við hliðina á grannvaxna manninum og spurði í hálfum hljóðum: “Eru þeir byrjaðir?” “Nei,” svaraði sessunautur hennar. “Þú getur verið róleg. Ekki einasta eitt “heyrið þér” hefir þú mist. En meðal annara orða: Hatturinn þinn er ofan í öðru auganu á þér.” “Eg hljóp alla leið frá vagnstöðinni,,’ stundi rauðhærða stúlkan — “hvert spor. Það er ekki hægt að fá leiguvagn í öllum bænum. Og þú varst farjnn í gærkveldi áður en eg gat náð tali af þér og spurt þig að, hvernig að þér hefði líkað ræða ríkismála- færslu mannsins.” “Máske að það hafi verið þessvegna að eg fór.” “Nei, en í alvöru, hvernig fanst þér ræð- an?” “Mér finst, þegar tillit er tekið til þess, að drengir verða ávalt drengir, kviðdómendur kviðdómendur, ríkismálafæslumenn ríkismála- færslumenn, Mrs. Patrick Ives, Mrs. Patrick Ives, þá hefir honum tekist nokkuð vel — betur en eg átti von á.” “Hann getur ekki sannað alt þetta, getur hann?” spurði rauðhærða stúlkan. “Það er nú aðal atriðið! Þegar kjarninn í ræðu hans er brotinn til mergjar, þá er það síðasta setningin sem nokkuð er varið í, að þau Bellamy og Sue Ives hafi mæst og farið til fundar við Mimí Bellamy í setustofunni í Garðbýlinu. — Það er þungamiðja málsins og hún er ærið þung. Alt hitt var hugmynda- flug, falleg orð og setningar, saman settar til að vekja meðaumkvun, andstygð, fordóma og grunsemd í augum kviðdómaranna og þegar maður tekur þá meiningu þeirra til greina, þá er ekki hægt að segja að þau hafi verið, utangarna eða innantóm, þó sumt hafi verið nokkuð langt sótt eins og það sem hann sagði um að fara við stjörnuljós til móts við elsk- hugann.” “Eg hélt að meiningin væri að leiða sann- leikann í ijós, en að ríkismálafærslumaðurinn hugsaði ekki eingöngu um að sakfella,” sagði rauðhærða stúlkan alvarlega. “Hugsjónin, en ekki hugsunin, barn. Þér hefir ekki skilist, að rikislögmaðurinn væri að eggja kviðdómendurna á að trúa því, þrátt fyrir það þó líkurnar séu sterkar á móti Mrs. Ives og Stephen Bellamy þá eru samt ótal aðr- ir, sem hefðu getað famið þetta morð — eða skildist þér það?” “Hann sagði sannarlega, að hann væri ekki blóðþyrstur rakki með nefið niður í spor- um væntanlegs herfangs.” “Ef hann er það ekki, þá skal eg bölva mér upp á að hann er líkari sporhundum en einn vatnsdropi er öðrum. Samtalið á milli þeirra féll niður, þegar Ben Potts kallaði með hárri raust: “Réttur- inn!” í gegnum litlu dyrnar á bak við upp- hækkaða paliinn kom Carver dómari. Hann var í svartri silkihempu sem lagðist í fellingar. Hann var vel vaxinn og gerfilegur maður. Kviðdómendur, málafærsulmenn, þeir ákærðu — Mrs. Patrick Ives með sama hattinn og daginn áður .... “Heyrið! Heyrið! Heyrið! Allir þeir sem eitthvað eru riðnir við réttarhaldið, færið yður nær, veitið athygli og á mál ykkar skal verða hlustað!” Ómurinn af orðum kallarans kafnaði í ysi og þysi því sem í réttarsalnum varð þegar fólk gekk til sæta. “Er Mr. Conroy í réttarsalnum? Mr. Her- bert Conroy,” endurtók kallarinn. Allra augu hvíldu á lágum og spengileg- um manni sem stóð up púr þrönginni og gekk að vitnastúkunni. “Þú vinnur þess dýran eið, að vitnisburð- ur sá er þú berð í þessu máli sé hið sanna og rétta og ekkert annað, svo hjálpi guð þér?” “Já.” Mr. Conroy leit í kringum sig eins og að hann væri að líta eftir möguleika til að kom- ast í burtu. “Hvaða starf hefir þú á hendi, Mr. Con- roy?” “Eg er fasteignasali.” “Er skrifstofa þín í Rosemont?” “Nei herra, skrifstofa mín er í New York en eg á heima í Brierdale sem er um þrjár mílur í norður frá Rosemont.” “Lítur þú eftir eign þeirri er Thorne átti og kölluð er “The Orchards?” “Já.” “Hver á þá eign nú?” “Curtis heitinn Thorne skildi þá eign eftir sonum sínum tveimur, Charles og Doug- las. Charles féll í stríðinu og eignin féll því til eldri bróðursins, Douglas. Hann á eignina nú.” “Hann fékk þér hana í hendur til að selja?” “Til að selja, eða leigja — helzt til að selja”. “Hefirðu fengið nokkur boð í hana?” “Nei, ekkert sem við álítum sinnandi. Eignin er of stór til að hylla almenning, sem er að líta sér eftir landbýli. Eignin er átta- tíu ekrur að stærð og á landinu er húsnæði með tuttugu og fjórum herbergjum. Eftir há- degi 19. júní 1926 sýndi eg samt mynd af húsinu manni frá Cleveland, sem var í þann veginn að flytja austur. Honum féll eignin vel í geð og hann hafði ekkert út á verðið að setja, ef eignin reyndist eins og myndin sýndi hana.” “Þú varst í New York þegar þú áttir tal við hann?” “Já, og hefði eg ekki v’erið búinn að á- kveða mig til dagverðar þá hefði eg farið til Rosemont með honpm undir eins þá eftir miðjan daginn. Honum var mjög ant um að sjá eignina eins fljótt og unt væri, svo eg ákvað að fara með honum morgunin eftir kl. 9. “Og þú fórst með honum kl. 9. morguninn eftir?” “Eg fór með honum kl. 9. morguninn eftir.” “Viltu gera svo vel og segja okkur frá því, sem fyrir þig bar þegar þú og þessi maður komuð til Orchard að morgni þess tuttug- asta?” “Við ókum frá New York í tveggja manna bílnum mínum og komum þangað um klukkan tíu, eða stuttu eftir tíu. Lyklarnir áttu að vera undir dyramottunni hjá garð- verðinum, og var hús hans miðja vega á milli klúbbhússins og aðalhússins.” “Eina mínútu Mr. Conroy, bjó nokkur í klúbbhúsinu?” “Nei ,það var engin í húsinu um þetta leyti. Á dögum Mr. Curtis bjó kúskurinn og fjölskylda hans í klúbbhúsinu. Garðvörður- inn og fjölskylda hans í mið húsinu og þar var og annað lítið hús sem bóndi nokkur bjó í vestast á landareigninni. í engu af þessum húsum hafði verið búið í lengri tíma að und- anteknu því sem garðvörðurinn bjó í sem í burtu hafði verið á skemtitúr til að heim- sækja aldraða foreldra sína sem heima áttu suður á ítalíu. Á eg að halda áfram?” “Gerðu svo vel.” “Þetta garðsvarðarhús, er einlyft með fimm herbergjum og stendur við bugðu á brautinni, svo þú sérð það ekki fyr en þú ert alveg kominn að því, en skógur er alt í kring um það. Lítill akvegur liggur út af aðal ak- veginum og í kringum húsið og eftir honum ókum við og stönsuðum við stéttina sem liggur upp að framdyrum. Við gengum upp að húsinu því viðskiftanautur minn vildi sjá húsið að innan. Þegar að eg beygði mig til þess að taka upp lykilínn furðaði eg mig á að sjá að framhurðin var ólæst og dálítið opin. Eg tók lykilinn, ýtti hurðinni opinni og fór inn, eg átti helst von á að innbrotsmenn hefðu verið þarna að verki.” Mr. Conroy þagnaði ofurlitla stund, eins og til að átta sig og virtist enn fölari í and- liti en að hann hafði áður verið. “Á eg að halda áfram?” “Vissulega.” “Til vinstri handar var borðsalurinn og voru dyrnar aftur. Til hægri handar var dag- stofan. Dyrnar voru upp á gátt, en þó sást ekki nema lítill partur af stofunni, svo það var ekki fyr en að eg var kominn inn í stof- una að eg varð var við að eitthvað ægilegt hafði komið fyrir. 1 horninu á stofunni sem lengst var frá stofu dyrunum . . .” “Eitt augnablik. Var viðskiftavinur þinn með þér þegar þú fórst inn í stofuna?” “Hann var fet eða svo á eftir mér. í horninu á stofunni lág hvítklæddur líkami uhgrar konu. Lítið borð lá á gólfinu við hlið- ina á henni. Við fætur henni var lampi. Glasið og skelmirinn var brotið og nokkuð af olíu á gólfinu. Mjög sterk steinolíu lykt var í herberginiu” Það var eins og steinolíulyktin ætlaði enn að verða Conroy ofjarl því hann fölnaði en meir en áður og riðaði. “Hvort vissi höfuðið, eða fæturnir á kon- unni að þér Mr. Conroy?” “Fæturnir. Höfuðið lá á litlu járnriði, sem lá umhverfis hitunarofn sem var í stof- unni.” “Tókstu eftir nokkru öðru?” • “Já, eg sá blóð,” mælti Conroy og leit hvatlega í kring um sig, eins og að honum brigði við að nefna orðið blóð. í lægri málróm bætti hann við: “Mikið af blóði.” “í fötunum?” “Aðallega í fötunum, eg held að það hafi líka verið nokkuð af því í gólfábreiðunni, þó eg væri ekki viss um það. Aðallega var það í fötunum hennar.” “Getur þú lýst fötunum?” “Flóttablær kom yfir augu Conroy. “Föt- in? Þau voru gegndrepa í blóði — eg held eg megi segja að þau hafi verið 'gagnvot af blóði.” “Nei, nei.. Eg meina hvaða tegund klæða var það, kveldklæði?” “Eg veit það varla. Eg býst við, að það hefði mátt kalla þau því nafni. Það var ekki danskjóll sem hún var í — það var þunnur hvítur kjóll, með stuttum ermum og lágu hálsmáli. Eg man svo vel eftir að handlegg- irnir voru berir.” Ríkismálarfærslu maðurinn hafði ver- ið að handleika blöð og bæklinga sem lágu of- an á kassa er stóð rétt hjá honum. Hann ýtti þeim til hliðar og dróg upp úr kassanum annað sem hann fletti í sundur frammi fyrir vitninu og spurði: “Er þetta kjóllinn, Mr. Conroy?” Mr. Conroy ýtti stólnum sem hann sat á, til baka svo að ámótlegt ýskur hljóð heyrðist um allan réttarsalinn og þrengdi sér inn í huga og tilfinning allra er inni voru. Málafærslumaðurinn hélt þessum hvíta kjól uppi fyrir augunum á Conroy — hvítum kjól með dökkum blettum og rákum — lit sem ægilegri er í augum manna en nokkur annar litur — þornað mannsblöð. “Já”, sagði Mr. Conroy svo lágt að naum- ast heyrðist. “Já, já, þetta er kjóllinn — þetta er hann.” Áhorfendurnir litu af kjólnum og til þeirra sakbornu. Susan Ives hafði ekki einu sinni litið á ^íjólinn. Hún var eins djarfleg upplits og hún átti að sér að vera, en augun hafði hún á bréfmiða sem hún hélt á í hendinni og inni- hald hans hafði auðsjáanlega mikil áhrif á hana. Stephan Bellamy var ekki að lesa. Hann einblindi á kjólinn blóði drifna, og gat ekki slitið augun frá honum. Hann var fölur í framan eins og Susan Ives, nema hvað svo- litlir kippir sáust í kring um munnin, sem kom til af því, að hann kreisti æ fastara sam- an varirnar til þess að varna þess að nokkurt hljóð kæmi út á milli þeirra sem siðfæuðu fólki væri ekki samboðið. Að öðru leyti datt hljóð kæmi út á milli þeirra sem siðfáguðu hvorki af honum ná draup. “Var blóðið-á kjólnum þurft þegar þú sást hann fyrst Mr. Conroy?” “Nei, það var ekki þurt.” “Þú gekkst úr skugga um það með að snerta á honum?” Það var eins of Mr. Conroy þrýstist allur saman. “Nei, eg snerti ekki á honum. Eg þurfti þess ekki til að sjá það. Það var svo sem auðséð.” “Eg skil. Herra dómari eg bið um að þessi kjóll sem eg legg fram í réttinn sé merktur til auðkenningar.” “Samþykt,” svaraði Carver dómari stilli- lega og leit alvarlegur á kjólinn. »

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.