Heimskringla


Heimskringla - 10.07.1935, Qupperneq 7

Heimskringla - 10.07.1935, Qupperneq 7
WINNIPEG, 10. JÚLÍ 1935 HEIMSKRINGLA 7. SIÐA. SVANHILDUR ÓLAFSDÓTTIR F. 28. júní 1897. D. 18. okt. 1934 Svanhildur ólafsdóttir, var, eins og kunnugt er meðal þeirra er létu líf sitt 18. okt. 1934, er hinn átakanlegi mann- skaði varð á Lake Winnipeg- osis. Föður hennar og eigin- manns er áður minst prýðilega í blaðinu Lögberg 13. des. 1934. Þar öinnig nöfn og aldur hinna blessuðu ungbarna, sem fórust þar ásamt foreldrum sínum og afa. Svanhildur var fædd í Graf- ton, North Dakota 28. júní 1897. Hefir því verði 37 ára 3. mán- aða 20 daga að aldri, er hún lézt. Á 3 ári fluttist liún til Wínni- pegosis ásamt foreldrum sínum og tveimur bræðrum Kjartan og Vilhjálmi. Kjartan dó snemma í marz 1910, 22 ára. Hug- kvæmt og hugljúft mannsefni. Hinn bróðirinn; sá eini sem bjargaðist af 10 manns er voru á bátnum þegar hann fórst; og sá eini, sem eftir er á lífi af þessari vinsælu og merku fjöl- skyldu. Svanhildur heitin var um það meðal kona að vexti, þéttvaxin og djarfleg og frjálsmannleg, en umfram alt ástúðleg og að- laðandi, og' sýndi ótvírætt að hún hafði erft beztu kosti for- eldra sinna. Hún giftist Kára Vilbert 23. apríl 1924. Hjóna- band þeirra var mjög innilegt og samróma, enda bæði af góðu bergi brotin. Sameinuð í sorg og gleði, Sameinuð í dauðans faðm. Hvíla vært, á hinsta beði, Hulin iðja-grænum baðm. Eins og nærri má geta hefir margur um sárt að binda síðan þetta hörmulega tilfelli skeði, fyrst og fremst mörg náin skyldmenni, þar að auki næsta alrnenn vinsæld er þetta fólk átti að fagna yfirleitt. En eins og skiljast mun, leitaði fastast á hug minn hvílík harmafregn þetta átakanlega slys myndi olla hinni háöldruðu móður, og tengdamóður, og því fanst mér viðeigandi að eins og tileinka- heimi hinar fátæklegu ljóðlínur sem fylgja þessu. Th. St. f tilefnis hins mikla og átakan- lega tilefllis, sem skeði á Lake Winnipegosis 18. okt. 1934 Lag: “Atburð sé eg anda mín- um nær”. Harður dauðinn heggur hverja grein Klýfur stofna — vinnur öllu mein. Líftaug hverja lamar — eyðir frið, Lokar að ósi sérhvers hjanta nið. Hann hefir farið hamförum í ár Hér, og vakið blóðundir og sár. Fleiri og stærri, “fauska og al- græn tré” Felt og kubbað, löggilt heilög vé. * * * Eg hefi horft í eggjar dauðans fyr, Og oft séð hann gegnum húss míns dyr Flytja burt míns hjarta helft og von Hérna síðast* dóttir, börn og son. Rótarslitin renni eg augum þann — Þó rýr oft virðist mannlífs ham- ingjan. (— Er fyrst og síðast hægri hönd mér bauð. Hjartastyrk og gnægð af sálar- auð. iÁ hann treysti enn, og vaki — bið j í hans boðum finn eg styrk og lið. Á raunastund mér réttir bróður- hönd, Rutt mér veg, sem þræða skal mín önd. ; Upp þá birti, óx mín von og þrá. ; “Ut í ljós og daginn” geng eg þá. j Hylja mér við aftanroðans glóð ' Allífs kraftinn Drottins vara- sjóð. * * * / Fáir stóðu fastar þegar dróg Fyrir sól, á marinlífs ólgusjó. Hetjubrosið hreint, þó sviðu sár Sólskinsneistar léku þér um brár. Um þig verður ætíð hlýtt og bjart Þó öðrum virðist lífið dimt og svart. Hjá þér lifir lengst í samstill- ing lifandi von og trúarsannfæring. Þú hefir varist vel og sigrað þrátt Vopn þín, mannúð, kærleikur og sátt. , Að þér dregið hlýleik, hlut- tekning Hjartans þökk frá mér — og almenning. Th. St. IJ MAiL THIS COUPON TO-DAY! To tKa Secntar^: Dominion Ðmin«aa Cofl«|* Winrúptg, WitKout otJigmbon, plemam wtj tM fuO paróculmn of yota courw oa ^Strwmlina" Utanni trminmg. S’/>eDomi.mon BUSINES? COLLEGE •oú IH£ M*iít • WINfllPÉÓ SILFURBRÚÐKAUP Tuttugasta og annan júnf s. .1 var þeim Birni Björnssyni og Björgu konu hans í Laufási í grend við Lundar haldið silfur- brúðkaup. Yfir 200 vinir og kunningjar komu saman til þess að heiðra, þau. Séra Guðm. Árnason stýrði sam- kvæminu. Fyrst var sunginn brúðkaupssálmurinn 589 í ís- lenzku sálmabókinni. Þá ávarp- aði forseti silfurbrúðhjónin með nokkrum orðum. Stefán Schev- ing og Vigfús Guttormsson fluttu frumort kvæði, sem birt eru í þessu blaði. Hafði Stefán skrautritað kvæði sitt og af- henti þeim það að gjöf. Miss Aldís Magnússon ávarp- aði silfurbrúðurina fyrir hönd kvenfélagsins “Eining”, og færði henni gjöf, silfurkörfu með blómvönd í frá félaginu. Mr. Ágúst Eyjólfsson forseti Sambandssafnaðar á Lundar mælti nokkur orð til hjónanna og sömuleiðis Kári Byron odd- viti í Coldwell sveit. Séra Guðm. * Það er tengdadóttir, son- ur og 3 börn þeirra. MR. BJÖRN BJÖRNSSON OG FRÚ BJÖRG BJÖRNSSON Á 25. giftingar afmæli þeirra, 22. júni 1935. Vér færum oss aftur, um fjórðung úr öld, Til frumherja þessarar bygðar. Þeir græddu’ ekki peninga, gáfu’ ekki um völd Þá var gullöld mannskaps og dygðar — Og þá mátti treysta hrund og höld, Sem hornsteinum eilífrar trygðar. Tvö ungmenni leiddust, á afviknum stað, í indælli kveldsólinni. Þau sóru að skiljast aldrei að, Hvað erfitt sem mæta kynni. Og drottinn varð hrifinn að hlusta á það, Og hét þeim velþóknan sinni. Þau giftust og eignuðust börn og bú Og byrjuðu ráð sín að leggja, Og vel kom sér andlegi arfurinn nú Frá áunum þeirra beggja. Sú auðlegð af kærleik og kjai'ngóðri trú, Komst nú í eigu tveggja. Og heimilið alt ber þann hlýleika brag, Sem hyllir hinn kalda og móða Sem tekst á við nepjuna nótt og dag Og næstum fer mis við það góða. Og hjónin jafnan liafa á því lag I hús sín slíkum að bjóða. Þau standa með sóma í sinni stétt— Þótt sumir sé meira fjáðir — Þeim velferðarmálum varð liðsbón létt Er ieituðu á þeirra náðir. Og orðtakið gamla, er ætíð rétt: “Þú uppsker líkt og þú sáðir.” Nú flytja þeim árnaðaróskir í kvöld, Ættingjar, vinir og grannar. Sú kynning sem byggist á kvarti úr öld Kostina þeirra sannar. Svo leggjum nú hæstu höfuðgjöld Gegn hverju sem gleðina bannar. S. J. Scheving TIL BJÖRNS OG FRÚ BJÖRNSSON Á 25 ára hjónabands afmæli þeirra Dr. M. B. Halldorson 401 Boyd Bldg. Skrifstofusími: 23 674 Stundar sérstaklega lungnasjúk- dóma. Er að finni á skrifstofu kl. 10—12 f. h. og 2—6 e. h. Heimili: 46 Alloway Ave. Talsimi: 33 158 Hún Björg var snemma fín og forsjál meyja Og félagslynd, svo mikið á þvi bar, og víst er það með sanni hægt að segja Að sómi þótti að henni hvar sem var Og hjálpíýsin og höfðingskapur líka, Var hennar auður sem ei neinum brást Og afarmargir álitu' hana ríka Af ást og rausn, sem glögt í verkum sást. Og einu sinni kom hann Björn, til Bjargar Og bað hana svo vel að giftast sér, Því ekki vildi hann eiga við þær margar I ástrabralli margvíslega fer. Og þarna var hann verulega hygginn, Því vel og fljótt tókst með þeim samnings gerð Svo Björn gat sloppið burt með heilan hrygginn Og hjartans glaður yfir þeirri ferð. Og kvartur aldar er nú liðinn síðan Að alt það skeði, sem eg greindi frá, Og hjónin búa hér við bestu líðan, Það belssast flest sem hönd þau leggja á Nú óskum við að alt sé þeim til þrifa Og þökkum fyrir liðna samferð hér, Og lengi fái Björn og Björg að lifa Við besta orðstýr þar til æfin þver. V. J. Guttormsson Árnason afhenti þeim gjöf frá öllum viðstöddum og fleirum, silfurborðbúnað. Einnig færðu börn þeirra hjóna þeim gjöf, “lemonade set”. Söngflokkur Sambandssafnaðar á Lundar skemti með söng og einnig voru nokkur lög sungin af öll- um. Samsætið var í alla staði hið myndarlegasta og þátttaka í því mjög almenn. Enda eru þau hjón mjög vinsæl í sinni bygð og heimili þeirra hefir verið mesta myndar- og sæmd- arheimili, bæði í þeirra búskap og foreldra Bjargar og föður- bróður hennar, Högna Guð- mundssonar og konu hans Guð- nýar og Eiríks bróður hans er þar bjuggu á undan þeim. Sam- sætið var haldið úti í fögrum skógarlundi skamt frá húsinu og var veður hið bezta þann dag. Heimskringla óskar silfur- brúðhjónunum heilla í framtíð- inni. ÍSLENDINGADAGURINN 4. ÁGÚST 1935 “SILVER LAKE” SEATTLE, WASH. Eins. og nokkur undanfarin ár, hafa íslendingar í Seattle- borg ákveðið að halda íslend- ingadaginn, sunnudaginn 4. á- gúst n. k. í sama stað og und- anfarandi ár. Nefndin mun gera alt sem í hennar valdi stendur að láta daginn verða sem á- nægjulegastan fyrir alla sem sækja hann. Á skemtiskrá verða færustu ræðumenn og skáld. Séra Jakob Jónsson frá Norðfirði á íslandi og Barði Skúlason frá Portland, Oregon, tala þar fyrir minni ís- lapds og Vestur-íslendinga, — báðir velþektir i;æðuskörungar. Sá fyrnefndi hefir getiö sér á- gætan orðstír í bygðum íslend- inga austur frá, þar sem hann hefir flutt fyrirlestra um þjóð- ræknismál. Ennfremur verður flutt frum- samið kvæði fyrir minni Vestur- Islendinga eftir Dr. Richard Beck og annað kvæði fyrir minni íslands eftir einn af hin- um gömlu þjóðskáldum heima á íslandi, báðir af þessum skáld- mæringum eða svo velþektu í bragatúnum að hvorugur þeirra þarf meðmæla með. Fjallkonuna mun tákna ein af okkur velþektu konum sem nefndin álítur bezt til þess fall- na. Söngmenn vorir munu og einnig skemta og hefir það aldrei verið neinum vonbrigði að hlusta á þá þegar þeir hafa stigið fram. íþróttir, “sports”, af ýmsu tagi fara þar fram svo sem kappsund, kapphlaup og stökk og verða verðlaun gefin þeim sem röskastir reynast. Vestur-íslendingar ættu svo að reyna að sækja íslendinga- dagsmótin og gleyma þá öllu sem er óviðfeldið, takast í hend- ur og jafnvel kyssast eins og í gamla daga, drekka kaffi hver Ijá öðrum segja hvor öðrum sög ur og fara með gamlan kveð- skap. Gerir ekkert til hvert hann er eftir leitskáld eða þjóð- skáld bara að allir geti skemt sér vel og hlegið og haft góðan tíma. Landar komið og sækjið ís- j lendingadaginn, notið tækifærið , einu sinni á ári að hittast og | endurnýja gamlan kunnings- skap. Gerið svo vel að gefa athygli auglýsingum vorum um íslend- Dr. J. Stefansson 216 MEDICAL ARTS BLDO. Hornl Kennedy og Graham Stundar eingöngu augna-eyrna- nef- og kverka-sjúkdóma Er að hitta frá kl. 2.30—5.30 e. h. Talsimi: 26 688 HeimiU: 638 McMillan Ave. 42 691 Rovatzos Floral Shop 206 Notre Danie Ave. Phone 94 951 Freah Cut Flowers Daily Plants in Season We specialize in Wedding- & Concert Bouquets & Funeral Designs Icelandic spoken Dr. S. J. Johannesson 218 Sherbum Street Talsími 30 877 Viðtalstími kl. 3—5 e. h. Office Phone 87 293 Res. Phone 72 409 Dr. L. A. Sigurdson 109 MEDICAL ARTS BUILDING Office Hottrs: 12-1 4 P.M. - 6 P.M. AND BY APPOINTMENT THE WATCH SHOP Thorlakson Baldwin Diamonds and Wedding Rings Agents for Bulova Watches Marriage Licenses Issued 699 Sargent Ave. J. J. Swanson & Co. Ltd. REALTORS Rental, Insurance and Financial Agents Síml: 94 221 600 PARIS BLDG.—Winnlpeg ingadaginn að Silver Lake, 4. ágúst n. k., sem mun bráðlega birtast í íslenzku blöðunum. Nefndin EINN DAGUR I PARADfS Frh. frá 3. bls. sína þjáning. Miklu minna bar þarna á betlurum en í þeim öðrum borgum Asíu, er eg kom til. Burtfararstundin nálgast. Við verðum að halda á stað inn í borgina aftur. Leiðin liggur meðfram strönd - inni, eg læt hinn þýða öldunið fróa eyrum mínum. Ósjálfrátt dettur mér í hug, að hér hefði skáldið okkar góða,, Guðm. heitinn Guðmunds- | son, þurft að dvelja um stund. Hvílík uppspretta fagurra ljóða hefði náttúran hér umhverfis verið slíkum ljóðanna snillingi! Við erum komnir aftur að Grand Oriental Hotel og förum þangað inn til þess að fá okkur drykk. Þaðan höldum við niður á bryggju til þess að fá okkur ferju fram að skipi. Aftur á skipsfjöl. Vertu sæl, Colombo! Vertu sæl, Ceylon! Fagra eyja, þökk fyrir alla fegurðina, er þú sýnd- ir mér. Skrifað í Penang í á- gústmánuði 1931. —Alþbl. — Eg vinn vanalega svo mikið, að eg er of þreyttur til að geta borðað. — En eg borða vanalega svo mikið, að eg er of þreyttur ti! |að geta unnið. G. S. THORVALDSON B.A., LL.B. Lögfrœðingur 702 Confederation Life Bldg. Talsími 97 024 W. J. LINDAL, K.C.# BJÖRN STEFÁNSSON ISLENZKIR LOGFRÆÐINGAR á öðru gólfi 325 Main Street Talsimi: 97 621 Hafa einnig skrifstofur að Lundar og Gimli og eru þar að hitta, íyrsta miðvikudac i hverjum mánuði. M. HJALTASON, M.D. ALMENNAR LÆKNINGAR Sérgrein: Taugasjúkdómar Lœtur úti meðöl i viðlögum Viðtalstímar kl. 2—4 e. h. 7—8 að kveldinu Sími 80 857 665 Victor St. A. S. BARDAL selur likkistur og annasit um útfar- ir. Allur útbúnaður sá besti. _ Ennfremur selur hann allskonar minnisvarða og legsteima. 843 SHERBROOKE ST. Phone: 86 607 WINNIPEG RAGNAR H. RAGNAR Píanisti og kennari Kenslustofa: 683 Beverley St. Phone 89 502 MARGARET DALMAN TEACHER OF PIANO 854 BANNING ST. Phone: 26 420 Dr. A. V. JOHNSON tSLENZKUR T ANNLÆKNl R 212 Curry Bldg., Wlnnipeg Gegnt pósthúslnu Simi: 96 210 Heimilis: 33 328 Jacob F. Bjarnason —TRANSFER— Baggage and Furniture Moving 591 SHERBURN ST. Phone 35 909 Annast allsbonar flutninga fram og aftur um bœinn. J. T. THORSON, K.C. tslenzkur lögfrœöingur Skrifstoía: 801 GREAT WEST PERMANENT BUILDING Sími: 92 755 Dr. K. J. AUSTMANN Wynyard —Sask. Talsimi: 28 889 Dr. J. G. SNIDAL TANMLÆKNIR 614 Somerset Block Portage Avenue WINNIPEG VIKING BILLIARDS og Hárskurðar stofa 696 SARGENT AVE. Knattstofa, tóbak, vindlar og vindlingar. Staðurinn, þar sem Islendingar skemta sér.

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.