Heimskringla - 17.07.1935, Blaðsíða 6

Heimskringla - 17.07.1935, Blaðsíða 6
G. SIÐA. HEIMSKRINGLA BELLAMY MORÐMÁLIÐ “Heyrcíirðu það?” spurði málaCærslu- maðurinn um leið og að hann rétti réttar- skrifaranum kjólinn. “Eg legg þetta fram sem gagn í réttinum.” “Mótmælir nokkur þvi?” spurði Carver dómari. “Herra dómari, eg get ekki séð ástæðu til þess, það er ...” Dómarinn tók snúðugt fram í fyrir Mr. Lam.bert og mælti. Það er ekki nauðsynlegt fyrir þig að sýna mótþróa. Ríkið sækir þetta mál án aðstoðar þinnar, að því er eg bezt veit. Hefir þú nokkur mótmæli fram að bera og ef þú hefir þau þá vil eg fá að vita á hverju að þú byggir þau. Mr. Lambert roðnaði sýnilega. Hann opnaði munninn eins og til að tala, hugsaði sig betur um, lét hann aftur svo að skall í tönnum og mælti: “Eg mótmæli ekki.” Sástu Mr. Conroy hvort að það var nokk- uð blóð á skónum?” “Já, það var talsvert mikið blóð á þeim.” “Hvaða tegund af skóm voru það?” “Það voru lágir skór spegil fagrir með há- um hælum, og einhverskonar spöngum ofan á ristinni að mig minnir.” “Eins og þessir?” Aftur hafði Mr. Farr farið með hendina ofan í kassann og dregið þaðan upp lága kvennskó, silfur litaða með Rínarsteins sylgju ofan á ristinni og setti þá á handriðið fyrir framan vitna stúkuna. — Skómir voru nógu fallegir til að mæta hégóma fýsn hverrar konu. Þeir voru ekki stærri en það, að karlmaður gat hæglega látið þá standa á lófa sínum — glitrandi, stóðu þeir þarna fyrir framan vitnið. Sylgjurnar spegilfagrar skáru af við dökku sletturnar sem á þeim voru, og gerðu þá svo ægilega undir kringum- stæðunum. “Þetta eru skórnir,” mælti Conroy í lág- um og skjálfandi rómi. “Eg legg þá fram sem sönnunargagn í málinu.” “Engin mótmæli frá minni hendi,” mælti Mr. Lambert. “Viltu gera svo vel og segja okkur Mr. Conroy hvað þú gerðir eftir að þú fanst líkið.” “Eg sagði við félaga minn: Hér hefir hermdarverk verið framið. Við verðum að aðvara lögregluna.” “Eg meina ekki hvað þú sagðir, heldur hvað þú gerðir Mr. Conroy. Eg fór út úr húsinu ásamt viðskiftavini mínum, læsti framdyrum með lyklinum, sem eg fann undir framdyra mottunni, svo ókum við í bifreið minni til lögreglustöðvanna í Rosemont og sagði þar þá hvað eg hefði fundið.” “Og hvað sagðirðu lögreglunni í Rose- mont?” “Eg sagði að eg hefði fundið Mrs. Steph- an Bellamy dauða í húsi garðvarðarins á Thorne heimilinu gamla o gþað liti út fyrir að hún hefði verið myrt. “Svo, þú þektir þá Mrs. Bellamy?” “Já, hún var kunningjakona systir kon- unnar minnar sem heima á í Rosemont. Eg hafði mætt henni þar tvisvar.” “Og hvað gerðirðu svo?” “Eg leit svo á að eg væri laus úr öllum vanda að því er þetta mál snertir. Eg reyndi samt að ná tali af Mr. Douglas Thorne í gegn- um síma en gat ekki svo eg hélt leiðar minn- ar til New York ásamt viðskiftanaut mínum.” “Hann réði við sig að eiga ekkert meira við kaupin.” Mr. Conroy brosti ofurlítið í fyrsta sinn. “Rétt, honum fanst að það mundi ekki lofa neinu góðu að halda áfram með kaupin undir kringumstæðunum.” “Tókstu eftir því, Mr. Conroy, þegar þú varst í stofunni hjá líki Mrs. Bellamy, hvort a^ð á því voru nokkrir hringar, men eða gim- steinar?” “Eg held mér sé óhætt að segja að eg sæi ekkert þessháttar.” “Ertu viss um það?” “Eg þori ekki að leggja eið út á það, en mig minnir það samt sterklega. Eg var ekki nema stutta stund inni í herberginu, þó mynd- in sem þar bar fyrir augu mín sé á hinn bóg- inn skýr og glögg í huga mér.” “Mr. Conroy dróg hönd sína um enni sér og myndin virtist líða fyrir hugskotssjónir allra sem í réttarsalnum voru. “Þú sást ekkert vopn í herberginu?” Nei, eg gæti ekki svarið að þar hefði ekki vopn verið, en eg sá ekkertf” “Mér skildist að þú segðir, að þú hefðir læst framdyrunum á húsi garðvarðarins, með • einum af lyklunum sem þú fanst á lyklahring undir framdyra mottunni. Hvað voru margir lyklar á hringnum?” Sjö eða átta, held eg — það var lykill sem gekk að klúbbhúsinu, húsi garðvarðarins, húsi garðyrkjumannsins, að fram, bak og kjallaradyrum á stóra húsinu og máske fleiri.” “Datt þér í hug að það gæti verið var- hugavert að skilja lyklana eftir þarna á al- manna færi?” “Við litum ekki svo á að þetta væri á al- manna færi. Hús garðvarðarins var langt frá aöal veginum og það virtisf mjög ólíklegt að nokkur mundi finna þá.” “Hvað meinarðu þegar þú segir við, Mr. Conroy?” Mr. Conroy hreyfði sig lítið eitt í sæti sínu og mælti: “Eg átti við Mr. Douglas Thorne og sjálfan mig.” “Svo Mr. Thorne vissi hvar lyklarnir voru faldir?” “Já, auðvitað.” “Og því var það auðvitaö, Mr. Conroy?” “Eg sagði auðvitað — eg sagði eðlilega vegna þess að Mr. Thorne lét lyklana þar ; sjálfur.” “Einmitt það. Hvenær lét hann þá þar?” “Hann lét þá þar kveldið áður.” “Kveldið áður,” endurtók málafærslu- maðurinn og mátti heyra á mæli hans að hann var meira en lítið hissa. “Já.” “Um hvert leyti?” “Eg veit það ekki upp á víst.” “Geturðu sagt okkur það svona hér um bil?” “Eg get ekki sagt neitt ákveðið um það.” “Var það fyrir klukkan sjö?” “Eg held ekki.” “Hvernig vissir þú að Mr. Thorne ætlaði j að láta lyklana þarna eftir Mr. Conroy?” “í gegnum talsíma.” “Þú símaðir Mr. Thorne?” “Nei, Mr. Thorne símaði mér.” “Um hvert leyti?” “Um klukkan hálf sjö að kveldi þess níunda.” “Einmitt það. Viltu segja okkur hvað þú sagðir við Mr. Thorne í símanum?” “Eg hafði verið að reyna að ná í Mr. Thorne bæði í borginni og í Lakeside þar sem hann á heima.” “Mr. Thorne á ekki heima í Rosemont?” “Nei, hann á heima hinumegin við Lake- side sem er hér um bil tólf mílum nær New York. Þegar loks að eg náði í hann, þá sagði eg honum að mér riði 'á að komast inn í húsið snemma morguninn eftir, og stakk upp á því við hann að hann gæti ekið þangað út eftir dagsverð og skilið lyklana eftir undir mott- unni. Eg bað Mr. Thorne velvirðingar r þessu kvabbi, en hann sagði að sér væri það innan handar —” “Fástu ekki um hvað hann sagði Mr. Conroy heldur þú.” “Eg man ekki eftir að eg segði neitt meira sem nokkra þyðingu hefir.” “Veistu um hvert leyti að Mr. Thorne er vanur að öorða dagverð?” “Nei, eg veit það ekki.” “Hvað mundir þú segja að tæki langan tíma að aka frá heimili Mr. ’Í'hornes og til Orchards?” “Það eru um fjórtán mílur vegar. Eg mundi segja að það væri alt undir því komið hvað hart að ekið er.” “Með vanalegum hraða þá mundi það taka þrjátíu til fjörutíu mínútur.” “Máske.” “Svo ef Mr. Thorne hefði lokið við að borða dagverð klukkan um átta, þá hefði hann átt að koma til Orchards rétt fyrir klukkan níu.” “Eg get ekkert sagt um það Mr. Farr Þú veizt eins miikð um það og eg.” í andliti Mr. Conroy sem var fölt og þreytulegt brá snöggvást fyrir einbeittnis- þrjóskusvip, sem þó hvarf þegar málafærslu maðurinn brosti til hans. “Eg held þú segir satt Mr. Conroy,” svar- aði ríkislögfræðingurinn. Hann sneri sér að réttarkallaranum og spurði: “Er Mr. Douglas Thorne í réttarsalnum?” “Mr. Douglas Thorne!” endurtók kallar- inn.” Hár og grannur maður, útitekinn en tigu- legur reis viðstöðulaust á fætur úr fjórðu sætaröð að framan. “Hér, herra minn.” “Mr. Thome viltu gera svo vel og koma til samtals við mig þegar réttaiáxaldinu er lok- ið í dag? . . . . Eg hefi lokið spurningum mínum Mr. Conroy. Þökk fyrir. Vill mála- færslumaður hinna sakbornu spyrja nokk- urs?” Mr. Lambert gekk hægt að vitna stúk- unni. “Það var eingöngu þín uppástunga að Mr. Thorne skyldi skilja lyklana eftir á þessum stað. Var það ekki Mr. Conroy?” “Jú, algerlega.” “Hann gæti hafa skilið þá þar eftir klukk- an sjö, klukkan átta, eða ellefu fyrir þér?” “Vissulega.” “Þetta er nóg Mr. Conroy.” “Eg hefi engu við að bæta,” mælti Mr. Farr. Kallaðu á Dr. Stanley.” “Dr. Paul Stanley!” Maðurinn sem kom í stað Henberts Con- roy í vitnastúkuna var auðsjáanlega í þægi- legum kringumstæðum. Með mikið grátt hár, góðlegur og gáfulegur. “Hvaða embætti hefir þú doktor Stan- ley?” “Eg er uppskurðalæknir. í ungdómi mínum var eg einn af þessum fágætu verum sem fékkst við að lækna alla sjúkdóma.” \ * Hann brosti vingjarnlega til lögmannsins og það færðist ró yfir áheyrendurna. Góð- legur og stiltur maður eftir litla fasteigna- salann með flóttasvipinn. “Þú hefir gert líkskurð áður?” “Oft.” “Og þú gerðir það í þessu tilfelli?” “Já.” “Hvar sástu líkið fyrst?” “í framstofunni á garðvarðarhúsinu á landareign Mr. Thornes.” “Heyi’ðirðu vitnisburð Mr. Conroy?” “Já.” “Var líkið í sömu stellingum og hann lýsti?” “Nákvæmlega. Síðar var það flutt í her- bergi hinu megin við ganginn þar sem lík- skurðurinn var gerður — iborðsalinn.” “Gerðu svo vel að segja okkur undir hvaða kringumstæðum að þú sást líkið fyrst.” “Vissulega.” Doktor Stanley hagræddi sér makindalega á stólnum. Sneri sér betur að kviðdómurum, sem allir störðu á hanr Og þó að Doktor Stanley Hefði verið að segja frá, hvernig að hann hefði farið að inn- byrða stærsta sjóbirtinginn sem hann hefði veitt þá um sumarið, þá hefði hann ekki getað verið ólegri né betur heima hjá sér. “Eg fór til Orchards hússins með vini mínum Elíasi Dutton, h'kskoðunar umboðsmanni og tveim- ur ríkislögreglu þjónum. Mr. Conroy hafði áður fengié mér lyklana og alt þar inni var nákvæmlega eins og hann hefir lýst því.” “Voru nokkur ofbeldismerki?” “Þú meinar á líkinu?” “Já — var það hruflað, marið, fötin rifin eða þeim raskað?” “Nei, það voru engin merki til ofbeldis, nema ef vera skyldi borð sem lá á hliðinni og lampi.” “Borðið getur vel hafa oltið um þegar þetta kom fyrir, platan á því vissi að höfði Miss Bellamy og lá fast við líkið, aftur var lampinn við fætur henni.” “Hefði hann getað oltið þangað þegar borðið féll um?” “Ef til vill, en það er vafasamt. Brot úr lampa glasinu og skelmirinn voru þar líka um sex fet frá borðinu.” “Viltu nú gera svo vel Dr. Stanley og segja okkur hvað varð Mrs. Bellamy að bana.” “Hún var stungin í hjartað með ein- hverju beittu sting vopni — eg mundi segja hníf.” “Það var aðeins eitt sár á líkinu?” “Já.” “Viltu gera svo vel og lýsa því?” “Það var stunga hér um bil þrjá fjórðu úr þumlungi beint yfir hjartanu. Stungan var um þrjá þumlunga á dýpt og eggjárninu hafði verið stungið á milli rifja.” “Var nauðsynlegt að mikið afl fylgdi þessu lagi?” “Ekki nauðsynlega. Ef að hnífurinn hefði lent á rifi þá hefði þurft afl til þess að breyta stefnu hans. En í þessu tilfelli var engin fyrirstaða.” “Svo að handsterk kona, hefði vel getað veitt þetta sár?” WINNLPEG, 17. JÚLÍ 1935 “Já, sannarlega — eða kona sem ekki var handsterk — barn — eða karlmenni. Það er ekki hægt að sjá það á sárinu hvort afl hefir fylgt laginu eða ekki.” “Einmitt það.” Mr. Farr seildist með hendina eftir samanbrotnum hvítum kjól sem lá á borðinu hjá réttaskrifaranum, rétti Dr. Stanley og spurði: “Þekkirðu þennan kjól Dr. “Vel.” “Viltu gera svo vel og sýna okkur hvar 1 hnífstungan er í honum?” Dr. Stanley sneri kjólnum á milli handa sér o gþað var eitthvað það ,í meðferð hans á þessu óttalega fati sem virtist draga úr ógn þeirri sem við það var bundin. “Stungan er hérna, rétt liérna. Ef þú gáir nákvæmlega að, þá geturðu séð þar sem þræðinir eru skornir — rétt hérna þar sem folóðið er mest.” “Rétt er það. Mundi þessi áverki hafa valdið bráðum dauða? Hvað heldurðu um það doktor?” “Ekki bráðum dauða — nei. En lífið hefir ekki getað enst lengi.” “Eina mínútu, eða svo?” “Fáeinar mínútur — blóðrásin hefir verið fjarska mikil.” “Heldurðu að sú særða hafi verið líkleg til að gefa af sér hljoð, hróp eða stunur?” “Það er erfitt að segja nokkuð um það. í þessu tilfelli er ástæða til að efast um, að nokkurthljóð hafi heyrst, eftir að lagið var greitt.” “Hvaða ástæðu hefirðu til að halda það?” “Eg held að Mr. Conroy hafi sagt frá því að höfuðið á Mrs. Bellamy hafi hvílt á horn- inu á stálgrind sem stóð fyrir framan eldstæð- ið — brotinni grind sem var um sex þumlunga á hæð. Mín hugmynd er að þegar að hún fékk lagið, að þá hafi hún riðað, gripið til borðsins og fallið með höfuðið á grindina og að það hafi verið svo mikið högg að hún hafi mist meðvitundina. Sár sem var aftan á höfð- inu bendir ótvíræðilega í þá átt.” “Einmitt. Var nokkurt gullstáss á líkinu þegar þú sást það doktor — hálsfesti, hringar eða brjóstnælur?” “Eg sá ekkert af því tagi á líkinu.” “Hvaða tegund af hníf heldur þú doktor, að hafi verið notaður til að fremja þetta morð með?” “Það er nokkuð erfitt að segja um það. Það voru engin sérkenni á sárinu sem gáfu neitt til kynna í þá átt. Það hefði verið hægt að veita þetta sár nálega með hvaða beittum hníf sem er, með blaði sem var þrír fjórðu úr þumlungi á breidd og þrír til fjórir þumlungar á lengd, tígilhníf, litlum eldhúshníf, stórum sjálfskeiðing — nálega hvaða tegund af hníf sem er.” “Hefði verið hægt að fremja morðið með þessum hníf?” Um leið og krúnulögfræðingurinn sagði •þetta fékk hann doktor Stanley lítinn dökkan hult og vék sér síðan svo að kviðdómendurnir sem horfðu hvössum augum á hlutin gætu betur séð hann, en það var hnífur — stór vasahnífur með ósléttum hliðum úr beini. Mr. Lanrbert spratt á fætur þegar að hann sá hnífinn og spurði: “Leggur þú þennan hníf fram sem gagn í réttinum?” “Nei, það geri eg ekki.” Carver dómari lagði sig til að geta veitt nána eftirtekt því sem fram fór. “Hvernig stendur á þessum hníf Mr. Farr?” Það stendur svo á honum lierra dómari að eg ætla mér knýta hann við málið, eða málið við hann, þegar fram í líður. Á þessu stigi fer eg aðeins fram á að hann sé merktur til þess að misgrip geti ekki orðið og að um hann sé getið í réttarbókinni.” “Þú segir að þú getir sýnt samband hans við málið?” “Áreiðanlega.” “Nú jæja, þú mátt svara spurningunni doktor Stanley.” Doktorinn var sokkinn niður í að skoða hnífinn.” “Má eg opna hann?” “Gerðu svo vel.” Svo mikil þögn grúfði í salnum að þegar að blaðið small opið þá heyrðist það um allan salinn. . Doktor Stanley-skoðaði blaðið nákvæm- lega. Strauk fingrinum eftir því, leit upp: “Já, það er enginn efi á að það hefir verið hægt að veita sárið með þessum hníf. Mr. Farr tók aftur við hnífnum, lét hann aftur svo að skall í honum. Þetta er alt. Eg þakka. Kallið á ungfrú Page.” “Ungfrú Kathleen Page!” kallaði réttar- þjónnin.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.