Heimskringla - 17.07.1935, Blaðsíða 8
8. SIÐA.
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 17. JÚLÍ 1935
FJÆR OG NÆR
Messa í Piney
Sunndaginn kemur 21. þ. m.
verður messað í skólahúsinu á
Piney kl. 2. e. h. Hr. I. H. S.
Borgfjörð, prestaskólastúdent
prédikar. Allir velkomnir.
* * *
Guðrún Jóhannsson, kona
Gunnlaugs kaupmanns Jó-
hannssonar andaðist á Almenna
sjúkrahúsinu í Winnipeg í gær.
Er þar á bak að sjá mestu á-
gætiskonu. Jarðarförin fer fram
frá Fyrstu lútersku kirkju á
fimtudaginn í þessari viku kl..
3.30 e. h.
* * *
Sigurjón Snidal, 488 Lang-
side St., Winnipeg, dó s. 1. mið-
vikudag. Hann var 84 ára.
Jarðarförin fór fram s. 1. laug-
ardag.
* * *
Dr. P. J. Pálsson frá Bord-
en, Sask., lagði af stað til ís-
lands um miðja s. 1. viku. Með
honum fór frú hans og tengda-
systir, Dóra Pétursson. í sam-
tali við oss, kvaðst Dr. Pálsson
fara í skemtiför heim, en ekki
alfarinn, eins og haldið hefði
verið áður fram í vikublöðun-
um.
¥ ¥ ¥
Guðm. verzlunarstjóri frá Ár-
borg *fom snöggva ferð til bæj-
arins s. 1. miðvikudag.
* * *
Helga Sigvaldadóttir Eggerts-
son, ekkja Guðjóns heitins Eg-
gertssonar dó að 900 Palmer-
ston Ave., Winnipeg, föstudags-
kveldið, 12. júlí; hún var hálft
ár yfir nírætt. Jarðarförin fór
fram í gær frá A. S. Bardals út-
fararstofu. Hún kom vestur
um haf með manni sínum 1897
og hefir búið í Winnipeg. Þau
bjuggu á Akurholti í Eyjahrepp
í Borgarfjarðarsýslu, síðast á
íslandi.
Mrs. Þórunn Ingibjörg Jóns-
dóttir Pálmason í Keewatin,
Ont. andaðist 6. júlí. Hún var
73 ára og kona Jóns Pálmason-
ar í Keewatin. Jarðarförin fór
fram 9. júlí.
Til Vesturheims komu hjón-
in 1887 og þremur árum síðar
höfðu þau sezt að í Keewatin
og hafa búið þar síðan.
Móðir Þórunnar var Salbjörg
Jónsdóttir Ögmundssonar frá
Bægisá. En Jón faðir hennar
Guðmundsson bjó að Kveingrjót
í Saurbæjarhreppi í Dalasýslu.
Eftirlifandi eiginmanni sínum
giftist Þórunn 1884. Þau áttu
einn son er dó ungur. En fóst-
ursonur þeirra er H. J. H.
Pálmason, yfirskoðunarmaður
reikninga, í Winnipeg.
¥ ¥ ¥
Hr. Egill Skjöld lyfsali frá
Los Angeles, Cal. og frú voru
stödd í Winnipeg yfír helgina.
Þau voru að finna gamla kunn-
ingja hér nyrðra bæði í Winni-
peg og Dakota.
¥ ¥ ¥
Stúkan “Hekla” hefir skemti-
fund næstkomandi fimtudags-
kvöld. Allir G. T. eru þar vel-
komnir og vonast stúkan eftir
að þeir sem þess eiga kost sæki
fundinn.
¥ ¥ ¥
Þriðjudaginn, 2. júlí, voru
þau Oscar George Sólmundson
og Helen Guðrún Benson, bæði
frá Gimli, Man., gefin saman í
hjónaband, af séra Rúnólfi
Marteinssyni að 493 Lipton St.
Heimili brúðhjónanna verður að
Gimli þar sem Mr. Sólmundson
er ráðinn kennari.
¥ ¥ ¥
íslendingadagsnefndin, heldur
áfram, eins og að undanförnu,
að taka á móti nöfnum gullaf-
mælisbarna íslendingadagsins,
sem eru allir þeir íslendingar,
er komu til þessa lands fyrir
árið 1885, og hafa þegar dvalið
full 50 á hér í landi, og hafa
ÞJÓÐHÁTÍÐ
ÍSLENDINGA
A Kyrrahafsströnd
SEATTLE, WASH.
SUNNUDAGINN 4. ÁGÚST, 1935
AÐ SILVER LAKE
SKEMTISRÁIN í ár verður betri en að undanförnu, ef
það er mögulegt. Til dæmis má nefna:
Séra Jakob Jónsson sem flytur minni íslands.
B. G. SkúLason, lögmaður frá Portland, Ore., sem talar
fyrir minni Vestur-íslendinga.
Frumort kvæði éftir Dr. Richard Beck og Þorstein
Gíslason.
Vel æfður karlakór, einsöngur, fjallkonan í nýrri útgáfu,
og margt annað skemtandi og fræðandi.
“JUVENILE SPORTS” byrja kl. 11 f. m.
SKEMTISKRÁ byrjar kl. 2 e. m.
“SPORTS PROGRAM” kl. 3.30 e. m.
Komið landar góðir og skemtið ykkur. Þetta er eini
Þjóðhátíðardagurinn sem haldinn er hér á ströndinni.
Inngangur 35c. Unglingar innan 12 ára, í'rítt
Ókeypis dans á eftir.
Hin vinsæla leið
til
Islands
fslendingar er mikið hafa ferð-
ast hafa orðið þess varir að
þægindi, þjónusta og viður-
gerningur á öllum skipuro
Canadian Pacific félagsins eru
langt fram yfir það sem þeir
höfðu frekast búist við.
BEINAR FERÐIR TIL ÍSLANDS
Skipaferðir tíðar og reglubundnar frá Montreal. Eftir
fullkomnum upplýsingum og bæklingum leitið til næsta
umboðsmanns eða W. C. CASEY, Steamship Oeneral
Passenger Agent, C.P.R. Bldg., Winnipeg Símar 92 456-7
CANADIAN PACIFIC
STEAMSHIPS
ekki áður meðtekið gullafmælis
borðann. Þeim verður, eins og
að undanförnu veittur ókeypis
aðgangur að hátíðinni. Allir
þeir, sem hyggja til að vera á
hátíðinni þetta ár, og meðtaka
gullafmælisborðann, eru vin-
samlega beðnir að gefa sig
fram, sem fyrst, við skrifara ís-
lendingadagsnefndarinnar, hr.
G. P. Magnússon, 604 Sargeni
Ave., Winnipeg.
¥ ¥ ¥
Gleymið ekki!
Spilakvöldunum f Goodtemp-
larahúsinu á þriðjudögum os
föstudögum. — Góð verðlaun!
Gott músik! Inngangur 25c.
Allir velkomnir.
¥ ¥ ¥
Jóhanna Jónsdóttir, kona
Arngríms Jónssonar í Minneota
lézt síðast liðinn miðvikudag.
Hún var 95 ára gömul, fædd
í Snjóholti í Suðurmúlasýslu
16. júní 1840. Vestur um haf
kom hún með manni sínum
1876. En maður hennar er á
lífi ásamt 3 börnum þeirra
hjóna og mörgum barnabörn-
um.
¥ ¥ ¥
Steindór Vigfússon, Lundar,
Man., lézt s. 1. mánudagskvöld
á Almennasjúkrahúsinu í Win-
nipeg. Líkið verður flutt út til
Lundar í dag og jarðarförin fer
fram frá sambandskirkjunni á
Lundar n. k. fimtudag. Stein-
dór var fæddur í Stykkishólmi
árið 1878, flutti 9 ára gamall
vestur um haf með foreldrum
sínum. Hann var ókvæntur. —
Foreldrar hans eru báðir dánir,
en af skyldmennum hans hér á
lífi er móðursystir hans, Mrs.
Kristján Kjernested á Gimli og
systkina börn (börn Hólmfríðar
P. Bjarnason), Bjarni P. Bjarna
son, Jónína Westman í River-j
ton, P. K. Bjarnason í Árborg,
Elín Ólafsson, Akra, N. D. og V.
Eiríksson Lundar. Steindór
»
átti engin systkyni. Séra Guðm.
Árnason jarðsyngur.
¥ ¥ ¥
Það er til frétta færandi hér
í Blaine, að nú er sem óðast
verið að undirbúa hið árlega
Miðsumarmót, sem haldið verð-
ur í Lincoln Park, eins og að
undafoförnu, þann 28. þ. m. (28.
júlí); að mikið er nú vandað tii
þessarar samkomu má merkja
á því að aðal ræðumaður verður
Séra Jakob Jónsson og flytur
hann erindi um ísland, og er
mikið hlakkað til að fá að
hlusta á séra Jakob. Annar
ræðumaður verður séra B.
Theo. Sigurðsson frá Selkir,
Man., sonur séra Jónasar heit-
ins ,og er það okkur hér mikið
gleðiefni að mega eiga von á að
sjá og heyra þennan glæsilega
gáfumann. Þriðji ræðumaður
verður próf. Jónas Pálsson frá
New Westminster, B. C. Allir
íslendingar kannast við Jónas.
Frumsamin kvæði fyrir þetta
mót ort af þessum: E. G. Gillis,
New Westminster; B. C. Páll
Bjarnason, Vancouver, B. C.
Bjarni Lyngholt, Pt. Roberts,
Wash., og Kristján D. Johnson,
Blaine, flutt af höfundunum.—
Söngnum stýrir okkar vel þekta
söngkona, Ms. Ninna Stevens,
og þarf ekki að efa að sá partur
skemti skrárinnar verði ekki
vel af hendi leystur.
Allir íslendingar á ströndinni
ættu að stefna til Blaine þann
28. júlí n. k. og þeir landar sem
kynnu að vera á ferðalagi um
þessar slóðir ættu að haga
ferðaáætlan sinni þannig að
þeir verði í Blaine þennan dag
og hitta þar gömlu kunningj-
ana. —A. D.
¥ ¥ ¥
P. K. Bjamason frá Árborg
kom til bæjarins í gærkvöldi.
Hann fer út til Lundar að sjá
um jarðarför Steindórs Vigfús-
sonar frænda síns, sem fram
fer á morgun.
¥ ¥ ¥
J. B. Halldórsson bóndi frá
Amaranth, Man., kom til bæjar-
ins fyrir helgina með skepnur
til ma.rkaðar. Hann kvaðst hafa
fengið hæsta verð fyrir kálfa,
5c, eða um $8 hvern. Kálfarn-
ir voru 2 mánaða.
¥ ¥ ¥
Daníel Sigurðsson, Lundar,
Man., átti 90 ára afmæli s. 1.
mánudag.
¥ ¥ ¥
“Endurminningar”
Friðriks Guðmundssonar eru til
sölu hjá höfundinum við Mo-
zart, í bókaverzlun ó. S. Thor-
geirssonar og á skrifstofu Hk.r.
Fróðleg og skemtileg bók og
afar ódýr. ..Kostar aðeins $1.25,
HITT OG ÞETTA
Þetta var framtönn og átti áður
heima í munninum á bílstjóra.
¥ ¥ ¥
Saarfljótinu breytt
Þjóðverjar ætla sér að gera
miklar endurbætur í Saar. Með-
al annars er nú unnið að því að
breyta farvegi Saarfljótsins
þannig, að það verði skipgengt.
FRA ISLANDI
Tíu og hálfa mílu upp
frá yfirborði jarðar
"Piccard hefir undanfarið hald
ið áfram tilraunum sínum um
háloftsflug og rannsóknum í há
loftinu. Hann hefir nú komist
í 10/2 mílu hæð og segist enn
muni halda rannsóknum sínum
áfram í ennþá stærri og öflugri
belg en hann hafi nú.
¥ ¥ ¥
Nóg af mat
Hagstofan enska hefir nýlega
lokið við að reikna út hve mik-
ið væri til af dýrum í heiminum,
sem seljast til mannafæðu. Þar
sést að til eru í öllum heimin-
um 600,000,000 nautgripir, 750,-
000,000 fjár og 300,000,000 svín.
¥ ¥ ¥
Með glóðarauga.
Nýlega neyddist Mussolini að
fara í veislu með glóðarauga.
Hann er mikill hestamaður, sem
kunnugt er og stafaði glóðar-
augað af því, að hann hafði
dottið af baki.
¥ ¥ ¥
Hættulegasta árið
Fimta ár hjónabandsins er
það hættulegasta, segir þýzkur
prófessor, sem þykist hafa
reiknað þetta nákvæmlega út.
Ef menn komast yfir það mink-
ar hættan á að hjónin skilji, um
5% árlega.
¥ ¥ ¥
Nýtt hjónabandsmet
Jessie Cavender er 15 ára
gömul Ameríkustúlka. Hú^
setti um daginn met, með því
að gifta sig tveim mönnum
sama daginn. Hún gat ekki á-
kveðið með sjálfrí sér hvorn
þeirra hún elskaði meira.
¥ ¥ ¥
Dýr tönn
Tannlækni einum í Stokk-
hólmi var um daginn stefnt og
krafist að hann greiddi 10 þús.
krónur fyrir að hafa dregið
ranga tönn úr einum viðskifta- j
vini sínum, að þarflausu. —
Dómur í áfengismáli eftir
blóðrannsókn í fyrsta
skifti hér á landi
Hér í bænum var nýlega feld-
ur dómur yfir tveimur bflstjór-
um, sem sakaðir voru um það,
að hafa keyrt bíl undir áhrif-
um áfengis, og var dómurinn á
þá leið að ökuleyfið skyldi tek-
ið af þeim báðum um þriggja
mánaða tíma. Dómurinn var
bygður á blóðrannsókn, sem við
þetta tækifæri var gerð í fyrsta
sinn hér á landi í áfengismáli.
En áður mun hún einu sinni
hafa verið gerð í barnsfaðernis-
máli.
Rannsóknin var framkvæmd
af Jóhanni Sæmundssyni lækni,
sem hefir aflað sér áhalda til
þess konar rannsókna, og leiddi
hún í ljós, að í blóði annars
bílstjórans var 1% — einn þús-
undasti partur — áfengi, en í
blóði hins 1,5%.
í Danmörku eru blóðrann-
sóknir í áfengismálum orðnar
algengar, og er það talið, að
ekki séu nema 30% af þeim
mönnum, sem hafa 1% áfengi í
blóðinu, ölvaðir, en hins vegar
70% af þeim, sem hafa 1,5%.
—Alþbl.
MESSUR og FUNDIR
I kir/cjv Sambandssafnaðar
Uessur: — á hverjum sunnudegi
kl. 7. e. h.
Safnaðarnefndin: Fundír 1. íöstu-
deg hvers mánaðar.
Hjálparnefndin: — Fundir fyrsía
mánudagskveld í hverjum
mánuði.
Kvenfélagið: Fundir annan þriðju-
dag hvers mánaðar, kl. 8 að
kveldinu.
Söngflokkurinn: Æfingar á hverju
íimtudagskveldi.
Sunnudagaskóli-nn: — Á hverjum
sunnudegi, kl. 11. f. h.
— Er það nú áreiðanlegt að
þú sért mér trúr þegar þú ert
á ferðalagi?
— Já, það er alveg áreiðan-
legt, Anna mín. í hvert skifti
sem eg sé fallega stúlku, þá
kemur myndin þín fram í huga
mér og þá segi eg við sjálfan
mig: Vík frá mér Satan.
¥ ¥ ¥
Kennari: Getur þú sagt mér
hvervegna rúðugler er ekki rtot-
að í gleraugu?
Nemajidi: Vegna þess að það
er altof stórt — og svo er það
ferkantað.
— Þér segist altaf vera þyrst-
ur. Háir það yður mjög mikið?
— Nei, nei, læknir, mér þykir
vænt um að geta altaf drukkið.
KaupiS Heimskringlu
Lesið Heimskringlu
Borgið Heimskringlu
1934
GHEV. SEDAN
Master
$745
SKOÐIÐ ÞENNA BÍL!
Því að borga meira?
CONSOLIDATED
MOTORS LTD.
1 Chevrolet—Oldsmobile Salar
BETRI BfLAR
I LÆGRA VERÐ
VÆGIR KAUPSKILMÁLAR
Er ovr verzlunar regla
229-235 Main St. Ph. 92 716
v-*.: •*•■•••• •■*;•• • *.*•.'•■ .
• \ .xvúUl^M Ítf tA.
Phone 201101
u • •• . '■•• , ' • •,. -• , / T'
Modern Dairies
I___LIMITED____)
Islendingadagurinn
I Gimli Park, Man.
MANUDAGINN, 5. AGUST, 1935
Forseti dagsins: G. S. THORVALDSON
Fjallkonan: Frú LÁRA B. SIGURÐSON
fþróttir byrja kl. 11. f. h.
Ræðurnar byrja kl. 2. e. h.
“O, CANADA” — “ó, GUÐ VORS LANDS”
Fjallkonunni fagnað — Kvæði Dr. Sig. Júl. Jó-
hannesson
Ávarp Fjallkonunnar.
Söngur—Karlakór
C. P. Paulson, bæjarstjóri Gimli-bæjar býður
gestina velkomna
Söngur—Karlakór
Avarp forseta—G. S. Thorvaldson
Söngur—Karlakór ,
Ávarp frá heiðursgestum.
Söngur—Karlakór
MINNI 1SLANDS:
Kvæði—Þórður Kr. Kristjánsson
Ræða—Dr. Richard Beck
Karlakór
MINNI CANADA:
Kvæði—Magnús Markússon
Ræða—Dr. Jón Stefánsson
Karlakór
MINNI sextíu ára landnáms tslendinga í Canada:
Kvæði—Einar P. Jónsson
Ræða—Hjálmar Bergman, K.C.
Karlakór
GOD SAVE THE KING—ELDGAMLA ISAFOLD
Að afstöðnum ræðuhöldum byrjar íslenzk
glíma, sem menn úr ýmsum bygðum Islendinga
taka þátt í. Þrír íslenzkir íþróttafolkkar þreyta
með sjer íþróttir að deginum. — Iþróttirnar
fara fram undir stjórn þeirra: B. Pjeturson,
Stefán Eymundson, Steindór Jakobson.
Kl. 8.30 að kvöldinu byrja söngvar, undir
stjórn hr. Páls Bardal. Islenzkir alþýðu söngvar
verða sungnir, og er ætlast til að allir taki þátt
i þeim.
Dansinn byrjar kl. 9 að kvöldinu; nýir og
eldri dansar verða dansaðir jafnt.
Gnægð af heitu vatni verður á staðnum, til
kaffigerðar.
Gjallarhorn og hljóðaukar verða, sem að
undanförnu, svo ræðumar heyrast jafnt um
allan garðinn.
Að kvöldinu verður garðurinn prýðilega
uppljómaður með rafljósum.
Inngangur í garðinn fyrir fullorðna 25c og fyrir börn yngri en 12 ára 10 cents.
Inngangur að dansinum 25 cents, jafnt fyrir alla.
Takið eftir ferðaáætlun frá Winnipeg til Gimli, 5. ágúst, sem birt verður í íslenzku
blöðunum í næstu viku.
Verðlaunapeningur veittur fyrir allar íþróttavinningar.