Heimskringla - 04.09.1935, Blaðsíða 3

Heimskringla - 04.09.1935, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 4. SEPT. 1935 HEIMSKRINGL. A 3. SlÐA að reisast á grunni hinna vís- indalegu aðferða( og auður vís- indanna af sönnuðum stað- reyndum er bezta trygging þess, að vor heimur, vor mtenning, menning vísindanna, muni ekki hníga í rústir, eins og hver menning hefir gert eftir aðra hingað til. Þetta er undirstaða hinnar. bjartsýnu lífss*Koðunar Ame- ríkumannanna. Viðfangsefni vorrar kynslóðar er að fást við skipulagningu lífsins, hugsa feril þjóðlífsins út fyrir fram, ná valdi á atburðunum. Vér verðum að læra að fam með þá hluti, sem vér höfum aflað. Enginn vafi leikur á því, að meginið af þessu, sem hér hefir verið lýst, hljómar sem ung- æðislegur hugsunarháttar og jafnvel dálítið bamalegur í eyr- um ýmsra Evrópumanna. En það kann að stafa eins míkið af því. að Evrópumaðurinn hafi drukkið of djúpt af beiskum bikar lífsleiðans, eins og hinu, að Ameríkumaðurinn sé í raun réttri bamalegur í eftirvænting sinni og vonum um framtíðina. En hvað um það, þetta eru hans hugsanir. Það kann að vera barnalegt að treysta of mikið á kunnáttumenn, en víst er um það, að Ameríkumenn ætla sér ekki að treysta á ann- að né að styðja sig við annað. Þeir hafa séð, eins og bent hefir verið á, hverja ávexti þekkingin og samstarf kunnáttumanna hefir borið í verklegum efnum. Og nú er það sýnilega ætlun þeirra að færa sömu aðferðir inn á stjómmálasviðið og ann- ars öll svið þjóðlífsins. í þeirra augum hefir Roosevelt sams- konar hlutverk að inna eins og fjármálakóngar og verkfræðing- ar inna af hendi, er þeir breyta auðn í auð. Þjóðin hefir tekið þennan mann, sem verið hefir áður ríkisstjóri í stærsta riki innan ríkjasambandsins, er þaulæfður að fást við opinber mál, hefir óbilandi traust mainna fyrir heiðarleik og hefir sannað breidd hugsunar sinnar, gerir hann að forseta og segir við hann: Breyttu flækjum og samhengisleysi og fálmi stjórn- mála vorra í vísindi. Og Roose- velt tekur við því verkefni í þeirri staðföstu trú hins ame- ríska manns, að ekkert sé vís- indunum framandi. Það er engin tilviljun, að tvær þjóðir, Rússar og Ameríkumenn, hafa orðið fyrstar til þess að leggja út í skipulagningu þjóð- lífsins. Ameríkumenn hafa gert það vegna þess, að þeir hafa verið lausir við íþyngjandi hugs- anaerfðir fortíðaxinnar, hafa náð valdi á mleiri mætti tækn- innar en nokkur önnur þjóð á jörðinni og hafa lært f gegnum þessa reynslu sína að bera virð- ingu fyrir afli þekkingarinnar. Rússar gera það sökum þess, að þar í landi hafa þeir menn komist til valda, sem ekki eiga heldur neinar erfðir, sem þeim eru nokkurs virði, sökum, þess, að þeir hafa aldrei fengið að njóta ávaxta menningarinnar. Þeir verða að afla alls frá byrj- un og sjá fram á, að þeir muni aldrei neins njóta, nema þeir taki tæknina í sína þjónustu og sveigi hana til hlýðni við sig. Þessar þjóðir hafa ráðist á þetta sama viðfangsefni að öðru leyti með ólíku hugarfari á marga lund. En í almennum þjóðlífs- fyrirbrigðum vorra tíma eru engin, sem eru líkleg til djúp- settari áhrifa á gjörvalla fram- tíð veraldar heldur en þessar tilraunir. í næsta hefti Eim- reiöarinnar mun verða leitast við að gera grein fyrir, hvemig hinar nýju hugsanir í Ameríku hafa nú beinst að því að breyta ekki eingöngu þjóðháttum, heldur og sjálfri mannverunni. Og þá munu ennfremur verða dregin fram nokkur rök til þess, að þessi efni komi oss Íslend- ingum sérstaklega við. —Eimreiðin. LÁTUM ÞÁ RÍKU BORGA Það er hægunnara verk að eyða en afla; auðveldara að rífa niður en byggja upp; slíkt út- heimtir hvorki hyggindi né framsýni. Nú er það efst á baugi hjá mörgum, að reyna að i telja sér og öðrum trú um það, að þetta sé vegurinn, sem til þjóðþrifa liggi. Lögfræðingur nokkur, Robert Jackson að nafni, ráðgjafi og málsvari fjármáladeildarinriar í Washington, var nýlega að verja og túlka erfðafjárskattsfrum- varp Roosevelts, sem nú er á prjónunum í þinginu, fyrir fjár- málanefnd öldungaráðsins. — Þegar þar var komið sögunni, sem þess gerðist nauðsyn, að hlutlegu dæmi væri skotið á loft málefninu til stuðnings, vildi honum sú ógæfa til, að grípa til Fords. Honum hefir víst aldrei koiriið í hug, að þetta athugaleysi mundi valda þvílíku hnútukasti. Raunir Beina-Hjalta ‘Success Training’ Has a Market Value University and matriculation students are securing definite employment results through taking a “Suc- cess Course”, as evidenced by our long list of young men and women placed in local Winnipeg offices in 1934 and 1935. Selective Courses Shortliand, Stenographic, Secretarial, Accounting, Complete Office Training, or Comptometer. Selective Subjects Shorthand, Typewriting, Accounting, Business Correspondence. Commercial Law, Penmanship, Arithmetic, Spel- ling, Economics, Business Organiza- tion, Money and Banking, Secretarial Science, Library Science, Compto- meter, Elliott-Fisher, Burroughs. Call for an interview, write us, or Phone 25 843 SUCCESS —- BUSINESS COLLEGE LIMITED Portage Ave. at Edmonton St., Winnipeg (Inquire about our Courses by Mail) Eyjan í austri Rís í austri eyjan fríð, ættarlandið söguríka, gegnum ótal alda stríð, á hún hvergi á jörð sinn líka. Hún á fjalla og fossa val fram með öllum landsins ströndum. Hennar þjóðar tungu tal, tignast er á norður löndum. Þegar myrkur miðaldanna, mældu allan heim f blóði. Sátu þeir við sagna skriftir, “Sæmundur og Ari fróði.” Þeir voru fyrstu leiðarljósin, Ijós, fyrir andans sjónum manna. Þeir eru ennþá áttavitar, evrópisku bóknfentanna. • Svo kom Snorri snillingurinn, snjallari varð hann öllum hinum. “Heimskringla” og “Eddan” á nú, allan mentaheim að vinum. Hvergi mun í fornum fræðum, falið betra gull í sjóði. Hvergi finst á menta máli, meiri snild í sögu og ljóði. Því er ísland orðið kunnugt, út um heim hjá stærri þjóðum, fyrir blossa af andans eldi, upp af þessum fornu glóðum. H. E. M. voru sem ekkert í samanburði við vandræði Jacksons, því úr þessum hnútum var ókleift verk. að hlaða trausta skjald- borg. En ekki er svo að skilja, að hnútukastið hafi komið frá stjómarsinnum. Það kom frá þeim, sem nær þjóðinni standa og betur skilja þarfir hennar. Sagt er að fjármálanefndin hafi hlýtt með athygli á útlistingar Jacksons, og líklega ekki hvað sízt á það, sem laut að Ford, sem var eitthvað á þessa leið: Þegar slíkir menn sem Ford falla frá, ætti að skifta dánar- búi þeirra í fjóra jafna hluti, og að stjórnin ætti að kasta eign sinni á þrjá þeirra. Rök- semdarleiðsla hans var þessi: Þar sem alþýðan hefði lagt svona stórann skerf til vaxtar og viðgangs þessa risavaxna iðnaðarfélags, á hún heimting á að vera hluttakandi í ágóða þess. Iðnaðarstofnun Fords er ó- efað stærsta fjölskyldu eign í heimi. En hún er líka afspring- ur æskudrauma eins manns, manns, sem var snauður að öllu nema hugmyndum og starfseþreki. Hann á oss minna að þakka en vér eigum honum. Hann er velgerðarmaður heillr- ar þjóðar, og velgerðarmaður heimsins. Þegar þess er getið, að eign Fords fjölskyldunnar sé biljón dala virði, er það aldrei látið fylgja með, hve marga tugi bil- jóna að sú biljón hafi auðgað heiminn. Ford eignin táknar ekki aðeins fjórðungsaldar framför heims og þjóðar, heldur einnig tugi biljóna í kaupgjaldi og í öllum þeim' undrum, sem að varð að viða af unnum og óunnum efnum. Væri ávöxtur elju og gáfna Fords — iðnaðar- stofnunin, því auðlegð hans liggur nálega öll í henni — þannig stórkostlega rýrður, þegar hans missir við, rýrnaði einnig að sama skapi auðsupp- sprettan sjálf, sem þúsundir manna njóta nú hagsælda af. Með öðrum orðum, afleiðingar tillögunnar yrðu að mörgu leyti þær sömu, komist hún í fram- kvæmd, sem þrír fjórðu hlutar eigna Fords væru lagðir í gröf- ina með honum, þar sem stjórn- in sjálf leggur ekkert til við- halds eða frarritíðarvelgengis stofnunarinnar, en velti hins- vegar stórum steini á samkeppi- braut hennar við samsteypufé- lögin, með því að veikja undir- stöðu hennar að þvílíkum mun. Þeir munu teljandi, af öllum þeim miljónum manna, sem alt sitt, beinlínis eða óbeinlínis, eiga undir framtíðar starfræk- slu þessarar sérstöku iðnaðar- greinar, sem mundu vilja fyrir- muna Ford þeirra réttinda, að láta erfingjana verða aðnjótandi ávaxtar síns mikla æfistarfs ó- skerðum. Það er öldungis ó- hugsandi, væri þjóðarviljans leitað, að óþakklátsemi vor gengi svo langt, að vér vildum láta refsa Ford og fjölskyldu hans fyrir þann mikla skerf, sem hann hefir lagt til iðnað- argreina þjóðarinnar og til iðn- aðargreina heimsins! Tekjuhalla fjárhirzlunnar verður vitanlega að rétta, ef vel á að fara. En ekkert hefir verið um það fengist til þessa. Hefir forsetinn daufheyrst við öllum kröfum í þá átt, bæði innanflokks og utan. En á hinn bóginn hefir hann ausið út á báðar hendur, svo biljónum dala skiftir, eiris og aldrei mundi að skuldadegi koma. En nú er stórkostleg kosning- arbarátta í aðsígi, og gunnfán- um brugðið á loft, skráðir ein- kunnarorðum flokkanna, er verða tekin upp sem heróp, þeg- ar viðureignin hefst. Og hefir nú Roosevelt forseta, svona í svipinn, hugkvæmst þessi orð: “Látum þá ríku borga”, og er skattheimtufrumvarp hans, með kostum og löstum1, bergmál þessa heróps. Læst nú Roosevelt vera að efna eitt sinna mörgu loforða — að rétta við tekjuhalla fjár- hirzlunnar, þó seint sé. En fáir munu þeir, sem ekki sjá hvað stefnir. Erfðaskatturinn — stórskatturinn, þótt hann kunni að öðlast löggilding (þegar þetta er ritað — 23. þ. m. — virðist sem þessi þáttur frum- varpsins hafi fengið byr undir báða vængi, og kemur það sér vel, því á honum hefir forsetinn miklar mætur, sökum atkvæð- anna, er hann kann að ginna frá vinstrimönnum), gefur í mesta lagi af sér tvö hundruð og sextíu miijón dali á ári, sem er eins og dropi í sjóinn, í sam- anburði við upphæð þá, sem fjárhirzlan þarfnast. Mun því flestum augljóst, að nú sem oft- ar, lætur Roosevelt sig fyrst varða velferðarmál stjórnar- flokksins, það þarf að rétta hann við og treysta vinstra megin, því þar er honum hætt- ast nú sem stendur. Eina lof- orðið, sem Roosevelt hefir efnt, er að nema úr gildi vínbanns- lögin. Álit hans var, að þjóðin gæti að nokkru leyti drukkið sig til velsældar og jafnframt. notið ánægjunnar af svallinu! Eg veit að vegurinn liggur yfir hálann ís, þegar í mann- jöfnuð er farið. Samt sem áður get eg eklti varist þeirrar freist- ingar, að benda á aðalmismun umræddra persóna — þeirra Fords og Roosevelts; er þá ekki örvænt, að betur skiljist sá mikli munur, sem þá skilur að — hagsýni og staðfesta annars, en óhagsýni og staðfestuleysi hins. Roosevelt var alinn upp við auð og allsnægtir og í mesta j eftirlæti. Undirbúningsnám sitt sótti hann í sérstaka skóla, ætl- | uðum ríkismannabörnum; en æðri mentun stundaði hann við Ilarvard-háskólann, er lauk með löngum ferðalögum utanlands. |í samkvæmislífi ríkismanna tók jhann drjúgum þátt, því hann |er gleðimaður mikill. Trúnað- arvinir og kunningjar voru auð- manna synir og dætur, og þeirra stéttarhætti einungis, þekti hann til hlítar. Hið fyrsta raunverulega lífsspor hans var á lögfræðingssviðinu, og þaðan lágu sporin til stjórnmálavall- arins; og fyrsti árangur þess spors, var aðsto ð ar flo tam ál s- embætti í Wilson stjórninni. Þar næst var hann í kjöri sem vara- forsetaefni með Kox, en beið þá ósigurs. Nú kemur A1 Smith, fyrverandi fylkisstjóri New York fylkis, honum til hjálpar. Fær hann því nú til leiðar komið, með ötulli framgöngu, að Roosevelt var kosinn fylkisstjóri fólksflesta ríkis landsins. Svo liðu fram stundir þar til 1932, að Roosevelt, svo sem eins og í endurgjaldsskyni, sækir nú móti vini og velgerðarmanni um for- setaútnefninguna; árangur þess varð sá, eins og allir vita, að heimilisfang hans er nú forseta- höllin í Washington. Hygginda Roosevelts gætir 1 mest, þar sem stjórnkænsku verður að beita; þar standa hon- jUm fáir á sporði; lífsreynsla jhans er öll á því sviði. Ríki- |dæmi hans, umhverfi og upp- | eldi fyrirmunuðu honum þeirrar reynslu, sem alþýðumaðurinn, nauðugur eða viljugur, verður sífelt að glíma við — hina, grimímúðlegu samkepni í vinnu- brögðum framleiðslu. Þess var því ekki að vænta, að honum tækist að ráða bætur á fjár- hagsvandræðum þjóðarinnar; einungis hugsunarlausir dag- draumamenn og þeim, sem aldrei hafa átt yfir bjargálnum að ráða, gat komið slíkt í hug. Þeim, sem tekið hafa að erfð- um auðæfi og fyrirmensku, hef- ir ávalt verið sýnd undirgefni og virðing; undir slíkum áhrif- um hefir alist upp í þeim sú sannfæring, að sökum yfir- burða þeirra og ágætis, væru þeir allra manna bezt fallnir til að stjórna og skipa og leysa úr öllum vandamálum, án þess, á sömu stundu, að gerast hand- gengnir alþýðunni, og þannig kynna sér háttu hennar og hagi. Nei, í stað þess, reyna þeir til að þröngva upp á þjóð sína ó- reyndum og lítt framkvæman- legum þjóðlífishugmyndum og fyrirkomulagi. Og'er “Nýja Gjöf in” áþreifanlegt dæmi þess. — Þjóðin nýtur aldrei lengi sjálf- stæðis og trausts með því að lána alt það, sem lagt hefir verið fyrir af hinum forsjálu og sparsömu, eða ræna þá að öðr- um kosti, ef þess gerðist þörf, til heilla stjórnarflokksins. Henry Ford var fæddur í fá- tækt. Hann naut lítillar ment- unar í æsku, og fór ungur í námsvist sem lærisveinn í véla- smíði, en vann á kvöldin hjá úr- smiði, að gera við klukkur og úr. Tuttugu og fjögra vetra fer hann til Detroit; gerist þar um stund yfirvélastjóri hjá Edi- son félaginu. Árið 1903 leggur hann grundvöllinn að hinu nafnkunna Ford Motor Comp- any, sem er, sinnar tegundar, stærsta félag í heimi. Þar starfa tvö hundruð þúsund manns; Þér sem notið— TIMBUR KAUPIÐ AF THE Empire Sash & Door CO., LTD. Blrg-ðlr: Henry Ave. East Sími 95 551—95 552 Skrlfstofa: Honry og Argyle VERÐ - GÆÐI - ÁNÆGJA og sjö þúsund og fimm hundruð bílar er dagsverk þeirra. Síðan 1914 hefir mannfjöldi þessi not- ið arðsælda félagsins, aukreitis kaupgjálds, sem hefir numið tíu miljónum dala árlega, og er það dávæn viðbót við kaup- gjald þeirra. Og sá sem þetta byrjaði og heldur við, er maður- inn, se>m Roosevelt stjórnin lagði í einelti, þegar NRA var í algleyming sínum. Án aðstoðar nokkurra sér- stakra uppeldiskosta, eða vild- arstétta, lagði Ford út í baráttu lífsins. Sigurvinningar hans voru smáar í fyrstu. En eftir því sem árin liðu, var hver þrautin af annari að velli lögð. Við hverja sigurvinning, óx skilningur hans og þekking. Þó sjálfsmentun hans væri hæg- fara, var hún heilbrigð og skap- andi. Hann aflaði sér nákvæmr- ar þekkingar um allskyns við- skiftasambönd og þjóðlífisháttu. Þetta vettist honum mögulegt sökum náinnar persónulegrar viðkynningar allra þjóðfélags- stétta, háum sem lágum. Lífs- speki hans var ekki runnin af hugargrillum ákafra framsókn- arpostula, né af lærdómsáætl- unum. Hún er framVöxtur eig- in hugsjóna hans. Jafnskjótt og honum óx fiskur um hrygg, reyndu keppinautar hans á alla vegu að koma honum í opna skjöldu. Ef þrengdi að, synjuðu bankarnir honum um lán. Auð- félögin slagbrönduðu leið hans, hvenær sem færi gafst, og sjálf- ir Gyðingarnir neituðu að styðja hann á nokkum hátt. En æ varð stofnunin öflugri; hún dafnaði við hverja árás; því á staðfastri trú var hún reist, og með huga og hendi varin. Og í orðum skráð, er trú hans þessi: “Það bezta, sem unt er að veita manninum er, að gjalda honum ríflegt starfskaup, og hefja hann til vegs, eftir því sem dugnaður og verðleikar koma í ljós.” Þessari trú og kenningu hefir Ford aldrei vik- ið frá; enda er hún svo heil- brigðislega skynsöm í öllum greinunf, að hún stendur sjálf- studd, sem bjargfastur steinn. Stæðu fleiri framleiðslustofn- anir vorar á slíkum gmnni, væri meiri friður og ár í landi. —Point Roberts, Wash. 25. ágúst, 1935. Árni S. Mýrdal “Endurminningar’' Friðriks Guðmundssonar eru til sölu hjá höfundinum við Mo- zart, í bókaverzlun ó. S. Thor- geirssonar og á skrifstofu Hkr. Fróðleg og skemtileg bók og afar ódýr. ..Kostar aðeins $1.25, * * * Munið eftir að til sölu eru á skrifstofu Heimskringlu með af- falls verði, námsskeið við helztu verzlunarskóla bæjarins. Nem- endur utan af landi ættu að nota sér þetta tækifæri. Hafið Kaupið Heimskringlu Lesið Heimskringfu Borgið Heimskringlu “This auvuusement is not inserted by the Government Liquor Control Com- mission. The Commission is not responsible for statement made as to the quality of products advertised”.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.