Heimskringla - 04.09.1935, Qupperneq 6
6. SÍÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPBG, 4. SEPT. 1935
BELLAMY
MORÐMÁLIÐ
“Sjálfsagt, Mr. Farwell.” Rómur Carvers
dómara var ekki laus við skerpu.
“Eg sagði henni, að henni væri vissara að
hafa gætur á manninum sínum,” þusaði Mr.
Farwell í nauðum.
“Sagðirðu henni af hverju?”
“Vitaskuld sagði eg henni það.”
“Jæja, segðu okkur það þá, viltu?”
“Eg sagði henni, að hann væri að gera
sig að afglapa með Mimi.”
“Ekki neitt nákvæmara en það?”
“Ja, eg sagði henni að þau hittust í
laumi.”
“Hvar?”
“1 býli garðyrkjumannsins á Orchards
setrinu.” Þeir sem sátu nærri, máttu sjá
svitalöður á enni Mr. Farwell.
“Hvernig vissir þú af því?”
“Orsini sagði mér frá því.”
“Og hver er Orsini?”
“Vinnumaður Bellamys, stundar garðinn
og kyndir og þess háttar.”
“Nú, hvernig stóð á, að Orsini sagði þér
frá þessu?”
“Eg sá Mrs. Bellamy tvívegis taka Perry-
town farganið, fylgdarlausa, og eg sagði Or-
sini, að eg skyldi gefa honum tíu dali til að
komast eftir fyrir mig hvað hún væri að fara.
Hann sagðist ekki þurfa að gá að því — hann
vissi það.”
“Sagði hann þér frá hvernig hann komst
að því?”
“Já hann vissi það af því, að hann var
maðurinn sem lánaði henni lykilinn að býlinu.
Hún hafði komist að því, að hann hafði lykil-
inn og hún sagði honum einhverja tröllasögu
að hún þyrfti að æfa sig á píanóið sem garð-
gjezlu hjónin áttu þar og hann fékk henni
lykilinn, hvenær sem hún bað um hann og
hún gleymdi vanalega að skila honum þangað
til daginn eftir.”
“Hvað kom til að hann hafði lykilinn?”
“Þegar garðyrkir fór til ítalíu í sumar-
leyfi, bað hann Orsini fyrir lykilinn, af því
hann átti heimabráð í kjallaranum og vildi að
Orsini hefði gætur á því á meðan.”
“Vissirðu hvenær hún fékk lykilinn lán-
aðan í seinasta sinn?”
“Já, um hádegi þann nítjánda. Eg fór
þar um ’nálægt eitt til að vita hvort hún vildi
miðmunda bita með mér á klúbbnum. Orsini
var að gera við hliðiö í gerðinu. Hann sagði
Mimi riðna af stað fyrir hálfri stundu, með
lykilinn, hafði sagst þurfa að æfa sig. Svo
eg elti hana.”
“Til garðbýlis?”
“Já.”
“Var hún þar?”
“Nei.”
“Hvernig veiztu, að hún var þar ekki?”
“Af því að þar var enginn bíll né nokkurt
hljóðaskrölt heldur.”
Súr var tónninn og þver í andsvörum Mr.
Farwells, en sækjandi lét sem1 hann tæki ekki
eftir því og lét mjúklega.
“Fórstu inn í húsið?”
“Nei, það var lokað.”
“Hvað gerðir þú svo?”
“Það fór að rigna meðan eg stóð við og
eg beið við velti skilding, hvort eg ætti að
halda áfram til klúbbsins, ef upp skyldi stytta,
eða snúa heim aftur. Sólin kom upp, svo eg
beið dálitla stund, fór svo til klúbbsins.”
“Hverjum mættirðu þar?”
“Mrs. Bellamy, Dick Burgoyne, Conroys
og Dallas hjónunum, Sue Ives —1 öllum þeim
vanalegu. Það stytti upp eftir bitann. Sue
hópaði í fernu Conroy hjónin og Steve Bel-
lamy, Mimi lék með Burgoyne og eg með
George Dallas. Við kláruðum öll í sama mund
og settumst svo og drukkum og kjöftuðum.”
“Var það þá að þú sagðir Mrs. Ives af
þessu kvennafari eiginmanns hennar?”
“Um það biL"
“Var Mr. Ives þar staddur?”
“Nei, hann símaði, að hann ætti annríkt
til kveldmatar.”
“Hvað kom til þú sagðir Mrs. Ives þessa
sögu, Mr. Farwell?”
Elliott Farwell skaut fram höku og digr-
um kjálkum. “Ja, eg hafði tekið staupi meir
en holt var og orðið óglatt og bumbult af öllu
saman, hugsa eg. Mér þótti mikið til Sue koma
og svall móður að sjá hvað Ives gat farið
langt.”
“Hvað sagði Mrs. Ives?”
“Hún sagði að eg væri viti mínu fjær og
eg sagðist vilja veðja þúsund dölum móti fimm
centum að Mimi og Pat segðu skakt til um
verustað sinn það kveld og þau myndu mætast
í garðbýlinu. Og eg sagði henni, að eg hefði
falið mig í kjörrunum hjá kotinu, dagana sem
Sue var í New York og séð til þeirra upp
götuna að húsdyrunum, — Mimi gangandi og
Ives tíu mínútum seinna í bifreið. Henni brá
við þetta; hún var ekki viss um hvað eg hefði
mikið í kollinum, en hætti að kalla mig óðan.”
Hér þagnaði vitnið; sækjandi rak á eftir,
ekki frekjulaust:-“Hvað svo, Mr. Farwell?”
“Nú rétt á eftir kom George Dallas að og
sagðist skyldi koma við, ef hún vildi, og kenna
henni að skaka nýjan skæpidrykk, svo hún
gæti fagnað Pat með nýjung í kveldskattinn.
Og hún sagði jæja gott, og við ruddumst öll í
reiðamar* og heim til hennar, öll nema Steve
og Mimi Bellamy. Þau vom farin á undan því
þau borðuðu snemipa kveldmat.”
“Áttirðu ítarlegra tal um þetta við Mrs.
Ives?”
“Ekki svo sem neitt samtal. Það var stór
hópur og allir kjaftandi heima hjá henni.”
“Nú, mintist hún á það frekar?”
“Ja, já, hún kom að mér þegar eg var að
fara — e—g var að gá að höfuðfatinu í for-
stofunni og þá segir hún: “Elliot, þú skalt ekki
minnast á það sem þú sagðir mér, við neinn
annan, viltu lofa því?” Og eg sagði: “Já,
víst.” Og hún sagði: “Eg vil ekki að Pat viti
að eg hafi frétt þetta, fyr en eg hefi ráðið af,
hvað gera skuli. Má eg reiða mig á það?”
Svo eg sagði víst, eg skyldi lofa því. Og svo
fór eg.”
Hljótt var í réttarsalnum svo að vel heyrð-
ist til hans, rómurinn illilegur og stríður, en
aldrei leit hann til Sue Ives; hún hafði augun
altaf á honum, skír og athugul, en nú stækk-
uðu þau, líkt og af kýmni, f allri alvörunni,
þegar sá sem heitið hafði þagmælsku, brá
því loforði og sagði frá því í heyranda hljóði,
fýlulega eða þrjózkulega.
“Ó, sú mannleysa,” sagði jarpkolla, reiði-
lega, “hann er að reyna að koma því á hana;
koma því svo fyrir, að maður haldi hún hafi
haft það í huga frá byrjun.”
“0, vertu hæg,” isvaraði sessunautur
hennar, “vertu sanngjörn við fjandagreyið!
Hann hefir svarið að segja satt frá og sækj-
andi leitar á hann með skóflu og jarðhöggi.
Hana, gáðu að, hér kemur nokkuð sem við
megum ekki missa.”
“Og eftir kveldnfat með Mr. Burgoyne,
hvað svo?”
“Ja, eg hafði vondan höfuðverk, svo eg
hætti við að fara til Dallas um kveldið, að
spila, heldur hugsaði mér að fara í rúmið og
lesa reyfara (skröksögu), eg hringdi til George
til að vita hvort hann hefði nógu marga þó eg
ekki kæmi, hann sagði já, svo eg fór upp og
háttaði.”
“Sástu Mr. Burgoyne áður en hann fór?”
“Já, hann rak inn höfuðið í því eg var að
fara í baðkápuna og spurði hvort það væri
nokkuð, sem hann gæti gert og eg sagði ekki
neitt, nema segja George, að mér líkaði miður
að bregðast.”
“Vissirðu hvað timanum leið?”
“Kringum kort í níu. Gildið átti að byrja
um níu leytið.”
“Lastu lengi áður en hann fór?”
“Já, eg las æði lengi, fór fram úr hálf tíu
til að ná í sígarettu, fann ekki eldspítu og
leitaði í golf klæðunum, að tinnubauk. Hann
var þar ekki. Eg mundi að eg hafði brúkað
hann á leiðinni til garðbýlis — eg hafði hann í
sama vasa og skotsilfrið — og alt í einu kom
mér í hug, að eg kipti snýtuklút út úr þeim
vasa, þegar eg náði í skildinginn á svölunum,
eg £óttist heyra eitthvað detta og leit eftir því,
en hélt það hefði verið peningur sem datt og
hefði oltið út af svölunum. En nú þóttist eg
vita að þetta hefði verið tinnbaukurinn og
þótti fjandi vont.”
“Viltu segja okkur af hverju, Mr. Far-
well?”
“Af því eg vildi ekki láta neinn vita að eg
var að hanga í kringum garðbýlið og hann var
merktur.”
“Merktur þínu nafni?”
Hin ráma röddin dvínaði alt í einu, hið
grófa andlit fölnaði. “Með áletrun — Elliot
frá Mimi. Á jólum 1918.”
“Hvað gerðir þú, eftir að þú saknaðir
tinnubauksins, Mr. Elliott?”
“Ja, eg bölvaði sjálfum mér vel og mikið
og fór ofan að leita að eldspítum. Það var
ekki ein einasta í öllu bévuðu húsinu og eg
nenti ekki að klæða mig aftur, svo eg hringdi
á Dick hjá Dallas og bað hann að muna eftir
að hafa með sér eldspítur, þegar hann kæmi
aftúr.”
“Hvað var framorðið þegar þú símaðir?”
“Eg gáði ekki að því. Það var hálf tíu
að eg byrjaði að leita að eldspítunum, — kort
í tíu eða litlu seinna.”
“Fórstu aftur í rúmið?”
“Já, en eg hélt áfram að lesa þó nokkuð
lengi, þangað til eg sofnaði frá ljósinu, það
logaði þegar Dick kom inn.”
“Hvenær var það?”
“Rétt eftir hálf tólf.”
Sækjandi stóð og horfði á hið þrútna and-
lit og íhugaði hvað gera skyldi, hristir höfuð
sitt, vel hirt, vel og fallega borið, og komst
að niðurstöðu. “Mr. Farwell, hvenær sagðir þú
fyrst þessa sögu, sem þú hefir sagt okkur?”
“Tuttugasta og fyrsta júní.”
“Hvar?”
“Á skrifstofu þinni.”
“Hver bað þig?”
Mr. Lambert gerðist órór í sætinu meðan
þessu fór fram, nú hrópaði hann mótmæli og
stökk á fætur. “Eg mótmæli, herra dómari!
Eg mótmæli! Hvað gerir til hvort Mr. Far-
well sagði sögu sína í skrifstofu sækjanda eða
í Metropolitan Söngskála? Mergurinn málsins
er, að hann segir hana hér og alt annað er sök-
inni óviðkomandi. Eg—”
“Rétturinn hallast að því sem þú heldur
fram; Mr. Lairfbert. Til hvers miðar það, að
sanna hvar, hvenær og hvers vegna Mr. Far-
well sagði þessa sögu, Mr. Farr?”
“Ástæðan er sú, herra dómari, að hið
opinbera hefir valdið því, að Mr. Farwell játar
ýms atriði, er verða mættu honum að miklu
ógagni, ef kviðurinn vildi líta svo á. Það er
sízt líklegt, að verjanda sakar hefði tekist að
sanna með vitna spurningum þá reynd, að Mr.
Farwell var staddur í garðbýlinu þann nítjánda
júní — en það hefi eg grafið upp vegna þess
mér var mest umhugað af öllu, að koma sem
flestum sakargögnum að verða má, fyrir kvið-
dómendur. En þá sanngimi virðist mér að
sýna beri Mr. Farwell, að segja til hvemig á
því stóð, að eg komst að þessum* upplýsing-
um.”
Dómarinn rendi augum (en þau augu voru
falleg og hvöss, þó gömul væru) á Mr. Lam-
bert, sem var rjóður og þykkleitur eins og
tungl í fyllingu og til andlits sækjanda, sem
var hvast og skerpulegt og kaldranalegt, þó
heitt væri inni fyrir, og enn til hins svíradigra
og kinndökkva bokka á vitnastóli, þaðan með
örsmárri aðkenning af ógeði til sækjanda
aftur. Ef til vill réði það ógeð úrslitum. —
Dómari Carver var talinn sanngjarn ekki síður
en harður.
“Jæja, Mr. Farr. Rétturinnn sér ekki að
það sé í nokkurn máta ótilhlýðilegt, að þú seg-
ir til þessa eins stuttlega og verða má.”
“Má eg láta bóka mótmæli gegn því, herra
dómari?” Mr. Lambert gerðist h'kur fallegu
\ rauðvíni á hörundslit.
“Vitaskuld.”
Mr. Farr tók til orða. “Um nforguninn 21.
júní sendi eg eftir Mr. Farwell og bað hann
koma til skrifstofu minnar. Eg sagði honum
að við hefðum gildar sannanir fyrir því, að
hann væri viðriðinn þennan svívirðilega glæp
og eg vildi ráða honum í einlægni, að segja
hreinskilnislega frá hvar hann hefði verið á
hverri stundu daginn áður. Hann gerði svo
afdráttarlaust og sagði mér þá sömu sögu sem
hann hefir sagt í réttinum. Ef eg á að segja
eins og er, þá varð eg hissa, en málstaður
hins opinbera haggaðist ekki neitt við það.
Eg afréð þessvegna að láta Mr. Farwell flytja
sinn vitnisburð í heyranda hljóði, svo að þér
væruð ekki leyndir neinu.”
“Voru þær gildu sannanir um sektarlíkur
Mr. Farwells, tinnubaukurinn?” spurði Carver
dómari, alvörugefinn.
“Nei, herra dómari, það var símtal Mrs.
Ives við Stephen Bellamy, að hún spurði hann
hvort Elliot hefði sagt honum nokkuð. Það var
enginn annar Elliott í hóp þeirra, sem Mrs.
Ives umgekst.”
“Er þessi tinnubaukur í vörzlum hins
opinbera?”
“Nei, herra dómari,” svaraði sækjandi
mjúklega, “málstaður hins opinbera væri stór-
um hægari viðureignar, ef svo væri.” Hann
leit snöggvast hvast á Mr. Lambert.
“Frekari skýringar þykist þú ekki þurfa
að flytja, Mr. Farr?”
“Nei, herra dómari. Fleiri spurninga er
ekki þörf, Mr. Farwell. Verjandi spyrji.”
“Hvernig var sá tinnubaukur?” Rómur
Mr. Lamberts spáði ekki góðu.
“Lítill, gljásvartur, silfurbúinn, tendraður
með annari hendi. Þeir fluttust hingað mikið
frá Englandi á árunum 17 og 18.”
“Gaf nokkur þér í skyn nokkurntíma, að
þessi baukur mætti verða þér til mikils meins,
ef sakarinnar vörn næði til hans?” innti Mr.
Lambert, hann ætlaðist til að rómurinn væri
mjúkur sem silki.
“Nei,” svaraði Mr. Farwell, frekjulega,
“enginn sagði mér nokkumtíma nokkuð því
líkt.”
Mr. Farr leyfði sér að glotta við mótstöðu-
manni sínum rétt sem snöggvast, áður en hann
sneri andlitinu að kviðdómendum, upptendruðu
af hrygðar og gremju svip.
“Mr. Farwell, þú tjáðir sækjanda, að þú
hefðir tekið svo sem tvö staup áður en þú
trúðir Mrs Ives fyrir þessari frétt um eigin-
mann hennar. Var það svo eða varstu búinn
að drekka meira?”
“Þrjú kannske eða fjögur, eg man það
ekki fyrir víst.”
“Þrjú eða fjögur eftir að leikurinn var af-
staðinn?”
“Nú, jæja, hvað um það?” Hökunni á Far-
well skaut fram, hann gerðist gneypur. .
“Gerðu svo vel og svaraðu því sem eg spyr
þig, Mr. Farwell.”
“Jæja, þrjú eða fjögur eftir leikinn.”
“Og þrjú staup eða fjögur áður en þú
bjrrjaðir? ”
“Eg man ekki hvað nförg. Við tókum öll
• eitthvað með bitanum.”
“Þú varst búinn að fá fleiri en holt var,
Mr. Farwell, var ekki svo?”
“Holt fyrir hvað?”
“Holt fyrir Mimi Bellamy, skulum við
segja.” Mr. Lambert varð var við að sækjandi
tók viðbragð og flýtti sér: “Heldurðu að þú
hefðir verið eins opinskár við Mrs. Ives, ef þú
hefðir ekki drukkið þessi staup?”
“Eg veit ekki.” Ennið var lágt og alt í
svita löðri. “Eg var æði lengi búinn að hugsa
um, að hún ætti að fá að vita, hvað um væri
að vera.”
“Svo er það. Og hvað hélztu að myndi
ávinnast við það?”
“Eg hugsaði að hún myndi taka fyrir
það.”
“Taka fyrir það með eggvopni, Mr. Far-
well?” Mr. Lambert var grimmúðlega glað-
vær.
Þá skaut skyndilega loga af hinum þrútnu
augum, báli heiftar og hrygðar af hinum
döpru augum vitnisins, svo að Mr. Lanfbert
steig hratt og hyggilega skrefi fjær.
“Hvað heldur þú að eg sé? Eg hélt hún
léti hann hætta eftirsókninni.”
“Og það var bráðnauðsynlegt fyrir þig,
Mr. Farwell, að hann hætti að draga sig eftir
henni, var ekki svo?”
“Hvað þá?”
“Þú varst að reyna til að fá Mrs. Bellamy
til að skilja við mann sinn og giftast þér( var
ekki svo, Mr. Farwell?”
Mr. Farwell starði á þann sem kvaldi
hann, undarlegum sjónum við orðlausa hugar
kvöl.
“Varst’ ekki?”
“Jú.” Eins hljómlaust og tómlegt eins og
Mr. Farwell væri að játa, að hann hefði reynt
að fá hana til að spila bridge.
“Hvað langt var síðan hugur þinn til
hennar lifnaði við á ný?”
“Hann lifnaði ekki við á ný. Hugur minn
til hennar, ef þú vilt nefna það svo, dvínaði
aldrei.”
“Á, skil eg það. Og þegar morðið skeði
varstu ekki orðinn úrkula vonar?”
“Nei.”
“Eg skil. En þér var mikið órótt út af
þessum samdrætti við Mr. Ives?”
“Já.”
“Og þegar þú komst heim, þá fékkstu þér
enn nokkur staup, til að halda hátíð útaf því,
að þú hefðir komið öllu í gott lag, var ekki
( svo?”
“Eg fekk mér eitt staup eða svo.”
“Og þegar þú fórst upp að hátta, með
skröksöguna, þá tókstu nfeð þér fulla whiskey
flösku, var ekki svo?”
“Það hugsa eg.”
“Og hún var rétt tóm að morgni, var ekki
svo ? ”
“Hvernig á eg að vita það?”
“Fanst hún ekki við rúmstokkinn þinn,
nærri tóm, morguinn eftir?”
“Eg veit ekki. Eg drakk talsvert úr
henni.”
“Mr. Farwell, ertu viss um að þú saknaðir
ekki tinnubauksins fyrir níu þrjátíu — svo
sem rétt eftir níu, til dæmis?”
“Nei, eg sagði þér níu þrjátíu.”
“Af hverju veiztu það fyrir víst?’”
“Eg leit á úrið mitt.”
“Og af hverju gerðirðu það?"
“Af því eg vildi vita hvað tím»num leið?”
“Hvað kom til?”
“Eg veit ekki — eg rétt vildi vita það.”
“Það var mikið hentugt, að svo skyldi vilja
til einmitt kl. hálf tíu, var það ekki?”
“Eg veit ekki hvað þú átt við, það var alls
ekki hentugt, ef í það fer.”
“Þú veizt ekki? Og þér skilst ekki af
hverju það kom sér vel, að þú skyldir hringja
til Dallas klukkan tíu, svo þeir væru vissir um
að þú værir heima hjá þér, í náttklæðunum, á
þeirri stundu?”
“Nei, mér skilst ekki það.”
“Þú hefir Filipino fyrir vikasvein?”
“Já.”
“Var hann heima við eftir að Mr. Bur-
goyne fór til spila fundarins?”
“Nei, hann fer þegar hann er búinn með
kveldmatar verkin, kringum hálf níu vana-
lega.”
I
“Svo þú varst aleinn í húsinu.”
“Aleinn.”
“Bíllinn þinn var heimavið, var hann
ekki?”
“Hann var í bílskúmum.”