Heimskringla - 04.09.1935, Side 7

Heimskringla - 04.09.1935, Side 7
WINNIPEG, 4. SEPT. 1935 HEIMSKRINGLA 7. SÍÐy\ BRÉF FRÁ GIMLi Herra ritstj.: Mér dettur í hug að senda Kringlu fáeinar línur; hvort réttast er að kalla þær fréttir eða sundurlausa þanka, eða eitthvað annað, læt eg þig ráða. Þetta sumar sem nú styttist óðum hefir verið bæði vott og heitt; jarðargróður leit lengi vel út fyrir að verða í allra bezta lagi og voru það viðbrigði frá því sem verið hefir síðastliðin þrjú ár, þar sem þurkar og engi- sprettur hálf eyðilögðu allan jarðargróður og sumstaðar meira en það. Grasvöxtur varð í bezta lagi svo allir fá nú næg hey og útlitið með korn upp- skeru var fram í júlí hið allra bezta,.* En þá fór að byrja að sjást ryð í kornum, sem úr því fór sívaxandi þar til nú að það er orðið meira en hálf-eyðilagt í þessu bygðarlagi umhverfis Gimli. Hveiti er svo eyðilagt, að þó líklega flestir slái það með bindara, þá er ekki búist við að úr því komi meira en frá 4—6 mælar af ekrunni og kannske ekki það, og sumir hafa jafn'vel haft við orð, að slá það ekki. Nokkurnveginn sama er að segja um hafra; hafa sumir slegið meira og minna af þeim með heysláttu- vélum og ætla að reyna að nota þá fyrir hey. Aftur er bygg yfirleitt töluvert betra og sum- staðar alt að því í meðallagi og þó akuryrkja hafi töluvert auk- ist hér á síðari árum þá hafa bændur hér ekki bygt lífs fram- færslu sína, nemá að litlu leyti, á komrækt, heldur aðallega á griparækt. Þessvegna bjargast menn, að eg hygg, skaplega hér þó svona fari í þetta sinn með kornið, þó það sé vitanlega stór hnekkir, því menn hafa brúk- að mest sitt korn hér handa kúm og hestum, sumir selt dá- lítið. Æði margir hér hafa dá- góð kúabú og selja mjólk til Winnipeg og þeir þurfa æði mikinn fóðurbætir handa kúm sínum. Við höfðum hér stórann fs- lendingadag, eða samelnaðan íslendingadag og minningarhá- tíð landnemanna. Hefði sá dagur auðvitað verið mikið fjöl- mennari ef ekki hefði verið þung rigning fram yfir klukkan 11. Mikið var* flutt af ræðum, bæði á ensku og íslenzku og fanst mér þær vera yfirleitt góðar og talsvert nýjabragð að mörgum þeirra, jafnvel öllum þeinl íslenzku. Þó er eg að hugsa um að gera að umtals- efni nokkrar setningar úr ræðu Hjálmars A. Bergmann, K.C., ekki samt það sem hann sagði frá eigin brjósti. Það var tíma- bært og vel sagt; heldur nokkr- ar setningar úr fyrirlestri herra E. H. Kvarans, sem Mr. Berg- mann tók inn í ræðu sína. — Fyrirlestur þann flutti herra Kvaran 1895 í Reykjavík, ný- kominn þá að vestan og um Vestur-íslendinga. Setningar þær er eg ætla að gera lítils- háttar að umtalsefni, eru: “Vitaskuld hefir ekki all-fátt farið vestur af mönnum, sem1 að sjálfsögðu hefðu verið sómi sinnar þjóðar, hvar sem þeir hefðu verið. En samt er mér óhætt að fullyrða að megin þorri vesturflutta fólksins mundi hafa verið talinn hér lak- ara miðlungsfólk, og tiltölulega mikill fjöldi þess hreinir og beinir ræflar.” Að Mr. Bergmann hafi fund- ist þessi sleggju-dómur herra Kvarans geta verið rúsína í ræðu sína skal eg ekkert um segja, en mig furðaði og mér hálf gramdist af jafn skýrum manni eins og Mr. Bergmann ó- neitanlega er, að honum skyldi þykja viðeigandi að hafa yfir þessi ummæli herra Kvarans yfir gröfum landnemanna, á sama tíma og verið var að heiðra minningu þeirra. Og mér er spurn, hvaðan hafði hr. Kvaran þetta mat á Vesturför- unum? Hafði hann það frá sumum þáverandi embættis- mönnum á íslandi og ýmsum öðrum', sem voru á móti vest- urflutninganum? Og þegar ekki varð aðgert, fundu upp það snjallræði sér til hugarhægðar, að láta í veðri vaka, að helftin af vesturflutta fólkinu hefði verið lélegasti parturinn af þjóð- inni. Eg heyrði heima ávæning af slíku, þó hygg eg að það hafi ekki verið mjög í hámælum haft fyr en herra E. H. Kvaran, kvað upp úr með það, þegar hann var nýkominn hér að START EARLY TO PREPARE FOR A GOOD BUSINESS POSITION The Dominion Business College announces a NEW TERM Revised Courses Latest Teaching Methods Individual Instruction Effective Employment Service DOMINION BUSINESS COLLEGE On The Mall and at Elmwood, St. James, St. John’s An Accredited School Enroll Monday Gott og ílt í upphafinu öflin voru tvenn, um alla veröld skiftist ljós og myrkur, um völdin börðust þá og berjast enn; og báðum virðist gefinn sami styrkur. Ef allir væru góðir eins og guð, sem gefur öllu líf og yl frá hæðum, við þyrftum lengur ekkert andans suð, og engin þörf á neinum synda ræðum, Hvar lentu þessar legiónir þá, sem lifa á því að siða, dæma og kúga, í nafni “Drottins” breyskan bróður flá, og blóð og merg úr alþýðunni sjúga? Það færi margt í heimi á ringulreið, ef rétti og sannleik enginn vildi halla, og hefði “Júdas” aldrei lagt þá leið, varð lausnaranum þungt að frelsa alla. O.g því er bezt að flest sé eins og er, hið illa og góða skifti jöfnum höndum, því enginn veit hvert mannlífs bátinn ber unz bjarma slær frá vita af fjarri ströndum. H. E. M. vestan. Hvort hann hefir verið að þóknast þeim hærri þar heima eða það hefir átt að vera svo sem í þakklætisskyni til Vestur-íslendinga fyrir með- ferðina á sér, læt eg ósagt, en í einhverjum góðum tilgangi ætla eg það hafi verið gert. Víst hefir fyrirlestur sá er umræðir ekki verið útbreiddur hér fyrir vestan, þó á þrykk út gengi, því ■ hefði það verið, trúi eg vart [að ekki hefði einhver hér orðið Itil að hnippa í ummælin. Nei, ekki þesslegt, hr. E. H. Kvar- an kom hér vestur löngu síðar snögga ferð, og var tekið með kos'tum og kynjum. Þeir hér vestra voru svo sem ekki að erfa við herra Kvaran annað eins smáræði og þessa umsögn hans um manngildi þeirra. Eg man vel eftir þegar stóri hóp- ; urinn sem kallaður var, fór vestur 1876. Þá fóru 8 eða 9 bændur úr sveitinni sem eg var í og eg þekti þá nálega alla persónulega og það fór fjöldi af bændum þá úr öllum sveit- um Fljótsdalshéraðs og þekti eg mjög margt af þeim persónu- lega og aðra af orðspori. Og þó fátt af þeim væru ríkir menn þá voru þeir allir sjálfbjarga, lifðu allir af sínu, þ. e. þáði enginn af sveit, og borguðu allir sitt far vestur um haf.. Að þess- ir bændur hafi verið lélegt með- al fólk eða ræflar, því mótmæli eg afdráttarlaust, og líkt hugsa eg megi segja um fólk úr öðrum sveitum landsins. Yfirleitt var af mörgum álitið, að fólkið, sem dreif sig vestur að minsta kosti á fyrri árunum hefði verið fram- gjamari og kjarnmeiri hlutinn. Og hálf undarlegt má það virð- ast, að hefði fólkið verið yfir- leitt eins og herra Kvaran seg- | ist frá, skyldi verða strax og það var komið hingað, aðrir eins manndóms-menn og hetjur og þeir eru nú álitnir að hafa verið. Margt mætti meira um þetta segja þó eg láti hér stað- ar nunrið. S. S. sem hefir reynst allvel og aldrei feilað hér, er nú án efa ónýtt með öllu og sama er um mar- quis hveiti, ónýtt með öllu, og Mindom Durum, sem hefir reynst vel, er nú mjög mikið skemt af ryði, en meira skamt af “root-rot”, og nú er álitið stórt spursmál hvort það borg- ar sig að slá, sökum kostnað- ar sem því er samfara, því stráið er bæði hátt og digurt, og tekur því afar mikið af tvinna, en hvert pund kostar 10 J4 c. Ásgeir sonur minn gerir ráð fyrir að brenna um 200 ekrur j af Ceres, og hann hefir 100 ekrur af Durum sem er ennþá j óvíst hvort hann slær, eða brennir. Barley er slegið, þó grænt sé, og hafrar eru slegnir nema 10 ekrur. Heimskringla má ekki deyja og óvíst að hún verði sælli þó hún gangi í lið með öðru blaði. Yðar einlægur, Hinrik Johnson TALSAMBAND VIÐ ÚTLÖND viar opnað 1. ág. Athöfnin hófst kl. 11 f. h. þann dag. Var þá opnað sam- band við Danmörku. Kristján konungur X., sem staddur var í sumarhöll sinni á Jótlandi, á- varpaði Íslendinga. Þá svaraði Hermann Jónasson forsætisráð- herra. Næst ávarpaði settur samgöngUmálraáðherra, Ey- steinn Jónsson, samgöngumála- ráðherra Dana og danski ráð- herrann svaraði. Þá töluðu Guðm. J. Hlíðdal póst- og síma- málastjóri og embættisbróðir hans í Danmörku. Kl. 12 var síðan opnað sam- bandið við Bretland. Þulur út- varpsins flutti fyrst stutta lýs- ingu á íslandi. Síðan ávarpaði brezki póst- og símamálaráð- herrann Eystein Jónsson ráð- herra, en hann svaraði. Þá tal- aði Stanhope jarl fyrir hönd brezka utanríkisráðherrans og ávarpaði forsætisráðherra ís- lands, en hann svaraði. BRÉF Ebor, Manitoba, 19. ágúst, 1935 Kæri ráðsmaður Hkr.: j Eg legg hér með $3 fyrir Heimsrkinglu, og er mér það stórt gleðiefni, að geta sent þá þó að seint og lítið sé; orsökin ! er, að heimili okkar hefir mlst ; 7 hesta, síðan síðasta haust, og i hefir því verið stórt skarð í |þann hestakraft sem akrarnir j útheimta, svo þó öll varkámi og sparsemi, hafi verið .viðhöfð, þá hefir okkur ekki tekist að fylla upp það skarð, er tapið hefir orsakað við hrossa missinn. — Eg og við, öll höfum lifað í j mestu von um hagstæða út- komu á öllu, að afstöðnu þessu sumri, sem hefir verið svo hag- stætt og blessað, fyrir allan gróða jarðarinnar og spretta á öllu svo óvana góð og mikil, en það illa og óheppilega atvik lief- ir nú komið fyrir um alt landið, j að mest alt hveitið er skaðlega skamt, og um 50% er álitið ó- J nýtt með öllu, Ceres hveiti Ræðunum var útvarpað. Kon- ungur talaði á íslenzku og for- sætisráðherra svaraði konungi á íslenzku og dönsku; póst- og símamálastjóri talaði einnig á báðum' þessum málum. Aðrar ræöur voru fluttar á ensku og dönsku. Talsambandið reyndist mjög gott. Nokkru eftir þessa opnunar- athöfn var blöðunum gefin kost- ur á að reyna talsambandið, og notuðu þau sér það. Fyrir 29 árum síðan komst ís- land í ritsímasamband við um- heiminn. Var það mikið fram- faraspor. Nú er stigið annað mikilvægt spor á sömu braut með opnun firðtalsambands. Hin nýja stuttbylgjustöð í Gufunesi og á Vatnsenda ann- ast talsam'bandið. Senditækin hafa verið sett í byggingu á norðurhluta Vatnsendahæðar- innar, norðan við útvarpsstöð- ina. Viðtökustöðin hefir verið reist á Gufuneslandi. Talið á milli íslands og útlanda fer fram með þessum hætti: NAFNSPJÖLD Dr. M. B. Halldorson 401 Boyd Bldg. Skrifstofusími: 23 674 Stundar sérstaklega lungnasjúk- dóma. Er að finni á skrifstofu kl. 10—12 f. h. og 2—6 e. h. Heimili: 46 Alloway Ave. Talsími: 33 158 G. S. THORVALDSON B.A., LL.B. LögjrœSingur 702 Confederation Life Bldg. Talsími 97 024 Dr. J. Stefansson 216 MEDICAL ARTS BLDG. Horni Kennedy og Graham Stundar eingöngu augna-eyrna- nef- og kverka-sjúkdóma Er aS hitta frá kl. 2.30—5.30 e. h. Talsími: 26 688 Heimili: 638 McMillan Ave. 42 691 W. J. LINDAL, K.C. BJÖRN STEFÁNSSON ISLENZKIR LÖGFRÆÐINGAR á öðru gólíi 325 Main Street Talsimi: 97 621 Hafa einnig skriístofur aS Lundar og Gimli og eru þar að hitta, fyrsta miðvikudag i hverjum mánuði. Jacob F. Bjarnason —TRANSFER— Baggage and Furniture Moving 591 SHERBURN ST. Phone 35 909 Annast allskonar flutninga fram og aftur um bœinn. M. HJALTASON, M.D. ALMENNAR LÆKNINGAR Sérgrein: Taugasjúkdómar Lætur úti meðöi X viðlögum ViStalstímar kl. 2—4 e. h. 7—8 að kveldtnu Sími 80 857 665 Victor St. RAGNAR H. RAGNAR Planisti oa kennarí Kenslustofa: 683 Beverley St. Phone 89 502 A. S. BARDAL selur likkistur og annasit um útíar- ir. Allur útbúnaður sá bestl. — Ennfremur selur hann allskonar minnisvarða og legsteima. 843 SHERBROOKE ST. Phone: 86 607 WINNIPEG Dr. K. J. AUSTMANN Wynyard —Sask. Dr. S. J. Johannesson 218 Sherbum Street Talsíml 30 877 Viðtalstimi kl. 3—5 e. h. MARGARET DALMAN TEACHER OF PIANO 854 BANNING ST. Phone: 26 420 Rovatzos Floral Shop 206 Notre Dame Ave. Phone 94 954 Fresh Cut Flowers Daily Plants in Season We specialize in Wedding & Concert Bouquets & Funeral Designs Icelandic spoken Dr. O. BJORNSSON 764 Victor St. OPFICE & RESIDENCE Phone 27 586 . THE WATCH SHOP Thorlakson Baldwin Diamonds and Wedding Rings Agents for Bulova Watches Marriage Licenses Issued 699 Sargent Ave. Talið berst frá hérlenda sím- talandanum út frá taltæki hans eftir innanbæjarlínu Rvíkur eða landsímalínunni, sé hann utan Rvíkur, til landsímastöðvarinn- ar f Rvík, þaðan eftir jarðsíma til sendistöðvarinnar á Vatns- endahæð og frá henni þráðlaust sem ljósvakabylgjur til erlendu viðskiftastöðvarinnar og þaðan eftir talsímalínunni til manns þess, sem talað er við. Á sama hátt berst talið frá hinum er- lenda talanda sem rafsveiflur til viðtökustöðvarinnar í Gufu- nesi, þaðan eftir jarðsímaþráð- um til landsímhstöðvarinijar og síðan áfram eftir víralínum til hlustandans. Til þess að tengja þráðlausu sendi- og móttökutækin við símalínurnar þarf margbrotinn og dýran útbúnað. Marconifélagið í London tók að sér smíði stöðvarinnar og umsjón með uppsetningu. Kost- aði það verk um 375 þús. kr., en 215 þús. kr. var kostnaður- inn áætlaður við byggingar, jarðsíma, uppsetningu o. fl. — Báðar þessar upphæðir leggur félagið fram í bili, en á að fá þær endurgreiddar á 5 árum, eftir að stöðin tekur til starfa. . Ársvextirnir eru V/% af að- alupphæðinni, en 5% af hinni. —Dagur. 8. ág. KAUPIÐ HEIMSKRINGLU LESIÐ HEIMSKRINGLU BORGIÐ HEIMSKRINGLU Dr. A. V. JOHNSON ISLENZKUR TANNLÆKNIR 212 Curry Bldg., Wlnnipeg Gegnt pósthúslnu Sími: 96 210 Heimilis: 33 328 J. J. Swanson & Co. Ltd. REALTORS Rental, Insurance and Financial Agents Sími: 94 221 600 PARIS BLDG.—Winnipeg J. T. THORSON, K.C. Islenzkur lögfrœðingur Skrifstofa: 801 GREAT WEST PERMANENT BUILDING Sími: 92 755 Office Phone Res. Phone 87 293 72 409 Dr. L. A. Sigurdson 109 MEDICAL ARTS BUILDING Office Hours: 12-1 4 p.m. - 6 P.M. AND BY APPOINTMENT Talsimi: 28 889 Dr. J. G. SNIDAL TANfLÆKNIR 614 Somerset Block Portage Avenue WINNIPEQ

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.